Tíminn - 15.05.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: i ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. | FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. ' RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 0A. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Síml 2323. PRENTSMJÐJAN EDDA hj. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Ileykjavík, fimmtudagliui 15. maí 1941 Otvegnn efnis til hitaveitnnnar Þjódverjar hafa prásinnís rofið gefin ioiorð og sftöðv- að fluftning einisans frá Danmörku Aðalfuodur Kaup- félags Skaftfellíuga StarSsemi og aikoma félagsíns síðastliðið ár ASalfundur Kaupfélags Skaft- fellinga var haldinn að Vík í Mýrdal þann 9. þ. m. — Á fund- inum vóru mættir fulltrúar úr öllum hreppum Vestur-Skafta- fellssýslu og ennfremur úr Hofshreppi í Austur-Skafta- fellssýslu. — Kaupfélag Skaft- fellinga telur nú alls 352 félags- menn og höfðu 36 nýir félags- menn bætzt við á árinu. Samkvæmt framlögðum reikningum félagsins fyrir árið 1940, nam vörusala þess (inn- lendar vörur ekki meðtaldar) rúmlega 453 þús. krónum, og jókst frá því árið áður um full- ar 66 þús. krónur. Óskiptilegir sjóðir hækkuðu um 16.692 kr. og nema nú samtals kr. 77.517. — Alls bætti félagið hag sinn á árinu um kr. 14.725. — Tekju- afgangur samkv. rekstursreikn- ingi, að afloknum öllum af- skriftum og. venjulegum rekst- urskostnaði, varð samtals kx’. 40.891.61. — Samþykkt var að greiöa félagsmönnum 15% af ágóðaskyldri vöruúttekt þeirra hvers um sig á árinu. Þar af útborgast 10% í viðskiptareikn- inga og 5% í stofnsjóð. Félagiö hefir útbú á Kirkju- bæjarklaustri og pöntunardeild í Öræfum. Sftyrkur ftíl iækn- ísviftjunar í dreífi- býlinu Frv. um læknisvítjuu> arsjóðí Helgi Jónasson og Vilmundur Jónsson flytja frumv. til laga um læknisvitjanasjóði. Samkvæmt frv. leggur ríkis- sjóður árlega fram fé til lækn- isvitjanasjóða, er stofnaðir veröa í læknishéruðum sam- kvæmt ákvæðum laga þessara, gegn þriðjungsframlagi annars staðar að. Framlag rikissjóðs má ekki fara fram úr 1 kr. á hvern héraðsbúa, er heima á utan þess kaupstaðar eða kaup- túns, þar sem læknir situr, og ekki yfir 1000 kr. til hvers lækn- isvitjanasjóðs. Læknisvitjanasjóðir, er njóta hlunninda samkvæmt lögum þessum, skulu ná til heils lækn- ishéraðs og hafa að markmiði, að styrkja til læknisvitjana héraðsbúa, sem eiga erfiða læknissókn, eða létta þeim læknissóknina á annan hátt. í greinargerð segir m. a.: „Eins og kunnugt er, hagar víða svo til í dreifbýlinu hér á landi, að fjöldi fólks á mjög langt til læknis og læknisvitj anir því mjög kostnaðarsamar. í sum- um héruðum er það þannig, að um helmingur héraðsbúa býr í 40—50 km. fjarlægð og þaðan af meiri frá lækni, og er því ferðakostnaðurinn, hvort sem notaöir eru bílar eða bátar, 60 —80 kr. íyrir eina læknisferð. Sjá allir, hvaö það verður til- finnanlegur útgjaldaliður fyrir marga, þegar mikil veikindi steðja að.“ Flokksþing Framsóknar- manna hafði þetta mál til at- hugunar og samþykkti tillögu, sem gekk í sömu átt og frv. Skýrsla stfórnarínnar Vegna þess, hve mikilvægt hitaveitumálið er fyrir höf- uðstaðinn, og fyrir alla þjóð- ina, hefir ríkisstjórnin — enda þótt samningar séu þeir, að verktaka, firmanu Höjgaard & Schultz, beri að annast flutning á öllu efni hér til landsins — talið skylt að vinna að því af alefli eftir hernám Danmerkur 9. apríl 1940, að reyna að fá flutt hingað það efni til hitaveit- unnar, sem enn liggur í Danmörku. Þar sem telja má tilgangslaust að svo stöddu, að halda þessum tilraunum áfram, telur rík- isstjórnin nú tímabært að gefa almenningi þær upp- lýsingar um gang málsins, sem hér fara á eftir: Nokkru eftir hernám Dan- merkur sneri Sveinn Björnsson sendiherra í Kaupmannahöfn sér til þýzka sendiráðsins þar á staðnum með tilmælum um það, að það hefði milligöngu um að útvega samþykki réttra þýzkra stjórnarvalda til þess að hindra ekki á neinn hátt flutning til íslands á því efni, vélum o. s. frv., sem flytja þyrfti á næst- unni frá Khöfn til Reykjavík- ur, svo að hægt væri að halda á- fram hitaveitunni. Tók sendi- ráðið þessari málaleitun liðlega, og var samkomulag um, að Sveinn Björnsson sendi sendi- ráðinu skriflega rökstudda málaleitun í þessa átt. Gerði hann það með bréfi, dags. 18. apríl 1940. ÁÖur en hann fór frá Khöfn 24. apríl 1940 á leið til íslands, tjáði þýzki sendiherrann honum, að þýzku stjórnarvöldin mundu taka málinu vel. í því sam- bandi fékk hann samþykki þýzkra stjórnarvalda til þess að taka með sér til íslands frá firmanu Höjgaard& Schultz alla uppdrætti m. m., sem þá voru tilbúnir og þurfti til þess, að vinnan hér við hitaveituna þyrfti ekki að stöðvast. 26. apríl 1940 barst sendiráð- inu íslenzka í Kaupmannahöfn svar þýzka sendiráðsins í Kaup- mannahöfn við framangreindu bréfi, dags. 18. apríl. Segir þar m. a. þetta: „að af hálfu þýzkra stjórnarvalda sé ekkert því til fyrirstöðu, að senda megi vörur þær, er um ræðir í bréfinu (þ. e. frá 18. apríl), sem ætlaðar séu til hitaveitulagnar fyrir bæinn Reykjavík. Farmrúmi verði að sjá fyrir af íslands há!fu“. Á meðan Sveinn Björnsson var á heimleið, áður en hann hafði átt tækifæri á því að gefa ríkisstjórninni skýrslu um aðgeröir þær, er að framan getur, en eftir hernám íslands, sneri ríkisstjórnin sér til sendi- ráðsins í Khöfn (skeytið dags. 15. maí) með ósk um, að reynt sé að ganga úr skugga um, hvort unnt sé að senda hita- veituvörurnar frá Danmörku innan ákveðins tíma, ef til vill með sænskum eða finnskum skipum. 24. sama mánaðar er sent áherzluskeyti, þar sem tek- ið er fram, að ef of langur dráttur verði, muni óumflýjan- legt að reyna að fá efni í skarð- ið annars staðar. 25. maí símar sendiráðið í K,- höfnA að vörurnar verði til seinni hluta júní, og þýzkt leyfi liggi þegar fyrir. Verið sé í samningum um tvö finnsk skip til flutninganna. í byrjun júlí er svo komið, að sendiráðið í Khöfn telur ákveð- ið finnskt skip, sem liggi í (Framh. á 2. síðu) Hvers vegna flúðí Hess? Eru iiazistaforingjaruir ósammála um afstöðuna til Breta og Rússa? 54. blað í marzmánuöi síðastliðnum birtust í ýmsum blöðum fréttir þess efnis, að risinn væri mik- ill ágreiningur milli helztu for- ingja þýzku nazistanna. Sumir þeirra óskuðu eftir friði við Bretland, en vildu í þess stað láta ráðast á Rússland. Þeir teldu úrslitin í áframhaldandi styrjöld við Breta vafasöm, ef Bandaríkin kæmu þeim til hjálpar, en hins vegar ekki ólík- legt að Þjóðverjar gætu náð hagkvæmum samningum við Breta, ef strax yrði samið, eink- um með tilliti til Austur-Ev- rópu. Hinir teldu, að leggja ætti höfuðáherzluna á að sigra Bretland og að Þýzkaland ætti að vera arftaki þess sem sjó- og nýlenduveldi. Sagt var, að í fyrri flokknum væru Göring, Hess og Göbbels aöalmennirnir, en í seinni flokknum væru Himmler og Ribbentrop fyrirliðarnir. Fyr- nefndi flokkurinn nyti meira fylgis meðal yfirmanna hersins. Afstaða Hitlers væri óráðin. Flestir litu á þessar fréttir sem tilgátur blaðamanna. En nú hefir flótti Hess frá Þýzkalandi gefið þeim aukið gildi. í tilkynningum þýzku stjórn- arinnar um brottför Hess er sagt, að hann hafi veriö sjúkur maður á skapsmunum og hafi sjúkleiki hans m. a. komið fram í því, að hann teldi sig geta komiö á sættum milli Breta og Þjóðverja. Þetta atriði tilkynningarinn- ar styður einmitt hinn framan- greinda orðróm. Annað er líka athyglisvert i þessu sambandi. Eftir að þýzku stj órninni var kunnugt um, að Hess var kominn til Bretlands, var kvaddur saman fundur helztu nazistaforingjanna. Frá þeim fundi er það eitt sagt, aö allir hafi verið sammála um að halda styrjöldinni við Bretland áfram. Auk Hitlers var aðeins einn fundarmaður tilgreindur. Það var Göring. Hvers vegna þótti nauðsynlegt að lýsa yfir vilja nazistaforingjanna til að halda áfram styrjöldinni, þótt .A. KRQSSGÖTIJM Eldsumbrot og hlaup. - ingarnir í gær. Bankarnir flytja plögg til Grindavíkur. — Flutn- - Lausafregnir um hafís. — Meiðyrðamál. Að undanförnu hafa verið að berast fregnir um mikinn vöxt í Skeiðará, svo að nálgast þótti hlaup. Væri áin orðin vatnsmeiri heldur en hún er í hitatíð á sumrin, þegár leysing er mest í jökl- inum. Á þriðjudaginn fóru þeir Pálmi Hannesson rektor og Guðmundur Hlíödal póst- og símamálastjóri aust- ur þangað í flugvél, til þess að athuga vegsummerki. Plugu þeir yfir Vatna- jökul og sáu gerla, að dæld mikil var sigin í jökuiinn við Grímsvötn, og blöstu ísveggirnir vlð umhverfis kvos- ina, þar sem hjarnið hafði brostið í sundur. Orsök þessa er talin vera elds- umbrot, en ekki sáust þar önnur merki þess að eldur væri uppi. Árið 1938 voru eldsumbrot í Vatnajökli. Kom þá sig í jökulinn nokkru norðar en nú. Skál sú, er þá myndaðist, er nú sléttfull orðin af hjarni. Eldur kom þá aldrei upp úr jöklinum, en gífurlegt hlaup kom í Skeiðará. Er þeir félagar höfðu áttað sig á vegsummerkjum á jöklin- um, var flogið suöur yfir Skeiðarár- jökul og sandinn allt fram til sjávar. Flæddi Skeiðará dökk og úfin á að sjá, undan jöklinum suður yfir sand- inn. .Mest var vatnsmegnið í aðalfar- vegi Skeiðarár og miklu meira en það er venjulega að sumarlagi. Kvísl sú, sem rennur austur viö sæluhúsið á Skeiðarársandi, var einnig mjög vatns- mikil. Sums staöar gat að líta íshröngl, en hvergi stóra jaka. Enn sáu þeir á sandinum leifar af jökum, er áin ruddi með sér á hlaupinu 1938. Mikla jökul- fýlu lagði af botnsflaumnum og eðj- unni við jökulinn. Fregnir, sem borizt hafa að austan nú síðast, herma að áin sé enn í vexti, en eigi hafi hún enn brotið fram jökulinn. Árið 1938 brotn- uðu gífurlega stór skörö í jökulbrúnina og má enn sjá stórfengleg merki þess. r f r AJlir bankarnir i Reykjavík, Lands- bankinn, Búnaðarbankinn og Útvegs- bankinn, hafa að því ráði horfið, að láta bókhald sitt að nokkru leyti fram fara utan Reykjavíkur. Er þetta í var- úðarskyni gert, ef loftárás verður gerð á bæinn og bankarnir sjálfir og það, sem í þeim er geymt, verður fyrir áföll- um. Á með þessu móti aö vera hægt að halda bankastarfseminni í horfinu, þótt slík tíöindi gerist. Bankarnir hafa nú tekið hús á leigu Grindavík og fara menn úr öllum bönkunum tii starfa þangað. Verða plögg úr bönkunum, er sýna viðskiptin, daglega send suður eftir til bókunar þar. r r r Líkt og vanalega var allmikið um flutninga í bænum í gær, þótt munu rniklu færri hafa haft bústaðaskipti heldur en oft áður. Miklir örðugleikar voru á að fá vörubifreiðar til flutning- anna, þar sem öll slík ökutæki eru bundin við framkvæmdir ýmsar, þær er setuliðið hefir með höndum. Mikil ekla er á húsnæði og mun margt fólk vera í vandræðum að fá húsaskjól í sumar og mun það sjaldgæft að vorinu. Veldur þessu mannmergð sú, sem í bænum er, bæði utanbæjarmanna og útlendinga, sem hafa húsnæði á leigu. Margir hafa einnig svo miklar tekjur, að þeir skeyta síður, af þeim ástæðum, um að þrengja að sér um húsnæði nú, heldur en á tímum, er minni peninga- velta er og almenningi fara lægri fjárhæðir handa á milli. r r r Lausafregnir hafa borizt urn að haf- ís sé úti fyrir Norðurlandi, en ekki er enn vitað, hvort þessar fregnir séu með sannindum né þá, heldur, hversu mikil brögö sé að ísnum. Meðal annars hafa þessar ísfregnir komið frá ísafirði. Síðustu dægur hefir verið þokusamt við Norðurland, og því ekki jafn gerla sést til isreks sem ella, en þokuveður fylgja oft ískomum. Það er og álit ým- issa manna, að þá reki helzt að landi á vorin, er suðvestanátt hefir verið þrálát að vetrinum. En úr því mun að sjálfsögðu brátt fást skorið, hvort um hafís sé að ræða. Veðurstofunni hafa engar ísfregnir borizt. r r r Fyrsti dómurinn í meiðyröamáli, sem upp er kveðinn í liæstarétti samkvæmt nýju hegningarlögunum, féll í gær. Var það mál Alþýðusámbandsins og Al- þýðuflokksins gegn Héðni Valdemars- syni út af grein í Nýju landi í septem- bermánuði í fyrra. Héðinn var dæmdur (Framh. á 4. síöu). RUDOLF HESS eirin geðveikur maður stryki af landi burt? Og hvers vegna er nærveru Görings sérstaklega getið? Er það ekki sökum þess, að friðarstefnan hefir átt tals- vert fylgi meðal nazistaforingj - anna og að Göring og Hess voru á sama máli? Það er enganveginn ósenni- leg tilgáta. Og enn sem komið er verða menn að láta sér nægjá tilgátur. Afstaöa Rússa sjálfra er einnig athyglisverö í þessu sam- bandi. Það er auðséð, að afsetn- ing Molotoffs táknar aukna undirgefni við Þjóðverja. Molo- toff gerði vináttusamning við Jú'góslava, þegar Þjóðverjum gegndi verst. Stalin lætur það vera sitt fyrsta verk að reka júgóslavneska sendiherrann í burtu. Stalin mótmælir, að hann sýni Þjóðverjum van- traust með auknum liðssam- drætti við landamærin. Stalin viðurkennir þýzku leppstjórn- ina í Irak. Er þetta ekki einmitt gert, vegna þess, að Rússar vita um átökin í Berlín og vilja því fyrii’ hvern mun styrkja að- (Framh. á 4. síðu.) Aðrar fréttir. Flug Hess er hvarvetna talið hið mesta afrek. Upplýst er, að það hefir auðsjáanlega verið undirbúið, því að leiðin, sem hann fór, var merkt á landa- bréfi. Hess hafði aldrei áður stjórnað þessari tegund flug- véla og er afrek hans meira sökum þess. Hann hafði heldur ekki áður notað fallhlíf. Þegar hann var kominn á ákvörðun- arstaðinn flaug hann lágt, en treysti sér ekki til að lenda, sökum myrkurs, hækkaði sig í nokkur þúsunda metra hæð, hvolfdi þar flugvélinni og lét sig falla niður í fallhlíf. Bóndi nokkur varð hans var og ákvað að handsama hann. Hafði hann þó heykvísl eina að vopni. Hess tók bóndanum mjög vel og studdi bóndi hann til heimilis síns, en annar ökli Hess hafði snúizt við fallið. Hess talaði ágætlega ensku og var hinn skrafhreifnasti við hjónin.Sýndi þeim m. a. mynd af fjögra ára syni sínum og sagði: Ég sé hann kannske aldrei aftur. Hess sagði honum að hann héti Horn. Bóndinn gerði síðan hernaðar- lögreglunni viðvart og flutti hún Hess til Glasgow. Þar sagði Hess til nafns síns og voru þá menn, sem þekktu hann, sóttir og staðfestu þeir þaö. Hess hef ir legið undanfarna daga og verið nokkuð þreyttur eftir ferðalagið. Þó hefir hann hlust- að á þýzkt útvarp, lesiö og skrif- að. Læknar hafa skoðað hann og staöfest að hann sé fullkom lega andlega heilbrigður. í þýzku útvarpi og blöðum er nú alltaf gert meira og meira úr geðveiki Hess og jafnvel haldið fram, að hann hafi lengi (Framh. á 4. síðu.) Á víðavangi RÓGSKRIFIN í TÍMARITI IÐNAÐARMANNA. Seinasta hefti tímaTits þess, sem Landssamband iðnaðar- manna gefur út, má heita ein- göngu helgað skömmum um Framsóknarflokkinn, einkum þó flokksþing Framsóknar- manna í vetur. Höfundur þess- ara greina nefnist Sveinbjörn Jónsson. Mun honum teflt fram, því að hann taldi sig einu sinni fylgjandi Framsóknarflokknum, þótt nú sé augljóst orðið, að þar hafi meiru ráðið von um persónulegan hagnað en skoð- analegar ástæður. Má vel vera, að forráðamenn Landssambands iðnaðarmanna telj i heppilegt að hafa slíkan mann í þjónustu sinni, en sá, sem hefir brugðizt einu sinni eða oftar, getur brugðizt aftur. Afskipti Svein- björns þessa af iðnaðarmálum munu heldur ekki með þeim hætti, að iðnaðarmenn geti verið hrifnir af honum sem for- svarsmanni, því að flest eða allt, sem hann hefir tekizt á hendur á þvi sviði, hefir misheppnast. Slikir menn eru iðnaðinum næsta óþarfir og ekki líklegir til að vekja traust hans. Fram- sóknarmenn munu ekki telja það ómaksins vert að eiga orða- stað við slíkan liðhlaupa, en það mega forráðamenn iðnað- armanna gera sér ljóst, að þeir vinna samtökum sínum ekki gagn með því að nota málgagn sitt til ófrægingar og rógburð- ar um Framsóknarflokkinn. Það sannar aðeins, að hér er um flokkspólitískan klíkuskap að ræða, en ekki stéttasamtök, eins og t. d. Búnaðarfélag ís- lands og Fiskifélag íslands. Þau samtök halda málgögnum sínum, Frey og Ægi, utan við hinn pólitíska styr. Slíkt þarf Landssamband iðnaðarmanna að læra áður en hægt er að skipa því á sama bekk. ALÞBL. OG KAUPHÆKKUNAR- BARÁTTAN. Sérstaklega rótarleg grein um dýrtíðina og málefni landbún- aðarins birtist í gær í blaði Stefáns Jóhanns. Þar er t. d. gefið í skyn, að það sé eingöngu hagsmunamál Framsóknar- flokksins, að bændur flosni ekki frá búum sínum og landbúnað- arframleiðslan leggist ekki í rúst. Það kann vel að vera, að á þetta sé litið sem flokkslegt hagsmunamál frá sjónarhæð Stefáns Jóhanns, en ekki hefir þó flokkur hans vaxið á síðari árum, þótt fólki fjölgaði í bæj- unum. Ber það sannarlega lít- inn vott um áhuga fyrir stærstu hagsmunamálum þjóðarinnar, þegar farið er að ræða þau á slíkum grundvelli. Það er líka langt frá því að bera sannleik- anum vitni að halda því fram, að bændur eigi upphaf dýrtíð- arkapphlaupsins. Launafólk fékk verulegar dýrtíðaruppbæt- ur strax í byrjun síðastliðins árs, en bændur fengu sama og eng- ar uppbætur fyrr en langt var liðið á árið og þá raunverulega minni en ýmsar hliðstæðar stéttir, þegar miðað er við all- ar aðstæður. Þess ber líka að gæta, að árin fyrir styrjöldina hækkaöi kaupið hlutfallslega miklu meira en afurðaverðið. Hlutfallið milli kaupsins og af- urðaverðsins var því orðið bændum mjög óhagstætt. Flokkur Stefáns Jóhanns getur aldrei hlotið nema skömm af því að bera þær sakir á bændur, sem hann sjálfur er mest vald- ur að. Væri nær fyrir þá góðu menn að minnast þess, að þar settu þeir af stað þá skriðu, sem þeir voru ekki menn til að ráða við, enda hefir hún nú tortímt flokki þeirra að mestu. En þeir virðast samt ætla aö reyna að halda áfram þangað til hún er búin að tortíma flokknum öll- um!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.