Tíminn - 01.03.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.03.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKRRINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFOR: EDDUHÚSI, Lindargötu 8 A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Simar 3948 og 3730. 25. ár. TÍMLMV, laugardaglnn 1. marz 1941 25. blað Fárviðri veldur gifurlessu tjóni Tíu íslenzkír bátar strandaðir eða sokkn- ír. - Fjögur útlend skíp strönduð. -- Sjö menn hafa farizt í Abessiníu verSur Bretum og hinum abessinsku œttjarðarvinum, sem berj- ast með þeim, vel ágengt. Hafa þeir þegar orðið stórt landsvœði á valdi sínu. Haile Selassie Abessinlukeisari dvelur á þessum slóðum og stjórnar aögerðum hinna abessinsku hersveita í samráði viö herforingja Breta. Er hann þegar búinn að dvelja meira en mánuð i Abessinlu. Hann hefir ný- lega lýst þeirri trú sinni í viðtali við blaðamenn, að hann muni bráðlega ríöa sem sigurvegari á hvítum hesti inn í Addis Abeba, likt og Badoglio gerði forðum. Hér á myndinnl sést Haile Selassie, lengst til vinstri, tala við brezka herforingja. Fólksílutningarnir Hið mesta ofsaveður geis- aði um meginhluta landsins tvo síðustu sólarhringa og hefir stórtjón hlotizt af. Mun þó eigi enn kunnugt um allan skaða, sem veðrið hefir haft í för með sér, því að engar fregnir hafa borizt úr fjölmörgum byggðarlög- um, enn sem komið er. Þeg- ar er það kunnugt, að bátur hefir farizt með sex manna áhöfn, mörg skip og bátar strandað, og sumir bátanna brotnað í spón, margir bát- ar sokkið, og símalínur, raf- taugár og ýms önnur mann- virki eyðilagzt. Af fregnum, sem fenglzt hafa, má ráða að einna harðast hafi veðrið verið á Suðvesturlandi. Voru öðru hvoru 12 vindstig í Reykjavík og á Suðumesjum. Hins vegar var stórhríð sums staðar norðanlands og austan undanfarna daga, en þar var mjög tekið að lygna um miðj- an dag í gær, og þá aðeins 3 vindstig á Akureyri. Þá voru heldur ekki nema 8 vindstig í Vestmannaeyjum og 9 vindstig á Horni, með fannkomu. Sunn- an lands brá til slyddubyls eða hríðarveðurs af norðaustri. upp úr miðjum degi í gær, en í Reykjavík stytti þó upp undir kvöldið. Mikið sjórok var í gær og fyrrinótt um allan bæinn, svo sjávarseltan settist í lögum utan á hús og menn og muni. Á fimmtudagsmorgun var all- frosthart,. en er leið á daginn dróg úr frostinu og aðfaranótt föstudagsins og á föstudags- morgun var orðið frostlaust um Suðurland og suðurhluta Aust- urlands. Var þá tekið að þykkna í lofti og vindur að snúast til austlægari áttar. Skipströnd og bátstapar í Reykjavík. Tvö erlend vöruflutningaskip, er lágu á ytri höfninni, tók að reka til lands í fyrrinótt. Fengu skipverjar eigi aðgert og strönd- uðu bæði skipin í sandkrika í Rauðarárvík. Var mönnum sem í þeim voru, alls 43, bjargað í gærmorgun. Voru margir þeirra aðframkomnir af vosbúð, enda illa búnir. Um lágflæðurnar í gær láu skipin að nokkru leyti á þurru landi. Annað þeirra, danskt, Sonja Mærsk, snýr stefni upp í sandinn. Hitt skipið, portúgalskt, Ourem, frá Oporto, liggur fast við danska skipið og snýr þvert við áhlaðandanum. Riðu öldurnar látlaust yfir það í gær. í skipum þessum mun meðal annars hafa verið kartöfl- ur, áfengi og sement. Lágu vín- tunnur, er borizt höfðu upp, á við og dreif um sandinn. Þriðja skipið var í mjög mikilli hættu statt. Var það komið mjög nærri landi, framan við olíu- birgðastöð B. P. Á innri höfninni í Reykjavík sukku bátar, en aðrir bárust á grunn. í krikanum við Grófar- bryggju sukku vélbáturinn Sjálfstæðismálið í næsta blaði Tímans mun birtast ítarleg grein um sjálfstæðismálið eftir Hermann Jónasson for- sætisráðherra. Vestri frá ísafirði, 12—15 smá- lestir að stærð, og Kristín, smá- bátur úr Reykjavík, 4—5 smá- lestir. Þrjú skip, sem lágu við Ægis- garðinn, losnuðu og rak á grunn. Voru það varðbáturinn Óðinn, línuveiðaskipið Rúna og norskt hvalveiðiskip. Vélbátur ferst. Vissa fékkst um það í gær, að vélbáturinn Hjörtur Pétursson frá Siglufirði, 20 smálestir að stærð, er gerður skyldi út frá Hafnarfirði á vetrarvertíðinni, hefði farizt undan Garði á fimmtudaginn. Voru á honum sex menn. Báturinn fór í fiski- róður frá Hafnarfirði á miðviku- dagskvöldið. í gærmorgun var rekald úr bátnum tekið að berast að landi þar syðra. Bátverjar voru: Eiríkur ÞorValdsson frá Helga- dal við Kringlumýrarveg, for- maður, kvæntur og þriggja barna faðir, allra ungra. Unnar Hávarðsson, stýrimað- ur, austfirzkur að ætt, ókvæntur. Helgi Oddsson frá Siglufirði, vélamaður, ókvæntur. Jón Stefánsson frá Siglufirði, háseti, kvæntur og átti eitt bam. Andrés Ágústsson frá Siglu- firði, háseti, kvæntur og átti eitt barn. Viktor Knudsson, Laugavegi 70 B, ókvæntur. Bátatöp í Keflavík og Njarffvíkum. í Keflavík og Njarðvikum hef- ir gífurlegt tjón orðið á vélbáta- flotanum. Skýrði Ásgeir Daníels- son, hafnarvörður í Keflavík, svo frá þeim atburðum, er þar hafa gerzt: — Þegar á fimmtudag slitn- uðu upp tveir bátar á Keflavík- urhöfn. Rak þá báða í land, þar sem þeir brotnuðu í spón. Voru það Sæþór frá Seyðisfirði og Öðlingur, heimabátur. f fyrri- nótt slitnaði vélbáturinn Trausti upp. Rak hann brátt á grunn, þar sem hann brotnaði og ger- ónýttist. Eru þessir þrír bátar nú ekki annað en sprekahrúga. í Njarðvíkum rak vélbátinn Gylfa í fyrrinótt upp í fjöru, þar sem önnur hliðin brotnaði úr honum. í gær hvolfdi vélbátnum Önnu á bátalegunni í Njarðvík- um. Þá var og mjög tekið að ótt- ast um vélbátinn Ársæl, og þótti ekki annað sýnna en að hann myndi þá og þegar reka til lands. því sjór versnaði æ er leið á dag- inn. í Keflavíkurhöfn voru 15— 16 vélbátar og tvær færeyskar skútur í hinni mestu hættu, einkum sökum vaxandi brims. Sprengdu bátarnir í sífellu af sér öll bönd, svo að varla hafðist við að festa þeim. Mátti búast við því á hverri stundu að allur þessi skipafloti væri í voða. Ljós- laust var á bryggjunum í gær- kvöldi. Það varð bátunum til bjargar, að veður tók að sljákka í gær- kvöldi og brim að lægja í nótt. Voru þó sumir bátarnir talsvert laskaðir eftir ofviðrið. Hafskipabryggjan varð fyrir miklum skemmdum. Sviptust plankarnir ofan af meginhluta bryggjunnar. Svo erfitt var um landtöku I Keflavík, að síðasti báturinn komst ekki upp að bryggju fyrr en síðdegis í gær. Hafði hann þá beðið færis í‘nær tvo sólar- hringa. Margir bátar leituðu burt frá Keflavík til Hafnarf jarðar og jafnvel Reykjavíkur. Frá skipum á sjó úti. Eins og að líkum lætur voru mörg skip á sjó úti á versta stormasvæðinu við strendur landsins, veiðiskip, bæði togar- ar og útilegubátar, og strand- ferðaskip og skip, er voru að koma úr millilandasiglingu eða leggja af stað. Meðal annars lagði Katla af stað frá Hafnar- firði til útlanda í fyrradag, og Dettifoss mun væntanlega hafa verið kominn í grennd við landið. Reyndir sjómenn hafa þó látið uppi, að engin ástæða sé til þess að bera kvíðboga fyrir afdrifum stórra skipa á sjó úti. Tíminn hefir haft þær fregnir af Súðinni, sem var í strandsigl- ingu, að hún hafi legið á Hvammsfirði. Laxfoss fór héðan úr Reykjavík til Vestmannaeyja á miðvikudagskvöld. Komst hann undir Landeyjasand og lá þar meðan harðasta norðanveðrið geisaði og náði til hafnar í Vest- mannaeyjum í gær, nokkru fyrir hádegi. Slysavarnafélagið fékk í gær- kvöldi og í morgun nokkrar fréttir af bátum og skipum, sem á sjó voru við Suðvesturlandið. Hefir ekkert slys orðið á þeim skipum, sem frétzt hefir til. Þó hafa tveir bátar orðið fyrir véla- bilunum, en njóta báðir aðstoðar togara. Að sjálfsögðu eru þó mörg skip og .bátar, sem ekkert hefir enn heyrzt af. Sigfús Johnsen, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, skýrði Tím- anum svo frá í morgun, að vél- skipið Stella frá Neskaupstað hefði komið þar til hafnar, mjög laskað. Stella var 'á leið frá Réykjavik til Fleetwood með fisk. Á fimmtudagsnóttina reið brotsjór yfir skipið og braut það mjög, svo að ráðlegast þótti að freista þess að ná höfn í Eyjum. Þá var Stella 70 sjómílur suður af Eyjum. Strand á Mýrdalssandi. Um hádegi í gær barst hing- að neyðarskeyti frá stóru belg- isku flutningaskipi, Persier, sem þá var strandað við Kötlu- tanga á Mýrdalssandi, suðaust- ur af Hjörleifshöfða. Enn hafa litlar fréttir borizt af skipsstrandi þessu. Þó tjáði Pálmi Loftsson, forstjóri Skipa- útgerðar ríkisins, blaðinu í morgun, að björgunarsveit í landi hefði tekizt að koma línu um borð í hið strandaða skip, og um ellefuleytið voru 21 af 44 skipverjum komnir í land. Varðskipið Ægir er úti fyrir strandstaðnum, og hafa fregnir, sem komið hafa, borizt frá því, þar eð símasambandslaust er með öllu austur í Skaftafells- sýslur. Símabilanir. Á símalínum urðu hinar mestu skemmdir víða um land, staurar brotnuðu og þræðir slitnuðu eða flæktust saman. Var talsíma- samband mjög lélegt í gær, og aðeins fáir staðir, sem hægt var að ná til. Valda þessar simabil- anir því, að enn eru eigi fréttir komnar af veðrinu og því tjóni, sem af því kann að hafa orðið, nema úr fáum byggðalögum. Mjög miklar skemmdir urðu á línunni meðfram Esjunni og ollu þær því, að eigi var hægt að tala til Vesturlandsins eða Norður- landsins. Suðurlandslínan var rofin í Landeyjum. Hins vegar var ótruflað talsímasamband við Suðurnes og Vestmannaeyjar. í gær var tilraun gerð til þess að gera við símaskemmdimar á Kjalarnesi, en viðgerðamennirn- ir urðu að snúa við, sökum veð- urofsans, er upp í Mosfellssveit kom. Ritsimasamband var í gær- morgun til Akureyrar, en í gær- dag tókst að bæta svo um, að Því er stundum haldið fram, að engin fordæmi séu fyrír þeim ráðstöfunum Þjóðverja, að flytja Pólverja í stórum stíl úr héruðunum við austurlanda- mæri Þýzkalands, þar sem þeir hafa búið öldum saman, og láta þýzka innf lytj endur koma í stað þeirra. Þetta er misskiln- ingur. Þýzku nazistarnir hafa sótt fordæmið fyrir þessum vinnubrögðum til rússnesku kommúnistanna, eins og um margt annað. Þeir hafa aðeins reynzt miklu stórvirkari, enda standa Þjóðverjar Rússum langtum framar í skipulags- hæfni og dugnaði. Fyrstu árin eftir að Finnar og Estlendingar heimtu sjálf- stæði sitt bar mjög á sjálfstæð- ishreyfingu meðal Austur-Kar- ela, sem bjuggu i héruðunum við finnsku landamærin milli Ladogavatns og Hvítahafsins, og Ingermanlendinga, sem bjuggu við héruðin við est- lenzku landamærin og finnska flóann. Rússar gripu þá til þess ráðs að flytja mikinn hluta af íbúum þessara héraða í burtu til fjarlægra landshluta, eink- um til Síbei’íu. Rússneskir kom- múnistar voru síðan látnir taka sér bólfestu í þessum héruðum. Kommúnistastjórnin taldi sig slá tvær flugur i einu höggi með þessum ráðstöfunum. Hún unnt var að ná sambandi við Seyðisfjörð. Skemmdir á raftaugum. Margvíslegt annað tjón, en annað, sem hér hefir verið greint frá, hefir hlotizt af veðrinu, járnplötur losnuðu af húsþökum, raftaugar og loftnet eyðilagzt og rúður brotnað. Viða á Seltjarnarnesi var raf- magnslaust með öllu í gær, og allt símasamband rofið sums- staðar. Þá eru og komnar þær fregnir frá Akureyri og Húsavík, að þar hafi verið rafmagnslaust með öllu. Féll snjóskriða í Ljósa- vatnsskarði og sleit niður raf- taugarnar, er liggja frá Laxár- stöðinni til Akureyrar. Samkvæmt símtali við lög- reglustjórann á Akranesi, sem þó var mjög slitrótt vegna sim- bilana, urðu engar skemmdir á bátum þar, enda aflandsvindur. Brezkur hermaffur drukknar. Brezkur hermaður skolaðist í gærmorgun út af hafnargarðin- um í Reykjavík, er sjór reið yfir hann. Menn, er nærstaddir voru gerðu tilraun til bjargar og svarflaðist einn íslenzkur maður í sjóinn við þær tilraunir. Heppnaðist að bjarga honum, en hermaðurinn drukknaði. bældi niður til fullnustu sjálf- stæðishreyfingu Austur-Karela og Ingermanlendinga, og hún fékk íbúa í landamærahéruðin, sem hún taldi sig fullkomlega geta treyst. Rússneska kommúnistastjórn- in beitir sömu vinnubrögðum í þeim héruðum Póllands, sem hún hefir umráð yfir. Var ný- lega sagt frá því hér í blaðinu. í enska blaðinu „The Times“ var nýlega skýrt frá því, að samkvæmt þýzkum heimildum hefðu á síðastliðnu ári verið fluttir um 450 þús. Þjóðverjar heim til Stór-Þýzkalands frá öðrum löndum, þar sem Þjóð- verjar voru búnir að vera bú- settir í aldaraðir. Eftir löndum skiptist þetta þannig: Frá Estlandi 12 þús., frá Lett- landi 63 þús., frá Lithauen 43 þús., frá Austur-Póllandi 160 þús., frá Bessarabíu 90 þús., frá Norður-Bukovina 75 þús. og frá Dobruja 15 þús. Auk þess hefir allmargt fólk verið flutt til hinna forn-pólsku héraða frá Suður-Þýzkalandi, þar sem þéttbýli er mest. (Framh. á 4. síðu.) Erlendar fréttir Búlgaría gerðist í morgun að- ili að þriveldasáttmála Þjóð- verja, ítala og Japana.Undirrit- aði Philoff forsætisráðherra yf- irlýsingu þessa efnis í Vínar- borg, að viðstöddum þeim Hit- ler, Ribbentrop, Ciano greifa og sendih. Japan í Berlín. Með því að viðurkenna þríveldasáttmál- ann er talið, að Búlgarar hafi fallizt á, að þýzkt herlið megi fara yfir Búlgaríu til Grikk- lands og Tyrklands. Sambúð Búlgara og Breta fer stöðugt versnandi og voru nokkrir menn teknir fastir í gær og þeim gefin að sök of mikil vin- átta við Breta. Meðal þeirra voru brezkir og amerískir blaðamenn. Þremur brezkum blaðamönnum var sleppt aft- ur, eftir að sendiherra Breta hafði mótmælt handtökunni. Bretar hafa tilkynnt stjórn Búlgaríu, a ð þeir muni slíta stjórnmálasambandinu, ef þýzkt herlið fái að koma til landsins, og beri búlgarska stjórnin á- byrgð á þeim gagnráðstöfunum, sem Bretar kunni að gera. Anthony Eden og John Dill eru farnir' frá Ankara. í til- kynningum um viðræður þeirra við tyrkneska stjórnmálamenn og herforingja, segir, að fullt samkomulag sé ríkjandi um öll atriði, sem máli skipti. Tyrk- nesk blöð láta mikið af komu hinna brezku valdamanna og (F, .imh. á 4. siðu.) w A víðavangi LOFTÁRÁSIRNAR OG UMFERÐASLYSIN. í enskum blöðum var nýlega | vakin athygli á því, að einn j mánuðinn í vetur hefðu næst- | um eins margir óbreyttir borg- arar farizt af völdum umferðar- slysa og hinna margumræddu loftárása. Almenningur veitti þvi fyrra allt of lítinn gaum, en þar væri þó um sj álfskaparvíti þjóðarinnar að ræða, en hið síðara stafaði af óviðráðanleg- um orsökum. Hvöttu blöðin ein- dregið til þess, að bæði stjórn- arvöld og almenningur léti sig umferðaslysin meira máli skipta, því að með samtökum Dessara aðila mætti að miklu leyti afstýra þeirri hættu. Því til sönnunar var bent á, að þegar Hoare-Belisha var samgöngu- málaráðherra tókst honum á skömmum tíma að lækka tölu umferðarslysanna til -stórra muna. Var það hvort tveggja að þakka ýmsum opinberum ráðstöfunum og áróðursstarf- semí meðal almennings. Nú hafa þessi mál þokað fyrir öðr- um málum, sem hafa náð meiri tökum á hugum manna, og auk aess hefir umferðin stórum aukizt, sökum styrjaldarinnar. Afleiðingarnar eru hin stórum auknu umferðaslys. AUKNING UMFERÐASLYSA í REYKJAVfK OG NÁGRENNI. Það eru fleiri en Bretar, sem hafa sorglega sögu að segja í þessum efnum. Hér á landi, að- allega þó í Reykjavík og ná- grenni hennar, hafa umferða- slysin færst stórum í vöxt. Ein- hvefjir kunna að vilja réttlæta þetta með aukinni umferð, en þess ber að gæta, að aukin um- ferð gerir kröfu til bifreiðar- stjóra um aukna, aðgæzlu og varúð. Á mjög skömmum tíma, eða siðan um hátíðar, hafa fjórir íslenzkir menn farizt af völdum umferðaslysa, en margir hafa meiðst meira og minna. Þetta er hryggileg stað- reynd. Á seinasta ári urðu um- ferðaslys í Reykjavík og grennd talsvert á áttunda hundrað, en flest hafa þau áður verið um 420 á ári. Fyrstu tvo mánuði þessa árs hafa þau orðið um 150 og er það mikil hlutfallsleg fjölgun frá fyrra ári. Þetta er mál, sem stjórnarvöldin áttu að athuga og hlutast til um. Ber að athuga það vandlega, hvaða auknar varúðarreglur er hægt að setja, og ætti það að vera eitt af málum þess þings, sem er nýlega komið saman til fundar. Það er vitað mál, að mörg um- ferðaslys stafa af ógætni og kæruleysi þeirra manna, sem með ökutæki fara, og almenn- ingur gætir sín heldur ekki eins vel og skyldi. Nokkur brögð munu einnig vera að því, að menn, sem ekki hafa ökuleyfi, sé látnir fá bifreiðar til afnota. Allt þetta þarf að athuga vand- lega og byggja hinar nýju ráð- stafanir á þeirri niðurstöðu. RÍKISVERKSMIÐJURNAR OG SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN. Sjálfstæðismenn hafa oft haldið því fram, að þeir væru á móti ríkisrekstri. Það hefði því einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að Morgunblaðið leggur nú mikla áherzlu á að telja les- endum sinum trú um, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi átt frum- kvæði að þvi að síldarverksmiðj - ur ríkisins voru byggðar og að flestar þeirra hafi verið reistar meðan ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins fóru með atvinnumálin. Verst fyrir Morgunblaðið að hvorugt er satt. Morgunblaðið segir, að Magnús Guðmundsson hafi verið atvinnumálaráðherra árin 1932—1934. Hvað segir Þor- steinn Briem um það? Alþingis- tíðindin nefna M. G. dómsmála- ráðherra á þeim árum. Að vísu (Framh. á 4. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.