Tíminn - 15.07.1941, Page 3
74. bla»
TÍMINN, þrigjMdagiim 15. júlí 1941
295
4 N N A L L
Miimmgarorð.
um Sólveigu Ólafsdóttir
frá Mjóanesi.
Á Fljótsdalshéraði sunnan
Lagarfljóts, er sveit sú, sem í
daglegu tali eru nefndir Skógar.
Það er þó ekki sérstakur hrepp-
ur, heldur hluti af Vallahreppi,
en vegna landslags og vatna
fráskilinn annarri byggð
hreppsins. Það eru fáir bæir, og
standa þeir flestir meðfram
Lagarfljóti. Þessi byggð er
mörgum kunn, vegna þess að
þar er hinn víðáttumesti og
fegursti birkiskógur, sem til er
á landi hér, Hallormsstaðaskóg-
ur, og þar mun sveitin draga
nafn sitt. Þar er einnig bærinn
Mjóanes, á nestanga, sem sker
sig til norðurs í Lagarfljót.
í Mjóanesi bjuggu um og eft-
ir 1870 hjónin Ólafur Magnús-
son og Guðbjörg Gunnlaugs-
dóttir, og varð þeim 16 barna
auðið, og var Sólveig ein í þeim
stóra hópi, sem þau komu á
legg án hjálpar annarra. Sól-
veig fæddist 20. nóvember 1874,
nokkrum mánuðum eftir hið
ægilega gos úr Dyngjufjöllum,
sem nærri lagði allt Fljótsdals-
hérað í auðn á tímabili.
Ólafur, faðir Sólveigar, var
Magnússon, eins og fyrr getur,
bónda á Glúmsstöðum í Fljóts-
dal, Jónssonar, Andréssonar,
bónda að Aðalbóli í Hrafnkels-
dal. Jón var hinn mesti af-
burðamaður að dugnaði og
fræknieik og eru enn í munn-
mælum sagnir um hann þar um
slóðir. Afkomendur Jóns And-
réssonar eru nú orðnir margir
og dreifðir víðsvegar um land,
og vil ég nefna, auk Sólveigar
sál., Sigurð Einarsson, sem
lengi bjó á Hafursá í Skógum,
og er látinn fyrir mörgum ár-
um, en af þeim afkomendum
Jóns, sem nú eru á lífi, má
nefna Björgvin Guðmundsson
tónskáld á Akureyri o. fl.
Móðir Sólveigar var Gunn-
laugsdóttir, eins og fyrr getur,
ættuð úr Breiðdal í Suður-
Múlasýslu, og d.rukknaði Gunn-
laugur í Lagarfljóti milli fer-
tugs- og fimmtugsaldurs.
Sólveig ólst upp í föðurhúsum,
en fór brátt í vinnumennsku,
þegar hún hafði þrek til, en
kaup vinnukonu í sveit var nú
ekki hátt á þeim árum, en þrátt
fyrir það sá hún um uppeldi
tveggja drengja, sona bræðra
sinna, sem annars hefðu lent á
hrakning og hjá vandalausu
fólki. Ennfremur stundaði hún
hjúkrunarstörf um nokkurra
ára bil í sjúkrahúsinu á Brekku
í Fljótsdal, en þar var þá lækn-
ir Jónas Kríistjánsson, síðar
læknir í Skagafirði, nú í Reykja-
vík.
Sólveig giftist 3. apríl 1909
eftirlifandi manni sínum, Vig-
fúsi Einarssyni, fyrrum alþing-
ismanns frá Höskuldsstöðum í
Breiðdal, en móðir Vigfúsar var
Guðrún Jónsdóttir, síðari kona
Bergs Jónssonar í Vallanesi.
Systkini-Vigfúsar voru Magnús
sál. dýralæknir í Reykjavík,
Ragnheiður, kona Björgvins
fyrrum sýslumanns í Rangár-
vallasýslu og Sigurður, hrepp-
stjóri og smiður, nú á Keldhól-
um á Völlum.
Þau Sólveig og Vigfús byrj-
uðu búskap að Keldhólum vor-
ið 1909, og höfðu þau þá keypt
jörðina og bjuggu þau þar sam-
fleytt í tæp 30 ár, ekki stóru en
góðu búi. Þeim varð þriggja
barna auðið og komust tvö
þeirra á legg, Einar, stúdent,
nú við nám í landbúnaðarhá-
skólanum í Kaupmannahöfn.
Helga, nú við hjúkrunarnám í
Reykj avík.
Vorið 1938 hættu þau Sólveig
og Vigfús búskap og fór Sólveig
þá að læknisráði til Reykja-
víkur, og fékk einhverja bót
meina sinna, en það reyndist
ekki til langframa, og þegar
leið á sumar, ágerðist sjúkleiki
hennar, sem dró hana til dauða
18. september þá um haustið.
Hún andaðist á sjúkrahúsinu á
Akureyri og var jarðsungin 28.
sama mánaðar, í einkagrafreit
að Hallormsstað, þar sem lítið
barn hennar og fleiri ættingjar
hvíla.
Að vera húsmóðir á heimili,
þar sem margan gest ber að
garði, og þurfa oft og tíðum að
sinna verkum utanbæ.jar, þar
sem oft er örðugt með verka-
fólk, er erfitt, en þessu starfi
lauk Sólveig sál. með hinni
mestu prýði og forsjá. Aldrei
átti hún svo annríkt, að ekki
væri tími tíl að sinna þeim
gestum, sem að garði bar, og
þeir voru margir, og veit ég, að
allir þeir, sem hana heimsóttu
og þau hjón, meðan þau bjuggu
að Keldhólum, munu minnast
hennar með þakklæti og hlýj-
um hug. Einnig hafði hún tíma
til, þrátt fyrir annríki sitt
heima fyrir, að taka virkan
þátt í félagslegri starfsemi
kvenna í sinni sveit og lagði
þar gott eitt til allra mála. ís-
lenzka þjóðin hefir átt margar
merkar og mikilvirkar húsmæð-
ur í bændastétt, víðsvegar um
land, fyrr og síðar, húsmæður,
sem hafa slitið kröftum sín-
um í þágu heimilisins og barna
sinna og þar með þjóðarinnar,
og fært þær fórnir, sem ekki
er hægt að meta til fjár án
þess að spyrja um launin. Slík-
ar húsmæður eru þess verðar,
að við minnumst þeirra, bæði
lífs og liðinna, og sveitum þeim
(Framh. á 4. síðu)
fjárlaganna heimild handa rík-
isstjórninni til að kaupa þetta
hús, ef viðunandi samningar
næðust. En þau skilyrði voru
sett af fjárveitinganefnd, að
ekki mætti hækka verð hússins
nema um 50 þús. kr. og það þó
með því skilyrði, að sú fjárhæð
gengi í sjóð templara til vænt-
anlegrar húsbyggingar í Reykja-
vík. Var talið viðunandi að
styðja byggingarfyrirtæki
templara á þann hátt. Létu
menn sér allvel lynda þessa
lausn.
Milli annarar og þriðju um-
ræðu fjárlaganna, fór Hermann
Jónasson að hreyfa því máli við
þingmenn, að ef til vill væru
Bessastaðir bezti staður fyrir
væntanlegan ríkisstjóra. Um
þetta varð nokkur skoðana-
munur í þinginu. Voru flestir
Framsóknar- og Alþýðuflokks-
menn hlynntir Bessastöðum, svo
og fjármálaráðherra, sem vissi,
að miklir erfiðleikar voru á að
fá húseignina á Fríkirkjuvegi
til kaups, samkvæmt skilyrðum
Alþingis. Á móti voru flestir
Sjálfstæðismenn á þingi. For-
sætisráðherra bar fram við
þriðju umræðu fjárlaganna til-
lögu, sem lagði það í vald stjórn-
arinnar, hvort keypt væri hús
Thor Jensen eða jörð nálægt
Reykjavík, og var þar átt við
Bessastaði. Tillagan var sam-
þykkt með allmiklum atkvæða-
mun. Litlu síðar tilkynnti for-
sætisráðherra þinginu, að þá-
verandi eigandi Bessastaða,
Sigurður Jónasson, forstjóri
tóbakseinkasölunnar, byðist til
að gefa landinu frumverð
Bessastaða, en það mun mega
telja 100—120 þús. krónur, ef
keyptar væru af honum um-
bætur, sem hann hefði gert á
jörðinni og bústofn sá, sem þar
er. Var boðinu tekið með þökk-
um. Var þar með skorið til fulls
úr málinu, og það því fremur,
sem Jakob Möller sagði svo frá
í þinginu, að eigendur hússins
á Fríkirkjuvegi myndu ekki
telja það hús ofselt á hálfa
miljón króna, én það var helm-
ingi hærra verð heldur en fjár-
veitinganefnd taldi hóflega
borgun fyrir eignina. Auk þess
benti fjárrnálaráðherra á, að
nálega ókleyft myndi reynast
að koma þeim skrifstofum, sem
þar starfa, annars staðar í
húsaskjól.
Meðan deilt var um Bessa-
staðakaupin, var því allfast
haldið fram, að við Bessastaði
væru bundnar sárar minning-
ar frá þeim tíma, að Danir
höfðu þar landstjóra sinn.
Stuðningsmenn Bessastaða
bentu á, að við Bessastaði væru
tengd nöfn mikilla íslenzkra
snillinga, svo sem Snorra
Sturlusonar og Gríms Thomsen.-
Þá hefði lærðiskóli verið þar á
þeim tíma, þegar Fjölnismenn
og margir aðrir af mestu for-
vígismönnum þjóðarinnar
stunduðu þar nám og urðu þar
fyrir þjóðlegri vakningu. Eftir
að jörðin hafði verið gefin, féllu
niður opinberar deilur um gildi
Bessastaða, og það því fremur
sem ríkisstjórinn og frú hans
voru að mörgu leyti mjög ánægð
með staðinn.
S A V O N
de
P A R I S
varðveita hörund yðar
— gera það mjúkt og
heilbrigt og verja það
öllum kvillum. SAVON de PARIS
er mjúk sem rjómi og hefir
yndislegan hressandi rósailm. —
Notið bestu otf vönduðustu sápuna!
- Notið SAVON de PARIS -
Brezka herstjórnin
á Islandi tilkynnir,
að allar kröfnr á herstjórnina, sem
stofnaðar eru fyrir 1. júní 1941, verði
að sendast: HIRING OFFICE, Lauga-
veg 16, Reykjavík, fyrir lok júlímán-
aðar 1941.
I. íl. Æðardúnn
til sölu í yz kg. og I kg. umbúðum.
VERSMIÐJUÚTSALAN
GeSjun - Iðunn
Aðalstræti
Kaupum gamían kopar
hæsta verði
Stálsmiðjan s.f.
Sími 5586 — Reykjavík.
Hannes J. Magnússon:
Flóttinn
NIÐLTRLAG.
VI.
Við lifum nú mjög viðsjár-
verða tíma. Alþingi og ríkis-
stjórn eiga úr mörgum vanda-
málum að greiða, og vafalaust
ríkir þar fullur vilji að ráða
svo fram úr hverju máli að til
heilla horfi. En á meðan Al-
þingi og ríkisstjórn greiða hin
stóru vandamál, á meðan þing
og stjórn búast til sóknar og
varnar í hinum yztu virkjum
þjóðfélagsins, fer fram mjög al-
varlegt undanhald í hinum
innri virkjum, heimilum lands-
ins. Stofnanir, sem áður sendu
frá sér úrvalslið, þjálfað og
þaulæft í skóla vinnunnar, við
reglusemi og aga, taka nú bæöi
viljandi og óviljandi með sorg-
legu þróttleysi á þessu mikla
hlutverki, uppeldi æskulýðsins
í landinu. Þetta undanhald
verður að stöðva. Það er langt
frá því, að hér eigi allir óskilið
mál. Enn er fjöldi heimila, sem
skilur og rækir hlutverk sitt
vel. En hin eru allt of mörg,
XIX,
Húsið á Bessastöðum er byggt
af dönskum húsgerðamönnum,
eins og Viðeyjarstofa, stjórnar-
ráðið og gamli landlæknisbú-
staðurinn á Nesi. Byggingin er
mikil og ramger, og minnir á
landsetur stórhöfðingj a í öðrum
löndum. Á Bessastöðum er mik-
il og vegleg kirkja, sem prýðir
staðinn. Auk þess má hafa þar
myndarlegt bú og mikla garð-
rækt. Húsakynnin á Bessastöð-
um eru þess vegna hin sæmi-
legustu, nægilega stór fyrir
heimili ríkisstjórans og fyrir
alla nauðsynlega risnu. Á
Bessastöðum er ríkisstjóri eða
forseti ekki í þjóðbraut, en þó
nærri höfuðstaðnum. Er það
mjög heppilegt meðan verið er
að mypda hið æskilega við-
horf til stöðunnar, að æðsti
maður landsins sé ekki beinlín-
is í hringiðu höfuðstaðarins. Er
það og siður í flestum löndum,
að sá maður, sem fer með hin
æðstu völd, býr langdvölum
hvert ár í sveit. í Englandi hef-
ir yfirstéttin aðalheimili sín í
sveit, og stundar búskap sér til
aukins manndóms og ánægju.
í augum slíkra manna er dvöl-
in í bæjunum óhj ákvæmilegt
böl, vegna starfanna. Mér þykir
líklegt, að Bessastaðavera æðstu
manna íslenzku þjóðarinnar geti
orðið til þess að mynda for-
dæmi fyrlr ýmsa aðra menn í
landinu, svo að þeir kunni bet-
ur en fyrr að meta gildi sveita-
lífsins. Hitt er annað mál, að
með tíð og tíma mun forseti
lýðveldisins þurfa með einhvers
(Framh. á 4. síðu)
heimilinu
víðsvegar um land, sem beðið
hafa ósigur á þessu sviði.
En hvað er hægt að gera?
Það fyrsta, sem ég vií néfna,
er fræðsla og leiðbeiningar. Það
þarf að koma af stað alþýðlegu
mánaðarriti um uppeldismál,
með stuttum, vekjandi og fræð-
andi greinum, sem einkum væri
ætlaðar foreldrum. í rit þetta
þyrfti að skrifa kennarar, upp-
eldisfræðingar, læknar, prestar
og hjúkrunarkonur. Rit þetta
þyrfti að vera hin vakandi sam-
vizka þjóðarinnar í þessum
efnum, fjölbreytt og alþýðlegt,
en ódýrt.
Þá þyrfti að skipa einn eða
fleiri heimilisráðunauta, er
skipulegðu leiðbeiningarstarf-
ið. Héldu uppi fyrirlestranám-
skeiðum um uppeldismál, í líku
sniðl og Búnaðarfélag íslands
heldur uppi námskeiðum í
búnaðarfræðslu.
Ef til vill mætti að einhverju
leyti sameina þetta starfi hinna
væntanlegu námsstjóra, en þá
þyrftu þeir að vera fleiri en
tveir, eins og gert er ráð fyrir
nú. Þá þyrfti stórum að auka
húsmæðrafræðsluna og væri
uppeldisfræði ein höfuð náms-
grein þeirra. Kirkjan þyrfti að
ná betur til heimilanna en hún
gerir nú og prestar þyrftu að
(Framh. á 4. síðu)
Eftirtaldar vörur
höfurn við venjalega til sölu:
Frosið kindakjöt af
DILKUM — SAUÐIJM — ÁM.
NÝTT OG FROSIÐ NAUTAKJÖT,
SVÍNAKJÖT,
ÚRVALS SALTKJÖT, •
ÁGÆTT HANGIKJÖT,
SMJÖR,
OSTAR,
SMJÖRLÍKI,
MÖR,
TÓLG,
SVIÐ,
LIFUR,
EGG,
HARÐFISK,
FJALLAGRÖS.
Samband ísl samvínntiíélaga.
Daglegar hraðferðir
Revkjavík ■■ Akiirevri
Afgreiðsla í Reykjavík á Skrifstofu Sameinaða. Símar 3025 og
4025. Farmiðar seldir til kl. 7 síðdegis daginn áður. — Mesti far-
i þegaflutningur 10 kg. (aukagreiðsla fyrir flutning þar fram yfir).
Koffort og hjólhestar ekki flutt.
108
Victor Hugo:
Esmeralda
105
til neins, gerðist ég skáld. Það er þó leið,
sem manni er ávallt kleif, þegar aðrar
bjargarvonir bregðast, og betra var það
heldur en að stela, eins og ýmsir félagar
mínir réðu mér til að reyna. Dag einn
hitti ég af hendingu Claude Frollo, hinn
æruverðuga djákna við Frúarkirkjuna.
Hann tók mig á arma sína, og það
á ég honum að þakka, að ég er nú orð-
inn sannur menntamaður. Það var ég,
sem samdi leikinn, sem mesta aðdáun
vakti í stóra salnum í ráðhúsinu í dag.
Ég hefi líka skrifað bók, sem er sex
hundruð síður að stærð. Hún er um
halastjörnuna, sem sást 1465 og olli því,
að ein kona varð brjáluð. Og mér hefir
tekizt giftusamlega við fleiri viðfangs-
efni. Ég hefi unnið að smíðum í þágu
hersins og starfaði um hrið við stóru
fallbyssuna á Karenton-brúnni, þessari
— munið þér ekki eftir því? — sem
hrundi niður daginn, sem hún var
reynd í fyrsta skipti, og drap tuttugu og
fjóra forvitna áhorfendur. Þér getið nú
séð, að ég er ekki sem afleitastur föru-
nautur. Ég þekki ýmsar laglegar brellur,
sem ég skyldi kenna geitinni yðar. Ætli
ég gæti ekki kennt henni að herma eftir
erkibiskupnum í Parísarborg, þessum
bölvuðum hræsnara, sem á myllu, er úð-
ar á mann vatninu, ef maður fer yfir
myllubrúna? Leikurinn mun líka veita
Enn bar hann fram ýmsar spurningar,
en hún svaraði fáu einu.
— Hvað þýðir Esmeralda? spurði
hann.
— Ég veit það ekki, svaraði hún.
— Hvaða mál er það?
— Ég held, að það sé egipzkt nafn.
— Það held ég líka, sagði Gringoire.
Þér eruð ekki frönsk?
— Ég veit það ekki.
— Eigið þér foreldra?
Hún byrjaði að raula lagstúf.
— Hvað voruð þér gamlar, þegar þér
komuð til Frakklands? juðaði Gringoire
enn.
— Smábarn.
— Hvenær komuð þér híngað til
Parísar?* *)
— í fyrra. Þegar við fórum inn í borg-
ina, sá ég smáfugla fljúga burt í hópum.
Þá sagði ég undir eins, að nú myndi
koma harður vetur. Þetta var í lok
ágústmánaðar.
*) Á þessum tímum komu Tatarar í stórum
hópum austan að, oftast 300 saman, og var for-
ingi fyrir hverjum hópi, oft nefndur hertogi eða
jafnvel konungur eða keisari. Þessir Tatara-
flolckar fóru borg úr borg, land úr landi, og voru
víðast illa liðnir, en staðfestust hvergi. Þjóðflokk-
ur þessi var á Norðurlöndum nefndur Tatarar,
eins og gert er í íslenzku þýðingunni, Zigeuner í
Þýzkalandi, Egyptie í Frakklandi og Gypsies I
Englandi.