Tíminn - 18.03.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1941, Blaðsíða 3
32. blað TIMEVN, þrið|iidagiim 18. marz 1941 127 A N N A L L Dánardægur. Árni Pálsson hreppstjóri frá Hurðarbaki andaðist að heim- ili sonar síns, Flögu í Villinga- holtshreppi, hinn 25. janúar síðastliðinn. Gekk þar til mold- ar einn hinna nýtustu manna hinnar eldri kynslóðar, þeirrar, er bar uppi menningu og bar- áttu þjóðarinnar um aldamót- in síðustu og fram til ársins 1914, þegar allt fornt og far- sælt gekk úr skorðum og ó- skapnaður sá, er vér nú lifum í, hófst. Ég ætla, að fá tímabil sögu vorrar hafi verið jafn far- sæl og tíminn frá aldamótum og 'fram til ófriðarins mikla. Þá hófst hagur manna jöfnum og farsælum skrefum. Þá voru að vísu átök stór og djörf, en þá var gróandi þjóðlíf í skjóli þeirra meiða, sem uxu meðal ís- lenzkra bænda. — Árni Pálsson var einn þessara meiða, sem áttu'djúpar rætur og sterkar í íslenzkum jarðvegi og bænda- lýð. Árni var Rangæingur að upp- runa. Var hann sonarsonur hins kynsæla og auðuga Guðmund- ar á Keldum á Rangárvöllum. Ungur að aldri flutti hann út yfir Þjórsá og reisti bú að Hurðarbaki í Flóa. Þar bjó hann langa og farsæla tíð, sí- vökull og sívinnandi, kapps- fullur, harðger og heillyndur í hverju starfi. Hreppstjóri var hann um hálfrar aldar skeið. Rækti hann það starf með rögg- semi, trúlyndi og vandvirkni. Árni Pálsson var maður fast- lyndur og tryggur í vináttu. Hann kunni eigi þá list, að gera daður við hvern sem var eða gefa hverju máli, hvílíkt sem var, undir fót. Hann var ein- huga í andstöðu og oft óvæginn og harðskeyttur. Hann stefndi fast að því, er hann vildi, og gaf öðru lítt gaum. Fátækum og frómum var hann mildur og hjálpsamur. Mun oft svo farið hafa, að hann innti lögskil þeim, þegar þá þraut getu til. Engum sýndi hann tortryggni að óreyndu, en brigðust menn trúnaði hans, var vinátta hans og traust torunnið að nýju. Árni var kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur, ættaðri úr Fljótshlíð. Gætti hún síns hlut- ar í búskap og atorku. Gat hann við konu sinni þrettán börn, og eru tólf þeirra á lífi, níu synir og þrjár dætur. Kipp- lögin er ágrip af sögu kvenna- skólann á íslandi. í þessari sögu er villa, sem ég vil leyfa mér að leiðrétta. Þar stendur: „Á árunum 1908—1917 voru haldin húsmæðranámskeið á vegum Ræktunarfélags Norður- lands á Akureyri. Stýrði frk. Jónína Sigurðardóttir frá Draflastöðum þeim.“ Rétt hefði verið að segja: Jóninna Sigurð- ardóttir frá Draflastöðum stofnaði húsmæðraskóla í húsi Ræktunarfélags Norðurands 1908, og starfrækti hann til 1913. Jónína Sigurðardóttir frá Lækjarmóti byrjaði skóla á sama stað 1915 og starfrækti hann til 1917. Lagðist hann þá niður eins og margir aðrir skól- ar á stríðsárunum. Báðir þessir skólar nutu nokkurs styrks úr ríkissjóði. Það er margt í þessum um- ræddu lögum, sem þarf að kom- ast í framkvæmd sem allra fyrst. Það þolir enga bið, en til þess þarf samstarf og samhug allrar þjóðarinnar, ekki sízt kvenþjóðarinnar. Landbúnað- arráðherra, sem hefir yfirum- sjón þessara mála, þarf að :skipa nú þegar vel menntaða konu á þessu sviði, sem hefir fullan skilning og áhuga á þessum málum, til þess að hafa umsjón með framkvæmd þeirra. Standi hún 1 sambandi við skólana og kvenfélögin og sé um leið leiðbeinandi í ýmsu því, sem heimilin áhrærir. Við íslenzkar konur verðum að viðhalda og endurskapa heimilin, svo að þau séu vermi- reitir . og verðir barnanna og hinna komandi kynslóða, og vígi og hvíldarstaður mannsins, sem stendur í stórræðunum. Til þess að framkvæma þetta, þurfum við að njóta skilnings þings og þjóðar. ir þeim í kyn um atorku og dugn^ð, og kynsæl eru þau öll í bezta lagi, svo sem þau eiga ætt til. En nú fækkar þeim óð- um hinum þróttmiklu stofnum og frjóu, sem vinna þá skyldu að aukast og margfaldast og uppfylla jörðina. Nú er Árni hniginn, hið fast- lynda íturmerini. Hann var um- fram aðra menn i marga grein. Þögull í þraut og mótgangi, öt- ull og fastur1 í skoðun, svo að engum tjáði að telja honum hughvarf, eftir að hann tók sína ákvörðun. Vindar og veður tímanna breyttu eigi stefnu hans. Kynslóðin, sem vaxin var í óblíðu kjaranna 1860—1890 og barin nöprum næðingum til manndóms og drenglundar, er nú óðum að hverfa. Vér, hin yngri kynslóðin, sem vaxin er í skjóli hennar og við meira eftirlæti, eigum eftir vorn hlut. Gunnar Jóhannesson Afmæll. Vigfús Pétursson, bóndi á Gullberastöðum í Lundarreykj a- dal er áttræður í dag, fæddur á Grund í Skorradal 17. marz 1861, sonur hinna góðkunnu hjóna Kristínar Vigfúsdóttur og Péturs Þorsteinssonar, sem bjuggu þar lengi við rausn og myndarskap. Vigfús er elztur hinna mörgu og mannvænlegu Grundarsystkina. Vigfús var kvæntur Sigríði Narfadóttur, ljósmóður, einni hinni gáfuðustu og ágætustu konu, en hún lézt haustið 1938, eftir nærri 50 ára sambúð þeirra. Börn þeirar hjóna eru: Elín' húsfreyja á Laxamýri, Kristín húsfreyja á Gullbera- stöðum, Björn lögregluþjónn í Reykjavík og Pétur bóndi í Hægindi í ReykholtsdaL Dánar eru tvær dætur þeirra, Ásthild- ur og Friðbjörg. Það er löng æfi og mikið starf, sem Vigfús hefir að baki. Gull- berastaðir bera þess mikil merki, að þar hefir búið athafnamað- ur. Þar er eitt hið stærsta og fallegasta tún, þrátt fyrir að hláupið hafa á það grjótskriður hvað eftir annað, sem kostað hefir ærið erfiði að hreinsa burtu. Húsabætur hafa þar og miklar verið gerðar, íbúðarhús og öll útihús verið reist að nýju í tíð Vigfúsar. Vigfús hefir stundað bú sitt af kappi og dugnaði, og hefir þó lengstum átt við þráláta gigtveiki að stríða, sem nú hef- ir lagt hann í rúmið. Öll störf sín hefir Vigfús látið sér annt um, hvort sem þau voru í sjálfs hans þágu eða annarra. Vigfús átti einn hinn vænsta og fríðasta sauðfjárstofn um Borgarfjörð og gerði sér far um að bæta hann og prýða, enda fjármaður ágætur. Hann hefir verið hestamaður góður, laginn og lipur tamningamaður, og átti oft ágæta reiðhesta. Hygg ég að það hafi verið hans bezta skemmtun að fást við gæðinga sína, enda lét hann sér annt um þá. Vigfús hefir verið einn hinn gervilegasti maður að vall- arsýn, hár og herðabreiður og allur þrekvaxinn, enda rammur að afli, svo að orð var á gert, fríðleikamaður og vel á sig kom- inn, stilltur vel og hinn prúð- asti í framgöngu. Vigfús á Gull- berastöðum hefir á margan hátt verið gæfumaður. Hann elst upp á góðu heimili í hópi margra systkina, kvænist góðri konu, sem myndar með honum gott og aðlaðandi heimili. Hann fær á unga aldri góða bújörð í bezta héraði landsins, með nægum verkefnum og umbóta- skilyrðum, býr þar góðu búi um langan aldur við vinsældir og traust sveitunga sinna og sam- starfsmanna. Hann eignazt og elur upp mörg efnileg börn, sem hann fær að sýna fórnfúsa umhyggju meðan þau þurfa hennar mestrar, og nýtur aftur kærleika þeirra og umsjár í ell- inn. En mesta tel ég þó þá gæfu hans, að hann hefir átt og á guðstrúna heita og einlæga. Við vinir Vigfúsar, yngri og eldri, fögnum með honum yfir því starfi, sem hann hefir af höndum innt og sendum hon- um og fjölskyldu hans beztu óskir okkar um friðsælt æfi- kvöld. J. í. Vtnntð ötullcfia fyrlr Tímann. íötum Gangið í GEFJUNAR Á síðustu árum hefir íslenzk- um iðnaði fleygt fram, ekki sízt hefir ullariðnaðurinn aukizt og batnað og á ullar- verksmiðjan Gefjun á Ak- ureyri mikinn þátt í þessum framförum. Gefjunardúkarnir eru nú löngu orðnir landskunnir fyrir gæði. Ullarverksmiðjan vinnur úr íslenzkri ull, fjölmargar teg- undir af bandi og dúkum til fata á karla og konur, börnj og unglinga. Gefjun starfrækir sauma- stofur í Reykjavík og á Ak- j ureyri. Gef junarföt eru j smekkleg, haldgóð og hlý. j Gefjunarvörur fást um land j allt hjá kaupfélögum ogj kaupmönnum. BókaTikan. Áður Nú Dóttir Faraós. Eftir Jón Trausta. 132 bls. ób........... 2,50 1,75 Dularfull fyrirbrigði. Eftir E. Kvaran. 45 bls. ób.. 0,50 0,25 Eftir dauðann. Bréf frá Júlíu. 280 bls. ib.............. 3,50 2,50 Farmannaljóð. Eftir Jónas Bergmann. 80 bls. ób...... 2,00 1,00 Franskar smásögur. 194 bls. ób....................... ý,50 0,80 Hugvekjur. Eftir Jónas Guðmundsson. 56 bls. ób...... 1.00 0,50 Islenzk þjóðfræði. Eftir V. Þ. Gíslason. 160 bls. ób. .. 2,50 1,50 Keyptur á uppboði. Eftir A. Conan Doyle. 192 bls. ób. 1,00 0,50 Konan á klettinum. Eftir Stefán Jónsson. 144 bls. ób. 4,50 2,50 Kristileg siðfræði. Eftir H. Hálfdánarson. 370 bls. ób. 3,00 1,00 Kristin fræði. Eftir Gustav Jensen. 150 bls. ób. 1,50 0,80 Kvæði. Eftir Guðm. Friðjónsson. 240 bls. ób.......... 6,50 2,50 Leiðarvísir í gulrófnarækt. Eftir G. Schierbech. 62 bls. 0,25 0,10 Nýir siðir. Eftir Strindberg. 150 bls. ób............ 1,00 0,75 Ólöf í Ási. Eftir Guðm. Friðjónsson. 164 bls. ób.... 3,50 1,50 Prédikunarfræði. Eftir H. Hálfdánarson. 84 bls. ób... 1,00 0,50 Reikningsbók. Eftir Ögmund Sigurðsson. 75 bls. ób. 1,00 0,50 Samtíningur. Eftir Jón Trausta. 231 bls. ób............. 4,00 3,00 Tvær gamlar sögur. Eftir Jón Trausta. 210 bls. ób... 5,00 3,50 Út yfir gröf og dauða. Eftir C. L. Tweedale. 384 bls... 4,00 1,50 Öræfagróður. Eftir Sigurjón Jónsson. 160 bls. ób.... 2,00 1,00 Viðskiptaljóð Reykjavíkur. 40 bls. ób................... 1,00 0,25 Vasabók sjómanna, ób................................. 1,25 0,50 Verkin tala. Eftir Z................................. 5,00 3,00 50 ástavísur ........................................... 1,00 0,50 Af ofangreindum bókum eru aðeins örfá eintök óseld, og svo fá, að ekki þótti taka því að setja þær á skrá um land allt. Þær eru því aðeins seldar í Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. &aphefj1* ÆILO HEILUsutuBIHGÐIR: ARNI JÓNSSON, REYKJAVIH. Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 9 A ÞtSVXDlR YTTA að gæfan fylgir trúlofunar- hringunum frá SIGURÞÓR Er tryggíng yðar í lagí? Aldrei hefir verið ein nauðsynlegt fyrir skipa- eigendur og nú að tryggja vel skip sín og farm, þegar hætta steðjar að úr öllum áttum. Vér viljum sérstaklega benda á stríðstryggingar vorar, sem nauðsynlegar eru til þess að bætur fá- ist greiddar fyrir tjón, sem verður vegna stríðs- ins. Tökum í tryggingu skip og farm milli landa og pieð ströndum landsins. Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Bifreiðaslysin (Framh. af 2. síðu.) Hann er krafa um það, að sett- ar séu viðunandi reglur, og þeim framfylgt, um það, á hvern hátt ökumennirnir hér á landi eiga að gæta skyldu sinn- ar gagnvart farþegum í bifreið- um og þeim fjölmenna hóp manna, sem verða að sætta sig við að ferðast fótgangandi um götur bæjanna og á þjóðvegum landsins. Bifreiðastjórarnir okkar, „beztu reiðmenn heimsins“, verða að gæta þess, að þeir hafa vissum skyldum að gegna, — og lögreglan á íslandi verður líka að gæta þess, að algengir borgarar, sem ekki hafa ráð á því að aka í bifreiðum hvers- dagslega, eiga líka kröfu til þess, að þeir sé ekki beinlínis skoðaðir sem eins konar bráð fyrir ökuníðinga til að leika sér við til dægrastyttingar og gam- ans. X. Sent gegn póstkröfu. — Sendið mál. 296 Robert C. Oliver: gera að rekja spor flóttamannanna tveggja, Grabenhorsts og Cabera. Allan þennan dag linti ekki símtöl- um og símskeytum. Bæði í London og Marseille komust þessar fréttir í há- mæli. Strax eftir að Grabenhorst lenti í Marseille varð hann þess var, að hann var ekki lengur hinn dularfulli, óþekkti liður „Keðjunnar“. Hann hafði varla stigið fæti sínum á franska grund, fyrr en hann varð þess vís, að honum var veitt eftirför. Hann fann að grundvöll- ur „Keðjunnar“ riðaði. Og allt var þetta að kenna þessum bölvaði blaðamanni. En Grabenhorst missti ekki móðinn. Ennþá einu sinni skyldi hann sína hvað hann væri. Bílinn minn, skipaði hann. Bílnum, sem ætíð var reiðubúinn, var ekið að dyrunum. — Ég ek sjálfur, sagði hann við manninn, sem sat við stýrið. Og við Ca- bera, sem gerði sig líklegan til að stiga inn í bílinn, sagði hann: Vegir okkar skiljast nú, Cabera. Ég er gamall refur og finn á mig veðrið. Aðeins einu sinni hefi ég reiknað skakkt. Hverf þú Ca- bera — gerðu eins og ég — gerðu þig ósýnilegan. Svo ók Grabenhorst af stað á fleygi- ferð og brátt hvarf bíllinn í rykskýið á veginum. Æfintýri blaðamannsins 293 fætur og stóð fyrir framan hann eins og reið ljónynja. — Ég er ekki hrædd um líf mitt — þú getur gert við mig það, sem þér sýn- ist. En ég veit að einn maður, sem vinnur að því að frelsa okkur, mun hefna mín grimmilega — og okkar allra. Emis skildi strax við hvern hún átti. Hann hló. — Þú munt ejga við unga manninn — það flón. Ef hann er það eina, sem þú treystir á, litla heimska gæs, þá er það vonlaust. Við erum búnir að gera hann hættulausan fyrir löngu — á sama hátt og faðir þinn var fenginn til að þegja. Emir laug vísvitandi. Hann hafði á- nægju af að temja hesta og konur, og vissi að þessi orð hittu Lucy eins og svipuhögg. Lucy hneig niður og faldi andlitið í höndum sér. Emir sneri sér frá henni og gaf skipanir til undirmanna sinna. Sagði hann þeim að hraða öllum und- irbúningi undir komu eyðimérkurkaup- mannanna. Síðan ók hann aftur til bæj arins. Hann var í sjöunda himni. Hann gekk í hægðum sínum inn í húsið, ákveðinn í að sofa heitasta tíma dagsins. Þegar hann kom inn í herbergið, þar sem hann hafði talað við Grabenhorst,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.