Tíminn - 10.05.1941, Blaðsíða 2
206
TtMlM) iaiBgardaginn 10. maí 1941
52. blað
Skattalögiu ný|n og afstaöa
Nt|érninálaflokkanna
‘gíminn
Laugardaginn 10. tnaí
Athugasemdír um
verkafólk víð sum-
arvínnu í sveit
Hin stórlega aukna atvinna á
vissum stöðum á landinu hefir
leitt til þess, að víða á landinu
er svo mikil vöntun á starfs-
liði við framleiðsluna, að fram
undan eru sýnilega miklir erf-
iðleikar. Elnn bóndi í nágrenni
Reykjavíkur hefir slátrað
fimm kúm og býst við að fella
helminginn af mjólkurkúm sín-
um, en þær eru um 40. Á sjúkra-
húsi einu við Reykjavík, hefir
verið bundið miklum erfiðleik-
um að fá starfsfólk til að
mjólka kýrnar á staðnum. Á
öðru stórbúi nærri höfuðstaðn-
um var bóndinn í svo miklum
vandræðum með að fá flutn-
ingsbíl til að flytja erlendan
áburð frá einkasölunni nokkra
kílómetra að túni sinu, að hann
varð að fara bónarveg að per-
sónulegum kunningjum um að
mega nota þeirra flutningabíla
í matmálstíma verkamanna.
Fjær stærstu kaupstöðunum
er meiri kyrrð um vinnumálin,
þó að mjög sæki þar í sama
horfið. Má segja, að allsstaðar
á landinu sé litið með ugg fram
á næstu mánuði sökum þess,
hve lítið muni verða um kaupa-
fólk bæði við vorvinnu og hey-
skapinn.
Bíkisstjórnin hefir nú gert
tvær þýðingarmiklar ráðstafan-
ir. Annars vegar mun stjórnin
fresta a. m. k. um heyskapar-
tímann mörgum hinum stærri
vegaframkvæmdum til að keppa
ekki við framleiðendur um
vinnuaflið á hábjargræðistím-
anum. Jafnframt þessu hefir
stjórnin 'náð samkomulagi við
yfirvöld Breta hér á^landi um
að mjög verði dregið úr vinnu
íslendinga við framkvæmdir,
sem Bretar hafa hér með hönd-
um. Undanfarin ár hefir verið
mjög mikil byggingarvinna í
kaupstöðum og kauptúnum,
auk þess sem byggt e.r í sveit-
unum. Nú er þessi vinna að
mestu fallin niður. í Reykja-
vík veitti hitaveitan mikla at-
vinnu fjölda manna. Enn er
ekki sýnilegt að því verki verði
haldið áfram í sumar. Það má
þe'ss vegna gera ráð fyrir, að
Bretavinnan komi nú á næstu
mánuðum í stað byggingar-
vinnunnar og hitaveitunnar.
Samkvæmt þessu má gera
ráð fyrir, að þegar kemur fram
á vorið og sumarið, verði mjög
mikið af mönnum á lausum
kili. Þessu vinnuafli þarf að
beina eftir því sem frekast er
unt að framleiðslu á kjöti, mjólk
og garðmeti. Ríkisstjórnin hef-
ir fullyrt, að hún muni láta þá
menn sitja fyrir vinnu við
vegabætur og aðrar opinberar
framkvæmdir, sem færa sönn-
ur á að þeir hafi unnið að
framleiðslu í sveit í vor og
framan af sumri. Á þennan
hátt á að veita aukna atvinnu-
tryggingu þeim mönnum, sem
vinna að framleiðslunni um
b j argræðistimann.
Þrátt fyrir hina óvenjulegu
eftirspurn eftir vinnuafli nú í
vor, er allmikið af fólki í dreif-
býli út um land, sem myndi
vilja fá vinnu utan heimilisins
fram að slætti. Alþingi og rík-
isstjórnin leggja áherzlu á, að
þetta fólk geti sem allra víðast
fengið nokkra vorvinnu við
vegabætur við hina minni vegi.
Fjárveitinganefnd hefir rætt
um að reyna að fá eitthvað
aukin framlög til vegagerða í
héruðum, þar -sem vega er þörf,
og vinnuafl fáanlegt heima
fyrir, en ekki er enn séð, hversu
þeim tillögum verður tekið.
Ég vildi með þessum línum
reyna að láta fólk í dreifbýlinu
vita, að stjórn og þing eru að
gera margar ráðstafanir til að
bæta úr verkafólkserfiðleikun-
um. Auk þess er byrjað að und-
irbúa í þinginu djarflegar að-
gerðir til að létta undir með
landbúnaðarframleiðslunni með
sérstökum úrræðum, sem skýrt
verður frá í næstu blöðum Tím-
ans. J. J.
I.
Alþingi hefir nýlega gert
nokkrar breytingar á skattalög-
gjöfinni, og hefir þegar verið
skýrt frá þeim í blöðunum.
Eignarskattinum er haldið ó-
breyttum, eins og hann var á-
kveðinn í lögum 1935, en tekju-
skattinum er breytt. Er hánn
nú hærri en í lögunum frá
1935, af tekjum, sem eru yfir
8 þús. kr. Auk þess er sérstakur
stríðsgróðaskattur lagður á
tekjur, sem eru yfir 50 þús. kr.
Af skattskyldum tekjUm, sem
eru umfram 50 þús. kr„ er
tekjuskatturinn 40%, og af
þeim tekjum, sem eru fram yf-
ir 200 þús. kr., er stríðsgróða-
skatturínn 35%. Eru þvi skatt-
ar þessir samanlagðir 75% af
þeim skattskyldu tekjum, sem
eru umfram 200 þús. kr. Nokk-
uð af strtðsgróðaskattinum á
að renna til bæjar- og sveitar-
félaganna, (hæst 46%), en þó
er samanlagður tekjuskattur og
stríðsgróðaskattur til ríkisins
af háum tekjum allmiklu hærri
nú en tekjuskatturinn var áð-
ur. Síðustu árin hefir tekju-
skattur til ríkisins verið 44%
af hæstu tekjunum.
II.
Nokkur ákvæði í hinum nýju
lögum eru í fullu samræmi við
þær ályktanir um skattamál,
sem samþykktar voru á síðasta
flokksþingi Framsóknarmanna.
Má þar einkum nefna eftirfar-
andi:
1. Lögin frá 1938 um skatt-
greiðslu útg^rðarfyrirtækja
felld úr gildi.
2. Útgerðarfyrirtækjum veitt
heimild til tapsfrádráttar, eftir
vissum reglum og með þeim
skilyrðum, að fénu sé varið til
skuldagreiðslu, en fullur skatt-
ur verði greiddur af þessum
upphæðum ef þeim verður
nokkru sinni úthlutað til hlut-
hafa eða varið til annars en
að mæta rekstrarhalla fyrir-
tækjanna.
3. Útgerðarfélög hafa heimild
til að draga frá tekjunum, áður
en skattur er á Jsær lagöur,
helming þeirrar upphæðar, er
þau leggja í varasjóð til trygg-
ingar rekstrinum, og er það á-
kvæði eins og í lögunum frá
1935. Hins vegar eru varasjóðs-
hlunnindi annara félaga, sem
hafa áhættuminni rekstur,
takmörkuð nokkuð frá þvi sem
áður var.
4. Ákvæði sett til varnar gegn
því, að varasjóðum félaga sé
ráðstafað til einkaþarfa hlut-
hafa á beinan eða óbeinan hátt.
Það hefir löngum tíðkast á
landi voru að telja fregnir um
veðurfar til almæltra tíðinda.
Nú er þó svo komið, að slíkt
mun naumast leyfilegt. Að
minnsta kosti er það nokkur
ábyrgðarhluti að ræða um veð-
ur í útvarp, því að í hinu mikla
holti ljósvakans kunna ein-
hverjir heyrendur að vera nær
en ætla mætti og leggja hlustir
við, ef um slíkt er talað. Ég
mun þó hætta á að geta þess
nokkuð, sem liðið er, því að hér
á landi skipast veður skjótt, og
enginn siglir 1 dag þann byr,
sem blés í gær, hvorki í lofti
né á legi.
Veturinn, sem nú er af hendi
að líða, hefir reynzt hið mesta
góðæri af náttúrunnar hálfu,
svo að lengi verður til hans
jafnað, og mætti nefna hann
Rauða-vetur, því að víða um
land getur varla heitið, að snjó
hafi fest á láglendum. Frost
voru að vísu allhörð um hæstan
veturinn, en um hitt er þó meira
vert, hve veður hafa verið stillt.
Og ekki spillir það til, sem af
er Einmánuði, því að tæpast
getur fegurri tíð en þá, er nú
hefir verið hinar síðustu vikur.
Þess er getið um bónda nokk-
urn, að þegar veður var blíðast,
5. Persónufrádráttur hækk-
aður.
6. Sérstakur skattur lagður á
háar tekjur og stríðsgróða.
Flokksþingið samþykkti á-
lyktun um það, að flökkurinn
beitti sér fyrir þeirri breytingu
á skattalögunum, að hætt yrði
að draga greidda skatta og út-
svör frá tekjunum, en skattstig-
inn lækki að sama skapi,
Þessi breyting miðar að því að
koma í veg fyrir, að þeim skatt-
greiðendum, er hafa ójafnar og
óvissar tekjur, verði íþyngt í
skattgreiðslum umfram aðra,
vegna mismunandi skatta- og
útsvarsfrádráttar. Vegna and-
stöðu hinna stjórnarflokkanna
tókst ekki að koma fram þeirri
breytingu að þessu sinni.
í nýju lögunum eru fyrirmæli
um svonefndan „umreikning“ á
tekjum einstaklinga vegna
verðlagsbreytinganna. Er það
þannig, að meðan vísitala
kauplagsnefndar er yfir ákveðið
mark, á að lækka tekjur ein-
stakra gjaldenda, sem verð-
lagshækkuninni nemur, áður
en skattur er á þær lagður, en
síðan er skatturinn hækkaður
eftir vísitölunni. Gildir þetta
um tekjur allt að 12 þús. kr. í
undirbúningi málsins lögðu
Framsóknarmenn á móti þessu
ákvæði, en vildu í þess stað
hækka persónufrádráttinn sem
verðlagshækkuninni nemur.
Hinir flokkarnir sameinuðust
um þennan „umreikning“.Harin
hefir nokkur áhrif til lækkun-
ar á skattgreiðslum einstakl-
inga, í þetta sinn, og er meira
en vafasamt, að ástæða hafi
verið til slíkrar ráðstöfunar eins
og nú er komið málum.
III.
Við'undirbúning og afgreiðslu
þessa máls á Alþingi, kom í
ljós allmikill ágreiningur um
þau efni milli stjórnarflokk-
anna. Sá ágreiningur hefir oft
áður komið fram í umræðum
og tillögum um skattamálin.
Þegar lögin um tekju- og eign-
arskatt voru samþykkt á þing-
inu 1934, beittu Sjálfstæðis-
menn sér mjög á móti ýmsum
ákvæðum þeirra. Töldu þeir þá
allt of langt gengið í því, að
afla ríkissjóði tekna með bein-
um sköttum. Hafði formaður
Sj álfstæðisflokksins, Ólafur
Thors, þau orð um málið í þing-
ræðu, að álögurnar samkvæmt
frumvarpinu væru svo gífurleg-
ar, að lægi við „fullkominni
fíflsku". Aðrir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, sem töluðu um
málið, tóku í þann strenginn,
hafi hann jafnan sagt, að fyrir
þetta ætti eftir að koma hefnd,
þótt síðar yrði. Ekki er slíkur
hugsunarháttur alls fjarri okk-
ur íslendingum, og víst er um
það, að margur rennir nú hug-
anum til komandh sumars,
hvort þá muni ekki koma úr-
fellir, ^em undan dró í vetur. —
„Skömm eru of öll þessa heims,“
segir í Sturlungu, — og náttúr-
an jafnar bæði of og van í
veðráttu sem öðru. En skyldum
við ekki að þessu sinni hafa
tekið út refsinguna fyrir fram
í illviðrum síðasta sumars?
Undanfarið hefir okkur orðið
það Ijóst, íslendingum, að við
megum ekki lengur njóta góð-
viðranna í landi voru, ekki
heiðríkjunnar né sólskinsins,
óttalaust. — Slíkt er nú fátæki
vort. Hinn mikli vettvangur ó-
friðarins lykur nú um landið
allt, og þar hefir íslenzku blóði
verið úthellt af þeirri grimmd,
að menn hrollir við. Og okkur
er einnig orðið það ljóst af
raun, að hingað sé flugvélum
fært, svo að sennilega er ör-
yggi okkar þá mest, þegar land-
ið hylur sig þykku þokukafi. —
Það er þó alltaf huggun, ef illa
skyldi viði’a.
í útvarpi og blöðum er oft
að með frumvarpinu væru gerð-
ar of háar kröfur til lands-
manna um skattgreiðslur. í
framhaldi af andstöðu við það
lagafrumvarp, beittu Sjálf-
stæðismenn sér mjög' á móti
þeim bráðabirgðahækkunum á
sköttum, sem samþykktar voru
á næsta ári og hafa verið í
gildi síðan.
í umræðum um skattamálin
á þinginu nú, gat Jakob Möller
fjármálaráðherra þess, að það
væri enn skoðun Sjálfstæðis-
flokksins, að of langt hafi verið
gengið með skattalögunum 1935,
og það væri skoðun flokksins,
að of langt væri gengið í
skattaálögum nú. En Sjálf-
stæðisflokkurinn væri i minni-
hluta og gæti því ekki einn
markað stefnuna. Væri nú litlu
nær en áður, að flokkurinn
kæmi fram stefnu sinni í þess-
um efnum, þótt um nokkra lin-
un væri að ræða á sköttum af
lægri tekjum, samanborið við
það, sem verið hefir síðustu ár-
in. Ágreiriingurinn væri um
það, hvenær væri svo langt
gengið, að hætta stafaði af
fyrir framtak manna. Ráðherr-
ann benti á það, að frumvarpið
um breytingar á skattalögun-
um bæri þann svip, að með því
væri verið að leita að lausn,
sem gæti sætt andstæðar stefn-
ur. Vegna minnihluta aðstöðu
Sjálfstæðisflokksins yrði hann
að sætta sig við að koma ekki
fram stefnu sinni.
Aðrir Sjálfstæðismenn á
þingi, sem tóku þátt í umræð-
um um skattamálin, gripu í
þann strenginn .með fjármála-
ráðherranum, að ef Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði verið
einn í ráðum, myndi hann hafa
hagað málunum mjög á ann-
an veg. Það kom einnig fram í
nefndaráliti og ræðum hjá ein-
stökum Sjálfstæðismönnum, að
þeir töldu eðlilegt, að lögin um
skattgreiðslur útgerðarfyrir-
tækja, sem sett voru 1938, væru
látin gilda við ákvörðun skatta
af tekjum ársins 1940. Má því
telja líklegt, að ef Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði mátt ráða,
myndi hann hafa látið þau lög
gilda um þær háu tekjur, sem
útgeröarfyrirtækin höfðu á síð-
astliðnu ári, og hefði það orðið
til þess að svifta ríkið og bæjar-
félögin geysimiklum tekjum.
IV.
Við athugun á þeirri skatta-
löggjöf, er nú hefir verið sam-
þykkt, er fróðlegt að gera sér
grein fyrir því, hvernig þessum
málum var skipað hér á landi í
síðustu heimsstyrjöld, árin 1914
rætt um taugastríð. Nú er slík-
ur hernaður háður í landi voru,
og verst er það, að við vegumst
sjálfir. Hér í bænum eru jafn-
an hinar furðulegustu kviksög-
ur á sveimi, óg kemur önnur
upp, þegar einni er drepið nið-
ur. Flestar eru þær tilhæfu-
lausar með öllu og sennilega
sprottnar af hinum almenna
ugg, líkt og draugasögur meðal
myrkfælinna manna, nema
einhverjir geri sér leik að því
að spinna þær upp, eins og
sumir ætla, og væri slíkt þó
furðulega grátt gaman. Mest
kveður að hlaupafregnum um
skipstapa, sjóorustur og kaf-
báta eða þá sprengjuflugvélar,
sem séu á leið til bæjarins. —
Einn daginn í vikunni, sem
leið, kom upp sá kvittur, , að
mikil loftárás hefði verið gerð
á Færeyjar, en hann reyndist
tilhæfulaus, sém betur fór. Um
fyrri helgi gengu miklar sagnir
um sjóorustur hér fyrir vestan
land og sunnan, og var fullyrt,
að dauða Þjóðverja væri tekið
að reka í torfum við Reykjanes.
Fyrir þessari fregn var sá flugu-
fótur, að um þetta leyti rak
talsvert af dauðum og dauð-
vona svartfugli í Sandgerði og
víðar suður þar. Þá var það í
almæli síðastliðinn föstudag, að
Þjóðverjar hefðu lýst því yfir í
útvarpi sínu, að þeir mundu
gera hér loftárás næsta sunnu-
dag, það er í gær, og þótti
mörgum óvænlega horfa eins og
nærri má geta. Á laugardaginn
röktu menn þessa fregn til spá-
dóma konu nokkurrar, sem átti
að hafa dottið niður á götu með
—1918. Þá voru beinir skattar
til ríkisins mjög litlir. Útgjöld
ríkissjóðs hækkuðu mjög mikið
af styrjaldarástæðum, og var
gífurlegur halli á ríkisbúskapn-
um síðari stríðsárin. Er talið,
að hallinn hafi numið samtals
um 4 milj. króna árin 1917 og
1918, og stafaði hann af því, að
þess var ekki gætt, að afla
tekna í ríkissjóðinn með aukn-
um tollum og sköttum. Á þeim
árum höfðu margir menn í
þjóðfélaginu geysiháar tekjur,
og hefði því verið auðvelt að
jafna hallann hjá rikissjóði og
safna auk þess fé til nauðsyn-
legra framkvæmda, með því að
taka sanngjarna skatta af
stríðsgróðanum. En þetta var
ekki gert, og því mynduðust
miklar ríkisskuldir á þessum
árum. Stríðsgróðinn varð hins
vegar afsleppur hjá flestum
einstaklingum og eyddist skjótt,
þótt þeim væri ekki íþyngt með
skattgreiðslum. Áreiðanlega
hefði verið heppilegra, að nokk-
uð af því eyðslufé hefði verið
tekið í ríkissjóðinn.
Eins og á fyrri stríðsárunum
vei-our nú mikil hækkun á ríkis-,
útgjöldunum. Rikissjóður þarf
að fá tekjur á móti þeim, og
auk þess er rétt að nota tæki-
færið, þegar tekjur lands-
manna eru óvenju miklar, til
frekari tekjuöflunar fyrir ríkis-
sjóð, svo hægt sé að lækka rík-
isskuldirnar og leggja fé til
hliðar til nauðsynlegra fram-
kvæmda síðar.
V.
Sumir menn halda því fram,
að með þeim skattalögum, er
gilt hafa hér á landi síðastá
áratuginn, sé um of þrengt að
atvinnui-ekstri landsmanna og
það hindrað, að einstaklingar
geti safnað fjármunum. Þessar
kenningar hafa ekki við rök að
styðjast. Mörg atvinnufyrir-
tæki og ráðdeildarsamir ein-
staklingar hafa safnað eignum,
þrátt fyrir skattana til ríkisins
og þrátt fyrir það, að útsvörin
hafa verið há í mörgum bæjar-
og sveitarfélögum. Reynslan frá
heimsstyrjaldarárunum 1914—
1918. sýnir það, að fljóttekinn
gróði félaga og einstaklinga
getur horfið skyndilega og
komið að litlum notum, án þess
að ríkið taki hann til sinna
þarfa.
Stjórnmálaflokkana greinir á
um það, að hve miklu leyti eigi
að afla ríkissjóði tekna með
beinum sköttum. Komist Sjálf-
stæðisflokkurinn til meiri á-
hrifa, má telja víst, að hann
lækki beinu skattana, einkum á
háum tekjum. Þeirri ráðstöfun
hlyti að fylgja annaðhvort
hækkun á tollunum eða lækkun
á framlögum úr ríkissjóði til
atvinnuveganna og verklegra
framkvæmda í landinu.
froðufalli, og þannig lostin af
andanum, sá hún miklar sýnir,
meðal annarra ægilegt blóðbað
í Austurstræti, og sagði fyrir
um það, að sprengjur mundu
falla á tiltekin hús í bænum.
Svona eru nú sögurnar, og
þannig heyjum við sjálfir þetta
taugastríð. Hitt er hrein furða,
hvað fólkið getur enzt til að
hlaupa með þennan þvætting.
Þá væri þó betra að segja við
sögusmetturnai*- eins og æring-
inn: „Góði, ljúgðu ekki svona
hart, Ég hefi ekki við að trúa.“
Því verður að vísu ekki neit-
að, að þjóðin er nú í hættu
stödd. En það gagnar engum
að æðrast eða ala á kvíða sín-
um og annarra. Sá er eldurinn
heitastur, sem með sjálfum
brennur, og það hygg ég, að
þegar alls er gætt, stafi okkur
ekki mest hættan af öðrum —
heldur sjálfum okkur — af yeik-
lyndi okkar og þróttleysi, af
skorti okkar á trú á landið og
trúmennsku við tungu vora,
ætt og markmið. „Kosta þú
hugann herða,“ kvað Þórir jök-
ull, er hann var leiddur til
höggs eftir Örlygsstaðafund.
Hvað sem á dynur, skyldu
menn gæta skynsemi sinnar og
geðspektar í lengstu lög, lifa
heilbrigðu lífi og láta ekki hefj-
ast fyrir storminum, heldur
ganga með rósemd og ráðnum
huga hver að sínu verki.
Hér í bænum eru loftvarnir
og brottflutningur barna einna
almennust umræðuefni um
þessar mundir, og skal ég ekki
leggja þar orð í belg. Annað,
sem mjög ber á góma, er hin
Vinnuheímílí fyrír
berklaveíki iólk
Eins og lesendum Tímans er
kunnugt, vinnur Samband ísl.
berklasjúklinga að fjársöfnun
um land allt í þeim tilgangi að
koma á fót vinnuheimili fyrir
berklaveika menn, sem útskrif-
ast hafa af heilsuhælum. Á
vinnuheimilinu er ætlast til, að
menn dvelji undir eftirliti lækn-
is, lengri eða skemmri tíma, við
hæfileg störf og áreynslu og
góða aðbúð og heimti þar hellsu
og þrek að nýju, eftir því, sem
unnt er, og verði þann veg fær-
ir um að ganga út í lífsbarátt-
una aftur og sjá sjálfum sér og
sínum farborða.
Vinnuheimilið er þjóðarnauð-
syn og mun á sínum tima reyn-
ast öruggt vígi til sóknar og
varnar í baráttunni við hinn
skæða óvin, berklana. Og eins
og vænta mátti, hefir almenn-
ingur brugðizt vel við og sýnt
vaxandi skilning á málinu.
Margar peningagjafir, smáar og
stórar, hafa sambandinu borizt,
bæði frá einstaklingum og fé-
lögum. Veglegasta gjöfin frá
einstaklingi er frá Jóhannesi
Reykdal, Þórsbergi við Hafnar-
fjörð, kr. 500,00. Þá hafa prest-
ar, kvenfélög og ungmennafé-
lög hafið fjársöfnun eða sent
peninga úr sjóðum sínum. Séra
Páll Sigurðsson í Bolungarvík
hefir afhent sambandinu 800
krónur, sem safnazt hafa með
samskotum 1 kauptúninu. Úr
Stykkishólmi hafa borizt 1300
krónur, 500 krónur frá kvenfé-
laginu þar og 800 krónur sam-
skot að tilhlutun ungmennafé-
lagsins.
Einhver síðasta gjöfin er frá
Hólmavík, kr. 2088.00, sem
safnazt hafa þar í þorpinu og
nærliggjandi sveitum. Virðist
svo, sem öll heimili þar hafi
látið nokkuð af mörkum og frá
einu lieimili hafa safnazt 90
krónur, sem svarar til þess, aö
hver heimilismaður hafi gefið
um kr. 6,50.
Hér hafa vei*ið nefndar nokkr-
ar stæi’stu gjafirnar, sem sam-
bandinu hafa enn borizt, en
allar gjafir eru jaínvel þegnar
og þakkaðar, hvort sem þær eru
stórar eða smáar.
S. í. B. S. óskar liðsinnis þíns.
Það heitir á alla góða menn og
konur, hvar sem er á landinu,
til fulltingis við þetta mál. Ef
hver maður á landinu legði
fram 2—3 krónur, eins og íbú-
arnir á Hólmavík og í Stein-
grímsfirði, myndi vinnuheimil-
ið rísa af grunni á næstu árum.
Og þetta ætti að vera auðvelt
verk, ef við verðum öll sam-
taka. Kristinn Stefánsson.
svo nefnda Bretavinna, og virð-
ist sem æ íleiri sæki í þá veiði-
stöð, bæði héðan úr bænum og
einnig utan af landi, svo að
líklegt er, því miður, að heldur
verði fáliðað við hin venjulegu
framleiðslustörf í landinu á
sumri komanda, að minnsta
kosti til sveita. Þetta er geysi-
legt alvörumál öllum þeim, sem
lengra líta en nefið nær.
Nú er skammt til sumars, og
fyrsta, ísúra ilminn er tekið að
leggja upp af vitum hinnar
vakriandi moldar, sem bíður
síns boðunardags. Þannig hefir
hún vaknað ár eftir ár og beðið
þess í sinni dimmu, frjóhöfgu
fegurð, að kraftur vorsins gerði
henni þann þunga, er frelsa
mætti alla skepnu þessa lands
frá hungrinu. — Nú er hætt við
þvi, að margir munu snúa baki
við þessari unnustu alls lífs og
láta ginnast af gýliboðum Bret-
ans, líkt og daðursdrósir bæj-
arins, og er þá illa farið og fyrir
séð, ef allt hnígur að þeim digra
sjóði. — Gúð feðra vorra var
jarðar bur, og allt, sem traust-
ast er og dýrmætast í eigu þjóð-
arinnar, er í ætt við íslenzka
mold. Og hvei’su fór þeim, hin-
um fyrstu íslendingum, sem
létu hinn fljóttekna veiðiskap
villa sér svo sýn, að þeir gættu
þess ekki að erja jörðina og
afla heyja handa fénaði sínum?
Þeir urðu að gefast upp og
hverfa á braut. Saga þeirra er
ekki atburður, heldur lögmál,
sem merkir það, að ef við snú-
um baki við moldinni, munum
við fyrir týna tungu, þjóðerni
og landl. Og nú er mér spurn:
Sk. G.
(Sjá skýrslu utn fjársöfnun S. í. B.
á öðrum stað í blaðinu.)
Pálmi Hannesson, rektor:
Skípíð ykkur saman ..
Kaflar úr eríndí um dagino og veginn, sem
flutt var i útvarpið 7. apríl siðastliðinn