Tíminn - 15.03.1941, Síða 3

Tíminn - 15.03.1941, Síða 3
31. blað NIV, laMgardagiim 15. marz 1941 133 annAll Afmæli. Guðmundur Hannesson, bæj- arfógeti á Siglufirði, verður sextugur næstkomandi mánu- dag. Hann er fæddur 17. marz 1881 að Stað í Aðalvík. Foreldr- ar hans voru Hannes Sigurðs- son bóndi, Iðavelli, Aðalvík, og kona hans Jórunn Einarsdóttir. Hann gekk inn í lærðaskólann í Reykjavík haustið 1897 og út- skrifaðist þaðan vorið 1903 með 1. eink. Sigldi þá um haustið til háskólans í Kaupmannahöfn og lagði stund á lögfræði nám. Tók próf í forspallsvísindum við háskólann 1904 og embættis- próf í lögfræði 9. janúar 1909, hvortveggja með 1. einkunn. Fluttist sama ár til ísafjarðar, þar sem hann stundaði mála- færslustörf til vorsins 1918, er hann var settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu, en að hálfu ári liðnu flutti hann aftur til ísafjarðar. Vorið 1919 var hann skipaður lögreglustjóri á Siglufirði, og 1. janúar 1920 varð hann bæj- arfógeti þar. Árið 1915 kvænt- ist hann Friðgerði Guðmunds- dóttur úr Álftafirði vestra. Börn þeira eru Hannes cand. jur., Garðar, Jórunn Ásta og Hall- grímur. Guðmundur Hannesson kem- ur til Siglufjarðar á mjög merki- legum tímamótum í sögu stað- arins. Fram að þeim tíma hafði Siglufjörður verið hreppur í Eyjafjarðarsýslu, en nú var hann að sprengja af sér hinn þrönga skó og taka sín mál í eigin hendur. Siglufjörður hafði nú fengið bæjarréttindi og Guð- mundur Hannesson verður þar fyrstur bæjarfógeti. Hann er þá á bezta skeiði, með talsverða lífsreynslu, sterkan vilja, mik- ið vinnuþrek og brennandi áhuga. — Framundan var mik- ið og vandasamt starf. Siglu- fjöröur var í nýsköpun; hann var að rísa á legg og verða einn athafnamesti útgerðar- og framleiðslustaður í landinu. Það þurfti sterk tök, ótrauða for- ustu, framsýni og gætni til að stýra málefnum hins unga kaupstaðar og skipuleggja framtíð hans. — Þetta starf var Guðmundi Hannessyni falið og reynslan hefir sýnt, að hann hefir ekki brugðizt því hlutverki. í fylkingarbrjósti hefir hann staðið um öll nauðsynja- og framfaramál bæjarins. Hann gleymdi engu og hvildi sig aldrei. Hagsmuni og velgengni bæj arfélagsins lét hann ætíð sitja í fyrirrúmi. Þegar hann tók við stjórn bæjiarmálanna var í rauninni allt ógert. Bær- inn átti engin hafnarmann- virki, ekkert íshús, engar lóðir, ekkert land handa búpeningi bæjarbúa, engar varnir fyrir ágangi sjávar, sem eyddi árlega stórri skák af bæjarsvæðinu, og olli oft stórtjóni á eignum fólks- ins. Nú er úr þessu öllu bætt. Og hver er sá, sem neitar því, að Guðmundur bæjarfógeti hafi verið sá krafturinn, sem mestu orkaði um framgang þessara nauðsynj amála ? Hann hafði beitt sér fyrir lagningu vegar yfir Siglufjarð- arskarð, og er það mál nú kom- ið vel áleiðis. Þá hefir hann og lagt mikið starf í að búa vel í haginn fyrir nýja rafveitu fyrir bæinn, þótt framkvæmd þess hafi nú stöðvast af óviðráðan- legum orsökum. Þótt hér sé aðeins fátt eitt talið af viðfangsefnum Guð- mundar bæjarfógeta, þá er hér um ærin afköst að ræða, því auk þess lét hann öll velferðar- mál bæjarins til sín taka, og þegar þróunarsaga Siglufjarð- ar verður skrifuð, þá er hún svo samofin starfsferli Guðmundar Hannessonar, að hann mun fylla þar mikið rúm, sem hinn sívakandi, áhugamikli og dug- legi brautryðjandi. Guðm. Hannesson getur nú á sextugsafmælinu litið með ánægju til baka yfir farinn veg. Hann er ennþá ern og ungur, með óbilaða starfskrafta. Hann hefir markað dýpstu sporin í framfarasögu Siglufjarðar síð- ustu 2 áratugina, og vafalaust á hann enn eftir að vinna bæjar- félaginu margt til gagns og sóma. Hann hefir unnið sér traust og vinsældir þeirra, er honum hafa kynnzt og hann hefir starfað með, og síðast en ekki sízt, hefir hann eignazt það, sem hverjum manni er dýr- mætast: Hina ágætustu konu og fyrirmyndar heimili, þar sem hlýleiki og höfðingsbragur, glaðværð og gestrisni mætir hverjum þeim, er að garði ber. Við þennan merkjastein í lífi G. H. munu margar hlýjar hugsanir og hamingjuóskir hverfa til heimilis hans, frá hinum stóra vinahópi bæði fjær og nær. Einar Árnason. Mlnningarorð Sígríður Kjartansdóttir i Hagaseli A-llir, sem fara landleiðis vest- ur á Snæfellsnes, munu veita athygli dalnum, sem kenndur er við Dufgus hinn auðga.Fjalla- fegurð er þar lokkandi og ein- stæð. Lágafellsháls og Elliða- tindar á aðra hönd, en Selja- fell, Grímsfjall og Hafrafell á hina. En fyrir botni dalsins er Horn eitt sér, einkennilegt og hályft. Hið efra í dalnum er Baulárvallavatn, en úr því rennur Straumfjarðará, er lið- ast straumlétt eftir dalnum eft- ir að hún hefir skilið við þrengslin í Rjúkanda og fellur síðan niður eftir flatneskjunni og mynnir út við Löngufjörur. Til suðurs úr dalnum sér svo hinn víðáttumikla fjallaarm, er ber yzt á Reykjanesi. Fábýlt hefir jafnan verið i Dufgusdal. Um eitt skeið stóö lítið býli ofarlega í dalnum, undir hlíðum Seljafells. Hvammur hét það, og þar réðu ríkjum um miðja síðustu öld ung hjón bæði Snæfellingar í ættir fram. Húsfreyjan ' kom innan fjallgarðs úr landnámi Björns austræna, en bóndinn neðan af flatneskjunni við Löngufjörur. Þessi hjón voru Guðrún, dóttir Þorleifs læknis í Bjarnarhöfn og Kristján Þor- steinsson, sonarsonur Laxár- bakka-Bárðar, þess, er alkunn- ur var um allt Snæfellsnes fyrir hagleik og fjölfimi í höndum. — Þau eignuðust dóttur 6. des. 1857. Hún var lát- in heita Sigríður og ólst upp með foreldrum sínum og syst- er skilgetinn sonur flatta þorsksins frá einokunaröldinni. Gerð hans var ákveðin af manni, sem vantar alla þætti andlegs lífs. Hann er hér á landi borinn fram af þeim hluta þjóðarinnar, sem vildi fá að lifa undir dönsku merki. Þegar lokasennan var um fánagerð- ina á Alþingi, var vínhneigðum þingmanni gefið áfengi, svo að hann gæti undir áhrifum víns- ins óbeinlínis stutt að því að koma sambandsmerki í íslenzka þjóðfánann. Að lokum er þessi fáni löggiltur af sama danska konunginum, sem setti Alþingi á Þingvöllum 1930 í dönskum sj óliðsf oringj abúningi. Þeir menn á íslandi, sem vildu hafa þjóðfána, vildu ekki þetta þjóðartákn og hafa ekki notað það. Þeir líta á þrílita fánann eins og sambandsfána, sem þjóðin yrði að þola i allt að þvi aldarfjórðung, og gæti síðan lagt niður um leið og- sambandinu við Dani væri slit- ið. Fáni Danakonungs á íslandi var fyrst og fremst notaður af mönnum, sem ekki höfðu viljað íslenzkan þjóðfána, og af mönn- uni, sem bárust með straumn- um. Það var erfitt að láta sér þykja vænt um þetta tákn, sem tekið var í fóstur frá sambands- þjóðinni í staðinn fyrir þorsk- merkið. Af þessum ástæðum hefir þríliti fáninn lifað eins og illa með farinn útigangsklár hjá hirðulausum húsbónda. Þess vegna hefir þessi fáni sést rifinn, bættur og óhreinn. Þess vegna hefir hann verið negldur á stengur, hangið við hún um nætur og verið misnotaður við kosningar. Ósjálfrátt finnur þjóðin, að hér var um að ræða táknmynd fyrir þjóðasamband, sem aldrei hafði gefizt vel, og átti fyrir sér að rofna til fulls. XIV. Saga og aðstaða, Hvítbláins er með allt öðrum hætti. Stór- gáfaður og mikill listamaður velur litina sem þjóðliti. Hann finnur með skáldlegri innsýn og yfirburða smekk, hvaða lit- ir eru óumdeilanlega þjóðlitir íslendinga. Síðan kemur annár mikill listamaður. Hann skaþar fánagerðina, og yrkir fánasöng- inn, sem er raunar eini full- komni þjóðsöngurinn, sem þjóð- in hefir eignazt. En hinn mikli meistari og mikla skáld, sem skapa fánann og fánaljóðið, eru ekki einir sér. Þeir eru fremstir í fylkingu hinna þjóðræknu manna í landinu. Bak við mál- arann og skáldið stóðu þúsund- ir karla og kvenna í landinu sem áttu enga dýpri ósk en þá, að endurreisa landið og þjóð- ina. Þessir þjóðræknu menn tóku bláfánanum tveim hönd- um. í au|gum þeirra táknaði hann landið, þjóðina og sögu hennar. Og umfram allt tákn- aði fáninn og fánaljóðið brenn andi þrá eftir að gera ísland að frjálsu og óháðu menning- arlandi. Um leið og dregur að ’sam- bandsslitunum milli íslands og Danmerkur, mun verða hávær- ari sú krafa, að nema sam- bandsmerkið úr íslenzka fán- anum. Sá hluti þjóðarinnar, sem þekkir sögu hinnar þjóð- legu vakningar og sögu fána breytingarinnar, mun standa fast á þeirri kröfu. Og sá mál staður mun verða studdur af þeim íslendingum, sem standa á því menningarstigi, að ekki er hægt að hafa formælingu í hátíðasöng, og ekki þá liti 1 þjóöfána íslands, sem særa til- finningalíf allra þeirra manna, sem skynja í hverju fegurð is- lenzkrar náttúru er fólgin. Tveir vegir standa opnir í fánamáli íslendinga. Annar er sá, að halda því tákni, sem Danakonungur lögfesti í hegn- ingarskyni við það, aö þjóð- ræknir íslendingar höfðu feng- ið bláhvíta fánann sem himin- borna gjöf í sjálfstæðisbarátt- unni. Um þennan fána hafa leirskáldin varla reynt að gera svo mikið sem eina ferskeytlu. Ljóðgáfa þjóðarinnar hefir neitað að verða til þóknunar í þessu efni, jafnvel þótt ekki væri beðið nema um lægstu tóna. Menn geta líka farið sömu götu og Frakkar. Bandarikja- menn, Danir og Svíar, að eign- ast fána, sem táknar þjóðlífið og dýpstu þætti í sálarlífi ein- staklinganna í landinu. Vel gerður þjóðfáni lifir margar aldir, jafn lengi og þjóðin nýt- ur frelsis. Hann pi'ýðir hvert heimili þroskaðra manna í landinu, bæði úti og inni. Hann blaktir yfir æskunni i uppeld- isstofnunum, og borgurum landsins á samkomum þeirra. Hann einkennir skip þjóðar- innar um hin órólegu höf, og fylgir dætrum hennar og son- um til fjarlægra landa. Þar sem fáninn er með gerð sinni bund- inn við land og þjóð, þar sem hann er helgaður með ljóði og lagi, sem vekja hrifning og lotning í sálum mannanna, þar er um að ræða fána, sem er ó- metanleg eign hverrar þjóðar. Því minni sem þjóðin er, því dýrmætara er henni að eiga fullkomið og stílhreint þjóð- ernistákn. Enn eru margir menn á ís- landi, sem eiga bágt með að skilja helgi og tign þjóðfánans. Slíkt er skiljanlegt, svo lítið sem valdamenn hér á landi og í Danmörku hafa gert til að lyfta þjóðinni á hærra stig í þessu efni. Þó er ekki ástæða til að örvænta í þessu efni. Tind- ar landsins eru margir, háir og fagrir. í þúsund ár hafa þeir horft ofan til æsku landsins í dölum og á bökkum hafsins. í þúsund ár hefir tign og orku þessara fögru fjalla hrifið hugi dætra og sona landsins, og gefið þjóðinni orku og dug til að standast miklar raunir. Þess má vænta, að svo muni og verða á ókomnum árum. Við þau áhrif mun þjóðin fá þann (Framh. á 4. siSu.) kinum í Hvamminum undir Seljafelli — í kyrrð og svipblæ Dufgusdals. Þegar hún flutti þaðan, tók hún dalinn og hvamminn með sér, þar átti hinn hljóðláti hugur rætur sín- ar og þeim var aldrei kippt burtu. Vorið 1881 giftist hún Kjart- ani Þorkelssyni frá Staðarstað, en þau byrjuðu þá búskap í Arnartungu. Lengst af bjuggu þau síðan á Búðum, en hin síðari ár í Hagaseli í Staðar- sveit og þar andaðist Sigríður 1. marz síðastliðinn. Þeim hjón- um varð 9 barna auðið og dóu 5 þeirra á unga aldri. Börn þeirra, sem upp komust, eru: Bjarni, kvæntur Þórunni Þor- steinsdóttur, Matthildur, kona Guðbrands Magnússonar for- stjóra, Ragnheiður, gift Hall- steini Karlssyni. Öll eru þessi systkini búsett í Reykjavík. En Kristjana dóttir þeirra, er heima í föðurgarði og hefir alla tíð verið það. Þau tóku og til fósturs Elísabetu, dóttur Kristófers í Skjaldartröð, og hefir hún reynzt þeim hjónum sem !hin 'umhyggjusamasta dóttir og í engu af sér dregið í því að gera hlut þeirra sem beztan. Sigriður var ein af hinum mörgu dætrum þessa lands, er vann árla og síðla, gætti skyldu sinnar i hvívetna og bar ávallt á sér hinn kyrrláta svip dalsins og hvammsins. Um hana stóð aldrei neinn gustur, hin hljóð- láta önn dagsins markaði henn- ar hring. Bónda sínum og börn- um var hún ástsæl og um- hyggjusöm, . vinum sínum trygglynd og raungóð og við- mótsheil öllum er kynntust henni. Stæði í fang hennar, gat hún verið þungstíg og ófús á að láta hlut sinn. Búkona var hún í beztu merkingu þess orðs og ósmá þeim, er 'að garði bar og hirti þá eigi um, hvort lágir voru eða háir. Það varð hlutur Sigríþar að vera með Kjartani bónda sínum blindum hin síð- ari ár. Duldist engum, er heim- sótti þau hjón, hve annt henni var um að bæta honum það, er hann hafði misst. Ljós dagsins var honum horfið, en hið innx-a skyggni hans vildi hún auka að sama skaþi og þar mun hún ekki hafa farið gagnsleysu. Hjónin í Hagaseli, Elísabet og Jónas, hafa af mikilli prýði og aufúsu létt stundir þeirra Kjartans og Sigríðar í ellinni og munu aldrei hafa verið fast- hent á meitt það, er til þess mátti verða. Sigríður er nú horfin, dóttir dalsins og hvammsins komin heim, en eftir situr makinn særður og ljósvana hið ytra. En hann veit, að sporunum fækkar, og dóttirin úr dalnum bíður, — bíður þess að leiða, hann yf- ir dagskilin. Lúðvík Kristjánsson. Sjaínar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. NOTIÐ SJAFMK TMNKREM KVÖLDS OG MORGUNS. Sápuverksmiðjan Sjöfn, Akureyrí Flutníngur til íslands Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bretlands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sérstaklega hagkvæm flutnings- gjöld, ef um stærri vörusendingar er að ræða. Tilkynningar um vörur sendist CULLIFORD & CLARK Ltd. Bradleys Chambers, London Street, Fleetwood, eða GFIR H. ZOFGA Símar 1964 og 4017, er gefur frekari upplýsingar. ÞtSVMDIR VITA að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR Sent gegn póstkröfu. — Sendiö mál. Ég undirritaður annast kaup og sölu fasteigna, innheimti skuld- ir, geri allskonar skjöl, svo sem afsöl, kaupsamninga, veð- skuldabréf, tryggingarbréf, makaskiptasamninga, gjafa- samninga, legusamninga, bygg- ingarbréf, kaupmála, arfleiðslu- skrár, verksamninga, vistar- og námssamninga, félagssamn- inga, hlutafélagssamninga o. s. frv. , Pétur Jakulissou, löggiltur fasteignasali Kárastíg 12, Reykjavík. Sími 4492. Viðtalstími kl. 11—12 og 6—7 alla virka daga. 1 i -i i 'fu-rm m.s. Esja fer frá Reykjavik í hraðferð til Akureyrar n. k. mánudagskvöld 17. þ. m. Viðkomustaðir: Pat- reksfjörður, ísafjörður og Siglu- fjörður í báðum leiðum. Vöru- móttaka í dag og fram til há- degis á morgun, ef rúm leyfir. Smíða trúlofunarhringa o. fl. Jón Dalmannsson Grettisgötu 6. Rvík. 292 Robert C. Olíver: Æfintýri blaðamannsins 289 einnig hrædd hans vegna. Hafði eitt- hvað komið fyrir hann. Hún þrýsti á hjartastað og hvislaði: Fæ ég aldrei framar að sjá hann. Er öll hamingja á þessari jörð horfin — fyrir mig — fyrir hann? Skyndilega stóð Emir frammi fyrir henni. Fyrst kom hún auga á fætur hans — leit svo upp og mætti ógnandi augnatilliti hans. — Og þú, sagði hann, þú ert senni- lega sú, sem mér var sagt frá — litla heimska gæsin, sem hélzt að þú gætir barizt við og sigrað „Keðjuna“. Þú ætl- aðir að eyðileggja okkur — fyrirtæki okkar. Nei — litla heimska gæs — nú skalt þú gera þér grein fyrir hvaða ör- lög þér eru ætluð.------Annars ætti að senda þig aftur til London, til þess að sannfæra þá, sem halda, að þeir geti rofið „Keðjuna“. En falleg ertu — allt of falleg til þess að vera svona heimsk. En hefurðu skilið, að ég hefi keypt þig, borgað þig — og ég get selt þig hve- nær sem mér sýnist. — Ég veit allt, svai'aöi Lucy. Og ég veit líka, að ég hefi aðeins eitt líf — og meira getið þér ekki tekið. — Ég ætla ekki að svipta þig lífinu — þvert á móti. Ég vil einmitt halda lífinu í þér — þannig ert þú verðmætust. Nú var Lucy nóg boðið. Hún reis á sama stað og þeir lögðu af stað frá — þeir voi'u hafðir að fíflum. Þetta allt vissi Emir og hann ók þvl hinn ánægðasti í vagni sínum í sömu átt og leitarmennirnir höfðu farið. Hann vildi nú líta á „vöruna“, sem hann hafði keypt af Grabenhorst. Þessi þrælastórkaupmaður kom ætíð og alls staðar fram með virðulegri austurlenzkri ró. Hann gekk nú inn í „sveitabústað" sinn, klæddur dýrri, þykkri kápu og horfði með athugulu augnaráði á allt og alla. Umsjónarmaður hans þarna á staðn- um, tók á móti honum með djúpri virð- ingu og vísaði honum þangað, sem ljós- hærðu dansmeyjarnar voru geymdar. Þótt engin þeirra hefði gert sér vonir um náð eða miskunn frá Cabera eða Grabenhoi-sts hlið, þá misstu þær alla von þegar þær stóðu frammi fyrir þessum ókunna, útlenda manni. Hann stóð hreyfingarlaus, kuldalegur og steingervingslegur, eins og hann væri án allra mannlegra tilfinninga. í hans augum voru þær aðeins verzlunarvara og ekkert annað. En Emir var ánægður. Hann sá, að Grabenhorst hafði ekki logið. Þær voru peninganna virði — og meira en það. Hann hlakkaði til markaðsdagsins, þegar æstir kaupendurnir færu að

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.