Tíminn - 18.03.1941, Blaðsíða 2
126
TÍMIM, frrigjjndagiim 18. marz 1941
32. blað
Hálíyrði um sjálístæðísmálið
Eftir Jónas Jónsson formann Framsóknarfl.
‘©ímimt
Þriðjudaginn 18. marz
Fískmarkaðír
Ófriðurinn hefir haft mikil
áhrif á viðskipti okkar við önn-
ur lönd. Sumar útflutningsvör-
urnar hafa hækkað mjög í verði
og markaður fyrir þær aukizt.
Aftur á móti hefir orðið lítil
verðhækkun á öðrum tegund-
um af útflutningsvörum okkar,
og sala þeirra torveldast, vegna
þess að viðskiptalöndin, sem
áður keyptu þær vörur, hafa
lokast.
Mest hefir verðhækkunin
orðið á ísfiskinum. Jafnframt
hefir tollurinn á ísfiski í Eng-
landi verið afnuminn og þær
innflutningstakmarkanir, sem
voru þar í landi fyrir stríðið,
felldar niður. Af þessu leiðir
það, að langsamlega mestur
hluti þess fiskjar, sem nú afl-
ast,- er fluttur ísaður á brezkan
markað.
Það er út af fyrir sig gott, að
fá hátt verð fyrir ísfisk í Eng-
landi, og eðlilegt að framleið-
endur vilji nota þann markað,
meðan hægt er að fá hærra verð
fyrir ísfiskinn heldur en salt-
aðan eða frystan fisk. En jafn-
vel þótt hægt væri að koma
öllum aflanum á ísfiskmarkað-
inn og njóta háa verðsins þar,
er ekki skynsamlegt að treysta
eingöngu á þann markað í
framtíðinni og hætta að flytja
út öðruvísi verkaðan fisk.
Á síðustu árum hefir verið
unnið að því með góðum árangri
að fá markað fyrir hraðfryst-
an fisk erlendis. Jafnframt
hafa verið reist mörg fisk-
frystihús hér á landi og hrað-
frystitæki keypt í mörg af þeim
frystihúsum, sem fyrir voru.
Verðið fyrir frysta fiskinn hefir
verið gott, og margt fólk hefir
haft atvinnu við flökun og
frystingu á fiskinum. Nú munu
vera til yfir 30 frystihús á
landinu, sem geta tekið fisk til
frystingar, og verðmæti út-
flutts freðfiskjar nam 10—11
milj. kr. síðastliðið ár. í út-
varpsræðu um atvinnumálin í
vetur, lagði atvinnumálaráð-
herrann áherzlu á það, að út-
flutningur á hraðfrystum fiski
hefði nú þegar mikla þýðingu
fyrir afkomu útgerðarinnar.
Útflutningur á saltfiski hefir
minnkað stórkostlega frá því
sem áður var. Þó var fluttur út
saltfiskur árið sem leið fyrir
um 20 milj. króna, og jafnvel
talið, að hægt hefði verið að
selja meira af þeirri vöru. Verð-
ið á saltfiskinum hefir hækkað
mikið, þó sú hækkun sé hlut-
fallslega minni en á ísfiski. Er
vafalaust hægt að selja tölu-
vert af saltfiski nú í Portúgal,
Ameríku og jafnvel á Spáni,
fyrir viðunandi verð. En ekki
er útlit fyrir, að söltun á fiski
verði teljandi á þessari
vertíð, ef engar sérstakar ráð-
stafanir verða til þess gerðar og
hægt verður að selja fiskinn ís-
aðan fyrir svipað verð og feng-
izt hefir undanfarna mánuði.
Það liggur í augum uppi, að
ef útflutningur á saltfiski og
frystum fiski fellur niður, getur
það haft í för með sér mikla
hættu fyrir sjávarútveginn og
þjóðina í heild. Einhverntíma
lækkar verðið á ísfiskinum, og
þá má einnig búast við sölu-
takmörkunum. Getur vel svo
farið, að þá reynist erfitt að
vinna aftur markaði fyrir salt-
fisk og frystan fisk, ef við verð-
um svo skammsýnir að' glata
þeim nú. Það er því þjóðar-
nauðsyn, að haldið verði áfram
viðskiptum við þá aðila, sem
vilja kaupa af okkur saltaðan
og frystan fisk fyrir viðunandi
verð, og þau viðskipti aukin ef
kostur er.
Útvegsmönnum er það sjálf-
sagt ljóst, hver hætta getur af
því stafað, ef eingöngu verður
litið á stundarhagnaðinn. En
vel getur þó orðið nauðsynlegt,
að Alþingi og ríkisstjórn geri
einhverjar sérstakar ráðstaf-
anir til að tryggjá það, að út-
flutningur á saltfiski og fryst-
um fiski verði ekki látinn nið-
ur falla. Er það mál, sem ætti
að taka til athugunar nú þegar.
Sk. G.
Nokkur skriður er* nú kom-
inn á það frelsismál. Hermann
Jónasson hefir ritað um það
tvær greinar í Tímann og Jón
Kjartansson tvær greinar i ísa-
fold og Morgunblaðið. Ólafur
Thors hefir skýrt sitt sjónarmið
I Mbl. — Sigurður Eggerz hefir
komið norðan frá Akureyri og
haldið fyrirlestur í stúdentafé-
laginu. Jafnvel kommúnistar
eru farnir að tala um
sjálfstæði þjóöarinnar og segj-
ast vera með ríkisstjórninni. Er
það í fyrsta skipti í æfisögu
þjóðstjórnarinnar, sem Þjóð-
viljinn hefir tekið í streng með
núverandi ráðherrum.
Alþingi hefir ekki rætt málið
nema á einum fundi. En sumir
kunnugir menn fullyrða, að þar
sé allmikill meiri hluti úr öll-
um lýðræðisflokkunum fylgj-
andi þeirri stefnu, að hafast
ekki neitt verulegt að sem
stendur. En ekki hefir reynt á
það, svo sem fyrr er getið.
Allverulegur þáttur í málinu
er það, að annað aðalblað
Sjálfstæðisfiokksins, Vísir, hef-
ir hótað að taka upp illvíga inn-
byíðisbaráttu í landinu, ef
reynt yrði að gera þjóðina al-
gerlega sjálfstæða nú í ár. Vísir
snýr sér í þessu efni til Fram-
sóknarmanna, og boðar illindi
og styrjöld við þá, um hvers-
dagslegt innanlandsmál, ef
byrjað verði að gera þjóðina
frjálsa. Til að kveða ekki að
svo stöddu mjög fast að orði um
þessa framkomu, má segja, að
hún sannár ótvírætt, að þeir,
sem standa að þessum hótun-
argreinum um innanlandsó-
frið, hafa ekki glöggan skiln-
ing á því, hvernig sú þjóð
verður að koma fram, sem vill
ná frelsi og vera frjáls til fram-
búðar.
Flokksþing Framsóknar-
manna athugar leiðirnar í
sjálfstæðismálinu um þessar
mundir, eins og í öðrum stór-
málum þjóðarinnar. En þar
sem Framsóknarmenn líta á
sjálfstæðismálið sem þjóðmál,
hafið yfir alla flokka, þá verða
þeir að miða aðgerðir sínar
fyrst og fremst við ástand og
orku allrar þjóðarinnar. Ég
hefi ástæðu til að halda, að
nokkur yfirborðspólitík hafi
verið í framkomu sumra þing-
manna 1928 og 1937, þegar gefin
voru stórorð heit í sjálfstæðis-
málinu með atkvæðum allra
þingmanna. Hinn væri svefn og
mikla aðgerðarieysi í málinu
varðandi það, að undirbúa þjóð-
ina fyrir sambandslit, benda á,
Fyrir fjórum árum voru sam-
in lög um húsmæðrafræðslu.
Eru þau einkum miðuð við
þarfir sveitanna. Allir skólarn-
ir, sem þar eru taldir, eru í
sveit, og ber þeim að starfa eft-
ir þessum lögum.
Væri þessum lögum fram-
fylgt, væri óneitanlega stórt
spor stigið til eflingar hús-
mæðrafræðslu ungra kvenna.
En umferðakennsla, sem er
einkar hentug fyrir starfandi
húsmæður, er hvergi nefnd. Það
eina, sem gæti átt sér stað að
kæmi starfandi húsmæðrum
að einhverju liði, eru námskeið-
in sem heimilt er að hafa við
skólana.
Svo að ég tilfæri ^itthvað af
því, sem í .húsmæðrafræðslu-
lögunum stendur, vil ég leyfa
mér að taka hér upp orðrétta
þriðju grein:
„Ríkið viðurkennir og styrkir
húsmæðraskóla á eftirtöldum
stöðum: Hallormsstað í Suður-
Múlasýslu, Laugum í Suður-
Þingeyjarsýslu, Laugalandi í
Eyjafjarðarsýslu, Blönduósi í
Húnavatnssýslu, Staðarfelli í
Dalasýslu, Laugarvatni í Ár-
nessýslu og Reykholti í Borgar-
fjarðarsýslu.
Skólar þessir og aðrir, er síð-
ar kunna að verða stofnaðir,
skulu vera sjálfseignarstofn-
anir, eða eign héraða og sýslu-
félaga, til að geta öðlazt rétt-
að lítill húgur hafi fylgt máli
hjá sumum þeim, sem þóttust
gildir menn, er þeir töluðu um
sjálfstæði íslendinga. Ég held
að mér sé óhætt að fullyrða, að
Framsóknarmenn séu á móti
þessari alvörulitlu framkomu.
Framsóknarmenn hafa enga
löngun til að lokka menn í öðr-
um flokkum til að lofa meiru í
þessu efni heldur en þeir vilja
standa við í verki, þegar á reyn-
ir. Takmark Framsóknarmanna
hlýtur að vera það eitt, að
byggja sóknina í frelsismálinu
á traustum grundvelli. Fram-
koma Vísismanna er alvarleg-
asti atburðurinn í sjálfstæðis-
málinu nú sem stendur. Þar
virðist vera veila í fylkingu
þeirra manna, sem vilja að ís-
land nái fullu frelsi.
Þegar flokksþinginu er lokið
mun ég freista að gefa lesend-
um Tímans yfirlit um sjálf-
stæðismálið eins og það stendur
þá, og taka til meðferðar ræðu
Siguröar Eggerz og greinar
Jóns Kjartanssonar, Hermanns
Jónassonar og Ólafs Thors.
Enn er of snemmt að fullyrða,
hvort forusta í þessu máli muni
verða í höndum ríkisstjórnar-
innar, Alþingis eða kjósenda.
En svo mikið má fullyrða, að
það er gott fyrir málið, að það
hefir verið tekið út úr svefn-
poka þeim, sem það hefir að
mestu verið geymt í síðan 1918,
að sáttmáli var gerður við Dani.
„Af því læra börnín
málið, að það er fyr-
ír þeim haft“
í síðasta tölubl. Tímans skrif-
ar Jón Konráðsson kennari
einkar þarfa hugvekju um lest-
ur barna, og hvetur til þess að
bókasöfn í sveitum kaupi eitt-
hvað af bókum við barna hæfi.
Undanfarin ár hefir verið
gefið út ógnar flóð af barna-
bókum. Flestar eiga þessar
bækur það sammerkt, að þær
eru ritaðar á væmnu tæpi-
tungumáli, líklega í því skyni,
að börnin skilji þær betur.
Það er nú gott og blessað,
en hvenær er börnunum ætlað
að læra venjulegt íslenzkt mál,
ef þau eiga að lifa á þessum
„tæpitungubókmenntum“ fram
um fermingu? Fjöldi barna á
engan kost skólagöngu eftir
fermingaraldur, og má þá nærri
indi og skyldur þessara laga.
Skólar þessir geta verið deildir
við héraðsskólana með sérstök-
um fjárhag.“
í grein þessari eru taldir 7
skólar, sem beri að reka eftir
þessum lögum, 5 þeirra starfa
með fullum krafti, en 2 eru ekki
stofnaðir enn í dag. Er þeim
skólum þó vel valdir staðir, og
aðstaða þeirra ætti að vera góð,
að mörgu leyti. Má það furðu-
legt heita, að stofnun þeirra
skóla skuli hafa dregizt allt að
þessum tíma. Eru þeir þó báðir
á okkar ágæta Suðurlandi.
Síðari hluti greinarinnar gef-
ur í skyn,að stofna megi skóla
víðar um landið, sem starfi
samkvæmt þessum lögum, og
skulu þeir þá njóta sömu rétt-
inda sem hinir skólarnir.
Húsmæðraskólar þeir, sem
þegar er búið að stofna, hafa
vissulega gert mikið gagn ís-
lenzka kvenfólkinu og íslenzku
þjóðinni. Konur þær, sem hafa
tekið að sér forstöðu og kennslu
við þá, hafa allar rækt störf
sín með áhuga og dugnaði.
Þess vegna hafa skólarnir ver-
ið vel sóttir og starf þeirra
verið mikils virt. En betur má,
ef duga skal. Skólarnir þurfa
að vera mikið fleiri. Aðeins lít-
ill hluti þeirra kvenna, sem
sækja um inntöku á þessa
skóla, fær aðgang. Straumur
tímans er hraðfara. Öldur þær,
Jónína S. Líndal, Lækjamóti:
Húsmædrafræðslulögín
1937
Bifreið
Það mun flestum áhyggju-
efni, hve mjög aukast nú um-
ferðaslys hér á landi af völdum
bifreiða. Nýlega skýrðu blöðin
frá því, að vörubifreið ók til
Reykjavíkur með sex ung-
linga á pallinum og einn við
stýrið. Bifreiðin þeyttist út af
veginum á 50—60 km. hraða.
Einn þeirra, sem á pallinum
stóð, hlaut bana, en fjórir
stórmeiðsli.
Þetta eru rétt venjulegar
fréttir af bifreiðaakstri á ís-
landi. Landinn státar af því að
hafa „beztu bifreiðastjóra í
heimi“. — Björn Blöndal bif-
reiðaeftirlitsmaður skrifar um
þetta mál í Alþýðubl. nýverið.
Eins og gefur að skilja um
mann með hans reynslu og
þekkingu á þessum málum, er
hann næsta harðorður um bif-
reiðaslysin. — Nýlega gat að
lesa í dagblöðum bæjarins um
þrjú bifreiðaslys. Að vísu var
ekki getið um nein manndráp
í þessum fregnum, en örkumlin
eru oft engu betri en mann-
drápin.
Hvað veldur hinum tíðu bif-
reiðaslysum á íslandi? Vér
úyggjum, að það sé tvennt: í
fyrsta lagi, að blöðin eru búin
að telja almenningi trú um,
að íslendingar séu „beztu
bílstjórar í heimi“ — („beztu
reiðmenn í heimi“, var sagt um
íslendinga, áður en bifreiðarn-
ar komu til sögunnar) — og í
öðru lagi að refsingarnar fyrir
brot gegn umferðareglum eru
næsta hégómlegar.
Það er vissulega rétt, að í hópi
íslenzkra atvinnubifreiðastjóra
eru margir ágætir menn. En
alltaf eru misjafnir sauðir í
mörgu fé. Auk þess verður að
gæta þess, að fjölmargir aðrir
en fastir bílstjórar fást við bif-
reiðaakstur.
Fyrir nokkrum árum kom
geta um málfarið. íslendingar
eru öfgamenn. Þeir sem nú eru
miðaldra, eða meir, áttu lítinn
kost bókmennta „við barna
hæfi“, í uppvextinum. En þá
lærðu menn málið um leið og
þeir lærðu að lesa en ekki að-
eins fáein einföldustu orð tung-
unnar, eins og nú er títt um
allan þorra barna. Eiga „tæpi-
tungubókmenntirnar“ áreiðan-
lega mestan þátt í þessu. Er
þess að vænta, að barnakenn-
arar taki það til íhugunar,
hvort fræðarar barnanna gera
sér ekki óþarflega mikið „tæpi-
tungu“ við börnin í öllu upp-
eldis- og fræðslustarfi sínu.
O.
a slysin
drukkinn sjómaður á bifreiða-
stöð hér i bænum og bað að
lána sér bifreið. Það var strax
til reiðu. Hann settist upp í
bifreiðina, ók um Laugaveg.
Innst á Laugavegi ók hann út
af veginum og upp að húsvegg.
Fyrir bílnum varð 7 ára dreng-
ur, sem dó nokkrum klukku-
tímum eftir að hann varð fyrir
áverka hins drukkna öku-
manns. Dómurinn, sem þessi
maður fékk, var 6 mánuðir, en
bílstöðin, sem lánaði bílinn,
fékk ekki svo mikið sem áminn-
ingu.
Þetta er aðeins eitt dæmi af
ótal mörgum. Sá, sem þetta
skrifar, hefir spurzt fyrir um
ökumenninguna hjá einum
fróðasta manni landsins um
þessi mál. Honum fórust svo
orð:
„Það er með öllu tilgangs-
laust að kæra til lögreglunnar
vegna óleyfilegs ökuhraða. Slík-
um kærum er ekki sinnt, þrátt
fyrir það, að það er á hvers
manns vitorði, að meginhluti
allra slysa stafar af of miklum
ökuhraða“.
Það er engum efa bundið, að
allur þorri manna í þessu landi
veit það, að bifreiðaslys eru hér
tíðari en í nokkru öðru landi
veraldarinnar, að Abessiníu
ekki undanskilinni. Og slysin
stafa yfirleitt af ógætilegum
akstri, en ekki af vondum veg-
um eins og margir telja. Því
nær ekkert af bifreiðaslysum
undanfarandi ára hefir gerzt á
vondum vegum.
Tæpast verður heldur hægt
að kenna bifreiðarslysin ofmik-
illi umferð, því að umferðin er
hlutfallslega miklu minni hér
en víðast erlendis.
Björn Blöndal á þakkir skilið
fyrir að hafa vakið athygli á
þessu máli. Tíminn mun telja
það skyldu sína að halda því
vakandi. Einkum mun athygli
almennings beint að tvennu: í
fyrsta lagi afskiptum og dóm-
um lögreglunnar vegna brota
á umferðareglum. Þau afskipti
eru kapituli út af fyrir sig.
Virðist svo sem lögreglunni sé
ekki sérlega annt um að refsa
fyrir yfirtroðslur í þessum efn-
um. Daglega, og tugum sinnum
á dag, getur að líta ökuníðinga,
sem brjóta allar umferðareglur
hér í bænum, — aka með 40—-
70 km. hraða á götum bæjarins.
Ef kært er, gefur lögreglan
kærendum „langt nef“, og öku-
níðingarnir halda ósómanum á-
fram óáreittir. Undrast margir,
hverju þetta kæruleysi sætir.
Annað er það, að bifreiða-
stjórar, sem eru í vinnu hjá
bifreiðastöðvunum, eru oft látn-
ir inna af hendi algerlega ófor-
svaranlega vinnu, og á þetta
einkum við á langleiðum.
Þessir menn, — bifreiða-
stjórarnir, — bera ábyrgð á lífi
og limum farþeganna, og því
væri ekki úr vegi, að þeir, sem
veita einkaleyfi til bifreiða-
aksturs á langleiðum, vildu at-
huga, hvort ekki er ástæða til
að setja bifreiðastöðvunum ein-
hver skilyrði um það, hvað
þær megi leggja á bifreiða-
stjórana.
Bifreiðaumferðin, bæöi við
farþegaflutninga og vöruflutn-
inga, er að verða mikiisverður
þáttur í þjóðlífi íslendinga.
Slysin, sem hljótast af bifreiða-
akstri, eru allt of tíð. Og full-
yrða má, að meginhluti slys-
anna stafar af ógætilegum
akstri, en ekki af vondum veg-
um, því að næstum öll bifreiða-
slysin gerast á beztu vegunum.
Ég treysti því, að Tíminn geri
sér far um að fylgjast með því,
hvernig lögreglan gætir skyldu
sinnar gagnvart almenningi, í
sambandi við bifreiðaakstur.
Nú er það hverjum manni vit-
anlegt, að engin þörf er að
brjóta ákvæðin um ökuhraða,
allt kemst af þó þær reglur sé
haldnar.
Hér hefir aðeins verið talað
um ábyrgð lögreglunnar. En
lögreglan á sína húsbændur.
Lögreglustjórinn hér í Reykja-
vík verður að gera sér ljóst, að
hann ber ábyrgð á því, að lög-
unum sé hlýtt. Það er ekki ein-
hlítt, — og skiptir ekki miklu
máli, — hvort lögreglunni
tekst að hafa hendur í hári
allra þeirra aumingja, sem af
stelsýki, eða nauðsyn, stela
mjólkurflöskum á dyraþrepum
þeirra ' höfuðstaðarbúa, sem
sofa lengst fram eftir á morgn-
ana. Hitt verður hinn ungi og
efnilegi lögreglustjóri að gera
sér ljóst, að Reykvíkingar, og
íslendingar yfirleitt, telja miklu
meira virði, að líf og limir borg-
aranna sé virtir meir hér eftir
en hingað til hefir virzt henta
þeim vitru mönnum, sem hafa
átt að gæta laganna.
Það er hægt að telja tugi
dæma af slysum og dauða af
völdum bifreiða hér á landi á
undanförnum árum. Hver ein-
asti bifreiðastjóri þekkir þess-
ar sögur. Og hver einasti heið-
arlegur bifreiðastjóri fordæm-
ir tómlæti og kæruleysi lög-
reglu og dómstóla, sem um
þessi mál fjalla.
Það er freistandi að ræða um
réttarfarsmálin hér á landi yf-
irleitt. Því verður sleppt að
þessu sinni. Greinarstúfur þessi
er helgaður bifreiðaslysunum.
(Framh. á 3. síðu)
sem ógna heimilunum, berast
hingað óðfluga úr umheimin-
um. Sé ekki reynt að reisa
brimbrjóta við strendurnar, eru
heimilin í voða stödd.
Þeir skólar, sem þegar eru
starfandi, þurfa líka flestir að
bæta nokkru við sig. Þeir hafa
allir, það ég bezt veit, rækt vel
það hlutverk sitt, að kenna
matreiðslu og efnasamsetningu
matar, saumaskap, hannyrðir
og vefnað. Ennfremur þvott og
alla umgengni á heimili. Með
vefnaðinum hafa þeir aukið á-
huga á smekklegum húsbúnaði
og með prjónaskapnum hag-
kvæman klæðnað og auðveldað
notkun íslenzkrar ullar.
Það er einkum þrennt, sem
ég vildi vekja eftirtekt á, sem
nauðsynlegt er að leggja meiri
rækt við en verið hefir, 1 skól-
unum víðast hvar. Það er upp-
eldisfræði, garðrækt og meðferð
á alifuglum og kúm — og jafn-
vel svínum.
Uppeldisfræðikennsla í skól-
unum er nauðsynleg vegna
þess, hve sú vísindagrein getur
haft víðtæk áhrif. Fyrst og
fremst á sjálfsaga hverrar ein-
stakrar konu og til þess að
vekja áhuga þeirra og skilning
á uppeldi barna og umgengni
við þau.
Um garðræktina þarf ekki að
fjölyrða. Hún er svo þekkt og
viðurkennt nauðsynjamál hvers
heimilis, að um það verður
varla deilt.
Meðferð húsdýranna mun
frekar verða ágreiningsmál.
Menn segja: Þetta má læra á
heimilunum. Ungu stúlkurnar
þurfa ekki að fara á skóla til
þess að læra það, frekar en að
elda graut í gamla daga. En ég
vil segja: Þessum vinnubrögð-
um verður að bæta við skóla-
námið til þess að upphefja þau
og rétta við virðingu þeirra.
Ungu stúlkunum hættir annars
við að lítilsvirða þessi nauð-
synjaverk, og vilja ekki hjálpa
til við þau, þegar heim kemur.
Ungu stúlkurnar verða að
skilja það, að það er metnaðar-
mál hvers heimilis, að húsdýrin
séu vel hirt. Og þvi aðeins geta
þetta orðið máttarstoðir heim-
ilisins, að þessum störfum sé
fullum sómi sýndur.
Húsdýrarækt og garðyrkja
eru einmitt þær námsgreinar,
sem efla fjárhagslegt sjálfstæði
hverrar konu. Þær gefa henni
tækifæri til þess að sjá af eigin
reynslu, hvernig ber að afla sér
lífsframfæris og fjármuna með
natni og atorku.
í 7. grein húsmæðrafræðslu-
laganna er skýrt tekið fram, að
húsmæðraskólunum beri að láta
fram fara kennslu í húsdýra-
meðferð, garðyrkju og uppeldis-
fræði. Ég veit, að skólarnir
mundu margir vilja framfylgja
þessum fyrirmælum, ef þeir
gætu, en allt strg,ndar á því, að
kennarar eru ekki fáanlegir,
allra sízt til að kenna húsdýra-
meðferð.
Annar kafli húsmæðra-
fræðslulaganna ræðir um hús-
mæðrakennaraskóla. Það mál
hefir verið allmikið rætt hjá
kvenfélögunum síðan 1930.
Kvenfélagasamband íslands lét
semja ítarlegt frumvarp og
leggja fyrir þingið 1937. Það
frumvarp náði þá ekki stað-
festingu, heldur þetta, sem hér
um ræðir.
1. gr. III. kafla hljóðar svo:
„Stofna skal húsmæðrakenn-
araskóla með tveim ársdeildum
að Laugarvatni, þegar fé er veitt
til þess í fjárlögum og sam-
komulag hefir fengizt milli
landbúnaðarráðherra og skóla-
nefndar héraðsskólans um
rekstrarstöðu húsmæðrakenn-
araskólans.“
Á þessari grein má glögglega
sjá, að langt muni í land með
stofnun þessa kennslukvenna-
skóla, einkum vegna þess, að
húsmæðraskólinn á Laugar-
vatni er enn ekki stofnáður.
Sýndist því að mörgu leyti eðli-
legt, að hann hefði komið fyrst,
að minnsta kosti í síðasta lagi
jafnhliða kennslukvennaskól-
anum, þar sem húsmæðraskól-
inn þarf að vera æfingaskóli
fyrir nemendur hins skólans.
Nauðsyn þess að stofna
kennslukvennaskóla fer hrað-
vaxandi með hverju ári. Allar
þær konur, sem hafa aflað sér
menntunar á þessu sviði, hafa
orðið að sækja menntun sína til
útlanda, aðallega til Norður-
landa. Allir vita, hvernig sam-
bandi okkar við þau lönd er nú
háttað.
Ég veit þess dæmi, að nú
hefir orðið að taka fyrir
kennslukonu við húsmæðra-
skóla konu, sem ekki hefir feng-
ið meiri skólamenntun en þá,
sem eins vetrar húsmæðraskóli
veitir. Erum við þá ekki lengra
komnar á þessu sviði en Eyjar-
skólinn um 1880, sem varð að
taka nemendur sína fyrir
kennslukonur, að loknu námi
við skólann.
Aftan við húsmæðrafræðslu-