Tíminn - 15.03.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.03.1941, Blaðsíða 2
122 TÍMITVTV, laMgardagiim 15. marz 1941 31. blað ‘gíminn Luuyurdaginn IS.tnarz Verkamannaiélögín Síðastliðinn miðvikudag var afmælisfagnaður hér í bænum í tilefni af því, að Alþýðusam- band íslands var þá 25 ára. Flest verkamannafélög lands- ins munu vera í sambandinu, en þó eru nokkur fjölmenn fé- lög utan þess nú, t. d. verka- mannafélagið Dagsbrún í Reykjavík, og félagið Hlíf í Hafnarfirði. Áður voru þessi fé- lög í Alþýðusambandinu, en hurfu þaðan vegna innbyrðis ósamkomulags um félagsmál- efnin. Félagssamtök verkamanna hófust fyrir alvöru hér á landi eftir að stórútgerðin kom til sögunnar. Um það verður tæp- lega deilt, að þau hafa orðið til gagns fyrir verkalýðinn, en hins vegar hafa oft verið skipt- ar skoðanir manna um starfs- aðferðir félaganna í viðleitrti þeirra til að bæta hag verka- mannanna. Vitanlega er ekki hægt að búast við eða krefjast þess, að verkamannasamtökin hafi strax á fyrstu árunum’ fundið heppilegustu starfsað- ferðirnar að öllu leyti, en með vaxandi reynslu og þroska ætti að mega vænta framfara á því sviði sem öðrum. Á síðustu tímum hafa risið miklar deilur innan verka- mannasamtakanna, og hafa þær komið við Alþýðusamband- ið eins og einstök félög þess. Greinast menn nú í deildir inn- an stærstu verkalýðsfélaganna, eftir stjórnmálaskoðunum. Við stjórnarkosningar í Dagsbrún í Reykjavík í vetur, var hart bar- izt um völdin. Einn framboðs- listi var frá Alþýðuflokknum, annar frá kommúnistum en sá þriðji frá samfylkingu Héðins Valdimarssonar og Sjálfstæðis- flokksins. Bar sú samsteypa sig- ur úr býtum í þetta skipti. Fyrir nokkru síðan tóku Sjálfstæðismenn að seilast til áhrifa í verkamannafélögun- um. Stofnuðu þeir flokksdeildir í félögunum, og hefir orðið töluvert ágengt í stærstu kaup- stöðunum. Sést það bezt af því, að Sjálfstæðismenn stjórna nú verkamannafélaginu i Hafnar- firði, og eru í félagi við Héðin Valdimarsson um stjórn Dags- brúnar í Reykjavík. Meðan Jón heitinn Þorláksson var foringi Sjálfstæðismanna, hélt flokkurinn fram þeirri skoðun, að verkamenn ættu að gæta þess, að stilla kaupkröf- unum í hóf. Þeim væri hollara að hafa stöðuga atvinnu, þó kaupið væri ekki hátt, en að spenna upp tímakaupið og hafa e. t. v. stopula vinnu af þeim sökum. í stað þess að halda fram sömu kenningum og áður í þessum málum, og reyna að fá verkamenn til fylgis við þá stefnu, hefir Sjálfstæðisflokk- urinn nú tekið upp siði hinna verkalýðsflokkanna. Þess hefir ekki orðið vart, að hann hafi beitt sér fyrir nýjum starfsað- ferðum í verkamannafélögun- um, þar sem hann hefir komizt til valda. Vitanlega kemur þeim Sjálfstæðismönnum ekki í hug að vinna á móti togstreitunni milli vinnuveitenda og verka- manna með því að hvetja verkamennina til framtaks og sjálfstæðra athafna í atvinnu- málum. Flokkurinn er mótfall- inn því, að verkamennirnir taki atvinnureksturinn í eigin hendur. Hann virðist innilega sammála Alþýðuflokknum um það, að verkamennirnir eigi alltaf að vera annarra þjónar, en ekki eigin húsbændur. Aldrei heyrist rödd frá Sjálfstæðis- mönnum um það, að sjómenn og verkamenn eigi að stofna útgerðarfélög eða önnur fyrir- tæki og skapa sér þannig sjálf- ir atvinnuna, í stað þess að halda áfram nöldri við einstaka atvinnurekendur um kaup og kjör. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti öllu slíku og þess vegna er hann á nákvæmlega sömu leið- um og hinir verkamannaflokk- arnir. Hann er kominn í kapp- hlaup við jafnaðarmenn og Eitir Hermann Jónasson forsætísráðherra I. Ástæður til svars. Um sjálfstæðismál íslendinga er nú' margt ritað, og þó líklega fleira talað. Menn virðast þar sammála um markið en deila um leiðir. Síðastl. þriðjudag hefir Jónas Jónsson, alþingismaður, ritað mjöjj langa grein í Tímann um þetta mál, til viðbótar því, sem hann hefir áður um það sagt. Ég get ekki komizt hjá því, að gera þessa grein J. J. að um- ræöuefni, því að verulegur hluti hennar er beinlínis stílaður sem svar til mín, — reynt að hnekkja þeim rökum, sem ég hafi borið fram, og jafnvel dregið í efa, að ég hafi í ein- stökum atriðum skýrt rétt frá staðreyndum. Meðferð sumra málsatriða er, að öðru leyti á þann veg, að ég tel alþjóð manna eiga rétt á, að nánar sé frá skýrt og þá jafnframt bent á staöhæfingar, sem ekki eru' í fullu samræmi innbyrðis. Auk þess hefir mér af sumum verið legið á hálsi fyrir, að ég hafi of lítið rætt og ritað um þessi mál. Efnisniðurröðun er hins veg- ar þannig í grein J. J., að ég kommúnista um kauphækkun- arkröfur fyrir verkamennina. En þótt Sjálfstæðisflokkur- inn leggi allt kapp á að ná fylgi verkamanna, þarf hann jafnframt að líta í fleiri áttir. Margir atvinnurekendur eru í flokknum. En „allra stétta flokkurinn“ er ekki í vandræð- um. Hann heldur því fram við atvinnurekendurna, eins og ekkert hafi í skorizt, að hann sé allra flokka líklegastur til að vinna að þeirra hagsmuna- málum, þ. á m. því, að standa á móti kauphækkunarkröfum! Á næsta vori mun Sjálfstæðis- flokkurinn senda frambjóðend- ur til útgerðarmanna við sjó- inn og til bændanna í sveitun- um. Þessir sendihoðar segja við framleiðendurna: Þið eigið að styðja Sjálfstæðisflokkinn, m.a. vegna þess, að hann vill að þið fáið ódýran vinnukraft. En á sömu stundu ganga striðsmenn sama flokksins fyrir verkamenn í kaupstöðunum, og segja við þá: Þið eigið að fylgja Sjálf- stæðisflokknum. Hann er allra flokka líklegastur til að bæta kjör ykkar, m. a. með því að hlutast til um að þið fáið hækk- aö kaup! Margt er skrítið í henni ver- öld. Sk. G. sé ekki ástæðu til að fylgja henni í svari mínu, enda mun ég reyna að komast af með nokkru styttra mál en J. J. Er og margt annað, sem full þörf væri að ræða í blöðum lands- ins um þessar mundir. II. Eiga leiðirnar í sjálfstæðis- málinu að ráða flokkaskipun? J. J. segir í upphafi greinar sinnar, að af deilunum um leiðirnar í sjálfstæðismálinu „hafi sumir dregið þá ályktun, að landsmálaflokkarnir muni klofna um sjálfstæðismálið og nýmyndun flokka koma fram í flokkaskipun landsins“. „Þetta er beinlínis fjarstæða,“ segir J. J. Ég er alveg sammála um, að slíkt er fjarstæða — eða ætti að vera það. En ég hygg sannast að segja, að það sé fyrst og fremst J. J. sjálfur, sem gefið hefir mönnum ástæðu til að álykta á þessa leið. í VI. kafla bæklings, sem hann hefir gefið út og nefnist „Verður þjóðveldið endurreist”, segir m. a. svo: „Allir, sem þekkja til verulegra muna sókn íslendinga í sjálf- stæðismálinu síðan um 1830, vænta þess, að Alþingi það, sem kemur saman í vetur lýsi yfir fullkomnum skilnaði íslands og Danmerkur og undirbúi þjóð- fund næsta sumar. Færi vel á að allir þingmenn fylgdust þar að máli, eins og 10. apríl síðastlið- inn. En ef svo ólíklega tækist til, að ekki yrði horfið að þessu ráði, þá eiga borgarar landsins eftir sinn Ieik. Kosningar til Alþing- is eiga fram að fara í vor. Ef það þing, sem kosið var 1937 telur það ekki verkefni sitt að endurreisa þjóðveldið, þá er hægur leikur fyrir kjósendur að gera það að skilyrði fyrir þing- fylgi sínu við frambjóðendur nú í vor, að þeir fylgi óhikað fram, þegar á þessu ári, yfir- lýstu frelsi landsins og þjóð- veldismyndun."*). Þessi orð þurfa ekki langra skýringa: Þingmaður hefir greitt atkvæði gegn því að afgreiða sjálfstæðismálið að fullu á þessu þingi. Hann kemur í hérað til framboðs. Ef hann ekki játast undir það opinberlega að breyta um skoðun á næsta þingi eftir kosningar — og fáum myndi þykja sá kostur góður — þá eiga kjósendur að greiða þeim fram- bjóðanda atkvæði, hvaða flokki, sem hann annars tilheyrir, sem *) Leturbreyting mín. — H. J. lofar að endurreisa lýðveldið 1941. — Þetta felst í ummælum J. J. Kjósendum er því hér ráðið til að leysa upp stjórnmálaflokk- ana í kosningunum í vor. Um það verður ekki villzt. — Menn hafa, sem ekki er kynlegt, undr- azt mjög þennan boðskap og eölilega dregið af honum sínar ályktanir. Ég býst ekki við að kjósendur muni fara að þessum ráðum J. J. Enda kemur það nú í ljþs, að hann hefir áttað sig að ein- hverju leyti á því að hér hafi ekki verið hyggilega að orði komizt, þar sem hann nú lætur aðra skoðun í ljós og deilir á hina fyrri. En því miður reynist hann þó ekki alveg stöðugur í hinu nýja viðhorfi, sem fram kemur í upphafi greinarinnar, því að í VI. kafla hennar kemur aftur fram sama hugsun og í bæklingnum. Þar segir: „Hins vegar eru kosningar fyrir dyrum. Borgarar landsins hafa þá sér- staklega góða aðstöðú til að láta frambjóðendur heyra vilja sinn.“ Mér finnst því, að J. J. þurfi að gefa nýja og afdráttarlausa yf- irlýsingu um, að orð hans í bækl- ingnum eigi ekki að skiljast á þann veg, sem þau gefa tilefni til. — III. Saga sjálfstæðismálsins og Stauning. Nokkuð á 6. dálk af greininni er um málstað Jóh. alþm. Jósefs- sonar, en aðallega skýrir J. J. þar frá ýmsu, sem hann sjálfur hafi látið til sín taka í þessum málum. Ég sé ekki ástæðu til.að ræða þau atriði greinarinnar, en alllangur, kafli er þar um ferð Th. Staunings til íslands 1939. J. J. hefir nokkuð oft áður ritað um þessa ferð Th. Staunings, og þau ummæli, er hann lét síðan falla um sjálfstæðisvilja íslend- inga. Ég hygg þó, að í fyrstu frásögnum um þessa ferð Stau- nings hafi J. J. oftar en einu sinni haldið því fram, að Stau- ning hafi í ummælum sinum farið með rangt mál. Enginn málsmetandi íslendingur, sem hann hafi rætt við, muni hafa gefið honum tilefni til að álíta, að íslendingar vildu ekki fullt frelsi, og „vildu lítið eða ekkert breyta- sáttmálanum frá 1918.“ í þessu hygg ég, að J. J. hafi þá haft alveg rétt fyrir sér. Enda höfðu þá þingmenn allir tvívegis lýst yfir því opinberlega á al- þingi, að þeir vildu, að ísland fengi full umráð sinna mála, er sáttmálinn frá 1918 væri út- runninn. Það er því mjög einkennilegt, hvernig sagan um ummæli Stau- nings hljóðar í síðustu grein J. J. Þar segir svo: „Mér var fullljóst, er ég frétti um orðræðu Staunings, að hann hefði hitt að máli menn, sem vildu lítið eða ekki breyta JÓMS JÓIVSSOTV: Tíndarnír og ilatneskjan XII. Með sambandslögunum frá 1918 var ísland og Danmörk fjötruð saman eins og bezt var við komið. Þríliti fáninn, sem Benedikt Sveinsson yngri hafði nefnt glundroðann, var nú lög- festur sem siglingafáni fslands. Baráttulið hins íslenzka fána lét þar við sitja. Þeim mönnum fannst táknrænt að hafa sam- bandsmerki í fána landsins meðan þjóðin væri hlekkjuð við Dani og æðstú stjórn Dan- mez’kur. En þeim mönnum þótti jafn sjálfsagt að sam- bandsmerkið væri tekið úr fán- anum um leið og íslenzka þjóð- in yrði algerlega frjáls. Þess vegna er það, að baráttan fyrir hreinum íslenzkum fána er að nýju hafin um leið og starfað er að því að þjóðin nái fullu stjórnfrelsi. Sú barátta, sem nú er fyrir höndum, er eðlilegt á- framhald af baráttu landvarn- armanna frá byrjunarárum þessarar aldar. Baráttan um að halda rauða litnum í merki íslands á sér meira en þriggja alda sögu. Yf- irþjóðin velur íslandi fyrst hinn flatta þorsk. Síðan fána með sambandsmerki til að tákna, að hinn gamli fjötur sé enn um sál íslendingsins. Nokkur hluti íslendinga hefir um sinn gengið hugsunarlaust inn á að vera merktur með einkenni er- lendrar þjóðar á táknrænan hátt. En við meiri umræður mun málið skýrast. Eftir því sem hugsunarháttur flatneskj - unnar dvínar í sál þjóðarinnar fyrir sól vaxandi manndóms og metnaðar, munu fleiri og fleiri fylkja sér um liti landsins sjálfs. Glundroðanum var þrýst inn í íslenzkt þjóðlíf með fullkominni kúgun á skoðunum þess hluta þjóðarinnar, sem var orðinn fánahæfur. Hann var engum kær, en mjög lítt þokkaður af þeim, sem höfðu barizt fyrir ís- lenzkum fána. Það var farið hirðuleysislega með hann. Oft gat að líta hinn nýja fána með sambandslitnum bættan og rif- inn á stöngum. Stundum var hann látinn blakta á stöngum dag og nótt. Fánamenningin var eins og þegar svertingjarnir á Haiti fóru í kjól og hvítt í bíti á morgana. Ég flutti á þingi í fyrra á- skorun til ríkisstjórnarinnar um að afla frá þjóðum, sem þykir vænt um fána sína, regl- um um meðferð þjóðfána í þeim löndum. Mér þótti minnkun að hirðuleysinu um meðferð þess fána, sem hér er lögboðinn, þó að ég vilji fá íslenzkan fána í hans stað. Mesta yfirsjón þeirra, sem líta smáum augum á fánamálið, er sú, að þeir halda, að þjóö- fáni sé einhverskonar mark- laus dula, með litablöndu, sem einhverir hafi fyrirskipað. Þeg- ar Danir völdu okkur þorskinn, sem þjóöartákn, gerðu þeir ráð fyrir þessum hugsunarhætti hjá þjóðinni. Og meðan þjóðin var beygð og hungri þjökuð, lét hún sér lynda þessa meðferð. Sá einn fáni er nokkurs virði fyrir þjóð, sem er listræn, sam- anofin við náttúru landsins, sögu þjóðarinnar og tilfinn- ingalíf hennar. Bandaríkja- menn eru ung, en þróttmikil þjóð. í fána þeirra eru jafn- margar stjörnur og ríki eru í landinu. Þegar nýtt ríki er tekið í sambandið, er stjörnu bætt við í fánann. Og þjóðin veit, að fáni hennar er þegn- unum helgitákn. Bandaríkja- menn fara með fána sinn eins og helgan dóm. Víða má sjá þjóðfánann í kirkjum landsins og meiriháttar samkomuhús- um. Hann er dreginn við hún í hverjum skóla í landinu meðan stendur á kennslu. Glögg fyrir- mæli og venjur gilda um rétta meðferð þessarar helgu tákn- myndar. Engum manni í Banda- ríkjunum yrði þolað að negla þjóðfánann á stengur við inn- gang að sýningu og láta hann hanga þar krossfestan dag og nótt, vikum saman. Engum yrði þolað að hafa þjóðfánann rif- inn eða bættan, eða að láta hann blakta um nætur eins og týndan hlut, sem öllum væri sama um. Og ef einhver flokk- ur tæki upp í Bandaríkj unum þann óheilla sið, að misnota sáttmálanum frá 1918. Hitt var mér fullkunnugt, að hann hafði ekki kynnzt samvinnubændum eða verkamönnum, en frá þeim stéttum má jafnan vænta góðs, þegar frelsismál þjóðarinnar eiga í hlut. Alveg sérstaklega var ég þess fullviss, að í Fram- sóknarflokknum myndu vera fáir menn,*) sem sættu sig við minna en „fullt frelsi“.“ Um þessi ummæli vil ég fara sem fæstum orðum, en aðeins segja þetta: J. J. virðist nú hafa áttað sig á því, að hann hefir notað vafasöm ummæli, er hann gerðí ráð fyrir því í VI. kafla formála bæklingsins, að flokkarnir yrðu leystir upp í baráttunni um leiðirnar í sjálfstæðismálinu. En gæti ekki einnig hugsast, að hann áttaði sig á því við nánari yfirvegun, að hér sé heldur langt gengið í vafasömum tilgátum? IV. Álit Bjarna Benedikts- sonar. J. J. byggir skoðun sína að miklu leyti á því áliti Bjarna Benediktssonar, borgarstjóra, að sáttmálinn sé fallinn úr gildi og konungdómurinn einn- ig vegna vanefnda. J. J. segir ennfremur um grein mína um þessi mál: „Má gera ráð fyrir, að í þess- ari grein séu borin fram flest þau rök, sem fram er hægt að færa gegn skoðun Bjarna pró- fessors Benediktssonar, en á skoðun hans er byggð sú rök- leiðsla, að sambandssáttmálinn og sameiginlegúr konungdómur yfir íslandi og Danmörku sé úr gildi fallinn.“*) Með þessu slær J. J. því föstu, að í grein minni sé reynt að færa fram rök gegn þessari fyrrnefndu skoðun B. B. Þetta er vitanlega hreinn misskiln- ingur. Ég hefi í grein minni lýst skýrt yfir því, að lögfræðinga greini á um þetta atriði, en segi síðan: „Aðrir lögfræðingar draga þetta mjög í efa (þ. e. að samn- ingurinn sé úr gildi fallinn). Þeir benda á, að Danir htfi ekki vanefnt samninginn, heldur séu þeir hindraðir í þvi með valdi, að halda hann, — það áð þeir hafi ekki staðið við sáttmál- ann, sé þeim ósjálfrátt og veiti þvi ekki íslendingum rétt til að slíta samningnum til fulls.Svip- að segja þeir um konungsvald- ið.“ — Og ennfremur: „Ég mun ekki að þessu sinni reyna að færa nein rök að því, hvorir réttara hafi fyrir sér.“ Af þessu er auðsætt, að sá kafli greinar J. J., sem byggður er á því, sem ég á að hafa sagt í grein minni um þetta efni, fellur um sjálfan sig. í grein minni hefi ég aldrei neitað því, *) Leturbreyting mín. — H. J. fánann við kosningar með því að láta hann hanga á kosn- ingabílum, þá myndi slíkt til- tæki fá réttláta hegningu í minnkandi tiltrú kjósenda. Mér duldist ekki, er ég var á ferð í Bandaríkjunum, að þjóðin unni fána sínum og virti hann. Fán- inn var hið sýnilega tákn um Sjálfsvirðingu hennar. f hinu merkilega þjóðaruppeldi Banda- ríkjamanna er fáninn virðu- legur þáttur. í skólum og kirkj- um minnir hann æskuna og borgarana á skyldurnar við ættjörðina og þá þjóð, sem byggir landið. XIII. Menn segja, að engu skipti þó að rauða litnum hafi verið bætt inn í íslenzka fánann. Rauði liturinn sé ekki aðeins í fána Dana, heldur í fánum mjög margra annarra þjóða. En þessir menn gleyma tvennu. Að rauði liturinn var settur inn í íslenzka fánann sem sambands- merki, og til að storka þeim hluta íslenzku þjóðarinnar, sem var komin á það menningarstig, að kunna að meta og virða þjóðfána. Þeir gleyma líka því, að litir eiga misjafnt við stað- hætti. í Danmörku fer rauði liturinn í Dannebrog afar vel við húsin, sem vafin eru græn- um skógi, og þar sem hitamóða mildra og þéttbyggðra landa deyfir skyggnið. Undir þeim kringumstæðum verður rauði liturinn ekki of sterkur, heldur samlagast litrofi umhverfisins og mistri þéttbyggðarinnar. Á íslandi er allt öðru máli að að samningurinn kynni að vera úr gildi fallinn. Ég hefi aðeins sagt, að samkvæmt áliti lög- fræðinga hljóti það að vera vafasamt. En J. J. hefir láðst að gera grein fyrir öðru áliti, sem Bjarni Benediktsson hefir látið í ljós, og er í fullu samræmi við skoðun hinna þriggja lög- fræðinga, sem auk hans voru kvaddir til ráðagerða um sjálf- stæðismálið. En Bjarni Benediktsson hef- ir, í framhaldi af því, sem áð- ur er sagt, lýst yfir því, að enda þótt ísland hafi að hans dómi rétt til að lýsa yfir sambands- slitum og lýðveldi nú þegar, þá telji hann hættulegt að gera það nema fyrirfram sé aflað á- lits og viðurkenningar Bret- lands, Þýzkalands og Banda- ríkjanna á þessum aðgerðum. Án fyrirframsamþykkis þess- ara stórvelda kvaðst B. B. ekki vilja ráða til að áðurgreindar aðgerðir verði framkvædar. Menn geta sennilega farið nærri um það, hversu gartga myndi að fá viðurkenningu Þýzkalands eins og nú stendur á. Um álit Bretlands er þegar vitað, svo sem ég mun síðar skýra frá, og um Bandaríkin liggja fyrir líkur. Það er því auðsætt, að hvað sem áliti B. B. líður um rétt íslands til sam- bandsslita, leiðir skoðun hans til sömu niðurstöðu og þeirra, sem ekki vilja fara áhættuleið- ina, heldur hina áhættulausu leið. V. Skilnaður — sambandsslit nú. J. J. gerir sér þá fyrirhöfn, að skipta meginmáli greinar minn- ar í 46 atriði — segir að ég komi fram með 46 mótmæli gegn því, að sambandinu sé slitið nú. Mér þykir þessari upptalningu hans talsvert ábótavant, og tæplega til glöggvunar fyrir lesendur. Sumum aðalrökum minum er sleppt í upptalningunni, önnur tekin tvisvar eða oftar, sumt til baga slitið úr samhengi, og því miður, ekki alls staðar rétt með farið. Hefir höfundur sennilega ekki haft nægilegan tíma til að gera þetta eins vandlega og hann vildi. J. J. fullyrðir m. a., að ég hafi sagt, „aö krafan um skilnað fs- lands og Danmerkur sé borin fram af Héðni Valdimarssyni og kommúnistum". Síðan er þessi staðhæfing mín hrakin,og upp- lýst, að þetta sé rangt hjá mér, því að krafan um „skilnað“ hafi fyrst verið borin fram af Guð- mundi Hannessyni, Gísla Sveins- syni o. fl. Við þetta er það að athuga, að ég hefi aldrei sagt, að H. V. og kommúnistar hafi fyrstir borið fram kröfu um „skilnað“. Þaö sem ég sagði, var þetta: Framhald á 4. síðu. gegna. Landiö er skóglaust. Gróðurleysið og hin strjála byggð valda nokkru um aö loftið er óvenjulega tært og gegnsætt. Menn úr Mið-Evrópu og Bandaríkjunum gátu í fyrstu alls ekki dæmt um fjarlægðir á íslandi, Þeir hafa aldrei þekkt svo undursamlegt skyggni eða svo mikinn tærleik í loftinu. í slíku landslagi og loftslagi verð- ur rauði liturinn á húsum, þök- um, eða fána hin sorglegasta hefndargjöf. í slíku umhverfi er rauði liturinn jafn háska- legur og óviðeigandi eins og formæling í hátíðaljóði. Reyk- víkingar sjá þrásinnis Akra- fjall, Skarðsheiðina og Esjuna í dularfullum bláma með hvíta kórónu á tindunum. Þessi feg- urð er öllum ógleymanleg, sem séð hafa. Samræmi litanna er svo hátíðlegt og dularfullt, að enginn getur gleymt því. En ef hægt væri að setja hárautt band eftir miðjum hlíðum þess- ara fjalla, þá myndu allir höf- uðstaðarbúar vakna við vond- an draum og skilja, að lög- festing Danakonungs á rauða litnum í fána handa íslending- um var álíka brot móti lögum smekks og fegurðar, eins og þegar hinn konungborni flatti þorskur var settur sem tákn- mynd íslenzku þjóðarinnar fyr- ir hundruöum ára. Það skiptir mjög í tvö horn um uppruna og giftu þeirra tveggja fána, se'm þjóðin á um að velja. Sá fáni, sem nú er löggiltur, brýtur með litagerð sinni stöðulög íslenzkrar nátt- úru og íslenzks skyggnis. Hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.