Tíminn - 13.03.1941, Page 3

Tíminn - 13.03.1941, Page 3
30. blað TÍMIM, flmmtndaginn 13. marz 1941 119 Skinnaverksmiðjan IÐUNN framleiðir fjölmargar tegundir af sknm á karla, konnr og börn. — V iinmr ennfremur úr liúðum, skinn- um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskiim, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skinnaverksmiðjan Iðuim, er búin nýjustu og full- konmustu tækjum, og hefir á að skipa hóp af fag'- lærðum mönnum, sem þegar hafa sýnt, að þeir eru færir um að keppa við útlenda farmleiðslu á þessu sviði. IÐUNNARVORUR fást hjá kaupfélögu land og mörgum kaupmönnu Iðunnarvörur eru smekklegar, haldgóðar, édýrar x\olið IÐ UIXAR vörur Afmæli. Séra Björn Stefánsson á Auð- kúlu, prófastur í Húnavatns- sýsluprófastsdæmi, er 60 ára í dag. Björn Stefánsson er fæddur að Bergstöðum í Svartárdal 13. marz 1881, sonur sr. Stefáns M. Jónssonar, er lengi var prestur að Auðkúlu, og hinn ástsælasti af öllum sínum sóknarbörnum. Björn Stefánsson lauk stúd- entsprófi 1902 Að afloknu stúd- entsnámi var hann 1 vetur kennari á Akureyri, en tók síð- an að lesa guðfræði. Á þeim ár- um mun hann hafa haft all- mikla löngun til að lesa norræn fræði, en úr því varð þó eigi. Að loknu guðfræðiprófi varð hann prestur í Tjarnarprestakalli á Vatnsnesi, en sagði af sér prestsskap þar eftir skamma hríð og gerðist kennari við ung- lingaskóla í Hjarðarholti í Döl- um, þar sem tengdafaðir hans hafði hafið skólahald. Kennslu stundaði sr. Björn í 2 ár, gerðist síðan aðstoðar- prestur sr. Jens Pálssonar í Görðum á Álftanesi, var síðar settur prestur á Sauðárkróki 1 ár, en því næst veitt Bergstaða- prestakall. Þaðan fluttist hann eftir nokkur ár, er hann fékk veitingu fyrir Auðkúlupresta- kalli, þegar faðir hans, sr. Stef- án lét af prestsskap. Auðkúluprestakall er lítið brauð og tekjurýrt, og mest mun rækt hans við heimahag- ana hafa ráðið þeirri ákvörðun hans, að sækja um Auðkúlu- prestakall, og verða þannig við ósk margra sóknarbarna föður síns. Björn Stefánsson er sannur prestur, er sýnir trú sína í verk- um, enda mun enginn sá maður til vera, er eigi ber virðingu fyrir mannkostum hans og prúðmennsku í hvívetna. Enda hefir framkoma hans sem heimilisföður, leiðandi manns í héraði, og öll dagleg breytni við náunga sinn, verið í öllu sem framkoma hins kærleiksrika og umburðarlynda manns. Slíkir menn eru prýöi hverr- ar stéttar, en þó hvergi nauð- synlegri en í þeirri stétt manna, er sérstaklega hefir það verk- efni, að gera mennina betri og færa þá til aukins andlegs þroska. Séra Björn hefir ávallt verið sannur samvinnumaður, eins og hver sá hlýtur að vera, er lifa vill eftir því boðorði, að sá sterki skuli leiða sinn veikara bróður. Björn prófastur er tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðrún Ólafsdóttir frá Hjarðarholti. Hún andaðist árið 1919. Hjóna- band þeirra var með ágætum, og mun missir hennar hafa valdið prófasti hinnar sárustu sorgar, þótt hann bæri missinn með karlmennsku hins trúaða manns. Börn hans voru þá í æsku, er þau misstu móður sína, og varð sr. Björn um langt skeið að ganga þeim bæði í föð- ur- og móðurstað. Mun það tímabil í æfi sr. Björns hafa verið hið erfiðasta. Árið 1929 kvongaðist séra Björn í annað sinn. Síðari kona hans er Valgerður Jóhanns- dót'tir frá Torfustöðum, hin mesta myndarkona, af góðum húnvetskum og skagfirzkum bændaættum. Börn séra Björns eru 6 á lífi. Ólafur hagfræðingur, er nú er starfsmaður á Hagstofu íslands, og 3 dætur: Ingibjörg, Þorbjörg og Ásthildur, allar búsettar í Reykjavík, og 2 dætur af síð ara hjónabandi, er báðar eru í æsku. Allir velunnarar kristinnar kirkju munu óska þess, að kirkja Krists megi eignast sem flesta slíka menn sem Björn prófast að Auðkúlu, og vonandi mega sóknarbörn sr. Björns njóta hans sem starfandi prests einn áratug til. H. P, ekki 7 ára gömul börn burt af heimilunum missirum saman eða þá stórum lengur. Þess vegna mætti eins setja stofnunina nið- ur norður á Hveravöllum eða í Kerlingafjöllum. Næstum því daglega vísar und- irritaður kennaraefnum í bóka- söfn bæjarins, til undirbúnings við kennsluverkefni og annað í beinu sambandi við námið, og svo munu fleiri kennarar skólans verða að gera, sökum algerlega ónógs bókakosts i heimkynnum skólans sjálfs. Er það geysimik- ilsvert atriði, að kennaraefni eigi aðgang að stærstu og mikilvæg- ustu bókasöfnum þjóðarinnar, í sambandi við ýmisleg störf og undirbúning kennslustarfsins. Þá er og enn á það að líta, að með samvinnu við aðrar kennslu stofnanir höfuðstaðarins, hefir tekizt að fá að skólanum ágæta stundakennara í hinum ýmsu námsgreinum, er vitanlega væri útilokað með þeirri tilfærslu hans, sem G. G. telur höfuðmáli skipta. Enn er þess að geta, að mikill hluti kennarastéttarinnar, er kemur til námsins, eins og fyrr getur, utan úr sveitum, vinnur við barnaskóla í kaupstöðum og kauptúnum landsins. Myndi nú nokkur goðgá, þótt framtíðarkennurum sömu staða, gæfist á því nokkur kostur í undirbúningsstarfi sínu, að kynnast þroskaferli, lífi, háttum og störfum bernskunnar í hinum fjölmennu kaupstöðum, þar sem þeim hlýtur mörgum að vera bú in framtíðarverkefni síðar meir? Yfirleitt held ég ekki að því unga fólki sveitanna, sem Kennara skólann sækir og þaðan útskrif ast, verði með rökum borið það á brýn, að það falli fyrir gjálífis- freistingum höfuðstaðarlífsins, eða bíði við dvölina hér neitt tjón á sálu sinni. Það er velflest allþroskað fólk, sem veit hvað það vill og rækir sitt nám af lofsverðum áhuga og dugnaði. Að lokum vil ég biðja Tímann að birta erindi, er sent var fræðslumálastjóra s. 1. vetur og undirritað var af skólastjóra og öllum föstum kennurum Kenn araskólans. Fjallar það um til- lögur okkar til breytinga á skól- anum. Fræðslumálastjóri mun hafa sent þetta erindi áfram til kennslumálaráðuneytisins með umsögn sinni. Héfir það legið þar síðan og ekkert um það heyrzt, svo mér sé kunnugt. En þegar upp birtir og þeim ósköpum linnir, sem nú ganga yfir heiminn og við förum ekki varhluta af, vænti ég þess, að umbætur í einhverju líku formi og því, er við bendum á, mæti skilningi og áhuga þeirra manna sem veita þessum málum æðstu forstöðu, og að þeim umbótum verði hrundið í framkvæmd svo fljótt sem kostur er á. Ég held, að Kennaraskólanum hæfi betur leið þróunar en bylt ingar, eins og fræðslumálum okkar yfirleitt. Starf hans hófst og var sniðið á sínum tíma eftir tillögum athugulla og viturra manna, og honum var stýrt um aldarfjórðungs skeið af einum mesta ágætismanni, sem kostur var á til slíks starfs. Ég held, að breytingar þær og umbætur, sem skólinn þarfnast og á rétt til, verði þá farsælast ar, séu þær reistar á þeim megin grunni, er skólinn hefir starfað á, og sem er í samræmi við grundvallarskipulag hliðstæðra menningarstofnana frændþjóða okkar, þar sem alþýðumenning in hefir verið talin mest til fyrir myndar. Hallgr. Jónasson. Eríndi kennaraskóla- kennara til Sræðslu- málastjóra Við undirritaðir fastir kenn- arar Kennaraskólans sendum yður, herra fræðslumálastjóri, eftirfarandi erindi um breyt- ingar á Kennaraskólanum: Frá því aðf Kennaraskólinn var stofnaður, hafa tvær aðal- breytingar orðið á honum. Sú fyrri með reglugerðarbreytingu árið 1924, er tekin var upp enskukennsla og námstími lengdur um einn mánuð á vetri. Hin síðari fór fram með reglu- gerðarbreytingu 1933. Voru þá inntökuskilyrði þyngd að mikl- um mun og aukin kennsla í uppeldisfræði, kennsluæfingum fjölgað og miklum tíma varið til smábarnakennslu. Nú síðustu misseri hafa marg- ar raddir heyrzt um nauðsyn Dess að breyta kennaramennt- un og auka hana. Frumvarp hefir verið borið fram á Alþingi og tillögur á kennaraþingum og ýmislegt um málið ritað og rætt. Við kennarar skólans höfum oftlega rætt þetta mál saman, og um tillögur þær, sem við nú berum fram, erum við allir á einu máli. En aðaltillögur okkar eru aðeins tvær: 1. Inntökuskilyrðum verði breytt, svo að til inntökuprófs jurfi sem næst því, er svarar til tveggja ára gagnfræðanáms menntaskóla. Þó skulu skilyrð- in ekki vera þyngri en svo, á meðan ekki er til neitt sam- ræmt gagnfræðapróf fyrir land allt, að nemendum sé kleift að öðlast undirbúninginn í héraðs- og gagnfræðaskólum, að við- bættu stuttu námsskeiði í Kennaraskólanum sjálfum. 2. Námstími skólans lengist og verði fjórir vetur. Af þessum tveimur breyting- um mundu vitanlega leiða margvíslegar breytingar á starfstilhögun skólans. En að svo komnu máli teljum við ekki rétt að ræða þær breytingar í einstökum atriðum. Þær yrðu reglugerðarákvæði. Hitt liggur í augum uppi, að árangur þess- ara tveggja aðalbreytinga hlyti að verða allmjög aukin mennt- un kennara, bæði í almennum námsgreinum og sérgreinum, svo sem uppeldisfræði og kennslu. Enda gerum við ráð fyrir, að Kennaraskólinn út- skrifi menn með kennararétt- indum. — Hitt er þú ekki þar með útilokað, að krafizt verði framhaldsnáms í háskóla af þeim, sem stöðu fá við fasta skóla. Yrði Kennaraskólinn því að nokkru leyti undirbúnings- skóli fyrir háskólanám í upp- eldisvísindum, þótt ekki sé hér í þeim efnum jafnlangt gengið og í frv. því, sem þegar hefir verið borið fram á Alþingi um kennaramenntaskóla. Af öðrum tillögum, sem fram hafa komið um menntun kenn- ara, viljum við minnast á frumvarp það, sem lagt var fram á síðasta fulltrúaþingi kennarasambandsins. Reyndar fór svo um það frumvarp, að flutningsmenn þess hurfu frá því að láta það koma fyrir full- trúaþingið til umræðu. í stað þess var kjörin nefnd í málið, þar sem ákveðið var, að skóla stjóri Kennaraskólans skyldi sjálfkjörinn. En sú nefnd hefir ekki verið kvödd til starfa enn- þá. í frumvarpi þessu var svo til ætlazt, að Kennaraskólinn legð- ist niður, en í staðinn var gert ráð fyrir almennu stúdents- prófi ásamt háskólanámi til kennaraprófs. Auk þess var þar ráð fyrir gert, að fólk úr hér- aðs- og gagnfræðaskólum gæti búið sig undir háskólanám með heimalestri og stuttum náms- skeiðum. Virðist okkur sú hug- mynd svífa svo laust í lofti, að hana þurfi naumast að ræða. Getum við ekki séð, að nein trygging sé fyrir því, að því fólki verði séð fyrir þeim undir- búningi, sem nauðsynlegur er til háskólanáms., Fyrra atriðið, almennt stúdentspróf til undir- búnings kennaraefnum, er aft- ur á móti allrar íhugunar vert. Er þá fyrst að athuga þá reynslu, sem fengin er. Stú- dentar og kandidatar hafa átt kost á að ná kennararéttindum með eins vetrar námi í Kenn- araskólanum. Síðan árið 1921 hafa 38 stúdentar lokið hér kennaraprófi eða til jafnaðar 2 á ári. Af þessum 38 eru einir 9 starfandi við barnakennslu. Virðist þetta óneitanlega benda til þess, að erfitt myndi reyn- ast að fá svo marga stúdenta úr almennu menntaskólunum, (Framh. á 4. síðu.) VINNIÐ ÖTULLEGA AÐ ÚTBREIDSLU TÍMANS 288 Robert C. Oliver: Æfintýri blaðamannsins stúlkurnar voru nú, voru einnig nokkr- ar Gyðingastúlkur, armeníukonur og ítalskar. Þessar ungu stúlkur, sem sum- ar voru enn börn að aldri, sátu hingað og þangað þögular og þungbúnar, og óttinn, sem skein úr augum þeirra, sýndi, að þær vissu, hvaða örlög biðu þeirra og óttuðust þau. Þótt Emir væri Arabi i húð og hár, var hann ekki fastheldinn á þúsund ára gamlar lifnaðarvenjur og kunni vel að hagnýta sér uppfindingar vest- rænna þjóða. Þess vegna hafði hann símasamband milli húsanna. Þegar sjóliðarnir gengu burt í .þá átt, sem hjólförin lágu, glotti Emir, þvi nú fór hann beina leið inn í húsið og símaði. — Það koma þarna bráðum nokkrir vopnaðir heiskingjar, sagði hann. Þeir fara eftir hjólförum vagnanna okkar. Setjið hestana fyrir á ný, og akið eitt- hvað út á bersvæði, en munið að slétta yfir öll hjólfór til og frá húsinu. Þannig stóð á því að stúlkurnar heyrðu taktfast fótatak fyrir utan hið skrautlega fangelsi þeirra, þegar hóp- urinn gekk framhjá. Sjóliðarnir röktu hjólförin í blindni. Þau voru greinileg í þurrum, ljósum sandinum. Með því að fylgja hjólför- unum, myndu þeir fara í stóran boga umhverfis bæinn og að lokum koma á Hann tók þvi á móti þeim með austur- lenzkri alúð og kurteisi, jafnvel þótt hann léti í ljós undrun yfir því að sjá vopnuðu sjóliðana. — Konur! í minu húsi!? Hvítar konur? Hvernig getur yður komið slikt í hug? Þar höfðu aldrei verið hvítar konur, svo langt sem minni hans náði. Nú, ef þér trúið ekki orðum heiðarlegs Araba, þá komið sjálfir og sjáið ...... Emir veik brosandi til hliðar og bauö þeim að ganga inn. Bob sá strax, að Emir hafði verið við öllu búinn. Hann gekk því fast að honum. — Viljið þér neita að við sáumst hér í gærkvöldi? Emir leit flóttalega á hann. — Ef til vill — hér koma margir. — En ég var hér inni — með þrjót- inum honum Cabera, sem þér virtust þekkja mjög vel þá, sagði Bob reiður. Emir ypti öxlum, og sneri sér að skipstjóranum, eins og til þess að und- irstrika það, að hann vildi tala skyn- samlega um málið við skynsama menn en ekki fávita. Þaðan, sem þeir stóðu, sá Bob nokk- ur ný hjólför í sandinum. Hann hróp- aði upp yfir sig og benti. — Hvert liggja þessi hjölför? Emir leit þangað, sem hann benti.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.