Tíminn - 06.03.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.03.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. i RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. SÍMAR: 4373 og 2353. i AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, fimmtudagmn 6. marz 1941 27. blað Tekjup ríltiss|óðs 1940 fórn 8 ni 11|. ki‘. fraw ur áætlun Útgjöld ríkissjóds urðu hærri en nokkru sinni íyr Aðalíundur Mjólkur- samlags K. E. A. Meffalverff til bænda 25.3 aura á lítra síðastliffiff ár. Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga hélt aðalfund síð- astliðinn þriðjudag. Sóttu fundinn um 50 manns. Var fundarsókn óvenjulega lítil, sökum þess, að samgöngur um héraðið eru nú mjög erfiðar. Samlagið tók á móti tæpum 3 milj. litra af mjólk á árinu, eða 6.5% minna en árið áður. Mun þetta stafa af því, að bændur hafa heldur dregið úr nautgripaeign sinni, en aukið sauðfjáreignina. Meðalverð útborgað til fram- leiðenda á árinu var 25.36 aurar á lítra og er það 6.26 aurum meira en árið áður. Meðalútsöluverð mjólkur á Akureyri var 36.7 aurar á árinu. Nú er útsöluverð mjólkur á Akureyri 42 aura á lítra í flösk- um, en 40 aurar á lítra í lausri vigt. Leiíín að Gullossí Undanfarin dægoir haf^ mörg skip og flugvélar leitað togar- ans Gullfoss, sem ekkert hefir til frétzt síðan í ofviðrinu á dögunum. Þá töluöu bátverjar á vélbátnum Guðnýju við skip- verja á Gullfossi á fimmtu- dagskvöld. Var vélin í Guðnýju biluð og báðu bátverja Gullfoss ásjár. Átti togarinn að koma bátnum til hjálpar innan stundar. Síðan hefir ekkert spurzt til togarans og eru menn orðnir mjög vondaufir um, að hann sé ofan sjávar. Leitinni að togaranum verður haldið áfram enn um hríð. Rekstrarafgangur varð 4.8 milj. kr. í dag hefst 1 sameinuðu þingi 1. umræða um fjár- lögin 1942. Hefst hún með venjulegri yfirlitsræðu fjár- málaráðherra, sem verður útarpað, ásamt ræðum full- trúa þingflokkanna. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefir fengið, hefir rekstrarafgangur ríkissjóðs síð- astliðið ár numið 4.8 milj. kr. Tekjurnar á rekstrarreikningi urðu 26.500 þús. kr., en voru áætlaðar 18.500 þús. kr. Hafa þær farið um 8 milj. kr. fram úr áætlun. Gjöld á rekstrar- reikningi urðu 21.600 þús. kr., en voru áætlaðar 17.800 þús. kr. Hafa þau farið 3.750 þús. kr. fram úr áætlun. Gjöld ríkissjóðs eru hærri á þessu ári en nokkru sinni fyrr og farið meira fram úr áætlun en um langt skeið undanfarið. Tekjurnar hafa þó farið enn meira fram úr áætlun og er það að þakka þeirri skatta- og tollalöggjöf, sem hefir verið sett á undanförnum kreppuárum og var því miðuð við stórum erfiðari fjárhagsafkomu en varð á síðastliðnu ári. Rekstrarafgangi ríkissjóðs á síðastliðnu ári mun þegar hafa verið ráðstafað' að mestu eða öllu leyti til að bæta aðstöðu ríkissjóðs, m. a. með aukinni sjóðseign og lækkun skulda. Hins vegar má gera ráð fyrir, ef árferði helzt óbreytt, að tekjuafgangur ríkissjóðs á yf- irstandandi ári, verði mjög ríf- legur, þar sem tekjustofnarn- ir verða hinir sömu og á síð- astliðnu ári. Virðist því sjálf- sagt, að Alþingi ákveði nú þeg- ar, hvernig ráðstafa beri þeim tekjuafgangi ríkissjóðs. Mun fulltrúi Framsóknarflokksins, sem tekur þátt í fjárlagaumræð- unum í dag, víkja sérstaklega að þessu atriði. Símabilanir Það er nú kunnugt orðið, að símabilanir af völdum ofveðurs- ins á dögunum eru mjög miklar. Bráðabirgðasímasamband er þó komið á nú, því nær hvarvetna, en viðgerðum er haldið áfram. Fullnaðarviðgerðir á skemmd- um þeim, er urðu, verða þó ekki framkvæmdar fyrr en í sumar. Alls brotnuðu rösklega 160 símastaurar og mun ástæðan einkum hafa verið ísing, sam- fara roki. Stórkostlegastar urðu þessar skemmdir í Eyja- firði. Þar brotnuðu 74 staurar milli Svalbarðseyrar og Greni- vikur. Vestan fjarðar varð og tjón á símalínunni. f námunda við Dalvík og á milli Dalvíkur og Krossa brotnuðu 11 staurar. Sunnan við Kópasker, í Núpa- sveit, brotnuðu um 40 staurar. Víða lögðust línur niður vegna ísingarinnar og símaþræðir slitnuðu. í Reykjarfirði á slitnaði sæsíminn vegna haf- róts, og er enn símasambands- laust við Strandir fyrir norðan Reykjarfjörð. Á þrem stöðum, við ísafjörð, Seyðisfjörð og í Heljardal, urðu skemmdir á símanum vegna snjóflóða. Loks ullu loftbelgir símabil- unum á átta stöðum á landinu, á tveim stöðum í Vopnafirði, á Sólheimasandi, í grennd við Esjuberg á Kjalarnesi, á Mold- haugnahálsi í Eyjafirði, á Barðaströnd, hjá Reykjahlíð í Mývatnssveit og undir Eyja- fjöllum. Kommúnistar í Bretlandi Síðan Churchill myndaði1 undir yfirráð sín, notað kom- stjórn sína í maímánuði síð- múnista á þennan hátt. Hann astliðnum hafa kommúnistar . hefir látið þá hjálpa sér til að verið eini stjórnarandstöðu-[ sundra kröftum og veikja við- flokkurinn í Bretlandi. Áhrif' námsþrótt hlutaðeigandi þjóð- þeirra hafa alltaf verið mjög ar. En þegar hann var búinn að Erlendar Sréttir Brezka stjórnin hefir slitið stjórnmálasambandi við Búl- garíu og er brezki sendiherrann á förum frá Sofia. Þetta var til- kynnt i gærmorgun. Jafnframt var lýst yfir því, að Bretar teldu sig ekki eiga í styrjöld við Búl- gari, þrátt fyrir hernámið. Grízka stjórnin hefir lýst yfir því, að hún muni ekki að svo stöddu slíta stjórnmálasam- bandinu við Búlgaríu, þar sem Grikkir eigi ekki í styrjöld við Þjóðverja. Búlgarska stjórnin hefir vísað í burtu sendiherrum Belgíu, Hollands og Póllands í Sofia. í Sofia hefir komið til óeirða milli verkamanna og fasista. Er talið, að verkamenn séu mjög andvígir hernáminu. Annars er strangt eftirlit með fréttum frá Sofia. Þýzku blýðin segja, að þýzka hernum sé hvarvetna fagnað í Búlgaríu. Þýzk blöff segja, að Júgóslav- ar séu nú eina Balkanþjóðin, sem eigi eftir að gerast aðili að þríveldasáttmálanum. Virðast Þjóðverjar nú leggja hart að Júgóslövum um viðurkenningu samningsins. Ýmsum þykir lík- legt að hernám Búlgaríu hafi dregið kjark úr Júgóslövum, þvi þeir hafa síðan stórum verri varnaraðstöðu gegn Þjþðverjum. Hins vegar telja brezk blöð, að yfirlýsing Rússa um hernám Búlgaríu hafi hert Júgólslava og sé þessari yfirlýsingu mjög vel tekið i Tyrklandi. Margir álíta, að óvíst sé, hvort Grikkir þori að rísa gegn Þjóðverjum, ef Júgóslavar gerist aðilar að þríveldasáttmálanum. Hitler hefir sent Inonu Tyrk- landsforseta sérstakan boðskap. Var hann sendur flugleiðis frá Berlin á þriðjudag og fór von Papen, sendiherra Þjóðverja, strax með hann til forsetans og (Framh. á 4. síðu.) lítil þar i landi. A þingi Breta á aðeins einn kommúnisti sæti. Ýmsir spáðu því síðastliðið vor, þegar þeir voru orðnir eini stjórnarandstöðuflokkurinn, að fylgi þeirra mynd i aukast. Reyndin hefir þó ekki orðið á þá leið. Afstöðu kommúnista í Bret- landi var nýlega lýst í ræðum, sem jafnaðarmannaleiðtog- arnir Attlee og Greenwood fluttu. Greenwood fórust orð á þessa leið: — Þegar Hitler reynir að eyðileggja einhverja þjóð, er hann vanur að kaupa nokkra þegna hennar til að svíkja hana í hendur nazista. Hann getur einnig treyst á liðveizlu nokk- urra manna, sem veita honum aðstoð endurgjaldslaust og óaf- vitandi. í þessu landi eru nokkrir menn, sem ímynda sér, að Hitler sé lamb í úlfsgæru. Slíkir menn eru Hitler gagn- legir. Kommúnistar tilheyra þessum flokki manna. Þeir köll- uðu saman svonefndan þjóð- fund á dögunum. Hitler lét blöð sín segja nákvæmlega frá hon- um. Það hjálpaði Hitler til að telja þýzku þjóðinni trú um, að Bretar væru ósamþykkir og sundurlyndir á þessum örlaga- tímum. En kommúnistum tekst ekki að vinna sér mikið fylgi, því að meginþorri verkamanna sér í gegnum blekkingavef þeirra. — Attlee fórust m. a. orð á þessa leið: Ég vil ekki halda því fram að kommúnistar séu landráða- menn af ásettu ráði. En þeir telja sér trú um, að með því að stuðla að sigri Hitlers og falli núverandi ríkisstjórnar, fái þeir á eftir betra tækifæri til að láta á sér bera. Ósigurinn og hinar hörmulegu afleiðingar hans muni skapa jarðveg fyrir kommúnismann. Þeir hafa ekki skarpskyggni til að sjá, að þetta er rangt. Hitler hefir ;i öllum löndum, sem hann hefir náð A. KROSSGÖTTJM Harðindi norðanlands og austan. — Úr Eyjum. — Rannsókn á garnaveikinni á Héraði. — Aflabrögð á Sauðárkróki. — Frá Búnaðarsamb. Austurlands. ---- — Fok á Snæfellsnesi. — Flugskýlið í Vatnagörðum. Miklar hríðar hafa geisað um Norð- urland og Austurland að undanförnu. Má sums staðar heita, að látlausar hriðar hafi verið í hálfan mánuð. Á Fljótsdalshéraði hefir verið hið versta veður síðustu tvær vikur, sífellt hrið- arveður af norðri og norðaustri. Eru hagleysur á Héraði og mikill snjór, nema þá helzt í Fljótsdal. Lagarfljót er á ís. Annars var tíð mjög mild þar eystra, þar tU þennan harðindakafla gerði, og um Fagradal var fært bif- reiðum þar tU 20. febrúar. í Þingeyjar- sýslum hafa geisað stórhríðar og er þar kominn mikUl snjór víða. í Eyja- firði hefir verið æðimikil snjókoma og fönn svo mikh í héraðinu, að vegir eru ófærir bifreiðum. Nú er þó komið bezta veður þar nyrðra, og hefir verið mok- Ströndum j að af veginum ■ milli Akureyrar og Möðruvallabyggðarinnar, svo að sá vegarkafli er fær. í Skagafirði var snjókoma minni en um austurhluta Norðurlandsins. Stórhríð var þar að- eins einn dag, en skafhríð oft og stund- um dálítið ofankóf. Þó er að verða vont á jörð, einkum í austurhéraðinu, þar sem snjór er til muna meiri. Fram til þess, að gekk að með þetta íkast, var tíðarfar með einsdæmum gott í Skagafirði. r r r í símtali við fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum hefir blaðið verið hermt, að þar hafi verið góðviðri síðustu dægur og allir fiskibátar á sjó. Afli hefir verið tregur hjá Eyja- bátunum það sem af er vetrarvertíð- inni, en hefir glæðzt til muna síðan stillti til eftir rokið á dögunum. Er ekki ólíklegt, að aflabrögð á fiskislóðum Vestmannaeyinga fari nú að örvast og fiskigengd að aukast. r r r Ágúst Jónsson bóndi á Hofi í Vatns- dal er um þessar mundir austur í Múlaþingi við rannsóknir og athug- anir varðandi garnaveiki í sauðfé bænda austur þar. Hefir hann rann- sakað fé i Eiðaþinghá á Völlum og í Skriðdal. Að því er þessar athuganir hafa leitt í ljós, hefir veikin lítið breiðzt út og jafnvel rénað heldur. Fann Ágúst sjúkdóminn hvergi í Skrið- dalnum, á einum bæ I Eiðaþinghá og nokkrum bæjum á Völlum. r r r í vetur hafa aflabrögð verið betri á Sauðárkróki en flest hin siðari ár. Hefir frystihús kaupfélagsins hið nýja teldð fiskinn. Jafnframt sæmilegum aflabrögðum hefir hagstætt fiskverð stuðlað að því, að afkoma og hagur sjómanna á Sauðárkróki er nú betri en verið hefir marga undanfarna vetur. / r r Búnaðarsamband Austurlands hefir ákveðið að gera sitt til þess að bændur og aðra jarðyrkjumenn á sambandssvæð inu skorti ekki útsæðiskartöflur. Eins og annars staðar, brást kartöfluspretta víða um Austurland síðastliðið haust, og varð uppskera þvi lítil í haust. Jafnframt hefir hátt verð á kartöflum og mikil eftirspurn freistað manna til að selja meira af kartöflum en góðu hófi gegndi, og þess vegna hætt við, að í vor verði ýmsum örðugt um að verða sér úti um útsæðiskartöflur. Til þess að fá yfirlit um það, hversu mikil brögð eru að skorti á útsæðis- kartöflum á sambandssvæðinu, er þess óskað, að þeir, sem útsæði vantar, til- kynni það ráðunaut búnaðarsambands- ins á Reyðarfirði og geri til hans pöntun á útsæðiskartöflum fyrir næstu mánaðamót. r r r Á Snæfellsnesi varð viða tjón að of- viðrinu á dögunum. Reif þök af húsum á ýmsum stöðum á nesinu. Að Búðum fauk stórt fiskgeymsluhús, og i Staðar. sveit svipti þökum af húsum á tveim bæjum, Hofgörðum og Elliða. í Ólafs- vík var mikið brim og gekk sjór mjög hátt á land, svo að til einsdæma má færa. r r r Flugfélag íslands hefir farið þess á leit að fá keypt flugskýli það, sem Reykjavíkurhöfn á inn í Vatnagörðum við Viðeyjarsund. Er hugmynd flugfé- lagsstjórnarinnar að flytja skýlið suð- ur að flugvellinum, til afnota þar. Vill hún greiða 4 þús. kr. fyrir það. Hafnar- stjórn er fús að ganga að kaupunum og hefir falið hafnarstjóra að semja um söluna. r r r koma ár sinni nógu vel fyrir borð, hefir hann látið það sama ganga yfir kommúnista og aðra. Þeir fá þá ekki annan ávöxt iðju sinnar en að vera sviptir öllum þeim rétti, er þeir höfðu áður til að vinna að útbreiðslu stefnu sinnar. — Barátta brezkra kommúnist& síðan styrjöldin hófst, hefir öll miðað að því að draga úr áhuga almennings fyrir sigri Breta í styrjöldinni. Þeir hafa látið í veðri vaka, að einu skipti brezka verkamenn hvorir sigr- uðu og þeir ættu því ekki að vera að leggja neitt á sig til að stuðla að sigri eins styrjaldar- aðilans fremur en annars. Brezkir verkamenn, sem hafa skapað ein traustustu verka- lýðssamtök í heimi og búa við batnandi félagsmálalöggjöf, eru hins vegar ekkert ginkeyptir fyrir þessum áróðri, þar sem þeim er kunnugt, að nazistar hafa lagt verkalýðssamtökin í rústir hvarvetna þar, sem þeir hafa náð yfirráðum. Þessi á- róður kommúnista hefir því lit- il eða engin áhrif haft. Verka- menn hafa fúslegá lengt vinnu- tíma sinn, þar sem þess hefir verið óskað, og stuðla á annan hátt að sigri þjóðar sinnar. Þá hafa kommúnistar reynt að veikja viðnámsþrótt þjóðar- innar með þvi að auka hræðsl- una við loftárásirnar. Hefir þar verið hin ákjósanlegasta samvinna milli þýzka flughers- ins og kommúnistablaðanna. Kommúnistar hafa mjög hampað þeirri kröfu, að koma þyrfti upp sprengjuheldum loftvarnarbyrgjum, en slikt myndi kosta svo mikla vinnu og taka svo mikið efni frá her gagnaiðnaðinum, að raunveru lega þýddi það sama og uppgjöf í styrjöldinni. Sigurvon Breta byggist fyrst og fremst á því, að hergagnaiðnaðurinn eflist eins mikið og unnt er. Krafan um sprengjuheldu loftvarnarbyrgin er eitt lævísasta meðalið gegn því, að sá árangur náist. Brezka stjórnin reyndi lengstu lög að þola þennan á- róður í kommúnistablöðunum. Ritstjórar þeirra fengu áminn- ingu um að misnota ekki rit frelsið til að vinna beint gegn hagsmunum þjóðarinnar, en þeir létu sér ekki segjast. Inn- anríkisráðherrann, hinn þekkti verkamannaforingi Herbert Morrison, ákvað þvi að banna útkomu kommúnistablaðanna Þingið samþykkti síðar þessa ráðstöfun með næstum sam- hljóða atkvæðum. í öllum ensk- um blöðum, sem nokkurs eru metin, var þessi ráðstöfun talin sjálfsögð eins og á stóð. Þvi fer fjarri, eins og sumir hafa reynt að halda fram, að með þessu hafi brezka stjórnin verið að koma sér undan opinberri gagn- rýni. Brezku blöðin eru óháð ari stjórnmálaflokkunum en víðast annars staðar. Þau halda uppi gagnrýni á störfum stjórn- arinnar og einstaka ráðherra ef þeim finnst vinnubrögðin vera slæleg og ekki sé gert eins mikið og unnt er til að tryggja sigur Breta. Jafnvel dugleg- ustu ráðherrarnir eins og Be- vin og Beaverbrook hafa orðið fyrir allharðri gagnrýni blaða En þessi gagnrýni miðar að því að styrkja áhuga og afrek þjóð- arinnar, en ekki að því, að veikja hana á örlagaríkustu stundum hennar. Sá er munur- inn á gagnrýni þeirra og niður- rifsstarfi kommúnista. Nokkru eftir áramótin reyndu kommúnistar að efna til svo- kallaðs þjóðfundar í London (Framh. á 4. síöu.) Á víðavangi ENDURSKOÐUN SKATTALÖGGJAFARINNAR. Blöð Sjálfstæðismanna hafa undanfarið látið falla mörg orð um endurskoðun skattalöggjaf- arinnar. Hafa blöðin jafnframt gefið til kynna, að tómlæti ann- arra flokka væri þar umbóta- vilja Sjálfstæðismanna þrándur í götu. í tilefni af þessu þykir rétt að skýra frá því, að full- trúar Framsóknarf,lokksins og Alþýðuflokksins í milliþinga- nefndinni í skattamálum hafa lagt fram tillögur um breytingu skattalöggjöfinni, en ekki hafa enn komið neinar tillögur frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins. Kemur hér enn fram hinn mikli munur, sem er á yfirlýs- ingum og verkum Sjálfstæðis- flokksins. Flokkurinn hefir í mörg ár krafist endurskoðunar skattalöggjafarinnar, en þegar hann á að leggja fram tillögur i því skyni, virðist hann ekki undir það búinn. Sú afsökun er ekki til staðar, að flokkurinn hafi ekki haft nægan umhugs- unartíma, þvi að senn eru tvö ár liðin síðan að milliþing- nefndin í skattamálum var skipuð. FULLYRÐINGAR OG EFNDIR. í fjárlagafrumvarpinu 1942 er gert ráð fyrir hækkun launa eða starfsmannafjölgun hjá ríkisbókhaldinu, skrifstofu toll- stjóra, tollgæzlunni í Reykja- vík, sakadómara, hagstofunni í Reykjavík, vegamálastjóra og ýmsum fleiri stofnunum. Víða er útgj aldahækkunin af þess- um ástæðum allmikil, t. d. nem- ur hún 58 þús. kr. hjá skrifstofu tollstjórans í Reykjavík. Um- ræddar launahækkanir eiga ekkert skylt við dýrtíðarupp- bótina, sem er áætluð sérstak- lega. Hér skal ekki lagður dóm- ur á, hversu nauðsynlegar þess- ar útgjaldahækkanir eru. Hins vegar mun ýmsum þykja kyn- legt að sjá tillögur um launa- hækkanir og starfsmannafjölg- un í fjárlagafrumvarpi, sem er flutt af fjármálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins, en að þar skuli ekki fyrirfinnast ein einasta tillaga um lækkun launa eða starfsmannafækkun. Þeir, sem hafa lagt trúnað á fullyrðingar íhaldsblaðanna um fjársukk ríkissjóðs hjá fyrverandi fjár- málaráðherra, hafa áreiðanlega búizt við öðru. HINIR VfSU FEÐUR. Kvikmyndasýkin .heldur á- fram að þjá Dungal og nokkra kunningja hans við háskólann. Hagúr stofnunarinnar er þann- ig, að nýlega var upplýst á Al- bingi, að þeir skulda um 900 bús. krónur í lausaskuldum. Einum handverksmanni var stefnt fyrir vangreidda víxil- skuld í haust sem leið, en van- skil hans stöfuðu af vangreiðslu fyrir vinnu við háskólann. Lóð sú, sem Dungal valdi sér í Austurstræti kostaði um 500 kr. hver fermetri. Auk þess var hún svo illa valin, að ekki þótti tiltækilegt að gera á henni „bíó“ nema það stæði á súlum. Dungal er nú að undirbúa hrossakaup um málið. Vill hann skipta á súlnalóðinni við stór- kaupmann einn hér í bænum. Áður en þetta bíó-brask byrjaði, vildi Dungal og lið hans kló- festa Mj ólkurfélagshúsið. Þó að Dungal hafi ekki tekizt að finna sóttkveikju mæðiveikinnar, hefir sóttkveikja hinna losara- legu fjármála náð taki á hon- um. 160 þiís. fangar Bretar hafa tekið 156 þús her- menn til fanga í styrjöldinni í Afríku, 140 þús. í Libyu, 10 þús. í Somalilandi og 6 þús. i Eritreu. í Somalilandi mæta Bretar nú lítilli mótstöðu og er sókn þeirra mjög hröð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.