Tíminn - 27.05.1941, Síða 2

Tíminn - 27.05.1941, Síða 2
230 TlMIVX. þrigjndagiim 27. maí 1941 58. blað % ^ímin« Þrið$udafiinn 27. maí Landssímmn Fyrir skömmu samþykkti Alþingi ný lög um síma- og loftskeytastöðvar. Nefnast þau lög um fjarskipti, en í 1. kafla laganna er tekið fram, til skýr- ingar, að það orð merki „hvers konar fjarflutning tákna, merkja, skriftar, mynda og alls konar hljóða eftir vírum, raf- geislum (radio) eða með öðrum kerfum eða aðferðum, hvort sem eru rafmagns- eða sjón- merkja.“ í iögunum eru ákvæði um einkarétt ríkisins til að stofna og reka hér á landi hvers konar fjarskipti, ennfremur um stjórn og rekstur þeirra mála, uppsetning og vernd fjarskipta- virkja, skyldu skipa til að hafa radiostöð o .s. frv. Með þessum lögum er safnað í eina heild öllum helztu lagafyrirmælum um símann, og um leið og þau verða staðfest, falla úr gildi eldri lög um ritsíma, talsíma og loftskeytastöðvar. Landsíminn hefir stöðugt verið að færa út kvíarnar á undanförnum árum, og myndi þó útþenslan hafa orðið enn meiri, ef viðskiptaörðugleikar hefðu ekki torveldað innkaup á efni til nýrra símalagninga og símastöðva. Fjárhagsafkoma símans má teljast góð. Á árun- um 1936—-1938 var rekstrar- hagnaður hans 522—575 þús. kr. á ári hverju. Af þeiiri hagnaði fóru rúmlega 200 þús. kr. ár- lega til afborgana á skuldum, en afganginum hefir að mestu ver- ið varið til viðauka símakerfa, nýrra símalíria, talstöðva í báta og skip og fleiri framkvæmda. Síðastliðið ár var rekstrar- hagnaður landsímans enn meiri, vegna aukinna viðskipta. Var hagnaðurinn þá rúmlega 1 miljón króna, samkvæmt því bráöabirgðayfirliti um tekjur og gjöld ríkisins, sem fjármála- ráðherra gaf á þinginu í vetur. Samkvæmt lögum, sem í gildi hafa verið, hefir landsíminn ekki borið allan kostnað við rekstur símastöðvanna. Af rekstrarkostnaði 1. fl. B. stöðva hefir hann borgað %, en af kostnaði við 2. fl. stöðvar að- eins % og enn minna af kostn- aði við 3. fl. stöðvar. Að öðru leyti hefir rekstrarkostnaður þessara stöðva hvílt á viðkom- andi hreppum. Með þeim lögum, sem nú hafa verið samþykkt á Alþingi, er þeim útgjöldum létt af sveitarfélögunum, og á landsíminn að greiða allan rekstrarkostnað stöðvanna frá næstu áramótum. Árið 1929 voru sett lög um einkasíma í sveitum. Hafa víða verið stofnuð einkasímafélög eftir þeim lögum. Landsíminn grejðir % af kostnaði við lagn- ingu einkasímanna, þó að frá- dregnum flutningskostnaði á símaefni frá hafnarstöðunum. En einkasímafélögin eiga að annast viðhald símanna og símanotendur greiða árlega til landsímans 10 kr. gjald af hverju talfæri. Tveir af þingmönnum Fram- sóknarflokksins, Gísli Guð- mundsson og Bergur Jónsson, hafa nú flutt á Alþingi tillögu til þingsályktunar um endur- skoðun einkasímalaganna. Er þar skorað á ríkisstjórnina að láta endurskoða lögin, og sé því lokið svo snemma, að hægt sé að leggja frumvarp til nýrra einkasímalaga fyrir næsta Al- þingi. í greinargerð, sem fylgir tillögunni, er að því vikið, að vafasamt sé að stofnun einka- símafélaga sé heppilegust að- ferð til að auka símaþægindi í dreifbýli sveitanna. Það fyrir- komulag er nokkuð þungt í vöf- um, og hæpið, að viðhald síma- linanna sé nægilega tryggt á þann hátt. Telja flutnings- menn tillögunnar, að hitt „myndi sennilega bera meiri árangur, að landsíminn legði línurnar á svipaðan hátt og inn- anbæjarkerfi kaupstaða og þorpa og færi um stofnkostnað eftir lögákveðnum reglum, þar sem framlög notenda til línu- lagningar yxu ekki í jöfnu hlut- falli við línulengd. Mun lands- síminn þegar hafa lagt eitt- Fulltrúar á öðru þingi S.IJ.F. Sjötugur sem haldtð var að Laugarvatni 24.-25. þ.m. Anna Sigurjónsdóttir, Torfastöðum, Fljótshlið, Rangárvallasýslu Arnaldur Jónsson, Reykjavík. Árni Kristjánsson, Finnsstöðum, Ljósavatnshreppi, S.-Þing. Árni Sæmundsson, Stóru-Mörk, V.-Eyjafjallahr. Rang. Ásgrímur Jónsson, Húsabakka, Skagafjarðarsýslu. Benedikt Bjarklind, Reykjavík. Bjarni F. Finnbogason, Stokkahlöðum, Eyjafjarðarsýslu. Bjarni G. Magnússon, Vestmannaeyjum. Bjarni Lárusson, Stykkishólmi, Snæfellsnessýslu. Björgvin Færseth, Siglufirði. Björgvin Júlíusson, Akureyri. Björn Guðmundsson, Kópaskeri, N.-Þing. Daníel Ágústínusson, Eyrarbakka, Árnessýslu. Engilbert Hannesson, Bakka, Ölfusi, Árnessýslu. Eiríkur Guðjónsson, Ási, Holtum, Rangárvallasýslu. Eiríkur Pálsson, Reykjavík. Friðgeir Sveinsson, Sveinsstöðum, Dalasýslu. Friðrik Pétursson, Hofi, Skagafjarðarsýslu. Garðar Stefánsson, Mýrum, Skriðdal, S.-Múlasýslu. Garðar Þorsteinsson, Gíslastöðum, Grímsnesi, Árnessýslu. Gísli B. Brynjólfsson, Hvalgröfum, Skarðsströnd, Dalasýslu. Grímur Einarsson, Neðra-Dal, Biskupstungum, Árnessýslu. Grímur Gíslason, Saurbæ, Vatnsdal, A.-Húnavatnssýslu. Grímur E. Thorarensen, Sigtúnum, Árnessýslu. Guðbjörn Jónsson, Framnesi, Holtum, Rangárvallasýslu. Guðlaugur Jónsson, Skarði, Skarðsströnd, Dalasýslu. Guttormur Sigurbjörnssori, Gilsárteigi, Eiðahreppi, S.-Múlasýslu. Haukur Jörundsson, Hvanneyri, Borgarfjarðarsýslu. Haukur Loftsson, Böggvisstöðum, Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu. Helgi Einarsson, Bæ, Lóni, A.-Skaftafellssýslu. Helgi Jóhannsson, Núpum, Ölfusi, Árnessýslu. Herdís Guðjónsdóttir, Kýrunnarstöðum, Dalasýslu. Hjörleifur Sigurðsson, Hrísdal, Miklaholtshreppi, Snæf. Ingvar Brynjólfsson, Reykjavik. Jóhann Runólfsson, Kornsá, Vatnsdal, A.-Húnavatnssýslu. Jóhannes G. Helgason, Reykjavík. hvað af einkalínum á þennan hátt.“ Þá er bent á það í grein- argerðinni.að athuga ætti mögu- leika á því, að afskekktustu býli gætu fengið þráðlaus taltæki til afnota gegn hliðstæðu stofn- og afnotagjaldi. Eins og hér er nefnt, mun landsíminn þegar hafa lagt svonefnda „notendasíma" á nokkrum stöðum í sveitum. Er þá ákveðið stofngjald og árlegt afnotagjald, sem símanotendur þurfa að greiða, en landsíminn á símalínurnar og símaáhöldin og annast viðhalda þeirra. Er sennilega heppilegt, að þetta fyrirkomulag verði almennt upp tekið, í stað einkasímanna, þar sem komið hefir í ljós, að nokk- uð skortir á að sumum einka- símalínum hefir verið svo vel við haldið, að þær hafi komið að tilætluðum notum. Það mun láta nærri, að einn af hverjum fimm sveitabæjum hafi síma. Vantar því mikið til, að allir landsmenn njóti þeirra þæginda. En vonandi *er, að innan skamms verði auðveld- ara að ná í efni til símalagn- inga, svo að hægt verði að bæta úr brýnni þörf fyrir nýjar síma- línur í sveitum landsins. Sk. G. Jón Bjarnason, Hlemmiskeiði, Skeiðum, Árnessýslu. Jón Emil Guðjónsson, Kýrunnarstöðum, Dalasýslu. Jón P. Hallgrímsson, Akureyri. Jón Helgason, Reykjavik. Jón Ófeigsson, Hafnarnesi, Hornafirði, A.-Skaftafellssýslu. Jón Sigurðsson, Gvendareyjum, Skógarstr.hr., Snæfellsnessýslu. Jón Teitsson, Eyvindartungu, Laugardal, Árnessýslu. Jóna Guðmundsdóttir, Reykjavík. Jónas Ingvarsson, Hallgeirsey, Landeyjum, Rangárvallasýslu. Karl J. Magnússon, Eyhildarholti, Skagafjarðarsýslu. Kjartan Karlsson, Djúpavogi, S.-Múlasýslu. Kjartan Ólafsson, Selfossi, Árnessýslu. Kolbeinn Jóhannsson, Dalvík, Eyjafjarðarsýslu. , Konráð Gíslason, Eyhildarholti, Skagafjarðarsýslu. Kristinn Júliusson, Leirá, Borgarfjarðarsýslu. Kristján Sigurgeirsson, Keflavík. Kristján Sævaldsson, Sigluvík, Svalbarðsströnd, S.-Þing. Kristófer ' Vilhj álmsson, Akureyri. Laufey Guðjónsdóttir, Fremstuhúsum, Dýrafirði, V.-ísafjarðars. Magnús Gíslason, Eyhildarholti, Skagafjarðarsýslu. Margrét ísleifsdóttir, Miðkoti, Fljótshlíð, Rangárvallasýslu. Oddgeir Guðjónsson, Tungu, Fljótshlíð, Rangárvallasýslu. Ólafur H. Guðmundsson, Hellnatúni, Rangárvallúsýslu. Ólafur Jóhannesson, Reykjavík. Ólafur Kristjánsson, Seljalandi, Eyjafj.hr., Ran; arvallasýslu. Ólafur Sveinsson, Butru, Fljótshlíð, Rangárvallasýslu. Óskar Ágústsson, Sauðholti, Holtum, Rangárvallasýslu. Óskar Jónsson, Vatnagarði, Landsv., Rangárvallasýslu. Páll Hannesson, Undirfelli, Vatnsdal, A.-Húnavatnssýslu. Páll H. Jónsson, Stóru-Völlum, Bárðardal, S.-Þingeyjarsýslu. Páll Þórðarson, Suðureyri, V.-ísafjarðarsýslu. Sigríður S. Guðmundsdóttir, Reykjavík. Sigurður Benediktsson, Húsavík, S.-Þingeyjarsýslu. Sigurður Eyvalds, Nesi, Fnjóskadal, S.-Þingeyjarsýslu. Sigurður Guttormsson, Hallormsstað, S.-Múlasýslu. Sigurður Hafstað, Vík, Skagafjarðarsýslu. Sigurður Jónsson, Einarsstöðum, Reykjadal, S.-Þingeyjarsýslu. Sigurður Jóhannesson, Giljalandi, Haukadal, Dalasýslu. Sigurður J. Líndal, Lækjamóti, Víðidal, V.-Húnavatnssýslu. Skafti Pétursson, Dilksnesi, Hornafirði, A.-Skaftafellssýslu. Skúli Skúlason, Gillastöðum, Laxárdal, Dalasýslu. Stefán Björnsson, Grjótnesi, Sléttu, N.-Þingeyjarsýslu. Sveinn Gamalíelsson, Vífilsstöðum. Sveinn Sæmundsson, Gýgjarhóli, Biskupstungum, Árnessýslu. Trausti Pétursson, Dalvík, Eyjafjarðarsýslu. Unndór Jónsson, Reykjavík. Unnur Þórðardóttir, Bjarnastöðum, Ölfusi, Árnessýslu. Vilborg Guðjónsdóttir, Fremstuhúsum, Dýrafirði, V.-ísafjarðars. Þórarinn Þórarinsson, Reykjavík. Þórður Björnsson, .Reykjavík. Þórður Þ. Kristjánsson, Suðureyri, V.-ísafjarðarsýslu. Þorgils Stefánsson, Ólafsvík, Snæfellnessýslu. Þórir Þorgilsson, Hlemmiskeiði, Skeiðum, Árnessýslu. • Þorsteinn Guðmundsson, Selfossi, Árnessýslu. Þráinn Valdimars, Meiri-Tungu, Holtum, Rangárvallasýslu. Örn Ingólfsson, Skj aldþingsstöðum, Vopnafirði, N.-Múlasýslu. Jón Einarsson, bóndi að Reykjahlíð í Mývatnssveit, átti sjötugsafmæli 11. þ. m. Þann dag sóttu hann heim um 50 sveitungar hans og fluttu hon- um árnaðaróskir í tilefni dags- ins, og þökkuðu honum vel unn- in störf í þágu sveitarfélagsins. Sátu menn við kaffidrykkju og ræðuhöld fram á kvöld og skemmtu sér hið bezta. Meðal þeirra, er fluttu þarna ræður voru Sigurður skáld á Arnar- vatni, Sigfús bóndi Hallgríms- son í Vogum og Benedikt bóndi Guðnason á Grænavatni auk ýmissa fleiri. Jón Einarsson hefir búið mesta myndarbúskap i Reykja- hlíð um 40 ára skeið. Heflr hann ætíð látið til sín taka öll framfaramál sveitar sinnar og jafnan lagt gott til allra mála. í hreppsnefnd Skútustaða- hrepps sat hann um 20 ára skeið, og stöðvarstjóri landsím- ans hefir hann verið allt frá stofnun hans, til þessa dags. Jón er kominn af traustum bændastofni í ættir fram. Fað- ír hans, Einar frá Svartárkoti, síðast bóndi í Reykjahlíð, var Friðriksson og var Friðrik sá bróðir Halldórs frá Bjarnastöð- um í Bárðardal föður Jóns bónda á Bjarnastöðum, er var afi Tryggva Þórhallssonar ráð- herra og Péturs borgarstjóra í Reykjavík. Jón Einarsson hefir verið mesti áhugamaður um öll sam- virinu- og félagsmál héraðsins og tekið virkan þátt í sumum þeirra. Deildarstjóri Reykhlíð- ingadeildar í Kaupfélagi Þing- eyinga var hann í 35 ár og mun hann hafa mætt á flestum, ef ekki öllum, aðalfundum félags- ins um það' ára skeið. Safnað- arfulltrúí fyrir Reykjahlíðar- sókn hefir hann verið í mörg ár. Árið 1897 kvæntist Jón Hólm- fríðí Jóhannesdóttur frá Geit- eyjarströnd. Eignuðust þau 5 börn, öll mannvænleg. Þar af lifa 4 þeirra og eru öll gift: Pétur bóndi i Reykj ahlíð, Hann- es bóndi á Staðarhóli í Aðaldal, Illugi bílstjóri í Vogum og Guð- rún, búsett í Reykjavík. *Snæ- (Framh. á 3. síðu) Signrður Jóhannesson: Ný skip eða háskólabíó NIÐURLAG. XI. Það eru ýmsir, sem virðast hafa atvinnu — og án efa á- nægju — af því að egna saman verkamenn og atvinnuveitend- ur. Nægir í því sambandi að benda á ýms æsingaverkföll og kaupdeilur, sem oft hafa ekki borið annan meiri árangur, né ætlaður meiri árangur, en vinnutap verkamanna yfir lengri eða skemmri tíma — stöðvun á atvinnutækjum, verksmiðjum og skipum: Oft hafa þær einar kaupkröfur fengizt, sem semja hefði mátt um í upphafi, hefði skynsam- lega verið að farið. Slik starf- semi er átumein í heilbrigðum atvinnurekstri. Þegar því takmarki er náð, að verkamennirnir séu hlut- hafar i'verksmiðjunum og sjó- mennirnir eigendur að fiski- skipunum, hverfa um leið úr sögunni verkföll og kaupdeilur. Þá fá allir þeir aðilar, er að framleiðslunni vinna, hið raun- verulega verð vinnu sinnar. Hvorki meira né minna. Ef við t. d. athugum hina föstu kaupsamninga á fiski- skipunum sjáum við, að það er sjaldnast hið raunverulega verðgildi vinnunnar, sem sjó- maðurinn fær. Annað hvort fær sjómaðurinn meira en hon- um ber, eða þá eins og oftast vill verða, minna kaup en hann á að réttu lagi. Athyglisvert dæmi af þessu tagi er frá sildarvertíðinni síð- astliðið sumar. Hlutur togara- sjómannanna var þar langsam- lega lægstur og stóðst hvergi nærri samanburð við hliðstætt aflamagn á öðrum skipum. Fái sjómaðurinn hins vegar hærra kaup en nemur arðinum af vinnu hans, hlýtur útgerð- arfyrirtækið, vinnuveitandinn, að tapa, sem endar oft með gjaldþroti. Fyrirtækið dregst saman og leysist upp. En það er atvinnumissir fyrir þá, sem að því vinna, og bersýnilegt tap, sem á þeim lendir fyrr eða síð- ar. Að hinú leytinu, þegar sjó- menn fá minna en hið raun- verulega kaup sitt, en það er altítt í góðæri og eftir snöggar verðbólgur, þá safnazt miWill fjárhlutur í hendur þeirra, er útgerðarfélögin og skipin eiga. Við þessu væri ekkert að segja, ef fé þessu væri varið á skyn- samlegan hátt, til þess að tryggja fyrirtækinu og starfs- mönnum þess framtíðina — lagt i varasjóði og tryggingar- sjóði, til þess að standast áföll erfiðu áranna. En þessu er sjaldnast þann- ig varið. • XII. Fæstir einstaklingar hafa þann persónulega þroska til að bera, að þeir þoli að verða skyndilega, og án mikillar á- reynslu, eigendur að miklum fjármunum. Sumir kunna sér þá lítt hóf og ganga feti fram- ar en ríki maðurinn í dæmi- sögunni. Þess eru ekki svo fá dæmi, að arðurinn af vinnu sjómannsins kemur fram í á- berandi yfirborðsmennsku út- gerðarmannsins eða forstjór- ans. Ramminn utan um hina útvöldu fjölskyldu verður þá: Lúxusbíll, dýr ferðalög, sumar- bústaður og íburðarmikil ný- tízkuíbúð á góðum stað í höf- uðstaðnum, sem kostað hefir á- líka og 10—15 bændabýli uppi í sveit eða nokkru færri verka- mannaíbúðir í kaupstað. Þetta er hin sorglegasta með- ferð á fé, sem raunverulega er eign fátækra sjómanna og fjöl- skyldna þeirra — og er lög- verndað af sjómönnunum sjálf- um meðan þeir sætta sig við ríkjandi skipulag í stað hlutar- ráðningar, og hafa ekki ennþá viljað ljá samvinnurekstri á út- gerð fylgi sitt. XIII. Hér að framan hefir verið á það bent, hversu sjómenn hafa, .vegna skammsýni sinnar og samtakaleysis, orðið fyrir stór- kostlegu tapi á síðastliðnu ári. í fyrsta lagi á togurunum og stærri skipum, þar sem fastir kaupsamningar eru enn í fullu gildi, og í öðru lagi með því, að selja fiskinn fyrir fastákveðið verð í stað lágmarksverðs og verðuppbótar eftir sölu. Á þessu þarf að ráða bót. Sjómenn þurfa að vinna á- kveöið að því marki, að fá föstu kaupsamningana á tog- urunum úr gildi numda og al- menna hlutaráðningu viður- kennda. Að hinu leytinu þurfa fiskframleiðendur — sjómenn smáútgerðarmenn og aðrir þeir, er að fiskveiðum vinna — að bindast samtökum um að leigja skip til ísfisksiglinga eða leggja fiskinn inn upp á væntanlegt verð með ákveðnu, lágmarks- verði, sem þegar stundir liðu fram væri hægt að tryggja með varasjóðum. Þetta er leiðin sem fara þarf í framtíðinni. Þetta er sama sjálfsagða leiðin og bændur landsins hafa farið í afurða- sölumálum sínum. XIV. Nú er hætt við að sjómenn segi sem svo: Ef við verðum beinir þátttakendur í útgerð- inni, getur verið að við græð- um eitthvað í góðærum. — En hitt er líka víst, að við töpum á því þegar illa gengur. En hér er ekki nema hálfsögð sagan. Hvar lendir gróði góðæranna með núverandi fyrirkomulagi einkarekstursins? Hjá atvinnu- rekandanum. Hvað hafa þeir gert við þenn- an gróða sinn? Hafa þeir lagt hann í vara- og tryggingarsjóðí til þess að mæta halla vondu áranna? Nei, nel. Reynsla síðustu áratuga sannar hið gagnstæða. Meiri- hlutinn af hagnaði góðæranna fór í framkvæmdir miður þarf- legar fyrir þjóð og þegna. Engir sjóðir voru myndaðir til endurnýjunar skipaflotans. Fyrir öldum kreppuáranna velktust lélegir ryðkláfar, lítt fallnir til arðvænlegs atvinnu- reksturs á venjulegum tímum, hvað þá þegar harðnaði í ári, og fé það, sem átti'að fara í varasjóði, varð að steinsteypt- um bautasteinum á dýrustu lóðum höfuðstaðarins. Óbrot- gjarn minnisvarði yfir dauða- dæmdu einstaklingsframtaki á villigötum. En hverfum aftur að seinni hluta spurningarinnar, sem við vörpuðum fram áðan. Á hverj- um lendir tap slæmu áranna? Er þá ekki betra fyrir sjó- manninn að vera ráðinn upp á fast kaup? En ennþá verður svarið nei. Hvar kemur tapið tilfinnan- legast niður? Það kemur ávallt þyngst niður á hinum fátæka sjómanni. Háir tollar og aðrir verzlun- arörðugleikar koma ekki þyngst niður á kaupmanninum — heldur hinum fátæka neytanda, sem þarf að kaupa vöruna. Að þessu leyti er alveg sama máli að gegna með útgerðina. Þótt útgerðarmaðurinn sé í alla staði heiðarlegur, kemur tapið ekki þyngst niður á hon- um, heldur á fátæka sjómann- inum eða verkamanninum, sem hjá honum vinnur. Og hefir að nokkru verið vikið að þessu áð- ur. Við höfum séð áþreifanleg dæmi þess, þótt mánaðarkaupið hafi verið viðunandi hátt, hefir það jafnað sig á þann hátt, að skipunum hefir ekiki verið haldið úti nema þann tíma árs- ins, sem öruggastur hefir verið með fjárhagslega trygga af- komu. Hinn timann, — ef til vill allt upp 1 átta mánuði af tólf, — hafa skipin legið aðgerðalaus í höfn, og sjómennirnir atvinnu- lausir í landi. Sífelld verkföll og kaupdeilur hafa svo verið milli þessara aðila, sem eiga þó svo margra sameiginlegra hags- munamála að gæta. ■ Þau útgerðarfélög, er standa völtum fótum, verða strax gjaldþrota og eitthvað harðnar í ári. Ef til vill ganga þó elgend- urnir góðir frá borði með allríf- lega fjárupphæð, sem þeir hafa dregið úr framleiðslunnl. En sjómennirnlr? Þeirra hlut- ur er venjulega lakari, atvinnu- lausir í landi með lokaða lífs- möguleilca fyrir sig og fjöl- skyldu sína. XV. Af þessu, sem hér hefir verið sagt, sézt það, að með núver- andi rekstrarfyrirkomulagi stórútgerðarinnar, er engin trygging fyrir því, að gróði góðu áranna falli sjómanninum í skaut nema þá að litlu leyti — það er engin trygging fyrir því, að fé sé lagt til hliðar í endur- byggingarsjóði — til þess að ný skip geti tekið við þegar hin gömlu reynast úrelt og ónot- hæf. Gróðl góðæranna getur jafn- vel farið 1 hina gagnstæðustu átt, t. d. háskólabíó eða annað álíka gagnlegt fyrir sjávarút- veginn og sjómenn okkar fá- tæka lands. Og við höfum ennfremur séð það, að taprekstur slæmu ár- anna hlýtur æfinlega að koma harðara niður á sjómanninum, sem vinnur hjá útgerðarfélagi með föstum kauptaxta — þótt svo kunní ekki að virðast í fljótu bragði, — heldur en hjá útgerð- arfélagi með samvinnurekstri. Má í því sambandi benda á, að f ramkvæmdastj ór ar Kveldúlfs höfðu sín sömu laun yfir allt árið — hversu lítil sem laun sjó- mannanna á togurunum voru. En sé um samvinnuútgerð að ræða, bera allír jafnt hita og þunga dagsins. Sjómenn, verka- menn 1 landi, skrifstofumenn og framkvæmdastjórar taka sin laun eftir aflamagni. Viss hundraðshluti lagst ár-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.