Tíminn - 05.04.1941, Side 2

Tíminn - 05.04.1941, Side 2
158 TÍMIM, laugardagiim 5. apríl 1941 ‘gtmirm W tb • aar „Tiðskipti eiiiN Oft venfulega66 Það er gamalt kjörorð hjá Englendingum, þegar styrjöld og erfiðleikar steðja að þjóð- inni, að segja: „Business as usual“: „Viðskipti eins og venjulega“. Ekkert einkennir Breta betur en stilling þeirra og hófsemi, bæði í meðlæti og mótlæti, og þó einkum í mót- gangi. Bretar eiga sitt langa og alhliða veraldargengi engu meira að þakka en þeirri rólegu karlmennsku, sem með þarf til að ganga hiklaust að skyldu- verkum sínum, þó að eitthvað blási á móti. Ég hygg', að okkur íslendinga skorti ekki kjark, og. hefir það þrásinnis sann- ast í atvinnulífinu og dagleg- um athöfnum. Munu ísenzkar konur sízt standa að baki karl- mönnum í þeim efnum. , En við íslendingar erum ung þjóð að hálfu leyti. Félags- málaaðgerðir yfirstandandi tíma eru margar nokkuð rót- litlar. Ýmislegt hefir komið fyrir í opinberu lífi á síðustu tímum, sem bendir á flaustur og fum. Eitt af þeim dæmum er það, að ýmiskonar félags- málaforsjá í landinu var næst- um búin að hihdra að varðskip- ið „Þór“ yrði sent til að eyði- leggja tundurdufl á siglinga- leiðum með ströndum fram. Það voru búnar til svo ferlegar ýkjasögur um hættuna á því að láta vel útbúið gufuskip fara með ströndum fram til að eyða duflunum, að ýmsir velunnarar þeirra, sem áttu að starfa að þessu verki, réðu fastlega frá að nokkur maður hreyfði sig til að vinna þessi nauðsynjaverk. Með lagi tókst að afstýra verk- falli í vil tundurduflunum, en viða annars staðar gætir tauga- óstyrks, sem aðrar þjóðir telja sér óviðkomandi. Lundúnabúar sýna í verki hversu ber að taka erfiðleik- um. Borg þeirra hefir nú í heilt ár orðið fyrir meiri og magn- aðri loftárásum heldur en nokkur önnur borg i heimi. Mikið hefir að vonum verið skemmt og eyðilagt. En borgar- búar sinna störfum sínum eins og ekkert hafi í skorizt. Eftir skýrslum um tölu þeirra, sem dáið hafa af loftárásum Þjóð- verja á England, er helzt að sjá, réttum tíma. Og meðan svo standa sakir, er sjálfsagt fyrir þjóðina að lifa í þeirri von og búa sig undir það, að hún geti óhindruð gengið til kosninga í vor og haldið áfram að skipa málum sínum að réttum lögum. Sk. G. að dánartalan sé lítið eitt hærri en af umferðaslysum á friðar- tímum. Bifreíðar og mótorhjól hafa sent nálega eins marga Englendinga yfir i annan og betri heim, eins og Þjóðverjar hafa gert með kyngikrafti sín- um í lofthernaðinum. Mér sýnast nokkur veikleika- merki í fari íslendinga koma fram í ýmiskonar framkvæmd- um eða gerðum í sambandi við stríðið. Hér getur vel orðið stór- veldabardagi. Hér geta orðið skemmdir á ýmiskonar eignum. Eitthvað af okkur íslendingum getur farið fyr en viðbúið var, yfir landamerkjalínu lífs og moldar. Þetta er böl, sem þjak- ar nú margar þjóðir og vofir yfir enn fleirum. Er okkur vandara um en öðrum? Gefast menn upp í öðrum löndum, þó að raunir styrj aldarinnar séu ægilegar? Hvergi heyrist þess getið. Það eru ekki allir jafn öruggir eins og Englendingar um að daglegt líf og nauðsyn- leg störf eigi að halda áfram, eins og venjulega, þó að styrj- öld geysi. Mér skilst, að ýmsir góðir menn hafi hugsað með nokkr- um kvíða til hinna lögmæltu kosninga nú í vor. Menn hafa látið sér detta í hug, að fresta kosningum um eitt eða fleiri ár, vegna styr j aldarinnar. Mér finnst sennilegt, að kosningar muni lítið breyta Alþingi á einn eða annan veg. En orð stjórnar- skrárinnar eru alveg ótvíræð í þessu efni, og engin eðlileg leið hefir fundizt, sem gerði kleift að lögum að fresta kosningum. Ég sé í sjálfu sér ekki neina ástæðu til að fresta kosningum vegna stríðsins. Ég álít meira að segja eðlilegt, að þjóðin hefði sýnt fullan manndóm í því að koma hér á fullkominni íslenzkri ríkisskipun til að standa betur að vígi í erfiðleik- um styrjaldaráranna. Ef ís- lenzka þjóðin á að eiga nokkra framtíð, verður hún að læra af þjóðum með rótgrónari nútíma- menningu og halda hiklaust á- fram öllum venjulegum störf- um, jafnt hvort friður ríkir eða ófriður geysar. En ein mjög réttmæt at- hugasemd hefir komið fram í sambandi við þingkosningar. Menn finna, að þjóðinni er lífs- nauðsynlegt að lýðræðisflokk- arnir lendi ekki út í djúptækar og tilgangslausar deilur í sam- bandi við kosningarnar. Menn geta deilt um innanlandsmál, en borgaraflokkarnir verða að muna, að framtíð lands og þjóðar hvilir á herðum þeirra. 40. blað Ég legg til, að þjóðstjórnar- flokkarnir þrír byrji með eina þýðingarmikla nýjung í póli- tískum vinnubrögðum við kosn- ingarnar í vor, og að sú nýjung verði að fastri umbót í hinu pólitíska lífi. Ég legg til, að þjóðstjórnarflokkarnir haldi enga sameiginlega framboðs- fundi í vor, heldur eingöngu fundi með flokksmönnum og þeim gestum, sem koma vilja. Þessi umbót er komin á í Reykjavík. Portfundirnir eru fyrir löngu hættir. Þeir voru aldrei skemmtilegir eða til gagns. Og að lokum varð bærinn of stór fyrir þá. Annars staðar haldast við hinir heimskulegu, sundur- lausu deilufundir i sambandi við framboð. í stórum kjördæm- um eins og Eyjafirði og Árnes- sýslu hafa frambjóðendur oft verið tíu og geta orðið fleiri með nýjum flokkum og flokksleys- ingjum. Segjum, að fundir í kjördæminu séu 16, eftir hrepp- um, og hver fundur standi að meðaltali í 10 tíma. Frambjóð- endur þurfa að halda 16 sinn- um sömu ræðurnar og svara 16 sinnum skætingi og útúrsnún- ingi keppinauta. Hvað hefir á- unnizt? Málin hafa ekki skýrzt, þvi að það er ekki hægt að skýra vandasöm þjóðmál á fá- um mínútum, þar sem margir flokkar toga hver í sinn skækil. Auk þess er ræðutími hvers manns bæði stuttur í sjálfu sér og margskiptur í nokkrar mín- útur. Slíkir framboðsfundir eru mjög óskemmtilegir fyrir fram- bjóðendur, nema þá, sem eru áberandi heimskir. Og fyrir kjósendur eru slík fundarhöld annaðhvort fjórða flokks skemmtun fyrir fjórðaflokks- menn, eins og hanaat í Suður- löndum eða hreinn viðbjóður og fullkomin skrípamynd af lýðstjórn frjálsra og vel mennt- aðra manna. Framboðsfundir af þessu tagi eru nú horfnir úr sögunni hjá lýðræðisþjóðunum, nema ís- lendingum, Og nú ætti að láta þenna gamla óvana fá blítt andlát í vor. Með réttu hefir verið bent á það, að óþægilegt væri fyrir ráðherrana í þjóðstjórninni að að vera alla langdvölum í burtu samtímis, máske svo vikum skipti á kjörfundum nú í vor. Þessi tillaga bjargar því máli við. Þeir geta verið eitthvað burtu til skiptis í kjördæmum sínum og haldið þar flokks- fundi. Þeir geta auk þess sent trúnaðarmenn fyrir sig. Auk þess geta þeir fundið kjósendur að einhverju leyti eftir kosn- ingar, þar sem enginn þeirra mun vera tæpur í kjördæmi. Þessi umrædda nýjung getur orðið eðlilegt framhald á vinnu þjóðstjórnarflokkanna til að Veiting embætta Eftir Kristjáu Benediktsson, Einholtl. Andrés Eyjólfsson: Kristleííur á Stóra-Kroppí áttræður Kosuíngaruar í stjórnarskrá íslands eru fyrirmæli um það, að alþing- ismenn skuli kosnir til 4 ára. Síðast var kosið til Alþingis árið 1937, og eiga því kosningar að fara fram á þessu ári. í kosn- ingalögunum er kjördagur á- kveðinn síðasti sunnudagur í júnímánuði. Morgunblaðið hefir nýlega vikið að því í forustugreinum, að komiö gæti til mála að fresta kosningunum til næsta hausts. Eigi hefir þó blaðið bor- ið fram ákveðna tillögu um þetta enn sem komið er, en beint þeim tilmælum til þings og stjórnar, að taka mál þetta til gaumgæfilegrar athugunar. Til stuðnings þeirri skoðun, að rétt geti verið að fresta kosningunum, færir Morgun- blaðið það, að útlitið sé nú hið ískyggilegasta á margan hátt. Siglingar okkar til Englands hafi stöðvast og við vitum ekki hvernig verði með Ameríku- siglingarnar framvegis. Þjóð- verjar hafi lagt algert hafnbann á ísland og boðað hernaðarað- gerðir, sem þegar sé byrjað að framkvæma. Það er rétt, að nú sem stend- ur er óvissa um það, hvort okk- ur tekst að halda uppi sam- göngum milli landa eins og áður, til þess að koma afurðum okkar á markað og flytja hing- að vörur frá öðrum löndum. En þrátt íyrir það mikla tjón, sem við höfum orðið fyrir á þessum vetri, verða menn í lengstu lög að vona, að hægt verði með ein- hverjum ráðum að halda uppi millilandasiglingum. Og þótt það kunni að reynast örðugra viðfangs nú en áður, verður ekki séð, að það út af fyrir sig geri óhjákvæmilegt að fresta kosningum þeim, sem fram eiga að fara eftir þrjá mánuði. Ekki er heldur hægt. að færa fram líkur, og því síður nokkra trygg- ingu fyrir því, að auðveldara verði að hafa þingkosningar á næsta hausti heldur en í vor. Eins og áður hefir verið bent á hér í blaðinu, er erfiðara fyrir mikinn fjölda landsmanna að taka þátt í haustkosningum, og það er atriði, sem skylt er að taka til greina. Vitanlega geta þeir atburðir gerzt, að ekki verði unnt að hafa kosningar á þeim tíma, sem ákveðið er í stjórnarskrá og landslögum. En sem betur fer hefir ekkert það enn að hönd- um borið, sem gerir óhjákvæmi- legt að skjóta þeim á frest. Að sjálfsögðu erum við i hættu, vegna þess að styrjöldin hefir færzt ískyggilegá náflægt. En þótt allir viðurkenni hættuna, sem yfir vofir og skylt sé að gera þær ráðstafanir, sem unnt er, til þess að afstýra vandræð- um, er ekki hyggilegt að reyna að draga kjark úr þjóðinni með því að telja alla vegi ófæra og framtíðarhorfurmar lakari en þær eru í raun og veru. Á erfiðleikatímum, eíns og þeim, er nú standa yfir, þarf þing og ríkisstjórn að hafa óvenj'u víðtæk afskipti af mörg- um málefnum þjóðfélagsins. Fyrir það þing, er nú situr, hafa verið lögð mörg bráðabirgðalög, sem stjórnin hefir orðið að gefa út milli þinga vegna styrjaldar- innar. Má búast við, að þannig verði einnig framvegis, meðan stríðið stendur, og verður að gæta þess vandlega, að þing og ríkisstjórn, sem fer með lög- gjafar- og framkvæmdavaldið, sé stofnað á löglegan hátt. Frá gildandi ákvæðum stjórnar- skrárinnar má ekki víkja, nema það sé alveg óhjákvæmilegt. Sú ákvörðun síðasta Alþingis, að taka í hendur íslendinga með- ferð utanríkismála og konungs- valds, var eðlileg ráðstöfun að allra dómi, bæði innlendra og erlendra manna, vegna þess að þeir aðilar, sem lögum sam- kvæmt áttu að hafa þau störf með hörtdum, gátu ekki að þeim unnið. Um þær kosningar, sem eiga að fara fram í vor, er allt öðru máli að gegna. Ekkert hef- ir enn að höndum borið, sem gerir þær óframkvæmanlegar á Fyrir rúmum 30 árum var hin fyrsta „bændaför" farin hér á' landi. Voru það norðlenzkir bændur, sem þar riðu á vaðið. Fóru þeir til Borgarfjarðarhér- aðs og Suðúrlandsundirlendis, til að sjá héruðin, háttu manna þar og menningu. Norðanmenn rituou bók um þessa för sína og gáfu hana síðan út. Segir þar m. a. frá því, er þeir sáu í Mýra- sýslu og Andakíl. Láta þeir all- vel yfir bæði mönnum og fram- kvæmdum. Eru þeir komnir að Bæ í Bæjarsveit, til Björns Þor- steinssonar bónda þar og láta enn vel yfir öllu. Þá segja þeir: „Að Bæ komu, til mannfagnað- ar, ungmenni nokkur úr grend- inni. Þar var og Kristleifur bóndi frá Kroppi, bróðir Bjarn- ar. Hann er glæsimenni að sjón, nokkuö við aldur, hár vexti og gervilegur. Hann viljum við kjósa fulltrúa borgfirzkra bænda“. Þessi lýsing þeirra norðan- manna á Kristleifi Þorsteins- syni, bónda á Stóra-Kroppi, sannar málsháttinn gamla: „glöggt er gestsauga". Krist- leifur er þá nær fimmtugu, en í dag er hann áttræður.. En þótt árin séu orðin svona mörg, hefir þó kerling Elli fram til þessa sneitt það mikið hjá hon- um, að enn getur staðizt lýs- ing þeirra norðanmanna. Kristleifur Þorsteinsson er fæddur að Húsafelli í Hálsa- sveit 5. apríl 1861. Er hann son- ur Þorsteins bónda Jakobsson- ar, bónda, Snorrasonar, prests að Húsafelli, sem kom frá Að- alvík á Vestfjörðum, enda þjóö- frægur fyrir það, að „kunna nokkuð fyrir sér“ og yfirleitt fyrir andlegt og líkamlegt at- gervi. Hefir verið efniviður mikill í þeim klerki, enda þess víða gætt hjá afkomendum hans, þótt ekki sé laust við, að þar hafi komið upp „kvistir kynlegir", sem einkum hafa lýst sér í sérhæfum, en sterkum, gáfum. — Móðir Kristleifs var Ingibjörg Jónsdóttir frá Deild- artungu, ágætiskona af góðum bændaættum komin. Voru og öll börn þeirra, Þorsteins og hennar, hin mannvænlegustu. Kristleifur ólzt upp á sama hátt og títt var um bændasyni í þá daga, þá er eigi voru í skóla settir. Var látinn vinna alla heimilisvinnu og stunda sjóróðra á vertíðum, strax og þroski leyfði. Önnur menntun en uppeldisáhrif þau, er hann naut á stóru og myndarlegu sveitaheimili, var honum ekki í té látin. En þess ber þó að geta, að hér var um mjög sérstætt heimili að ræða Að vetrinum er Húsafell mjög úr umferð, þar sem það er efsti bær sýsl- unnar og nær upp undir jökl- um. En að hinu leytinu er þarna umferð mikil, suma tíma árs- ins. Þannig var það ekki sízt á uppvaxtarárum Kristleifs. Þá lá þjóðvegurinn milli Norður- og Suðurlands, um Kaldadal og Arnarvatnsheiði, fram hjá Húsafelli. Á sumrum var því þarna oft ærið gestkvæmt, bæði af lærðum mönnum, eldri og yngri, og alþýðufólki, sem átti þar leið um, er það fór í at- vinnuleit. Var því márgt að sjá og heyra fyrir fróðleiksþyrstan æskumann. En á milli kom svo kyrrðin og þá var tími til að hugsa nánar um það, sem fyrir f 9. tölublaði Tímans þessa árs er grein með yfirskriftinni „Ábyrgð og ábyrgðarleysi“ eftir Þorgrím Jónsson á Kúludalsá. Það er ekki úr vegi að minn- ast á ýms atriði slík, sem getið er um í téðri grein, einmitt nú á þeim tímum, sem nú eru, þegar hver ábyrgur þjóðfélags- þegn finnur glöggt, hve miklu varðar, að hver og einn geri skyldu sína og gæti fyllstu var- fullkomna þingstjórnaskipulag- ið. Nú eru vikulangar eldhús- dagsumræður úr sögunni, og í staðinn komnar stuttar út- varpsumræður, en þó nægilegar til að koma við óhjákvæmilegri gagnrýni. Nú eru forsetar Al- þingis kosnir úr öllum lýðræð- isflokkunum og á þann hátt starfa allir flokkar í félagi að stjórn Alþingis og framgangi mála. Nú er horfinn gestagang- urinn úr vinnuherbergjum þingmanna. Nú er háskólinn farinn úr þinghúsinu eftir 30 ára misnotaða gestrisni Al- þingis. Þingflokkarnir hafa við þá breytingu fengið aðstöðu til að halda fundi um mál sín og þingmenn geta nú talað í næði við menn, sem eiga við þá er- indi. Að lokum eru hafin sam- tök með þingmönnum, að ganga svo frá ræðum sínum, að þær séu full heimild um það, sem þeir hafa sagt eða viljað segja. Jafnhliða því, að útlendir öfgaflokkar vinna hér á landi með útlendu fjármagni og yf- irgripsmikilli spillingu að því að grafa undan þjóðskipulag- inu og sjálfstæði landsins, er full ástæða fyrir lýðræðisflokk- ana að vernda lýðræðið með öll- um eðlilegum stuðningi. Eitt af þeim ráðum, er að bjarga þjóð- inni frá þeirri kynlegu skrípa- mynd af málflutningi um þjóð- mál, sem birtist í hinum marg- mennu og langdregnu fram- boðsfundum, þar sem fjöldi manna, með mjög ósamstæðar skoðanir, verða að þreyta kjós- endur með sundurtættum og ó- samstæðum ræðubrotum. En auk hinna varanlegu umbóta, sem leiða mun af þessari breyt- ingu, kemur hún að góðu haldi í vor, þar sem hinum ábyrgu flokkum gefst tækifæri til að skýra málin fyrir væntanlegum kjósendum, án þess að setja á kosningabaráttuna þann óynd- islega blæ, sem m. a. er orðinn áberandi á slíkum fundum, þar sem menn, launaðir af útlendu áróðursfé, hafa tækifæri til að koma fram eins og menn við hliðina á landsins eigin börn- um. J. J. augu og eyru hafði borið og festa sér það í minni. En um- hverfið sjálft, „hin þögla nátt- úra“, hefir og þarna, eins og annars staðar, sín uppeldisá- hrif. Á Húsafelli er framúrskar- andi fagurt á sumrum. Sléttar grundirnar, skógarbreiðan og skógarhliðarnar, eru ákaflega) heillandi, þarna upp við sjálfan „heiðjökláhringinn“. Og þá má heldur ekki gleyma heiðunum með silungsvötnunum, fjöl- breyttu fuglalífi og hinu hreina og tæra fjallalofti. Allt þetta hlýtur að móta skapgerð og í- hyglisgáfu unglingsins, enda hefir það í sér fólginn svo mik- inn dularfullan uppeldismátt, sem jafnvel, enn þann dag í dag, verður sterkari borgar- menningunni og lýsir sér í því, að þeir, sem alast upp í slíku umhverfi, flytja þaðan helzt ekki, nema nauðugir. — Af þessu öllu verður það ljóst, að það er siður en svo nokkuð undarlegt, þótt Kristleifi, þegar hann ritar fræði sín, verði nokkuð tíðreikað til æsku- minninganna frá Húsafelli. Hefi ég heyrt suma telja það galla á ritum hans, en ég held, að sá dómur sé ekki réttmæt- ur. Þeir kaflar finnast mér ekki síður skemmtilegir, en aðrir. Og það er alveg eðlilegt, að sá, sem skrifar endurminningar sínar, skrifi einnig um það, sem hann þekkir allra bezt og honum er kærast. Að liðnum æskuárunum hóf Kristleifur búskap, og hefir nú skipað sæti í bændastétt lands- úðar í orðum og í athöfnum. Hver ábyrgur þjóðfélagsþegn finnur, hve miklu varðar, að hvergi bresti hlekkur í okkar þjóðfélagskeðju, alla leið frá þeim, er gegna hinum venju- lega kölluðu smæstu störfum þjóðfélagsins og til hins æðsta starfs. Land vort er hernumið. Flokkur manna, þótt lítill sé, vinnur ákveðið gegn hlutleysi landsins á þann hátt, að til landráða getur talizt. En hin ís- lenzka þjóð er undantekning- arlítið ákveðin í að taka alla stjórn landsins í sínar hendur. Það er eðlilegt, að menn leiti hvar helzt eru veilur fyrir um rekstur hinna ýmsu málsatriða okkar þjóðfélags, og gerðar séu kröfur um að úr sé bætt. Er ég las umrædda grein, saknaði ég þegar ýmsra atriða. Þar var ekki minnst á veiting- ar ýmsra embætta, svo sem kennara, prestá o. s. frv. Emb- ættismenn geta oftlega setið rólegir í embætti æfilangt, ef þeir eru einu sinni komnir í embætti, þótt almenn óánægja sé með starfið hjá þeirri heild, sem þess á að njóta eða við- komandi embættismaður á að starfa fyrir, svo fremi sem emb- ættismaðurinn vinnur ekki neitt það, sem að varðar við lög. Og í flestum tilfellum mun vera erfitt fyrir alþýðu manna að sækja embættismenn sína að lögum og líka óviðfelldið. Það þarf engum getum að því að leiða, hvernig sú málsókn mundi fara, ef til dæmis ólög- fróð alþýðan ætti að fara að sækja lögfræðing sinn að lög- um. En það er margt, sem getur valdið almennri óánægju, þótt ekki liggi nærri að við lög varði. Það er til dæmis ekki álitið varða við lög, þótt embættis- maður fái sér í staupinu, jafn- vel þótt það gangi svo langt, að embættismaðurinn sé ófær til starfa og jafnvel þótt það sé embættismaður, sem gæta á heilbrigði þjóðarinnar. Það er ekki talið varða við lög, þó að embættismenn leggi sig fram um að innleiða óheilbrigðar lífs- stefnur, jafnvel þótt þar séu að verki barnakennarar og prest- ar, sem á þann hátt níðast á þeim trúnaði, er þeim er veitt- ur. Það er ekki hægt að álíta, að það varði við lög, þó að einn eða annar embættismaður sé ekki starfa sínum vaxinn, ým- ist af viðráðanlegum eða óvið- ráðanlegum orsökum. En allt þetta og margt fleira getur valdið réttlátri óánægju al- mennings gegn embættismann- (Framh. á 3. siðu) ins í fulla hálfa öld og reynst þar ærið giptudrjúgur. Heimili sínu hefir hann jafnan veitt hina beztu forsjá, enda hefir það notið fullra vinsælda og virðingar allra þeirra, er því hafa kynnzt, bæði utan héraðs sem innan, og þeir eru orðnir margir, sem leið hafa átt um Stóra-Kropp og notið þar alúð- ar og gestrisni. Mér finnst ekki annað hægt, en að telja Kristleif Þorsteins- son gæfumann, þótt hann, sem flestir aðrir þeir, er langlífis njóta, hafi orðið fyrir sorgum þessa fallvalta lífs. Fyrri konu sína, ágætis konu, Andrinu Guðrúnu Einarsdóttur, frá Urr- iðafossi, missti hann frá 7 börnum þeirra ungum, og elztu dóttur sína og þá yngstu, einka- dóttur af síðara hjónabandi, báðar i húsfreyjustöðu, hefir hann einnig misst. En hann kvæntist aftur ágætri konu, Snjófrlði Pétursdóttur frá Grund, sem enn er á lífi ásamt 6 börnum hans frá fyrra hjóna- bandi, sem nú skipa flest bænda- og húsfreyjustöður um Borgarfjörð. Að málefnum sveitar sinnar og héraðs starfaði Kristleifur um mörg ár, bæði sem hrepps- nefndarmaður og fram á síð- ustu tíma sem sýslunefndar- maður, auk ýmsra annara trún- aöarstarfa. Þótti hann tillögu- góður um þau mál öll, er hon- um voru falin, og mun mest hafa einkennt þau störf hans, að hann var jafnan sá, er vildi „friðinn semja“.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.