Tíminn - 18.07.1941, Qupperneq 4

Tíminn - 18.07.1941, Qupperneq 4
300 TÍMPnV, föstndagiim 18. |álí 1941 75. blað Hjartans þakkir til Hvítsíðinga og annara vina, fyrir samúð og vináttu við fráfall og jarðarför JÓNS PÁLS- SONAR, fyrrum bónda í Fljótstungu. VANDAMENN. ÍTR BÆNUM Trúlofun sina opinberuðu á laugardaginn ung- frú Bryndís Guðlaugsdóttir í Tryggva- skála við Ölfusárbrú og Grímur Thor- arensen í Sigtúnum við Ölfusárbrú. Slys. Sl. mánudag vildi það slys til kl. 6 eftir hádegi, að tveir menn, er unnu að flutningi á járnplötum í Vélsmiðjunni Héðni, slösuðust alvarl'ega. Slysið varð með þeim hætti, að þungar járnplötur, sem verið var að draga upp og færa til í þar til gerðum útbúnaöi, losnuðu sundur og féllu á tvo menn, er voru þar að starfi. Slösuðust þeir báðir all mikið og annar mjög hættulega. Mað- urinn, sem meira slasaðist, heitir Óskar Þorsteinsson, til heimilis á Lindargötu 44. Hinn maðurinn heitir Steinn Jóns- son, Rauðarárstíg 1. Mennirnir voru báðir fluttir á Landspítalann og var búið um meiðsl Steins og þurfti hann ekki að leggjast á sjúkrahús. Óskar hlaut hinsvegar alvarlegan áverka á höfuð og lá allþungt lialdinn síðast er af honum fréttist. Lýst eftir mönnum. Síðustu daga hefir lögreglan lýst eftir tveim mönnum, er horfið höfðu úr bænum. Annar þeirra, Þórarinn Arn- órsson, kom fram uppi í Lundarreykja- dal, en hinn, unglingspiltur, kom í leit- irnar -fyrir austan fjall. Saltfiskssalau. (Framh. af 1. síðu) svo hafði verið gert ráð fyrir við viðskiptasamningana við Breta, að allur sá saltfiskur, sem til- fellst á þessu ári, yrði seldur í Portúgal. Verðið er 90 aurar fyr- ir hvert kílógramm, komið um borð í flutningsskipin. Auk hleðslukostnaðarins dregst flutningskostnaður hafna á milli frá þessu söluverði, því að skip þau, er flutningana ann- ast, munu ekki koma til fisktöku á nær allar þær hafnir, alls 50—60, sem saltfiskurinn er á. Takist ekki að selja allan þann saltfisk, sem í boði verður, verður loks að taka af þessu lága verði til að bæta þeim, er liggja með fisk sinn óseldan. Alls mun vera um 20 þúsund smálestir fiskj ar að ræða. Til Suður-Ameríku og Kúba er örðugt að selja, vegna þess hve flutningsgjöldin eru há. Verður fiskurinn því geipilega dýr, er þangað kemur. Eitt skip- pund af fiski kostar til dæmis rösklega 350 krónur í Argen- tínu, og er því fimmfalt dýr- ari heldur en kjöt þar i landi. Aðrar fréttfr. (Framh. af 1. slðu) milli ánna Prut og Dnjestr. Má af yfirliti þessu marka, að Rússar standa mjög höllum fæti, þótt þeir verjist mjög vasklega hinum sigursæla her Þjóðverja. Bandaríkjamenn búast við hinu versta í Austurálfu. Hafa' flotaforingjarnir verið kvaddir á fund Roosevelts. Jafnframt fer herkvaðning fram vestra og skal Bandaríkjaher nema 2.250 þúsundum að henni lokinni. Herbúnaður er nú mikill og hefir daglega verið lagður kjöl- ur að nýju skipi síðustu sex vikurnar. Daglega eru fram- leiddar eigi færri en 1500 byss- ur og hefir sú iðja meira en fimmfaldazt síðastliðið ár. . Hvers er að vænta? (Framh. aj 1. síðu) öflugri stjórn til þess að leysa vandamál þjóðarinnar. Það er kunnugt, að japanska ríkisstjórnin hefir dag eftir dag setið á ráðstefnu síðan styrj- öld hófst á milli Rússa og Þjóð- verja. Og þar hefir fyrst og fremst verið þingað um afstöðu Japana í styrjöldinni. Tojo hermálaráðherra og Matzuoka utanrlíkismálaráðherra vilja veita Þjóðverjum beina hernað- araðstoð, að talið er, og freista þess að auka enn og efla völd Japana með þeim hætti. Aðrir eru svo þeir, er óttast slík æf- intýri. Þeim þykir nóg um þær fórnir, er Japanir hafa orðið að færa í Kína, án þess að ná þeim árangri, sem keppt er eftir. Fjárhagur ríkisins er bágbor- inn, og þátttakan í striðinu myndi hafa í för með sér mikl- ar viðskiptatruflanir og at- vinnukreppu. Auk þess er full- víst, að Rússar hafa mikinn her í Austur-Asíu og vel. búinn, og yrði Japönum það enginn leik- ur að kljást við hann, auk þess sem þeir ættu sér óvina von annars staðar, jafnvel þótt Þjóðverjum takist að þjarma rækilega að þeim í Evrópu. Loks er á það að líta, að senn líður á sumar, en vetrarhörkur eru miklar í Síberíu og yrði Japön- um áreiðanlega óhægt um vetr- arhernað þar, ef herferð þeirra á hendur Rússum yrði ekki lok- ið áður en veturinn gengi í garð. Hins vegar er þess að gæta, að sérhver Japani mun gjarna vilja tryggja þjóð sinni yfirráð rússneskra landa í Austur-Asíu, ef rauða hernum yrði skjótlega á kné komið, og fer fjarri því, að þeim væri kærkomið að Þjóðverjar þendu ítök sín alla leið austur að Kyrrahafi. En þar fyrir sé óhætt að bíða og grípa fram í á réttri stundu. Hiramuna barón innanríkis- málaráðherra er forvígismaður þeirra, sem vilja fara gætilega að öllu, og honum fylgja iðju- höldarnir og kaupsýslumenn- irnir að málum. Þeir óttast um hagsmuni sína, ef Japan gerist styrjaldaraðili. Loks benda hershöfðingjarn- ir og flotaforingjarnir á þriðju leiðina: Japanir eigi að efla að- stöðu sína, án þess að skipa sér beint í fylkingu annars stríðs- aðilans í Evrópu, að minnsta kosti strax. Þeir eigi að hefja herferð suður á bóginn, gera kröfur um lönd og ítök í Indó- Kína og búa rækilega um sig á þeim slóðum, svo þeir verði ekki varbúnir er að því kemur, að mæta sterkustu þjóðinni, sem þeir þurfa að etja kapp við um sinn, Bandaríkjamönnum, sem hafa bækistöðvar í Filippseyj- um. Af þessum toga eru spunn- ar kröfur þær, er Japanir hafa gert á hendur Frökkum um tillátssemi, lönd og ítök, í ný- lendu þeirra í Indó-Kína. Hitt er svo annað mál, hve lengi Jap- anir geta haldið hlutleysi sínu eða sérstöðy; með þeim hætti; hvort þau ríki, sem sjá stefnt gegn sínum hagsmuhum rísa Garðræktin í Reykjavík. (Framh. af 1. síðu) þriggja vikna tíma. Einnig má reyna að taka ekki upp úr görðunum fyrr en hálfum mánuði eftir að kartöflugras- ið er fallið; það hefir gefizt vel, en oft getur ve'rið illt að koma því við. Ennfremur er gott að strá örlitlu af salt- pétri yfir hvern poka, þá kart- öflurnar eru iátnar í geymslu. Þessar varnir gegn jurta- sjúkdómunum eru einn liður í ræktunarstarfinu og hvers kon- ar vanræksla í þeim efnum er mjög háskasamleg. Úti um land veldur það miklum erfiðleikum í þessu sambandi, að víða vant- ar tæki til þess að framkvæma þessar varnarráðstafanir með. Vissulega væri mikil þörf á því að búnaðarfélögin gætu veitt aðstoð við þessa hluti. Að á hverjum stað væri maður, sem kynni að útrýma þessum sjúk- dómum og hefði tæki til þess. Ég álít, að úðunin sé mikið at- riði fyrir alla, sem fást við kartöflurækt. Það er ekki ein- asta það, að hún vinni bug' á kartöflusjúkdómunum, heldur eykur hún uppskeruna í heil- brigðum görðum um 15 til 20%. Þá er stöngulsýkin. Ef hennar gætir, ber að varast að taka kartöflur til útsæðis undan þeim grösum, sem vart hefir orðið við stöngulsýki í. Enn- fremur er heppilegast að grafa kartöflugrasið niður í moldina ekki upp til vopnaðrar andstöðu fyrr en varir, jafnvel þótt vopna og herliðs sé víðar þörf í heim- inum. En margt bendir til þess, að þessi stefna eigi mikil ítök í Japan. Konoya prins er að mynda nýja stjórn, sem herinn og herforingjarnir eru mikils ráðandi í, en vafasamt er enn, hvort Matzuoka, fyrrverandi ut- anríkismálaráðherra er ákveðn- astur stuðningsmaður Þjóð- verja, tekur sæti í henni. Samt sem áður þarf vart að gera ráð fyrir, að hún verði friðsamari, vægari í kröfum né deigari í framkvæmdum en ríkisstjórn sú, er hvarf frá völdum. Þvert á móti er það líklegt, að frá Japan berist innan skamms allmikil tíðindi, enda þegar far- ið að bóla nokkuð á slíku. Liðs- samdráttur er í landinu, höfn- inni í Kobe, stórborg í Suður- Japan, á suðurströnd eyjarinn- ar Hondo, hefir verið lokað og mikill skipakostur dreginn sam- an. Er sú tilgáta manna, að það- an verði innan skamms miklu liði snúið suður á bóginn. og ganga um garðlöndin með sem mestu hreinlætl. Áðstoð bæjarfélagsins. Bæjarfélagið leggur til girð- ingar til þess að girða hvert svæði fyrir sig, og ennfremur lætur það leggja akvegi um garðlöndin og að leiða til þeirra vatn. Á nokkrum stöðum, sérstak- lega í eldri görðunum, hafa garðleigjendur komið sér úpp girðingum um hvern garð fyrir sig. Þessar girðingar eru flestar til lýta og ættu því að hverfa. Það er yfirleitt miklu hagan- legra fyrir alla málsaðila, að hafa ekki hvern garð afgirtan með sérstakri girðingu. Má benda á það meðal annars, hve miklu auðveldara væri að brjóta garðana á vorin, ef þeir væru eitt- óslitið svæði, svo að hægt .væri að beita hestum og plógi á stór svæði í senn. Það yrði yfirleitt ódýrari aðferð og garðarnir yrðu jafnar og betur unnir. Garðhús. Þá eru það garðhúsin. Raun- verulega er um tvær gerðir að ræða af þeim. Annars vegar lítil hús, sem aðeins eru ætluð til geymslu á garðyrkjuáhöld- um og útsæði og svo hins vegar það stór hús, að mögulegt sé að hafast við í þeim yfir sumar- tímann. Ég álít að stefna beri að því, að sem flestir geti feng- ið hús af stærri gerðinni, til umráða. Hins vegar er það ó- ley^t gáta, hvernig því yrði bezt fyrir komið og hvernig slík hús yrðu reist á sem ódýrastan hátt. Skrúðgarðar og niat- jurtagarðar I bænum. — Hvað segið þér svo um garð- ræktina i bænum sjálfum. Bæði hvað snertir matjurtagarða og garða, sem ætlaðir eru til skrauts? — Ég hygg að um 25 hekt- arar af landi séu nú nytjaðir á þann hátt, inni í bænum, ef eríðafestulönd eru þar með talin. Blómjurtagarðar eru nú að verða bæjarbúum til svo mikillar ánægju, að það þekkist vart dæmi þess, að byggt sé nýtt hús, án þess að garður sé þar við, svo framarlega að unnt sé að hafa hann þar rúmsins vegna. Trjáræktin hefir til þessa verið mun minni en blómaræktin og veldur því að- allega, hversu erfitt hefir reynzt að afla nægra trjá- plantna. Eftirspurn eftir trjá- plöntum hefir verið mörgum sinnum meiri en nokkur tök voru á að verða við, og sýnir það ljóslega, að bæjarbúar hafa mikinn hug á þessari ræktun. Ég hefi komið mér upp vísi að uppeldisstöð fyrir trjáplöntur, en lítill árangur hefir enn náðst af því starfi. Arnarhóll og Hljóm- skálagarðurinn. — Þér hafið látið lagfæra Arnarhólinn mikið í sumar. — Já, það var engin vanþörf á því. Útlit hans var orðið til mikillar smánar, en það var ekki nema að litlu leyti sök bæjarbúa. Nú hefir verið unnið að því að lagfæra hann eftir megni. Flögin hafa verið þakin, götur settar þar sem þeirra var helzt þörf og ruslakistur settar á víð og dreif um grasfletina. Ég er mótfallinn þeirri stefnu, að banna fólki að vera á gras- flötunum, en ég er strangur um að krefjast góðrar umgengni af því. Hljómskálagarðurinn hefir nú verið lagaður töluvert tvö síð- astliðin ár, en þó er aðalverk- ið eftir þar. Vonandi getur hann i framtíðinni orðið skemmti- garður við hæfi hinnar ungu höfuðborgar, þar sem börn hennar geta notið ánægjulegra —-----GAMLA BÍÓ -___ GIMSTEEVA- ÞJÓFARJVIR (ADVENTURE IN DIAMOND). Amerísk kvikmynd frá Paramount. Aðalhlutv. leika: GEORGE BRENT og ISA MIRANDA. stunda, segir Matthías, um leið og hann kveður og fer. Samtök garðleigjenda Hirðingin á görðunum í Reykjavík er yfirleitt góð. Auð- vitað eru einstaka undantekn- ingar, en þær eru mjög fáar. Vafalaust væri hentugast fyrir garðleigjendur að stofna með sér félag um garðræktina. Það myndi létta þeim fyrir á marg- an hátt. Sameiginleg áhalda- og áburðarkaup yrðu áreiðanlega mun auðveldari, heldur en hver kaupi þá hluti sérstaklega. En mestu skiptir þó, að hafa sam- vinnu um byggingu á skálun- um. Sumarbústaðatízkan er nú orðin útbreidd meðal bæjar- búa. Samt munu þó vera mörg hundruð fjölskyldúr, sem enga möguleika hafa til þess að fara út í sólina og vorið. Og það eru oft einmitt þær fjölskyldur, sem hafa á leigu garða í garðlönd- um bæjarins. Það væri. ómetan- lega mikils virði fyrir þetta fólk að fá til umráða eða eignar smá- býli eins og þau, sem hentugust sru í Kringlumýrinni, til þess að dvelja í um heitasta tíma sumarsins. Þar gætu börnin vanizt á að lú garða, vökva jurtum og yfirleitt að sinna margháttaðri garðvinnu í stað þess að vera 1 göturyki bæjarins, sér til óbætanlegs tjóns. Bæjarstjórn og eftirlitsmenn heilbrigðismála í bænum ættu að láta þessi mál til sín taka og veita hinu fátækara fólki að- stoð til þess að koma þessum hlutum í framkvæmd. En sum- arbústaðir án garða, sem veita fólki viðfangsefni, eru hins vegar nokkuð vafasöm fyrir- tæki, nema þá fyrir sjúkt fólk eða lasburða. Orðsending frá stjórn Þjóðræknisfélagsins. Meðlimir Þjóðræknisfélags ís- lendinga eru beðnir að vitja Tímarits Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi, í Bóka- verzlun Kristjáns Kristjánsson- ar, Hafnarstræti 19, og greiða þar árgjaldið 1941, sem er 5 krónur. 4 krossgötum (Framh. af 1. síðu) hefir skipað nýjan formann síldarút- vegsnefndar í stað Finns Jónssonar al- þingismanns, er lagði starfið niður, í mótmælaskyni við ákvarðanir atvinnu- málaráðherrans, svo sem fram kom í símskeyti hans, sem birt var hér í blaðinu. Varð Sigurður Kristjánsson á Siglufirði fyrir valinu. Finnur Jónsson FRÆGÐARÞRÁ (GOLDEN BOY). Aðalhlutv. leika: BARBARA STANWYCK ADOLPE MENJOU WILLIAM HOLDEN. Símskeyti Bandaríkjaforseta. (Framli. af 1. síðu) bönd, sem nú tengja íslenzku þjóðina og Bandaríkin. Ég þakka yður af einlægri alúð fyr- ir hinar mjög vinsamlegu óskir yðar um heill og farsæld Bandaríkj aþj óðarinnar, sem metur mikils að eiga nánara samstarf við íslenzku þjóðina um varðveizlu þeirrar lífsstefnu og þeirra lífshátta, sem þjóðir okkar beggja hafa helgað krafta sína. Franklin D. Roosevelt. Tíl sunnudagsins Nýr lax Kjöt af ný- slátruðum nautum og alikálfum er hins vegar framvegis í nefndinni, þótt hann hafi látið að formennsku hennar. 110 Victor Hugo: Gringoire við. — Guð, endurtök Tatarastúlkan með draumþýðri og ástúðlegri röddu. í þessum svifum losnaði eitt armband hennar og datt á gólfið. Gringoire beygði sig óðar og ætlaði að taka það upp. En þegar hánn rétti sig upp aftur, var stúlkan, og geit hennar, horfin. — Ætli hér sé nokkurt rúmfleti? sagði þá heimspekingurinn við sjálfan sig. Hann rölti um herbergið, en fann ekkert til þess • að halla sér á, nema langa kistu með útskornu loki. Þar slengdi hann sér endilöngum. — Skrattans ári, þusaði hann og reyndi að hagræða sér sem skárst að kostur var á. Þetta verður maður að gera sér að góðu. En ekki get ég neitað því, að hálí er þetta harzlaraleg brúð- kaupsnótt. ÞRIÐJA BÓK. I. KAFLI. Óskilabarnið. Sextán árum áður en atburðir þeir gerðust, er fyrr getur, bar svo við sunnudagsmorgun einn, að lífsveru gat um til dýrkunar, einkum á sumrum, og var hon- um þá fórnað jarðargróða. EsmeralcLa 111 að líta á bekknum í anddyri Frúarkirkj- unnar, þeim, er andspænis stóð mynd hins heilaga Kristófers. Það var sið- venja að leggja óskilabörn á bekk þenn- an. Þar gat hver, sem vildi, tekið þau. Veran, sem á bekknum lá að þessu sinni, virtist vekja óskipta athygli mannfjöldans, er umhverfis hafði safn- azt. Mest voru það konur, flestar ald- urhnignar. í hópnum mátti líta fjórar nunnur. — Hvað er þetta, sem þarna liggur, systir Gauchere? spurði ein þeirra og virti barnungann gaumgæfilega fyrir sér, þar sem hann bylti sér á trébekkn- um og undraðist sýnilega hinn mikla mannfjölda. — Dapurleg hlýtur framtíðin að verða, fyrst slík börn eru í heiminn borin, mælti systir la Tanne. — Ég skil ekki börn, svaraði systir Agnes la Harme. — En mikil er syndin í heiminum. — Þetta er ekki barn, Agnes! — Þetta er vanskapaður api, mælti Dau.cheré la Violette. — Þetta er kraftaverk, bætti Henri- ette la Gaultiere við. — Þetta er þriðja kraftaverkið, sem ber fyrir augu okkar í þessum mánuði. Það er aðeins vika liðin, síðan heilög María hegndi þeim, sem hæddist að Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 7 og 9. irá Síldarúivegsneind í tilefni af bréfi atvinnumálaráðherra, sem birt var í Morgunblaðinu sunnudaginn 13. þ. m., vill Síldarút- vegsnefnd taka fram, til þess að koma í veg fyrir misskilning, að sala og söltun matjessíldar er að sjálf- sögðu háð sömu skilyrðum og eftirliti af hálfu Síldar- útvegsnefndar eins og önnur síld, að því er snertir söZtunarleyfi, lágmerksverð fersksíldar og útflutn- ingsverð, skiptingu á söltunarstöðvar, veiðileyfi skipa og þess háttar. Ennfremur vill nefndin taka fram, að engum er heim- ilt að bjóða matjessíld til sölu á erlendum markaði, nema leyfi Síldarútvegsnefndar komi til. Kvennaskóliim í Reykjavík. Kennslukonu vantar við hússtjórnardeild Kvennaskólans 1 Reykjavík næsta vetur. Skriflegar umsóknir um stöðuna ósk- ast sendar fyrir 1. ágúst til formanns skólanefndar frú Guð- rúnar J. Briem, Tjarnargötu 28, Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.