Tíminn - 29.05.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.05.1941, Blaðsíða 2
234 TÍMHYiy, ffmmtndagiim 29. maí 1941 59. MalS Heimllið - skóliiiii EStír Jóhann Krístmundsson, Goðdal Uthlutun ellilauna og Svar Jóns Blöndals tíl Olafs Ólafssonar tPmimt Fimmtudaginn 29. maí Selnagangur dýrtíðarmálsins Þegar Alþingi kom saman 15. febrúar siðastliðinn, lýstu allir þingflokkarnir yfir því, að eitt helzta mál þingsins yrði dýr- tíðarmálið. Ef engar ráðstafan- ir væru gerðar í því máli af hálfu þings og ríkisstjórnar, myndi kapphlaupið milli verð- lags og kaupgjalds halda áfram, unz atvinnulífið væri komið 1 rúst og gjaldmiðillinn verð- laus. Síðan eru liðnir 3 y2 mánuður. Enn er ekki komið fram á Al- þingi neitt frumvarp eða þings- ályktunartillaga um dýrtíðar- málið. Það er áreiðanlegt, að al- menningi mun veitast erfitt að skilja þennan seinagang. Flest- ir munu hafa gert sér von um, að þetta mál yrði afgreitt snemma á þinginu. Ástæðah til þess, að ekki eru komnar fram á Alþingi tillögur um dýrtíðarmálið, er ekki sú, að þetta mál hafi ekki verið rætt og athugað af ríkisstjórn og þingmönnum. í þingflokkum stjórnarsinna er búið að halda marga fundi um þetta mál. Ríkisstjórnin hefir fórnað því miklum tíma. En fullt sam- komulag hefir ekki náðst enn- þá. Síðan þjóðstjórnin kom til valda hefir mjög tíðkast sú meðferð á deilumálum sem þessu, að halda þeim innan þingflokkanna, unz samkomu- lag er fengið, en láta þau ekki koma strax fram í dagsljósið, svo að almenningur geti fylgzt með ágreiningsatriðunum og haft gleggra yfirlit um gang málanna. Báðar leiðirnar hafa sína kosti og ókosti. Frá sjón- armiði almennings virðist síð- ari leiðin ákjósanlegri og opin- ber gagnrýni veitir þá meira aðhald. Hins vegar fylgir henni sá ókostur, að hún getur frekar freistað lítilsigldari þingmanna til að vera með yfirboð og kjósendadekur, sem getur tor- veldað friðsamlega lausn mál- anna. Þessi síðastnefnda hætta er þó eigi að síður til staðar, þótt reynt sé að vinna að lausn mál- anna að tjaldbaki. Það er vissu- lega ekkert annað en kjósenda- dekur, sem er þess valdandi að nokkrir þingmenn hafa undan- farið hindrað lausn dýrtíðar- málsins. Þeim hefir verið ljóst, að ekki er hægt að leysa þetta mál þannig, að allir geti verið ánægðir fyrst í stað. Þeir hafa hugsað sér gott til glóðarinnar, ef þeir gætu komið sér í mjúk- inn við þá, sem yrðu óánægðir. Þetta sjónarmið hefir mátt sin meira en hagsmunir heildarinn- ar . Þessi reynsla ætti að vera á- hrifamönnum til aðvörunar um það, að treysta ekki um of á lausn mála að tjaldabaki. Það viðurkenna nú allir, sem ekki hafa hugsað sér að gera sundrungarstarfsemi að at- vinnu sinni, að þjóðin þurfi að standa fast og einhuga um vel- ferðarmál sín. Öll stéttahyggja og allur klíkuskapur verði að vlkja fyrir þeirri nauðsyn. Alþingi hefir talið þessa sam- heldni svo brýna, að það hefir frestað almennum þingkosning- um. Það óttaðist, að þær gætu aukið sundurlyndið og veikt samheldnina. Þess vegna er það sorglegt, að það skuli koma í Ijós eftir kosn- ingafrestunina, að innan þings- ins skuli vera til hópur manna, sem stendur í vegi máls, er þeir þó viðurkenna að sé nauðsyn- legt, sökum þess, að þeir-halda að lausn þess muni fyrst í stað geta vakið einhverja óánægju og eru að hugsa um að hagnast á henni. Þessir menn eru á eftir tím- anum. Þeir eru enn á sama stigi og Blum og Baldwin, sem svik- ust um aö gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir, vegna þess að allur almenningur hafði ekki gert sér grein fyrir nauðsyn í 42. og 43. tölublaði Tímans er alllöng grein eftir Ólaf H. Kristjánsson frá Þambárvöllum ,,Um fræðslumál“. Þar tekur Ólafur nokkur atriði úr grein eftir mig, frá í vetur, til at- hugunar. Um sum atriðin erum við sammála, um önnur ber dá- lítið á milli. Ég'mun reyna að skýra þau atriði, sem á milli ber, frá mínu sjónarmiði. Hið fyrsta, sem Ólafur hnýt- ur um í grein minni, er að ég tei að valdamenn þjóðfélagsins þurfi að hætta að einblína á ágæti skólafræðslunnar, (ég hefi ekki gert að tillögu mihni að afnema skólana, eins og Ól- afur segir á einum stað í grein sinni), en hlúa meira að tíma- fræðslunni, svo að heimilin verði færari tii að annast nokk- urn hluta fræðslustarfsins. Það er sannfæring mín, að þessi breyting yrði til bóta, núver- andi ástand er óviðunandi og ég tel það helzt bætt með aukn- ingu heimafræðslunnar. Um skólaskylduna og núver- andi fræðsluundirbúning heim- ilanna farast Ólafi orð á þessa leið: . . „Enda er raunin orðin sú, að síðan skólaskyldan varð al- menn, hafa margir foreldrar varpað öllum sínum áhyggjum um fræðslu barnanna yfir á skólann og sent börnin frá sér ólæs og lítt læs, 10 ára gömul.“ Þetta mun því miður vera reynsla fleiri ken'nara en Ólafs. Þar sést árangurinn af ríkjandi fyrirkomulagi í fræðslumálum þjóðarinnar. í sama skóla koma ólæs börn, og börn, sem hafa þann fræðslu- undirbúning heima, að vel má við una. Þessum tveim barna- hópum er svo ætlað að nema sömu námsgreinar og fylgjast að. Tími kennarans er tak- markaður. Hann á ef til vill að kenna 30—40 börnum á aldr- inum 10—14 ára, 9—11 náms- greinar. Það sjá allir, að flokk- un barnanna eftir undirbún- ingi eða getu hlýtur að vera mjög erfið, eða ómöguleg, fyrir- höfn heimilisins hefir verið unnin fyrir gýg. Fyrstu kynni undirbúna barnsins af skóla- fræðslunni verður kyrrstaða og kennslan kemur hvorugum flokknum að fullum notum, því að þrætt er bil beggja. Aðstandendum barnanna íinnst lítt til um skólafræðsl- una og þannig myndast sá ríg- þeirra og þær hefðu því í bili getað valdið einhverri óánægju. Þ. Þ. Bja,rni Ásgeirsson alþm. flutti í vetur í útvarpið ferða- þætti frá Jökulfjörðum og Djúpi, sem þóttu hinir fróð- legustu og skemmtilegustu. Hafa margir óskað eftir að sjá þá á prenti, og hefir því Tíminn fengið leyfi höfund- arins til að birta þá. Háttvirtu hlustendur! Ég ætla að láta ykkur heyra ofurlítið ferðasögubrot frá Jök- ulfjörðum og Djúpi, eins og það er orðað i útvarpsdagskránni. Saga þessi gerðist í júlí 1939. Höfðum við Steingrimur Stein- þórsson, búnaðarmálastjóri, þá orðið samferða allvíða um Vest- firði og notið fylgdar og fyrir- greiðslu margra góðra manna, og vorum þegar hér er komið sögu staddir að Eyri_ við Skut- ulfjörð, öðru nafni ísafjarðar- kaupstað og var nú ferðinni heitið norður um Jökulfjörðu, Hornstrandir og víðar. Ferðað- ist ég meðal fasteignamats- nefnda og ræddi við þær um yf- irstandandi fasteignamat og reyndi að kynna mér staðháttu og atvinnulíf á þessum stöðum. Steingrímur fór á vegum Bún- aðarfélagsins og kynnti sér búnaðarhætti og ræktunarskil- yrði á Vestfjörðum. En nú ur, sem Ólafur telur, að sé milli skóla og heimilis. Er ekki heimilinu vorkunn? Það sér verk sitt að engu gert og lítils metið af skólanum, sem virðist telja sig sjálfkjörinn til að annast um andlega uppfræðslu barnsins. Heimilin kippa að sér hendinni og þó fórnarvilji móðurinnar til barnsins sé mikill, hætta fleiri og fleiri að keppa við skólann um fræðsl- una, og ólæsu börnum kennar- ans fjölgar að sama skapi. í tillögum launamálanefndar frá 1934 segir Arnór, fyrverandi skólastjóri á Laugum svo: „.... Þessi mismunur á framlagi til fræðsluhéraðanna stafar af því kappi, sem fræðslumálastjórnin hefir lágt á að koma upp föst- um skólum og þeirri óhugsuðu og órannsökuðu trú, að með því sé uppeldi barnanna bezt borg- ið. Ég hefi fengið til kennslu 300—400 unglinga, sem ýmist hafa notið heimiliskennslu einnar saman, farkennslu eða kennslu í föstum skólum, og það er mín reynsla, að yfirleitt séu unglingarnir, sem stundað hafa nám í föstu skólunumj lé- legastir nemendur, og af 15—20 þeirra nemenda minna, sem ég tel bezta nemendur, hafði að- eins einn verið i föstum skóla. Beztu nemendurnir flestir höfðu fengið kennslu sína mesta eða alla heima. Einkenn- andi fyrir flesta þá nemendur, er lært höfðu í föstum skóla, var námsþreytan, og veit ég, að fulla aðgæzlu þarf til, að hún vinni ekki námshæfileikum barna varanlegt tjón.“ Ég vil aðeins bæta þeirri at- hugasemd við orð nefndar- mahnsins, að þeim, er vanrækir námstundirnar, mun hætta til að vanrækja fleira í lífinu síð- ar meir. Mín skoðun á heimafræðsl- unni er sú, að því nær allir for- eldrar geti að vetrinum til, tímans vegna, ef viljinn er með, annast uppfræðslu barna sinna í þeim námsgreinum, er ég tel æskilegt að kenndar séu heima. Hins vegar tel ég suma ekki hæfa til að hafa kennslu á hendi og þeim þarf að rétta hj álparhönd með heimilis- kennara, ekki til að losa heim- ilið við ábyrgð uppfræðslunn- ar heldur til þess að gera upp- alandanum ljósari uppfræðslu- skylduna, sem á honum hvílir. Við kennslu þeirra náms- greina, er ég tel æskilegast að kenndar séu heima, þarf engin dýr kennslutæki. Við sögu- kennslu er þó æskilegt að hafa gott heimilisbókasafn. Þeirri slóust í förina tveir menn til viðbótar. Annar var Jón Eyþórs- son, veðurfræðingur. Varði hann sumarfríi sínu til að skoða dag- inn og veginn á Vestfjörðum, kynna sér land og þjóð af eigin raun, sem vel fer á, um for- mann útvarpsráðs, og máske til að svipast eitthvað eftir loft- vægislægðum, sem þá um tíma hafði með öllu vantað í veður- lýsingarnar. Við tókum tveim höndum' samfylgd Jóns, með því líka að hann bauðst til að hafa veðurspárnar í lagi á meðan á ferðinni stæði, og láta þær ræt- ast. Fjórði maðurinn var Páll Pálsson, bóndi á Þúfum við ísa- fjarðardjúp. Hafði hann orðið fyrir valinu, sem heppilegur samnefnari að leiðsögumanni okkar þremenninga. Hann var leiðsögumaður minn, sem einn af þrem fasteignamatsnefnd- armönnum Norður-ísafjarðar- sýslu og gat því gefið mér marg- ar mikilvægar upplýsingar um þau efni. Steingrími leiðbeindi hann, sem búnaðarþingsfull- trúi, búnaðarsambandsstjórnar- maður og trúnaðarmaður Bún- aðarfélagsins, og meður þvi að hann var heimakunnur veður- lagi á Vestfjörðum, þótti hann ekki illa valinn aðstoðarmaður Jóns Eyþórssonar um veðurspár og ráðstafanir veðurfars, því vöntun, sem nú -er á því sviði, vona ég að úr verði bætt, þá bókaútgáfa menningarsjóðs og Mál og menning hafa komið sínum sögulegu bókmenntarit- um inn á flest eða öll heimili landsins. Til kennslu í náttúrufræði þarf hins vegar náttúrugripa- safn, eða sem betra er, náttúr- una sjálfa. Til kennslu í ýms- um greinum náttúrufræðinnar, efna- og eðlisfræði, eru nauð- synleg dýr tæki, sem vitanlega aldrei geta orðið almennings- eign. Um húsdýrin er hins vegar hægt að kenna heima yfir vetr- artímann, en fræðslu „um kisu og héppa“ álít ég svo lítinn hluta þeirrar fræðigreinar, að það sé ekki takandi út af fyrir sig. Ég álít þekkingu og skilning á dásemdum náttúrunnar og hinu iðandi lífi allt um kring, tengja einstaklinginn meiri órofaböndum við sveitina en flest annað. Ég álít þekkingu barnsins á því, hve skaðlegar afleiðingar það hefir fyrir birkikjarrið, sem berst gegn uppbiæstrinum, að rætur þess séu rifnar til að keyra með bú- peninginn, meira virði en þó að barninu sé sýnt, hvernig stinga eigi niður trjáplöntu, þar sem skilyrðin eru hin ákjósanleg- ustu. Yfir vor- og sumartímann eru flestir foreldrar til sveita önn- um kafnir og það oft heldur um of.Þekking á náttúrunni er einn- ig minni en æskilegt væri. Það er erfitt aö vera án stálpaðra barna t. d. hálfsmánaðar tíma í júní eða júlí, en þa^ð er sú fórn, sem ég, með stuttu námskeið- unum, ætlaðist til að foreldrar færðu. Þetta mun ég ekki hafa sett nógu skýrt fram í fyrri grein minni og hefir það gefið Ólafi tilefni til rangra ályktana í sambandi við náttúrufræði- lcennsluhugmynd mína. Handavinnumöguleikar heim- ilanna eru mjög af skornum skammti, vegna verkfæraleysis, verkefnaleysis og kunnáttu- leysis. Dráttlistarkennsla er það tengd handavinnunni, að það hvorutveggja á að fylgjast. En ég tel vafasamt hvort völ er á nægilega mörgum handavinnu- kennurum enn sem komið er, en að úrbótum á því sviði er nú unnið af handíðaskólanum. Þá eru það fimleikar og sund. Hvorugt verður kennt án mikils tilkostnaðar. Sundlaug og fim- leikasalur er dýrt og því sjálf- sagt að þar sé um sameiginleg tæki að ræða fyrir fjölda nem- enda bæði eldri og yngri. Ég hefi tekið hvern lið út af fyrir sig, vegna þess að Ólafur spyr, hvers vegna ég ætlist til að þessar námsgreinar séu að það kvað hafa til að bregða stundum nokkuð út af fyrir- sögn veðurstofunnar, þar um Vestfjörðu, eins og kannske víð- ar. Engu vildi Páll þó lofa um veðurstjórnina utan ísafjarðar- djúps. Hinn 18. júlí var ferðinni heitið norður í Jökulfirði. Ris- um við félagar árla úr rekkju, því að kl. 7 átti djúpbáturinn að leggja úr höfn. Veður var dá- samlega fagurt um morguninn. Höfnin á ísafirði er sannkall- aður „pollur“, líkust stöðu- vatni umkringdu af fjöllum á þrjá vegu og malareyri á þá fjórðu, sem lokar firðinum að mestu, en skilur eftir mjóan ós uppundir austurlandinu, sem skipin smeygja sér gegnum út og inn í leguna. Þegar að ég vaknaði um morguninn og leit út um glugg- ann á svefnherberginu mínu, blasti pollurinn við mér spegil- sléttúr og gljáandi; eða öllu heldur, pollurinn virtist horf- inn, en þar sem hann hafði legið um kvöldið, var því líkast, sem fjöllin hefðu hallað sér út af og fengið sér blund á dún- mjúkum sjávarfletinum, með tindana uppi í fjöruborðinu, eins og höfuð á kodda. Það var dásamleg og ógleymanleg sjón. Allt rann saman í eina heild, lögur og láð í hreinum línum og litum, svo að ókleift var að greina hvar særinn endaði og landið byrjaði. En brátt röskuðu annir dags- ins þessari næturró fjallanna. Yfirborð sævarins var skorið sundur af hvítfyssandi öldum í Tímanum 1. og 3. maí s. 1. birtist alllöng ritgerð eftir Ólaf Ólafsson, skólastjóra, um elli- laun og örorkubætur. Því miður hefir skólastjórlnn ekki kynnt sér nægilega vel málefni það, sem hann ritar um og hefir því mest af vinnu þeirri, er hann hefir lagt 1 rit- gerðina, farið forgörðum. Tryggingarstofnunin hefir sent höfundi greinarinnar ný- útkomna árbók Tryggingar- stofnunar ríkisins og vænti ég þess, að hann muni að rann- sökuðu máli viðurkehna, að þetta er rétt. Sumpart byggj- ast hugleiðingar skólastjórans á misskilningi, sumpart á ókunn- ugleik á löggjöfinni og loks sumpart á skökkum .tölum og skökkum útreikningum. Ég vil ekki fara fram á það v.ið Tím- ann, að hann veiti mér rúm til þess að rekja greinina í einstök- um atriðum, því slík greinar- gerð myndi fylla heilt tölublað, en vil aðeins biðja um að fá að benda á aðalvillurnar í rök- semdaleiðslu skólastjórans, þar sem lesendur Tímans gætu ella fengið mjög skakka hugmynd um málið. 1. Þess misskilnings gætir mjög víða í greininni, að Trygg- ingarstofnun ríkisins hafi nokkurn veginn frjálsar hend- ur um það, eftir hvaða reglum hún úthlutar framlagi Lífeyris- sjóðs íslands (eða öllu heldur ríkissjóðs, eins og síðar skal nánar skýrt) til ellilauna og örorkubóta. Á þessum mis- skilningi er síðan byggð upp all- svæsin ádeila á stjórn trygging- anna. T. d. segir höfundur: „Tryggingarstofnunin miðar svo framlag Lífeyrissjóðs til ein- stakra bæja- og sveitafélaga við þá upphæð, er þau leggja fram úr bæjar- eða sveitarsjóðum — og myndast við það uppboð; — í stað þess átti hún auðvitað (leturbr. mín), að nota iðgjöld- in sem vísitölu og greiða svo hverjum bæ og hreppi eftir þeim hlutföllum, sem þeir höfðu greitt lífeyrisgjöld inn í sjóð- inn. En hina aðferðina velur hún. Og af því stafar það ó- fremdarástand, sem nú ríkir í þessum málum“.(Leturbr. mín). Tryggingarstofnunin hefir ekki minnstu lagaheimild til að nota þá úthlutunaraðferð, sem Ó. Ó. segir, að hún hefði auð- vitað átt að nota, en aðferðin, sem hann fordæmir, er bein- línis fyrirskipuð í lögunum og er því hin margendurtekna gagnrýni hans á starfsemi frá háværum og hraðskreiðum mótorbátum, er þustu um höfn- ina inn og út; og brátt bættist farkostur okkar fjórmenning- anna og annara samferða- manna í hópinn. Djúpbáturinn lagði frá landi og út á Djúpið. Já, Djúpbáturinn, ég má til að minnast hér ofurlítið á hann. Það var einhverntíma sagt um hið góða skip Súðina, að hún væri járnbraut smá- hafnanna. Eitthvað svipað mætti með sanni segja um Djúpbátinn. Hann er hinn sí- starfandi tengiliður á milli höf- uðstaðar þeirra Vestfirðinga, ísafjarðarkaupstaðar annars vegar og smáhafnanna og hafn- leysanna við djúpið, Jökulfirð- ina og allt norður um Horn- strandir hins vegar. Næstum daglega, vetur, sumar, vor og haust, klýfur hann storma og strauma Atlantshafsins, sem gapandi teygir tunguna inn í miðjan Vestfjarðakjálkann. Ó- þreytandi berst hann þar við innlögn og útlögn, en svo kalla Vestfirðingar hafvinda og land- vinda þá, sem mér virtist næst- um óaflátanlega leika sér um ísafjarðardjúp. Hann sleikir upp strendurnar, flytur að- drætti í bú heim á afskekktustu staði og söluafurðir búanna til baka. Bóndinn við „Djúpið, sem á sumrin „sólbitinn slær“ og veturna í „stjörnuskini stritar" hrindir fleyi úr vör, þegar djúp- báturinn kemur og „siglir sæ- rokinn" út á leguna til hans, og skiptir við hann á vörum, pósti og farþegum. Má þar oft sjá snör handtök og karlmannleg, Tryggingarstofnunarinnar, al- gerlega á röngum forsendum byggð. Sannar þetta dæmi þá fullyrðingu mína, að Ó. Ó. hafi ekki kynnt sér málið áður en hann-ritaði hina löngu ádrepu sína. 2. Tillaga þing- og ’héraðs- málafundar V.-ísaf j arðarsýslu, sem höf. birtir með grein sinni og virðist vera undirstaðan að hugleiðingum hans, er þess efnis, að úthlutun Lífeyrissjóðs til bæjar- og sveitarfélaga skuli vera í réttu hlutfalli við þau lífeyrissjóðsgjöld, sem til falla á hverjum stað. Um þetta segir Ó. Ó. m. a.: „Hví getur Lífeyris- sjóður íslands ekki fyrst full- nægt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni, að greiða öllum gamal- mennum ellilaun, hvar sem þau eru búsett á landinu og til greina eiga að koma samkvæmt lögunum? Öll tryggingargjöld- in renna þó til hans. Eða er veriff aff „spekúlera“ meff líf- eyrissjóffsféff? (Leturbr. mín. Hvað er annars verið að gefa í skyn með þessari setningu?) Er verið að veita á þennan hátt og með ráðnum huga og vitandi vits fjármagni í stríðum straum- um frá sveitunum til kaup- staðanna? Spyr sá sem ekki veit“. Af þessu öllu saman er það aðeins síðasta setningin, sem hittir naglann á höfuðið. Allar þessar bollaleggingar virðast stafa af því, að höfund- ur gerir ekki nægilegan grein- armun á starfsemi Lííeyrissjóðs íslands annars vegar og úthlut- un eílilauna og örorkubóta hins vegar, en þetta eru tvö að- skilin málefni, þó nokkuð sam- band sé þar að visu á milli. Til þess að skýra mismuninn á þessu tvennu, er nauðsynlegt að skýra ofurlítið eðli al- mennra ellitrygginga og fyrir- komulag það, sem nú er gild- andi á þessu sviði hér á landi. Til þess að öðlast. „réttindi“ til fullkomins ellilífeyris verða menn almennt að hafa greitt iðgjöld árum saman. Þetta er eitt af grundvallaratriðum trygginganna, enda þótt það virðist nokkuð útbreidd skoðun hér á landi, að tryggingar þurfi ekkert að kosta þá, sem þeirra eiga að njóta. - Hversu mikið hafa þau gam- almenni, sem nú njóta elli- launa, greitt í Lífeyrissjóð ís- lands? Ekki einn eyri. Þau voru svo að segja ótryggð, þegar sjóðurinn tók til starfa. Að vísu (Framh. á 3., siðu) bæði hjá þeim, sem afhenda og móttaka, og um leið og síðasta sendingin og síðasti farþeginn skiptir um skip, er viðstöðunni lokið. Landmenn taka róður að lendingu, en djúpbáturinn legg- ur á djúpið á ný, að næsta á- fangastað til sömu skipta, og svo koll af kolli. Þannig hefir hann tengt saman hina dreyfðu byggð þessa fagra en hrikalega héraðs, þar sem vík skilur vini, en fjörður frændur, og illkleifir fjallahryggir ganga víða þver- hnýptir í sjó fram cg hafa um allan aldur að mestu lokað leið- um milli næstu nágranna. Þann- ig er starf djúpbátsins undjr- staða hinna félagslegu umbóta, er bændur á þessum slóðum hafa unnið að á undanförnum árum. Það er m. a. undirstaða hins myndarlega Mjólkursam- lags ísafjarðar, sem starfrækt hefir verið þar undanfarin ár. Það er hann, sem að mestu leyti samlar saman mjólkinni úr dreifbýlinu inn með öllu Djúpi og flytur til ísafjarðar, þar sem hún er tekin til meðferðar í litlu en þó fullkomnu mjólkur- búi og seld i kaupstaðnum, ým- ist sem neyzlumjólk eða er breytt í aðrar neyzluvörur, allt vandað eins og bezt gerist ann- arsstaðar á landinu. Þannig hefir nú skapast við Djúpið ný og vaxandi atvinnugrein mjólk- urframleiðenda, sem ekki þekkt- ist þar til skamms tíma, en með henni hafa fylgt eins og víða annarsstaðar aukin jarðrækt og nautgriparækt. Þá hafa bænd- ur og með hverju ári samein- að verzlun sína í Kaupfélagi ís- (Framh. á 3. siðu) Bjarni Asgcirssoa, alþlngismaðnr: . Frá Jökulfjörðam og Djápí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.