Tíminn - 01.03.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.03.1941, Blaðsíða 2
98 TÍMIM, lawgardagfim 1. marz 1941 25. blað ^ímtnn Laugardaginn 1. mars Síðfræðí Morgun- blaðsíns í Reykj avíkurbréfum Morg- unblaösins síðastl. sunnudag, eru hugleiðingar um ófriðinn, eins og oft áður. Þar er m. a. skýrt svo frá, að frá Bandaríkj- unum berist fregnir um áfram- haldandi ófriðarundirbúning þar. Með hverjum degi verði erfiðara að fá vörur afgreiddar þaðan, og vöruverð sé hækk- andi. Segir ritstjórnin, að kunn- ugustu menn líti svo á, að skynsamlegast væri fyrir okkur að taka vörukaupalán í Ame- ríku, og kaupa, fyrir hið fáan- lega fé, sem mest af nauðsynja- vörum, þar sem áhættan við aö festa kaup á vörum sé engin, en gróði að þvi að eiga birgðir. í þessum bollaleggingum Morgunbl. um vörukaup, er vit- anlega ekki, fremur en fyrri daginn, getið um það, hvernig eigi að flytja meiri vörur hing- að til landsins, þar sem vitað er, að kaupskipaflotinn hefir und- anfarið verið fullnotaður, eða hvar eigi að geyma vörurnar, en allar vörugeymslur, a. m. k. hér í Reykjavík, eru nú fullar af vörum. Eigi er heldur látið uppi, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé því fylgjandi, að ríkið setji á stofn verzlun með nauðsynja- vörur, ef þær verzlanir, sem fyrir eru, telja sér eigi hag- kvæmt að ráðast í meiri vöru- kaup. Þessi atriði verða þó eigi gerð hér að umtalsefni, heldur sú siðfræði, sem boðuð er í niður- lagi Reykjavíkurbréfsins. Þar segii- svo: „En engin hætta á því, að dollargengið verði það hátt, er að stríðslokum kemur, að það geri erfitt um endur- greiðslu — enda ekki aff vita hve skuldagreiffslur verða teknar hátífflega, þegar svo langt er komið“. (Leturbr. hér.). Það er ekki haegt að skilja þessi orð öðruvísi en svo, að rit- stjórn blaðsins telji sjálfsagt að reynt sé að taka fé að láni i öðr- um löndum, vafalaust svo mikið sem hægt er að fá, með það fyr- ir augum og í þeirri von að geta sloppiff viff aff endurgreiffa lán- in. Þessi hugvekja Morgunblaðs- ins hefði vel getað staðið í mál- gagni kommúnista. Það er í fullu samræmi við þeirra kenn- ingar, að ekki eigi að taka skuldagreiðslur „hátíðlega". Hitt mun sennilega verða ein- hverjum undrunarefni, að slíkt skuli koma fram i ritstjórnar- grein í aðalmálgagni Sjálf- stæðisflokksins. Kommúnistablaðið er ekki mikilsvirt eða tekið hátíðlega af mörgum. Má því e. t. v. segja, að litlu skipti hvað þar er boð- að. Hitt er alvarlegra, ef aðal- málgagn fjölmennasta stjórn- málaflokksins í landinu tekur upp boðskap kommúnistanna og fer að halda honum að þjóð- inni. Það er þess vert að at- huga, hver áhrif slíkar kenn- ingar geta haft í fjármálalífi þjóðarinnar. Ef Morgunblaðið heldur því fram, að ríkið eigi að taka lán, með það fyrir aug- um, að þau verði aldrei endur- greidd, þá hljóta þeir ein- staklingar, sem trúa Morgun- blaðinu, að telja sér heimilt að feta í þau spor. Því miður eru mörg dæmi þess í okkar þjóðfélagi, að menn hafa reynt að komast hjá að taka skuldagreiðslur há- tíðlega, og hafa bæði lánsstofn- anir og einstaklingar orðið að súpa af því seyðið. Jafnvel hafa einstakir menn gengið svo langt að telja það persónulegar of- sóknir, ef til þess hefir verið ætlazt, að þeir stæðu við fjár- hagslegar skuldbindingar. Sem betur fer munu hinir þó fleiri, sem kosta kapps um að standa I fullum skilum. í öllum stétt- um og öllum flokkum eru menn, sem heldur kjósa að neita sér um mörg lífsþægindi og jafnvel nauðsynjar, en að gerast vanskilamenn. Slíka Brú á Jökulsá á Fjöllum Eitir Sigurð Jónsson á Arnarvatni Bóklestur barna Eftir Jón Konráðsson kennara Nú er svo ástatt á landi hér, að ýms stórvirki, sem komin voru á starfsáætlun ríkisins, og ætla mætti að framkvæmd yrðu á næstu misserum, bíða að svo stöddu, vegna óhagstæðs verð- lags og örðugra viðskipta við erlend ríki. Þannig er farið um smíði stórbrúa og annara hliðstæðra mannvirkja, sem krefjast mikilla kaupa erlends efnis. En þótt stöðvun sé þegar orðin á framkvæmdum, er þess að vænta á kyrrstöðutímabil- inu, að unnið verði þó að undir- búningi brýnna nauðsynjamála, svo að hafizt sé handa um framkvæmdir, eins fljótt og verða má, þegar betri tímar renna upp. Brú á Jökulsá á Fjöllum er á- kveðin í brúalögum, en þó ein þeirra stórbrúa, sem enn eru ó- gjörðar. Mér hefir skilizt svo, að vegamálastjórnin ætlist til að hún verði reist strax og á- stæður ieyfa. Málið er enn á undirbúningsstigi. Þar eð ég hygg, að brúarstæðið sé eigi fastákveðið enn, vil ég leyfa mér að fara nokkrum orðum um ýms atriði, sem til greina koma við val brúarstæðisins, og fleira, gem snertir undirbúning málsins. í brúamálúm koma einkum til álita tvö meginatriði: í fyrsta lagi, hvar hentugast er að setja brúna, svo að hún komi að mestum og almennust- um notum. í öðru lagi, hvar fjárhagslega léttast og um leið öruggast sé að setja brúna, svo að hún fullnægi fyrrnefndu skilyrði. Þessi atriði mun ég ræða hér. Tel ég mig hafa til þess fullan kunnugleik. Ég skrifaði um þetta mál grein, sem birist í Tímanum 11. apríl síðastliðinn. Nokkru síðar birti Þórsteinn bóndi Sigurðs- son í Víðidal grein um málið í sama blaði. Þórsteinn er uppal- menn og þeirra hugsunarhátt er skylt að virða. Og ráðamenn Sjálfstæðisflokksins mættu vel taka til athugunar, hvort eigi myndi hollara fyrir þjóðfélag- ið, að blöð þeirra boðuðu sið- fræði skilamannanna heldur en niðurrifskenningar kommún- ista. Fróðlegt væri að heyra álit fjármálaráðherrans um það, hvort erlendir fjármálamenn myndu fúsari til viðskipta við okkur íslendinga, eftir að hafa lesið það í aðalmálgagni Sjálf- stæðisflokksins, að óvist væri að við þyrftum að taka skulda- greiðslurnar hátíðlega. Sk. G. inn á Hólsfjöllum, en nú bú- settir í þeim hluta Fjallabyggð- ar, sem tilheyrir N.-Múlasýslu. Honum mega þvi ljós vera sjón- armið beggja sýslubúanna. Hnigu greinar þessar báðar mjög í sömu átt, og verður hér að nokkru leyti endurtekið, það sem þar var sagt, en hjá því verður ekki komizt, ef mál- ið á að liggja ljóst fyrir þeim, sem orð þessi lesa. í fyrstu var hugmyndin, að Jökulsá yrði brúuð lítið eitt sunnan við þjóðveginn og ferju- staðinn milli Mývatnssveitar og HólSÍjalla, fjórum til fimm km. vestur af Grímsstöðum, hjá svonefndum Lindhöfða. Mun ég kenna brúarstæðið við það örnefni, en ekki Ferjurönd, sem er vestan ár örlítið norðar, og sem ég miðaði við í hinni fyrri grein minni. Brúarstæði var mælt þar fyrir nokkru síð- an. Seinna kom svo fram sú tillaga, að brúa ána miklu inn- ar á öræfunum, undan Lamba- fjöllum, vestur af bænum Víði- dal — og þó mjög langt frá bæ. /Við meðferð máls á Alþingi í fyrravetur var brúarstæði þetta kennt við Lambhöfða. En sá höfði, og það örnefni, er þar hvergi til. Mun ég hér tala um syðri eða nyrðri leið og brúar- stæði, áem miðast þá við Lambafjöll eða Lindhöfða. Sá eini kostur, sem hægt er að benda á að syðra brúarstæð- ið hafi fram yfir hitt, er að brú yrði þar styttri og allmikið ódýrari. En þeim, sem kynnu að álíta, að brú þessi yrði ódýr smábrú — eins og ég veit að fleygt hefir verið manna milli — vil ég benda á, að samkvæmt fyrstu mælingu, sem gjörð var af þessu brúarstæði, yrði þar 116 m. löng brú, sem myndi að líkindum kosta yfir hundrað þús. krónur, miðað við verðlag, sem var á undan stríðsverð- hækkun. Þetta yrði því stór- brú á okkar mælikvarða. Lands- lagi er þannig háttað, að áin fellur þar í gljúfrafarveg, sem þó er svo þröngur og grunnur, að hann rúmar ekki ána þeg- ar hún er í vexti. Brú milli klappaveggjanna yrði ekki nema 32 m., en á gljúfrabörm- unum yrði vatnsdýpi stundum svo metrum skipti, og því eru ráðgjörðar 42 m. langar land- brýr beggja megin, eða brúin öll 42+32+42 = 116 m. Við þetta er svo það að athuga, að hæð brúar og lengd landbrúa, er miðuð við hve hátt áin geng- ur í mestu flóðum. Mun sú mæl- ing vera miðuð við það fjöru- borð, sem sézt á malareyrum beggja megin árinnar og vikur- rastirnar sýna. Sést þar að vísu hve hátt áin fer.í sumarvexti. Aftur á móti munu engin fjöru- borð vera til, sem sýni hve hátt hún gengur í ruðningum eða mestu stórflóðum að vetrarlagi, þegar allt umhverfi hennar er gaddfreðið eða ísi lagt og engar fjörurastir ná að myndast eða stöðvast, heldur sópast áfram með straumnum. Þorsteinn í Víðidal tekur það fram í áður- nefndri grein sinni, að eftir ruðning árinnar í fyrra vetur, hafi hann séð jaka liggja svo hátt á landi, að þeim, sem þarna koma aðeins að sumar- lagi, myndi ótrúlegt þykja. Ég álít með öllu ósannað mál, að um nokkurt öruggt brúarstæði sé að gjöra undan Lambafjöll- um. Ég hefi heyrt, að um annað stæði, skammt frá þvi, sem mælt var fyrst, geti kannske verið að ræða. En það mun ekki breyta í aðalatriðum, því sem ég hefi hér sagt. Brú á nyrðri staðnum — und- an Lindhöfða — yrði sennilega að vera hengibrú, og má gjöra ráð fyrir, að hún yrði í flokki stærstu og dýrustu brúa lands- ins. Ég hygg, að eigi liggi fyrir full gögn, til að bera saman dýrleika brúnna, eftir því hvort brúarstæðið er valið. En þótt svo reynist við nána rannsókn, að dýrleika munur sé allmik- ill, þá má jafnframt fullyrða, að það er sá eini — og aleini — kostur, sem syðri brúarstaður- inn hefir fram yfir þann nyrðri, að brú verður þar ódýrari. En hins vegar fylgja því stórir aukakostnaðarliðir, og svo stór- ir ókostir, að það væri hið mesta glapræði að líta aðeins á verð- mun brúnna og láta það ráða við val vegar og brúarstæðis. Skulu hér færð rök að því. í fyrsta lagi nefni ég það, að Austurlandsvegurinn verður nokkru lengri, ef tekin er syðri leiðin, og farið vestan Jökulsár suður á móts við Lambafjöll. Vegarstefnan af Mývatnsfjöll- um um brú hjá Lindhöfða og á- fram til Möðrudals, er til muna beinni. í öðru lagi tel ég það, að nýj- an veg þarf að leggja inn vest- an Jökulsár að brúnni, og síðan suöaustur yfir Lambafjöll að Möðrudal. Þótt vegarstæði sé víða gott á þeirri leið, er það lika á öðrum stöðum vont.t.d. í kring um Ferjuós. Þessi nýi vegur yrði um 35 km. langur. Þessu fylgdi svo viðhald tveggja vega, aust- an ár og vestan, frá Grímsstöð- um, og hliðstæðum stað vestían ár, inn í Möðrudal. Þessir kostnaðarpóstar snúa beint að ríkissjóðnunj, og hygg ég þeir muni vega eigi alllítið. í þriðja lagi er þess að gæta, (Framh. á 4. síðu.J Mjög mun það vera misjafnt hvað mikið börn og unglingar í sveitum lesa fyrir utan sínar námsbækur. En sérstaklega mun það vera tilviljun, hvaða bækur þessi æskulýður les. Það er staðreynd, að börn verða seint og illa læs, ef þau hafa ekki löngun til þess sjálf að taka bók. En þá er verst, ef eng- in bókin er við höndina eða ekki við þeirra hæfi. Bækur ríkisút- gáfunnar fullnægja ekki nærri því lestrarþörf barna. Úr þessu þarf að bæta, þ. e. að börn hafi aðgang að bókum við sitt hæfi, þvi öllum kemur saman um, að ekki sé sama hvað lesið er. Allra sízt með börn. Eina leiðin þessu til bjargar eru lestrarfélög. Víða í sveitum eru lestrarfélög. En eins og tilhögun á þeim er nú, þá er alveg tilviljun, hvað keypt er af barna- og unglinga- bókum. Stjórn lestrarfélaganna er oft þannig skipuð, að ekki er hægt að ætlast til, að hún hafi á- huga fyrir barna- eða ungl- ingabókmenntum. Æskan hef- ir oft engan fulltrúa í þessum stjórnum. Hún hefir enga að- stöðu til að ráða þar nokkru um kosningu. Úr þessu hefir sum- staðar verið bætt með því að stofna sérstök lestrarfélög fyr- ir börn og ainglinga, þar sem lestrarfélög eru og bókakostur talsverður. Mun það vera fólk fyrir innan tvítugt, sem einna mest les. Ber margt til þess. Það er ekki eins starfshneigt og eldra fólkið. Þvi er ekki ætluð næg störf, sízt fyrst eftir ferm- inguna. Það hlustar ekki eins mikið á útvarp og eldra fólkið. Að þessu athuguðu ber sérstak- lega að kaupa mikið af barna- og unglingabókum. Þær bækur eru flestar til gagnsemdar, og auk þess skemmtilegar. Einnig fyrir fullorðna. Greind kona sagði við mig, að sér þætti verst, ef barnabækurnar færu af heimilinu, án þess að hún hefði heyrt þær. Þegar ég fór að fást við barnakennslu veitti ég því at- hygli, að sum börn lásu tals- vert af sögubókum. Mér þótti þetta lakara. Bækurnar voru vanalega lélegar skáldsögur. Svo áleit ég að þetta mundi taka tímann frá öðru námi. En með umvöndun stóð ég ekki vel að vígi, því að þessi börn kunnu lexíurnar sínar vel og voru vel lesandi. Ég réði því af að stofna barna- lestrarfélag, þó með hálfum huga, því ef til vill mundi þetta taka tímann frá öðrum nauð- synlegum námsgreinum. En ég sá, að með því að stofna barna- bókasafn við skólann mundi ég geta haft áhrif á hvaða bækur börnin læsu. Það fannst mér mikils umvert. Nú er komin nokkurra ára reynsla á þetta.' Og sú reynsla sýnir tvímæla- laust, að það sé sjálfsagður lið- ur í uppeldi barnanna, að þau lesi talsvert af barnabókum. Og hvers vegna? Þau verða bet- ur læs en ella. Þau þurfa því styttri tíma til að lesa náms- bækurnar. Bæði af þvi að þau eru fljótari að fara yfir þær og af því að bókalesturinn þroskar börnin til skilnings og næmi. Auk þessa sækja börnin margs konar fróðleik í barnabækurn- ar. Að sjálfsögðu verður kenn- arinn að leiðbeina börnunum í bókavalinu, og sjá um að þau hafi ekki bækurnar, þegar sér- staklega mikið er að gera í skól- anum. Og þetta er mjög auð- velt. Eins og gefur að skilja, var fjármálahlið þessa fyrirtækis erfið. Ein króna frá hverju- barni (25—30) náði skammt til bókakaupa. Lestrarfélag fyrir í sveitinni, sem naut styrks úr hreppssjóði, og því lítið hægt að styrkja annað sams konar félag. Þetta félag talið draga frá lestrarfélagi sveitarinnar, sem það nú víst gerði. Þegar sú breyting varð á, að ríkissjóður tók að styrkja lestr- arfélag sveitarinnar, voru um 150 barna- og unglingabækur í bókasafni barnaskólans. Taldi ég víst, að bókasafn barnanna yrði einnig styrks aðnjótandi. En sú varð ekki raunin á. Þeg- ar svona var lcomið, fannst mér ekki rétt að halda þessu lengur til streitu. Varð það að sam- komulagi, að sameinað var í eitt bókasafn barnaskólans og lestr- arfélag sveitarinnar. Nú er spurningin þessi: Hvað verður um deild barnaskólans. Verður henni haldið við eða gengur hún úr sér jafnóðum og bæk- urnar verða ónýtar? Teldi ég slíkt mjög illa farið, enda ó- þarft. Mín tillaga er sú, að fyrir- skipað sé, að þau lestrarfélög, sem styrks njóta, hafi barna- bókadeild. í þeirri deild séu að- eins bækur við hæfi barna inn- an fermingaraldurs. Unglinga- bækurnar séu í hinni deildinni. Tel ég ekki þörf á, að það væri sérstök deild. Fullorðna fólkið ætti fremur að lesa unglinga- bækurnar en skáldsöguruslið. í viðbót við unglingabækurnar væru svo keyptar góðar skáld- sögur eða aðrar merkar bæk- ur, sem engan skaðar að lesa, og enginn þarf að bera kinnroða (Framh. á 4. síðu.) Landamærí, sem þarí að verja Gísli Guðmnndsson: Landamærí íslenzka ríkið rekur tvö heilsuhæli fyrir berklaveikt fólk. í þessum tveim hælum dvelur að staðaldri rúmlega hálft þriðja hundrað sjúklinga. Auk þess dvblur margt berkla- veikt fólk í öðrum sjúkrahús- um. Hópur hinna berklaveiku á íslandi er álíka fjölmennur til- tölulega og fastaher stórveld- anna á friðartímum. Ef litið er yfir þennan fjöl- menna hóp íslendinga.er margt, sem minnir á heimkomu frá landamærum, þar sem viður- eign er háð. Sumir koma al- heilir, aðrir með greinilegar menjar þess, sem á þá hefir dunið. Sumir eru örkumla, aðr- ir hafa misst meira eða minna af starfsþreki sínu, eða geta ekki vænzt þess að vinna það upp aftur fyrr en eftir langan tíma. Heilsuhælin íslenzku eru myndarlegar stofnanir og með fjárframlögum sínum til að kosta dvöl og lækningu þeirra, sem berklaveikir verða, hefir ís- lenzk löggjöf skipað sér á bekk með því, sem framsýnast er og mannúðlegast í heiminum. Þó ekki væri annað til, myndi það sanna fyrir hverjum sem er, að ísland er menningarland. Og þó er hér enn eigi nóg unnið, enda þótt opinberar skýrslur sýni, að dánartalan er að lækka. Ég hefi áður minnst á, að margt af þvi fólki, sem í hæl- unum dvelur, hefir fótavist og nokkurt brot af starfsþreki sínu. í hælunum hefir hingað til verið fremur lítið handa slíku fólki að gera. Þó er nú að verða nokkur breyting til bóta í því efni á Vífilstöðum, og mun ég víkja að því síðar. En á síð- ara stigi kemur nýtt vandamál til sögunnar. Berklaveika fólk- inu batnar mjög mörgu eftir lengri eða skemmri hælisvist. Það er að segja, því batnar að því leyti, að ekki er hætta á sýkingu, og því er óhætt að láta það fara af hælunum. En hjá mörgu af þessu fólki er batinn í raun og veru skammt á veg kominn. Það þolir hvorki á- reynsíu svo að um muni, né venjulega aðbúð eins og hún er hjá alþýðu manna. Það liggja sem betur fer mörg spor frá heilsuhælunum á Víf- ilstöðum og Kristnesi út í sam- félag hinna heilbrigðu til fjöl- skylda og starfa. En því miður liggja mörg af þessum sporum aftur sömu leið til baka. Batinn hefir ekki haldið áfram. Það, sem búið var að bæta, hefir eyðilagzt á ný. Og reynslan sýnir, að fólkið, sem kemur aft- ur, er að meirahluta fólk, sem hefir orðið að taká á sig líkam- legt erfiði, eða skort nægilega góð húsakynni og fæði. Menn verða að skilja, að fyr- ir berklaveiku fólki er alveg eins ástatt að flestu leyti og öðru fólki í landinu. Þar eru feður, sem á ný þurfa að ger- ast fyrirvinnur heimila sinna, mæður, sem taka upp aftur um- sjá barna sinna, ungt fólk, sem horfið er úr "umsjá foreldra o. s. frv. Þeir, sem ,,útskrifast“, fara að jafnaði þangað, sem þeir voru, þegar þeir urðu veikir, og komast aftur í sömu aðstöðuna, sem e. t. v. var því valdandi, að þeir urðu veikir í upphafi. Þess vegna segja berkla- læknarnir og allir þeir, sem tækifæri hafa til að kynna sér þetta mál: Berklaveikisfólkið, sem „útskrifast“, þarf að kom- ast á þá staði og til þeirra starfa, þar sem líkur eru til, að batinn haldi áfram. Til heilsuhælanna var í upp- hafi stofnað af félagsskap einstakra manna. Þessi félög vöktu áhuga, söfnuðu fjármun- um og hófu framkvæmdir. Síð- ar kom ríkisvaldið til og hélt áfram með myndarskap því verki, sem félögin höfðu hafið. Þannig hafa stór átök oft ver- ið gerð hér á landi og annars staðar. Og það er mikið vit í því, að ríkið eigi þá fyrst að leggja hönd á plóginn, þegar reynslan sýnir, að trú og áhugi er vakandi í landinu. Einmitt á þennan hátt munu þeir hafa hugsað, sem fyrir 2— 3 árum stofnuðu „Samband ís- lenzkra berklasjúklinga“. Þátt- takendur í þessum félagsskap er fólk, sem sýkzt hefir af berklaveiki. í heilsuhælunum tveim eru deildir úr samband- inu, en þeir, sem orðnir eru heilbrigðir hafa myndað deild- ir á ýmsum stöðum. Markmið þessa félagsskapar er að gang- ast fyrir því„ að komið verði upp dvalarstað fyrir fólk, sem dvalið hefir á heilsuhælunum og útskrifast þaðan. S. f. B. segir sem svo: Hinir heilbrigðu gengust fyrir því að stofna heilsuhæli til að lækna þá, sem veikir voru. Nú viljum við endurgjalda þetta með því að gangast fyrir því, að þeir, sem þjóðfélagið hefir gert heil- brigða, verði ekki veikir aftur. Við álítum ekki rétt að heimta það af ríkisvaldinu, að það eitt hafi allt framtak, forsjá og kostnað, af því, sem gera skal. Fyrst viljum við að reynt sé til þrautar, hvað hægt er að gera á annan hátt. Sambandið hefir tvisvar sinn- um gengizt fyrir fjársöfnun í þessu skyni, í fyrrahaust og aftur nú í haust. í fyrra söfn- uðust fimm þúsund krónur, í haust fimmtán þúsund. Síð- asta Alþingi viðurkenndi fé- lagsskapinn og tilgang hans með því að veita honum á fjár- lögum ársins 1941 tvö þúsund krónur til starfsemi sinnar. Stjórn sambandsins lítur á þetta sem mikilsverða viður- kenningu en ekki framlag til þess, sem er stefnt að, enda ekki verið talið tímabært að fara fram á slíkt að svo stöddu. Til þess verður sambandið að geta bent á miklu meiri árang- ur en orðinn er ennþá af sinni eigin starfsemi. Þegar Reykjahælið var stofn- að um 1930, var það ætlunin að tilraun yrði gerð til að ráða fram úr því vandamáli, sem hér að framan er rætt. En málið virðist þá ekki hafa verið kom- ið á framkvæmdastigið. For- ganga kom þá, að ég hygg, ekki frá öðrum en ríkisvaldinu. Reykjahælið varð venjulegt heilsuhæli fyrir berklaveika. Nú hefir það verið lagt niður, og hinn mikli náttúruauður Reykjatorfunnar er notaður á annan hátt, að þvi leyti, sem hann kemur að gagni enn sem komið er. Ennþá liggur það ekki nægi- lega ljóst fyrir, hvernig eða hver hinn fyrirhugaði dvalar- staður eða vinnuheimili eigi að vera. Um það verða læknar og heilbrigðisstjórn auðvitað að ráða mestu, þegar þar að kem- ur. Þar kemur þó fleira til greina en heilsufræðileg sjón- armið. Fyrirkomulagið og val staðarins verður að vera þann- ig, að rekstrarmöguleikar séu sem hagkvæmastir og að fólk- ið, sem þar á að dvelja, geti fullnotað sína mismunandi starfskrafta sér og sínum til lífsframfæris. Því að þetta verð- ur ekki fólk, sem hið opinbera elur önn fyrir á sama hátt og þeim, sem á heilsuhælunum dvelja. Sir Pendril Warrier-Jones heitir maður, frægur læknir í Bretlandi. Fyrir tveim áratug-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.