Tíminn - 29.05.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.05.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. i RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu BA. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hJT. Símar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavík, fimmtudagmn 29. maí 1941 59. blað Alþitgi freitað i viku Stjörnarfrum- varpíð um ríkisstjóra Ákvæði um kosningu ríkisstjóra, valdsvið hans, skyldur og launakjör Ríkisstjórnin hefir nú undir- búið frumvarp um embætti rik- isstjóra íslands. Er frumvarp þetta, sem er í 11 greinum, svo- hljóðandi: Alþingi kýs ríkisstjóra til eins árs í senn, og fer hann með vald það, sem konungi er falið í stj órnarskránni. Kosning ríkisstjóra fer fram í sameinuðu Alþingi. Réttkjörinn- ríkisstjóri er sá, er hefir meirihluta greiddra at- kvæða við óbundna kosningu, enda séu að minnsta kosti % hlutar þingmanna á fundi og eigi þátt í atkvæðagreiðslu. Hljóti enginn þann atkvæða- fjölda við fyrstu kosningu, skal kosið óbundinni kosningu að nýju. Nú verður kosning þó eigi lögmæt, og skal þá kjósa um þá tvo menn, er flest fengu at- kvæði við þá kosningu, en hafi við þá kosningu fleiri fengið jafnmörg atkvæði, ræður hlut- kesti, um hverja tvo skuli kjósa. Ef þeir fá báðir jafn- mörg atkvæði við bundnu kosn- inguna, ræður hlutkesti, hvor þeirra verður ríkisstjóri. Kosning skal vera skrifleg, og telst auður, seðill greitt at- kvæði. Kjörgengur til ríkisstjóra er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosninga- réttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu. Nú deyr ríkisstjóri eða lætur af störfum áður en kjörtíma hans er lokið, og skal Alþingi þá kjósa nýjan ríkisstjóra, svo fljótt sem kostur er. Ákveða má þá, að sú kosning gildi einungis til næsta reglulegs Alþingis. Nú verðúr sæti rikisstjóra laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skal þá ráðuneyti íslands fara með vald ríkisstjóra. Ríkisstjóri má ekki vera al- þingismaður né hafa með hönd- um launuð störf i þágu opin- berra stofnana eða einkaat- vinnufyrirtækja. Ríkisstjóra skulu greiddar af ríkisfé þrjátíu þúsundir króna í laun á ári, auk útlagðs kostn- aðar. Hann hefir gjaldfrjálsan bústað, ljós og hita, og er und- anþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum. Ríkisstjóri vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnar- skránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi annað, en þjóðskjalasafnið hitt. Ríkisstjóri er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Hann verður eigi sóttur til refsingar nema með samþykki Alþingis. Ríkisstjóri hefir aðsetur í Reykjavík eða næsta nágrenni. Lög þessi öðlast þegar gildi. Dýrtídarmálín óleyst og afgreiðsla fjárlaganna komín í óefni Sú ákvörðun var tekin gær, að fresta þingfundum fram yfir hvítasunnu, þar sem ljóst þótti að þingið gæti lítið unnið að helztu málunum á þeim tíma. Af- greiðsla fjárlaganna virðist komin í mesta óefni og ekki hefir enn náðst samkomu- lag í dýrtíðarmálunum. Mun þessi frestur verða notaður til að vinna að lausn þeirra mála. í fjárlagafrumvarpi fjár- málaráðherra voru rekstrarút- gjöldin áætluð 21 milj. kr., en í fjárlögum þessa árs eru þau áætluð 18 milj. kr. Við aðra umræðu hækkuðu útgjöldin nær 2 milj. kr. og munu enn hækka verulega við 3. umræðu, því að f j árveitinganefnd hefir orðið sammála um allmargar hækk- unartillögur. Atvinnumálaráð- herra flytur og tillögu um y2 milj. kr. framlag til stýri- mannaskóla nú þegar. Þá hafa verið samþykkt aukin útgjöld í ýmsum lögum, án þess að gert sé ráð fyrir þeim á fjárlögum. í annan stað hafa skattar verið lækkaðir og fjármálaráðherra lagt til að skemmtanaskattur, veitingaskattur og fleiri tekju- stofnar verði felldir niður. Er ljóst af þessu, að fjárlögin verða afgreidd með miklum- tekju- halla*, ef öll fjármálastefnan verður ekki tekin til gagngerðr- ar endurskoðunar. Framsóknarflokkurinn hefir alltaf lagt á það megináherzlu, að fjárlög séu afgreidd tekju- hallalaus, og mun ekki síður gera það nú, þótt aðrir beri formlega ábyrgð á þeim. í dýrtíðarmálunum mun upp- haflega hafa komið til orða, að fara þá leið, að leggja toll á útfluttar afurðir og nota þær tekjur, sem þannig fengjust, til að halda niðri verðlaginu innan lands, án þess að gengið yrði á Enn er ekki fullráðið hvar ríkisstjóranum verður valinn bústaður. Helzt hefir verið tal- að um Frikirkjuveg 11 (fyrv. bústað Thor Jensen) og Bessa- staði. Frá sjónarmiði annarra en þröngsýnustu bæjarmanna, er síðari staðurinn langtum æskilegri og ber Alþingi von- andi giftu til að láta hann verða fyrir valinu. hlut framleiðenda. Þar sem hinsvegar er ríkjandi mikil ó- vissa um sölu útflutningsvar- anna er langlíklegast, að tak- markaöar tekjur muni fást með þessu móti, og virðist þá helzta ráðið, að leggja almenh- an skatt á hreinar tekjur, sem notaður yrði í þessu skyni. Við átlagningu slíks skatts myndi tekið tillit til þess, hversu margt fólk skattgreiðándi hefði á framfæri. Ef bæði þessi úrræði væru notuð, útflutningsgjaldið og al- mennur tekj uskattur, eru allar líkur til að hægt verði að halda vísitölunni í skefjum og hindra þannig frekar kauphækkun, sem myndi leggja atvinnuvegina í rúst, þegar venjulegt ástand skapaðist aftur, ef ekkert væri látið aðgert til að halda henni í skefjum. Fleiri tekjuöflunarleiðir geta vitanlega komið til greina. Enn sem komið er hefir ekki náðst samkomulag um aðgerð- ir í þessum málum, þar sem bæjarþíngmenn óttast að sum- ar þessar ráðstafanir kynnu að sæta misskilningi fyrst í stað. Framsóknarflokkurinn hefir lagt fram ákveðnar tillögur í þessum málum, en hinir flokk- arnir hafa ekki enn komið sér saman um tekjuöflunarleiðirn- ar. Hafa blöð þeirra þó ekki skrifað um annað meira en nauðsyn ráðstafana til að halda niðri dýrtíðinni. Þingið á líka eftir að ganga frá nokkrum merkum málum, sem samkomulag er um og eru komin langt áleiðis. Þingið er búið að samþykkja rúmlega 50 lög og 13 þingsá- lyktunartillögu. Meðal þessara laga eru lög um landnám ríkis- ins, lög um heimild fyrir kaup- staði og hreppsfélög að koma á þegnskylduvinnu, lög um jarða- kaup ríkisins vegna kaupstaða og sjávarþorpa, lög um sand- græðslu, lög um Fiskveiðasj óð íslands, lög um gjaldeyrisvara- sjóð og skattlögin. Mesti eltiugalcik- nv sjóhernaðarins Um fátt er nú meira rætt en ; ændalok hins glæsilega og vand- aða þýzka orustuskips, Bis- marcks. Eftirförin, sem Bretar! veittu því, er tvímælalaust mesti; og æfintýralegasti eltingaleik- ur í allri sjóhernaðarsögunni. j Þykir rétt að rekja hann hér í j aðaldráttum: Hinn mikli eltingalelkur við orustuskipið „Bismarck“ hófst s. 1. fimmtudag, þegar brezkar „Hudson“ sprengjuflugvélar, smíðaðar í Ameríku, sáu „Bis- marck“ og 10 þús. smál. beiti- skipið „Prinz Eugen“ fara frá Bergen í Noregi. Brezka flota- stjórnin setti þá þegar beiti- skipin „Suffolk“ og „Norfolk" á vörð í sundinu milli Grænlands og íslands. Þessi tvö skip urðu vör við þýzku skipin s. 1. föstu- dagskvöld og fylgdu þeim vand- lega eftir, en lögðu ekki til or- ustu, enda var veður slæmt. Var „Sunderland“-flugbátur þá einnig á eftir þeim. Á laugardagsmorgun komu brezku skipin „Hood“ og „Prince of Wales“ á vettvang og háðu stutta orustu við „Bis- marck“, sem endaði með því, eins og kunnugt er, að „Hood sprakk í loft upp, en bæði „Prince of Wales“ og „Bis- marck“ urðu fyrir nokkrum skemmdum. Þýzku skipin sigldu þá hratt í suðurátt, en „Prince of Wales“ fylgdi á eftir til að reyna að fá „Bismarck" til or- ustu á ný. Varð stutt orusta rnilli þessara tveggja nýjustu og íullkomnustu orustuskipa heimsins, á laugardagskvöld, en „Bismarck" sigldi í suður á fullri ferð. Á laugardagsnóttina gerði enn vont veður og missti „Prince of Wales“ þá af þýzku skipunum í bráð. Þá sömu nótt hittu flugvélar frá brezka flugvélamóðurskip- inu „Victorious“ „Bismarck" um 350 enskar mílur suður af Grænlandi og tókst að koma einu tundurskeyti á skipið. Eftir það „týndist“ þýzka flota- deildin aftur um skeið. Þegar hér var komið sögu, var allur floti Breta á Norður-At- A. KHOSSGÖTTJM Húsmæðraskólamál Borgfirðinga. unarákvæði rýmkuð. Héraðsþing U.M.S.H. og S. Skipbrotsmönnum bjargað. Skömmt- Fulltrúar borgfirzkra kvenna héldu nýlega árlegan sambandsfund sinn. Var á þessum fundi einkum rætt um húsmæðraskóla og húsmæðrafræðslu í Borgarfirði. Hafa þau mál að undan- förnu verið mjög á döfinni í héraðinu og nefndir kvenna starfað að undir- búningi þeirra. Á sambandsfundi i fyrra var kosin nefnd, sem sjö konur áttu sæti í. Hefir nefnd þessi leitað stuðnings og undirtekta hreppsnefnda, kvenfélaga og fleiri aðilja í báðum sýslunum, Mýrasýslu og Borgarfjarðar- sýslu. Hefir þegar safnazt ofurlítið fé til þessarar stofnunar og í ráði að gera nú gangskör að fjáröflun. Nokkuð hefir verið um það rætt, hvar hinn væntanlegi húsmæðraskóli eigi að vera. Eru menn nokkurn veginn á elnu máli um það, að hafa hann á hverastað, enda flestum orðið ljóst nú, að annað kemur vart til mála, þegar um miklar skólabyggingar er að ræða. Héraðs- menn margir eru heldur fráhverfir því að hinn nýi skóli verði í Reykholti, þó að þar væri hægt að njóta starfsorku kennaranna við héraðsskólann. En aðrir skólastaðir hafa verið tilgreindir i grennd við Varmalæk og Brautar- tunga í Lundarreykjadal, en þar er jarðhitl mikill, svo sem kunnugt er. Vitanlega koma fleiri staðir til greina. Búast má við nokkrum deilum um skólastaðinn, en ekki verður það látið tefja fjársöfnim og framkvæmdir, né valda sundrung. Nefnd var kosin til þess að hrinda málinu áleiðis. í henni eiga sæti Geirlaug Jónsdóttir í Borgar- nesi, Anna Bjarnadóttir í Reykholti, Sigríður Bjömsdóttir á Hesti, Char- lotta Jónsdóttir á Borg, Ragnheiður Magnúsdóttir á Hvítárbakka, Jóhanna Björnsson á Svarfhóli, Kristín Vigfús- dóttir á Gullberastöðum, Áslaug Egg- ertsdóttir í Leirárgörðum og Guðrún Magnúsdóttir á Gilsbakka. — Á fundi var og rætt um húsmæðranámskeið á vetri komanda. / I t Sunnudaginn 25. þ. m. var héraðs- þing ungmennafélaganna í Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu haldið að Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi. Þing- ið sátu þrettán fulltrúar frá sex ung- mennafélögum og stjórn héraðssam- bandsins. Forseti sambandsins, Krist- ján Jónsson á Snorrastöðum, setti þingið, en forseti þingsins var valinn Stefán Jónsson skólastjóri í Stykkis- hólmi, og ritarar voru kjörnir Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli og Sigfús Sigurðsson í Hrísdal. — Héraðssam- bandið hefir nú starfað um þriggja ára skeið og eru nú í sambandinu tíu ungmennafélög innan Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Hefir það haft ýms mál til umræöu og fi’amkvæmda, en sérstaklega hefir sambandið unnið að eflingu íþrótta í héraðinu og styrkt fé- lögin til íþróttastarfsemi og útvegað kennara í íþróttum. í vor ferðaðist garðyrkjumaður á vegum sambandsins milli félaganna til leiðbeininga um garðyrkju og trjárækt. — Á héraðs- þinginu voru samþykktar tillögur um bindindismál og skógrækt. Var skorað á sambandsfélögin að láta ekki undan síga í bindindismálunum og hegða sér samkvæmt áskorun frá síðasta sam- bandsþíngi U. M. F. í. um að selja ekki tóbak á samkomum sínum og vinna að útrýmingu tóbaksnautnar. Einnig var því beint til réttra aðila að halda ekki skemmtanir í sambandi við lögskila- réttir að haustinu. Skorað var á Skóg- rækt ríkisins að leggja fram nokkurt fé til verndar og viðreisnar skógarleifum þeim, sem enn eru helztar í héraðinu og framkvæmd hafin sem fyrst í sam- ráði við stjórn héraðssambandsins. — í stjórn sambandsins voru endur- kosnir-Kristján Jónsson á Snorrastöð- um, forsetl, Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli ritari og Magnús Sigurös- son verzlunarmaður í Stykkishólmi gjaldkeri. Að þinglokum var ákveðið, að stjórn sambandsins gengist fyrir kynningarmót ungmennafélaga á sumri komandi og skal það haldið að Búðum á Snæfellsnesi síðasta sunnudag í júlí- mánuði. — Fulltrúum og gestum var veitt af mikilli rausn að Hjarðarfelli meðan þingið stóð. t t t í maíbyrjun var bann lagt við kökugerð í brauðgerðarhúsum og bök- un annara tegunda kaffibrauð. Var til þessa ráðs griþið, þar eð líkur voru til, að hörgull gæti orðið á vörum þeim, sem til þessa þurftu, hveiti og sykri. (Framh. á 4. siöu.) lantshafi kominn á kreik. Frá Englandi sigldi flotadeild undir forustu Tovey aömíráls á or- ustuskipinu „King George V.“, systurskipi „Prince of Wales“. Frá Gibraltar sigldi flotadeild í norövestur undir forystu Som- merville varaaðmíráls, á or- ustuskipinu „Renown“. Úti á Atlantshafi voru tvö stór or- ustuskip, „Rodney“ _og „Ramil- les“, í fylgd með kaupskipum. Þau héídu þegar af stað til að leita að „Bismarck“. Við allt þetta bætast svo flugvélamóð- urskipin „Ark Royal“ og „Vic- torius'* með flugvélum sínum. Kanadiskar flugvélar frá Ný- fundnalandi tóku nú einnig þátt í leitinni, og kl. 10,30 á mánudagsmorgun fann flug- bátur af „Catalina“-gerðinni (byggðir í Bandaríkj unum) „Bismarck" 550 enskar mílur úti fyrir Lands End, suðvest- urodda Englands, og var skipið þá á austurleið, bersýnilega til Brest eða einhverrar annarrar hafnar á Frakklandí. Sommerville varaaðmíráll sendi þá þegar beitiskipið „Sheffield“ til atlögu við „Bis- marck“, sem þá var orðinn einn síns liðs. „Ark Royal“ var einnig á næstu grösum, og höfðu flugvélar þess komið tundurskeyti á þýzka skipið. Dró eftir það ú.r ferð þess. Kl. 1,30 á mánudag gerðu tundurspillarnir „Zulu“, „Ma- ori“ og „Cossack" árás á or- ustuskipið og tókst tveim þeim síðari að hitta „Bismarck“ með tundurskeytum. Kom annað á mitt skipið, hitt aftan til, og (Framh. af 1. síðu.) Aðrar fréttlr. Roosevelt forseti flutti hina þráðu ræðu síðastliðinn þriðju- dag. Hann lýsti þeirri skoðun Bandarikjamanna, að Hitler stefndi að heimsyfirráðum og myndu þeir því ekkert láta ó- gert til að hnekkja veldi hans. Bandaríkin væru í mikilli hættu, ef Bretland félli. Þess vegna ýrði að auka hjálpina til Bret- lands á allan hátt. Hann sagði, að Bandaríkjamenn yrðu að sjá svo um, að vörurnar, sem þeir seldu Bretum, kæ'must á áfanga- staðinn. Hernaðarsérfræðingar væru nú að athuga, hvaða leið- ir væru heppilegastar í þeim efnum. Hann svaraði hótun Raeders flotaforingja og Þjóð- verja með því, að Bandaríkin myndu ekki hika við að verjast árásum, ef þess gerðist þörf. Þjóðverjum verður aldrei leyft að taka lönd, sem hægt er að nota sem stökkpall gegn Amer- íku. Að síðustu boðaði forset- inn, að stjórn hans myndi fara fram á, að þingið veitti honum ótakmarkað vald vegna ófriðar- hættunnar t. d. að taka alla framleiðslu og flutningatæki í þjónustu rikisins, fyrirskipa inn- og útflutningshöft, banna verkföll og kauphallarviðskipti o. s. frv. — í enskumælandi löndum hefir ræða Roosevelts fengið hinar beztu undirtektir. Sum blöðin telja, að hún sé raunveruleg styrj aldaryf irlýs- ing. í þýzkum og ítölskum blöð- um fær ræðan að vonum harða dóma og Roosevelt er þar stimpl aður sem hinn versti stríðsæs- ingamaöur. Sókn Þjóðverja á Krít fer stöðugt harðnandi og hafa þeir nú tekið aðalborgina Kandia, og Soudaflóa, þar sem er helzta herskipalagið við eyj una. Virðist nú ekki annað að gera fyrir Breta en að reyna að koma liði sínu burtu, enda munu þeir byrjaðir á því. Bret- ar telja, að ófarir sínar stafi af því, að þeir gátu ekki komið (Framh. á 4. síðu.) Á víðavangi „LANDBÚNAÐURINN HEFIR UNDAN ENGU AÐ KVARTA“. Allir virðast sammála um, að kappkosta beri, að landbúnað- arframleiðslan dragist ekki saman. Menn keppast við að lýsa þessu yfir mjög fjálglega, bæði í blöðum og útvarpi. Hins vegar virðist mikil tregða á því, að Alþingi vilji sinna þessu máli. Hjá allmörgum þing- mönnum virðist koma fram sú skoðun, að ekki megi hækka verðlag landbúnaðarvaranna og ekki eigi þá heldur að afla neinna sérstakra tekna til verðuppbótar. Bændurnir eiga að gera hvort tveggja, halda niðri dýrtíðinni og auka fram- leiðsluna, en aðrar stéttir eigi að fá fullar dýrtíðarbætur og sumar meira en það! Þessi skoðun kemur m. a. mjög greini- lega fram í Vísi í gær. Þar segir m. a.: „Dýrtíðin er mest og til- finnanlcgust í kaupstöðunum, og ætla má, að t. d. landbún- aðurinn hafi til þessa haft und- an engu að kvarta. Hann fékk strax verðuppbót, sem miða skyldi að því, að gera honum kleift að standast aukinn framleiðslukostnað. Þessi at- vinnugrein fékk verðuppbótina fyrirfram og hefir fengið til þessa, en launastéttirnar fá hana eftir á, og eru sannarlega ekki ofsælar af hlutskipti sínu“. Tæpast er hægt að hugsa sér meira þekkingarleysi en fram kemur í þessum ummælum, hvort sem það er látið vitandi eða óvitandi í ljós. En bændur vita bezt, hversu mikið skortir nú á, að þeir fái það verð fyrir afurðirnar, sem hrekkur til þess að keppa um vinnuaflið við aðrar atvinnugreinar. Hins vegar er þeim kleift að hækka svo mikið afurðaverðið, að þeir geti tryggt sér sæmilega af- komu, jafnhliða því, sem þeir myndu spara aðkeypt vinnuafl og minnka framleiðsluna. Hing- að til hafa þeir beðið með þetta, unz séð yrði fyrir úrslit þessa máls á þingi. Það er víst, að slík lausn væri ekki til bóta fyr- ir kaupstaðabúa. Ef kapphlaup- ið heldur áfram milli verðlags- ins og kaupgj aldsins mun at- vinnulíf kaupstaðanna sligast á undan landbúnaðinum, og ef bændur takmarka 'landbúnað- arframleiðsluna, mun það koma fyrr niður á kaupstaðabúum en bændum, ef til siglinga- teppu kemur. Vísir og fylgjend- ur hans skulu því ekki halda, að dýrtíðarráðstafanirnar séu gerðar fyrir bændur. Kaup- staðabúar sjálfir eru í mestri hættu, ef ekkert er aðgert. Ef þeir vilja ekki sætta sig við launaskatt eða svipaðar ráð- stafanir nú, fá þeir aðeins að fást við enn meira hrun og erf- iðleika, þegar styrjaldarástand- inu lýkur. STÚDENTSMENNTUN OG VIÐSKIPTI. Allmikil deila hefir risið um framtíð viðskiptaháskólans. Al- exander Jóhannesson hefir haldið uppi harðri baráttu fyrir sameiningu hans og lagadeild- ar háskólans og fengið flutt um þetta frv. á Alþingi. Hafa nem- endur viðskiptaháskólans nú gengið í lið með honum og neit- að að taka próf, ef ekki verður fallizt á sameininguna eða skólanum gert jafnhátt undir höfði og háskólanum með inn- tökupróf o. fl. Enn hefir við- skiptaháskólanum ekki verið sett reglugerð, þar sem beðið er eftir úrslitum þessa máls á Al- þingi. Það, sem hér virðist að- allega bera á milli, er það, hvort gera eigi stúdentspróf að skil- yrði fyrir inntöku í viðskipta- háskólann eða hina nýju laga- og viðskiptadeild háskólans, ef sú stefnan yrði ofan á. Verður ekki séð, að stúdentsmenntun- ar sé nein bein þörf fyrir þá, (Framh. á 4. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.