Tíminn - 15.05.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.05.1941, Blaðsíða 2
TÓIIW. fiiiimtmlagiuit 15. maí 1941 54. blað 214 Dýrtíðarnppbót almennin^ Hitaveitumálið Menn hafa vanizt að heyra talað um dýrtíðaruppbót handa ýmsum stéttum, embættismönn- um, sjómönnum, verkamönnum, verzlunarmönnum o. s. frv. Kaupsamningar, sem gerðir hafa verið síðan núverandi styrjöld hófst, hafa verið barmafullir af ákvæðum um dýrtíðaruppbætur. En fram að þessu hefir ekki verið talað um dýrtíðaruppbót handa öllum þegnum þjóðfé- lagsins. En það er einmitt sú nýjung, sem núverandi alþingi verður að hrinda áleiðis, áður en það lýkur störfum. Hinar margháttuðu dýrtíðar- uppbætur einstakra stétta við sjávarsíðuna hafa skapað afar- mikla dýrtíð. Sveitir og kaup- staðir hafa nýlega tæmzt af lausafólki, og framleiðslan í dreifbýlinu er í mikilli hættu. Jafnframt þessu harðnar sjó- hernaður styrjaldarþjóðanna, og aðdrættir til landsins verða dýrari og hættulegri. Þörfin að auka matvælaframleiðsluna í landinu verður meiri og meiri með hverjum degi. Forráða- menn kaupstaðanna hafa flutt konur og börn, eftir því sem unnt er við að koma, úr bæjun- um og upp í dreifbýlið. Sá þjóð- flutningur er einskonar undar- legt mótvægi gegn straumi lausafólksins í þéttbýlið og hinnar eftirsóttu stundarat- vinnu þar. Má nú nærri geta, að ekki léttir það að öllu leyti framleiðslustörfin í dreifbýlinu, að fá skyndilega inn í hin mannfáu heimili mikinn fjölda mæðra og barna, sem flest er að mestu leyti óvant störfum í sveit, eða ófært til að sinna þeim fyrir æsku sakir. Meðan allir lausamenn hafa getað fengið ótakmarkaða vinnu á lausum markaði með' gífur- lega háu eftirvinnu- og sunnu- dagakaupi, hafa bændur átt ná- lega ómögulegt með að * fá kaupafólk til vor- og sumar- starfa. Á Suðurlandi var fyrir skömmu talið, að bændum byð- ust kaupamenn fyrir 180 krónur um viku yfir sláttinn, auk fæð- is. Greindir bændur töldu, að ef ekki væri hækkað stórkost- lega verð á framleiðsluvörum úr sveitum, yrði helmingurinn af slíku kaupi að vera beinn tekju- halli fyrir bændur. Og sú fram- tið þykir þeim ekki árennileg. komið að miklu gagni, en þó þarf að grípa til fleiri ráða, ef vel á að fara. Sk. G. Sumir tala um að yfirgefa jarð- ir sínar og leita í stundarat- vinnu á sjáyarbakkanum. Bændur hafa eitt ráð sjálfir, og aðeins eitt, til að mæta dýr- tíðaruppbót bæjanna, og það er að hækka mjólk og kjöt og egg í sömu hlutföllum. En frá sjón- armiði alþjóðar mætast tvenns- konar hindranir á þeirri leið. Annars vegar myndi slík verð- hækkun verða lítt viðráðanleg fyrir efnaminni hluta bæjar- fólksins og gæti hlotizt af því sölutregða. Á hinn bóginn myndi hið síhækkandi verð á innlend- um afurðum stórhækkla vísi- töluna, kaupið og dýrtíðarupp- bótina. Þessi leið verður tæp- lega farin, nema ef í ljós kem- ur alger vöntun á skynsamlegri forustu í málinu frá trúnaðar- mönnum þjóðfélagsins. Kjarni málsins er sá, að það þarf að gefa bændum örugga aðstöðu til að framleiða sem allra mestar vörur og fá fyrir þær hæfilegt verð. Hins vegar má verðið til neytenda í bæjunum ekki vera ósanngjarn- lega hátt, af ástæðum, sem greindar eru hér að framan. XJt úr þessum vanda er ekki nema ein leið. Það þarf að stofna sjóð af almannafé, und- ir yfirumsjón ríkisstjórnarinn- ar til að greiða úr dýrtíðarupp- bót almennings. Bændur fá úr þessum sjóði rífleg framlög sem uppbætur á framleiðslu sína, en neytendur við sjóinn fá vör- urnar með viðráðanlegu verði. Á þennan hátt er unnt að ráða nokkuð við breytingar vísitöl- unnar, stöðva að verulegu leyti hina sívaxandi dýrtíð, og tryggja öryggi þjóðfélagsins með þvi að tryggja öryggi dreifbýlisins. Dýrtíðarsjóður almennings þarf að hafa mikil fjárráð, margar miljónir króna nú í ár. Hann getur naumast fengið tekjur nema frá tveimur upp- sprettum. Útflutningsgjald af sjávarafurðum, sem eru í veru- lega háu verði, og með launa- skatti, á kaup og dýrtíðarupp- bót kaupþega, nema manna, sem vinna’ fyrir stórum fjöl- skyldum. Englendingar taka 20% af öllum launum í sjóð til að halda niðri dýrtíðinni. Svo mikils þykir þeim við þurfa. Ríkisstjórn og Alþingi þurfa að nota síðustu daga þingsins til að ljúka þessu þýðingarmikla máli á þann hátt, að veita öll- um almenningi skynsamlega dýrtiðaruppbót og tryggja með því öryggi þjóðfélagsins. J. J. (Framh. af 1. slðu.) Mariehamn á Álandseyjum, geta byrjað að taka vörurnar í Khöfn 10. júlí. Þó með því skil- yrði, að Bretar leyfi flutning- inn og taki ábyrgð á því, að skipið snúi aftur til Khafnar frá Reykjavík, tálmunarlaust af Breta hálfu, Fékkst loforð Bretastjórnar um þetta. 13. ágúst kemur símskeyti frá sendiráðinu í Khöfn um, að flotastjórnin þýzka neiti um leyfi til þess að skip, sem nú væru í Eystrasalti, mættu flytja hitaveituvörurnar til íslands, þótt Bretar lofuðu því að tálma því ekki, að það sneri aftur. Eftir að þrautreynt hafði verið af Höjgaard & Schultz og sendi- ráðinu í Khöfn, að fá þessu kippt í fyrra horf (m. a. fór Höjgaard verkfræöingur til Berlín til þess að tala við æðstu stjórnarvöld þar um málið), eh árangurslaust, var snúið að öðrum leiðum. Frá Khöfn kom uppástunga um að reyna að fá samþykki beggja ófriðaraðilja til þess að fá danskt skip, sem lá í höfn í Bandaríkjum Norður-Ameríku, til flutninganna. Var þessi leið þrautreynd. Frá Þjóðverjum fékkst aldrei svar. Frá Bretum kom loks það svar 28. okt., að þeir mundu ekki treystast til þess að leyfa flutning með dönsku skipi, en vildu athuga með velvilja uppástunguna um skip hlutlausrar þjóðar (t. d. finnskt eða sænskt). . Allt samband um mál þetta var símleiðis, því að engin tök voru að koma bréfum á milli; enda hefði það tekið allt of langan tíma, þótt fært hefði verið. Með ,,Esju“ frá Petsamo í október kom bréf um málið frá sendiráðinu í Khöfn. Er það dagsett 20. sépt. 1940. Auk þess að staðfesta það, sem þá hafði íarið á milli, kemur fram í sam- bandi við neitunina um, að skip, sem væru í Eystrasalti, mættu flytja vöruriiar til ís- lands, að þýzka sendiráðið í Khöfn hefir látið uppi þá skoð- un, ,,að grundvöllurinn fyrir leyfunum væri burt fallinn, vegna atburða, er síðar skeðu, og áleit, að leggja yrði málið fyrir í Berlín“. M. a. þess vegna mun Höjgaard hafa farið til Berlín. Greint álit þýzka sendiráðs- ins í Khöfn hafði ekki komið fram í skeytum. En þar sem ekki varð annað séð af greindtT bréfi og símskeytum en að alger af- svör Þjóðverja um að sleppa hitaveituvörunum frá Khöfn lægju ekki fyrir, var tilraunun- um haldið áfram. Þegar tilraunirnar um danska skipiö máttu teljast algerlega strandaðar var kvatt til fundar í utanríkisráðuneytinu í Reykja- vík 31. okt. 1940. Á fundi voru ráðherrarnir Stefán Jóh. Stef- ánsson og Jakob Möller, settur borgarstjóri Bjarni Benedikts- son, Valgeir Björnsson bæjar- verkfræðingur, Langvad verk- fræðingur, sem umboðsmaður verktaka (firmans Höjgaard & Schultz) og Sveinn Björnsson sendiherra, Á þeim fundi var samkomu- lag um að halda áfram tilraun- unum nokkurn tíma ennþá. Hafði um þetta leyti borizt orð- sending gegnum brezka sendi- herrann í Reykjavík um það, að ef allar tilraunir til þess að fá vörurnar frá Khöfn mistækj- ust, mundi brezka stjórnin styðja að því, að reynt yrði að útvega samskonar vörur í Bret- landi. En til þess þyrfti upp- drætti, sundurliðanir og ná- kvæma lýsingu á verkinu. Varð samkomulag um að fela bæjar- verkfræðingi og Langvad að gera þennan undirbúning, sem taka mundi mánaðartíma. En á meðan yrði - gerð tilraun til þess að fá samþykki ófriðarað- iljanna til þess að nota mætti einhver hlutlaus skip til flutn- inganna. Var þetta tjáð sendi- ráðinu í Khöfn og því jafnframt falið að tjá verktaka, að ef þetta allt mistækist, teldi bær- inn sér heimilt að reyna að út- vega efnið annars staðar. í þessu sambandi skal þess getið, að umboðsmað'ur verk- taka lét falla orð um það á íundinum, að það væri bærinn og ekki verktaki, sem yrði að bera tjónið af því, ef mistækist að fá fluttar vörurnar, sem Isegju tilbúnar í Khöfn, og það sama yrði keypt annars staðar í staðinn. Var þessi skoðun hans véfengd. En í því sambandi mun borgarstjóri hafa talið rétt að afla álits lilutlauss lögfræðings á þessu réttaratriði. Á meðan svona stóð var nú tilraununum hér beint inn á ákveðna braut. Kunnugt var, að Svíar höfðu hug á því að fá héöan síld. og nokkrar aðrar íslenzkar afurð- ir. Leit svo út, að flytja yrði til Petsamo, þar sém lokaðar voru allar siglingar til Svíþjóðar héð- an. Vafalaust væri, að Svíum væri hentugra að fá þetta flutt til Gautaborgar, ef slík undan- þága fengizt undan hafnbanni Breta. Nú virtust Bretar hafa áhuga á því, að vér fengjum hitaveituvörurnar. Hins vegar mundi hvert það skip, sem flytti vörurnar frá Khöfn, verða að koma við í Gautaborg til eftir- lits. Reynandi væri að fá sam- þykki beggja ófriðaraðilja til þess að spyrða þetta tvennt saman, flutning hitaveituvar- anna hingað og flutning síldar- innar m. m. til Svíþjóðar. Þjóð- verjar ættu að vera þess ósk- andi, að Svíar fengju íslenzku afurðirnar, og Bretar, að vér fengjum hitaveituvörurnar. En Svíar fúsir til að veita málinu einnig sinn stuðning, vegna þarfa sinna á íslenzkum af- urðunum. Var þetta nú boriö fram við alla aðilja. Hittist svo á, að sænska stjórnin hafði um þetta leyti tekið upp samninga við brezku stjórnina um einhverja tilslökun á hafnbanninu þann- ig, að Bretar leyfðu einhverju af vörum að komast til Svíþjóð- ar vestan að og frá Svíþjóð vestur á bóginn. Leit svo út, sem þetta ætlaði að verða ekki al- veg óvænlegt um árangur, enda fékk hugmyndin góöar undir- tektir brezku stjórnarinnar, þótt tregar gengi að fá ákveð- in svör Þjóðverja. Var ofangreind hugmynd rædd við sænska sendifulltrú- ann í Reykjavík áður en hún var borin fram. Varð hann fús- lega við því að styðja málið við stjórn sína, eins og hann einn- ig studdi málið á annan hátt á mismunandi stigum þess. 5. des. var lokið að semja „ná- kvæma skilgreiningu um það efni allt, sem óskað er að fá lceypt i Englandi til hitaveitu- framkvæmdanna, svo og nánari skilmála, er setja verður við út- boð í Englandi". Var það af- hent brezka sendiherranum samdægurs með tilmælum um að koma því til réttra stjórnar- valda í London, í þeirri von, að þau styddu að því, að hægt væri að fá vörurnar frá Bret- landi í tæka tíð. Tók sendiherr- ann þetta fúslega að sér. Með næstu skipsferð voru plögg þessi send einnig til aðalræðismanns- ins islenzka í New York, svo að þau væru tiltæk þar til útboðs, ef hann fengi símskeyti um að reyna að fá vörurnar í Banda- ríkjunum. En fyrir því var ráð gert, ef bráðlega strönduðu hvort tveggja tilraunir, að fá vörurnar fluttar frá Khöfn eða aff fá aðrar samskonar vörur í Bretlandi. Meðan á þessum tilraunum stóð komu fram tvær sérstakar hugmyndir: 1. Að hægt mundi að fá finnskt skip, sennilega í febrú- ar, til flutninganna fyrir mjög hátt gjald, 220—250 d. Kr. á smálestina. 2. Að kaupa gamalt júgóslaf- neskt skip, sem hér hafði kom- (Framh. á 3. síðu) Jónas Jóhannsson: Brátt er bnrið antt '©ímirm Fimmtudafiinn 15. muí Dýrtíðarráðstaíanír Undanfarna mánuði hefir verið um það rætt í ríkisstjórn- inni og stuðningsflokkum henn- ar, hvaða ráðstafanir væri unnt að gera til þess að vinna á móti dýrtíðinni og hækkun vísitöl- unnar. Hefir viðskiptamálaráð- herrann einkum beitt sér fyrir því, að hafizt yrði handa í þeim efnum. Mun mega vænta þess, að tillögur um þau mál verði lagðar fram á Alþingi innan skamms, en að svo stöddu er ekki hægt að segja, hvernig þær tillögur verða í einstökum at- riðum. í fyrradag er vikið að þessum málum í ritstjórnargrein í Morgunblaðinu. Segir þar, að blaðið hafi, fyrir meira en ári síðan, vakið máls á því, „að hyggilegt myndi vera að nota eitthvað af stríðsgróð- anum til sjóðsöfnunar og nota féð til þess að halda niðri verðlagi innlendrar framleiðsluvöru." Þá segir Mbl. ennfremur, að þessari uppástungu hafi strax verið illa tekið í Tímanum, og síðan bætir blaðið við: „Frá áramótum féllu úr gildi lagaákvæðin, sem höfðu bundið kaupgjaldið í landinu. Síðan hefir allt kaupgjald fylgt dýrtíðinni, með afleið- ingum, sem við þekkjum svo vel.“ Það er ekki rétt hjá Mbl., að því hafi verið illa tekið í Tím- anum, að reynt yrði að hafa hemil á dýrtíðinni. Hér í blað- inu hefir aðeins verið bent á það, að „tillögur" Morgunbl. um þetta mál í fyrra voru þann- ig, að ekki var unnt að taka þær alvarlega. Til þess að ná stríðsgróðaskatti á árinu 1940, svo að nokkru næmi, hefði þurft að afnema lögin um skattfrelsi útgerðarfyrirtækja á þinginu í fyrra. En ritstjórar Mbl. vita það, að ekki var hægt að ná Samkomulagi um afnám lag- anna á því þingi. Þeim hlýtur því að vera ljóst, eins og öðrum, að þýðingarlaust var að stofna stríðsgróðasjóð á árinu 1940, í því skyni að halda verðlaginu niðri, þar sem þau fyrirtæki,sem höfðu nokkurn verulegan stríðs- gróða, voru að langmestu leyti skattfrjáls á því ári. Um kaupgjaldshækkunina er það að segja, að í síðastliðnum októbermánuði var þvi lýst yf- ir 1 Morgunblaðinu, að ekki yrði hjá því komizt að greiða fulla verðlagsuppbót á kaupgjaldið, miðað við dýrtíðarvísitöluna. Á þeim tíma, sem þessu var hald- ið fram í Morgunblaðinu, var þó öllum kunnugt, að vegna aukinnar atvinnu á síðastliðnu ári var tekjuhækkunin hjá flest- um verkamönnum hlutfallslega miklu meiri en verðhækkunin á þeim lífsnauðsynjum, sem þeir þurftu að kaupa. Með þessari kröfu um fulla verðlagsuppbót á kaupgjaldið, sem haldið var fram í aðalmálgagni Sjálfstæð- isflokk.sins, var hann orðinn þátttakandi í kaifþhækkunar- kapphlaupinu . með jafnaðar- mönnum og kommúnistum. Ef til vill hefir Sjálfstæðisflokkur- inn unnið . nokkra verkamenn til fylgis við sig í bili með þess- ari ,,pólitik“, enda er hann nú orðinn mestu ráðandi í sumum stærstu verkamannafélögum landsins. En árangurinn af kauphækkunarstefnu hans . og annarra varð sú, að kaupið hækkaði frá síðustu áramótum, eigi aðeins í hlutfalli við verð- lagshækkunina, heldur meira, þar sem víðast varð einnig hækkun á grunnkaupinu. Eins og nú er komið er vitan- legá þýðingarlaust að deila um það sem orðið er, og hér hefði það ekki verið gert að umræðu- efni, ef Morgunblaðsgreinin í fyrradag hefði ekki gefið sér- stakt tilefni til þess. Hitt skipt- ir nú mestu máli, að takast megi að ná samkomulagi um ráðstafanir til að vinna á móti dýrtíðinni, kauphækkunum og áframhaldandi rýrnun á verð- gildi 'peninganna. Verðlags- eftirlitið og húsaleigulögin hafa í grein þessari er sagt frá rýrnun ýmsra hlunninda í Breiðafjarffareyjum. Höfund- ur greinarinnar, Jónas Jó- hannsson í Öxney, er þessum málum flestum kunnugri, enda . er frásögn hans hin fróðlegasta og merkilegasta. Er hún og lærdómsrík fyrir þá sök, að hún sýnir ljóslega, hversu rányrkjan getur kom- ið miklu illu tii leiðar. Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Maður úr öðrum landsfjórð- ungi, sem átti tal við mig, lét þannig í ljós hugmynd sína um Breiðafjarðareyjar: „Þar er taðan, kálið, eggin, fuglinn, sel- urinn og fiskurinn. Ekkert þarf fyrir lífinu að hafa. Ég tel það ekki til vinnu, þó fara verði út á eyjarnar að slá fuglinn, út í sundin til að dorga fyrir fiskinn eða út í látrin til að rota selinn. Skepnurnar ganga auðvitað úti, svo ekki getur það talizt til erf- iðis að reka heim og slátra í pottinn“. Kona, sem hingað fluttist úr fjarlægu héraði, sagði að þar hefðu Breiðafjarðareyjar verið kallaðar gullkistur landsins. Þetta mun vera nokkuð al- mennt álit ókunnugra, um okk- ar marglofuðu eyjar. Til þess liggur og mokkur ástæða. Eyjarnar eru yfirleitt skulda- hæstu jarðir landsins. Þegar harðindi og önnur óár- an þrengdi að fólkinu, þótti ■ jafnan ætasamt við Breiðafjörð. Það var líka almennt á síð- ustu öld, að svokallaðir tómt- húsmenn hylltust til að eiga heima í eyjunum. Þeir voru hver með sitt hyski sér í sínum bæ, sem þeir byggðu við sitt hæfi. í einni eyjunni voru 10 slíkir bæir, annarri 5 og svo frv. Þó voru þessar eyjar aðeins eitt ábýli hver. Þessir menn höfðu engin jarðarafnot, en stunduðu kaupavinnu á sumrin og sjóróðra á vetrarvertíð „undir Jökli“. Þess á milli dorg- uðu þeir í sundunum, sem máttu heita full af fiski (flyðru), skutu eða skutluðu kóp, unnu dag og dag hjá bændum o. s. frv. Að öðru leyti kúrðu þeir heima í kofum sín- um. Nú munu margir halda, að það hafi verið vesaldarlíf, sem þessir menn lifðu. Um það er ekki gott að dæma nú. En eitt er víst, að lifnaðar- hættir þeirra hafa verið allt aðrir en nú tíðkast. Frásögn eins, um kjör sín í kofanum, er þó til enn. Hún er þannig: Hann kærði sig ekki um önnur kjör í himnaríki en hann bjó við í kofanum, að því þó viðbættu, að nóg heilagfiski veiddist i vognum fyrir framan kofadyrnar, en til þess veiði- skapar varð hann að fara út fyrir voginn. Þó hugmyndir hinna fjar- stæðu manna, um gæði eyj- anna, séu nokkuð öfgakennd- ar, felst þó í þeim mikil sann- leikur. Hitt er svartari hlið sög- unnar, að megnið af þessum hlunnindum er gengið til þurð- ar. Búskapurinn. Á nítjándu öld voru margir vel megandi bændur í Breiða- fjarðareyjum, og allir bændur munu hafa verið skuldlausir. Þó höfðu þeir miklu fleira fólk fram að færa en nú er, én ekki önnur farartæki en árabáta. Þetta hafa verið mikið dug- legri menn, munu margir segja. Víst er um það, að lengur var unnið, en það var ekki allt af að meira. væri unnið og tækni öll er miklu meiri nú én þá. Veiðiskapur allur var meiri. Fiskur var fyrir hvers manns landi að heita mátti (einkum flyðra), Selur var meiri og kof- an gaf góðar tekjur. Æðarvarp- ið var mikið meira og verð á dúni var hlutfallslega hærra. Vinnumennirnir unnu fyrir árs- kaupinu á vetrarvertíðinni. Vinnukohurnar unnu fatnað- inn o. s. frv. Skarfakálið þakti lundahólm- ana eða grózkumikil taða þar, sem kálið þraut. Taðan þótti jafngilda túntöðu, til kúafóð- urs, eða betur, enda voru víða talsverð kúabú. Gamlar ær, sem til frálags voru ætlaðar, voru látnar í káleyjarnar á haustin og bráðfitnuðu svo að undrum sætti. Upp úr . aldamótunum fóru búnaðarhættir að breytast. Vinnufólkið smáhvarf úr sög- unni, en daglaunafólk kom í staðinn. Það var allt af færra, svo störfum varð ekki sinnt með sömu alúð og áður. Auk þess var það oft ókunnugra öllu, sem að verkinu laut, og sumt fákunn- andi þegar það dvaldi aðeins skamman tíma. Lærði ekki störfin til hlítar eins og þeir, sem dvöldu lengi á sama heim- ili og virtist yfirleitt síður bera hag heimilanna fyrir brjósti, ef svo mætti að orði komast. Bændur ‘fóru að leggja meira kapp á sauðfjárrækt en áður, sem þráfalt bar eyjarnar ofur- liða, þar sem lönd eru víða lítil. Menn komust ekki hjá því að hafa féð í varphólmum fram- eftir vori og hafði það sín vondu áhrif á fuglinn, sem síðar verð- ur vikið að. Hinir mörgu óhjá- kvæmilegu flutningar fjárins og öll geymsla var vinnufrek og dýr,einkum þegar hún var rekin með daglaunamönnum. og féð er stórum affallasamara, ef of- sett er í landið. Nautgriparækt virðist yfirleitt henta betur og fer það líka vel saman, þar sem næstum öll hey eru kúgæf. Fuglalífið. Upp úr aldamótunum fór að bera á hnignun í fuglatekju hér við Breiðafjörð. Kofna- tekja er alveg horfin, kríuvarp að heita má og stórkostleg hnignun er víðast í æðarvarpi. Jafnvel svartbaki hefir víða stórfækkað, þótt hins vegar hafi líka margfjölgað sum- staðar. Hvað veldur þessu, spyrja menn? Margir yngri menn og aö- fluttir, telja þetta allt svartbak að kenna. Sé hann drepinn, þá sé allt þetta bætt. Ekki færa menn önnur rök fyrir þessu en þau, sem kunn eru, og hafa að vísu nokkur til síns máls, að svartbakurinn étur æðarunga. Nú er þess að gæta, að svart- bakur er ekki nýinnfluttur eins og til dæmis fjárpest og aðrar nýjungar, sem borizt hafa með menningunni frá útlöndum. Hitt mun vera óhætt að álykta, að hann hafi verið hér í sam- búð við æðarfugl í margar ald- ir. Hvernig hlu.tföll ög sjám- komulag í þeirri sambúð hef- ir verið, er nú ekki gott að segja. Nú eru liðnir tveir fimmtungar þessarar aldar og við, sem erum eldri en það og höfum oröið að búa við þessa hnignun, sjáum að hér kemur fleira til greina. Þrjár meginorsakir liggja til þessarar hnignunar. Fyrsta og stærsta orsökin er sú, að sílis- ganga er ekki eins árviss og aldrei eins mikil í fjörðinn, og hún áður var. Önnur, að ráns- hönd mannsins, samfara skiln- ings- og kæruleysi, er miklu þyngri í allri umgengni við fuglinn en áður. Þriöja er svart- bakur og annar vargur, sem þó er engin ný bóla. Kría. Kríuvarp var víða talsvert mikið eins og svo mörg örnefni benda til. Að henni var einkum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.