Tíminn - 15.07.1941, Qupperneq 4

Tíminn - 15.07.1941, Qupperneq 4
296 TÍMIXN, jiriðjwdaginn 15. júlí 1941 74. blað Fyrir mína hönd ogr barna minna sendi ég hjartans þakkir öllum þeim, fjær og nær, er auðsýndu okkur vin- áttu og samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, JÓNASAR JÓNSSONAR, Syðri-Brekkum. Pálína Björnsdóttir. Ú R BÆWPM Hjónaefni. Nýlega hafa opinberaS trúlofun sína ungfrú Kristjana Tómasdóttir, Ólafs- vík, og Víglundur Jónsson skipstjóri, frá Arnarstapa. Doktorsritgerð. Nýlega hafa þær fréttir borizt frá Danmörku, að Óskar Þorbergur Þórð- son hafi varið doktorsritgerð sína við háskólann í Kaupmannahöfn. Ritgerðin heitir: Undersögelser over prothrom- tion hos sunde og syge (Rannsóknir á prothromtini (blóðstorknunarefni) hjá sjúkum og heilbrigðum). Ritgjörðin er 277 bls. og fékk hún mjög góða dóma. Óskar er 34 ára gamall, fæddur í Reykjavík 1906. Hann er fimmti íslend- ingurinn, sem ver doktorsritgerð í læknisíræði við Kaupmannahafnarhá- skóla. Strætisvagnar Reykjavíkur. Hinn 10. júlí bauð Strætisvagnafélag Reykjavíkur blaðamönnum að skoða húsakynni félagsins og kynnast starf- semi þess. Jafnframt var ekið í ein- um af vögnum félagsins um bæinn. Þegar því var lokið og viðgerðarverk- stæði og skrifstofur höfðu verið skoðað, hafði stjóm félagsins boð inni að Hótel Borg fyrir blaðamennina. Þar gerði formaður félagsins Ásgeir Ás- geirsson og framkvæmdastj. þess, Egill Vilhjálmsson gerðu grein fyrir starf- seminni allt frá byrjun, en félagið er nú 10 ára gamallt. — Félagið veitir 40 manns atvinnu. Þar af eru 24 vagn- stjórar en hinir eru starfsmenn á við- gerðárverkstæðl og skrifstofu. — Fé- lagið á nú 17 vagna, 10 af þeim eru í stöðugum ferðum um bæinn, frá því kl. 7 á morgnana til kl. 12 á miðnætti. En 7 af vögnunum eru til vara og veitir síst af því. Vagnar félagsins óku síðastliðið ár 1.150.000 km. En sú vega- lengd samsvarar því að farið væri 29 sinnum umhverfis jörðina, eða þrisvar sinnum til tunglsins. Fargjöld með strætisvögnunum hér eru lægri en nokkursstaðar þekkist á Norðurlöndum. Félagið hefir átt við fremur þröngan kost að búa hingað til en er nú að verða öflugra. Miklum örðugleikum veldur þó hve illa gengur að fá vagn- ana endurnýjaða, en vonandi stendur það einnig til bóta. „íslendingur“. Árið ’1926 sökk togarinn íslndingur á Eiðisvík. Siðan hafa oft verið gerðar ítrekaðar tilraunir til þess að ná hon- um upp, en árangurslaust. En í vetur gerðu þeir Ágúst Ingvarsson vélstjóri og Sveinn Einarsson tilraun á nýjan leik og fengu í lið með sér Magnús Guðmundsson skipasmið til þess að stjórna björgunarstarfinu. Og enn- fremur unnu tveir togarar frá Kveld- úlfi að björguninni. Nú hefir tekizt að nú íslendingi upp í íjöru. Fyrsta til- raunin misheppnaðist. En hinn 9. júlí tókst björgunarstarfið, með aðstoð tveggja togara. Voru festar settar á hið sokkna skip í flóðiriu, og þeim fest í togarana, sem lyftu íslendingi það upp úr botnleðjunni, að síðar heppn- aðist, með þar til gerðum tækjum, að draga skipið að landi. Skipið er mikið lekt og því ekki hægt að draga það til hafnar fyrr en einhver bráðabirgða- viðgerð hefir farið fram á því. Bolur skipsins er úr járni og er hann lítið skemmdur, en tréverk allt er orðið ónýtt. Skipið er 150 smálestir að stærð. Á krossgötum (Framh. af 1. síðu) til handa. Hefir sáttasemjari lagt fram þá tillögu, að hásetar, kyndarar og matsveinar fái % af hundraði af heildarsölu, 1. vélstjóri % af hundraði, en 2. vélstjóri, 2. stýrimaður og loft- skeytamaður % af hundraði. Fjögur sjómannafélög, Sjómannafélag Reykja- víkur, Sjómannafélag Hafnarfjarðar, Vélstjórafélag íslands og Félag ís- lenzkra loftskeytamanna héldu fundi um helgina til þes að ræða tillögu sáttasemjara, en ekki voru þeir furidir betur sóttir en svo, að alls komu fram 135 atkvæði. 95 vildu hafna tillögunni, „Sorgarsaga vor og glæpur yðar“. (Framh. af 1. síðu) er áður var áhorfandi, hefir nú neyðst til þess að eiga hlut 'aís því, er fram fer. Hinn menntaði heimur skelfur nú til grunna, og utan Þýzkalands þykjast flestir sjá, að raunverulegt samstarf þjóðanna geti því að- eins átt sér stað, að nazista- kenningarnar hverfi úr sögunni, því að lítilsvirðing þeirra á því, sem ekki er þýzkt, geri frið- samlega samvinnu óhugsandi. Hið „nýja skipulag" Hitlers lofar sameinaðri Evrópu, af- námi tollmúra, jöfnuði til handa stéttum þjóðfélagsins og endurheimtu fjármálajafnvægi. Atvinnuleysi og skortur á að hverfa úr sögunni. Þannig not- færa nazistar sér þá óánægju, sem margir ala í brjósti sér með stjórnmálalíf og fjármálahorf- ur, til þess að knýja hernaðar- vél sína. Lýðræðisþjóðirnar beita nú öllum kröftum sínum til þess að vinna bug á þessari hernaðar- vél. Þær telja markmið sitt, að | vinna sigur til þess að tryggja frið til handa heiminum. En það getur því að eins orðið, að friðarsamningarnir verði grund- vallaðir á sönnum lýðræðis- kenningum. Þar má hvorki gæta yfirdrottnunar neins kyn- þátts né stjórnmálalegs eða við- skiptalegs ofbeldis. Skipulagningin að loknu stríðinu verður jafnvel enn erfiðari en stríðið sjálft. En við það verða þjóðirnar að horfast í augu. Þær mega ekki láta stríðið blinda sig, sízt -að því er tekur til óvinanna. Raunveru- legur friður er óhugsandi án samstarfs við Þýzkaland fram- tíðarinnar. Ella mun svo fara, að upp rís, fáum árum eftir að þessari styrjöld er lokið, maður, er segir líkt við sigurvegarana og Stresemann í apríl 1929: „Örlög vor eru í höndum nýrrar kynslóðar. Og æskulýður Þýzkalands, sem vér hefðum átt að vinna til trúar á frið í hinni nýju Evrópu, hefir sagt skilið við oss. Það er sorgarsaga vor og glæpur yðar.“ en 29 samþykkja hana. 11 atkvæða- seðlar voru auðir eða ógildir. Togara- eigendur héldu og fund um málið og varð sá árangur af fundi þeirra, að þeir samþykktu að ganga að tillögunni með 11 atkæðum gegn 4. t t t Vísitala júlímánaðar er samkvæmt útreikningum 157. Hefir vísitalan því hækkað um 2 tsig síðastliðinn mánuð. í júnímánuði var hún 155. t t t Línuveiðaskipið Sigríður frá Reykja- vík strandaði við Raufarhöfn á laug- ardaginn var. Var skipið að koma af síldveiðum. Skipið skemmdist ekki mikið við strandið og tókst að ná því á flot með aðstoð grafvélar þeirrar, er var nyrðra við dýpkun hafnarinnar. Farið verður með skipið til Seyðisfjarð- ar til viðgerðar. Anglýsið í Tímannm! Atvinnumálaráðherra afnemur einkasöln á matjessíld. (Framh. af 1. síðu) gegnt formannsstörfum í síld- arútvegsnefnd s. 1. ár og það, sem af gr þessu ári, svo sem verið hefir frá því nefndin fyrst hóf störf sín, segi því starfi af mér frá og með deginum í dag, og óska eftir, að þér skipið ann- an formann í nefndina þegar í stað, þar eð ég er ófáanlegur til að hafa framkvæmdir á því fjölskyldusjónarmiði, sem nú- verandi atvinnumálaráðherra gerir kröfu til að síldarútvegs- nefndin starfi eftir“. Ákvarðanir þessar um afnám síldareinkasölunnar eru víta- verðar. Þær eru gerðar gegn ráðum og vilja síldarútvegs- nefndar, en í henni eiga sæti Jóhann Þ. Jósefsson alþingis- maður og Sigurður Kristjánsson forstjóri á Siglufirði, sem full- trúar Sjálfstæðisflokksins, og þvert ofar í áskoranir fjöl- margra síldarútvegsmanna, er farið hafa þess á leit, að einka- sala yrði á síldinni í ár, svo sem verið hefir, þar eð það fyrir- komulag myndi haganlegast. Víst er, að minnsta kosti meiri- hluti ráðherranna er á öndverð- um meiði við hann í máli þessu og vafalaust, að nokkur þeirra sé honum samdóma. Hins vegar er svo viss hópur útgerðarmanna, er mun vænta sér aukins gróða af þessari breytingu á söluháttunum og hefir ýtt undir atvinnumála- ráðherrann, eins og til er vitn- að í bréfi, sem hann lét birta í Morgunblaðinu, til síldarút- vegsnefndar. Það hefir áður sýnt sig æði átakanlega, hvernig gengið hef- ir um síldarsöluna, þegar hún hefir verið í höndum einstakl- inga. Auk þess er á það að líta, að þessi ákvörðun er tekin ó- forsvaranlega seint. Allir höfðu taJið það sjálfsagt, að síldarút- vegsnefnd hefði einkasölu á matjessíld svo sem að undan- förnu og alls ekki gert ráð fyr- ir cðru. Nú er allt of lítill tími fyrir stefnu fyrir einstaka menn, að vinna að útvegun markaðs sér til handa og kann að vera, að afleiðing þessa til- tækis verði þá sú, að ekki vilji nema örfáir braskarar, sem bezt una óvissunni og áhætt- unni, leggja út í það æfintýri að salta síld í sumar, svo sem þessum málum er komið. Björn Kristjánsson, kaupfé- lagsstjóri á Kópaskeri, fulltrúi Framsóknarmanna í síldarút- vegsnefnd, lét svo um mælt í símtali við Tímann í morgun, að ráðstöfunin væri gersamlega óverjandi og líkleg til þess eins að verða til mikils tjóns. Hafa þeir sent eindregin mótmæli sín, Björn og Erlendur Þor- steinsson skrifstofustjóri á Siglufirði. Hann gat þess og, að þótt sú venja hefði komizt á, að síldarútvegsnefnd sækti ár- lega til atvinnumálaráðherr- ans að hafa einkasölu á mat- jessíldinni, þá væri vafasamt, hvort ráðherra hefði að lögum vald til þess að breyta til í þessu með bréfi einu. Uppbótin á mjólkurverðið. (Framh. af 1. síðu) verðið á niðurjöfnunarsvæði Reykjavíkur. Leiðrétting forstjóra mjólk- ursamsölunnar hljóðar svo: „Þessi samþykkt náði ekki að- eins til innlagðrar mjólkur hér í mjólkurstöðina, heldur einnig til allrar annarar mjólkur, sem lögð hefir verið inn til mjólkur- búanna hér á verðjöfnunar- svæðinu á greindu tímabili. Þá segir svo í nefndri grein: „Hafa bændur þá fengið 38,2 aura til jafnaðar fyrir hvern mjólkurlítra". Slíkt meðalverð hefir ekki verið reiknað út hér hjá oss, og aðrir hafa varla nauðsynleg gögn í höndum til þeirra hluta. Hér getur því aðeins verið um einhverskonar getgátur að ræða. Þá er ennfremur þannig að orði komizt í margnefndri grein: „Að undanförnu hefir mjólkur- stöðin haldið hluta af andvirði mjólkurinnar eftir, allt til ára- móta og greitt þá upphæð í einu lagi“. Mjólkurstöðin hefir engu naldið eftir af mjólkurandvirð- inu umfram það, sem nauðsyn- lega hefir þurft með til reksturs stöðvarinnar. Uppbætur þær, sem mjólkurstöðin hefir greitt undanfarandi ár, hefir hún því aðeins getað greitt, að hún hafði fengið þær greiddar sérstaklega af mjólkursamsölunni.“ Jafnframt óskar mjólkur- samsalan þess getið, að tilvitn- aðar frásagnir hafi ekki verið samkv. hennar upplýsingum. Athugasemd formanns mjólk- urverðlagsnefndar er þessi: „Þar sem misskilja má frásögn Tímans í síðasta blaði, um upp- bætur þær, er mjólkursamsal- an ákvað að greiða á innvegna mjólk frá fyrri helming þessa árs, þykir rétt að taka þetta fram: Verðuppbótin 5 aurar á inn- vegið kílógram mjólkur frá 1/1 1941—1/6 1941 er greidd til Flóabúsins og Borgarnesbúsins fyrir þá, sem leggja sína mjólk inn þar, en beint til þeirra bænda, sem skipta við stöðina í Reykjavík. Jafnframt var ákveð- ið að greiða 40 aura fyrir mjólk- urkílógramið fyrir júnímánuð. Með þessu hafa þeir bændur, sem sent hafa jafna mjólk í mánuði hverjum þessa fyrstu 6 mánuði ársins, fengið 38,2 aura fyrir mjólk sína, og eru þá ekki dregin frá vinnsluafföll. Enn er ekki tekið tillit til þess, við útborgun mjólkurverðs- ins hjá mjólkursamsölunni, hvort mjólkin er fitumikil eða fitulág, ef hún annars nær lág- marksfitumagni, og er þetta mjög rangt og þarf að breytast sem fyrst.“ Frelsismál Islendínga (Framh. af 3. síðu) húsakosts í höfuðborginni. En fyrst um sinn ætti ríkisstjór- inn að geta haldið ríkisráðs- fundi á Bessastöðum. Framkvæmd Sigurðar Jónas- sonar í Bessastaðamálinu varð þáttur til eflingar sjálfstæðis- málinu. Það myndi hafa reynzt erfitt að útvega ríkisstjóra við- unandi bústað i höfuðstaðnum. Úr því var leyst á myndarlegan hátt með aðstöðunni á Bessa- stöðum. Vegna gjafarinnar á frumverði Bessastaða féllu nið- ur deilur um staðinn, og var það heppilegt áframhald af 106 Victor Hugo: — Þér hafið rétt fyrir yður, sagði Gringoire, sem gladdist yfir því, að samtalið skyldi vera farið að glæðast. Ég. hefi ekki gert annað í vetur en að blása í kaun. Þér hafið þá spádómsgáfu? — Nei, svaraði hún, stutt og laggott eins og áður. — Hertoginn af Egiptalandi er sjálf- sagt höfðingi ættflokksins? — Já. — Það var hann, sem gaf okkur sam- an, sagði skáldið hógværlega. Stúlkan skaut fram neðri vörinni. — Ég veit ekki einu sinni hvað þú heitir. — Heiti? Ég heiti Pétur Gringoire. — Ég veit um miklu fallegra nafn, sagði hún. - — Ó, bölvað hræsið, tautaði Gringoire. En kannske þú farir að elska mig dá- lítið, þegar við kynnumst betur. En reitið mig ekki til reiði. En af því að þér hafið sagt mér svona margt um yður, þá ætla ég að láta yður vita svolítið um mig. Faðir minn var landseti amtsskrif- arans í Goness.Burgundar hengdu hann. Píkardar ristu móður mína á kviðinn, í umsátrinu um Parísarborg fyrir tuttugu árum.*) Ég varð því foreldralaus á *) Snemma á 15. öld kom til uppreistar í París og kvöddu uppreistarmenn hertogann af Burg- Esmeralda 107 sjötta ári, og svo fátækur var ég,_ að ég átti ekki sóla undir skóna mína. Ég veit ekki, hvernig ég framfleytti lífinu til sextán ára aldurs. En ég reyndi að bjarga mér sem bezt ég kunni. Sölukona gaf mér stundum plómu, bakari henti í mig brauðbita. Á kvöldin lét ég nætur- verðina handtaka mig, því að þá fékk ég næturskjól í fangahúsi. En þrátt fyr- ir þetta óx ég, en magur var ég eins og enn sér á. Sextán ára gamall fór ég að svipast um eftir æfistarfi. Ég reyndi margt. Ég ætlaði að gerast hermaður, en var ekki sérlega hugaður. Ég varð munkur, en guðsóttinn risti ekki djúpt, og auk þess komst ég aldrei upp á lagið með að drekka. í örvæntingu minni tók ég að læra trésmíði hjá meistara einum, en þá brast mig vinnuþrekið. Mig lang- aði meira til þess að verða, kennari, þó að ég væri ekki læs, en það var nú ekki svo þungt á metunum. Brátt sá ég, að 1 öllum greinum var mér nokkuð áfátt, og úr því að ég hafði ekki næga hæfileika und, ríki á landamærum Frakklands og Þýzka- lands, oft að meira eða minna leyti sjálf- stætt, sér til hjálpar og leituðu jafnframt á náðir Englands. Píkard er hérað í Norður-Frakklandi, og er Amiens þar stærsti bærinn. Það var sjálf- stætt um skeið, en 1477 var það sameinað franska konungdæminu. Á þessum styrjaldarárum féll mikill fjöldi fólks úr hungri og svartadauða i París. GAMLA BÍÓ GIMSTEINA- ÞJÓFAMIR FRÆGÐARÞRÁ (ADVENTURE IN (GOLDEN BOY). DIAMOND). Aðalhlutv. leika: Amerísk kvikmynd frá Paramount. BARBARA STANWYCK Aðalhlutv. leika: ADOLPE MENJOU GEORGE BRENT og ISA MIRANDA. . WILLIAM HOLDEN. Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 7 og 9. — ——i íslenzkur ráð- herra í Canada Sú fregn barst, er blaðið var að fara i prentun, að Vestur- íslendingurinn Joseph Thorson, sem í mörg ár hefir átt sæti á sambandsþinginu í Ottawa sem þingmaður Selkirk-kjördæmis, hefði verið tekinn í Kanada- stjórnina. Ráðherraembætti hans er nefnt Minister of War Services. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu) stætt og fullvalda ríki á laugar- daginn. Ríkið verður konungs- dæmi og mun Victor Emmanúel, Ítalíukonungur tilnefna kon- ung hins nýja ríkis. Svart- fjallaland hefir verið lýst áhrifasvæði ítala. Svartfjalla- land var sjálfstætt konungsríki fyrir heimsstyrjöldina, og börð- ust Svartfellingar þá með bandamönnum. En í lok styrj- aldarinnar var Svartfjallaland eitt þeirra landsvæða, er Júgó- slavía var mynduð af. Miklar sigurfregnir berast nú af þýzka hernum 1 Rússlandi. Frá Finnlandi er finnskt og þýzkt herlið komið allt að 70 kílómetra inn fyrir hin gömlu landamæri Finnlands og Rúss- lands og hefir beggja megin Ladogavatns hvað eftir annað sigrazt á rússnesku varnarsveit- unum, er þó hafa barizt frækn- lega. í Eystrasaltslöndunum hafa Þjóðverjar brotizt norður að Pskov, sem er borg syðst í Ingermanlandi, skammt frá þeim stað, er landamæri Rúss- lands, Estlands og Lettlands mætast. Þaðan eru 250 kíló- metrar til Leningrad. Telur Lundúnaútvarpið mesta hættu á ferðum á þessum vígstöðvum. Á þessum stöðvum hafa og verið háðir bardagar miklu sunnar, svo að rússneskur her er að baki fremstu hersveita Þjóðverja. Úr Hvíta-Rússlandi hafa Þjóð- verjar og sótt fram áleiðis til Moskva og segja her sinn nálg- ast Smolensk. Rússneskt lið heldur þó enn velli á svæðum vestan við Dnjepr. í Úkraínu telja Þjóðverjar sig komna til Kievborgar, og Ungverjar segja her sinn sækja fram á suður- vígstöðvunum, en á þessum slóðum tilkynna samt Rússar smásigra og nokkura gagnsókn sums staðar. Viðurkenna Þjóð- verjar að viðnám Rússa sé mjög hart sums staðar, en orsök þess sé sú, að hersveitirnar eigi engr- ar undankomu auðið. Sé víglín- an víða rofin og fari nú í hönd lokaárásin á rauða herinn. Sov- étstjórnin sé farin að gera ráð- stafanir til þess að flýja frá Moskva og hið sama ge^i er- lendir sendiherrar. hinni friðsömu ríkisstjóra- kosningu. Landsfólkið veit nú, að það hefir með góðu sam- komulagi valið íslenzkan mann til að taka við störfum konungs fyrir þjóðfélagið. Og þessi arf- taki konungs býr á einhverri fegurstu og sögulegustu jörð landsins. Á þennan hátt hefir þjóðin nú flutt heim til lands- ins, með mikilli giftu, það vald, sem flutt var úr landi sam- kvæmt Gamla sáttmála 1264. Hinu forna frelsi var glatað með sundurlyndi hinna póli- tísku forráðamanna þeirrar ald- ar. Það var endurheimt og stað- 'sett heima á íslandi með sam- tökum og framsýni þjóðmála- manna á íslandi 1940—1941. Útbreiðið Tímann! Ekki veldnr sá cr varir (Framh. af 2. síðu) legt og menningarlegt tjón, sem aldrei verður bætt og þrátt fyrir niðurskurð, varðmenn í hópum og girðingar, á undanförnum árum, við mæðiveikinni, sem allt hefir bilað, er lagt út í sömu ó- göngurnar aftur með garnaveik- ina, skorið í þúsundum alheil- brigt fé, án þess að vitanlegt sé, aö nokkur rannsókn hafi gerð verið um það, hvernig féð stend- ur af sér veikina, þegar ekki er um neinn fylgisjúkdóm að ræða, sem kann að vera ríkjandi. Framhald. Flóttinn Srá heimilunum (Framh. af 3. síðu) taka upp aftur almenna hús- vitjun. Ég vil ekki nefna fleira að sinni, en ef þessu yrði komið í framkvæmd vænti ég þess, að fyllt væri að einhverju leyti upp í mjög tilfinnanlega eyðu, sem er í uppeldisstarfi voru. Vera má, að einhverjir, sem um þessi mál hugsa, sjái önnur og betri úrræði, en ég tel óumflýj- anlegt, að hér verði eitthvað gert, og það sem fyrst. ísland er orðið frjálst og sjálfstætt ríki. Við getum að mjög litlu leyti tryggt þetta sjálfstæði vort út á við. Til þess erum við of fáir og fátækir, en verðum þar að treysta á dreng- skap, réttlæti og menningu nágranna okkar. En við megum einskis láta ófreistað til að tryggja þetta sjálfstæði inn á við. Þar verður það manngildi hvers einstaklings, sem mest riður á. Þjóð, sem á þróttmikla, kj arngóða, skapf asta æsku- menn er líkleg til að geta varð- veitt frelsi sitt og sjálfstæði. Þeir eru hið traustasta land- varnarlið vopnlausra smáþjóða. Hannes J. Magnússon. Minningarorð (Framh. af 3. síðu) alla þá virðingu og heiður, sem þeim ber. — Ein slík húsmóðir og móðir var Sólveig heitin. Góðviðrisdag í september- mánuði 1938 var ég, ásamt mörgum vandamönnum og vin- um hennar Sólveigar sál., kom- inn að Hallormsstað, til þess að sjá á eftir hinum jarðnesku leif- um hennar niður í hina dökku mold. Kveðjuathöfnin fór fram í salarkynnum kvennaskólans, síðan var kistan borin í graf- reitinn, heima við bæinn á Hall- ormsstað. Nægur vindur var og fauk laufið af björkinni ofan í gröfina, meðan kistunni var komið þar fyrir, og lagðist þar eins og mjúk slæða yfir hinar jarðnesku leifar og gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að einnig björkin, sem að vissu leyti má telj a uppeldissystur Sólveigar sál., vildi á þennan hátt hlúa að beinum hennar, með sínu fölnaða laufi, og senda þannig látinni systur hinztu kveðju. Sólveig Ólafsdóttir frá Mjóa- nesi, er horfin okkur, en við vit- um, að þrátt fyrir það, er hún mitt á meðal okkar, og við minn- umst hennar með ást og virð- ingu, við minnumst hennar með þakklæti og við þökkum henni liðnar samverustundir og send- um henni ástarkveðjur yfir á þau svið, sem hún dvelur nú á. B. Framsóknarmenn! Munið að koma á fiokksskrifstofuna á Lindargötu 9A.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.