Tíminn - 29.05.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.05.1941, Blaðsíða 3
59. blað 1ÍMIM, fimmtntlagiim 29. maí 1941 235 f S Æ K (I R Búfræðingurinn. VIII. árg. Ársrit„Hólamanna- félags“ og „Hvanneyr- ings. Ritstjóri Guðlaug- ur Björnsson. 1941. Aðalritgerðin í þessu hefti Bú- fræðings er eftir Pálma Einars- son ráðunaut og fjallar um framræslu og áveitur. Er hún nokkuð á annað hundrað blað- síður. Mun þetta vera hin ítar- legasta og aðgengilegasta hug- vekja, sem um þessi mál hefir verið skrifuð, og er einmitt mjög heppilegt að bændur fái þennan leiðarvísir nú, þar sem framræsla og áveitur eru þær búnaðarframkvæmdir, sem nú ber að leggja á mesta áherzlu. Ritgerð Pálma mun verða sér- prentuð. Ráðgert er að álíka ritgerð um sauðfjárburð, sem Guðmundur Jónsson, kennari, hefir í smíðum, komi í næsta hefti Búfræðings. • Aðrar greinar í ritinu eru: Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri, ' eftir Gunnlaug Björnsson, Áburðartíminn, eft- ir Ólaf Jónsson, Fóðrun búpen- ings, eftir Björn Símonarson, Fjármennska mín, eftir Kol- bein Kristinsson, Líkamsbygg- ing sauðfjár, eftir Runólf Sveinsson, Fóðurtilraunir á kálfum með undanrennu, eftir Jónas Kristjánsson, í sumar- leyfi, eftir Jón G. Guðnason. Auk þessa eru svo fréttir frá bændaskólunum. Búfræðingurinn er að þessu sinni 13 arkir, en hefir undan- farið verið 10 arkir. Auk þess hefir letrið á sumum greinun- um verið smækkað og má því fullyrða, að lesmál hans hafi aukizt um 50%. Þrátt fyrir það er verð árgangsins ekki hækkað um nema eina krónu. Nýjar Kveldvökur, XXXIV. árg. Janúar —marz 1941. Efnisyfirlit þessa heftis er svohljóðandi: Kennimaður, framhaldssaga eftir Sigurð Ró- bertsson, Synir Arabahöfðingj - ans, framhaldssaga eftir E. M. Hull, Saga Möðrudals á Efra- Fj alli, f ramhaldsgrein ef tir Halldór Stefánsson, Svarta ekkjan, saga eftir Tex Harding, Fyrsta bílferð yfir Sahara, grein eftir Einar Storgaard, Tvö kvæði eftir Jórunni Ólafsdóttir. Auk þess eru skrítlur og smá- greinar. Nýjar Kveldvökur eru enn sem fyrr mjög eigulegt tímarit, sem hefir m. a. þá sérstöðu, að það flytur langar og skemtilegar framhaldssögur. Heimilib — skólinn (Framh. af 2. síöu.) kenndar í skóla, ef hinar eiga. að kennast á heimilunum. Mér virðist bersýnilegt, að þrátt fyrir þær tillögur mínar, að svo og svo margar bóklegar námsgreinar verði kenndar á heimilunum. Þá sé þó verkefni kennara í heimavistarskóla ær- ið eftir. Tillögur mínar miða að því að gera kennaranum starfið létt- ara og sennilega mögulegt að rækja skyldur sínar gagnvart nemandanum. Þes'si skipting uppfræðslunnar mundi verða stórt spor í þá átt að brúa bilið milli heimilis og skóla. Skólinn og heimilið eru samverkamenn og með þessu fyrirkomulagi álít ég, að samkomulag og samvinna þeirra mundi fara batnandi. Þó vizkan sé góð, er þó ekki allt fengið með að vita. Sá, sem veit, verður lika-að breyta eftir því, sem hann veit bezt. Þessi skylda hvílir ekki hvað sízt á kennaranum. Börnin eru gjörn að taka eftir, einkum það sem þeim er nýtt. Á þann hátt geta vel upp alin börn spillzt í skól- anum, tekið eftir öðrum börn- um eða starfsmönnum skólans, ljótt orðbragð, málskrípi og aðra ósiði, svo sem notkun tó- baks og fleira, sem ekki heyrir menningunni til. Því hver ætli trúi, að kennari, sem kenna á 30—40 börnum, 9—11 náms- greinar, geti fylgzt með fram- ferði þeirra utan kennslu- stundanna og fylgzt með at- höfnum þeirra og orðum. Mál- tækið segir, að ekki þurfi nema einn gikk í hverja veiðistöð og mörgu mun meir logið. Kennarinn má umfram allt ekki breyta gegn betri vitund, hann veit, og kennir börnunum, að alkohol og nikotin er skað- legt þeim er þess neyta. En eru ekki nokkrir kennarar, sem neyta hvorttveggja? Þeir vita líka mikið um hvernig með- höndla á börn; — en er vissa fyrir, að þeir allir breyti til fulls eftir þeirri vizku. Ég held ekki. Kennaraskólinn útskrifar eins og aðrir skólar eftir fræðilegri þekkingu í námsgreinunum, en ekki eftir þvi, hve vel nemand- inn muni nota þekkingu sína í lífinu. En þetta, ásamt með- fæddum hæfileikum, orsakar það, að einn kennarinn hænir börnin að sér og þau vilja ekki hryggja hann með neinu, en annar hefir allan hópinn upp á móti sér, en slíkra uppeldisá- hrifa frá kennaranum óska fáir foreldrar börnum sínum til handa. í heimavistarskóla þarí bæði að matreiða handa börnunum, þjóna þeim, þrífa skólann og hita upp o. s. frv. Nú eru ekki allir kennarar kvæntir menn og firðinga, sem undanfarið hefir eflst mjög undir forustu hins ötula kaupfélagsstjóra, Ketils Guðmundssonar. Bæði þetta, svo og öll önnur aukin félags- og menningar- starfsemi, sem jafnan siglir í kjölfar bættra samgangna, byggist fyrst og fremst á starf- semi djúpbátsins. En það verö ég að segja, enda þótt ég hafi yfir engu að kvarta í viðskipt- um mínum við djúpbátinn, þá gæti ég vel unnað hinum mfög svo mennilegu viðskiptamönn- um hans, svo og hinum ötula og þó gætna skipstjóra hans, sem ég kynntist nokkuð á ferðum mínum, meiri og betri farkosts en hingað til hefir verið völ á. En það er efni, sem biður úr- lausnar og vafalaust verður leyst úr á næstu árum. Dag þann, er hér segir frá, var ferð bátsins heitið norður á Jökulfirði, eins og fyrr er sagt, með viðkomustað í Bolungavík. Bolungavík liggur eins og flest- um mun kunnugt við ísafjarð- ardjúp, allt langt fyrir norðan ísafjarðarkaupstað og liggur þó þorpið Hnífsdalur á milli. Beggj.a vegna Bolungavíkur ganga brattir hamrar í sjó og kallast þeir eystri Ófærur, en hinir vestri Stigahlfð. Virtist mér hvorutveggja heitið rétt- nefni. Þó er meðfram Ófærum talin fær leið á milli Hnífsdals og Bolungavíkur og aðal land- leiðin þar á milli, en skriðu -og snjóflóðahætta er þar mikil. Sjórinn er aðal samgönguleið, en ótrygg þó, því að víkin ligg- ur fyrir opnu hafi og verður sjór því oft ófær í norðanveðr- um. . Kvað.mikill áhugi vakn- aður meðal þorpsbúa um að fá trygga samgönguleið á landi og hefir tvennt komið til greina, annaðhvort um fjöll frá ísafirði eða með sjónum undir Ófærum. En fyrir leikmansaugum virðist sú leið bæði óárennileg og gapa- leg og má hamingjan vita hvernig þetta vandamál verður leyst. Bolungavík er fyrst og fremst sjávarþorp og hefir löngum ver- ið ein aflasælasta verstöð á Vesturlandi. En allmikil rækt- un er þó í þorpinu og umhverf- is það og ræktunarland mikið og nokkur bændabýli í dalkvísl- um tveim, sem upp af því liggja. Sandfok hefir þó lagt þar i auðn æði mikið landsvæði, en nú fyr- ir nokkru er hafin þar myndar- leg sandgræðsla með góðum árangri. Virðast því sæmileg skilyrði til ræktunar í víkinni við hliðina á sjávarútveginum, þorpsbúum til stuðnings og sálubóta. Viðstaðan var stutt í Bolunga- vík. Auðnaðist okkur félögum þó að svipast þar nokkuð um og afla okkur ýmsra upplýsinga um staðinn. Þarna er mannvirki eitt miljið, sem nú er orðið landskunnugt, en það er hinn mikli brimbrjótur, sem byrjað var að byggja fyrir 30—40 ár- um. Þegar ég sat á Alþingi í fyrsta skipti fyrir 12 árum, var sett á fjárlög upphæð nokkur til þessa mannvirkis, sem nefnd- ist „lokastyrkur til brimbrjóts- ins í Bolungavík." Með henni átti að vera svo frá honum Auglýilng Reglugerð £rá 3. maí 1941 og auglýsing s. d., viðvíkjisiHÍi breytlngu á sköinmtunarregln- gerðinni o gennfremur auglýsing frá 17. maí um sama efni falla ár gildi frá og með 29. ]). m. að teljja. Er |»ví leyfilegt frá og með deginum á morg- un, 29. þ. m., að baka kex, kökur, kringlur, tvíbökur og skonrok og selja án skömmtunar- seðla, þó aðeins úr þeim skömmtunarvörum, sem skömmtunarskrifstofa ríkisins kann að ákveða að nota megi í því skyni. . Yiðskiptamálaráðuneytið 28. maí 1941. Tilkynntng: Það tilkynnist hér með, að ég undirritaður hefi selt húsgagna- vinnustofu mína Vatnsstíg 3, Reykjavík, þeim hr. húsgagna- arkitekt Helga Hallgrímssyni og hr. húsgagnasmíðameistara Davíð Ó. Grímssyni. Um leið og ég þakka fyrir viðskiptin á liðnum árum, vildi ég mælast til þess við hinamörguog góðu viðskiptamenn mina, að þeir létu hina nýju eigendur verða viðskiptanna að- njótandi í framtíðinni, enda vinn ég áfram á vinnustofunni. Virðingarfyllst, Reykjavík 27. maí 1941. LOFTUR SIGURÐSSON. Samkvæmt ofanrituðu höfum við undirritaðir keypt hús- gagnavinnustofu hr. húsgagnasmíðameistara Lofts Sigurðssonar, Vatnsstíg 3, Reykjavík, og munum framvegis reka þar húsgagna- og innréttingafirma unlir nafninu lnnbn Skrif- og teiknistofa firmans verður í Ingólfsstræti 9, sími 5594. Simi smiðastofunnar er 3711. Virðingarfyllst, verða því að fá þessa meðhjálp af handahófi, og oft eftir vali skólanefndar. Þessir aðkomu- kvenmenn eiga svo að skapa heimilið, því vissulega er það fremur starf húsfreyjunnar en húsbóndans. Af ráðskonunni er engrar þekkingar krafizt, hvorki í því að umgangast börn né í matreiðslu. Það er ekki spurt, hvort hún viti, hvaða efni séu líkamanum nauðsynleg, og í hvaða matvælum þau finnist, hún þarf ekki að vita, hvað er fjörefni og hvaða áhrif vöntun þeirra hefir á heilbrigði barns- ins. Sem sagt, hún þarf ekki að vita neitt um það, sem starfi hennar viðkemur, börnunum er hún ef til vill önug, því annað er að annast eigið en annara, og ef svo fer, fá börnin óbeit á henni. Víða í strjálbyggðum héruð- um er örðugt að fá næga mjólk, og aðra þá fæðu, sem börnum er nauðsynleg, til skólans, þar sem fæða á 30—40 manns, mjólkurvöntunin er stundum bætt með kaffi og ýmsu öðru miöur kostgæfu, og ódýrastar verða oftast erlendu mjölvör- urnar. Fæðið er því sumstaðar lélegt, lítil mjólk, og rjóminn fleyttur í kaffið, lítið um ný- meti, smjörlíki sem viðbit, og illa upphituð húsakynni. Slæmt fæði og aðbúð, þótt nóg sé í iðrin, hefir sínar afleiðingar, bæði á líkamlega heilsu og and- legan þroska barnsins. Móðirin er af náttúrunni kjörin til að annast ungviðið frá því fyrsta, þar til það er sjálfbjarga. Þjóðfélagið á því gengið, samkvæmt áætlun verk- fræðings og ákvörðun fjárveit- ingavaldsins, að þar þyrfti engu við að bæta. En Ægir hefir ekki borið meiri virðingu fyrir vits- munum verkfræðinganna né á- kvörðun hæstvirts Alþingis en svo, að hann hefir eyðilagt hverja endurbót svo að segja jafnóðum og hún hefir verið framkvæmd, þannig, að næst- um á hverju þingi, sem síðan hefir verið háð, hefir orðið að bæta við nýrri „lokagreiðslu til brimbrjótsins í Bolungavík“, og er nú á Alþingi fyrir löngu farið að kalla brimbrjótinn eitt af eilífðarmálunum. Og enn stóðu þarna yfir stórfelldar umbætur. Hafði verið lagt járn- spor frá sjónum og upp i fjall- ið og var verið að flytja eftir því stórgrýtisbjörg, er sökkva átti hafsmegin við brjótinn, honum til hlífðar og búa þann- ig til einskonar sjúkrabúð fyrir þetta eimstroða steintröll, sem lá með klofinn hausinn úti í kolgrænu sædjúpinu. En þrátt fyrir þetta hefir brimbrjótur- inn þegar orðið þorpinu til ó- metanlegs gagns, og er því nauösyn að hann geti orðið verulegt eilífðarmannvirki, sem stendur af sér hafsins voldugu eilífu átök. í Bolungavík hitti ég fyrver- andi ráðsmann minn, Þórð Hjaltason, er býr þar búi sínu. Bauð hann okkur félögum heim upp á kaffi ,en það þótti Djúp- búum óþarfa eftirlæti, því að áður en að kaffið komst í bolla, sendi flauta bátsins frá sér svo (Framh. á 4. síðu.) vissulega að létta starf hverr- ar einstakrar. Það á að veita henni möguleika til að sinna barni sínu svo vel sé, en ekki að kæfa hennar andlegu eigin- leika í brauðstritinu. Góð móðir er barnsins bezta eign. Séu verk hennar vel af hendi leyst, verða þau aldrei metin til verðs. Jóhann Kristmundsson. Reykjavík 27. maí 1941. HELGI HALLGRÍMSSON. DAVÍÐ Ó. GRÍMSSON. Svo sem sjá má á meðfylgjandi tilkynningum, þá hefi ég hætt rekstri húsgagnavinnustofu minnar Óðinsgötu 1, Reykjavík, og gerst meðstofnandi ofangreinds firma. Ég vil því biðja viðskiptamenn mína, þá er eiga hjá mér hús- gögn í pöntun, eða ætla að fá sér húsgögn í sumar, að tala við mig, eða meðeiganda minn, hiðfyrsta. Útliliitim cllilaiuia Virðingarfyllst, Reykjavík 27. maí 1941. (Framh. af 2. síðu.) hafði verið lagt á mjög lágt gjald til ellistyrktarsjóðanna gömlu, en allir vextir þeirra nema innan við 90 þús. kr. ár- lega og ganga allir beint til elli- launa í hlutaðeigandi sveitar- félagi, en eru vitanlega eins og dropi í hafinu. Ef greiða ætti sómasamleg ellilaun nú þegar, yrði því að sjá fyrir sérstökum tekjustofni'auk lífeyrissjóðsgjaldanna, sem eiga að standa undir ellilífeyri fram- tíðarinnar. Þessi tekjustofn er um 400 þús. kr., sem ríkissjóður raunverulega leggur fram, og framlög sveitársjóða, eftir þeirra eigin ákvörðun. Illu heilli var Lífeyrissjóði falið að greiða framlag ríkissjóðs; fær hann árlega upp í það 200 þús. kr., en lánar rikissjóði um 200 þús. kr., er hann fær síðan endurgreitt með áframhaldandi framlagi ríkissjóðs, þegar hætt er að greiða ellilaun og örorku- bætur samkvæmt núgildandi reglum. Ég sagði illu heilli vegna þess, að þetta samband hefir orðið til þess að flækja þessi mál mjög i hugum al- mennings, eins og áðurnefnd samþykkt og grein Ó. Ó. bera vott um. Framlag Lífeyrissjóðs fslands til ellilauna,er því raunverulegur (þegar vöxtum ellistyrktarsjóð- (Framh. á 4. síðu). DAVÍÐ Ó. GRÍMSSON. A T H S . Ég mun framvegis, sem að undanförnu, afgreiða teikningar til útboðs, eftir þvi sem við verður komizt, frá teiknistofunni Ingólfs- stræti 9. HELGI HALLGRÍMSSON. Blönduósskvennaskóla vantar kennslukonu í vefnaði. Umsóknir, með launakröfum og vottorðum um kunnáttu, sendlst skólaráði fyrir næstkomandi ágústmánaðarlok. SKÓLARÁÐIÐ. Getum ekki keypt tómar flöskur fyrst um smn Álengisverzlun ríkisins 48 Victor Hugo: gæfni á dansmeyna heldur en allir aðrir. Það var kyrrlátur, alvarlegur maður, dökkur yfirlitum. Búningur hans sást ekki vegna mannfjöldans. Hann var vart meira en þrítugur að aldri. Samt voru hrukkur byrjaðar að mynd- ast á háu og hvelfdu enninu. Hann var því nær nauða sköllóttur, aðeins ofur- lítíll hýjungur yfir gagnaugunum, en úr augum hans ljómaði æskufjör, lífs- þróttur og lítt tamdar ástríður. Hann leit ekki af dansmeynni, þar sem hún sveiflaðist og þéyttist fram og aftur. Þótt fagnaðarbragur væri á öllum öðr- um, virtist hann niðursokkinn í þung- ar hugrenningar. Annað veifið mætt- ust bros og andvörp á vörum hans, en þó var brosið innilegra en andvörpin. Loksins létti stúlkan dansi sínum og fólkið klappaði og hrópaði. — Djalí, sagði hún. Nú sá Gringoire litla og fallega, hvíta geit, sem kom skokkandi, léttstíg og kvik, með gyllt horn og klaufir og skrautband um hálsinn. — Djalí, endurtók Tatarastelpan. Nú kemur til þinna kasta. Hún settist niður og rétti bjöllubumb- una sína að geitinni. — Djali, endurtók hún enn. Hvaða mánuður er núna? Geitin lyfti fætinum og lamdi í bumb- Esmeralda ' 45 Kauphallarbrúnni, hafði hann lagt leið sína um Myllubrúna. En þar hafði hann rennblotnað af úðanum af hjólunum í vatnsmyllu biskupsins. Hann hugði nú gott til glóðarinnar, að komast í ná- munda við bálið á miðju torginu. En vítt umhverfis það var hin mesta mannþröng. — Þessir bölvaðir Parísarbúar troða vitanlega sjálfum sér að eldinum, hugs- aði hann, því að eins og góðu leikrita- skáldi sæmdi, iðkaði hann eintal. Þó er mér þörf á að hlýja mér. Skórnir eru gegndrepa, og rennblautur er ég frá hvirfli til ilja, því að helvítis kvernkarl- inn ýrði yfir mig vatninu. Djöfulsins biskupinn og kvernkarlinn hans! — Og til hvers á biskup vatnsmyllu? — Hald- ið þið kannske, að þessi svín þoki fyrir mér! Og hvað eru þeir að gera? Auðvit- að að verma sig; góð dægradvöl það! Þeir glápa á, hvernig granviðarknipp- in brenna, já, glápa á, hvernig greni- kubbarnir skíðloga! Þegar nær kom, sá hann, að mann- hringurinn var miklu stærri en svo, að fólkið væri að hlýja sér við elda kon- ungsins. Ekki gat allur þessi mannsöfn- uður heldur verið að horfa á viðar- kubba brenna. Á auöu svæði, milli mannsafnaðar- ins og eldanna, dansaði ung stúlka. Enda þótt Pétur Gringoire væri bæði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.