Tíminn - 10.05.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.05.1941, Blaðsíða 3
52. bla» 207 A N N A L L Silfurbrúðkaiip. Sunnudaginn 4. þ. m. komu rúmlega 100 íbúar Hraungerð- ishrepps í Árnessýslu saman til mannfagnaðar í samkomu- og skólahúsi hreppsins, Þingborg, í tilefni þess, að þau Stóru- Reykjahjón, Gísli Jónsson, hreppstjóri, og kona hans, María Jónsdóttfr, áttu 25 ára hjúskaparafmæli, og Gísli auk þess aldarfjórðungsafmæli, sem oddviti Hraungerðishrepps. Stýrði hófi þessu Guðmundur Bjarnason, bóndi í Túni, sem átt hefir sæti í hreppsnefndinni í 30 ár samfleytt. Ávarpaði hann heiðursgestina, silfur- brúðkaupshjónin, og bauð aðra gesti velkomna. Hófst þá borðhaldið og var veittur beini af mikilli rausn og myndarskap. Undir borðum voru ræður fluttar. Fyrstur talaði sóknar- presturinn, séra Sigurður Páls- son í Hraungerði, og ávarpaði brúðhjónin með einkar fallegri ræðu og athyglisverðri. Minnt- ist hann jafnframt hinna 9 mannvænlegu barna þeirra hjóna, sem öll voru þarna við- stödd. Þá flutti Ágúst Þorvaldsson, bóndi á Brúnastöðum, sköru- lega ræðu f yrir minni Gísla oddvita. Talaði hann fyrir hönd hreppsnefndarinnar og annarra hreppsbúa og þakkaði Gísla langt og gifturíkt starf í þágu sveitarinnar undanfarinn ald- arfjórðung, og þó öllu lengur, eða frá því er hann gerðist á- hrifamaður í ungmennafélagi hreppsins. í lok ræðu sinnar af- hjúpaði Ágúst vangamynd af þeim silfurbrúðkaupshjónun- -um, gerða af Ríkarði Jónssyni, listamanni, mótaða í gips. Kvað ræðumaður mynd þessa verða mótaða í eir síðar. Færði hann þeim hjónum mynd þessa að gjöf frá hreppsbúum, sem þakklætis- og vináttuvott á þessum merka áfangastað í æfi þeirra. Mæltist ræðumaður til þess, að andlitslíkan þetta mætti geymast í Þingborg eftir þeirra dag. Ingólfur Þorsteinsson, bú- fræðingur i Merkilandi, talaði því næst fyrir minni brúður- innar. Lýsti hann því hvern þátt húsfreyjan á Stóru-Reykj- um hefði átt í því að auka vin- sældir og hróður heimilisins í hvívetna, sem önnur hönd hús- bóndans. Minntist ræðumaður í því sambandi hinna spaklegu orða Einars Benediktssonar: „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri’ en hann sjálfur“. Þá þakkáði Gísli hreppstjóri fyrir hönd þeirra hjóna, þá vin- áttu og sæmd, sem þeim væri sýnd með þessu samsæti og veg- legu gjöf. Sömuleiðis þakkaði hann sveitungum sínum öllum og sérstaklega samstarfsmönn- um í hreppsnefndinni fyrir langt og gott samstarf og góða fylgd við að hrinda áleiðis og í framkvæmd ýmsum nytsemd- armálum sveitarinnar. Lauk hann lofsorði á þá eindrægni og góða félagsanda, sem um langt skeið hefði ríkt meðal hrepps- búa um hagsmunamál sveitar- félagsins. Að lokinni ræðu oddvitans flutti Böðvar skáld frá Hnífs- dal, skólastjóri í Þlngborg, brúðhjóirunum langt og snjallt kvæði, sem hófst á rímnahætti en endaöi á dróttkvæðum hætti. Var kvæði þetta hið bezta flutt og var gerður að því góður rómur. Sömuleiðis tóku til máls Kristján Ólafsson, bóndi i Báru og Sigurður Jónsson í Mýrar- húsum á Seltjarnarnesi. Stóð samsæti þetta lengi dags við góðan fagnað, ræður, söng og kveðskap. Fór samsætið allt fram með prýði og var til sóma íbúum hreppsins. Þess er vert að geta í sam- bandi við fyrr greind afmæli þeirra Reykjahjóna, að á þessu Erum við ekki að snúa við henni bakinu, erum við ekki að láta ginnast af fljótteknum veiði- skap, sem þó er vafasamur um haldkvæmni? Siglingar til landsins eru nú í hættu. Ef þær teppast að miklu leyti eða öllu, eigum við ekki annars úrkosta en að búa við þá fæðu, sem til fellur í landinu. Þetta sjá allir. Og hver veit, nema við þurfum að fæða fjölmennan her af þessum kosti? Hér ber því allt að sama brunni. Bústofn þjóðarinnar má ekki skerða og engan garð né akurblett ósáinn láta. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að svelta, þrátt fyrir auð fjár í peningum, því að hvað stoða miljónir enskra punda eða íslenzkra króna, ef ekkert fæst fyrir þær keypt. Ætli mönnum þætti ekki sparisjóðs- bækurnar óþjálar í maga, eða verðbréfin næringarlítil að gefa börnum sínum, ef þau. væri soltin? Væri hitt ekki ráð, að kveðja upp sjálfboðaher meðal þeirra manna og kvenna, sem ekkert hafa fast við bundið, til þess að halda uppi framleiðslu sveitanna? Þá fengist úrskurð- ur um þjóðhollustu manna og ræktarsemi þeirra við móður- moldina, og ég er sannfærður um, að margt íþróttamanna, skáta, skólanemenda og skrif- stofufólks muindi h'lýða slíkri kvaðningu. Ef til vill þarf þó enn meira við. En hvort man það nú enginn, að hér á landi hélst bjargarskortur fram á tíð þeirra manna, sem enn lifa? Hérna á dögunum heyrði ég á tal tveggja manna, sem voru að koma úr Bretavinnu. Annar þeirra sagði: „Hann hélt, að það yrði plenty vinna á morg- un.“ „O. K.“ ansaði hinn. Þetta er lítið dæmi, en það sýnir þó glögglega, hversu hin erlendu áhrif læsa sig inn í líf okkar og störf. Guð hjálpi okkur, ef við látum tunguna velkjast í er- lendu skarni. Þá mundi þjóðin fyrr eða síðar líða andlegt hungur, sem hún biði seint bætur eða ekki, enda þótt hún lifði við allsnægtir líkamans. Af þrennum rótum sýgur líf vort safa sinn og næringu. Ein er landið, önnur tungan, en sú þriðja þjóðarsagan. Engin þeiri’a má visna, ef við eigum að ná þeim þroska, sem okkur er áskapaðúr. Og ykkur kveð ég að þessu fyrst, ungu konur og menn, sem eigið að erfa landið, þegar okkur þrýtur, hina eldri. Skipið ykkur saman, ekki til árása né tortímingar, slíkt heimtar ekki vort land, heldur til verndunar og viðhalds þesfe alls, sem íslenzkt er. Ræðið það í félögum ykkar, hvernig þið getið orðið landinu að liði og málstað þess. Bindist samtökum um það að vernda tungu feðra ykkar og menga aldrei mál ykk- ar erlendum orðum meðan hér er útlendur her í landi. Vaknið og sjáið það land, sem ykkur er gefið, hversu fagurt það er og stórbrotið og hreint, þrátt fyrir niðurlægingu sína og varnar- leysi. Viljið þið selja frumburð- arréttinn fyrir erlent fé? Viljið þið, að þjóðin gerist launaþræl- ar og skækjur fyrir skort á TfmTVN, laiigardaglim 10. maí 1941 Við undirrituð þökkum hjartanlega öllum þeim, er auð- sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför SIGURÐAR sál. GUÐMUNDSSONAR, Hvammi, Svartárdal. Sérstaklega þökkum við Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps, er heiðraði minningu hins látna með söng við útförina. Elín Pétursdóttir. Guðrún Sigurðardóttir. Engilráð Sigurðardóttir. Halldór Gíslason. Þakka samúð og vinarhugi við andlát og jarðarför konunnar minnar, SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR. Árni Björnsson, Grýtubakka. Aðaliundur FERÐAFÉLAGS ÍSLAARS verður -haldinn í Oddfellowhúsinu þriðjudagskvöldið þ. 13. þ. m. og hefst kl. 8y2. Dagskrá samkvæmt félagslögum Skemmtiatriði að afloknum fundarstörfum. FÉLAGAR FJÖLMENNIÐ. STjOll\I\. Tii brúðargjafas MATARSTELL. — KAFFISTELL. — ÁVAXTASTELL. — ÖLSETT. ÁVAXTASKÁLAR. — HNÍFAPÖR OG FLEIRA. K. EINARSSON & RJÖRNSSOJV, BANKASTRÆTI 11. ári, 1941, eru 100 ár liðin siðan amma Gísla bónda, Sólveig Benediktsdóttir prests í Hraun- gerði, tók sér bólfestu að Stóru- Reykjum. Hefir þvi þessi sama ætt búið þarna óslitið í eina öld. Hefir Gísli stórum bætt þetta óðal sitt bæði-að ræktun og híbýlum, svo að telja má nú í tölu stórbýla. En umgengni öll, utan húss sem innan, ber vitni smekkvísi, hirðusemi og myndarskap í hvívetna. Eiga þau bæði miklum vinsældum að fagna austur þar, eins og sam- sæti þetta sýndi ljóslega. En Hraungerðishreppsbúum má segja það til maklegs lofs, að þeir kunna að meta og þakka störf sinna forystumanna, með- an þeir enn eru „á veginum“ með þeim. Hafa þeir líka sýnt það á margan hátt annan, að þeir eru mörgum sveitarfélög- um fremri í félagsmálefnum ýmsum, sem hér verða þó ekki talin. Viðstaddur. ttbreiðið Tímaim! & akkarávarp. Öllum þeim mörgu, nær og fjær, sem færðu mér gjafir, og sýndu mér samúð við andlát móður minnar, ásamt þeim Jóni í Skinnum, Sigurði í Hábæ, Ól- afi sama bæ og Friðrik i Mið- koti, sem gáfu mér seinasta rúmið hennar, sendi ég mínar hjartanlegustu þakkir. Ég bið góöan guð að launa þeim öllum. Hann, sem lætur ekki einn vatnsdrykk ólaunaðan, vona ég að launi öllum þessum vel- gjörðamönnum minum, þegar þeim mest liggur á. Magnea Gísladóttir frá Skarði í Þykkvabæ. n’-n-j.ywHTTPi i n i ■ Núðiu þrótti.manndómi og þjóðrækni? Eða hafið þið þor og vilja til að halda í horfi og taka barning- inn fyrir gagn ykkar sjálfra og sæmd? Á því veltur framtíð þessarar litlu, varnarlausu þjóðar, þessa fagra lands stórra sanda og sæva. Á vilja og þrótti ykkar og allra vor. fer vestur um í strandferð til Akureyrar 13. þ m. VÖRUMÓTTAKA á venju- lega viðkomustaði laugardag og til hádegis á mánudag. FARSEÐLAR sækist á mánu- dag, annars seldir öðrum. Gangíð í GEFJUNAR íötum Á síðustu árum hefir íslenzk- um iðnaði fleygt fram, ekki sízt hefir ullariðnaðurinn aukizt og batnað og á ullar- verksmiðjan Gefjun á Ak- ureyri mikinn þatt í þessum framförum. Gefjunardúkarnir eru nú löngu orðnir landskunnir fyrir gæði. Ullarverksmiðjan vinnur úr ísienzkri ull, fjölmargar teg- undir af bandi og dúkum til fata á karla og konur, börn og unglinga. Gefjun starfrækir sauma- stofur í Reykjavík og á Ak- ureyri. Gefjunarföt eru smekkieg, haldgóð og hlý. Gefjunarvörur fást um land alit hjá kaupfélögum og kaupmönnum. Gefjnn ReyJcjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Reykhús. — Frystihús. JViðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Egg frá Eggjasölusamlagi Reykjavíkur. + ÚTBREIÐIÐTÍMANN + Það er mikill siður hér á landi, að syngja, hvar sem þrír eða fleiri eru sarnan komnir. Nú er þetta nauðsyn, því að söngurinn sameinar og vekur gleði, von og þrótt. Við skulum því blása rykið af ætt- jarðarljóðunum og láta þau hljóma með nýjum, styrkum söng. Við skulum syngja um ís- land, eins og við sjáum það í óskum okkar og draumum, frið- að og frjálst. Og það er einlæg bón mín til þjóðkórsins og allra annarra, er söng hafa um hönd, að þeir endi ætið söngva sína með erindi Steingríms: „Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur um vog“. Það á að vera víg- söngur okkar, xfnz markinu er náð. — Látum svo Bretann banna okkur að tala um veðrið, og Þjóðverja meina okkur að njóta þess, því að þrátt fyrir hernám og hafnbönn, er vorbláminn tekinn að færast á fjöll og sund, og Snæfellsjökull lýsir yfir lognfjallaðan flóann, eins og æðri sýn um það ísland, sem er frjálst. Vinntð ötuUega fyrir Tímann. 24 - Victor Hugo: Dyravörðurinn hrökklaðist aftur á bak. Það var hóf að, þótt hér kæmu þingmenn og borgarstjórar, en langt var gengið, þegar þeirra á meðal voru vefarar. Kardínálinn var tekinn að ó- kyrrast. Mannfjöldinn hlýddi á, þrumu- lostirin. Hans vegsemd, kardínálinn, hafði í tvo daga lagt sig fram um að manna hina flæmsku villinga svo, að unnt væri að sýna þá á almannafæri. En hér mátti gerla sjá, að það hafði harla lítinn árangur boi’ið. Nú kom Vilhjálmur Rym til skjalanna. Napurt bros lék um varir hans. — Jakob Coppenole, þingmaður 1 Gent, hvíslaði hann að dyraverðinum. — Dyravörður, endurtók kardínálinn hátt. Jakob Coppenole, þingmaður í hinni frægu borg, Gent. — Nei, djöfullinn hafi það, þrumaði Jakob Coppenole dimmum rómi. Jakob Coppenole vefari! Heyrir þú það, dyra- vörður! Ekkert annað, vefaradjöfull. En erkihertoginn sjálfur hefir oftar en einu sinni átt fjöreggið sitt í vaðmáls- ströngunum mínum! Allt ætlaði af göflunum að ganga. Fólkið klappaði honum lpf í lófa, og salurinn dundi af háreystinni. Parísar- búar eru jafnan fúsir að hlýða á gam- anyrði. Jakob Coppenole var líka al- þýðumaður, og hér voru flestir úr al- Esmeralda 21 áður en kardinálinn kom. Auk þessa var kardínálinn hið mesta snyrti- menni. Hann naut því mikillar- kven- hylli. Það hefði verið hin freklegasta móðgun að gera óp að kardínálanum, þótt síðbúinn væri, sérstaklega þar sem hann var glæsilega búinn í rauðan kjól, sem fór honum mjög vel. Kardinálinn gekk fram á svalirnar og heilsaði með vingjarnlegu brosi. Síðan fetaði hann hægum skrefum að hæg- indarstólnum, sem honum var ætlaður. Fylgdarlið hans kom sér til sætis í skyndi. Kardinálinn var samt sem áður venju fremur áhyggjufullur að þessu sinni. Hann kveið því, hvernig hinir glaðværu Parísarbúar myndu taka hin- um gildvöxnu, flæmsku bjórdrykkju- körlum. Skyndilega hrópaði dyravörðurinn: — Sendimenn hans hátignar hertog- ans af Austurríki. Dyrunum var lokið upp. Sendimenn- irnir gengu inn, tveir og tveir sam- hliða. Þeir voru alvarlegir á svip og gerólíkir hinum glaðlegu förunautxim Karls af Bourbon. Alls voru þessir full- ti’úar Maximilians af Austurríki 28 að tölu. Fyrstur fór hinn æruverðugi ábóti, Jóhann af St. Bertin, kanslari í Blies og Jakob de Goy, yfirdómari í Gent. Djúp þögn rikti meðal mannfjöldans. Þó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.