Tíminn - 01.03.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.03.1941, Blaðsíða 3
99 25. Jílað A N N Á L L Dánardægur. Guðjón Guðnason, fyrr bóndi í Sölvaholti og Bitru í Hraun- gerðishreppi, andaðist að Odd- geirshólum eftir stutta legu, 84 ára gamall. Vorið 1939 hætti hann bú- skap í Bitru og hafði þá verið bóndi í 50 ár. Fram að þeim tíma var hann ern og enn kvik- ur á fæti, en eftir það fóru kraftar hans smásaman að bila; þó hélt hann sjón og heyrn til dauðadags og öllum sálarkröft- um óskertum. Guðjón sál. eignaðist 6 börn. Einn son sinn, Guðna að nafni, missti hann uppkominn Hin börnin, sem öll eru hin mann- vænlegustu, eru: Guðrún hús- freyja í Köldukinn í Rangár- vallasýslu, Halldór skólastjóri í Vestmannaeyjum, Sigríður bú- stýra á Reynivöllum í Kjós, og Bryngeir og Guðmundur, báðir iausamenn. Guðjón sál. var mesti fjör- og dugnaðarmaður, bæði til sjós og lands. Bújarðir sínar bætti hann mikið, slétt- aði og stækkaði túnin og girti lönd sín o. fl. Hann var jafnan góður meðalbóndi í sinni sveit. Átti góðan og fallegan fénað, var sérstakur skepnumaður og fór vel með fénað sinn. Veturinn 1939 komu fram bændarímur í Hraungerðis- hreppi, um alla búendur hreppsins, og er þar eftirfar- andi vísa um Guðjón sál., sem kunnugum þykir sannmæli: „Fjárglöggur og fénað á til fyrirmyndar, glímir nú við gömlu elli Guðjón í Bitru og heldur velli“. Guðjón sál. fylgdi jafnan framsæknustu bændum í sveit sinni að öllum nytsömum fé- lagsmálum. Hann var mjög á- reiðanlegur í viðskiptum, gest- risinn og góður heim að sækja og hafði meðal annars mikið yndi af að tala um kindur, tún- rækt o. fl. Hann var sannur vinur vina sinna, en hjálpsam- ur við alla. Hann var sérstak- lega veðurglöggur maður og yf- irleitt eftirtökusamur og minn- ugur. Til marks um það er það sem nú skal greina: Lengi framan af búskaparár- um Guðjóns sál. var vani í þessu héraði, að bændur stund- uðu sjóróðra á vetrarvertíð, og var Guðjón sál. einn þeirra. Síðustu 15 vetrarvertíðirnar, er hann stundaði sjó, reri hann á Stokkseyri hjá hinum fengsæla sjósóknara, Sigurði sál. Árna- syni frá Hafliðakoti. Var Guðjón sál trúnaðar- maður formanns, að hafa gát á veðri og sjó nógu snemma á um lagði hann grundvöllinn að berklanýlendunni Papworth, skammt frá Cambridge í Suð- ur-Englandi. Þar er fyrst og fremst venjulegt |heilsuhæli. En fyrir þá, sem þaðan mega fara og nokkurn bata hafa fengið, hefir verið komið upp þorpi með smáhúsum og rúm- góðum görðum og vinnustofum, þar sem íbúar þorpsins fá vinnu við einfaldan iðnað. Hvorttveggja, íbúðahverfið og vinnustofurnar, vex smátt og smátt. Þeir, sem þess virðast umkomnir, fá að taka til sín íjölskyldur sínar, og það er einmitt ein aðalundirstaða þess, að stofnunin geti náð tilgangi sínum. Allir íbúar þorpsins eru undir reglubundnu lækniseftir- liti, og fara eftir settum var- úðarreglum. Niðurstaðan er sú, að heilsufarið í Papworth hefir verið mjög gott, bæði hjá þeim, sem af hælinu koma, og að- standendum þeirra. Vænn hóp- ur af börnum er fæddur á þessum merkilega stað og hefir ekki kennt sér óvenjulegra meina. Heimili, sem að öðrum kosti hefðu sundrazt, halda þarna áfram tilveru sinni á eðlilegan hátt. Lífshamingju foreldra og barna, sem ella hefði verið lögð í rústir, hefir verið borgið á þennan hátt. Fjölbreytni framleiðslunnar í Papworth hefir vaxið hægt og algerlega eftir ástæðum. Venjulega hefir hver ný starfs- grein orðið til utan um ein- staka menn, sem settust að í nýlendunni. Sjúklingur, sem hafði verið töskugerðarmaður, TÍMIM, langardaglim 1. marz 1941 Bók handa ungum stúlkum TVÍBURASYSTURNAR. ísak Jónsson kennari þýddi. Bókin er þýdd úr sænsku. Þegar hún kom fyrst út, vakti hún svo mikla athygli, að hún var talin bezta bókin handa ungum stúlkum, sem út kom á því ári. Jeanne Osterdahl skrifar um hana: „Litlu smábæjarstúlkurnar tvær, sem með snarræði og dugnaði bjarga sér úr öllum kröggum sem að þeim steðja i höfuðstaðnum, ijóma af heilbrigði og lífsgleði." Gurli Linder segir: „Djarfar og snarráðar, glaðar og kvikar, gæddar meðfæddum yndisþokka og aðlaðandi framkomu, eru þessar stúlkur ljómandi fyrirmynd ungra nútíðarstúlkna." Bókaverzliui tsafoldarprentsmiðju h. f. morgnana, þegar í róðrum stóð, en hann hafði vel vit á sjó og veðri, og lét Guðjón sál. ekki á sér standa, og ætíð var hann fyrstur manna á fótum í Stokkseyrarveiðistöð á þeim ár- um. Kom þetta sér mjög vel fyrir félaga hans, höfðu þeir fyrir þetta betra næði, en Guð- jón sál. vakti þá í tæka tið með kaffinu. Alla tíð var Guðjón sál. mjög árrisull. Guðjón sál. var jarðsunginn að Hraungerði 10. jan. þ. á. að viðstöddu 100 manna. Kunningi. Gnllhrúðkanp. Þau hjónin Jón Þorsteinsson skáld á Arnarvatni og Halldóra Methúsalemsdóttir eiga gull- brúðkaup í dag. Jón er af hinni alkunnu Reykjahliðarætt, son- ur Þorsteins prests Jónssonar 1 Reykjahlíð og Guðbjargar Ara- dóttur, Helgasonar prests á Skútustöðum. Halldóra var dóttir Methúsalems Magnús- sonar, er lengi bjó á Arnar- vatni, og Karólínu Helgadótt- ur frá Skútustöðum, og eru þau hjónin þannig náskyld. Jón og Halldóra hafa búið allan sinn búskap á Arnarvatni. Þau eignuðust tvær dætur, Þor- björgu, er var fyrri kona Jónas- ar Þorbergssonar útvarps- stjóra, og Karólínu, sem hefir ávallt dvalizt í föðurhúsum. Jón Þorsteinsson er einn af kunnustu hagyrðingum Þing- eyinga, og fyrir nokkru síðan byrjar á sínu gamla starfi og kennir það öðrum. Næsta ár bætist skósmiður í hópinn. Þá er byrjað að vinna að skósmiði í smáum stíl, en það eykst hægt og hægt. Prentari, sem útskrif- aðist af hælinu, varð undir- staða prentsmiðju, sem nú sel- ur ósköpin öll af handsettum eyðublöðum til ýmsra meiri- háttar verzlunarfyrirtækj a. Papworth hefir sín eigin vöru- merki, sem hafa áunnið sér álit á brezkum markaði. Þarna er líka rekið hænsnabú. En læknarnir í Papworth telja handiðnað heppilegri. fyrir þá, sem brjóstveikir hafa verið, en venjuleg landbúnaðarstörf. Eitt af því, sem þeir þola verst, er að vera úti í misjöfnum veör- um, og er það skiljanlegt. Við þetta má svo bæta því, að öllum mannvirkjum í Papworth hefir verið komið upp fyrir frjáls framlög einstakra manna. En framleiðslan ber sig vel, þegar ekki þarf að reikna stofn- kostnaðinn, og greiðir starfs- mönnunum laun eftir því, sem við er að búast, miðað við starfsgetu þeirra. Vera má, að vinnuheimili út- skrifaðra berklasjúklinga hér á landi verði öðruvígi en Pap- worth*), þegar til kemur. En sjálfsagt er að læra af því, sem þar er að sjá. Þeir, sem fjárráð *) Upplýsingar þær, sem ég hefi fengið um Papworth, hefi ég frá Óskari Einarssyni berklalækni, sem skoðað hefir staðinn, og úr prentuðum ár- bókum, sem Sir Pendril Warr- ier-Jones gefur út. Skrlfstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 9 A Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið þvi við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrlfstof- unni er mjög mikils virðl að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan aí landi. Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 9 A. var gefið út úrval af kveðskap hans. Halldóra Methúsalemsdóttir var Ijósmóðir í sveit sinni um margra ára skeið, og er það enn í manna minnum og á orði haft, hversu hún rækti það starf sitt af miklum skörungsskap og skyldurækni. — Hvorki hörð- ustu norðlenzk veður né illfærð hömluðu því nokkru sinni, að hún kæmi þangað, sem þörf var hjálpar hennar og fágætrar hjúkrunar. hafa hér á landi, ekki sízt í hintf hagstæða viðskiptaárferði, nú sem stendur, verða 'sjálf- sagt ekki tregari en brezkir menn til að leggja hér hönd að verki, miðað við getu. Yfirleitt má það segja, að vandamál berklaveikra hafi mætt velvild og skilningi allra manna og stjórnarvalda hér á landi, sem þar um hafa fjallað eða kvadd- ir verið til fulltingis.Það er eng- in ástæða til að ætla, að það verði á annan veg í þessu máli. Samband berklasjúklinga hefir ekki ástæðu til að reka neina' ádeilu í sambandi við starfsemi sína. Ég hygg, að heilbrigðis- stjórn landsins sé velviljuð nýjum aðgerðum í þessum mál- um og hefir hún raunar sýnt það í verki. Þannig hygg ég, að hugur manna sé yfirleitt, þótt þeir hafi mörgu öðru að sinna. Á Vífilsstöðum hefir nú í haust verið unnið að því að koma upp lítilsháttar vinnu- aðstöðu fyrir sjúklinga, sem heilsu hafa til að nota sér hana. Gömlum leguskála, sem hætt var að nota, hefir verið breytt og hann innréttaður við hæfi. Þar verður ein lítil saumastofa fyrir konur og tvær smíðastofur fyrir karlmenn. Sjúklingar hafa sjálfir unnið mikið af þessu verki, og fá nú aðstöðu, sem þeim getur orðið nokkurs virði. Þetta er góð byrjun, en auðvitað er hún ekki stærri en svo, að hún kemur aðeins að gagni þeim, sem á hælinu dvelja og þar hafa skil- yrði til að nota sér hana. En ég hefi þá trú, að við- leitni Sambands ísl. berklasjúk- linga verði áfram vel tekið. Hér er um að ræða mál allrar þjóð- arinnar, utan og ofan við dæg- urdeilur. Enginn veit, hvár „hvíta“ vofan drepur næst á dyr. Enginn veit, hvers móðir eða dóttir, faðjr eða sonur næst kemur frá landamærunum með illa gróin sár. Skinnaverksmiðjan IÐUNN framlciðir fjölmargar tcgimdir af skóm á karla, konur og börn. — Vinnur ennfrcmur ór liuðum, skinn- uin og gærum margskonar lcðurvörur, s. s. lcður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskinn, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skinnaverksmiðjan Iðunn, er búin nýjustn og full- komnustu tækjum, og hcfir á að skipa lióp af fag- lærðum mönnum, sem þegar hafa sýnt, að þeir eru færir um að keppa við útlenda farmleiðslu á þessu sviði. IÐUNNARVORUR fást hjá kaupfélögum um allt land og mörgum kaupmönnum. Iðunnarvörur cru smekklegar, haldgóðar, ódýrar Notið IÐUNNAR vörur • VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIÐSLU TÍMANS • 272 Robert C. Oliver: Hann hraðaði sér fram að land- göngubrúnni og sagði verðinum, að hann þyrfti að ná tali af skipstjóran- um svo fljótt, sem unnt væri. Jafnvel þótt föt Bobs væru orðin óhrein og þvæld, og hann sjálfur þreytt- ur og órakaður, sá vörðurinn strax, að hann var ekki venjulegur flækingur. Vörðurinn kallaði á háseta og bað hann að fylgja Bob til skipstjórans. Skipstjórinn stóð uppi á stjórnpalli, klæddur hvítum einkennisbúningi, þeg- ar Bob kom og var kynntur fyrir hon- um. — Robert Hollman? endurtók skip- stjórinn og horfði með athygli á unga manninn. En það voruð þó---------voruð það ekki þér, sem------- — Jú, skipstjóri, svaraði Bob. Eg hvarf viljandi í því skyni að komast að leyndardómum „Keðjunnar" og það hefir mér tekizt. Ef það er þá ekki um seinan. Flugvélin, sem rétt í þessu var að setjast, var að koma með foringjann. Þeir vita um flótta minn — ef við eigum að koma í tæka tíð, verðum við að hafa hraðan á. — Hvað — hvað? sagði skipstjórinn. Hvað viljið þér að við gerum, sem lög- reglan getur ekki gert? — Umkringja húsið — taka glæpa- mennina höndum — frelsa fangana. Æfintýri blaöamannsins 269 heppnaðist voru eins og einn á móti hundrað. Nú eru þær í bezta lagi einn á móti þúsund, hugsaði Bob meðan lögregluþjónarnir drösluðu honum á- fram. En því reynir þú ekki. Þegar hlið- in á múrgarði Mustapha hafa lokast að baki þér, þá fyrst er allt vonlaust — þú verður — þú skalt reyna — vegna þeirra, sem treysta á þig — vegna Lucy. Bob gekk enn nokkur skref. Svo and- aði hann djúpt til þess að verða ró- legri. Svo herti hann og spennti hverja einustu taug og hvern einasta vöðva í líkamanum og kastaði sér aftur á bak af öllu afli. Hann reif sig lausan — hann heyrði bölv og fótatak á eftir sér — en hann hljóp — nei — hann flaug áfram eins og hann væri borinn uppi af ósýnilegum vængjum. Hann þaut út í myrkrið í blindni — áfram — áfram---------- Hvað var þessi gata löng? Fór hann ekki að nálgast hornið? Skyldu þeir ná honum. Þarna kom hornið — fljótur nú — fyrir það og áfram — ekki að detta------ Þegar Bob hugsaði síðar um þennan örlagaríka flótta fannst honum það næstum óskiljanlegt kraftaverk, að hann skyldi sleppa undan. Vafalaust var það myrkrið — þetta kolsvarta af-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.