Tíminn - 15.05.1941, Blaðsíða 3
54. blað
TÍMIM, fimintmlagiim 15. maí 1941
215
B Æ K (J R
Jón Helgason biskup:
Tómas Sæmundsson. -
ísafoldarprentsmiðja h.
f. gaf út. 261 bls. Verð
kr. 25 í bandi, kr. 20 ób.
Jón biskup Helgason hefir
verið afkastamikill rithöfund-
ur, einkum hin síðari ár, eftir
að létt var af honum embættis-
önnum. Liggja nú þegar eftir
hann allmörg sagnfræðirit, um
sögu Reykjavíkur, íslenzka
kirkjusögu og um æfiferil nokk-
urra merkispresta og biskupa.
Nú hefir hann ritað æfisögu afa
síns, 'Tómasar Sæmundssonar.
Má af ritferli biskups sjá, hve
þýðingarmikið það er hverjum
athafnamanni, að velja sér
stór viðfangsefni. Tómas Sæ-
mundsson er langsamlega
mesti maðurinn, sem Jón bisk-
up Helgason hefir skrifað um.
Og þessi bók er líka langsam-
lega bezta bókin, sem biskup
liefir skrifað. Ef útgefandinn
hefði athugað þetta í tíma,
myndi hann hafa vandað meira
ytri frágang bókarinnar. Verð-
ur að ætlast til þess af eins at-
hafnamiklum útgefanda og ísa-
foldarprentsmiðju, að þar sé
til alls vandað svo sem bezt má
vera'.
í æfisögu þessari styðst bisk-
up, svo sem vænta mátti, nokk-
uð við heimildir, sem geymst
hafa í ætt hans, en annars að
mestu við ritaðar heimildir,
bréf Tómasar og bréf til hans,
ritgerðir hans og frásagnir
samtíðarmanna.
Höfundurinn segir frá for-
feðrum Tómasar, uppvexti hans,
'skólagöngu í Odda, Bessastöð-
um og Kaupmannahöfn, hinni
miklu suðurgöngu, stofnun
Pjölnis, ritstörfum hans og
framkvæmdum, veikindum
hans og dauða. Hér er um að
ræða einn af mestu frægðar-
mönnum íslenzku þjóðarinnar.
Tómas andast- fáum vetrum
meir en þrítugur. Dr. Valtýr
Guðmundsson sagði í bók, er
hann ritaði um síöustu alda-
mót, að ef til vill hefði Tómas
verið mesta mannsefni íslend-
inga á 19. öldinni.
Bók biskups gefur mjög glögga
hugmynd um æfi þessa stór-
brotna manns og bregður all-
mikilli birtu yfir einhvern þýð-
ingarmesta kafla íslandssög-
unnar, tímabilið þegar þjóðin
er að vakna, brýtur hlekki
margra alda kúgunar og kyrr-
stöðu. f þeir-ri framvarðasveit
verður Tómas Sæmundsson
jafnan einn af fremstu mönn-
um í forvarðarliðinu. Æfisaga
þvílíks manns á mikið erindi til
þjóðarinnar nú á tímum. Fram-
tíð íslendinga getur vel orðið
undir því komin að hve miklu
leyti núlifandi kynslóð megnar
að feta í fótspor þessa skamm-
lífa en eldheita ættjarðarvinar.
J. J.
Stefán Jónsson: Á förn-
um vegi, Reykjavík 1941.
— ísiafoldarprentsmiðja.
Bls. 185. —
Bók þessi er sjö sögur. Eitt
æfintýri; nokkrar setningar í
því eru perlur, en þær renna út
í sandinn. Ein smásaga í venju-
legum skilningi, sem bregður
upp glöggri mynd og eðlilegri af
skapgerð tveggja persóna. Hin-
ar sögurnar eru lengri og veiga-
meiri. Ekki verður annað fund-
ið, en höfundur sé sjálfstæður
og öðrum óháður, bæði í stíl og
efnismeðferð. Hann er stutt-
orður, og stundum um of. Skýr-
ir í fáum orðum eða setningum
frá atburðum, sem gjarnan gáfu
tilefni til ítarlegri lýsinga. Þó
má auðvitað alltaf um slíkt
deila. Eitt af þvi skemmtileg-
asta við frásögn Stefáns er
kýmnisgáfa hans. Honum er
létt um að koma lesandanum til
að brosa, án þess að hann við-
hafi þá kaldhæðni, sem annars
er algeng merki íslenzkra
skálda. Innsýn Stefáns í sálar-
líf manna er glögg, og tvær af
sögunum („Eins og maðurinn
sáir“, og „Sumt féll meðal
þyrna“) sýna góðan kilning á
sambandi skapgerðar^ lífsfer-
ils og uppeldis. Eins og góðu
skáldi sæmir, lætur höf. les-
andanum jafnan eftir að finna
þetta samband, með því að
draga sjálfir ályktanir sínar af
atburðum sögunnar. Einmitt
þess vegna er það slæmt, að á
bls. 61 skuli höf. hafa orðið á
sú skissa, að skrifa einskonar
ritgerð um sálarlíf Ólafs Ólafs-
sonar. —
Sagan „Prá liðnu sumri“ er
að mörgu eftirtektarverð, en
skortir líf. Nóg er að vísu hreyf-
ingin, en söguefnið hefði notið
sín betur, ef lesandinn hefði
fengið að kynnast því í gegnum
innri reynslu einhvers, sem kom
síður við sögu en Siggi Sigga og
var meiri persóna en hann, með
fullri virðingu fyrir hans vand-
ræðalegu ást.
Síðasta sagan, „Að liðnum
sólst‘Öum“, er ekki aðeins bezta
saga bókarinnar, heldur með
allra beztu sögum, sem ritaðar
hafa verið á íslenzku í þessu
formi. Þar er lesandanum sýnt
inn í hugarheim ungra hjóna,
og um leið er óvenjulega vel
varpað ljósi á ýms vandamál
hjúskaparlífsins og þjóðfélags-
ins, án þess að -tilraun sé gerð
til að fella algilda úrskurði. Og
mér þykir vænt um, að höfund-
inn brast ekki kjark til þess að
enda söguna, eins og hann ger-
ir.
Það má um það deila, hvort
hlúð ræktunarinnar vegna, sem
henni . fylgdi. Þar sem mikið
gras var, var því jafnað til kriu-
ræktar, sem þótti bera af allri
annarri grassprettu. Sjaldan
tóku menn undan kríunni,
töldu það styggja hana. Nú er
krían að mestu leyti hætt að
verpa hér í eyjum. Og þótt hún
verpi eitthvað, kemur hún
sjaldan upp ungum. Stafar það
fyrst og fremst af því, að áta
sú, er hún lifir á, er stopul, og
aðrir fuglar, sem sterkari eru,
gjöra sér egg hennar heimil.
Hrafn og svartbakur vir^ast
yfirleitt ekki vera mjög bræðra-
legir. Þó er eitt, sem þeir starfa
báðir að, óáreittir hver af öðr-
um. Það er að tína upp kríu-
eggin. Kemur þó fram megin-
munur í starfi þeirra. Svart-
bakurinn tínir allt upp í sig á
meðan hann getur við tekið, og
það er talsvert, því hann hefir
til að æla, þegar hann er orðinn
mettur, og getur þá byrjað á
nýjan leik. Hrafninn hugsar
aftur á móti um framtíðina.
Hann finnur sér holu eða gjá
og tínir eggin þar í. Þessu starfi
heldur hann áfram meðan
nokkur viðkoma er og hann
mætir ekki ófriði, öðrum en
þeim, sem krían gerir, en með
þeim ófriði hefir hann allt af
reiknað og getur oftast nær
komið verki sínu fram fyrir
honum. Þótt kría sé flúin frá
eyjunum, verpir hún við árósa
(Gunnarsstaðakamp), flæði-
polla (Veisliðaeyri við Snóks-
dalspolla) og vötii (Krossanes).
Lundi.
Um síðastliðin aldamót stóð
kofnatekja í fullum blóma
(kofan er ungi lundans). Fyrst
fór að bera á hnignun í kofu
1904. Þó komu 2 góð kofnaár
1911—1915. Eftir það voru harð-
æri til 1920. Vorharöindi hafa
vond áhrif á lundavarp. Eftir
það má heita, að lagzt hafi nið-
ur að taka kofu. Fyrst og
fremst aL því, að ekki hefir þótt
borga sig að leggja vinnu í það,
vegna þess hvað kofan var fá og
rýr, og nú má heita, að menn
séu búnir að tína þessu verki
niður. Þó er lundinn enn til,
kemur heim í sínar eyjar á vor-
in og byrjar þar sitt eðlilega
starf, sé ekki búið að eyðileggja
framtíð hans, sem síðar verður
að vikið. Getur enn komið fyrir,
ef vel vorar og áílisganga er að
staðaldri, að sumrinu, að kofa
er í einstaka hólma.
Hvers virði var hún, þessi
kofa? munu margir spyrja, og
er það eölilegt.
Ég hefi ekki í höndum skýrsl-
ur, sem sýna, hvað mikil kofa
var í Breiðafjarðareyjum í
heild. En tek hér aðeins tvö
dæmi, sem sýna smækkaða
mynd af heildinni.
Hrappsey . er þj óðkunn frá
átjándu öld og nú eign háskól-
ans. Þar voru árlega tekin 7000
af kofu. Kofan var seld fiður-
laus 5 aura stykkið. Tvö hundr-
uö tólfræð (120 hvort) á vætt,
12,00 kr. eða vikukaup karl-
manns við heyvinnu. Fiður var
selt á kr. 1,50 kg. Þetta var ó-
hagganlegt verð á þeim tíma.
Af hundraðinu voru ætluð 2 kg.
Hítaveítumálið
(Framh. a) 2. síðu.)
ið, væri ódýrt og sennilega til-
tækt í febrúar.
Reyndust báðar þessar hug-
.myndir óframkvæmanlegar. Var
því haldið áfram að vinna að
málinu á hinni brautinni, þótt
þar reyndust samskonar erfið-
leikar um að fá samþykki allra
aðilja.
Loks tilkynnti brezka sendi-
ráðið hér 10. janúar 1941, að
brezka stjórnin hefði nú sam-
þykkt, að ákveðið finnskt skip,
„Immo Ragnar“, sem væri um
það bil að leggja af stað frá
Petsamo til íslands til þess að
taka síld fyrir Svía og flytja
hana til Petsamo, mætti flytja
síldina til Gautaborgar og taka
aftur hitaveituvörurnar í Khöfn
hingað. Var þetta strax tilkynnt
sendiráðinu í Stokknólmi og
Khöfn og beðið um að herða á
samþykki þýzkra og sænskra
stjórnarvalda. Frá sendifulltrú-
anum í Stokkhólmi barst um
hæl það svar, að-sænsk stjórn-
arvöld hefðu nú áhuga á máli
þessu um að skeyta saman síld-
arflutningana og hitaveitu-
flutningana, og að leigð hefðu
verið tvö önnur skip til síldar-
flutninga.
23. jan. barst svo skeyti um,
að annað finnskt skip, „Astrid
Thorden“, sem lægi í Gauta-
borg og sækja átti síld til ís-
lands, gæti tekið hitaveitu-
vörur í Khöfn. Væri verið að
sækja um þýzkt leyfi og beðiö
um að útvega brezkt leyfi. Síð-
ar kom til þriðja skipið „Göte-
borg“. En umrædd tvö skip, auk
„Immo Ragnars" höfðu nægi-
legt farrúm til þess að taka allt
efnið m. m., sem lá í Khöfn.
27. janúar kom skeyti frá
sendiráðinu í Khöfn um, að nú
væri fenjgið þýzkt leyfi fyrir
„Astrid Thorden" og 8. febr.
lá fyrir brezkt leyfi fyrir öll
skipin þrjú.
Þóttu nú miklar líkur á því,
að árangur yrði loks af öllum
tilraununum, og var nú unnið
af kappi að öllu þvi, sem þurfti
til að þetta gæti komizt í fram-
kvæmd..
2. marz kom svo skeyti frá
sendifulltrúanum í Stokkhólmi
pm, að „Astrid Thorden", er
samkvæmt fyrri skeytum hafði
verið ráðið til að flytja hita-
veituvörurnar og taka hér síld,
sem tafizt hafði í Gautaborg,
færi aðra ferð (til Mið-Amer-
íku) og væri nú ófáanlegt til
íslandsferðar. Hefði umrædd för
til Mið-Ameríku verið ráðin
þegar fyrir 6 vikum. En um það
var öllum ókunnugt hér þar til
þetta skeyti kom. Var símað um
að reyna að útvega annað skip
í staðinn. Þótt ófengin væru
enn þýzk leyfi fyrir hinum
skipunum tveim, hafði sendi-
ráðinu í Khöfn verið gefið
munnlega sama sem loforð um,
að leyfin mundu verða veitt.
20. marz. kom skeyti frá
sendifulltrúanum í Stokkhólmi,
um að „Immo Ragnar“ væri nú
kominn til Gautaborgar með
síldina, en ekkert hefði spurzt
til skipsins „Göteborg" síðan
það fór frá Reykjavík 25. febrú-
ar með síldarfarm til Gauta-
borgar.
Þar sem allar líkur væru á
því, að skipið ,,Göteborg“ hefði
farizt í hafi, var nú unnið að
því, að efnissendingunni yrði
skipt þannig í skip, að skilið
væri eftir það af efninu, sem
„Göteborg“ hefði verið ætlað að
taka og til þess valið það, sem
hægast væri að fá annars stað- !
ar. Hins vegar að fyrsta skipið
„Immo Ragnar“ tæki allt það
.efni, sem nægði til þess að opna
hitaveituna á komandi hausti,
þó að ekki væri með nema einni
pípuleiðslu.
Stefán Jónsson hefði ekki átt
að skrifa langar skáldsögur i
stað stuttra sagna. Efni flestra
sagnanna hefði getað verið
uppistaða i heila bók. En það
er bezt að láta hvern höfund
einan um þaö, hvert listform
hann kýs sér. — Ég tel líka
sennilegt, að Stefán gæti skrif-
að góð leikrit, því að samtöl
hans eru lipur og eðlileg. Leik-
rit og smásögur hafa það sam-
eiginlegt, að efninu þarf að
þjappa saman. En það þykir mér
trúlegt, að margur bði næstu
bókar hans með nokkurri eftir
væntingu. Hann mun þegar hafa
náð töluverðri hylli, og reynist
hann nógu strangur við sjálfan
sig, getur sú hylli óðar en varir
orðið að frægð.
Jakob Jónsson.
ÞAKKARAVARP.
Innilegt hjartans þakklœti votta ég hérmeð öllum
þeim, sem heiðruðu mig á 80 ára afmœli mlnu þann 20.
september s. I. og einnig nú nýlega hafa fœrt mér að gjöf
vandað útvarpsviðtökutœki ásamt pe?iingaupphœð. Allt
þetta og aðra velvild i minn garð bið ég góðan Guð að
launa þeim af ríkdómi náðar sinnar.
Sauðárkróki, 1. maí 1941.
HALLDÓR ÞORLEIFSSON.
Þar sem enn var óvissa um
það, hvort flutningar á efninu
fengjust frá Khöfn, og þar sem
enn var ekki komið neitt tilboð
frá Englandi, símaði borgar-
stjóri aðalræðismanninum ís-
lenzka í New York 15. febrúar
um að leita tilboða , samskonar
efni í Bandaríkjunum.
Eftirtaldar vörur
höfum við venjulega til sölu:
Frosið kindakjöt af
DILKUM — SAUÐUM — ÁM.
NÝTT OG FROSIÐ NAUTAKJÖT,
SVÍNAKJÖT,
ÚRVALS SALTKJÖT,
ÁGÆTT HANGIKJÖT,
SMJÖR,
OSTAR,
SMJÖRLÍKI,
MÖR,
TÓLG,
SVIÐ,
LIFUR,
EGG,
HARÐFISK,
FJALLAGRÖS.
■ í'#lia WS
Samband JísL IsamvímmSélaga.
að fiðri. 7000 af kofu á 0,05 ==
350,00 kr. 140 kg. fiður á kr. 1,50
210.00. Alls var þetta kr.
560,00. Eftir núgildandi verðlagi
yfirleitt mætti meta kofuna á
kr. 0,25 og kg. af fiðrinu á kr.
8,00. Hefði þá kofnatekjan í
Hrappsey, með sömu tölu, gert
í krónum í sumar 2,870,00.
Vaðstaksey, sem kunn er frá
tíð Þormóðs skálds hins göldr-
ótta Eiríkssonar í Gvendareyj-
um, tilheyrir Helgafellspresta-
kalli í Snæfellsnesprófasts-
dæmi. Þar voru talin 18,000 af
kofu um síðustu aldamót, sem
þá hefir gert kr. 1640,00 en
mundu nú í sumar hafa gert kr.
7380,00.
Eins og áður er sagt, hefir
kofnatekja lagzt niður. Þess í
stað hafa menn tekið upp
lundaveiði á stöng eða há, sem
kallað er.
Þetta fór hóflega af stað og
gerði ekki svo mikil spjöll. Menn
fengu sér í soðið og vel það. En
eftir að refarækt fór að aukast
til muna, einkum í Stykkis-
hólmi og grennd, var farið að
leggja mikið kapp á lunda-
veiðina og síðan frystihús var
byggt í Stykkishólmi, sem kaup-
ir lundann, hafa menn tapað
allri stjórn á viti sínu við veiö-
ar þessar. Menn liggja úti í
eyjum allar nætur, þegar nokk-
ur veiðivon er, frá þ.ví fyrsti
lundi sést á vorin og langt fram
á sumar. Leggja net á lunda-
balana, jafnvel síldarvörpur,
svo hver fugl, sem sest, verður
fastur á fótum. Lög og sýslu-
samþykktir, um friðun lunda,
(Framh. á 4. síðu.)
24. marz kom símskeyti frá
sendiráðinu í Khöfn um að þýzkt
leyfi fyrir farminum með „Immo
Ragnar“ hefði verið veitt 19.
marz. Verið var að útvega ann-
að skip í stað „Astrid Thorden“
og virtist það horfa vænlega.
Með bréfi dags. 26. marz tjá-
ir Langvad verkfræðingur
borgarstjóra, að ef farmur sá,
sem „Immo Ragnar“ var ætlað ’
að taka, komist hingað fyrir 20. |
apríl, geti hitaveitan orðið opn-
uð á komandi hausti með einni;
pípuleiðslu, ef nægilegt vinnu- i
afl fengizt. En það mundi nægja ;
til þess að hita upp bæinn, ef
kuldar væru ekki óvenjulega
miklir.
29. marz er „Immo Ragnar"
kominn til Khafnar og byrjað-
ur að ferma.
4. apríl kemur skeyti um, að
„Immo Ragnar“ hafi tekið farm
(Framh. á 4. siðu.)
Ef þvo skal rúmteppi, föt úr ull,
flónelsflíkur, silkitau, gluggatjöld og
annan slíkan þvott, er hið úthrærða
Perlu-duft látið í vatn, sem er nýmjólk-
urvolgt (ekki kalt). Þvotturinn hreyf-
ist rösklega með höndunum í 7—10 mín-
útur, skolist vel úr hreinu vatni, tvisvar
sinnum.
Mislitur fatnaður, sem hætt er við að
missi lit, skal þveginn á sama hátt.
Fatnaður, sem þarf að sýna sérstaka
nærgætni, svo sem barnaföt, silkiblúsur,
silkinærföt, skinn og tauhanzkar,
vaskaskinn, slæður allskonar. o. s. frv.,
skal þveginn sem hér segir: 1 matskeið
af Perlu-dufti hrærist vel út i köldu,
tárhreinu vatni og hellist í 1 lítra af
volgu vatni. Það, er þvo skal, gegnbleyt-
ist vel í leginum og þvælist í 5—10 mín-
útur. Skolist vandlega tvisvar sinnum
í hreinu, köldu vatni.
PERLA
sjAlfvirkt þvottaefni
T í M I N N er víðlesnasta auglýsinj{ablaðið!
32
Victor Hugo:
Esmeralda
29
hefðu verið gersamlega tilgangslaus.
Gringoire varð að gefast upp. Hann fól
andlitið í höndum sér, því að hann hafði
engan héðin til þess að vefja að höfði
sér eins og Agamemnon á málverki
Timantes.*)
V. KAFLI.
Kvasimodo.
Það leið eigi á löngu, unz ljóst varð,
hvað Coppenole hafði í hyggju. Allir,
sem viðstaddir voru, borgarar, stúdent-
ar og umrenningar, hjálpuðust einhuga
að. Bænaklefinn ofan við marmara-
borðið var valinn að vettvangi fyrir
þátttakendurna í grettunum og af-
skræmingunum. Rúðan ofan við klefa-
dyrnar var brotin. Þátttakendurnir
skyldu svo reka höfuðin út um gatið og
sýna áhorfendunum þar skrípalistir sín-
ar. En til þess urðu þeir að klifra upp á
tvær tunnur, sem höfðu verið reistar
þar upp. Svo var ákveðið, aö allir
*) Timantes, frægur, grískur málari, lifði á
5. öld fyrir Krists burð. Hann málaði mynd af
Agamemnon, foringja Grikkja í stríðinu við
Trójumenn. Hún heitir Fórnfæring Ifigeníu. Ifi-
genía var dóttir Agamemnons og var fómfært
til þess að lægja reiði guðanna, er herinn hafði
lengi beðið byrjar í Aulis. Á málverkinu er sárs-
auki og angist Agamemnons svo sýnd, að hann
vefur klæðinu að höfði sér, þegar dóttur hans er
fórnfært.
— Byrja á hverju? anzaði maðurinn.
— Ha? Leiknum, auðvitað leiknum!
— Ja, mér er svo sem sama, svaraði
maðurinn.
Þetta var Pétri Gringoire næg upp-
örvun. Hann tók sem ákafast að kalla:
— Við viljum sjá leikinn! Við viljum
sjá leikinn!
— Hvað er verið að æpa þarna?
drundi í stúdentinum Jóhanni de Mou-
lin. Hvernig er það, er þessi leiksýning
ekki enn búin? Eigum við að fara að
glápa á meira af slíku tagi?
Nú ærðust allir stúdentarnir og af-
báðu leiksýninguna með hinum smán-
arlegustu orðum.
Gringoire færðist allur í aukana við
köll stúdentanna og öskraði af öllum
mætti í þeirri von, að fólk héldi, að nú
tækju fleiri undir:
— Byrjið, byrjið aftur!
Þessi óp drógu að sér athygli kardín-
álans:
— Hallarvörður, mælti hann við há-
an, dökkklæddan mann, er stóð í ná-
munda við hann. Hvað er um að vera?
Hallarvörðurinn, sem var fáránleg-
asta skrípamynd af yfirvaldi, eins kon-
ar viðrinl úr heimi löggæzlunnar, hvorki
fugl né fiskur, bæði dómari og hermað-
ur, færði sig nær kardínálanum og
stamaði út úr sér afsökun þess, að leik-