Tíminn - 13.03.1941, Side 2

Tíminn - 13.03.1941, Side 2
116 T.ÍMlj\iy, fimmtMdagiim 13. marz 1941 30. blað ‘gtminn Fimtudayinn 13. marz Skattamálín Almennt er búist við því, að Alþingi það, er nú situr, geri einhverjar breytingar á gild- andi skattalögum. Milliþinga- nefnd hefir undanfarið unnið að athugun á þeim málum. Enn eru engin frumvörp um þau efni komin fram á þinginu, en málin eru til athugunar og um- ræðu í stjórnarflokkunum. Til þess að bíeytingar fáist á lög- gjöfinni, þarf að nást sam- komulag um þær milli flokka, þar sem enginn einn flokkur getur komið fram málum á þinginu, gegn andstöðu hinna. Nokkur atriði koma hér til greina. Má í því sambandi nefna breytingar á lagafyrir- mælum um skattgreiðslur út- gerðarfyrirtækja, stríðsgróða- skatt og hækkun á persónu- frádrætti vegna hækkunar á franifærslukostnaði. Auk þess skal sérstaklega vikið að einni breytingu, sem ætti að gera á skattalöggj öfinni. Hér á landi hefir sú regla gilt, síðan 1923, að heimilt hefir verið að draga frá skattskyld- um tekjum þá skatta og útsvör, sem skattgreiðendur hafa borg- að. M. ö. o., sá hluti teknanna, sem fer til að greiða skatta og útsvör, er skattfrjáls. Við þetta lækka skattskyldu tekjurnar, og hefir því þurft að reikna skatta og útsvör eftir þeim mun hærri gjaldstigum. Þessir háu gj aldstigar.sem hér eru í gildi, hafa sætt aðfinnsl- um frá mörgum. Er þess þá ekki ávallt gætt, að allir beinir skattar, sem menn greiða, koma til frádráttar tekjum á næsta ári, og lækka skattgreiðslurnar það ár. Hafa því háu gjaldstig- arnir villt mörgum sýn um raunverulegar skattgreiðslur þeirra manna, sem hafa svip- aðar tekjur árum saman. Til þess að skýra nánar, hver áhrif skattafrádrátturinn hef- ir, má taka eftirfarandi dæmi: Samkvæmt núgildandi tekju- skattsstiga og útsvarsstiga Reykjavíkurbæjar, með viðauk- um, mun láta nærri, að ein- staklingur, sem hefir 100 þús. kr. árstekjur nettó, þurfi að greiða alla þá upphæð í út- svar og skatt. Þetta kann í fljótu bragði að virðast hart, en hafi sami maður jafnmikl- ar tekjur næsta ár, 100 þús. kr., má hann draga útsvarið og skattinn frá þeim tekjum, hafi hann borgað þau gjöld á réttum tíma. Hefir hann þá engar skattskyldar tekjur síðara árið og greiðir þar af leiðandi engan skatt það ár. Niðurstaðan yrði því sú, að af 200 þús. kr. tekjum samtals á tveim árum, þyrfti þessi maður að greiða um 100 þús. kr., eða um það bil helm- inginn, í útsvar og skatt. Af þessu dæmi er ljóst, að gjaldstigarnir gefa ranga mynd af raunverulegri skattabyrði þeirra manna, sem hafa svipað- ar tekjur frá ári til árs og njóta skattafrádráttarins í eðlilegu hlutfalli við tekjurnar. En þessari reglu, að leyfa frá- drátt á greiddum sköttum og hafa gjaldstigana þeim mun hærri, fylgir sá galli, að þeir menn, sem hafa ójafnar tekjur, verða miklu harðar leiknir en hinir, sem hafa vissar og stöð- ugar tekjur. Séu tekjur manna ýmist háar eða lágar, veldur skattafrádrátturinn óeðlilega lítilli lækkun á skattgreiðslun- um. Ef maður t. d. hefir 100 þús. kr. tekjur annaðhvort ár, en litlar eða engar tekjur þess á milli, lætur nærri, að hann þurfi að afhenda allar tekjurn- ar í opinber gjöld, en annar, sem hefir 50 þús. kr. á hverju ári, sleppur með að greiða minnahlutann af þeim til opin- berra þarfa. Tæplega verður um það deilt, að eins og atvinnulífi okkar er háttað, er óeðlilegt að búa við skattalöggjöf, sem krefst þyngstra fórna af þeim gjald- þegnum, sem hafa áhættusam- an atvinnurekstur og óvissar tekjur. Engin rök virðast liggja til þess, að menn með óvissar og ójafnar tekjur eigi að bera Sverðin Iijhis Árna r Aramótagreín skáldsíns Eilir Hannes Pálsson á Undirfelli Það er ekki fátítt, að blöð Sjálfstæðisflokksins haldi því að almenningi, að Framsóknar- flokkurinn hafi annan og meiri „rétt“ við kosningar til Alþingis, en aðrir stjórnmálaflokkar hér á landi. — Árni frá Múla skrifar um þetta hjartnæmla hugvekju í Vísi 3. þ. m., þar sem hann ým- ist skirskotar til drengskapar Framsóknar, að 1 nota ekki „lengra sverð“ en Sjálfstæðis- flokkurinn, við næstu kosning- ar, eða hótar því, að „sverð“ Framsóknarflokksins verði stytt með valdi. Grunnfærni Árna og annarra, sem um þessi mál skrifa, er með öllu óskiljanleg. Þeir blanda saman tveimur al- veg óskyldum málum, þegar þeir ræða þessi mál, og eru búnir að blinda svo sjálfa sig og ýmsa aðra, að þeir greina ekki aðal- kj arna málsins. Með núverandi kjördæma- skipun hafa þeir, sem i dreif- býli búa, nokkru ríkari atkvæð- isrétt heldur en þeir, sem búa í sumum kaupstöðum landsins. Þó er þessi „meiri' réttur víða nokkuð vafasamur, þar sem fjöldi alþingismanna er búsett- ur i Reykjavík, þó þeir séu full- trúar sveitakjördæmanna. Sá hluti þj óðarinnar, sem býr í strjálbýli, hefir vegna kjördæmaskipunar í landinu nokkru ríkari rétt en aðrir, eins og áður er sagt. Liggja að því mörg og sterk rök, að þetta sé réttlátt. Lífsbarátta þessa fólks er margfalt erfiðari, og öll lífs- þægindi miklu minni en í bæj- unum. Þó er alviðurkennt, að það sé lifsnauðsyn fyrir þjóð- ina í heild, að fólkið haldi á- fram að búa í hinum strjál- byggðu sveitum landsins, þrátt hlutfallslega miklu þyngri skatta en hinir, sem hafa jafn- ar og stöðugar tekjur. Þennan galla á skattalögun- um er auðvelt að laga, með því að taka upp þá reglu, að hætta að draga tekjuskatt og tekjuút- svar frá skattskyldum tekjum, en lækka skattstigana að sama skapi. Þessari reglu var upp- haflega fylgt hér á landi og hún hefir gilt í Noregi.Útkoman ætti að verða svipuð hjá þeim, sem hafa stöðugar tekjur, en hinir, sem búa við óvissar og ójafnar tekjur, yrðu þá ekki látnir gjalda hlutfallslega hærri skatta, eins og nú á sér stað. Væntanlega næst samkomulag um slíka lagfæringu á löggjöf- inni þegar á þessu þingi. Sk. G. fyrir miklu lakari lífskjör en bæirnir bjóða sínum íbúum. Framantaldar ástæður, og margar fleiri, liggja til grund- vallar fyrir núverandi kjör- dæmaskipun. Sjálfstæðisflokk- urinn, með hetjuna frá Múla í fararbroddi, fer nú íram á þaö, að sveitafólkið leggi niður vopn sín, breyti kjördæmaskip- aninni baráttulaust, til þess að Sjálfstæðismenn geti meðal annars óáreittir komið þeirri háleitu hugsjón sinni í fram- kvæmd, að láta bændur þræla fyrir sig endurgjaldslítið, sbr. skrif Vísis og Mbl. um kjötverð- ið og mjólkurverðið í haust. Það er alger hugsanavilla hjá Árna frá Múla, að Framsóknar- flokkurinn hafi nokkuð meiri rétt en aðrir flokkar landsins. Allir flokkar hafa jafnan rétt til þess að afla sér kjörfylgis í sveitum landsins, og þá njóta þeir þessa „meiri“ réttar, eða „lengra sverðs“, sem þeim Sjálfstæðisflokksmönnum verð- ur svo tíðrætt um. En ástæðan til þess að Sjálfstæðisflokkur- inn vill svifta sveitafólkið þeim kosningarétti, sem það nú hef- ir, er alveg auðsæ. Flokkurinn er búinn að missa alla von um nokkur ítök í sveitum landsins, enda lætur það að líkum, þar sem hann hefir ekki nema einn bónda á þingi, sem kosinn er í bændakjördæmi. Og þeir vita það líka Sjálfstæðismenn, að brátt missa þeir þennan eina bónda, og hafa engar líkur fyrir því að koma nokkurntíma framar bónda á þing í sveita- kjördæmi. Ef nokkurntima væri hægt að henda reiður á stefnu Sjálf- stæðisflokksins í einstökum málum, lítur helzt út fyrir, að hann vilji, í kjördæmamálinu, koma því á, sem blöð flokksins hafa nefnt „fullkomið jafn- rétti“, en það er að allt landið verði gert að einu kjördæmi og kosið sé hlutbundnum kosning- um til Alþingis. Á þennan hátt fengjum vér múgstjórn, sem er í rauninni ekkert annað en al- gert flokkaeinræði, sem alls- staðar hefir endað með því, að sterkasti flokkurinn hefir tekið sér algert einræðisvald. Með slíku stjórnarfyrirkomulagi geta menn, á borð við Árna frá Múla, gert sér nokkrar vonir um að komast til vegs og valda, sem er með öllu útilokað í fá- mennum kjördæmum, þar sem kjósendurnir eigá þess kost, að meta frambjóðendur eftir verðleikum, en þurfa ekki að hlíta forsjá flokksstjórnanna um val frambjóðenda. X. Vikapiltur „yfirskoðunar- manns Alþingis", skáld úr Húnaþingi, hefir skrifað annál ársins 1940 í 8. tbl. ísafoldar, undir fyrirsögninni „Margs þarf búið við“. Venja mun það að líta á þá annála, þar sem höfundarnir vilja eigi láta nafns síns getið, sem nokkuð vafasöm heimild- arrit. Svo mun og verða um ritsmíð þessa. Nokkur atriði annálsins skulu athuguð. Janúar: í þeim mánuði er það talið, að fyrir tilstuðlan Fram- sóknarflokksins í héraðinu hafi P. Th. framkvæmdastjóra verið sagt upp starfi sínu. Frásögn þessi er á tvennan hátt röng. í fyrsta lagi var um- ræddum framkvæmdastjóra aldrei.sagt upp starfi. Stjórnin ákvað aðeins að leggja það íyrir næsta aðalfund. í öðru lagi er það alrangt, að það, sem annálsritarinn kallar upp- sögn, hafi verið „einkafyrir- tæki“ Framsóknarmanna. Hitt væri sönnu nær, ef tala á um flokk i því sambandi, að þá hafi það verið einkafyrirtæki Sjálfstæðisflokksins, að halda í manninn. Ég ætla mér ekki að fara hér að rita um það mál. Framkvæmdastjóri K. H. er um margt það mætur maður, að ég tel hann of góðan til að verða fótknött slíkra manna, sem skáldsins, og mun því ekki ræða kosti hans og galla, nema á réttum vettvangi. Hitt vita allir Húnvetningar, að það voru ekki síður Sjálfstæðismenn en Framsóknarmenn, sem töldu, að okkar verzlunarforysta mætti betri vera. En þegar „yfirskoðunarmað- ur Alþingis“ kom, og sagði liðs- mönnum sínum í Húnaþingi, að með breytingu á framkvæmda- stjórn K. H. væru dagar sínir, sem þingmanns, taldir, þá brá svo við, að margir þeir, sem mest höfðu talað um, að fram- kvæmdastjóri K. H. væri í þeirri stöðu miður heppilegur, stein- þögnuðu eða snerust jafnvel svo hratt, að sá, sem í þeirra huga var áður ónotandi, varð nú allt i einu ómissandi. Gagnstætt þessu var með Framsóknar- og Bændaflokksmenn; þar mun hver og einn hafa haldið sinni fyrri skoðun, og ekki látið póli- tík hafa áhrif á afstöðu sína, a. m. k. get ég nefnt allmarga Framsóknarmenn í héraðinu, sem óhikað létu í Ijós, að þeir kysu ekki að breyta um mann, en hvaða Sjálfstæðismenn ætli skáldið geti nefnt.semekkihéldu því fram á síðastliðnu vori, að öll heill héraðsins væri undir því komin, að engin breyting yrði á um framkvæmdastjórn K. H.? Og til þess að sporna gegn því, voru fundnar upp hinar fáránlegustu sögur og með öllu ósannar, til svívirð- ingar okkur Runólfi á Kornsá, sem báðir vorum taldir í liði þeirra manna, er breytingu töldu heppilega. Fyrir okkur áttu aðeins að vaka hinir au- virðilegustu einkahagsmunir. Með slíkum sögum voru ýms- ir mætir menn æstir upp. Marz—apríl: Skáldið segir, að hörð sókn hafi verið hafin af Framsóknarflokknum í því skyni, að koma sem flestum fulltrúum úr sínu liði á aðal- fund K. H. Athugum sannleik- ann. Á ári því, er annálsritarinn talar um, gekk þetta til á þann hátt: Kosningar á öllum deild- arfundum virtust óflokks- bundnar, þar til að deildar- fundur Sveinsstaðahrepps er haldinn. Þá gerast þau undur, að 2 Framsóknarmenn — og annar þeirra stjórnarnefndar- maður K. H. — og svo þriðji maðurinn, ágætur bóndi í sveit- inni, sem allir höfðu um nokk- urt skeið farið með umboð sveitarbúa á aðalfundi K. H., voru felldir frá kosningu, en í stað þeirra settir snúningalipr- ustu vikapiltar „yfirskoðunar- manns Alþingis". Deildarfund- ur Áshrepps var haldinn nokkru síðar,.og var þar svarað á verð- ugan hátt. Annálsritarinn snýr því öllum sannleika við, segir svart hvítt, o. s. frv. Júní: Þá átti Framsóknarlið- ið að hafa hafið harða sókn til að láta smiðshöggið falla á brottrekstur framkvæmda- stjóra. Allir, sem sátu síðasta aðal- fund K. H., vita, að beztu menn þess fundar, bæði Framsóknar- og Bændaflokksmenn, áttu frumkvæði að bráðabirgðasætt, sem á komst milli stjórnar K. H. og framkvæmdastjóra. Sátta- umleitun sú var hafin, sam- kvæmt þeirri lífsskoðun, „að sá yrði að vægja, sem vitið hefði meira“. Sá, er þetta ritar, var einn í þeirri nefnd, er fyrir þessu beitti sér, og voru vikadrengir „yfirskoðunarmanns Alþingis“ að vonum fegnir að sleppa með ,,skrekkinn“. Ágúst: Þá á forsætisráðherra að hafa mætt á flokksfundi í Vatnsdal. Forsætisráðherra hefir því miður aldrei mætt þar á fundi. Desember: Þá á sá, er þetta ritar, að hafa boðað til flokks- fundar á Skagaströnd og boðað þangað U. M. F. staðarins. Þetta allt er tilhæfulaust. Enginn flokksfundur var boðaður af mér. Framsóknarfélag Skaga- strandar hélt fund í desember og mætti ég þar. Á einhvern slíkan hátt er aö framangreinir hagræðir ann- álsritarinn sannleikanum, svo að ekkert atriði er rétt hermt. Til samanburðar þessu telur svo skáldið og annálsritarinn það, að Sjálfstæðismenn hafi aðeins stofnað félag ungra Sjálfstæðismanna, er hafi hald- ið einn fund. Eigi veit ég um fundarhöld Sjálfstæðismanna í Húnaþingi, en hitt veit ég, að „yfirskoðun- armaður Alþingis" hefir varið allmiklu fé í ferðakostnað handa piltum þeim, er teljast í stjórn F. U. S., þótt óvíst sé, að áróður sá, er piltunum var ætlað að hefja, svari kostnaði. Skáldið telur þingmanninn hafa haldið fjóra almenna stjórnmálafundi, en lítt hafi þeir verið sóttir af Framsókn- armönnum, og telur annálsrit- arinn það muni sprottið af ljós- fælni Framsóknarmanna. Dirfsku má það kalla af manni, sem ekki þorir að skrifa undir nafni, — en úlfseyrun þekkjast,— að tala um ljós- fælni annarra manna. En þessu er þar til að svara, að mjög hefir alþingismaðurinn hyllzt til þess að halda fundi sína sem fyrirvaraminnst, og suma þeirra þannig, a. m. k. 2 af 4, að -mér, sem formanni F. F. A. H., var ómögulegt að mæta. Þó mun alþingismaðurinn varla hafa ástæðu til að kvarta und- an því, að hann hafi ekki á flestum þessara funda haft nóg að gera að verja málstað sinn. Hitt er sannleikur, að flestum Framsóknarmönnum mun vera farið að leiðast munn- og rit- ræpa þingmannsins. Tilgangur með skrifum eins og umræddum annál er auðsær. Það á að reyna að telja fólkinu í þeim kjördæmum, sem ennþá hafa Sjálfstæðismann fyrir þingmann, trú um það, að ekki megi gagnrýna gerðir einstakra flokka, eða einstakra ráðherra, þegar þjóðstjórn sé í landinu. Öll flokksstarfsemi andstæð- inga þingmannsins sé næstum því dauðasök, samanber niður- lag annálsins. Samhliða þessum vinnubrögð- um, lætur Sjálfstæðisflokkurinn erindreka sína læðast um kjör- (Framh. á 4. síðu.J Um Kennaraskólann Svar til Gísla Gudmundssonar Hallgrímur Jónasson: í Tímanum 22. febrúar s. 1. er grein eftir Gisla Guðmunds- son, alþm., er hann nefnir Um skólamál. Er hún að mestu um Kennara- skólann, álit hans á honum og breytingar þær, er hann telur þar heppilegastar til runbóta. Um þessa stofnun hefir tölu- vert verið rætt og ritað undan- farin ár, og eins og oft vill verða af harla misjafnri þekkingu, nokkuð glompóttum skilningi og stundum dálítið vafasamri vel- vild. Og tillögumar um breyting- ar á skólanum hafa að sínu leyti verið ’álíka sundurleitar. Þær hafa m. a. gengið í þá átt að reisa barnakennaramenntunina á m. k. 10 ára föstu námi og niður í það að verða 10 mánaða föst skólaganga, eins og höfund- ur nefndrar greinar leggur til. En ég vil taka það fram strax, að mér kemur ekki til hugar að væna Gísla Guðmundsson um neina óvild í garð þessa skóla né starfsmanna hans. Hitt dylst mér ekki, að hann ræðir um Kennaraskólann af stórum meiri ókunnugleik, en æskilegt væri. Á það langar mig nú að drepa nokkru nánar. „í mínum augum hefir Kenn- araskólinn í Reykjavík ávallt verið nokkuð vafásöm stofnun", segir greinarhöfundur m. a. í öndverðu máli sínu um skólann. Og á því, sem á eftir kemur, skilst mér, að hinn „vafasami" tilveruréttur skólans byggist fremur á því, að í honum hafi verið og sé enn kennd almenn gagnfræðafög, ásamt sérnámi þvi, er einkum er ætlað barna- kennurum, heldur en hitt sé, að höfundi þyki skóli fyrir kennara yfirleitt óþörf stofnun. „Gagnfræðamenntunina geta nemendurnir alveg eins fengið annarsstaðar, og því tæpast þörf á sérstökum skóla til þess náms“, segir hann ennfremur. Ég hygg nú, að flestir, sem verulega þekkja til þessara mála, séu nokkuð á annari skoðun um þetta atriði. Auk þess tilgangs, er hver al- mennur skóli hefir með kennslu gagnfræða, hefir kennaraskóli og annan tilgang með slíku námi. Sá tilgangur er að veita hverjum nemanda, sem beztar leiðbein- ingar og mesta leikni í því að kennasjálfur, einmittþessisömu fræði. Hver kennslustund á og að vera leiðarvísir um það, hvernig kennaraefni á sjálfur síðar að kenna öðrum nemenþ- um og yngri. Ég vil í þessu efni taka dæmi til skýringar úr minni eigin kennslu (og vona að mér verði ekki virt það til fordildar). Ég kenni kennaraefnum ís- landssögu. í svo að segja sér- hverri kennsustund þessa gagn- fræðafags er m. a. um það rætt, hvernig heppilegast sé að kenna börnum þennan eða hinn þátt eða kafla sögunnar. Hvað rétt sé að leggja áherzlu á, þegar um ræðir börn á ýmsum aldri og ýmsu þroskastigi, hvaða atriði líklegast muni til þess að efla skilning barnsins, áhuga þess og þroska. Þetta sérstaka tillit er ekki tekið til náms og nemenda í gagnfræða- né menntaskólum, svo nauðsynlegt sem það þó er þar sem kennaraefni eiga í hlut. Sama máli gegnir vitanlega um önnur gagnfræðafög. En auk þessa venjast nemend- ur þegar í 1. bekk á að umgang- ast böm, hlusta á kennslu í æf- ingabekkjunum, hlýða erindum um kennslu og taka beinan þátt í æfingakennslunni, eins og þeir eru nú að byrja, í stuttu máli, stunda allt sitt nám frá byrjun með fullu tilliti til þess lífsstarfs, sem þeír eru að búa sig undir. Það eru ekki við einir, starfs- menn Kennaraskólans, sem höf- um þetta álit á gildi gagnfræða- faganna fyrir sérmenntun kenn- ara. Um Norðurlönd hnígur álit kennaraskólanna í þessum efn- um á sömu sveif. Það er síður en svo talið heppilegt, að kippa gagnfræðalögunum á burt úr kennaraskólunum,, og mætti leiða að því mörg fleiri rök, ef rúm leyfði. Þá leggur G. G. til, að núver- andi kennaraskóla sé breytt 1 10 mánaða skóla, en inntökupróf í hann annist fræðslumálastjóri. Væri þar t. d. gilt gagnfræðapróf úr Menntaskóla Akureyrar. Samkvæmt gildandi reglugerð, geta gagnfræðingar úr þeim skóla, er hlotið hafá 1. einkun, gengið próflaust að mestu upp í 2. bekk Kennaraskólans. Þá eiga þeir eftir fjórtán mánaða nám. En eftir tillögum G. G. 10 mánuði. Yrði hér' um að ræða einskonar kennaranámskeið, líkt þeim, er látin voru duga við Flensborg fyrir rúmum 30 árum. En af þessum 10 mánuðum ætti svo að taka tíma haust og vor til þess að kenna nemendum að taka upp kartöflur og sá og ým- islegt því um líkt. Það er næsta furðulegt, hvern- ig greindir og gegnir menn, sem alist hafa upp í sveit, en búið síðan langdvölum í Reykjavík, geta slitnað úr tengslum við lífs- störf, kunnáttu og hætti ungs sveitafólks. Langsamlega flestir þeirra, er stundað hafa nám í Kennara-, skólanum, hafa verið utan af landi, fólk, sem vant er allskon- ar vinnu, fólk, sem sótt hefir og leitað hverskonar atvinnu, er kostur var á yfir sumarmánuð- ina, fó’lk, sem hefir alla jafna sýnt mikinn dugnað, bæði um nám sitt og eins líkamlega vinnu. Vil ég í þessu sambandi segja frá því, að nær jafnskjótt og hið nýsetta samkomu- og skólabann var tilkynnt, voru allmargir nemendur skólans komnir í grjótvinnu í nágrenni bæjarins, og unnu þar, unz kennsla hófst að nýju. Með fullum skilningi á þýð- ingu þess, að kunna að taka upp og sá jarðarávöxtum, vil ég full- ýrða, að námsfólk Kennaraskól- ans kann þessi störf mun betur en flestir þeir, sem virðast hafa þyngstar áhyggjur um van- kunnáttu þess í þeim efnum. Eitt er meginatriði í grein G. G. Kennaraskóljnn „á að vera í sveit“. Til þess eru tveir staðir nefnd- ir. Haukadalur í Biskupstungum og Varmahlíð í Skagafirði. Ýmis- legt mælir með því, eins og G. G. drepur á. að hafa skóla hins op- inbera á hentugum stöðum úti á landi. En hér er þó vissulega fleira að athuga en það, að jarð- hiti sé fyrir hendi eða að stað- urinn sé fagur eða sögulega merkur. Einn meginþáttur í starfi Kennaraskólans er æfinga- kennslan. í reglugerð er svo fyrir mælt, að 11 kennsluæfingar skuli vera á viku. En svo ófullnægjandi hefir þessi stundafjöldi reynzt í framkvæmd, að nú eru um 20 kennslustundir í þessum æfing- um á viku hverri. Nemendur þurfa að kynnast kennslu barna á öllum skólaaldri. Er slíkt ekki hægt, nema að við stofnunina sé æfingaskóli, sem hafi flesta eða alla aldursflokka barna, eða bekkjaskipun sem í hinum fjöl- mennari kaupstöðum. Lengi vel var einungis ein slík æfingadeild við skólann. Var það vitanlega algerlega ófullnægjandi. Jafnvel meðan skólaskyldan var við 10 ára aldur, hvað þá eftir að hún var færð niður í 7 ár. Nú fara fram kennsluæfingar í 5 deild- um, er reknar eru í sambandi við skólann, með 6 og upp í 14 ára gömul börn. Og þyrfti þó betur að vera. En smábarna- kennslan er nú orðin þýðingar- mikill þáttur í kennsluæfingum skólans. Hvernig halda menn svo að slík skilyrði yrðu, t. d. uppi i Haukadal, efst uppi við mörk byggða og öræfa? Vissulega yrði þar ekki um neinn slíkan æf- ingaskóla að ræða, sökum fá- mennis og þess, að fólk lætur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.