Tíminn - 08.04.1941, Blaðsíða 3
41. blað
TÍMIM, þrigjadagimn 8. apríl 1941
163
fÞRÓTTIR
Skíðamót Þingeyínga
Skíðamót Suður-Þingeyinga
var haldið hér í Húsavík dag-
ana 29. og 30. þ. m. Sjö félög
tóku þátt í mótinu:
„Gaman og alvara“, Köldu-
kinn,
„íþróttafélag Reykdæla“,
Reykjadal,
„í. P. Völsungar," Húsavík,
U. M. P. „Geisli", Aðaldal,
U. M. P. „Mývetninga“, Mý-
vatnssveit,
U. M. P. „Einingin", Bárðar-
dal,
U. M. P. „Ljótur,“ Laxárdal.
Pyrri daginn fór fram kapp-
ganga og var keppt um bikar
gefinn af Kaupfélagi Þingey-
inga. Vegalengdin var 18. km.
Keppendur voru 16. Fyrstur
varð að marki Jón Jónsson úr
íþ. R. og gekk hann vegalengd-
ina á 1 klst., 26 mín. og 19 sek.
Annar varð Sverrir Tryggvason
úr „Einingin“ á 1 klst., 27 mín.
og 51 sek. Þriðji varð Sigurður
Sigurðsson úr „Gaman og al-
vara“ á 1 klst., 28 mín. og 49
sek. Samanlagður tími þriggja
fyrstu manna úr þrem beztu
félögunum var:
1. „Gaman og alvara“ 4 klst.
27 mín. og 41 sek.,
2. „Einingin“, 4 klst., 34 mín.
og 49 sek.,
3. „Mývetningur“, 4 klst., 41
mín og 42 sek.
„Gaman og alvara“ hlaut því
K. Þ. bikarinn.
Síðari daginn var keppt í svigi
og stökki. í svigi var keppt um
bikar frá 12 Húsvíkingum nú bú-
settum 1 Reykjavík. Þau verð-
laun voru veitt 4 manna sveit.
Fyrstur varð Gunnar Sigurðs-
son með samanlagðan tíma eft-
ir tvær ferðir, 77.8 sek., annar
varð Steingrímur Birgisson á
84.8 sek. og þriðji Stefán Sv.
Guðjohnsen á 84.9 sek., allir úr
„í. F. Völsungur". Hlaut félag
þeirra bikarinn og átti 1., 2., 3.
og 5. mann, sem var Birgir Lúð-
víksson.
í stökki voru 14 keppendur.
1. varðlaun hlaut Birgir Lúð-
víksson úr „í. F. Völsungur“,
2. verðlaun hlaut Sigurður
Jónsson úr íþ. R.
3. verðlaun hlaut Gunnar Sig-
urðsson úr „í. P. Völsungur“.
við Reykjavík. Valdi hann
verksmiðjunni stað á svonefndri
Iðunnarlóð, þar sem nú er
málningarverksmiðj a. Annars
kvað hann fleiri staði í eða í
nánd við Reykjavík geta komið
til mála, en vegna raforkunnar
frá Sogsstöðinni, var verk-
smiðjunni valinn staður nálægt
Reykjavík. í áætluninni er
gengið út frá að reisa verk-
smiðju, sem framleiddi í byrjun
2500 sekki af 20.5% kalkamm-
onsaltpétri, sem skyldi svara til
500 smál. af köfnunarefni á ári,
eða rúmum 4 kílóum á hvern
íbúa á íslandi. Til samanburð-
ar má geta þess, að Danir fluttu
þá inn köfnunarefnisáburð sem
svarar 10 kg. á hvern íbúa.
Verksmiðjan var ráðgerð þann-
ig, að hún gæti framleitt þetta
magn á 8—9 mánuðum af ár-
inu með þrískiptum vinnutíma
á sólarhring. Ef verksmiðjan
væri rekin allt árið, yrði auð-
veldlega hægt að auka fram-
leiðsluna um 50% eða framleiða
3700—3800 smál. af kalkamm-
onsaltpétri. Þá var einnig geng-
ið út frá því, að framleiða
mætti, ef verksmiðjan væri
notuð til fullnustu, 2500 smál.
af kalkammonsaltpétri og 1000
smál. af nítrophoska. Þegar á-
ætlunin var gerð, kostaði kalk-
ammonsaltpétuf 22.70 pokinn,
100 kg„ en áætlunin gerir ráð
fyrir, að framleiðslukostnaður-
inn yrði kr. 19.70 á 100 kg. Var
samkvæmt minnstu áætluninni
því um 75 þúsund króna sparn-
að að ræða á ári. Væru hins
vegar framleiddar 3500 smál. af
kalkammonsaltpétri, gat fram-
leíðsluverð á 100 kg. poka af
kalkammonsalpétri komizt nið-
ur í kr. 15.30 og var því um 259
þús. kr. árlegan sparnað að
ræða, ef framleiddir væru 35000
pokar af kalkammonsaltpétri.
Með því að framleiða 10000
poka af nitrophoska með kalk-
ammonsaltpétrinum, hefði ver-
ið hægt að komast með verðið
niður úr 34 krónum í 25.34 kr.
Fyrir göngu og svig var einnig
úthlutað 3 einstaklingsverðlaun-
um.
Pjórir Þingeyingar, þeir Hjalti
Illugason, veitingam. í Húsavík,
Jón Haraldsson, bóndi á Einars-
stöðum, Karl Kristjánsson,
sparisjstj. í Húsavík og William
P. Pálsson, Halldórsstöðum í
gáfu svonefnt „Kappahorn“,
verðlaun fyrir samanlagt stökk
og göngu. „Kappahornið" hlaut
Jón Jónsson úr íþ. R. ásamt
heitinu: Skíðakappi Þingey-
inga. Hlaut hann fyrir .saman-
lagt stökk og göngu 446.1 stig.
Jón Jónsson, skíðakappi Þing-
eyinga, er 19 ára gamall. Hann
varð 3. maður í göngu á lands-
móti skíðamanna, sem haldið
var á Akureyri l fyrra í C-flokki.
Er hann mjög efnilegur skíða-
maður og á eflaust eftir að
sýna ennþá betri árangur. Hann
er sonur Jóns Haraldssonar,
bónda á Einarsstöðum í Reykja-
dal og Þóru Sigfúsdóttur, konu
hans.
Dómnefnd skipuðu:
Haraldur Jónsson, Einarsstöð-
um, R.dal,
Jónas G. Jónsson, íþrótta-
kennari, Húsavík og
Marteinn Sigurðsson, bóndi
að Yztafelli.
Ásgrimur Kristjánsson skíða-
kennari frá Siglufirði dæmdi
svig og stökk. Hann hefir verið
nemandi við héraðsskólann að
Laugum í vetur, en jafnframt
kennt nemendum á skíðum.
Hann mun nú dvelja hér'
Húsavík fram að páskum og
stunda kennslu hjá „í. P. Völs-
ungur“.
Veður var hið ákjósanlegasta,
en þó einkum síðari daginn.
Færi var ekki gott fyrri dag-
inn. Áhorfendur voru margir
og skemmtu þeir sér hið bezta
við að horfa á hina kappsömu
þátttakendur.
Að kvöldi síðari dagsins komu
allir þátttakendur ásamt dóm-
nefnd og forstöðumönnum
mtósins saman að Hótel Húsa-
vík til kaffidrykkju. Mótinu
lauk með dansskemmtun í
samkomuhúsinu um kvöldið.
S. B.
fyrir hvern 100 kg. poka af
nitrophoska.
Gert var ráð fyrir, að verk-
smiðja þessi myndi kosta þá um
1V2 miljón króna. Var gert ráð
fyrir, að það tæki 14—16 mán-
aða tíma að reisa slíka verk-
smiðju og hefði verið hægt að
hafa verksmiðjuna fullbyggða á
árinu 1938, ef tekin hefði verið
sú ákvörðun að hefjast handa
um byggingu hennar á árinu
eftir að áætlun verkfræðingsins
lá fyrir.
Framleiðsluaðferð sú, sem
nota átti, er margreynd og not-
uð í fjölda verksmiðja erlend-
is. Áætlunin var byggð ’ á ná-
kvæmum tilboðum frá verk-.
smiðjum, sem framleiða vélar
og efni til þessháttar verk-
smiðja.
Yfirleitt mun áætlunin hafa
verið mjög vandlega og varlega
gerð. Áætlun um stofnkostnað
Verksmiðjuvélar og
Verksmiðjurvélar og
áhöld ........... Kr. 983.000
Flutningskostnaður af
þeim, tollur o. fl. — 124.250
Byggingar ........... — 137.000
Ýmislegt ............ — 121.000
Vextir, afborganir og
útgjöld á meðan á
byggingu stendur — 134.750
Áætlun samtals kr. 1.500.000
Rekstursáætlun lítur þannig
út, sé miðað við að framleiða
25000 poka af kalammonsalt-
pétri á ári:
Raforka..............kr. 57.000
Kalksandur 100 smál,— 10.000
Efnivörur og efni til
viðgerðar og rekst. — 60.000
Vinnulaun, verkstjórn
og verkfræðilegt
eftirlit ........... — 132.000
Ýms kostnaður .... — 62.000
Vextir og afborganir — 170.000
Allur árlegur kostnaður við
framleiðslu á 25 þús. 100 kg.
pokum af kalkammonsaltpétri
verður þá samtals kr. 493.000.
Framleiðsluverðið á 100 kg.
poka af kalkammonsaltpétri
varð þannig kr. 19.70.
Væri gert ráð fyrir að fram-
leiða 35000 poka af kalkamm-
onsaltpétri, varð kostnaðurinn:
Raforka ............. kr. 79.800
Kalksandur 1400 smál.— 14.000
Efnavörur o.s-.frv... — 60.000
Vinnul. og verkstj... — 132.000
Ýms kostnaður .... — 82.000
Vextir og afborgarnir— 170.000
Allur árlegur kostnað.ur við
íramleiðslu á 35 þúsund 100 kg.
pokum af kalkammonsaltpétri
verður þá samtals kr. 537.800.
Pramleiðsluverð á 100 kg.
poka af kalkammonsaltpétri
varð þannig kr. 15.30.
Væri gert ráð fyrir að fram-
leiða 25 þúsund poka af kalk-
ammonsaltpétri ásamt 10 þús.
pokum af nitrophoska, var
kostnaðurinn áælaður:
Raforka ........... kr. 68.400
Kalksandur 100 smál. — 10.000
Diammonfosfat 310 smál.
á 42.00 .......... — 130.000
Klorkalium 390 smál.
á 26.00 .......... — 101.000
Efnavörur o. fl....— 60.000
Vinnulaun ............— 132.000
Ýms kostnaður......— 75.000
Vextir og afborganir — 170.000
Allur kostnaður við fram-
leiðslu á 25 þúsund pokum af
kalkammonsaltpétri og 10 þús.
pokum af nitrophoska var þann-
ig áætlaður samtals kr. 746.400
á ári.
Samkvæmt þessari áætlun var
hægt að framleiða 100 kg. pok-
ann af nitrophoska fyrir kr.
25.34 í stað kr. 34.00, sem var
söluverð hér á landi á sama
tíma, sem áætlunin var gerð.
Það, sem hér hefir verið sagt
að framan, þarf ekki mikilla
skýringa við. Þó skal bent á
það, að bein vinnulaun eru um
það bil fjórði hluti kostnaðar-
ins við framleiðsluna á kalk-
ammonsaltpétrinum. Ennfrem-
ur skal á það bent, að gengið
er út frá, að greiða 170 þús. kr.
á ári í vexti og afborganir af
verksmiðju, sem aðeins átti að
kosta 1.500.000 krónur. Með því
móti hefði allur stofnkostnað-
ur verksmiðj unnar verið borg-
aður upp á um það bil 12 árum,
sem verður að teljast ríflegt og
því líklegt, ef miklar breytingar
á framleiðsluháttum hafa ekki
gert verksmiðjuna úrelta á
þeim tíma, að áætlaður fram-
leiðslukostnaður megi lækka að
mun, þegar búið er að greiða
allan stofnkostnaðinn.
Vegna missagna í blaðaskriL-
um, skal það tekið fram, að það
var ekki Skipulagsnefnd at-
vinnumála, sem átti frumkvæði
að því að áætlun þessi var gerð.
Voru afskipti þeirrar nefndar
fremur lítil af þessu máli en á-
ætlun Wadsteds er prentuð í
skýrslu nefndarinnar og veldur
það líklega misskilningnum.
Það mun hafa kostað rúmlega
6000 krónur samtals að gera á-
ætlun þá, sem Wadsted verk-
fræðingur gerði um áburðar-
verksmiðjuna. Áætlunin var svo
glæsileg, að hún mun hafa vak-
ið allmikinn ugg hjá stórum
framleiðsluhring, sem mest-
megnis hefir selt tilbúinn áburð
til íslands á undanförnum ár-,
um. Áætlunin mun hafa orðið
þess valdandi, að hringurinn
lækkaði verðið á pokanum af
áburði um 95 aura strax á ár-
inu eftir að kunnugt var um á-
ætlunina. Gerði þessi verðlækk-
un áætlunina í senn ekki jafn
glæsilega til framkvæmdar, en
sannaði þó jafnframt hve ágæt
hún var, með því að hagnaður
landsmanna af því að hún var
gerð, skyldi vera yfir 20 þúsund
krónur á ári. Hve lengi þessa
afsláttar naut, veit ég þó ekki.
Tímarnir voru að ýmsu leyti
erfiðir þegar áætlunin kom
fram. Alþingi réðist ekki í það
að láta ríkið byggja slíka verk-
smiðju, en ríkið gat verið um
það eðlilegur aðili, þar sem það
hafði tekið innflutning og sölu
tilbúins áburðar í sínar hendur.
Það er ekki ólíklegt, að íslenzk
stjórnarvöld hafi einnig átt við
aðra erfiðleika að stríða í þessu
rpáli en hina fjárhagslegu, en
út í það skal ekki nánar farið
hér.
Nú er eðlilegt að menn spyrji:
Er þá ekki mögulegt, að koma
upp slíkri verksmiðju nú þegar
eða að minnsta kösti að stríðinu
loknu?
Það er ekki gott að svara
þeirri spurningu með fullri
vissu. Eitt má þó segja, að sé
alveg víst í þessu efni. Til þess
að næg o g ódýr raforka til
reksturs áburðarverksmiðju
verði fyrir hendi, verður annað-
hvort að stækka raforkustöðina
við Sogið að verulegu leyti eða
reisa stóra raforkustöð ann-
ars staðar hér á landi þar sem
hentugt gæti talizt að hafa á-
burðarverksmiðju. Það sýnist
vera alveg sjálfsögð ráðstöfun,
að bæta við 10.000 hestafla
vélasamstæðu í Ljósafossstöð-
ina. Vatnsvirki og hús eru fyrir
hendi til þess, svo að aðalkostn-
aðurinn við svo mikla stækkun
stöðvarinnar myndi vera verð
vélanna fyrst og fremst. Fyrir
stríð hefði kostnaðurinn við
slíka stækkun Lj ósáf ossstöðv-
arinnar aðeins orðið rúm miljón
króna. Nú má að vísu gera ráð
fyrir allmikið hærri byggingar-
kostnaði, en þess ber þá einnig
að gæta, að miklu meiri not eru
nú fyrir raforkuna einnig til
annara þarfa en stóriðnaðar,
en talið var þegar áætlanirnar
um áburðar- og sementsverk-
smiðju voru gerðar.
Notkun landsmanna á tilbún-
um áburði síðasta árið fyrir
stríðið bendir til þess að byggja
megi nú stærri áþurðarverk-
smiðju en gert var ráð fyrir 1
áætlun þeirri, sem nú hefir ver-
ið lýst. Þörf landsmanna fyrir
tilbúinn áburð er í rauninni
miklu meiri en notkunin hefir
nokkurntíma verið.
Það má telja víst, að einn
höfuð annmarkinn á því að
komið verði fljótlega á fót
nægilega stórri áburðarverk-
smiðju, verði sá, að rafstöðin'
við Sogið verði ekki stækkuð
nógu fljótt. Ég nefni hér raf-
stöðina við Sogið vegna þess, að
ekki virðast miklar líkur vera
til þess, að aðrar stórar raf-
virkjanir verði framkvæmdar í
bráð hér á landi.
Tilbúinn áburður er nú um
það bil helmingi dýrari en hann
var áður en styrjöld sú, sem nú
geysar, skall á. Áburðurinn
hefði áreiðanlega ekki þurft að
hækka líkt því svo mikið, ef á-
burðarverksmiðja sú, sem nú
hefir verið lýst áætlun um,
hefði verið komin á stofn hér á
landi fyrir styrjöldina.
En það tjáir ekki að sakast
um orðinn hlut. Höfuðatriðið er
það, að byrjað verði sem fyrst
að vinna að því að koma áburð-
arverksmiðju á stofn.
Vonandi verða þau áburðar-
vandræði, sem vér óhjákvæmi-
lega hljótum að lenda í meðan
þetta stríð stendur yfir, til þess
að hrinda í framkvæmd strax
og ástæður leyfa, byggingu
verksmiðju til framleiðslu til-
búins áburðar, hvort sem þá
verður um ríkisfyrirtæki, sam-
vinnufyrirtæki eða einkafyrir-
tæki að ræða.
KAUPI GULL HÆSTA VERÐI.
Greiði 35 krónur fyrir hvern
10 króna gullpening
SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4
Reykjavík
Vinnið ötullega fyrir
Ttmann.
Við mæður, eiginkonur, systur, feður og bræður hinna
föllnu Dýrfirðinga af l.v. „Fróða“, vottum hérmeð öllum út-
lendum sem innlendum, okkar alúðarfyllstu þakkir fyrir alla
hina margvíslegu samúð, andlega sem verklega, allt frá því
er tjaldbúðir þeirra bar fyrst við land í Vestmannaeyjum
um Reykjavík og svo heim og síðast heima.
Einkum ber að þakka þátttöku bæja- og ríkisstjórna og
sjómannafélögunum og þeim er þar höfðu forystu.
Það létti beinlínis yfir okkur, er hið glæsilega skip, Esja,
skilaði þeim hingað heim með hinum veglegasta umbún-
aði á allar lundir og viðbúnaði svo sem höfðingjar ættu I
hlut, allt framborið og framkvæmt af alúðarhug ykkar, kæru
meðbræður og systur.
Jafnframt viljum við nota þetta tækifæri til þess að votta
öllum þeim, sem um samskonar sár hafa að binda, okkar
innilegustu hjartans hluttekningu. Það eru bætur í.öllum
málum, og í þcssu fyrst og fremst sú, að slík stór áföll þjóðar
vorrar eiga að fá því áorkað, að hún gerist öll þátttakandi
í sorg heimsins og sameinist á hættunnar tímum.
Dýrafirði, 25. marz 1941.
AÐSTANDENDURNIR.
Ef þvo skal rúmteppi, föt úr ull,
flónelsflíkur, silkitau, gluggatjöld og
annan slíkan þvott, er hið úthrærða
Perlu-duft látið í vatn, sem er nýmjólk-
urvolgt (ekki kalt). Þvotturinn hreyf-
ist rösklega með höndunum í 7—10 mín-
útur, skolist vel úr hreinu vatni, tvisvar
sinnum.
Mislitur fatnaður, sem hætt er við að
missi lit, skal þveginn á sama hátt.
Fatnaður, sem þarf að sýna sérstaka
nærgætni, svo sem barnaföt, silkiblúsur,
silkinærföt, skinn og tauhanzkar,
vaskaskinn, slæður allskonar. o. s. frv.,
skal þveginn sem hér segir: 1 matskeið
af Perlu-dufti hrærist vel út í köldu,
tárhreinu vatni og hellist í 1 lítra af
volgu vatni. Það, er þvo skal, gegnbleyt-
ist vel í leginum og þvælist í 5—10 mín-
útur. Skolist vandlega tvisvar sinnum
í hreinu, köldu vatni.
PERLA
SJÁLFVIRKT þvottaefni
ÍOO islenzkar
myndir
í dag kemur út ný myndabók. Er það úrval úr bókinni „ísland
í myndum“. í bókinni eru 100 fallegustu og beztu myndirnar úr
fyrri útgáfunni. Pálmi Hannesson rektor hefir valið myndirnar
og fyrir framan bókina er formáli Pálma, sem var framan við
stóru bókina á íslenzku og ensku.
Þetta er bezta gjöfin handa innlendum mönnum og erlendum.
Kostar aðeins 15 krónur.
Bókaverzlun
ísafoldarprenismiðju.
332 Robert C. Oliver:
að við höfum ofurlítið milli handanna,
þegar við byrjum okkar nýju tilveru.
Þú verður að gæta að því, að nú verð-
um við að treysta á okkur sjálf og
engan annan.
— Hvað ætlarðu að gera?
— Þú hefir sjálfsagt heyrt í útvarp-
inu, að hún kom hingað til London,
alein. Vafalaust kemur hún ein hingað
heim í bernskuheimili sitt, ef ég þekki
rétt þá litlu. En hún skal fá þær mót-
tökur, sem hún gleymir ekki strax.
Hvað síðar verður, er ekki svo hættu-
legt, því ég hugsa, að hún muni ekki
margt eftir að ég hefi handleikið hana,
— he-he-he.
Lucy stóð sem steini lostin.
Loks áttaði hún sig. Hér kom skýr-
ing á mörgu. Því hafði hana ekki grun-
að þennan mann fyrr. Það hafði Bob
gert strax.
Hún hafði þó oftar en einu sinni
heyrt hurðarskelli, glugga opnaða —
hann hafði staðið hjá símanum meðan
hún var að tala. Auðvitað var hann í
vitorði með þjófunum, sem stálu skrín-
inu.
Nú skildi hún hvernig í öllu lá. Gra-
benhorst hafði einn af erindrekum
sínum undir hennar eigin þaki. Jafn-
vel inni á hennar eigin' heimili hafði
Æfintýri blaðamannsins 329
gengu þeir eftir einni götunni í fæð-
ingarbæ Enocks Grabenhorsts.
Við verðum nú um stund að hverfa
frá þessu efni og snúa okkur að Lucy,
sem nú var á leiðinni heim til sín.
Henni var undarlegt innan brjósts
þegar hún steig á land í Englandi. Það
hafði margt gerst síðan hún fór þaðan,
og það hafði verið hræðilegur tími, sem
hún hafði lifað. En guði sé lof að þetta
var allt búið. Hún fylgdist af áhuga
með gerðum lögreglunnar í málinu og
fannst það ganga framar öllum vonum,
að handsama þorparana.
Þrátt fyrir allt hafði þetta hræðilega
mál fært henni hamingju — ham-
ingju, sem hún fyrir fáum vikum var
viss um, að hún fengi aldrei að njóta.
Nú vonaði hún aðeins, að Bob kæmi sem
fyrst til baka.
Lucy losnaði alls ekki við starfs-
bræður Bobs frá blöðunum, þegar hún
kom í land. Það var tekið á móti henni
eins og hún væri fræg söng-„stjarna“
að koma heim úr sigurför utan úr víðri
veröld. Ljósmyndavélarnar smullu í sí-
fellu og það rigndi yfir hana spurn-
ingum frá öllum hliðum.
Þrátt fyrir þetta heppnaðist henni
fljótlega að sleppa burtu. Hún lét far-
angurinn eiga sig og leigði sér bíl til