Tíminn - 15.07.1941, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.07.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN. | RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: Í< RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Simar 3948 og 3720. 25. ár. Reykjavxk, þriðjudaginn 15. júlí 1941 74. blað oi grasspretta og ágætt útlit nm uppskeru úr göriuni Frásögn Steíngríms Steinpórssonar bánaðarmálastjóra Nú á dögum þykir það sjálfsagt, að iðnaðarfólk, skrifstofufólk og verzlunar- menn njóti sumarleyfis. Flestir nota þau til þess að komast burt úr bœjun- um, þar sem þeir annars lifa tiðast kyrrsetulífi árið um kring og hafa mikl- ar innisetur. Sólskinið og hið frjálsa líf, víðs fjarri bœjarþysnum, freistar þeirra. Tíminn birtir hér mynd af ungu fólki í fögru umhverfi undir beru lofti. „Sorgarsaga vor og glæp- ur yðar“ Tíminn hefir snúið sér til Steingríms Steinþórssonar búnaðarmálastjóra og beðið hann að skýra sér frá ástandi og horfum í land- búnaðarmálum í ár. — Yfirleitt er grasspretta góð, segir Steingrímur, einkum á túnum. Aftur á móti spruttu mýrar og hálfdeigjur fremur seint vegna þess, hve þær voru þurrar lengi fram eftir. Sláttur er allsstaðar byrjaður og mun almennt hafa byrjað um siðustu mánaðamót. Bændur sunnan- lands náðu mest öllu af því heyi upp, sem þeir höfðu losað, í þurrkakaflanum nú um helgina. Annars er fremur óþurrkasamt um allt land og hafa bændur þess vegna farið hægar af stað með heyskap en þeir annars hefðu gert. Nú eru iún víðast- hvar orðin svo sprottin, að nauðsynlegt er að slá þau hið fyrsta. Víða er það mjög til baga, að bændur hafa ekki vot- heysgryfjur. Það er einhver al- varlegasta búskaparsynd bænda að ekki skuli vera votheysgryfj - ur á hverju býli, sem rúmað gætu um þriðja hluta alls hey- aflans. Verkafólksekla er mikil í sveitum. Að vísu hefir nokkuð áunnizt með starfi ráðningar- stofu landbúnaðarins, en þó vantar ennþá töluvert á, að nægilegt vinnuafl sé fengið til heyskaparvinnu í sumar. Það hefir reynzt auðveldara að fá karlmenn en kaupakonur og er vafalaust að kaupakonu- eklan veldur margskonar erfið- leikum við heyskapinn í sumar. Þrátt fyrir góða grassprettu, og þó að sæmileg nýting fáist á heyjum, má gera ráð fyrir minna fóðri í haust en venjulega, þrátt fyrir það, þótt bændur beiti öllum kröftum sínum til hins ítrasta. Kaupgjald í sveit- um mun nú vera tvöfalt við það, sem það var síðastliðið ár. Er allmikill ótti ríkjandi hjá bændum um, að afurðaverðið leyfi þeim ekki að greiða svo hátt kaupgjald. Uppskera garðávaxta síðast- liðið ár olli bændum miklum vonbrigðum, enda var hún með afbrigðum rýr. Þrátt fyrir það, var sett mikið niður af kartföl- um í vor, ef til vill þó lítið eitt minna en árin 1939 og 1940. Út- lit með uppskeru er mjög gott í ár. Veit ég dæmi til þess, að fyrstu daga júlímánaðar var farið að taka upp kartöflur af útsæðisstærð úr kaldri jörð. Slíkt er alveg einsdæmi og gef- ur góðar vonir um mikla upp- skeru í haust. Jarðræktarframkvæmdir verða með langminnsta móti í ár, svo að þær munu aldrei hafa verið svo litlar áður síðan jarðrækt- arlögin voru sett. Veldur því aðallega vinnuaflsleysi í sveit- Uppbótin á mjólkurverðið Tveir aðilar, forstjóri mjólk- ursamsölunnar og formaður mjólkurverðlagsnefndar, hafa beðið Tímann fyrir viðbót og leiðréttingu á frásögn blaðsins, um uppbót þá, sem á- kveðið var að greiða á mjólkur- (Framh. á 4. síðu) unum. Bændur hafa ekki fólk nema til þess að sinna nauð- synlegustu bústörfum. Þá veld- ur það og miklu um, að bygg- ingarefni allt er svo að segja ófáanlegt og mjög erfitt að afla erlends áburðar og sáðvara. Þar við bætist, að þótt þessar vörur til húsabygginga og jarðabóta fengjust, þá eru þær svo dýrar, að bændur hika mjög við að kaupa þær/ í Ölfusforum hefir stöðugt verið unnið að framræslu tvö síðastliðin sumur. Ríkið á um helming af því landi en bænd- ur í nágrenninu um það bil jafn stórt svæði. Upphaflega var stofnað félag um þessar fram- kvæmdir. Er unnið á þessu svæði í sumar eins og að undan- förnu og hefir Búnaðarfélag ís- lands umsjón með starfinu. Húsabætur verða sama og eng- ar. Þó eru einstöku bændur að endurbyggja bæi sína vegna þess að þeir eiga ekki annars úr- kosti, þar sem húsin voru kom- in að falli. Um 550 bændur hafa fengið endurbyggingarstýrki frá rík- inu s. 1. 4 ár og eru þessir styrkir til þess að létta undir með bændum svo að þeir geti reist varanleg íbúðarhús á jörð- um sínum. Vegna þess hve erf- iðleikar eru miklir á að fá bygg- ingarefni, hafa fáir ráðizt í að reisa sér nýbýli í ár. Þó munu nokkrir hafa byrjað í vor á myndun nýbýla. Einkum er unnið að því að fullgera eldri býli eftir því sem auðið er. Alls hefir nýbýlásjóður veitt fbam- lag til um 260 nýbýla og eru þau flest að mestu leyti full- gerð. Landbúnaðurinn á við ýmsa erfiðleika að etja, og þó er sá mestur, hversu erfitt er að fá fólk til þess að vinna að hinum nauðsynlegu störfum. Þó hefir aldrei verið meiri nauðsyn en nú, fyrir þjóðina alla, að fram- leiðsla landbúnaðarafurða drag- ist ekki saman, heldur verði efld og aukin. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefir ákveðið að færa enn út kvíarnar og mun um næstu mánaðamót opna bókaverzlun í húsnæði þvi, er það hefir haft til umráða í Alþýðuhúsinu, þar sem áður var vefnaðarvörubúðin. Á að selja þar innlendar bækur og útlendar, ritföng og annað það, sem á boðstólum er í slíkum verzlunum. Þessi nýja bókaverzlun hefir gerzt aðili í Bóksala- félaginu. t t r Varmahlíðarfélagið efndi til sund- námskeiðs í Varmahlíð dagana 26. maí til 6. júlí. Alls sóttu 192 nemendur nám- skeiðið. Þar af voru 88 stúlkur og 104 piltar. Flestir nemendumir voru tvær til þrjár vikur, en sumir nokkru lengur. Aldur nemenda var allt frá fimm ára til fimmtugs. Kennt var bringusund og baksund, og .einnig fengu nokkrir til- sögn í skriðsundi og björgunarsundi. Þá voru og kenndir ýmsir sundleikir. Dag- lega var kennt 8—9 stundir og voru nemendur sjaldán undir 40 dag hvern. Hver nemandi fékk til jafnaðar 2—3 stunda kennslu á dag. í lok námskeiðs- ins fór fram próf í þeim greinum, er kenndar voru. Tuttugu og átta nem- endur uppfylltu tilsett skilyrði og voru Atvínnumálaráð- herra afnemur eínka- sölu á matjessíld Formaður síldarút- vegsneSndar segir ai sér Mörg undanfarin ár hefir síldarútvegsnefnd haft meö höndum einkasölu á matjessíld, svo sem kunnugt er, samkvæmt reglugerð, er Haraldur Guð- mundssoh fyrrverandi atvinnu- málaráðherra gaf út á sínum tíma, að heimild í lögum. Á laugardaginn gerðust þau tíðindi, að atvinnumálaráð- herrann, Ólafur Thors, hafnaði margítrekuðum tilmælum nefndarinnar um einkasölu- réttindi árið >.1941, og var bréf hans þessu aðlútandi birt í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Síldarútvegsnefnd sjálf hafði í gær ekki fengið aðra tilkynn- ingu um þessa ráðstöfun held- ur en Morgunblaðsbréf ráð- herrans. í bréfi þessu eru þær ástæð- ur færðar fram þessari ákvörð- un til afsökunar, að menn þeir, sem líklegt sé, að eignazt muni rnest af þeirri síld, sem sé um að ræða,séu þess mjög hvetjandi að afnema einkasöluna og ráð- herrann sé þeirrar skoðunar, að verzlunin eigi að vera sem minnstum* hömlum háð. Hafi þess vegna sú ákvörðun verið gerð, að verða við óskunum um frjálsa sölu á matjessíld í ár. Þá segir ennfremur, að ráðu- neytinu hafi borizt vitneskja um, að ýmsir kaupendur síldar hafi snúið sér til aðalræðis- manns íslendinga í New York, Thor Thors, og óskað tilboða um síld og hafi ráðuneytið símað honum, að salan verði frjáls og beðið hann að veita sérhverjar upplýsingar, sem æskt verður eftir. í gær sagði svo formaður síldarútvegsnefndar, Finnur Jónsson, af sér störfum í mót- mælaskyni við ákvarðanir at- vinnumálaráðherrans, með svo- látandi símskeyti: „Ég undirritaður, sem hefi eftir munnlegri skipan yðar (Framh. á 4. síðu) brautskráðir eftir reb'lum sem gefnar eru út af fræðslumálaskrifstofunni um sundpróf barna. Skal inna af höndum: 1. Bringusund, 200 m. 2. Baksund með höndum og fótum, 40 m. 3. Kafsund, 8 —10 metra. 4. Troða marvaða og kafa eftir hlut á 1,5—2,5 metra dýpi. 5. Stinga sér frá bakka. 6. Bjarga jafn- aldra, 20 m. 7. Flot (kann flotstöðu). 8. Helztu grip við björgun og lífgun. — Kennari var Guðjón Inglmundarson 1- þróttakennari frá Svanshóli í Stranda- sýslu, en prófdómari var Halldór Bene- diktsson frá Fjalíi, en hann er nú bú- stjórl 1 Varmahlíð. t t r Stórstúka íslands hefir beitt sér fyrir almennri fjársöfnun til drykkjumanna- hælis, sem fyrirhugað er að reisa þegar nægilegt fjármagn er til þess. í Reykja- vík einni saman hafa safnazt 17.894,17 kr. í öðrum kaupstöðum hafa safnazt alls kr. 2569,90, en i kauptúnum og sveitum hafa safnazt samtals kr. 2961,94. Alls hafa safnazt í landinu kr. 23.425,01. t t t Ásmundur Helgason á Bjargi við Reyðarfjörð var á ferð hér syðra fyrir nokkru siðan. Rómaði hann, hversu í ameríska blaðinu Christi- an Science Monitor, sem gefið er út í Boston, birtist nýlega grein eftir J. Emlyn Williams, er áður var fréttaritari blaðsins í Berlín. Fjallar hún um siða- kenningar nazistanna þýzku, stríðsmarkmiðið og friðinn að styrjöldinni lokinni. Fer hér á eftir nokkur útdráttur úr grein þessari: í þorpinu Röken í grennd við Leipzig fæddist Nietzsche. Hver, sem þangað hefir komið, hlýtur að veita því athygli, hversu umhyggjan, sem minnis- merki þessa heimspekings er sýnd, stingur í stúf við þá nið- urlægingu, sem kirkjan sú, sem þar er á næstu grösum, er í. Það minnir mann á afstöðuna, sem þjóðernisjafnaðarmenn hafa til ofurmenniskenninga Nietzsche annars vegar, eins og þær eru túlkaðar þeim, og krist- indómsins hins vegar. í stað kristindómsins hefir i Þýzkalandi verið þroskuð trú, sem skipar þróttinum og þjóð- armetnaðinum í öndvegi, þeim vortíðin hefði verið góð austur þar.en ef til vill fremur köld framan af og helzt þurr, ef nokkuð var að. Voru tún farln að byrja að skemmast, en náðu sér aftur. Sláttur byrjaði sums staðar í júnílok. Á Sellátrum var til dæmis byrjað að slá laugardaginn 21. júni. Sauðburður gekk sérstaklega vel á Austurlandl og fénaðarhöldin voru ágæt í vor, enda gekk fé vel undan. Snjór var allmikill í vetur seinni hluta þorra og góu, I Reyðarfirði með þvl mesta, er hann verður. Frost voru í meira lagi og ekki hægt að fást við jarðabætur'frá miðjum nóvembermán- uði til vors. Byrjað var að róa um sum- armál á smábátum, en var fiskitregt. Mánuð af sumri leit sæmilega út um afla, en þá komu dragnótabátar til sög- unnar, og var þá úti um aflabrögð. Veðrið var gott,. en fiskafli svo lítill, að ekki hefði verið róið, ef þurft hefði að salta fiskinn. Hörgull er á vinnu- fólki eystra, en afkoman allgóð. r t r Sáttasemjari hefir að undanförnu átt hlut að þvi að miðla málum milli sjó- manna á togurunum og togaraeigenda um aukna áhættuþóknun sjómönnum (Framh. á 4. síðu) einkennum, sem skýrust eru talin í fari Adolfs Hitlers. Hans Kerrl, kirkjumálaráðherrann hefir sagt: „Leiðtoginn er okk- ur ný opinberun. Adolf Hitler er hinn sanni heilagi andi. Sú mesta gjöf, sem almáttugur guð hefir gefið okkur er að vera Þjóðverjar.“ - Annar leiðtogi þýzkra þjóð- ernisjafnaðarmanna, dr. Hans Frank, landstjóri í hinum her- numda hluta Frakklands, hef- ir látið i ljós þá skoðun, að Hitler „væri kallaður til þess að vera leiðtogi heimsins.“ Baldur von Schirach, æsku- lýðsleiðtoginn þýzki, sagði: „Að þjóna Þýzkalandi er að þjóna guði, að þjóna guði er að þjóna Þýzkalandi." í raun og veru hafa þjóðern- isj afnaðarmennirnir þýzku með þessu verið að skapa siðferði- legan og heimspekilegan grund- völi til réttlætingar stjórnarfari sínu. Og Þjóðverjar hafa þar haldið á þá braut, sem margir af stjórnmálamönnum þeirra og menningarfrömuðum hafa gengið i heila öld. Sá hrikaleikur, sem Þjóðverj- ar hafa efnt til, hefir leitt það af sér, að meginhluti heimsins, (Framh. á 4. síðu) Aðrar fréttir. Hernaðarbandalagi hefir nú verið komið á milli Rússa og Breta, á formlegan hátt. Var sáttmáli þeirra undirritaður í Moskva á laugardag, að því er gert hefir verið heyrum kunn- ugt í Moskva og Lundúnum. Skrifuðu Molotov og sir Stafford Cripps undir hann. Tvö eru veigamest atriði í sáttmálanum: Ríkin heita hvort öðru öllum þeim hernaðarstuðningi, er þau megi veita og skuldbinda aig til þess að gera ekki sérsamninga við Þjóðverja um yopnahlé né frið, nema samþykkis hins að- ilans komi til. í Lundúnum er lát-ið vel af samningi þessum. í Sýrlandi var vopnahlé gert á laugardagsnóttina var. Féllst landstjóri Frakka þá á það, að ganga að skilmálum Breta. Vichystjórnin viðurkenndi á laugardag, að vopnahlésamning- ar við Breta væru hafnir, en lýsti jafnframt yfir þvi, að ekki yrði samið við svikara. Var með því átt við, að Frakkar þeir, sem gengið höfðu í lið með Bret- um, kæmu ekki til greina, sem Á víðavangi ÍSLENZK GREIN í ERLENDU STÓRBLAÐI. Grein sú, er Jónas Jónsson, alþingismaður skrifaði í Tim- ann þann 16. maí 1940 um brezka hernámið, birtist í stór- blaðinu Winnipeg Free Press 10. maí s^ðastliðinn i enskri þýðingu eftir S. J. Sommerville. Greinin er birt með stórletraðri fyrirsögn yfir þvera síðu. — Ritstjóri blaðsins gerir grein fyrir höfundinum á þessa leið: „Jónas Jónsson er fremsti maður þjóðar sinnar á tuttug- ustu öldinni. Hann hefir haft afskipti af uppeldismálum, fjár- málum og stjórnmálum, ásamt ritstörfum sínum, en föður- landsvinur er hann þó fyrst og fremst. Hann er framúrskarandi elju- og athafnamaður og hefir átt meiri þátt í framförum lands síns og stjórnmálasögu þess en nokkur annar samtíðarmaður. Jónas Jónsson stundaði fyrst nám heima á íslandi, en siðar erlendis, þar á meðal í Englandi og Frakklandi, og er hann mjög fær tungumálamaður. Hann á sæ’ti á Alþingi (elzta löggjafarþingi, sem til er), en . hefir og haft forustu í tveimur hreyfingum, er mjög eru út- breiddar á íslandi, ungmenna- félagshreyfingunni og sam- vinnuhreyfingunni. í þau tíu ár, sem flokkur hans, Framsóknarflokkurinn, hefir farið með völd, hefir hann verið formaður hans og fyrsti starfskraftur, en í flokki þess- um eru aðallega samvinnu- menn og frjálslyndir. Forsætis- ráðherrastöðu hefir hann jafn- an sniðgengið, enda mun hann telja sig hafa frjálsari hendur til starfa á þann hátt. Jónas Jónsson hefir verið dómsmálaráðherra eitt tíma- bil, hefir stofnað samvinnuskóla í Reykjavík og stýrt honum síð- an, skrifað þrjár bækur og fleiri í prentun og er fremsti ræðu- maður og rithöfundur þjóðar sinnar um samtíðarmál. Upp- eldismál æskunnar í landinu munu þó standa honum hjarta næst. — — — “ Greininni fylgir mynd af Jón- asi Jónssyni og tvær myndir frá herstöðvum Breta hér á landi. HEYSKAPURINN. í stórum landshlutum hefir tíð verið fremur votviðrasöm og íhagstæð til heyskapar,það sem liðið er af slætti. Hins vegar eru tún viða óvenjulega vel sprottin, 3vo að grasið liggur í legum og sprettur úr sér til mikils skaða með hverri viku, sem líður, ef ekki er slegið. En mörgum hrýs hugur við því, að rífa niður tún- in í sláttarbyrjun í óþurkatíð, ekki sízt, þar eð nú er mjög víða færra heyskaparfólki á að skipa, en tíðkazt hefir. í vot- /iðratið er það erfitt fyrir fátt fólk, að hafa veruleg not af kammvinnum flæsum, og sér- :taklega er það hæpið, ef mikið or undir. Þeir, sem á fyrri árum hafa búið sig undir það, að mæta rosanum og gert sér vot- heyshlöður eða gryfjur, eru bet- ur settir en hinir, sem hafa látið bað hjá líða, vegna getuleysis :;ða skeytingarleysis. Þeir standa öðrum betur að vígi til þess að afla skepnum nægilegs af kjarn- góðu og heilnæmu fóðri, þótt þeir séu ef til vill helzt til van- búnir að mannafla til heyskap- arins og tíðarfarið kunni að erða rysjusamt annað veifið í sumar. samningsaðilar. Þó er sagt, að Cartroux, hershöfðingi frakk- neska sóknarliðsins austur þar, hafi átt hlut að samningunum. Með samningunum, fá Bretar full umráð yfir Sýrlandi, til styrjaldarloka. Svartfjallaland var lýst sjálf- (Framh. á 4. síðu) Á. KROSSGÖTXTM Ný bókabúð. — Sundnámskeið. — Drykkjumannahæli. — Úr Reyðarfirði. — Sjómannasamningarnar. — Vísitalan. — Skipstrand. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.