Tíminn - 06.03.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1941, Blaðsíða 2
106 TfolIMV, fimmtmlagiim 6. marz 1941 27. hlað ‘gtmtnn Fmtudaginn 6. marx Hvers vegna í Reykjavík? í Reykjavík er Alþingi háS, og þar situr ríkisstjórnin. Enn fremur æSsti dómstóll þjóðar- innar, háskólinn og flestar aðr- ar ríkisstofnanir. Þar býr nú um það bil þriðjungur lands- manna. Flestir munu sammála um það, að stækkun Reykja- víkur hafi verið meiri og örari en æskilegt getur talizt. Eins og oft hefir verið vikið að hér í blaðinu, eru ekki atvinnuskil- yrði i höfuðstaðnum fyrir allan þann fólksfjölda, sem hefir safnazt þar saman á síðari ár- um. Margar orsakir hafa að sjálf- sögðu valdið fólksfjölguninni í Reykjavík. En vafalaust á sú mikla og margþætta starfsemi, sem ríkið hefir á þessum eina stað, mikinn þátt í aðstreymi fólksins þangað. Komið hafa tillögur um það, að flytja Alþingi frá Reykjavík til hins forna þingstaðar, Þing- valla. Auðvelt er að færa sterk rök til stuðnings þeirri hug- mynd, en að sjálfsögðu má líka finna annmarka á því, að end- urreisa Alþingi á þeim stað. En hvað sem um það má segja, bæði með og móti, er enginn vafi á því, að margar aðrar oþinberar stofnanir, sem nú eru í Reykjavík, gætu átt heima á öðrum stöðum á landinu og væru þar að ýmsu leyti betur settar. í síðasta mánuði birtist grein hér í blaðinu eftir Jónas Jóns- son, formann Framsóknar- flokksins, um endurreisn Skál- holtsskóla. — Hreyfði hann þar þeirri hugmynd, að mennta- skólinn verði fluttur frá Reykja- vík til hins upphaflega skóla- seturs, Skálholtsstaðar. Einnig hefir Gísli Guðmundsson alþm. nýlega skrifað í Tímann um skólamál. Flytur hann þar til- lögu um stofnun kennaraskóla í sveit, og aðra úm það, að væntanlegur - sjómannaskóli verði reistur í Vestmannaeyjum. Vekur G. G. athygli á því, að tími sé kominn til að viður- kenna, að hvorki Reykvíking- um né þjóðinni í heild sé unn- inn greiði með því, að safna öllum opinberum stofnunum á einn stað. Búnaðarþing er nú að störf- um — og situr í Reykjavík. Þar eru saman komnir 25 full- trúar búnaðarsambandanna, víðsvegar af landinu, ásamt formanni, framkvæmdarstjóra og ráðunautum Búnaðarfélags íslands. Þingið hefir um mörg merkileg mál að fjalla, sem varða annan aðalatvinnuveg þjóðarinnar, landbúnaðinn. En hvernig stendur á því, að búnaðarþingið er háð í Reykja- vík, og að Búnaðarfélag íslands hefir þar sínar aðalstöðvar? Væri það ekki eðlilegra, að sú virðulega stofnun ætti heimili í sveit? Á síðasta Alþingi voru sett lög um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins. Eru þar fyrirmæli um stjórn tilrauna- mála, starfsemi búnaðardeildar atvinnudeildar háskólans, til- raunastöðvar o. fl. Samkvæmt þessum lögum voru skipuð til- ráunaráð búfjárræktar og jarð- ræktar. Þessi ráð eru, hvort fyr ir sig, skipuð fimm mönnum. Hafa bæði tilraunaráðin skilað áliti og tillögum til búnaðar- þingsins, um framtíðarverkefni. í áliti tilraunaráðs búfjár- ræktar er bent á mörg rann- sóknarefni, varðandi búfjár- ræktina, og flytur ráðið tillög- ur um, að ríkið eignist jörð „í nágrenni Reykjavíkur", sem þeir, er rannsaka búfjársjúk- dómana, fái til umráða, og aðra jörð, „ekki langt frá Reykja- vík“, þar sem komið sé upp tilraunabúi, er rekið sé í sam- bandi við búnaðardeild at- vinnudeildar háskólans. Það er að líkindum nauð- synlegt, að búnaðardeildin fái jarðnæði til afnota, þar sem hægt er að framkvæma margs- konar rannsóknir, enda er gert ráð fyrir því í lögunum, sem Brú á Jökulsá á Fjöllum Eítir Sígurd Jónsson, Arnarvatni NIÐURLAG. Við sveitabúar krefjumst af | ríkisvaldinu, að þess sé gætt að haga svo byggingu brúa og vega, að hagkvæmast sé fyrir þá, sem haldast við í sveitum landsins, ekki síður en langferðamenn og skemmtifara. Fj allabyggðin er fágæt landkostasveit. Þar eru miklir möguleikar til búskapar. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er það sjálfsagt að hlúa á allan hátt sem bezt að slíkri byggð sem Hólsfjöllum. Hin kjarngóðu beitilönd á heiðum og hálendi Norðausturlandsins, sem vart eiga sinn líka, eiga að koma þjóðarheildinni þann veg að notum, að í aðliggjandi sveitum sé rekinn stórfelldur sauðfjár- búskapur, og kjarnalönd þessi þannig nytjuð. Það má ekki hafa afskekktar sveitir svo al- gjörlega útundan, að sneitt sé hjá þeim að ástæðulausu, svo að þær' geti ekki orðið aðnjót- andi þeirra umbóta, sem ríkið stofnar til, og sem ættu að verða alþjóð að notum. Það sýnir mik- inn manndóm og þrautseigju Fjöllunga, að þeir hafa haldið við miklum búskap, þrátt fyrir einangrun og margs konar erf- iðleika. Væri illt til þess að vita, ef þeim væri nú torveldað að halda í horfið með þær miklu framfarir, sem þar hafa orðið á áður eru nefnd. En hitt er vafa- mál, hvort slíkar rannsóknir þurfa að vera í Reykjavík eða grennd við þann stað. Er það mál, sem vert er að athuga, hvort búnaðardeild atvinnu- deildarinnar er ekki eins vel sett, eða jafnvel betur, annars staðar en í Reykjavík. Og sér- staklega er það mjög vafasamt, að heppilegast sé fyrir Búnað- arfélag íslands að hafa skrif- stofu í Reykjavík og ráðunaut- ana búsetta þar. Búnaðarfélag íslands á hús á góðum stað í höfuðborginni. Þar hefir félagið skrifstofur sínar. Hvað segja ráðamenn fé- lagsins um það, að selja þetta hús og flytja sig búferlum á eitthvert höfuðból í sveit við fyrsta tækifæri? Aðstaða félagsins og starfs- manna þess, til starfa í þágu landbúnaðarins, yrði að ýmsu leyti betri, ef félagið hefði aðal- stöðvar sínar í sveit', í stað þess að vera í Reykjavík. Og senní- lega yrði starfskostnaðurinn minni. Vill búnaðarþingið taka þetta mál til athugunar? Sk. G. seinustu árum. En þannig fer í rauninni um þær sveitir, sem fá ekki að njóta samgöngubóta til jafns við aðrar. Þar verður einangrun og erfið lífsbarátta þess valdandi, að unga, ein- hleypa fólkið leitar burtu. Bændur þar geta ekki haldið nægum vinnukrafti hjá sér. En fámennis- eða einyrkjabúskap- ur er ómögulegur í afskekktum fjallasveitum. Við hann þykir nú ólíft. Þær sveitir leggjast þá í eyði, og um leið verða nytjalaus landsvæði, sem þjóðarheildinni er mikið tjón að eigi nýtast lengur. Enginn vafi er á því, að hægt er að vernda Fjallasveitina fyrir slíkum örlögum, ef ríkið vanmetur ekki þá aðstöðu, sem ‘er á Hólsfjöllum til mikils bú- skapar og sneiðir ekki hjá sveit- inni með nauðsynlegar sam- göngubætur. Brú á Jökulsá á nyrðri leiðinni í nánd við Grímsstaði er haganlega sett fyrir sveitina og myndi hafa margs konar hagkvæma þýðingu fyrir hana. Mun ég ekki lengja mál mitt með upptalningu í því efni, að eins nefna fátt eitt. Fj allabyggðin hefir notað og notar enn beitarítök á Mý- vatnsfjöllum. í grimmustu vor- harðindum hafa mellöndin vestan Jökulsár stundum verið ómetanlegt athvarf fleirum en Mývetningum. Fjallabúar hafa jafnan haft ýmis konar við- skipti, og oft mikil, við Mý- vatnssveit, vegna veiðifanga og annarra gæða, sem gott er í bú að leggja. Af þessu leiðir meðal annars, að gönguhesta af Mývatnsfj öllum og ferðahesta verður oft að leggja í Jökulsá um hávetur. Er mikið mannúð- armál að slíkt mætti leggjast niður. Þá skal einnig á það bent, að þegar snjóalög eru mest og veður verst, verður Fjallabúum fljótlegast og létt- ast að ná í læknishjálp frá Breiðumýri. Kæmi brú hjá Lindhöfða þá að góðu haldi. Eftir þá vegarbót, sem nú er orðin á Mývatnsfjöllum, hlýtur þessi að verða leiðin á vetrum, þegar mest liggur við. Vegna hagsmuna Fj allabyggðarinnar einnar tel ég fullkomlega rétt- mætt að krefjast þess, að brúin sé sett á nyrðri staðnum, enda þótt það reynist mikið dýrara — og reisa hana eins fljótt og hægt er. í sjöunda lagi má telja, að brú á nyrðri leiðinni sé Mývetn- ingum allmikils virði, en á syðri staðnum hefir hún ekki sérstaka þýðingu fyrir þá. Vegna mikilla nota af afréttar- löndum á Mývatnsfjöllum, á öllum árstíðum, og þó einkum vegna mikilla nota á þeim hluta afréttarins, sem fjærst liggur Mývantssveit en næst Jökulsá og Hólsfjöllum væri að því mikil þægindi og mikið ör- yggi fyrir fjallleitamenn, að hafa brú á ánni nærri hinum gamla og nýja þjóðvegi og sælu- húsinu, sem enn er haldið við hjá ferjustaðnum undan Gríms- stöðum. Austur yfir ána er skemmsta leiðin til manna- byggða, ef mikið liggur við. Að brú á nyrðri leiðinni verða þvi margvísleg og gagnkvæm not báðum þeim sveitum, sem þarna eiga lönd að ánni að austan og vestan. í áttunda lagi leyfi ég mér að minna ríkisvaldið á það, að sú kvöð hvílir nú á Fjallabyggð- inni, að annast um símaeftirlit og viðgerðir bæði austur á Haugsöræfi og vestur yfir Jök- ulsá á austanverðum Mývatns- fjöllum. Viðgerðaferðir þarf löngum að fara eftir stórhríðar eða önnur óveður, þegar Jök- ulsá er einmitt af sömu orsök- um illfær eða ófær bæði á ferju og á haldi. Er kvöð þessi bæði erfið og hvimleið. Hefir oft leg- ið við slysförum á ánni í þeim ferðum. Væri vel, ef brúin gæti létt þetta eftirlit og fyrirbyggt slysfarir. En á syðri leiðinni verður brúin ekki notuð á slík- um ferðum. Vegna nauðsynjar alþjóðar, er þessi þegnskylda lögð á Fjallasveitina. Virðist þá gagn- kvæmt, að ríkið teldi sér skylt að haga svo samgöngubótum, að kvöð þessi léttist svo sem unnt væri. Ber hér enn að sama brunni: Brúin á syðri staðnum getur ekki svarað til hinnar sömu, raunverulegu þarfa. Þess vegna er óréttmætt að halda henni fram. Ég hefi hér leitt svo mörg og mikilvæg rök að því, hve brúin verður að miklu meira, fjöl- breyttara og almennara gagni, ef hún verður sett á nyrðri leið- inni, «n ekki undan Lambafjöll- um, að ég álít að það eigi hik- laust að gerast, enda þótt hún verði þá í flokki stærstu og dýr- ustu brúa landsins. Syðra brú- arstæðið hefir þann eina kost fram yfir hitt, að þar yrði brúin sjálf í fyrstu ódýrari, og þar af leiðandi fengist hún kannske fyrr byggð á þeim stað. En þeg- ar allt er saman dregið, sem af henni leiðir og við hana bætt, verður hún eflaust miklu dýrari. Mér er það vel ljóst, að mjög er eðlilegt, að t. d. Austlending- um sé brátt að fá brú á Jökulsá, svo að þeir geti sem fyrst notið (Framh. á 4. síðu.) Ténlistariélagið ©g Leikfélagið: Mlle. Nitoucbe „Óperettu“-sýningar Tónlist- arfélagsinS eru nú sjálfsagður þáttur í skemmtanalífi í Sigrún Magnúsdóttir í gerfi ungrjrú Nitouche. Reykjavík vetur hvern. Mlle. Nitouche heitir söngleikur sá, er það hefir tekið til meðferðar í ár þegar hefir verið sýnd- ur nokkrum sinnum. Ég hygg, að þessi leikur verði vinsæll meðal þeirra, er eiga þess kost að sjá hann, enda hefir sú orð- ið raunin á, þar sem hann hef- ir verið sýndur erlendis. Höfundur þessa leiks, Flori- mond Herwé, var á unga aldri organleikari í ýmsum kirkjum í París, en síðar tónskáld, leik- ritahöfundur, leikari, söngvari og hljómsveitarstjóri. Eina að- alpersónan í Mlle. Nitouche, söngkennari í klausturskóla og söngleikahöfundur, er kannske einhver kímilegur þáttur af honum sjálfum. Leikendurnir eru allmargir, og ekki getur hjá því farið, að maður veiti því athygli, hversu margir þeirra hafa eigi komið á leiksvið áður. Þrátt fyrir það er heildarsvipur leiksins mjög glæsilegur og renna undir það margar styrkar stoðir. Þar ber fyrst að nefna leikstjórnina. Hin óskeikula leikstjórn Haraldar Björnssonar ber leikinn beinlín- is uppi. Fólk hlýtur að renna grun í það, jafnvel þótt það þekki lít- ið til þeirra örðugleika, sem verður að vinna bug á, áður en unnt er að hefja sýningar á leiksviði, hversu mikið vanda- verk það er að sýna fjölmenn- an leik með fólki,sem sumt hvað er alveg óvant að sýna sig á leiksviði, kannske helmingurinn af því. Þar er ekki um að ræða venjulega leikstjórn, heldur leikþjálfun, beina leikskóla- starfsemi. Fólk, sem aldrei hef- ir leikið áður, kann yfirleitt ekki að tala, bregða svip, bera sig til né hreyfa sig á þann hátt, sem leiklistin krefst. Allt slíkt verður að kenna því, ef vel á að takast. Þetta má ekki van- meta, þegar maður hugsar um starf, sem leikstjórinn, Harald- ur Bj örnsson, hefir innt af hendi við undirbúninginn að „óperettu“-sýningunum. í öðru lagi vildi ég minnast á hljómsveitina og stjórnanda hennar. Hún á mikinn þátt og góðan í því, hve heildarblær „óperettunnar“ er ánægjulegur. í þriðja lagi eru svo nokkrir leikendur, sem fara svo prýði- lega með hlutverk sín, að unun er að, Sigrún Magnúsdóttir og Gunnþórunn Halldórsdóttir og þó sérstaklega Lárus Pálsson, sem leikur með þeim ágætum, að fáséð er á íslenzku sviði. Þegar í byrjun leiks kemur Lár- us inn á sviðið og rekur þar raunir sínar fyrir áheyrendum alllanga stund og trúir þeim fyrir leyndarmálum sínum. Raddbrigði, svipbrigði, fas, allt með þeim ágætum, sem lista- mönnum einum auðnast. Þann- ig má segja, að allur leikur Lár- usar sé í Mlle. Nitouche. Það væri freistandi að segja hér ofurlítið frá leikferli Lár- usar, löngu og ströngu leiknámi og sigrum hans á leiksviðinu, en til þess vinnst ekki rúm að sinni. Haraldur Björnsson í gerfi leikhússtjórans. Eins og áður er tekið fram, er leikur Sigrúnar Magnúsdóttur mjög ánægjulegur, þótt ýmsar (Fi imh. á 4. síðu.) IÚ1V4S JÚTVSSON: Tíndarnir og ílatneskjan VIII. Þegar Einar Jónsson mynd- höggvari gaf íslenzku þjóðinni höggmyndir sínar með því skil- yrði, að þær fengju húsaskjól á íslandi, lagði einn þingmaður til, að byggður yrði fyrir 500 krónur bárujárnsskúr yfir lista- verkin og þau geymd á þann hátt. Tillögumaðurinn var að ýmsu leyti röskur, en ákaflega skilgetinn sonur flatneskjunn- ar. Hann tók á sama hátt á málefnum annara héraða, með hinni fullkomnustu þröngsýni og nærfærni um öll útgjöld, sem snertu andlegt líf eða feg- urð. Eftir nokkur ár komust kjósendur hans á þá skoðun, að þeir væru farnir að skaðast á þessum eiginleikum þing- mannsins. Menn úr öðrum kjör- dæmum litu með mikilli varúð á óskir hans og kjósenda hans. Niðurstaðan varð sú, að kjós- endur létu hann sitja heima, það sem eftir var æfinnar. Þar hafði hann næði til að gera endurmat á gildi lífsstefnu sinnar um ágæti hins flata sál- arlífs. Alþingi var i þessu efni stór- huga, eins og þegar það byggði yfir sjálft sig. Það reisti mynd- arlegt hús yfir listaverk fyrsta nútíma listamanns á íslandi, sem fékk aðstöðu til að vinna fullkomið dagsverk fyrir þjóð sína. Þegar Reykvíkingar vilja sýna, að metnaður þeirra hafi trausta undirstöðu, fara þeir með gesti sína, innlenda og út- lenda, í listasafn Einars Jóns- sonar. Framkoma hins fátæka, en stórhuga íslenzka mannfé- lags við Einar Jónsson, er þjóð- inni til sóma. Og hún hefir aldrei annað en sæmd af því að hafa kunnað að meta list Ein- ar Jónsson, samhliða því að hún lét vélamenninguna fá tækifæri til að opna auðíindir landsins. IX. Fyrir nokkrum árum var ég á ferð í Þrádheimi, ekki sízt til að sjá afrek Norðmanna við að endurbyggja dómkirkjuna . Á miðöldum reistu Norðmenn ein- hverja glæsilegustu kirkju, sem til var á Norðurlöndum í Nið- arósi. Metnaður og stórhugur þjóðarinnar kom fram í þessu verki. En eftir að Danakonung- ar náðu völdum í Noregi, hnignaði landinu, þjóðinni og dómkirkjunni miklu. Hún brann hvað eftir annað og var endur- reist lægri og Ijótari við hvert áfall. Að síðustu var hún orðin með eins konar skúrþaki og höfð fyrir hesthús útlendra dáta. Þegar Noregur fékk frelsi sitt var kirkjan öll í herfilegustu rústum. Norðmenn notuðu frelsið til að sækja fram á öllum sviðum. Þeir vildu tengja hinn unga, framgjarna Noreg við hinn frjálsa Noreg fornaldarinnar. Einn af þráðum hinnar fjöl- þættu viðreisnar norsku þjóðar- innar var endurbygging dóm- kirkjunnar í Þrándheimi. Það var með vissum hætti kóróna á hinni glæsilegu endurvöknun þjóðarinnar. Siðan eru liðin um 70 ár. Stórþingið hefir stöðugt veitt fé til þessarar kirkju- byggingar. Mestu húsameistar-> ar Noregs hafa staðið fyrir verkinu. Hnir högustu iðnaðar- menn hafa lagt metnað sinn í að gera þennan norska helgi- dóm sem veglegastan. Norð- menn í Ameríku hafa gefið stór- gjafir til að fegra kirkjuna. Borgir, héruð og einstaklingar í Noregi hafa fórnað miklu fé af frjálsum vilja. Það var búizt viö, að þegar þessi kirkja væri fullgerð, myndi hafa verið var- ið til hennar um 30 miljónum króna. — Ég hugsaði þá heim til Reykjavíkur. Eftir fólksfjölda á íslandi lét nærri, að dóm- kirkja lútherska safnaðarins á Skólavörðuhæðmni mætti kosta eina miljón króna. Ég vil engu spá um það, hvort íslenzka þjóðin vill í þessum efnum keppa um manndóm við frændur sína í Noregi. Þeir segjast hafa leyst úr læðingi landsins krafta í þjóðlífinu méð því að hugsa stórt og hafa metnað fyrir þjóðarheildina. Þeir fullyrða, að á meðan norska þjóðin var þrautpínd niður á sléttu hins smáskorna kotungsskapar, hafi allsherjar hrörnun gripið þjóðina, Engin af hinum frændþjóðum íslend- inga er beitt meira harðræði. Og engin þjóð sýnir jafn of- dirfskufulla mótstöðu gegn kúguninni. Norðmenn hafa vanið sig á að láta hina háu tinda landsins móta andlegt líf sitt í velgengni. Þeir láta stór- hugann lika móta athafnir sín- ar í hinum þyngstu raunum. X. Ég hefi um nokkur missiri átt sæti í bæjarstjórn Reykjavík- ur sem fulltrúi minnsta flokks- ins í bænum. Það reynir lítið á mann í bæjarstjórn Reykjavík- ur, sem hefir þá aðstöðu. Eg hefi þess vegna haft góða að- stöðu á fundum bæjarstjórnar til að hugleiða ýmislegt viðvíkj- andi málefnum bæjarins, sem ekki er tekið til meðferðar á fundum. Mér hefir þótt merki- legt ósamræmi milli bæjarfull- trúanna og aðstöðu þeirra í bæjarfélaginu. Hinir ýmsu borgarstjórar og flestir bæjar- fulltrúarnir eru og hafa verið meira og minna dugandi menn. En borgararnir í bænum virð- ast líta svo á, að bæjarstjórnin sé ekki til, eða komi þeim ekki við, nema til að ákveða einu sinni á ári þungbær útgjöld, sem allir verða að borga. Bær- inn gerir fjárhagsáætlun, sem nemur mörgum miljónum. Hann leggur út í kostnaðarsöm fyrir- tæki eins og hafnargerðina, raf- magnsvirkj anir og hitaveitu. En meðferð þessara mál í bæjar- stjórn eru svo þýðingarlítil í augum borgaranna, að oftast koma engir menn til að fylgjast með gangi mála í bæjarstjórn, eða tvær eða þrjár hræður verma áheyrendabekkina. Þegar nánar er að gáð, er þetta skiljanlegt. Bæjarstjórn- in kemur saman í lélegasta samkomusal í bænum undir þaki á hæsta húsi í bænum. Sólarbirtan brýzt þar inn um miðjan daginn gegnum göt á þakinu. Allur aðbúnaður og umbúnaður er svo lítilfjörlegur sem mest má verða. Það mætti gera ráð fyrir að bæjarstjórnin ráðstafaði nokkrum hundruð- um króna í stað þess að það eru nokkrar miljónir, og að hér ætti í hlut lítið sjcvþorp, en ekki höfuðborg með nálega 40 þús. íbúa. Hvers vegna er félagsmála- stjórn höfuðstaðarins svo fyrir- ferðarlitil í augum borgaranna? Það er af því að höfuðstaðurinn hefir farið allt aðra leið en þjóðin í heild sinni. Hið fátæka Alþingi byggði yfir sig virðu- legasta hús, til þess að vekja metnað og manndómstilfinn- ingu gagnvart sjálfstæði lands- ins. Reykjavík hefir að nokkru ieyti látið stjórnast af hug- myndalífi flatneskjunnar. For- ráðamenn hennar hafa látið bæinn klæðast tötrum eins og Kiljan Laxness gerir við sögu- persónur sínar. Reykjavík hef- ir lagt margar miljónir í mis- jafnlega framkvæmt ómaga- framfæri og atvinnuleysisstyrki, en ekki hugsað svo hátt, að eiga viðunandi hús fyrir fundi bæjarstjórnar og starfsfólk bæj arins. Það bæjarfélag, sem klæðist tötrum af smekkleysi, en ekki af fátækt, getur ekki vakið metnað borgaranna fyrir hinu sameiginlega lífi í bænum. í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.