Tíminn - 08.04.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.04.1941, Blaðsíða 2
TmrVTV, þrlgjndaglim 8. apríl 1941 41. lilað 162 ‘gíminn Þriðjudayinn 8. apríl Landnám Síðastliðinn fimmtudag var skýrt frá því hér í blaðinu, að fram væri komið á Alþingi frumvarp til laga um jarða- kaup ríkisins vegna kauptúna og sjávarþorpa. Nú hefir einnig verið lagt fyrir þingið frum- varp til laga um landnám rík- isins, og er það, eins og hið fyrrnefnda, samið af fram- færslumálanefnd ríkisins. Mál- ið var til athugunar á Búnað- arþingi og hlaut þar samþykki. Er það nú flutt á Alþingi af landbúnaðarnefnd neðri deild- ar, eftir ósk landbúnaðarráð- herra. Samkvæmt þessu frumvarpi er til þess ætlazt, að ríkið láti framkvæma landnám í sveit- um og við sjó, og á ríkissjóður að leggja fram a. m. k. 250 þús. kr. á ári í því skyni. Heimilt er og að verja til þessara fram- kvæmda allt að helmingi þess fjár, sem árlega kann að verða veitt á fjárlögum til fram- leiðslubóta og atvinnuaukningar. Til þess hefir á undanförnum árum verið varið y2 miljón króna ár hvert og hefir það verið nefnt atvinnubótafé. Enginn vafi er á því, að gagnið af því fé verður varanlegast sé það notað til þess að styðja þá menn, er vilja hefja búskap eða annan heilbrigðan atvinnu- rekstur í sveitum og við sjó, þar sem viðunandi skilyrði eru fyr- ir hendi. Það kostar mikið erf- iði og fjármagn, að byggja ny býli á óræktuðu landi, og því er bæði nauðsynlegt og réttmætt að landnemarnir séu styrktir til þess að komast yfir byrjunar- örðugleikana. Þetta landnám rikisins 'á að fara fram á jörðum, sem eru eign ríkisins, og er í því fólgið, að ríkið lætur undirbúa til ræktunar og rækta land á sinn kostnað. Gert er ráð fyrir, að ræktað land á hverju býli við sjó verði minnst 2 hektarar, en tún hvers býlis i sveitum minnst 10 hektarar, auk beitarlands. Ríkið kostar girðingu og fram- ræslu landsins, og lætur full- rækta a. m. k. 4 hektara af landi hvers sveitabýlis. Þegar þessum framkvæmdum er lokið, á að fara fram fasteignamat á hverri einstakri jörð eða lóð, og verða þær síðan seldar á erfðafestu samkvæmt gildandi lögum. Til framhaldsræktunar og bygginga fá ábúendur á sjávarbýlum lán úr væntan- legri lánadeild smábýla, en bændur sveitabýlanna njóta ■ lána og styrkveitinga sam- kvæmt lögum um byggingar- og landnámssjóð. Ennfremur er gert ráð fyrir því í frumvarpinu, að nýbýla- stjórn, sem á að hafa með hönd- um framkvæmdir í þessum málum, geti reist í tilrauna- skyni nokkur nýbýli í sveit, þar sem ríkið framkvæmir ræktun og byggingar að fullu og leigir síðan býlin eftir erfðaleigulög- unum. Nýbýlastjórn er heimilt, að láta þá menn ganga fyrir um ábúð á þessum býlum, sem vilja leggja fram vinnu við landnámið með þeim skilmál- um, að þeir fái vinnuna goldna með hæfilegri eign í mannvirkj- um býlisins, þegar það er full- gert til ábúðar. Er þetta sér- staklega íhugunarvert nýmæii, og gæti verið hentugt fyrir unga menn, sem vilja skapa sér heimili í sveit, ef þeim gæfizt á þennan hátt kostur á því að vinna fyrir nokkrum höfuðstól og tryggja sér varanleg jarðar- afnot um leið. Sjötta fiokksþing Framsókn- armanna samþykkti ályktun um nýbýli og aukið landnám, þar sem lögð var áherzla á það, að stuðlað yrði að býlafjölgun í landinu. Er það tillaga flokks- þingsins, að stofnstyrkur til hvers nýbýlis verði aukinn frá því sem nú er, í samræmi við •þá reynslu, sem fengizt hefir í nýbýlamálinu á undanförnum árum og með hliðsjón af verð- lagsbreytingunum. Lýsti flokks- þingið stuðningi við frumvarp- ið um landnám ríkisins, sem hér hefir verið getið. Væntan- §jálfiTörn Um nokkurra vikna skeið hafa íslenzk skip ekki siglt til Englands, eftir að herskip ann- ars stríðsaðilans höfðu með ó- venjulegri grimmd vegið að ís- lenzkum sjómönnum, sem voru varnarlausir á hafinu. Fram á síðustu daga höfðu leiðtogar ís- lendinga treyst á varnarleysið og hlutleysið. Engin varúðar- ráðstöfun hafði verið gerð til að búa sjómennina undir að taka á móti hinum nýja hern- aði á sjónum. í síðasta stríði var það siður kafbátsforingja, að hjálpa sjómönnum til að komast í báta og bjargast, þó að skipum þeirra væri sökkt. Nú eru gömlu alþjóða- og hlut- leysireglurnar að engu hafðar. Það er jafnvel reynt að vega sjómennina áður en skipum þeirra er sökkt. Og þessi ó- fögnuður er kominn að strönd- um íslands, í landhelgi íslands. Hinum hlífðarlausa hernaði er lýst yfir gagnvart íslandi alveg upp í landsteina, og kannske eitthvað lengra, Engan getur furðað á því, þó að sjómennina og aðstandendur þeirra fýsti ekki að leggja út á hafið algerlega varnarlausa, móti hinum hlífðarlausasta hernaði. Niðurstaðan varð sú, að skip íslendinga hættu í bili að sigla milli landa. Sumar skipshafnir álíta ekki fært út á miðin til að fiska í salt. Frysti- húsin allt í kringum land eru full af frosnum fiski, sem ekki er fluttur burtu. Sú byrjandi velmegun sjómanna í mörgum verstöðvum, sem leiddi af starfi hraðfrystihúsanna er að snúast upp í hallæri. Lánastofnanir eiga mikið fé í útgerðinni og fiskibirgðum, sem vel geta orð- ið að engu og orsakað ríkinu stórmikið tap. Hér er aðeins um tvær leiðir að ræða. Önnur leiðin er sú, að íslendingar hætti algerlega að sækja sjó, og að flytja vörur til og frá landinu. Slík aöferð myndi á skömmum tíma leiða af sér hallæri og hungursneyð hvarvetna við sjóinn, og síðan fæða af sér hrun hins íslenzka rlkis. Hin leiðin er sú, að fylgja dæmi annarra þjóða. Allar ná- búaþjóðir íslendinga, sem ekki eru þjáðar af hafnbanni, sigla um höfin. Færeyingar fiska hér við land og sigla til Englands enn sem komið er. Og ekki þarf að spyrja um Breta, Norðmenn, Dani, Hollendinga, Belgi og lega verður samkomulag um fullnaðarafgreiðslu þessa máls á Alþingi, áður en þingið hættir störfum að þessu sinni. Sk. G. Frakka þá, sem ekki eru á valdi Þjóðverja. Ef íslendingar hætta að sækja sjó og sigla milli landa, þá er komið sama ástandið eins og var í Napoleonstyrjöldinni, þegar íslendingar áttu engin skip og gátu enga björg sér veitt í siglingarmálum. En menn lifðu þá á gæðum lands- ins og lifðu spart. Einn af mestu valdamönnum landsins á þeirri tíð sagði, að hægt væri að halda lífi í fólkinu i heilum fjórðungi, ef brýni og járn í Ijái og skeifur yrði flutt til landsins. Nútímakynslóðin á íslandi vill ekki lifa jafn einföldu lífi og forfeður okkar á Napoleons- öldinni. En þá verður líka að vinna bæði á sjó og landi og sigla um höfin með nauðsynj- ar handa landsmönnum og ís- lenzka framleiðslu. Mér er sagt, að lærdómsmenn hafi verið spurðir, hvort sjó- menn okkar mættu verja sig gegn árás á líf þeirra og eignir, og að þeir hafi verið í vafa um sjálfsvarnarréttinn vegna hins yfirlýsta hlutleysis. Mér er líka sagt, að einhverjir viðvaningar, sem hafa átt að læra • að fara með vopn í öðrum löndum hafi látið í ljós þá skoðun, að ís- lendingar gætu ekki skotið úr byssu, vel að merkja, nema þeir, sem hafi lært hjá sam- bandsþjóðinni í nokkra mánuði. Ég vil sízt draga í efa lær- dóm og skotfimi þessara sér- fróðu manna. Ég vil aðeins benda á, að ef sérfræði þeirra er rétt, vofir hungur og vesal- dómur yfir íslenzku þjóðinni og fullkomin upplausn hins ís- lenzka þjóðskipulags. Mér þykir sennilegt, að þeir menn sem hafa látið sér um munn fara orð um það, að ís- lendingar hafi engan sjálfs- bjargarrétt, muni vera reynslu- lausir og innantómir skyn- skiptingar. Frá því menn urðu fyrst til á jörðunni, hefir réttur mannsins til að verja líf sitt móti tilefnislausri árás, verið óskrifuð lög í hverju einasta mannfélagi. Hver sá maður, sem afneitar sj álf svarnarrétti sín- um, er samstundis troðinn und- ir fótum. Sama lögmál gildir um heiður þjóðarinnar. Yfir íslenzku þjóðinni vofir tjón lífs og lima af styrjaldar- orsökum í byggðum landsins, kauptúnum, kaupstöðum og á hafinu við strendur landsins. Stærstu kaupstaðir landsins eru ef til vill í meiri hættu heldur en vopnað skip á sjónum. Engum getur dottið í hug, að þó að skotið væri með vélbyss- SIGURÐUR JÓMSSON: Áburðarverksmiðj a á lslandí A árunum 1934 og 1935 lét ís- lenzka ríkisstjórnin gera ýmsar athuganir í sambandi við möguleika á því að reisa verk- smiðju til þess að framleiða á íslandi köfnunarefnisáburð úr loftinu, eins og það venjulega er kallað. Það þótti sýnt, þegar búið var að efnagreina skelja- sand þann, sem mikið er af í Patreksfirði og víða annars staðar á Vestfjörðum og raun- ar víða á Suðvesturlandi, að kalksandur þessi væri ágætlega nothæfur sem bindiefni er um framleiðslu kalksaltpéturs er að ræða. Áður hafði ekki verið gert ráð fyrir því, að hér á landi fyndist hentugt bindiefni til þessarar framleiðslu. Um þetta leyti var verið að undirbúa virjun Sogsins og var búizt við að henni yrði lokið á árinu 1937, sem líka varð. Þess vegna þótti mega gera ráð fyrir því, að nægileg orka yrði afgangs í hinni nýju Sogsstöð til þess að unnt yrði að byggja á henni framleiðslu á tilbúnum áburði. Til framleiðslu kalksaltpéturs þarf kalk sem bindiefni, en köfnunarefni er náð úr loftinu með rafmagni og breytt í salt- péturssýru og hún síðan mett- uð með kalki. Það hafði áður verið á það minnst, að framleiða á íslandi tilbúinn áburð í stórum stíl til útflutnings. Þessháttar ráða- gerðir höfðu einkum heyrzt í sambandi við • fyrirætanir um stórar vatnsvirkjanir hér á landi. Bar mest á þessum ráða- gerðum á heimsstyrjaldarárun- um. Dönskum samvinnumönn- um mun t. d. hafa leikið hugur á því á síðari heimsstyrj aldar- árunum að reisa áburðarverk- smiðju hér á landi og var þá tilætlunin að virkja Lagar- fljót. Var það íslenzkur búfræð- ingur, að nafni Karl Sigvalda- son, sem einkum mun hafa vak- ið athygli dönsku samvinnu- mannanna á þessu máli. Ýms- ar orsakir lágu þá til þess, að ekkert varð úr framkvæmdum, svo sem hið mikla verðfall eftir stríðið og einnig breyttar að- ferðir við að framleiða tilbú- inn áburð. Við athuganir þær, sem stjórnin lét gera 1934, kom brátt í ljós, að það myndi ekki vera kleift eins og þá stóð á, að framleiða á íslandi með hagn- aði tilbúinn áburð í stórum stíl til útflutnings til Evrópu. Kom þar ýmislegt til greina, m. a. það, að stóru áburðarverk- um á bæi í sveit, .eða bænda- fólk við vinnu, að allir sveita- menn myndu þess vegna hætta að vinna að öðru en því, að grafa sér skotheld byrgi. Sveita- fólkið, kauptúna- og kaupstað- arbúar og sjómenn á hafinu verða að búast sem bezt til varnar og halda áfram að starfa og lifa, meðan fjörið end- ist. En sjómennirnir gera full- komlega rétt í því að fara ekki varnarlausir í hendur þeirra svarra, sem eyða fiskimönnum á undan skipum þeirra. Ekkert er fjær íslenzkum sjómönnum heldur en að gefast upp og híma auðum höndum. Það er sögn íslenzkra sjó- manna, sem voru í skipsbátn- um, að ekkert hafi þeim þótt sorglegra en að sjá flugvél fljúga sjö sinnum rétt yfir bát þeirra og ausa yfir þá vélbyssu- hríð í hvert sinni, en að þeir gátu þá ekki svarað með við- eigandi skothríð. Hér er kjarni málsins. Sjómannastéttin ís- lenzka á að fá varnarvopn á hverja fleytu með ströndum fram, eða þeim sem fara milli landa. Þá er leikurinn jafnari. Þá hika kafbátar og flugvélar við að ráðast á hin litlu skip okkar. Þá er hættan engu minni fyrir þá heldur en íslenzku sjómennina. Ef fiskiflutningum er haldið uppi til Englands, verða skipin að fara mörg saman og undir sérstakri vernd. Ef hver íslenzk fleyta hefir viðeigandi varnar- tæki, og er auk þess undir sér- stakri vernd á Englandsferðun- um, þá mun sjómannastéttin íslenzka ekki verða í öllu meiri hættu heldur en þeir kaupstað- ir hér á landi, sem líklegast þykir að verði fyrir loftárásum. Ég vil bera fram enn eina röksemd gagnvart mönnum hér á landi, sem álíta, að íslend- ingar geti ekkert gert nema með danskri hjálp. Þegar ís- lendingar byggðu sér varðskip með góðum skotvopnum, var því haldið fram af undirlægj- um Dana á íslandi, að íslenzkar skyttur gætu ekki farið með slík tæki nema með mjög langri æfíngu. Reynslan hefir sýnt á íslenzku varðskipunum og varð- bátunum, að Islenzkar skyttur fá nægilega leikni til að fara með þau varnarvopn, sem hér er um að ræða, á nokkrum dög- um. Þeir menn, sem mesta reynslu hafa í þessum efnum hér á landi, fullyrða, að það sé svo að segja á svipstundu hægt að æfa valda menn á skipum landsins til að fara með byssur á þann hátt, að þeim hetjum hafsins, sem vega varnarlausa sjómenn með skotvopnum út á reginhafi, standi nægilega mik- ill stuggur af sjálfsvörn íslend- smiðjurnar i Evrópu gátu þá framleitt árlega þrisvar sinnum meira magn af köfnunarefnis- áburði en ársnotkun af þeim áburði var i Evrópu. Voru verk- smiðjurnar hafðar svo stórar af því að þeim var ætlað að framleiða sprengiefni á ófrið- artímum. Samkeppni á erlend- um markaði við stóru áburðar- hringana var því útilokuð, enda var verðið það lágt t. d. í Dan- mörku, að íslenzk framleiðsla myndi ekki hafa getað keppt þar við þýzka. Við það bættist svo, að vöruskiptasamningar milli þjóðanna hindruðu frjáls- an innflutning í ýmsum lönd- um. T. d. keypti Danmörk fyrir stríðið allan köfnunarefnisá- sinn frá verksmiðjum, sem voru þýzk eign, en Þjóðverjar keyptu landbúnaðarafurðir af Dönum í staðinn, Sá möguleiki var ef til vill hugsanlegur, að hægt væri að flytja frá íslandi köfn- unarefnisáburð til Norður-Ame- ríku, t. d. Kanada. Hefðu vöru- skipti á korni og áburði þannig hugsanlega getað komið til mála. Þetta mál mun þó aldrei hafa verið rannsakað til hlítar, og máske ekki mikil líkipdi til að s.ú rannsókn hefði borið já- kvæðan árangur. Það verkefni, sem lá þá fyrir, var að rannsaka hvort unnt mundi vera að framleiða tilbú- inn áburð á íslandi til að full- nægja þörf íslendinga ein- göngu. Hvað snerti raforku til slíkrar framleiðslu, kom fljót- lega í ljós, að hana var hægt að fá næga frá hinni nýju Sogs- stöð og nægilega ódýra, en inga til að hætta sér ekki út í einvígi af því tagi. Ef þjóðin vill grotna niður í eymd og vesaldóm, þá hættir hún, ein af öllum siglingaþjóð- um, að fara út á hafiö. Ef þjóð- in vill verja líf sitt, frelsi sitt, eignir sínar og manndóm, þá vopnar hún skip sín og ver sig á grundvelli sjálfsbjargarinnar, móti hverjum þeim árásarað- ila, sem sækist eftir blóði sona þessarar þjóðar, sem ásækir engan að fyrra bragði, þjóðin, sem er Rauði Kross á hafinu, þjóðin, sem er búin að bjarga 1300 Bretum og Þjóðverjum frá drukknun á einu ári. II. Ég hefi nú minnst á hættuna af árásum annars styrjaldarað- ilans. Þótt undarlegt sé, stend- ur þjóðinni líka hætta af of mikilli eftirirspurn eftir vel launaðri vinnu frá hinni stríðs- þjóðinni. Bretar hafa hér um hönd á nokkrum stöðum allmiklar vinnuframkvæmdir í sambandi við styrjöldina. Þeir hafa haft og hafa enn mjög marga ís- lendinga í vinnu. Þeir greiða mjög hátt kaup, og mjög skil- víslega í reiðum peningum. Vel er hugsanlegt, að þeir vilji fá enn fleiri starfsmenn í vor og sumar, þó að hvorki mér né öðr- um íslendingum séu kunnar þær eða aðrar ráðagerðir. Að mörgu leyti var þessi vinna í fyrstu einskonar hval- reki. Hér hafði verið atvinnu- og peningaþröng itm allmörg undanfarin ár. Þjóðin var farin að þekkja böl atvinnuleysis og atvinnubóta. Klakahögg á kostnað ríkis og bæjarfélaga var oröið átumein í þjóðfélag- inu. Skyndilega hvarf atvinnu- leysið að mestu eða öllu. Menn fengu fremur vel borgaða og fremur auðvelda vinnu. Marg- ur efnaleysingi fékk meiri pen- inga handa milli heldur en hann hafði dreymt um áður. Og samt getur þetta orðið böl. Segjum að hið lausa vinnuafl landsins hverfi í þessa áður- nefndu vinnu á þann hátt, að Reykjavík geti ekki lokið við hitaveitu sína, og bændurna skorti vinnuafl til að heyja fyr- ir bústofni sínum. Segjum að ofan á fjárpestina bætizt, að víða verði að stórfækka mjólk- urkúm, af því að heyfengur ná- ist ekki sökum fólkseklu. Segj- um að fólk í sveitum og kaup- túnum landsins yfirgefi hús og heimili og leiti í vinnu hjá Bretum við einhverjar bráða- birgðaathafnir þeirra hér. Eft- ir stutta stund eða lengri tíma hættir þessi skyndivinna hjá herþjóðinni. Þá verður skyndi- lega þröngt fyrir dyrum hjá meginþorra þeirra manna, sem elt hafa háa kaupið og skyndi- myndi hafa kostað það, að eftir svo sem 5—10 ár frá því að á- burðarverksmiðjan var reist, hefði þurft að bæta við í Sogs- stöðina einni rafvélasamstæðu, sem þá hefði kostað um eina miljón króna. Þessar staðreynd- ir, að fáanleg myndi næg, ódýr raforka og ennfremur heppilegt íslenzkt bindiefni, þar sem skeljasandurinn var, virtust ó- tvírætt benda í þá átt, að unnt væri á fjárhagslega tryggum grundvelli að fullnægja áburð- arþörf íslendinga með íslenzkri framleiðslu á tilbúnum áburði. Með öðrum orðum, að hér á landi ætti að vera hægt að framleiða svo ódýrari köfnun- arefnisáburð, að það borgaði sig að reisa áburðarverksmiðju þrátt fyrir það, að vér þyrftum að flytja inn lítilsháttar af efnivörum til framleiðslunnar og auk þess hrófosfat og kalí- salt. Við rannsókn, sem gerð var í Danmörku á því, hvort skelja- sandurinn væri nothæfur sem bindiefni, kom í ljós, að í hon- um var um hálfur af hundraði af klór og var það talið til nokkurrar hindrunar í fyrstu og að þurfa myndi að kosta því til aukalega að þvo klórið burt, en síðar, þegar gert var ráð fyrir að framleiða nær eingöngu kalkammonsaltpétur, þótti þessa þvottar ekki við þurfa. Svo lítið var talið þurfa af sandinum, að kostnaðurinn við hann yrði innan við fimm af hundraði af framleiðslukostn- aði tilbúna áburðarins. Árið 1930 hafði innflutningur gróðann og hið algerða öryggis- leysi í framtíðinni. í þessu efni verður líka að koma til greina sjálfsvörn frá hálfu hins íslenzka þjóðfélags, þó að þar eigi í hlut vinsamleg, prúð og stillt sambýlisþjóð, sem borgar reiðulega hærra kaup en íslenzkt atvinnulíf getur keppt við. íslendingar geta ekki látið leiðast til að sleppa meginhluta vinnuaflsins frá hinni óhjá- kvæmilegu framleiðslu, í skyndivinnu erlendrar sambýl- isþjóðar, þó að kaupið sé hátt og skilvislega greitt. Fyrir ríkisstjórn og Alþingi liggur það augljósa og óhjá- kvæmilega skylduverk, að kom- ast að glöggri niðurstöðu um það, hve mikið af vinnuafli ís- lenzkir atvinnuvegir geta látið í té í skyndivinnu Breta. Þessa tölu verða sambýlismennirnir að fá, og meira ekki. Það vinnu- afl, sem Breta vantar þá, verða þeir að flytja hingað til lands, eftir því sem þeir hafa þörf til. Það er sjálfsagt að viðurkenna hiklaust, að íslendingum kom meir en vel að fá vinnu, jafn- vel skyndivinnu, til að bæta úr atvinnuvöntun. Það er líka mik- il kurteisi frá hálfu Breta, að flytja ekki hingað inn útlenda verkamenn, meðan völ er á ís- lenzkum mönnum, sem vildu og gátu unnið að skyndivinnu þeirra. Það er vitaskuld þakkar- vert líka, einkum í sambandi við riauðungarvinnu frænd- þjóða okkar á meginlandinu, að Bretar hafa goldið mjög hátt verkakaup, og beitt mikilli mildi og mannúð við starfsfólk í þjónustu þeirra. Engu að síður þurfa yfir- menn Breta hér á landi að fá um það glöggar og ótvíræðar röksemdir, að við getum ekki látið þeim í té nema mjög tak- markaða tölu starfsmanna. Framleiðsla landsmanna til lands og sjávar verða að sitja fyrir í þeim efnum. Bretar gera mannvírki sín hér á landi í sambandi við alheimsbaráttu þá, sem nú stendur yfir, en ekki sem íslenzkt sérmál. íslending- ar geta jafnvel ekki misst allan þann vinnu’kraft, sem Bretar kunna að þurfa hér, jafnvel þó að mjög sé vel borgað. Heims- veldið, sem styður sig við kletta og firði íslands í hinni ægilegu glímu, verður að geta flutt hingað það starfsfólk, sem með kann að þurfa, en ekki er fá- anlegt hér. Lifið á hörkufullum tímum er fullt af mótsögnum. Við íslend- ingar eigum tvær voldugar frændþjóðir, Englendinga og Þjóðverja, og þykjumst menn nokkru að meiri fyrir þá frænd semi, einkanlega eins og málin horfa við á friðartímum. En nú sem stendur verðum við að beita (Framh. á 4. síðu.) af tilbúnum, áburði verið 3286 smál., sem kostaði 793 þúsund krónur. Síðan hafði innflutn- ingurinn farið minnkandi á kreppuárunum allt niður í hálfa miljón króna. Það var þó viður- kennt af forgöngumönnum landbúnaðarins, að oflítið væri flutt inn af tilbúnum áburði miðað við hina raunverulegu þörf landbúnaðarins og lét nú- verandi búnaðarmálastjóri t. d. þannig ummælt í blaðaviðtali 1935, að þörfin fyrir tilbúinn áburð væri ralunverulega um 5000 smál. á ári, eða um það bil helmingi meiri en þá var innflutt. Þessi ummæli hafa reynzt nálægt sanni. Árið 1939 voru seld hér á landi 4214 smál. af tilbúnum áburði fyrir 1138 þús. kr. Ekki þótti þó ráðlegt að miða fyrirhugaða áburðar- verksmiðju við meiri afköst en 2500 smál. framleiðslu á ári. Snemma á árinu 1935 fékk rík- isstjórnin svo mjög vel þekktan danskan efnafræðing, Bengt Wadsted að nafni, til þess að gera nákvæma áætlun um byggingu verksmiðju hér á landi sem skyldi vinna 2500 smál. af köfnunarefnisáburði a. m. k., úr loftinu og nota íslenzkan skeljasand sem bindiefni. Wad- sted er mjög vel fær og dugleg- ur verkfræðingur og hefir tekið þátt í byggingu fjölda stórra verksmiðja víða u,m heim. Verkfræðingur þessi dvaldi hér á landi lengi sumars 1935, rann- sakaði allar aðstæður og lauk við áætlun sína um haustið 1935. Hann gekk út frá því, að verksmiðjuna skyldi reisa í eða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.