Tíminn - 05.04.1941, Page 4
TtMlM, langardagiim 5. april 1941
40. blað
100
tn BÆNUM
Loftvarnaæflng
fór fram í gærmorgun í Reykjavlk.
Voru aðvörunarmerki gefin klukkan
rúmlega 10. Lögreglan hafði yfir all-
miklu af bifreiðum að ráða og fór í
þeim um göturnar. Sömuleiðis voru
lögregluþjónar og eftirlitsmenn hvar-
vetna á ferli á götunum og á verði við
loftvarnaskýlin. Fólk, sem var á götum
úti, dró sig mjög fljótt í hlé í hús inn,
og þeir, sem elgi gerðu það af sjálfs-
dáðum, voru þvingaðir til þess af lög-
reglumönnunum. Sjö menn, er mót-
þróa sýndu, voru fluttir á lögreglu-
stöðina. Sex þeirra voru sektaðir, en
einn slapp með áminningu. Æfingin
stóð yfir í rösklega hálfa klukkustund.
Jarðarför
Sigurjóns Jónssonar læknanema, er
bráðkvaddur varð í Sundhöllinni á
dögunum, fór fram í fyrradag. Pétur
Ingjaldsson cand. theol., flutti hús-
kveðju, en séra Bjarni Jónsson talaði
í kirkjunni. Bjöm Ólafsson lék á fiðlu.
Læknanemar báru kistuna i kirkju,
en bekkjarbræður hins látna úr henni.
Háskólastúdentar gengu fylktu liði á
undan líkfylgdinni með fána.
Þorleifur Jónsson,
fyrv. alþingismaður, á Hólum í
Hornafirði, kom til bæjarins í morgun
og mun dvelja hér nokkurn tíma.
Líkan af Laugarneskirkju.
Að lokinni guðsþjónustu í Laugar-
nesskóla á morgun verður sýnt þar
fullgert líkan (eftirmynd) af fyrirhug-
aðri kirkju Laugarnessafnaðar.
Stefán Rafnar,
aðalbókari hjá Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga, á 45 ára afmæli í dag.
Pólverjarnir
af skipinu Charzow, er höfðu í hót-
unum við lögregluna og skutu á hana,
þegar taka átti íslenzkar skækjur frá
þeim úr skipinu, hafa nú verið dæmd-
ir. Skipstjórinn var dæmdur í eins árs
fangelsi, en tveir skipverjar til þriggja
mánaða og fimm mánaða fangelsis-
vistar. Sá fjórði, er ákærður var, var
sýknaður.
Tveir íslendingar
hafa verið sektaðir fyrir að kaupa
vaming af brezkum hermönnum. Lög-
um samkvæmt er íslendingum óheimilt
að eiga kaup við þá, þiggja af þeim
gjafir eða taka hjá þeim varning til
sölu.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir sjónleikinn Á útleiö annað
kvöld og er það síðasta sýning fyrir
fyrir páska. — Sala aðgöngumiða hefst
klukkan'4 í dag.
Þjóffverjinn,
sem skrifaði greinina í þriðjudags-
blaði Tímans heitir Harry Villemsen
Schrader. Nafn hans misprentaðist.
Stauníng fellst á
,nýskípun Þjóðverja*
Stauning hefir haldið ræðu,
þar sem hann skorar á þjóðina
að aðhyllast að einhverju leyti
„hið nýja skipulag"'Þjóðverja í
Evrópu. Var skýrt frá þessu í
danska útvarpinu frá London í
gær og jafnframt látið í ljósi,
að Stauning hefði með þessu
unnið sér til varanlegs álits-
hnekkis.
Smfffa trúlofunarhringa
o. fl. Jón Dalmannsson
Grettisgötu 6. Rvík.
Efling fiskveíðasjóðs
(Framh. af 1. síðu.J
í frumvarpinu er lagt til, að
þessar eignir verði stofnfé
sjóðsins, auk eigna skulda-
skilasjóðs vélbátaeigenda, sem
ekki er vissa fyrir, hversu mikl-
ar muni reynast, en sennilega
verða þær ekki innan við y2
millj. kr.
í lögunum frá 1930 var á-
kveðið, að sjóðurinn skyldi fá
Va% af andvirði allra útfluttra
sjávarafurða. í frv. er lagt til,
að sjóðurinn fái auk þessa
helming þess útflutningsgjalds,
sem ríkissjóður tekur árlega af
hverskonar sjávarafurðum.
í lögunum frá 1930 var sjóðn-
um heimilað að gefa út hand-
hafavaxtabréf fyrir iy2 millj.
kr. og jafnframt var ríkissjóði
heimilað að taka jafnhátt lán
til að kaupa vaxtabréf af sjóðn-
um. í frumvarpinu er lagt til
að báðar þessar heimildir verði
hækkaðar upp í 4 millj. kr. Er
þetta raunverulega þýðingar-
mesta breyting frv., ef þessari
heimild yrði fullnægt, og sú,
sem mest myndi auka fjárráð
sjóðsins.
Samkvæmt lögum frá 1930
voru vextir af lánum sjóðsins
5%, en þeir hafa síðar verið
hækkaðir upp í 5y2%. í frv. er
lagt til, að vextirnir verði 4%,
Þá er lagt til í frumvarpinu, að
lengstur lánstími megi vera 15
ár, en hann er nú 12 ár.
Frv. mælir svo fyrir, að út á
ný skip með nýjum vélum megi
lána allt að helmingi virðingar-
verðs. Ef einnig er um auka-
tryggingar að ræða, sem sjóðs-
stjórnin metur gildar, má lána
allt að % virðingarverðs, sé
skipið smíðað hér á landi. Nú
ér lánsupphæðin bundin vissu
hámarki í krónutali.
Fulltrúar Framsóknarflokks-
ins í nefndinni, Gísli Guð-
mundsson og Jón ívarsson, hafa
þá sérstöðu, að þeir telja heppi-
legra að hækka núv. fiskveiða-
sjóðsgjald úr ya% í y2% af
andvirði útfluttra sjávarafurða
en að ætla honum helming af
þeim gjöldum, sem ríkið kann að
taka á hverjum tíma. Telja þeir
að hætta sé á því, að sjóðurinn
kunni að verða sviptur þessu
framlagi, þegar illa árar hjá
ríkissjóði, en fyrir slíku eru all-
mörg fordæmi. Einnig telja
þeir, að samræma eigi vexti af
lánum Fiskyeiðasjóðs við hlið-
stæð lán til landbúnaðarins.
Á víbavangi.
(Framh. af 1. síöu.)
Þjóðverjum getur naumast
gengið annað til en fúlmennska,
ef þeir fara að gera loftárásir á
Reykjavík. Ef Bretar hefðu hér
nóg orustuflugvéla til varnar
virðist loftárásarhættan ekki
mikil. Þess vegna verffur það að
vera krafa til „verndaranna",
að þeir reyni ekki sízt að hafa
þennan þátt verndarinnar í lagi.
Framangreind ummæli ber langt
frá því að skoðast svo, að verið
sé að andmæla þeim varúðar-
Flugher Þjóðverja
og Breta
(Framh. af 1. slöu.)
ast fámennari, en báru jafnan
sigur úr býtum, sökum yfir-
burða sinna.
Á síðastliðnu ári lögðu Bretar
aðaláherzluna á smíði orustu-
flugvéla. Það voru Spitfire og
Hurricane, sem unnu hina ör-
lagaríku loftsigra í ágúst og
september síðastliðnum. Nú eru
enn betri orustuflugvélar komn-
ar til sögunnar. Þær bera nöfn-
in Tornado og Whirlwind. Það
er engin ástæða til að efast um
að Bretar munu ekki halda
áfram yfirráðum í loftinu í
dagsbirtu. Hins vegar hafa enn
ekki fundizt fullnægjandi úr-
ræði gegn næturárásum, en
miklar vonir eru bundnar við
nýja tegund næturorustuflug-
véla.
Það er ekkert leyndarmál, að
í seinni tíð leggja Bretar orðið
meiri áherzlu á framleiðslu
sprengjuflugvéla. Margar teg-
undir hinna þýzku sprengju-
flugvéla, einkum steypiflugvél-
arnar, virðast orðnar úreltar og
auðvelt skotmark í loftorustum.
Bretar leggja mikla áherzlu á
vandaðan frágang sprengju-
flugvéla og eru byrjaðir á fram-
leiðslu nýrra tegunda, sem hafa
reynzt mjög vel. Churchill hef-
ir lofað, að 1941 skuli fleiri
sprengjum varpað niður yfir
Þýzkaland en Bretland. Sókn-
arhugur hins brezka flughers er
mikill og allar líkur éru til að
þetta loforð verði efnt.
T. E. Wright telur, að Þjóð-
verjar framleiði 2000 flugvélar
á mánuði. Þjóðverjar nota bæði
flugvélaverksmiðjur í Norður-
Frakklandi og Tékkoslóvakíu.
Verksmiðjum í Norðúr-Frakk-
landi stafar mikil hætta af
loftárásum. Wright telur, að
Bretar framleiði 1600 flugvélar
á mánuði og fer framleiðslan
vaxandi, þrátt fyrir árásir
Þjóðverja. Sökum þess að Bret-
ar leggja meiri áherzlu á vand-
aðan frágang tekur það meiri
vinnu að fullgera hliðstæða
brezka flugvél en þýzka.
Bretar fengu tiltölulega lítið
af flugvélum frá Bandaríkjun-
um á síðastliðnu ári og er ekki
hægt að segja að sú aðstoð hafi
haft verulega þýðingu. Þó fengu
þeir þaðan nokkrar allgóðar
flugvélar, sem eru notaðar til
strandgæzlu og árása á skip. Á
þessu ári munu flugvélarnar,
sem Bretar fá frá Bandaríkjun-
um hins vegar hafa mikla þýð-
ingu. í desember framleiddu
Bandaríkin 750 flugvélar, í jan-
úar 1000 flugvélar. í júlí er gert
ráð fyrir að mánaðarframleiðsl-
an nemi orðið 1600 flugvélum.
Öll ársframleiðslan verður
18,000 flugvélar. Næsta sumar
er gert ráð fyrir að mánaðar-
ráðstöfunum, sem hér er verið
að gera, því að þær eru sjálf-
sagðar. En það má samt ekki
gera meira úr hættunni en þörf
krefur og auka með því skelf-
ingu hjá kjarklitlu fólki.
LefkfélagReykJavákiu*
Á ÚTLEIÐ
SÝNING ANNAÐ KVÖLD KL. 8
Aðgöngumiðar seldir eftir kl.
1 í dag.
Hljómsveit undir stjórn Dr. V.
Úrbantschitsch aðstoðar við
sýninguna.
Börn fá ekki affgang.
y-------GAMLA BÍÓ—
STtTLKAIV FRÁ
KENTIJCKY
(The Lady from Kentucky)
Amerisk kvikmynd.
Aðalhlutverkin leika:
GEORGE RAFT,
ELLEN DREW og
HUGH HERBERT.
Aukamynd:
MERKUSTU VIÐBURÐIR
ÁRSINS 1940.
———NÝJA BÍÓ---------
Tower
í London!
(TOWER OF LONDON)
Söguleg mynd frá „Uni-
versal Pictures, er bregð-
ur upp myndum af Lon-
don 15. aldar, og aldar-
hætti þess tíma.
Aðalhlutv. leika:
BASIL RATHBONE,
BARBARA O’NEIL,
NAN GREY
BORIS KARLOFF.
íbúff, 1—2 herbergi, með eld-
húsi eða eldhúsaðgangi, óskast
14. maí. Tvennt fullorðið í
heimili. Upplýsingar í síma
2323.
framleiðslan verði orðin 2500
flugvélar, en hámark hennar á
að verða 3500 flugvélar. Það er
þess vegna vafalaust, að Bretar
munu með aðstoð Bandaríkj-
anna fá alger yfirráð í loftinu.
Flugið hefir mikið aðdráttar-
afl á brezku æskumennina. Ný-
ílega var stofnaður einskonar
námshringur fyrir unglinga á
aldrinum 16—18 ára, sem vildu
læra undirstöðuatriði flugfræð-
innar. Þegar bárust um 75,000
umsóknir, eða miklu fleiri en
hægt var að sinna fyrst í stað.
Auk þessa eru hinir opin-
beru flugskóiar. Flugvélin er
vettvangur fyrir íþróttamennsk-
una og æfitýralöngunina. Hún
er fyrst og fremst vopn æskunn-
ar.
Kvikmyndir af þeim og
skopteikningar.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Börn innan 16 ára fá ekki
affgang.
Sýnd kl.7 og 9.
2000 békamenn
úr öllum héruðum og kaupstöðum landsins eru fastir áskrif-
endur að tímaritinu Dvöl. Dvöl er höfð á hávegum hvarvetna
þar sem lestrarhneigt og menntafúst fólk er. Hún er ein
þeirra bóka, sem oftast eru lesnar á heimilunum, enda eru
sumar sögurnar, sem í henni birtast, perlur heimsbókmennt-
anna.
Eruð þér kaupandi Dvalar? Séuð þér það ekki, þá kynnið
yður efni það, er hún flytur, og hugleiðið síðan, hvort þeim
6 krónum sé ekki vel varið, sem lagðar eru í að kaupa Dvöl.
TímarlÉlð DVÖL,
Lindargötu 9 A, Reykjavík. Simi 2353.
Tilkynning
irá ríkisstjórnínm.
Erlcndar fréttlr.
(Framh. af 1. síðu.)
Ungverjaland í áttina til landa-
mæra Júgoslaviu. Budapest,
höfuðborg Ungverjalands, hefir
verið myrkvuð undanfarnar
nætur. Bendir þetta til að Þjóð-
verjar neyði Ungverja til að
hjálpa sér gegn Júgoslövum og
skýrir það sjálfsmorð Teleki
forsætisráðherra. Þýzkir menn
fara unnvörpum frá Júgoslaviu
og þýzk og ítölsk blöð halda á-
fram að birta fregnir um illa
meðferð þýzkra og ítalskra
manna í Júgoslaviu. Júgoslavn-
esk blöð mótmæla harðlega
þessum fregnum. í tilkynning-
um frá stjórninni segir, að hún
vilji frið við öli nágrannaríkin,
en mun hins vegar kappkosta
að verja frelsi og sjálfstæði rík-
isins. Mikill hernaðarlegur und-
irbúningur er í Júgoslaviu.
Borgir hafa verið myrkvaðar og
búið er að taka járnbrautirnar
algerlega í þágu herflutning-
anna.
Matchek, foringi Kroata, hef-
ir tekið við störfum varaforsæt-
isráðherra, en hann hafði frest-
að því, unz hann hefði ráðfært
sig við samherja sína. Fékk hann
áður framgengt nokkrum sér-
stjórnarkröfum Kroata. Þjóð-
verjar reyndu eftir megni að
spilla milli Kroata og Serþa
meðan á þessum samningaum-
leitunum stóð, en það hefir ekki
tekizt.
Rrezku hernaðaryfirvöldm Iiafa talið nauð-
synlegt að loka mestum hluta Eiðisvíkur fyrir
allri umferð, með því að þar verður framvegis
rannsóknarstöð fyrir skip.
Takmörk hins lokaða svœðis í Eiðisvík eru
þessi:
Að norifan lína, sem hugsast dregin milli
nyrztu odda Yiðeyjar og Geldinganess og er
lína þessi merkt með duflum. auðkenndum
með hvítum og rauðum rákum.
Að sunnun lína, sem hugsast dregin frá norð-
urcnda hafskipahryggjjunnar í Yiðey í réttvís-
andi austur og er lína þessi merkt með duflum,
auðkenndum með hvítum og rauðum rákum.
Samkvæmt þessu er ölluni farartækjum
bönnuð umferð á framangreindu svæði.
Rrezku hernaðaryfirvöldin hafa tilkynnt, að
sérhvert farartæki, sem fer án leyfis flota-
yfirvaldanna í Reykjavik inn á hið bannaða
svæði, verði skotið í kaf.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið,
4. apríl 1941.
$iglingar.
Vér höfum þrjú til fjögur skip í förum milli vesturstrandar
Englands og íslands.
Tilkynningar um vörur sendist
326 Robert C. Olicer:
— Það vitum við, sagði Taylor og
borgaði eklinum ríflega. En þar eð þér
virðist vera hér allkunnugur getið þér
ef til vill gefið okkur upplýsingar um
bæinn. Er ekki sæmilegt gistihús þar?
— Jo-ú, það er þar, nýtt gistihús,
sem heitir Enoch.
Bob hnippti í Taylor, sem spurði nú
ákafari en áður.
— Þekkið þér ef til vill gestgjafann?
— Það ganga nú ýmsar sögur um
gistihúsið, sagði ekillinn íbygginn, en þó
ánægður yfir að vera þarna hinn fróði
aðili málsins. — Menn segja, að strák-
ur, sem fæddist og ólst upp í bænum
hafi farið til Ameríku og grætt þar of
fjár, og nú sýnir hann fæðingarbæ sín-
um ýmsa vinsemd. Það á að vera hann,
sem hefir byggt gistihúsið og reyndar
fleiri hús, sem ekki koma þessu við.
Annars er bærinn mesta svínastía,
sem ekki verðskuldar slíkt. íbúarnir
eru samsvarið glæpahyski, sem við í
Kovry viljum hafa sem minnst saman
við að sælda.
Það er gamallt máltæki hér um slóð-
ir, að maður geti spilað við Gyðing og
unnið, ef maður er heppinn, en ef mað-
ur spilar við mann frá Czernow tapar
maður alltaf og setur auk þess líf sitt
í hættu
— Er það svona, sagði Taylor, sem
Æfintýri blaðamannsins 327
þóttu þessar upplýsingar harla merki-
legar. Én vitið þér hvað hann heitir
þessi Ameríkumaður?
— Nei, ég veit það ekki. Hann er víst
dálítið dularfullur. En ég hefi heyrt, að
móðir hans sé á lífi. Þarna í bænum er
kerling, sém einu sinni var eiginlega
betlari. Nú veltir hún sér í peningum
og snertir aldrei á handtaki. Það er
sagt, að hún sé móðir hans.
— Já, en þá hljóta menn líka að
þekkja soninn.
— Nei, — hún hefir átt marga syni
með mörgum feðrum, svo það er ekki
gott að átta sig á því, hver sonanna
þetta er — hún veit það víst ekki sjálf.
Hún tekur bara á móti peningunum
þegar þeir koma, og þá sækir hún til
gestgjafans á Hótel Enoch.
— Eru fleiri gistihús í bænum?
— Já, það eru þar nokkur þjófabæli,
hvert öðru verra.
— Þetta er ágætt, hérna er skildingur
fyrir upplýsingarnar, sagði Taylor og
kvaddi ekilinn, sem sat undrandi og
horfði á eftir þessum tveim merkilegu
mönnum, sem gengu í áttina til Czer-
now.
Allt í einu sló ekillinn á ennið á sér.
Auðvitað! Þetta er náttúrlega hann
sjálfur — Ameríkumaðurinn — hann
talaði einkennilegt mál. Hann hefir
- Fimm tundurspillum, sem ít-
alir höfðu á Rauðahafi, hefir
verið sökkt, þrem af Bretum og
tveim af ítölum sjálfum. Tund-
urspillar þessir-höfðu aðalbæki-
stöð í Massawa.
CULLIFORD & CLARK Ltd.
Bradleys Chambers,
London Street, Fleetwood,
effa
GEIR H. ZOEGA
Brezki herinn sækir fram frá
Diredawa til Addis Abeba og
hefir þegar farið um 100 mílur,
en alls er þessi leið 280 mílur.
Sameiginlegur her Breta og
Abessiniumanna sækir einnig
til Addis Abeba að norðan.
Daladier og Reynaud fyrv.
forsætisráðherrum Frakklands,
sem Vichystjórnin lét taka
fasta, hefir verið sleppt iaus-
um.
Vikuna, sem endaði 23. marz,
var sökkt skipum, sem námu
59 þús. smál., fyrir Bretum og
Bandamönnum þeirra. Vikuna,
sem endaði 16. marz, var tjónið
94 þús. smál. og vikuna, sem
endaði 9. marz, var tjónið 99
smál., og vikuna sem endaði 2.
marz, var sökkt 148 þús. smál.
Símar 1964 og 4017,
er gefur frekari upplýsingar.
The World’s News Seen Through
The Christian Science Monitor
An International Daily Newspaþer
ú Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational-
ism — Editorials Are Timely and Instructive and Xts Daily
Features, Together with the Weekly Magazine Section, Make
the Monitor an Ideal Newspaper for the Home.
The Christian Science Publishing Society
One, Norway Street, Boston, Massachusetts
Price $ 12.00 Yearly, or Jfl.00 a Month.
Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year.
Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents.
Narae--------------------------------------------
Aaktrew.,
Kopar,
aluminium og flelri málmar
keyptir í LANDSSMIÐJUNNI.
♦ ÚTBREIÐIÐ TÍMANN ♦
Vinnið ötullega fgrir
Tímann. ITÍMUVN er vífllesnasta anglýsingablaðið!