Tíminn - 10.05.1941, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.05.1941, Blaðsíða 4
208 TÉMBVN, langardaginn 10. maí 1941 tfR BÆBÍinW Messur á morgun: í dómklrkjunnl kl. 11, séra Bjaml Jónsson, fermlng, kl. 2, séra Garðar Svavarsson, fermlng. í Mýrarhúsaskóla kl. 2,30, séra Jón Thorarensen. í ka- þólsku kirkjunnl, lágmessa kl. 6,30 ár- degis, kl. 10 hámessa, kl. 6 síðdegis, bœnahald og prédikun. Meðferð íkveikjusprengja. í dag klukkan fjögur verður hald- in sýning á því, hversu fara beri með íkveikjusprengjur, slökkva benzinbál og velta hjálp fólkl, sem særst hefir eða hálfkafnað af völdum loftárása. Sýn- ing þessi fer fram við Austurbæjar- skólann. Umferðaslys í gær bar það til, er strætisvagn kom nlðui' Túngötu, að bifreiðarstjórinn misstl vald á vagninum, þegar hjólin skrikuðu I moldareðju, sem þar er úr uppgreftri á götunni við hornið hjá Herkastalanum. En þar er umferð mikil og erfitt að mætast sökum um- rótsins, sem þar er. Rann vagninn út í skurð og losnuðu sum hjólanna af honum við það. Stúlka, sem var á göt- unni og leiddi hjól, varð fyrir vagn- inum og lenti undir honum og munaði minnstu, að hjólin færu yfir hana. Mjaðmarbrotnaði hún. Stúlka þessi er nítján ára gömul, Sigríður Jónsdóttir að nafni, til heimilig á Klapparstíg 13. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band hjá lögmanni ungfrú Hólmfríður Halldórsdóttir, Bergstaðastræti 83, og Þorsteinn Löve, Kirkjustræti 4. Ferðafélag íslands eínir til gönguferðar um Heiðmörk, sem nú er barizt fyrir að verði frið- land Reykvíkinga og Hafnfirðinga, á morgun. Verður lagt af stað kl. 1,30. Ekið verður í bifreiðum að Silungapolli, en gengið þaðan suður Elliðavatns- heiði, um Hjalla og Vífilsstaðahlíð að Vífilsstöðum. Leiðsögumaður frá Skóg- ræktarfélagi íslands verður með í för- inni. Þetta er þriggja stunda gangur. Fjársðfnun S.LB.S. Sambandi ísl. berklasjúkl- inga hafa borizt eftirfarandi fjárupphæðir (frá síðustu birt- ingu): Fyrir seld blöð og merki: Jónína Hermannsdóttir kr. 33,40, Vil- hjálmur Jónsson, Akranesi, kr. 215,50, K. Júlíusson, Húsavík, kr. 40,00, Jón Árnason, Kópaskeri, kr. 15,00, Þóra Jónsdóttir, Bíldudal, kr. 80,00, Einar Ástráðsson, Eskifirði, kr. 50,00, Aðalh. Pétursdóttir, Bakkafirði, kr. 15,00, Örn- ólfur Valdemarsson, Súgandafirði, kr. 42,50, Ben. G. Benediktsson, Sandi, kr. 50,00, Estífa BJömsdóttir, Þingeyri, kr. 30,00, E. E„ Hafnarfirði, kr. 2,00. Safnað fé: Safnað af: Sr. Guðm. Einarssyni, Mosfelli, kr. 130,00, sr. Páli Sigurðssyni, Bolungai-vík, kr. 800,00, U. M. P. Vestra, Rauðasandi, kr. 105,65, Kvenfél. Geira- dalshrepps, kr. 70,00, U. M. F. Austra, Eskifirði, 282,00. Gjafir og áheit: Ó. Þ„ Vestmannaeyjum, kr. 10,00, Sig. Jóhannesson, Rvík, kr. 10,00, Páll Jónsson, Reykholti, kr. 5,00, Ásta Guð- mundsdóttir, Kópavogi, kr. 10,00, Ó- nefnd kona, kr. 50,00, Ónefnd kona, kr. 50,00, Ónefnd kona, kr. 2,00, N. N„ af- hent af Árna Óla, kr. 25,00, Ónefnd stúlka, kr. 10,00, Ónefnd kona, kr. 100,00, Ónefnd kona, afhent af sr. Á. S„ kr. 100,00, Ónefnd kona, Rvík, kr. 100,00, Frú María Jónsson, Rvik, kr. 25,00, Frú Þ. P„ kr. 100,00, Ónefnd kona, afh. af Gísla Guðm., kr. 50,00, Sigurður Jóns- son, Rvík, kr. 30,00, U. M. F. Reynir, Mýrdal, kr. 15,00, Kvenfél. Hellusands, kr. 100,00, Sjómaður, kr. 10,00, Tómas Skúlason, kr. 5,00, Kvenfél. 19. júní, Borgarfirði, kr. 100,00, Jón Jóhannes- son, Siglufirði, kr. 100,00, Sigurbjörg Benjamínsdóttir, kr. 5,00, Kvenfélagið „Hringurinn", Stykkishólmi, kr. 500,00. Samtals kr. 3473,05. Miðstjórn S. I. B. S. Moldin . . . (Framh. af 1. aiOu.J hefði byrjað landbúnaðarsókn sína 1916, hefðu 37% af rækt- anlegu landi verið í rækt, en í lok ársins 1918 38%. Þegar styrjöldin hófst nú, hefðu 28% af ræktanlegu landi verið í rækt, en nú myndu um 40% í ræktun. Hudson sagði, að þótt mikil áherzla hefði verið lögð á ný- ræktina, hefði þó enn meiri á- herzla verið lögð á aukna frjó- semi þess lands, sem var í rækt- un, og hefði náðst mikill árang- ur i þeim efnum. Hudson sagði, að ríkið hefði’ veitt fyllstu aðstoð sína við út- vegun vinnuafls. Mikið af kven- fólki hefði ráðizt í sveitavinnu, vanir landbúnaðarverkamenn hefðu ekki verið kvaddir til herskyldustarfa o. s. frv. Ef þessar ráðstafanir dygðu ekki á komanda sumri myndi ríkið gera sérstakar ráðstafanir til að landbúnaðurinn fengi vinnu- afl, ef til vill ítalska fanga. Þá hjálpaði ríkið bændum til að afla sér véla og hráefna. Ráðstafanir væru undirbúnar til stórra endurbóta á landbún- aðarframleiðslunni. Siðast en ekki sízt bæri að geta þess, að bændum væri nú tryggt sóma- samlegt verð fyrir afurðir sínar og þeir hefðu öruggan markað fyrir allt, sem þeir framleiddu. Hudson sagði, að ekki mætti eingöngu miða aukningu land- búnaðarins við styrjaldará- standið, heldur einnig við þarf- ir framtíðarinnar. Það mætti ekki hvetja bændurna til auk- innar framleiðslu nú, ef þeim yrði svo enginn aðstoð veitt eft- ir styrjöldina, þegar aftur skap- aðist samkeppni við aðfluttar landbúnaðarvörur. Bændurnir verða að finna, að hér er ekki um bráðabirgðaráðstafanir að ræða. Það verður að sanna þeim, að ráðstöfunum ríkis- valdsins sé ætluð lengri fram- tíð. Brottflutning ur (Framh. af 1. siOu.) embættismenn og undirróðurs- ins gegn setuliðinu, enda hefði það verið. gert í einu tilfelli, dreifibréfsmálinu. En um þetta hefði ekki náðst samkomulag í ríklsstjórninni. Væri líklegt, að ekki hefði komið til jafn alvar- legra afskipta Breta af innan- landsmálum okkar, ef það hefði verið gert. Forsætísráðherrann ■ sagði ennfremur, að það myndi ekki hafa borið neinn árangur, þótt ríkisstjórnin hefði gefið blað- inu áminningu. Hann kvaðst eitt sinn- hafa beint þeirri ósk til blaðanna, að skrifa varlega um utanríkismál og ekki hlot- ið annað fyrir en svívirðingar hjá Þjóðviljanum og jafnvel fleiri blöðum. Þessar upplýsingar ráðherr- ans virðast leiða það í ljós, að ekki hefði komið til brottflutn- ings kommúnistanna, ef for- vígismenn Sjálfstæðisflokksins hefðu ekki viljað lofa þeim óá- reittum að halda þjóðskemmd- arstarfsemi sinni áfram. 2. þln^ Sambands ungra Framsóknarmanna verður haldið að Laugarvatni dagana 22.—25. mai n. k. Þátttaka óskast tilkynnt undirbúningsnefndinni fyrir 10. maí. Þeir, sem hafa í hyggju að sækja þingið, eru áminntir um að ganga sem fyrst frá kjörbréfum sínum. Allar upplýsingar varðandi þingið fást á skrifstofu Framsóknarflokksins, Lindarg. 9 A, sími 2323. SAMBANDSSTJÓRNEV. Muníð hína ágætu Sjafnar blautsápu í Vz kg, pökknm. Sápuverksmíðjan Sjöfn. Relldsölubirgðir bjá: SAMBANDI ÍSL. SAMVIMUFÉLAGA. Kennaraskólinn. (Framh. af 1. síðu.) Jónsdóttir, Másstöðum, Vatns- dal, Guðmundur Einarsson, Hamri, N.-ís. Guðmundur Löve, Reykjavík. Guðmundur Páls- son, Flateyri, Ön. Gunnar Sig- urðsson, Auðshaugi, Barð. Har- aldur Þórarinsson, Skeggja- stöðum í Fellum. Hermann Ei- ríksson, Reykjavík. Jón Guð- jónsson, Reykjavík. Jónas Ey- steinsson, Stórhóli, V.-Húnav. Jónas Sölvason, Sauðárkróki. Jónatan Jónsson, Bergþórshvoli. Júlíus Guðmundsson, Reykja- vik. Njáll Bjarnason, Flateyri Önundarf. Njáll Guðmundsson, Reykjavík. Óskar Helgason, Skagaströnd. Ragnheiður Vigg- ósdóttir, Broddanesi, Stranda- sýslu. Sig. Jónsson, ísafirði. Sig. Ólafsson, Flateyri, Önund- arfirði. Sóley Tromberg, Reykjavík. Sveinbjörn Markús- son, Görðum, Kolbeinsstaðahr. Vigdís Björnsdóttir, Stóru- Gröf, Mýrasýslu, Þórunn Jóns- dóttir, Keisbakka, Skógar- strönd. Helga Jónsdóttir, stúd- ent, Akureyri. 22 Victor Hugo: Esmeralcia 23 mátti heyra hálfkæfða hlátra öðru hvoru, þegar dyravörðurinn nefndi nöfn og titla sendimannanna. Hér kom Loys Roelof, þingmaður í Louvain, þá Klaes d’Etuelda, þingmað- ur Briissel, ennfremur Jóhann Coleg- bens, borgarstjóri í Anvers. Það mátti og heyra heiti eins og Gheldolf von der Hage, Jóhann Dymaerzelle og önnur slík. Allir þessir menn voru feitir og sæl- legir borgarstjórar og þingmenn, búnir dýrum klæöum,skreyttum gullnum borð- um og skúfum. Þeir minntu á mannver- ur þær, sem getur að líta á málverkum Rembrandts. Einn þeirra var þó hinum næsta ólíkur. Andlit hans var smágert. Maðurinn var í senn greindarlegur og kankvíslegur á svip. Kardínálinn gekk til móts við hann og laut honum djúpt. Þó hafði maður þessi ekki neinn titil annan en Vilhjálmur Rym, þingmaður í Gent. Aðeins örfáum var þó kunnugt um, hver Vilhjálmur Rym var í raun og veru. Hann var óvenjulegur maður, sjálfkjörinn foringi á umbrotatímum. En á fimmtándu öld varð hann að lúta því hlutskipti að starfa að tjaldbaki og beita brögðum til þess að koma sínu fram. Raunverulega var hann mjög handgenginn Lúðvíki XI. og valdur að mörgum atburðum og merkum. En þetta var alþýðu manna engan veginn kunnugt um. Það vakti því almenna undrun, að kardínálinn skyldi sýna honum slík virðingarmerki. IV. KAFLI. Vefarinn frá Gent. Meðan borgarinn frá Gent og kardín- álinn af Bourbon skiptust á kurteisis- kveðjum, kom inn hár maður og herði- breiður, harðlegur á svip. Það var. eins og að sjá grimman hund við hliðina á ref, þegar hann staðnæmdis t hjá Vil- hjálmi Rym. Hann var í vaðmálsbrók- um og skinnúlpu og stakk undarlega í stúf við silkið og flosið, sem hvarvetna var umhverfis hann. Dyravörðurinn hélt, að hér væri á ferðinni einhver um- renningur, er ætlaði að komast inn, og stöðvaði hann. — Hægan, vinur sæll, sagði hann. Hér fer þú ekki inn! Maðurinn 1 skinnúlpunni þreif í dyra- vörðinn og þeytti honum frá sér. — Hvern fjandann viltu? sagði hann hárri röddu, svo að heyrðist um allan salinn. Veiztu ekki, hver ég er? — Hver eruð þér? spurði dyravörður- inn. — Jakob Coppenole. , — Hvað eruð þér? — Vefari í „Festinni" í Gent. -fii Til anglýsendal Tíminn er gefinn út 1 fleiri eintökum en nokk- urt annað blaö á íslandl. Gildi almennra auglýs- inga er í hlutfalli við þann fjölda manna er les þær. Tíminn er öruggasta boðleiðin til flestra neyt- endanna í iandinu. — Þeir, sem vilja kynna vör- ur sínar sem flestum auglýsa þær þessvegna i Tímanum Erlendar fréttir. (Framh. af 1. siðu.) ina, en hún er þeim lokuð enn. Hins vegar gætu þeir flutt þangað fluglið og flugvélar og sent Irakmönnum. Þá búast þeir nú fyrir á ýmsum grískum eyj um við Tyrklandsstrendur og er hægt að setja þaðan lið á land með hægum móti. Veikir þetta talsvert varnaraðstöðu Tyrkja. í Abessiniu er enn um 30—40 þús. manna italskur her, sem er ósigraður. En hann heldur ekki uppi skipulögðum vörnum, heldur er dreifður í nokkra flokka í norðausturhluta lands- ins. Telja Bretar, að þeir geti fljótlega sigrað lið þetta. Moyne lávarður upplýsti 1 efri málstofu brezka þingsins á þriðjudaginn, að alríkisherinn brezki hefði misst um 11.500 manns i Grikklandsstyrjöldinni og eru þar taldir bæðl fallnir og herteknir, hermenn. Hann sagði, að Bretar hefðu tekið til fanga í Afríku 200 þús. her menn síðustu fimm mánuðina, en alls hefði manntap ftala numið 380 þús. manns, þegar innfæddir menn væru með- taldir. Freyberg, yfirmaður hers Ný- Sjálendinga utan heimalands- ins, hefir verið skipaður yfir- maður hers Bandamanna á Krít. Freyberg gat sér mikið frægðarorð í seinustu heims styrjöld og hlaut þá m. a. Vikt- oríukrossinn, sem er æðsta við- urkenningarmerki brezka hers ins. Churchill hefir tilkynnt, að Krít verði varin til hins ítr asta. Bretavinnan (Framh. af 1. slðu.) lands, að tilhlutun rikisstjórn- arinnar, annast hér sérstaka ráðningaskrifstofu fyrir land búnaðinn og mun Pálmi Ein- arsson veita henni forstöðu. Er mikil eftirspurn eftir verkafólki í næstu héruðifm við Reykja- vík, en minni í hinum fjarlæg- ari héruðúm. Á krossgötnm. (Framh. af 1. siðu.) í vetur, seint í marzmánuði, til HJalt- lands og þaðan til Englands. Brezkir setuliðsmenn í Eyjum fóru undir eins í báta þessa, er þeir kom til lands og eru litlar fregnir af ferðalagi bátanna, né hvað skipverjar ætlazt fyrir. Anglýsið í Tímanum! ~-----GAMLA BÍÓ------ MARX BROTHERS I CIRKIJS. Marx Bros. at the Circus) Amerísk skopmynd með hinum heimsfrægu Marx Brothers. Aukamynd: Stríðsfréttamyndlr frá Miðjarðarhafi og Libyu. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 52. blað ---------NÝJA BÍÓ---- HÆGAN NtJ, DÓTTLR GÓÐ! (Yes my darling daugther) Aðalhlutv. leika: PRISCILLA LANE, JEFFREY LYNN, ROLAND YOUNG Og MAY ROBSON. Aukamynd: MERKISVIÐBURÐIR ÁRIÐ 1940. (Review of the Year 1940) Sýnd kl. 7 og 9. Loftvarnaæfing Loftvarnanefnd hefir ákveðið að loft- varnaæ-fiiig verði haldin sunnudaginn 11. maí n. k. Hættumerki verður gefið kl. 6 fyrir hádegi og stendur æfingin yf- ir í 2—3 klukkutíma. Reykjavík, 9. maí 1941. Loitva rnanefnd Tilkynning: til bifreiðastjóra Að gefnu tilefni er athygli vakin á því, að samkvæmt 48. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur er bifreiðastjór- um óheimilt að gefa hljóðmerki, nema umferðin gefi sérstakt tilefni til þess. Brot gegn þessu varða sektum. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 8. mai 1941. Agnar Kofoed Hansen. Aðalfnndnr LOÐDÝRARÆKTARFÉLAGS ÍSLAIVDS verður haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna i Reykjavík 7. og 8. júní næstkomandi. DAGSSKRÁ samkvæmt 15. gr. félagslaganna, einnig endur- skoðun á lögum félagsins. Fulltrúakosning fyrir félagsdeildir kemur ekki til greina i þetta sinn. Loðdýraræktarráðunautur flytur erindi um Fóðrun loðdýra og annað um lífdýraval og sýningar. Reykjavík, 9. maí 1941. Félagsstjórnin. Feikna úrval af nýjum eínum nýkomið - Verksmídjuútsalan Geljun - Iðunn Aðalstræti Tilkynnið ílutninga vegna mæliálesturs á skrifstofu raf- magsveitunnar, Tjarnargötu 12. Simi 1222. Rafmagnsveíta Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.