Tíminn - 18.07.1941, Side 2

Tíminn - 18.07.1941, Side 2
298 TjMM, föstiiclaglnn 18. jnlí 1941 75. blað 'gímtrm Föstudaginn 18, júlt Glöggt er það enn hvað þeír vílja Ólafur Thors atvinnumála- ráöherra tók þá ákvörðun nú í vikunni, að horfið skyldi frá því, að öll matjessíld yrði boðin fram og seld af einum aðilja, þ. e. síldarútvegsnefnd, sem haft hefir einkasölu undanfarin ár á þessari vöru til annara landa. í fyrsta lagi verður það að teljast furðulegt, að ráðherr- ann skuli taka slíka ákvörðun upp á sitt eindæmi og án þess að hafa um þetta samráð við .aðra ráðherra í ríkisstjórninni. Þá er hitt vitað, að útgerðar- menn og sjómenn hafa unað vel því fyrirkomulagi, sem á sölu þessarar síldar hefir verið, eins og störfum síldarútvegsnefnd- ar yfirleitt. Reynslan mætti vera búin að kenna okkur, að aldrei hefir síldarútvegsmálunum verið bet- ur skipað en hin síðustu ár, síðan ríkið tók að hlutast til um stórframleiðslu bræðslusíldar, og setti á stofn nefnd skipaða fulltrúum frá öllum ábyrgum stjórnmálaflokkum, til þess að ákveða verðlag á nýrri síld til söltunar, til eftirlits með síld- arsöltun og síldarsölu, og enn- fremur til þess að hafa þá teg- und síldarinnar til sölumeð- ferðar, sem óvissastan átti markaðinn, matj essíldina. Síðan grípur ráðherrann svona óvænt inn í þessi mál. Hvað gengur honum til? Við erum ekki búnir að gleyma síldarbraskinu í gamla daga. Við höfum upplifað það, að miklu meira hefir verið boðið fram samtímis af íslenzkum framleiðsluvörum á erlendum markaði, og það stundum í einu landi, heldur en allri ársfram- leiðslunni nam. Hvernig fer um lögmálið „framboð og eftirspurn", þegar svo er að staðið! Og þetta hefir átt sér stað um fleira en sjávarafurðir. Jafnvel saltkjötið varð um eitt skeið að gjalda þess, að óhlutvandir milliliðir færu svona að ráði sínu. Þá gerir ráðherrann þessa óvæntu ráðstöfun á þeim tíma og svo fyrirvaralaust, að ólík- legt er að allir standi jafnt að vígi á þeim „frjálsa markaði“, sem hann mun telja að verið sé að opna mönnum. Fær reynsl- an úr því skorið. Annars er hér um svo stór og mikilsverð hagsmunamál að ræða, þar sem jafn mikil verð- mæti eiga í hlut, eins og and- virði síldarafurðanna, að leita verður hinna beztu ráða, og hinna drengilegustu manna, til þess að fara með umboð al- mennings. En meðan að landið liggur þannig og hagsmunastreitan, að sjálft Alþingi hefir eigi enn búið svo um, að máleining sú, sem þetta verðmæti er mælt í, sé ákveðin stærð, og ein og hin sama alstaðar á landinu, þá er ekki að furða þótt mistök geti orðið um önnur atriði þessara viðkvæmu mála. Meðan sjómenn og útgerðar- menn eru ekki komnir lengra en raun er á í því, að notfæra sér yfirburði samvinnuskipulagsins, til þess að tryggja sér sannvirði fyrir afla sinn og afurðir, þá virðist ekki tímabært að skerða þá íhlutun lögþvingaðrar sam- vinnu, sem komið hefir verið á, og gefizt hefir vel á undan- förnum árum, til þess að þeir beri sem sanngjarnast úr být- um. Ólafi Thors hefir í þetta sinn þóknast að líta meir á hags- muni milliliða en framleiðenda, hverjir sem milliliðirnir kunna að verða. Á því er ekki nema ein björt hlið: Að það flýti fyrir að opna augu sjómanna og útgerðar- manna fyrir kostum samvinn- unnar og yfirburðum yfir sam- keppnisskipulagið! Ný tegund mídstöðvar- eldavéla Samtal víð Jóhann Fr. Krístjánsson húsameistara Ekkí veldur sá er varir Eflir Hallgrím Þórarínsson á Ketilsstöðum NIÐURLAG. Fyrir rúmu ári síðan var far- ið-að selja hér nýja gerð af mið- stöðvareldstóm. Jóhann Fr. Kristj ánsson, húsameistari, hef- ir fundið þessar eldstór upp og hafið á þeim framleiðslu. Tíminn hefir beðið Jóhann að skýra sér eitthvað frá þessari nýjung og er frásögn hans á þessa leið. — Ég hafði um langt skeið fylgzt með reynslu á erlendum miðstöðvareldstóm hér á landi og orðið ljóst við kynningu mína af þeim málum, að þær eldstór fullnægðu ekki þeim kröfum, sem gera verður til slíkra eldunartækja. Þær gátu ekki í senn gefið hraðá suðu, góðan bakstur og fullkomna upphitun, heldur varð að veita hitastraumnum sitt á hvert hlutverk. Af þessu leiddi ó- þægindi og óþarfa eldiviðar- eyðslu, og jafnan óþarflega mikinn hita í eldhúsið bæði sumar og vetur, ef eldhúsin voru fremur lítil og hita þurfti vel upp hýbýlin. Útfrá þessu fór ég að hugleiða nýja gerð af eldstóm, er gætu sameinað alla kosti miðstöðvareldstóa, en út- rýmt göllum þeirra, notað hit- ann betur og verið hreinlegri í notkun, á líkan hátt og raf- rhagns- eða A.G.A.-eldstór. Ég byrjaði með smávegis tilraun- ir í þessa átt og leitaði fyrir mér á marga vegu, áður en ég hóf smíði þessara nýju eldstóa. — Að hverju leyti er þessi eldstó frábrugðin öðrum slík- um tækjum? — Hún er meðal annars svo einángruð, að hún má heita köld utan. Það eru aðeins suðu- plöturnar, sem koma í stað hringa og ferhyrndur rammi í kring um þær, sem hitna vel og.gefur hita frá sér í eldhúsið. Heildarstærð suðuptatanna á- samt ferhyrndu römmunum, er 0,36X0,62 metrar, en aðal yfir- platan er 0,62X0,85 metrar. Hitun bökunarofnsins er með öðrum hætti og betri en áður hefir tíðkast. Ristarútbúnaður er með nýj- um hætti og síðast en ekki sízt, hitar reykurinn, eftir að eldun og bakstur hefir farið fram, stóra vatnsfleti. Allt þetta stuðl- ar að hreinlegri notkun og betri nýtingu á eldsneyti en þekkzt hefir áður. Inni í eldstæðinu eru fjórar lausar steypujárnsplötur — eld- hlífar — sem mynda trektmynd- að op yfir ristinni. Bak við þessar hlífar myndast, þegar eldur er gerður, brennheitt loft að yfirborði eldsins er örfar gasbrennsluna í reyknum, Fyr- ir þessar aðgerðir hefir stóin reynzt sérstaklega vel fyrir mó og viðarbrennslu og hverskon- ar eldsneyti. Eldhlífarnar hafa líka það hlutverk, að forðast kælingu frá vatnskassanum á brennandi eldsneytið og einnig til þess að þjappa eldsneytinu saman jafnótt og það brennur, þannig að megin eldurinn verð- ur alltaf á miðri ristinni, unz útbrunnið er. Á þennan hátt nýtist eldsneytið mun betur en ella. Ennfremur er ristin, sem eldurinn hvílir á, þannig útbú- inn, að það má ýmist hreyfa nana til eða taka alveg burt þegar aska er losuð úr stónni. Ennfremur er gert ráð fyrir, að eldunin fari fram ofan á þar til gerðum suðuplötum, sem hitna miklum mun skarpara en hring- ir, en ekki niðri í eldstæðinu gegn um opna hringi. Þetta er miklu hreinlegri aðferð, en að nota hringina og engu seinvirk- ara, ef rétt tegund potta er not- uð. Suðuplatan og pottur þarf að vera þéttfelt saman og laust við öll óhreinindi, svo að hitinn njóti sín. Þarf því að hirða bæði suðuplötuna og eldunarílátin mjög vel. En það verður bezt gert með stálvírbursta eða sköfu. Aðalorku eldsins er fyrst beint að suðuplötum og bökunarofni, en hitinn, sem afgangs er, er notaður til þess að hita með vatnskassa með stórum yfirborðsfleti (1,6 m2, sem hiti leikur um). Það er að- allega reykurinn, sem hitar vatnið, en vatnið er leitt í píp- um að vatnsofnum, eins og að venjulegu miðstöðvarkerfi. Hvað álitið þér um endingu þessara eldstóa? — Þessari spurningu er ekki auðsvarað. Vafalaust kemur ýmislegt í Ijós við notkun eld- stónna, sem þarf að endurbæta eða gera að nýju. Eins og bygg- ingu eldstóarinnar er háttað, þá er aðeins nokkur hluti hennar, sem getur eyðilagzt við notkun- ina, miðað við sæmilega með- ferð. Yfirborðið allt, hliðar, gafl- ar, botn og bak, er gersamlega einangrað og getur því ekki brunnið eða eyðst af ryði. Enn- fremur er platan, sem er yfir stónni, um það bil tvöfalt þykk- ari, en venjulega á erlendum stóm af sambærilegri gerð. Mesta hættan er, að járnið í vatnskassánum, (katlinum), tærist, þegar frá líður og einnig má gera ráð fyrir, að bakarofn- inn brenni með tíð og tíma. Vatnskassinn kostar um það bil einn þriðja af stóarverðinu og það má treysta því, að þessir hlutir fáist alltaf, þar s§jn stó- in er framleidd. Endingarleysið á erlendum miðstöðvareldstóm, er rauna- saga. Ég þekki nokkur dæmi þess, að bilanir urðu á 800 eða 1000 króna eldstóm, þegar þær voru nýlegar, og þar sem ekki fengust varahlutir í nema fáar geröir af mörgum, sem hér voru í notkun, urðu oft mikil vand- ræði af. í byggingu á vatnskassa Sólóeldstóarinnar, (en svo kalla ég stóna), hefir verið gengið á snið við staði, sem reynzt hafa bilunargjarnir á erlendum eld- stóm. Þar að auki er járnið í vatnskössunum, 3 millimetrar að þykkt og koparblandað og segja fróðir menn, að það auki endingu járnsins að miklum mun. Þrátt fyrir þetta, er ekki unnt að segja neitt ákveðið um endinguna og að sjálfsögðu ræð- ur hirðing og öll meðferð miklu þar um. Sennilega er sauðatað eitthvert skaðlegasta eldsneyti fyrir eldstór, en viður og kox það bezta. Ég hefi ekki flanað að neinu við gerð stónna. Ýmislegt kann þó að bresta á það, sem bezt má verða á friðartíma. Það eru lið- in 31/2 ár síðan ég gerði tilraun með fyrstu stóna. Fékk ég hana reynda og mæld afköst hennar og nýtingu eldsneytis- ins, af atvinnudeild Háskól- ans. Gaf - rannsóknin bjartar vonir. Reynslan hefir nú með næstum fimmtíu eldstóa, stað- fest, að ekki var of bjart vonað. Það er eftirtektarvert, að rann- sóknin leiddi í ljós, að nýting hitans úr eldsneytinu, á mið- stöðvarkerfið, reyndist mest 60%, er kolum var brennt, en 48%, er mó var brennt. Vegna þess, að mór, þótt góður sé, er mikið lakari hitagjafi en stein- kol, fer hlutfallslega meira af hitamagni hans til eldunar og baksturs, en af steinkolum. Er þetta sá hiti sem fer forgörðum í eldstóm.er ekki eru gerðar fyr- ir miðstöðvarhitun og kemur vel heim við reynsluna á notk- un „Sólóar" tvo síðastliðna vet- ur. Dæmi eru fyrir því, að Sóló hefir þótt hita vel þrjár stof- ur og tvö smáherbergi í 17—18 stiga frosti (C.) og eytt minna eldsneyti en stó sú, er fyrir var, og hafði ekki annað hlutverk að vinna en elda, baka og hita upp eldhúsið. Stó þessi var óvanalega eldiviðarfrek. Því miður er viða „pottur brotinn" í þessu efni. Hlutverk Sólóar á að vera það, að spara eldsneyti til mikilla muna, frá því sein nú á sér stað almennt, að útrýma kulda og raka úr híbýlum til sveita og sjávar, þar sem eigi er völ á ódýru rafmagni eða jarðhita- veitu, og siðast en ekki sízt, að viðhalda betri heilsu og vellíð- an fátæks fólks í dreifbýlinu og vernda híbýlin fyrir eyði- leggingu af völdum fúa og raka. Ef „Sóló“ væri komin á öll heimili í landinu, sem henn- ar þurfa með, þá væri með því sparaður í beinu fé hátt á aðra miljón króna á ári hverju, mið- Ekki er kunnugt, að garna- veiki sé talin til skaðlegra sauð- fjársjúkdóma í öðrum fjár- ræktarlöndum, nema í æinum bæ á Suður-Englandi. Rann- sóknin og reglur allar ekkert nema kák — fálm út í loftið. Meðalið, sem rannsóknin er byggt á, segir heilbrigt fé sjúkt, en heilbrigt, það sem sýnilega er eitthvað veikt. Gæti þá ekki verið að annar sjúkdómur væri ríkjandi í kindinni og kindin svaraði meðalinu ekki þess vegna. Ekki er kunnugt um að rannsókn hafi farið fram á því. Þegar Ásgeir Einarsson, dýra- læknir, segir 300 kindur með einkenni garnaveiki, við húð- prófun og dauðaskoðun, segir rannsóknarstofan 299 af þeim heilbrigðar, ein er sjúk. Nú voru góð ráð dýr. — Ekki þurfti að rannsaka, hvort um byrjunar- stig væri að ræða í fé þessu, heldur er annar maður sendur á vettvang, með allt aðrar skoð- unarreglur, og leiðir af því, að engan samanburð er hægt að gera frá fyrri skoðun. Dæmi: Við síðustu skoðun Ásgeirs Einarssonar fundust í Vallanesi í nokkrum hluta fjárins, sjúk- dómseinkenni í 18 kindum, á Ketilsstöðum fundust 8 kindur, nálega hver kind skoðuð. Við skoðun Ágústar á Hofi, sem var sendimaðurinn í vetur, fannst engin kind í Vallanesi, en ein, að hans sögn, á Ketilsstöðum. Um 2y2 km. er á milli bæjanna, tak- markalína er sett við Grímsá, sem aðeins vætir kvið á hundi mikinn hluta sumarsins. Ketils- staðir eiga mikið land vestan árinnar, en Vallanes austan hennar, féð gengur á víxl austur og vestur yfir ána. Þessi tak- markalína kemur eins og fjand- inn úr sauðarleggnum og leiðir af henni það, að ekki eru líkur fyrir öðru, en að mörg hundruð fjár verði skorið niður, samn- ingar rofnir manna á milli, bú- lausir menn, sem fé eiga, flæmd- að við núgildandi verðlag. Fyr- ir þessu get ég fært sterk rök. Hér er því um mikið velferðar- mál að ræða, sem stjórn og þing ætti að stuðla til skjótra fram- kvæmda á. Ég kemst ekkert á- fram með verkið fyrst og fremst fyrir það, að járn- steypusmiðjurnar eiga mjög annríkt, meðan „ástandið“ rík- ir og afkasta ekki mín vegna nema tíunda hluta af því, sem ég þyrfti með. En fjármagn skortir mig til þess að reka járnsteypu á eigin spýtur. Liggja nú fyrir pantanir í 130 eldstór og lítur helzt út fyrir, að fleiri ár taki að afgreiða þær. Þyngd stóarinnar er 240 kíló (minni gerðin) og kostar um ir frá fyrirhuguðu lifsstarfi og þvingaðir til annara starfa, sem þeir ekki vilja líta við. Ekkert væri um að tala, ef nokkur þörf væri fyrir þessari ráðstöfun og þörfin væri sönnuð, en svo er ekki. — Þegar norski bóndinn, O. Millestad, var ráðinn hingað til að útrýma fjárkláðunum, fullyrti Magnús sál. Einarsson dýralæknir, að kláðanum yrði ekki útrýmt með einni böðun, honum var ekki trúað á móti reynslu frá Noregi. Magnús þagði algerlega á meðan á út- rýmingunni stóð, vildi ekki að truflun yrði á starfinu af áróðri frá sér, en vissi hvað ske myndi. Sama kom fram í Noregi, þegar tíminn var kominn. Á báðum stöðunum var kláðinn eftir sem áður. Nú hefir skeð það sama aftur. Dýralæknum hefir verið þokað frá störfum, þ. e., ekki leitað ráða þeirra sem skyldi, en ófag- lærðir menn, eflaust með góðan vilja til að vinna bug á sjúk- dómunum — mæðiveikinefnd — settir að störfum. Árangur- inn af vinnu þeirra hefir orðið það, sem ætlað var, að skera eða girða fyrir síðasta sýkilinn, en hvað á þá að gera? Á að halda áfram niðurskurðarbraut mæði- veikinefndar. Dýralæknar, þið hafið þagað að mestu hingað til, segið nú álit ykkar á þeim ráðstöfunum, sem þegar hafa verið gerðar og standa til að verði gerðar í bú- fjársjúkdómamálunum, þar með talið girðingamál Búnaðar- þingsins. Á það að verða að lög- um? Mun það ná þeim tilgangi, sem ætlað er, eða gagnstætt, að áliti yðar? Ég skora nú á yður. með nafnakalli, Hannes Jónsson, Ásgeir Einarsson, Ásgeir Ólafs- son, Bragi Steingrímsson, Jón Pálsson og Sigurð Hlíðar, að þegja nú ekki lengur, en segja álit yðar og hvað gera skuli framvegis i þessu mikilsverða alþjóðamáli. 900 kr. með núgildandi verðlagi. Blaðið hefir leitað sér upp- lýsinga um gæði og endingu þessara nýju eldunartækja hjá ýmsum, er átt hafa eldstór af þessari gerð, meðal annars hjá frú Jónínu S. Líndal á Lækja- móti. Fór hún lofsamlegum orðum um eldstóna en kvað litla reynslu vera fengna um endingu hennar ennþá. í svip- aða átt hníga og önnur um- mæli, þeirra, er reynslu hafa í þessum efnum. Vinnuskilyrði Jóhanns eru síður en svo góð. Mest af smíði eldstónna verður að framkvæma án véla, í þröng- um húsakynnum. Málmhúðun, glerjun og járnsteypa er unnið af öðrum smiðjum hér í bæ. JÓMS JÓNSSON: Frelsismál 1940 xx. í haust sem leið lýstu tveir áhrifamenn í íslenzkum stjórn- málum, annar Framsóknar- maður, hinn Sjálfstæðismaður, yfir á opinberum vettvangi, að frelsismálið væri svo nauða- ómerkilegt, að ekki tæki tali að minnast á það. Dómur sögunn- ar mun verða með allt öðrum hætti. Öll önnur félagsleg á- tök, sem gerð hafa verið hér á landi hin síðustu missiri, munu blikna og gleymast fljótt í sam- anburði við það eina átak, þar sem slitnir voru til fulls fjötrar gamla sáttmála. Gróði fátækl- inganna í Bretavinnunni, gróði fiskútflytjenda, háir skattar, og bjartari víiðskipti og tilfærsla eigna mun fyrnast eins og hreyf- ingar foksandsins á íslenzkum öræfum. En það mál, sem ís- lenzkir lærisveinar Staunings hugðu lítilsvirði, mun halda þýðingu sinni, þó að aldir renni, jafnvel þó að margskonar og beiskur mótgangur kunni að mæta þjóðinni á ókomnum ár- um. Þau atriði, sem eftir er að Íslendíng’a • 1941 ljúka við Dani, eru tiltölulega einföld. Þau snerta fyrst og fremst gagnkvæm réttindi ís- lenzkra manna, sem nú eru bú- settir í Danmörku og Dana á íslandi. Auk þess verður end- urheimtun Islenzkra handrita ævarandi réttlætiskrafa á hend- ur Dönum. Að öðru leyti er skilnaðurinn kominn á í verki. íslendingar tóku fyrir ári síð- an í sínar hendur stjóm utan- ríkismálanna og í vor var geng- ið frá meðferð hins æðsta valds á þann hátt, að engin veruleg breyting verður á, þó að komið verði á formsbreytingu vegna lýðveldisins. Ríkisstjórinn hef- ir sama vald og vanda sér á herðum eins og forsetinn mun. hafa. Mannmargt ráðuneyti fer með framkvæmdavaldið og hef- ir að baki sér stuðning nálega allrar þjóðarinnar. Erlendar þjóðir, sem geta náð hingaðr hafa hér virðulega fulltrúa. Skilnaðurinn er kominn á i verki, en ekki til fulls í orði. XXI. íslendingar eru undarleg þjóð. Þeim er tamt að dylja dýpstu tilfinningar sinar. Atli á Bjargi segir, að nú tíðkist hin breiðu spjótin, þegar honum er veitt banasár. Guðrún Ósvífs- dóttir spyr banamenn Bolla al- mæltra tíðinda, og byrgir eld heitra tilfinninga fyrir sjónum annarra. Kynstofninn hefir ekki breytzt í þessum éfnum, þó að aldir líði. Við hina þýðingar- miklu frelsistöku undangeng- inna mánaða, hefir þjóðin ekki sýnt neinn verulegan vott um gleði eða hrifningu yfir unn- um sigrum. Þetta er staðreynd og hún ekki gleðileg. Árið 1874 gekk mikil hrifn- ingaralda yfir landið, yfir sigri þeim, sem þá var unninn. Matthías Jochumsson orti þá á einum degi sjö ágæt kvæði. Fjölmargir aðrir menn geymdu til ellidaga minninguna um þennan þýðingarmikla viðburð. Endurreisn íslands byrjaði nieð þeirri frelsistöku. Hin glæsilega framsókn þjóðarinnar, bæði í andlegum og fjárhagslegum efnum, var ekki nema að nokkru leyti að þakka hinni lögboðnu skipulagsbreytingu. Hrífningin, sígurtilfinningin og gleðin yfir að mega endurreisa landið varð aflvakinn í hugum landsmanna. Ástæðan til þess að þúsund ára hátíðin 1874 varð svo á- hrifamikil í andlegum efnum, var sú, að með þeim atburði var lokið langri og harðri baráttu. Og þjóðin stóð saman um að viðurkenna sigurinn. Síðan liðu 30 ár. Þá var stjórnin flutt til landsins frá Danmörku. ís- lendingur varð ráðherra og bú- settur í landinu í stað danskra ráðherra, sem aldrei komu til íslands. Þessi atburður var í eðli sínu engu þýðingarminni heldur en frelsistakan 1874. En það gekk engin fagnaðaralda yfir landið 1903—1904, þó að ástæða væri til þess. Menn vita, af hverju kuldinn og tómlætið kom í það sinn. Þjóðin var skipt í harðandstæða flokka um það, hvaða maður ætti að hreppa hið eftirþráöa vald. Beiskja þeirra, sem töpuðu í þeim leik, var nægilega mikil til að eyða að mestu leyti allri sameigin- legri gleði til minninga. Síðan komu samingarnir 1918. Þeir bundu enda á leiðinlegan þátt í sjálfstæðisbaráttu undan- genginna ára, þar sem þrálát valdabarátta innan lands var tengd við hugtök eins og „bræð- ing“ og „grút“, „langsum“ og ,,þversum“ o. s. frv. Ósköruleiki allrar forustu í höndum Jóns Magnússonar olli því, að eng- inn hressandi andvari barst yf- ir landið í sambandi við gerðir hans. Sú hrifning, sem mynd- aðist í Reykjavik 1. desember 1918, var helzt sýnilegt á svip móti þeirra manna, sem töldu að þá væri náð lokatakmarki í sjálfstæðismálinu. Danskur kon- ungur yfir ísland, fáni settur að konungsboði með dönsku merki, sameiginlegur þegnréttur í báð- um löndunum og utanríkis- stjórn íslendinga í höndum Dana, í aðsetursstað hins er- lenda konyngs. Kosning ríkisstj órans f ór fram vel og smekklega með stillilegum alvörublæ. Nokkur mannsöfnuður, en ekki mikill, safnaðist saman við þinghúsið til að fagna hinum nýkjörna ríkisstjóra. Enn þann dag í dag finnur þjóðin ekki neina djúpa hrifningu yfir þeim mikla sigri, sem nú er fenginn. Æska lands- ins fær ekki varanlegan metn- að né orku til frambúðar, í sambandi við þennan sigur, þó að tilefnin séu næg. Ástæðan er auðsæ. íslendingar dylja til- finningar sinar, ef þess er kost- ur. Það, sem hefir áunnizt í bili, var og er málamiðlun. Hvergi eru skörp átök. Þjóðin hefir hefir skilið við Danmörku, en segir aðeins, að hún hafi rétt til að skilja. Þjóðin hefir skap- að sér innlendan þjóðhöfðingja, en kallar hann ekki ennþá for- seta, til að særa ekki tilfinn- ingar óviðkomandi manna i framandi löndum. Vöntun hrifningar yfir frelsistökunni er í einu sprottin af dulleika lundarfarsins, en alveg sérstak- lega af þeim málamiðlunarblæ, sem varð að vera á allri með- ferð málsins, af því að mjög verulegur hluti þjóðarinnar var ekki sálarlega undirbúinn til að taka djarflega á málinu. Hin

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.