Tíminn - 06.03.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.03.1941, Blaðsíða 3
27. blað TÍMIMJV, finMntuclagimi 6. mar/ 1941 A N N A L L Afmæll. Hallbera Jónsdóttir, ljós- móðir á Blönduósi, átti 60 ára afmæli þann 17. f. m. Hún er fædd að Fróðholtshj áleigu á Rangárvöllum 17. febrúar 1880. Foreldrar hennar voru Jón Ól- afsson bóndi og Hallbera Niku- lásardóttir, er stundaði , 1 j ós- móðurstörf, þótt ólærð væri og heppnaðist •• vel. Hefir dóttir hennar, Hallbera yngri, tekið í arf handlægni og lipurð móð- ur sinnar. Af börnum þeirra hjóna í Fróðholtshjáleigu komust tvö til fullorðins ára: Hallbera ljós- móðir á Blönduósi og Jón nú kaupmaður í Reykjavík. Hallbera missti ung föður sinn. En móðir hennar hélt á- fram búskap í Fróðholtshjá- leigu og ólst Hallbera þar upp með henni og hjálpaði móður sinni við búskapinn, þegar henni uxu kraftar til. Þegar Hallbera Var 21 árs, fór hún alfarið heiman. Næstu fimm árin dvaldi hún 1 Reykja- vík við nám. Lærði hún ljós- móðurstörf undir handleiðslu Guðm. Björnsonar landlæknis. En jafnframt vann hún á saumastofu. Að loknu námi fluttist Hallbera norður að Síðu á Refasveit í Húnavatns- sýslu. Þar giftist hún árið 1907 Birni Einarssyni t-résmið frá Síðu. Og árið eftir var hún skip- uð ljósmóðir í Engihlíðarum- dæmi. Þau hjónin, Björn og Hall- bera, byrjuðu búskap þetta sama ár (1908) við lítil efni, en bjartar vonir og mikla starfsorku. Stunduöu þau bú- skap í tuttugu og tvö ár, fyrst í Neðrilækjardal á Refasveit, en síðar í Svangrund í sömu sveit, þar til þau fluttust til Blönduóss árið 1930, og hafa þau átt þar heima síðan. Þau Hallbera og Björn eiga Reykjavík eru margir eljusam- ir og duglegir einstaklingar. Híbýli margra af þessum ein- staklingum eru furðu myndar- leg og oft eytt til þeirra fram yfir efni. En bæinn vantar meginhlutann af þeim félags- legu fyrirmyndum, sem mikið er um í ýmsum borgum, sem hafa metnað fyrir sameiginlegu lífi borgaranna. Mótstaða í Reykjavík gegn byggingu sund- hallarinnar og þjóðleikhússins stafaði eingöngu af því, að margir borgarar, sem voru dug- legir að afla fjár og lífsþæg- inda fyrir heimili sín, gátu alls ekki hugsað sér að gerð væru sameiginleg átök til að lyfta menningu bæjarins á hærra stig. Eitt af því, sem einkennir höfuðstað íslands, er að borg- arar hans mynda næsta fáa sjóði til almannaþarfa með dánargjöfum, eða við hátíðleg tækifæri. Rausn af því tagi er svo sjaldgæf, að menn hrökkva bókstaflega við, þegar dönsk kona, sem hefir starfrækt verzl- un í Reykjavík í 25 ár gefur á þessu afmæli 10 þús. krónur til menningarfyrirtækis í bænum. Danska konan er vaxin upp í landi með gamalli félagsmenn- ingu. Þess vegna man hún líka eftir því bæjarfélagi, þar sem hún starfar. Það hefir verið ómetanlegt tjón fyrir hinn vaxandi höfuð- stað íslands, að forráðamenn hans skyldu svo mjög gleyma áhrifum hinna fögru tinda, sem umlykja bæinn og fallast á heimspeki flatneskjunnar að því sjö uppkomin börn á lífi. Líkj- ast þau foreldrum sínum mjög að myndarskap og dugnaði. Eru þrjár dætur þeirra giftar konur í Reykjavík, ein er í Kaupmannahöfn og tvær heima hjá foreldrum sínum. Sonur þeirra á heima í Reykja- vík. Hallbera er búin að stunda ljósmóðurstörf í 33 ár — 22 ár var hún Ijósmóðir í Engihlíðar- hreppsumdæmi og síðan 11 ár á Blönduósi. Lætur hún nú af störfum vegna heilsubrests. Oft hefir verið erfitt fyrir Hallberu að yfirgefa stóra barnahópinn sinn, þegar eng- inn var til að annast þau í fjar- veru hennar, nema maður hennar, sem var öðrum störfum hlaðinn fyrir þetta stóra ó- megðarheimili. En enginn, sem leitaði hennar, varð þess var. Hún var ætíð jafn glöð og starfsfús og vildi ekki heyra minnzt á erfiðleika sína. Þeg- ar skyldan og hjálpfýsin köll- uðu hana til starfs, varð að setja eigin hagsmuni og þæg- indi til hliðar. Þegar Hallberu var vitjað til sængurkvenna, var hún ætíð fljót að ferðbúast. Hikaði hún aldrei við að leggja út í tvísýnt veður og ófærö, þegar svo stóð á. Fór saman hjá henni óbil- andi kjarkur, dugnaður og traust á handleiðslu æðri mátt- arvalda. Hallberu lánuðust Ijósmóður- störfin alveg sérstaklega vel og var vinsæl og eftirsótt yfirsetu- kona. Enda var hún oft sótt til sængurkvenna utan umdæmis. Meðan Hallbera var yfirsetu- kona í Engihlíðarumdæmi, sem er stórt og erfitt til ferðalaga að vetrarlagi, vegna illviðra og fannfergja, átti hún eins og áð- ur segir, fyrir stóru heimili að sjá — börn bæði ung Og mörg. Þarf mikið þrek og dugnað til að leysa af hendi bæði þessi skyldustörf — ljósmóður- og húsmóðurstarfið og hvoru- tveggja með prýði, eins og hún hefir gert. Hallbera er greind kona og fé- lagslynd. í kvenfélaginu á Blönduósi hefir hún ætíð verið tillögugóð, • og lagt drjúgan skerf til þess að nauðstöddum væri rétt hjálparhönd. Konur í Engihlíðar- og Blönduóssumdæmi sýndu Hall- beru á sextugsafmæli hennar nokkurn vott vinarhugs og þakklætis fyrir vel unnin störf, með því að færa henni að gjöf fjögur hundruð krónur. Auk þess bárust henni aðrar gjafir og fjöldi heillaóska. Þetta allt, að ótöldum hlýjum handtökum og árnaðaróskum vina hennar, er heimsóttu hana á afmælis- daginn, bera störfum hennar og kynningu bezt vitni. Nú hafíð pér skönmitcanarmiða lil f jögra máiiaða. Vér höfum miklar birgðir af flestum skömmtunarvörnm. Gerið yðar til að dreifa birgðunum með því að kaupa í heilum sekkjum og kössum. Auk öryggisins sem dreifing birgðanna skapar sparið þér hreint ekki svo lítið á verðmismuninum. — ^Ökaupíélaqié ant/i veii Itvaci luzit-n Artýi'tcfrn'c ! HEIL'DSO.L'U'B 1R6é 1R: ARNi JONSS'O N , HAFNAR8L5,RE'r'líMVIK. Aðalfundur Fiskifélags Islands, sem frestaff var vegna samkomubanns- ins, verffur haldinn laugardagínn 8. þ. m. í Kaupþingssalnum. Fundurinn hefst kl. 2 e. h. Reykjavík 4. marz 1941 Félagsstjórniir 8/2. 1941. St. D. VerOlaunakepimi Samkvæmt skipulagsskrá minningarsjóðs Jóns Ólafssonar, bankastjóra, verða á þessu ári veitt tvenn verðlaun úr sjóðnum, að upphæð 50 krónur og 25 krónur, fyrir ritgerðir um dýravernd- unarmálefni. Þeir, sem keppa vilja um verðlaun þessi, sendi ritstjóra Dýra- verndarans ritgerðir sínar fyrir lok maímánaðar n. k., einkennd- ar með sérstöku merki og fylgi nafn höfundar ásamt einkennis- merki greinarinnar í lokuðu umslagi. Stjórn Dýraverndunarfélags íslands dæmir um ritgerðirnar og ákveður hverjir hljóta skuli verðlaunin. Ritgerðirnar verða birtar í Dýraverndaranum á þessu ári. STJÓRN DÝRAVERNDUNARFÉLAGS ÍSLANDS Sendisveinar óskast nú þegar Mjólkursamsalan Heílbrigt líf tímarit Rauða kross íslands um heilsuvernd og líknarstarfsemi. Ritstjóri Dr. Gunnlaugur Claessen. Afgreiðsla á skrifstofu R. K. í., Hafnarstræti 5. Afgreiðslusímar: 4658 og 2328. Áskriftarverð kr. 7.00 árg., kr. 8.00 í lausasölu. Áskriftarlistar hjá bóksölum og héraðslæknum og hjá af- greiðslumanni tímaritsins, Ólafi lækni Thorlacius, Tjarnargötu 43 Tílkynníng a irá gjaldeyrís- og ínnílutníngsneínd ■ Hér með tilkynnist, að gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir vörum frá öðrum löndum en Bretlandi verða fyrst um sinn, þar til öðruvísi verður ákveðið, aðeins veitt þeim, sem raunverulega annast innflutning varanna. Jafnframt er vakin athygli innflytjenda á því, að með öllum umsóknum um leyfi til að flytja inn vöru frá Ameríku, eða öðrum löndum en Bretlandi, verða að fylgja sérstakar beiðnir um yfirfærslu á þar til gerðum eyðiblöðum í tvíriti, sem útfylla ber nákvæmlega eins og formið segir til um. Vanti yfirfærslu- beiðnir, verða umsóknirnar ekki teknar til greina. Eyðublöð undir þessar beiðnir fást á skrifstofu Gjaldeyris- og innflutningsnefndar í Reykjavík og utan Reykjavíkur hjá útibúum Landsbanka íslands og Útvegsbanka íslands h.f. Innflytjendum og öðrum, sem framangreind atriði varða, er bent á að geyma þessa auglýsingu til minnis og leiðbeiningar. Reykjavík 3. marz 1941 er snertir metnað bæjarins. En vel má vera, að sú stund sé nú komin, þegar straumhvörf verða í þessu efni. Höfuðborginni er mikil nauðsyn að fá félagslegan metnað og löngun til að geta, eins og Norður-Þingeyingurinn Skúli fógeti, sem kallaður er faðir borgarinnar, klæðst skart- klæðum, þegar það á við. Slík ráðabreytni myndi endurfæða bæinn. Ef mönnum þykir vænt um átthaga sína, og vilja gera þeim sæmd, þá leysir sá stór- hugur fjötra deyfðar og dáð- leysis. Skúli fógeti hefði ekki stofnsett Reykjavík, ef hann hefði verið íklæddur tötrum andlegrar flatneskju. XI. Menn greinir á um gerð og meðferð þjóðfánans. Saga hins þjóðlega tákns er þó orðin nokkuð löng. Um líkt leyti og Danir lögðu á íslendinga bönd einokunarinnar, byrjuðu þeir að tákna ísland með mynd af flöttum þorski. Þeir létu ís- lenzku þjóðina lifa undir þessu tákni í nálega þrjár aldir. Þeg- ar þinghúsið var byggt um 1880, lét danska stjórnin setja kon- unglegan flattan þorsk úr málmi yfir inngangi hússins. Hannes Hafstein orti biturt skopkvæði um þessa niðurlæg- ingu þjóðarinnar. Hann naut þeirrar ánægju að sjá þorskinn fara af þinghúsinu og fálkann koma í staðinn, um það leyti, sem stjórn íslenzkra mála flutt- ist frá Danmörku til íslands. En jafnhliða því, að Danir gáfu okkur flatta þorskinn sem þjóðartákn, var fáni Danmerk- ur löggiltur sem fáni íslands. Hið fagra danska krossflagg, sem fer svo vel við græna lit- inn í dönskum skógarlundum, blakti hér öld eftir öld á hverri einokunarstöð, á húsum danskra og dansk-islenzkra embættismanna og á skipum Dana, sem fluttu hungurs- brauðið hingað til lands. Óbeit íslendinga á danskri kúgun, andlegri og fjárhagslegri, varð ósjálfrátt tengd við danska fánann. Hann varð í augum þjóðarinnar hið opinbera og á- þreifanlega innsigli íslenzkrar niðurlægingar í sambandi við hina margþættu dönsku kúg- un á íslandi. Um síðustu aldamót skapar Einar Benediktsson, sem þá var fremstur af hinum ungu skáld- um landsins, íslenzkan fána, og litlu síðar orti hann um fán- ann ljóð, sem er fegurra og skáldlegra en nokkurt fánaljóð með vestrænum þjóðum. Fyrsti nútíma málari landsins, Sig- urður G.uðmundsson, hafði átt mikinn þátt í að ákveða, út frá listrænu sjónarmiði, að blátt og hvítt væru þjóðlitir ísendinga. Einar Benediktsson byggði á þessari listrænu kenningu og lagði til að íslenzki fáninn yrði með sömu gerð og danski og sænski fáninn, en litirnir tekn- ir úr íslenzkri náttúru, hvítur kross á bláum feldi. Hin þjóð- lega og vaknandi æska í land- inu fylkti sér um þennan fána, stúdentar í bæjum, ungmenna- félögin í sveitinni. Honum óx (Framh. á .4. síðu.) Hreinar léreftstnsknr kaupir Prcntsmiðjan Edda Lindargötu 9 A. Gjaldcyris- og innflutningsnefnd ^ÚTBREIÐIÐ TÍMANN» 280 Robert C. Oliver: — Hér er enginn sjáanlegur, nöldr- aði einn sjóliðinn. Eruð þér vissir um, að þetta sé rétt hús — eða hefir yður dreymt þetta? Bob svaraði ekki, en þaut eins og óður maður um allt húsið. En allt var autt og tómt. Brátt kom hann út aftur þangað sem Braddock skipstjóri var að reyna að þröngva Mustapha til að tala. — Við erum of seinir, sagði Bob. Þau eru öll á bak og burt. En hvaða bíll er það, sem þarna stendur? Mustapha glápti á bílinn, eins og hann hefði aldrei séð hann áður. — Það veit ég ekki. Nú missti Bob þolinmæðina. Hann rauk á Mustapha og þreif fyrir kverkar honum, og hristi hann til eins og tusku. — Segðu sannleikann, skepnan þín. Ég hefi sjálfur verið hér í húsinu og veit um allt. Þú leikur ekki á mig. Ef þú villt ekki opna kjaftinn skal ég lofa þér að kenna á nokkrum af þínum éigin uppáhaldsaðferðum. Skyndilega sleppti hann honum — hann mundi eftir skríninu og Tayior. Höfðu þeir líka farið með hann — og skrínið? Bob þaut inn og niður í kjallarann, þar sem Taylor hafði verið í haldi. Hurðin fyrir klefanum var læst. Æfintýri blaðamannsins 277 skelfingar, að svipan, sem hann hafði áður ógnað þeim með, var nú í hendi hans. — Við erum að fara héðan — en hljóða- og hávaðalaust. Sú, sem vogar sér að hvísla, hvað þá meira, verður lamin í kjötkássu með þessum hérna. Skiljið þið? Komið nú! Stúlkurnar gengu út og þorðu varla að amla. Þær skulfu af ótta og sumar grétu í hljóði. Ein eftir aðra fóru þær inn í vagnana, sem biðu þeirra. Síðan var hurðunum vandlega læst. í hvorum vagni sat stór, svartur jötunn, sem góndi á þær steinþegjandi, eins og hann ætlaði að dáleiða þær með augna- ráðinu. Nú skipaði Grabenhorst að lagt skfldi af stað. Vagnarnir komust á hreyfingu, ^n ekki vissu stúlkurnar hvert haldið var. Grabenhorst og Cabera stóðu nú ein- ir eftir hjá Mustapha, sem þurrkaði svitann af enninu, sárfeginn að vera laus við þessa hættulegu „gesti“ úr „gistihúsi" sínu. — Nú er aðeins eitt eftir ógert, sagði Grabenhorst. Það er að gera upp reikn- ingana viö John Taylor. Mustapha veit hverju hann á að svara, ef óvænta gesti ber að garði. Hvar er Taylor? — í kjallaranum, svaraði Cabera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.