Tíminn - 08.04.1941, Blaðsíða 4
164
TÍMIM, þrlgjudaginn 8. aprfl 1941
41. blað
ÞAKKARORÐ
Hér með viljum við af heilum hug þakka öllum þeim, er sýndu
okkur hina miklu samúð sína á síðasta mjólkurbúsfundi að Þingborg,
hinn 22. marz, með því að gefa okkur á áttunda hundrað krónur. Um
leið viljum við þakka hreppsbúum okkar, sem réttu okkur, eins og fyrr,
hjálparhönd, með því að gefa okkur hey, svo nœgja munu, og enn
aðrir peninga. Loks viljum við þakka kvenfélagi sveitarinnar, scm hefir
gefið okkur bœði fatnað á börn okkar, og peninga, þótt lengra sé um
liðið.
Gamalt máltœki segir: Guð elskar glaðan gefanda. — Unnum við
ykkur öllum og óskum .elsku hans og blessunar.
Efri-Gróf, 28. marz 1941.
GRÓA JÓNASDÓTTIR. GÍSLI BRYNJÓLFSSON.
Siglingar.
Vér höfum þrjú tll fjögur skip í förum milll vesturstrandar
Englands og íslands.
Tilkynningar um vörur sendist
CULLIFORD & CLARK Ltd.
Bradleys Chambers,
London Street, Fleetwood,
eða
GEIR H. ZOFGA
Símar 1964 og 4017,
er gefur frekari upplýsingar.
Að gefnu tilefní viljum vér benda á, að vér getuna
alls ekkí tekíð á móti beiðnum um mat-
arkartöílur frá einstaklingum í Reykjavík
né annarsstaðar.
Seljum aðeíns til venjul. verzlunaraðila
Grænmetísverzlun ríkísins.
Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
Reykhús. — Frystihús.
Mðursuðuverksmiðja. — Rjúgnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls-
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði;
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Egg frá Eggjasölusamlagl Reykjavíkur.
tí R BÆNUM
Tímlnn,
kemur næst út á þriðjudaginn eftir
páska. í
íslendingur einn,
sem sakaður er um að hafa barið
brezkan lögregluþjón í magann, þar
sem hann var að löggæzlustörfum í
mannþvögu, hefir verið hnepptur í
varðhald. Högg það, er lögregluþjónn-
inn hlaut, var svo mikið, að fyrst í
stað þótti tvísýnt um líf hans.
Boðberinn,
blað, sem nokkrir félagar í stúkunni
Framtíðin gefa út og Pétur G. Guð-
mundsson er ritstjóri að, er nú farið
að koma út prentað. Til þessa hefir það
verið fjölritað. Ritið fjallar um málefni
stúknanna og bindindismál.
Eiríkur Jónsson
bóndi I Vorsabæ á Skeiðum, á fimm-
tugsafmæli á páskadag.
Sjálfsvörn
(Framh. af 2. siðu.)
nokkurri sjálfsvörn gegn þess
um voldugu frændum. Við verð-
um að vopna hverja fleytu, sem
íslenzkir menn stýra, svo að
sjómenn okkar geti varið líf og
fjör móti hverri vopnaðri árás
frá kafbátum og flugvélum. En
gagnvart hinni frændþjóðinni
þurfum við að beita allt ann-
arri sjálfsvörn. Yfirsjón þeirrar
þjóðar er allt annars eðlis og
býsna ólík skothríð á varnar-
lausa menn. Bretar bjóðast til
að taka í mjög vel borgaða
skyndivinnu miklu fleiri menn
heldur en íslenzkt atvinnulíf
getur látið í té. Á þeim vett-
vangi þarf ekki loftvarnarbyss-
ur né fallbyssur í sjálfsvörn-
inni. Þar þarf ekkert nema
skynsamlega íhugun og glögg-
ar röksemdir. Engum, sem
þekkir til framkomu Breta hér
á landi, mun koma til hugar, að
þeir beiti nokkurri ósanngirni 1
sklptum við íslenzk yfirvöld um
hina kaupanlegu vinnuorku.
Bretar bjuggu hér í fyrrausmar
í almennum byggingum og ein-
stakra manna húsum fyrst eftir
að þeir komu. En þeir sáu, að
þeir gátu ekki tekið þessi hús
af íslendingum yfir veturinn
nema með því móti, að það setti
í hættu líf og menningu ís-
lenzku þjóðarinnar. Þess vegna
byggðu Bretar með ærnum
kostnaði herskála fyrir lið sitt
allt. Þeir vildu unna íslending-
um réttdæmis í sambúðinni, þó
að vopnastyrkurinn væri allur
á þeirra hlið. Sömu rök gilda i
þessu máli. Við íslendingar get-
um ekki eyðilagt landbúnaðinn
í landinu og lífsskilyrði hálfr-
ar þjóðarinnar með því að lána
mótbýlisþjóðinni alla lausa
vinnuorku.
Stjórnarvöld landsins mun
fyrir alllöngu hafa hafið um-
ræður við forustumenn Breta
hér á landi um þetta mál. En
þjóðín öll þarf að fylgjast með
báðum stórmálunum, sem hér
hafa verið rædd. Þau eru ólík.
En í báðum málunum þarf að
beita þjóðrækni, fullkominni
hreinskilni og sjálfsvörn.
Vorsókn Þjéðverja
(Framh. af 1. síðu.)
söngva. Grikkir hófu sókn á
Albaníuvígstöðvunum í gær með
góðum árangri. En þess vænzt,
að Serbar komi þar bráðlega til
liðs við þá, og er aðstaða ítala
þá orðin hin erfiðasta.
Þjóðverjar hófu innrásina í
Grikkland og Júgoslaviu, án
þess að tilkynna það fyrirfram.
í þýzkum blöðum er því haldið
fram, að þessar aðgerðir hafi
verið nauðsynlegar, sökum
leynimakks þessara þjóða við
Breta. í yfirlýsingu Þjóðverja er
einkum farið illum orðum um
serbnesku stjórnina.
ítalska stjórnin skýrði ekki
frá því fyrr en seint á sunnu-
daginn, að hún myndi veita
Þjóðverjum fyllsta lið 1 styrj-
öldinni við Serba. Er talið að
ítalir hafi ekki óskað eftir þess-
ari styrjöld, sökum'' aðstöðu
ítalska hersins í Albaniu.
Afstaða Rússa hefir sjaldan
verið meira á huldu. Tveim
klukkustundum áður en innrás
Þjóðverja hófst, var undirritað-
ur í Moskva vináttusamningur
milli Serba og Rússsa. í sam-
bandi við hann hafa rússnesk
blöð hrósað núverandi stjórn
Júgoslaviu fyrir frelsisvilja og
friðarhug.
Tyrkir hafa enn verið að-
gerðarlausir, en tyrknesk blöð
lofa mjög hugrekki Grikkja og
Serba.
í Bretlandi og Bandaríkjun-
um er Grikkjum og Júgoslövum
heitið fyllsta stuðningi. Bretar
hafa slitið stjórnmálasambandi
við Ungverja í mótmælaskyni og
brezkar flugvélar hafa gert
stórfellda árás á bækistöðvar
Þjóðverja í Sofia, höfuðborg
Búlgaríu.
tbúar tslands
(Framh. af 1. síðu.)
Akureyri hefir íbúum fjölgað
um 32%.
Hér fer á eftir yfirlit um
mannfjölda í kauptúnum, sem
hafa yfir 300 íbúa:
Keflavík 1551 1271 828
Akranes 1905 1805 1270
Borgames 608 602 418
Sandur 434 431 550
Ólafsvík 471 443 440
Stykkishólmur ... 656 623 642
Patreksfjörður .. 724 711 606
Blldudalur 349 323
Þingeyri í Dýraf. 375 398 360
Flateyri 1 Ön.f. ..' 440 433 327
Suðureyri í Súgf. 362 333 356
Bolungarvík 649 596 688
Hnífsdalur 313 289 380
Hólmavík 327 319 161
Hvammstangi ... 310 284 204
Blönduós 436 395 324
Skagaströnd .... 324 281 198
Sauðárkrókur ... 959 944 775
Ólafsfjörður 736 731 539
Dalvík 314 308 228
Hrísey 316 330 318
Húsavík 1002 1004 889
Eskifjörður 671 691 748
Búðareyri, Reyðf. 343 324 311
Búðir, Fáskrúðsf. 539 547 630
Stokkseyri 469 476 521
Eyrarbakki 603 575 600
Samtals 16186 15424 13634
Yfirlitið sýnir, að íbúum þess-
ara kauptúna hefir fjölgað um
rúmlega 2500 manns á árunum
1930—40. Þessi kauptún eru tal-
in með sýslum, en samt hefir
íbúum í sýslum fækkað um nær
100 manns. Sýnir það, að íbúum
í sveitum og stærri kauptúnum
hefir fækkað um 2600 manns á
þessu tímabili.
Auglýsið í Tímanum!
Á víðavangi.
(Framh. af 1. síðu.)
rás á Reykjavík! Ein sagan
sagði, að ákveðinn maður hefði
fengið skeyti um að forða sér!
Þessar sögur gera að vísu öllum
þorra manna ekkert mein, en
þær eru alltaf til leiðinda, og
einstaka volaðar sálir blekkj-
ast á þeim. Það verður aldrei
nógsamlega brýnt fyrir fólki að
taka ekki annað trúanlegt en
það, sem styðst við öruggar
heimildir. Þetta gildir ekki síð-
ur fyrir fólk út um land, því að
þangað berast líka lygasögurn-
ar.
Alþingi
(Framh. af 1. siðu.)
sem er smærri en 27 cm. að
lengd og 250 grömm að þyngd.
Fiskimatsmenn skulu hafa eftir-
lit með að ekki sé notuð minni
möskvastærð en samrýmanleg
er þessum ákvæðum. f greinar-
gerðinni segir, að þessi laga-
setning sé nauðsynleg til að
koma 1 veg fyrir það dráp ung-
kolans, sem nú tíðkast, og myndi
hefna sín illa síðar, ef ekkert
væri aðgert.
Á krossgötnm.
(Framh. af 1. síðu.)
skulu höfð vökuskipti við Bretavinn-
una. Er önnur vakan frá kl. 5 að
morgni, en þá skal vinna hefjast, til
kl. 1,30 að deginum. Síðari vakan byrj-
ar kl. 2 og er til klukkan 10 að kvöld-
inu. Kaupið er jafnt á báðum vökun-
um, 23 krónur.
J. J.
3S0 Robert C. Oliver:
þess að komast sem fyrst heim.
Hún vildi komast í samband við
málafærslumenn föður síns, eins fljótt
og unnt væri. Hún hafði alls engan
grun um það hvernig móttökur hún
átti að fá heima.
Loks staðnæmdist bíllinn fyrir utan
heimili hennar við Bentley Road.
Hún sat ofurlitla stund í bílnum og
horfði út. Allt var óbreytt hið ytra að
sjá. Hafði nú þjónustufólkið haldið öllu
vel við meðan hún var í burtu? Ef til
vill höfðu þeir á skrifstofu útgerðar-.
félagsins séð um það?
Hún greiddi bílstjóranum og steig út.
Lucy var hrærð þegar hún stóð aft-
ur fyrir utan bernskuheimili sitt, þar
sem hún hafði lifað í mörg ár ásamt
„frænda“, er síðar reyndist vera faðir
hennar.
Hún andaði nokkrum sinnum djúpt
að sér, áður en hún lagði af stað heim
að húsinu. Henni þótti vænt um að sjá,
að gluggarnir stóðu opnir, því það var
þó merki þess, að einhver var heima.
En það var ekki á herbergjum þjón-
ustufólksins, sem gluggarnir voru opn-
ir, heldur á herbergi því, er Sir Regin-
ald hafði haft sem einkaskrifstofu.
Hver gat verið í því herbergi? Ef til
vill var það Borney málafærslumaður,
sem hefði heyrt komu hennar til borg-
Æfintýri blaðamannsins 331
arinnar getið í útvarpinu og biði eftir
henni? Ef til vill voru það einhverjir
af skrifstofunum
Lucy gekk nær húsinu. Hún hugsaði
ánægð til þess dags, er þau Bob gætu
sezt að í þessu gamla, vistlega húsi.
Hún varð að fara fram hjá opnu
gluggunum á leið sinni að aðalinn-
ganginum. Hún stanzaði. Út um op-
inn gluggann heyrði hún rödd, sem
hún þekkti. Það var rödd Leopolds,
þjónsins. Nú var rödd hans ekki auð-
mjúk og hógvær, heldur áköf og skip-
andi. Lucy heyrði hvert orð greinilega.
Það var ekki um neitt að villast.
— Auðvitað forða ég mér, Nancy.
Vertu bara róleg — þeir setja mig ekki
í gapastokkinn. En fyrst verð ég að
koma einu í kring.
— Ef ég væri í þínum sporum, sagði
rödd Nancy, þj ónustustúlkunnar,
mundi ég hraða mér hið fyrsta brott.
Sérðu ekki hvernig þeir handtaka hvern
á fætur öðrum. Þeir tóku Mody — Ca-
bera gripu þeir í Marseille — sjálfsagt
verður þess ekki langt að bíða, að for-
inginn finnist — þeir vita þó hver
hann er.
— Það grunar enginn okkur, sagði
Leopold. Okkur er óhætt og ég mun
fullkomna mitt verk áður en ég fer
héðan. Líklega hefir þú ekki á móti þvi
-GAMLA BÍÓ-
STtLKAA FRÁ
KENTUCKY
(The Lady from Kentucky)
Amerísk kvikmynd.
Aðalhlutverkin leika:
GEORGE RAFT,
ELLEN DREW Og
HUGH HERBERT.
Aukamynd:
MERKUSTU VIÐBURÐIR
ÁRSINS 1940.
Kvikmyndir af þeim og
skcpteikningar.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
-NÝJA BÍÓ-
Undir suðrænni
Sól (Rio)
Amerísk kvikmynd frá
Universal Pictures, er ger-
ist að mestu leyti í Rio de
Janeiro í Suður-Ameríku.
Aðalhlutaverkin leika:
BASIL RATHBONE,
VICTOR McLAGLEN
og norska leikkonan
SIGRID GURIE,
Sýnd kl. 7 og 9.
Börn yngri en 16 ára
fá ekki aðgang.
Hugheilar þakkir til allra, sem heiðruðu okkur
hjónin með samsœti, kveðjum og vinargjöfum á
áttrœðisafmœli mínu.
KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON.
Hanglkjöiið
til páskanna
þurfa verzlanír að panta í dag
Hringið í síma 1080, 4241,2678
Samband ísL samvinnufélaga.
Bökunarvörnr
til páskanna -
Aðeins 2 söludag-
ar eítír í 2. ílokki.
Dregið á laugardag.
Happdrættíð.