Tíminn - 25.07.1941, Qupperneq 4

Tíminn - 25.07.1941, Qupperneq 4
308 TfMINlV, föstuclagiim 25. júlí 1941 77. blað Últ BÆNUM Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Kristín Hjartardóttir frá Knarrarhöfn i Dala- sýslu og Björgvin G. Jóhannesson frá Jófríðarstöðum í Kaplaskjóli. Happdrætti Laugarneskirkju. Eins og kunnugt er, efndi sóknar- nefndin í Laugamessókn til happ- drættis í fjáraflaskyni fyrir væntan- lega Laugarneskirkju. Var dregið um bifreið. Alls voru miðarnir 25 þúsund og seldust þeir. Vinningurinn féll á nr. 1760, en hann átti Þórarinn Andrésson, Laugaveg 3, sonur Andrésar klæðskera. Hagnaðurinn af happdrættinu nemur 20 .þúsundkrónum, því sóknarnefndin fékk gefna eftir tolla og skatta af bif- reiðinni. títhlutim ellilauna og örorkubóta (Framh. af 2. síðu) launagreiðslu nú, skulum við hugsa okkur þessa reglu aðeins sem viðmiðun, þegar framlagi ríkisins til ellilauna er úthlutað. Er það eðlilegt eða réttlát við- miðun? Mér virðist úthlutunarreglan til sveitarfélaganna þurfa að taka fyrst og fremst tillit til tölu gamalmenna, sem styrks þurfa og til þess, hve mikils styrks þeir þurfi til lífsframfær- is. Ef skipt væri eítir iðgjöld- unum á hverjum stað, gæti vel svo farið, að hvorugt þessara skilyrða væri uppfyllt. T. d. að iðgjöldin væru minnst úr því sveitarfélagi, þar sem gam- almenni væru flest og fátæk- ust. Og meira að segja senni- legt að svo sé, eins og menn munu sjá við dálitla umhugsun. Hugsum okkur hrepp með mörg fátæk gamalmenni, fáa vinnu- færa menn á aldrinum 16—67 ára og lágar skattskyldar tekj- ur. Slíkur hreppur myndi verða mjög illa úti, ef hann fengi elli- launaframlag í hlutfalli við greidd lífeyrissjóðsgjöld eins og héraðsfundurinn leggur til. Þessu til skýringar, skal ég taka nokkur dæmi, valin af handahófi. Árið 1939 voru líf- eyrissjóðsgjöld á hvert gamal- menni eins og hér segir í eftir- töldum sveitarfélögum: Á Seyðisfirði kr. 57,74 Á Akranesi — 78,29 í Reykjavík — 164,94 Samkvæmt þessu fengi Reykjavík 3 kr. á hvert gamal- menni fyrir hverja 1 kr., sem Seyðisfjörður fengi í sinn hlut, í stað þess að nú fá báðir 30 kr. á móti hverjum 70 kr., sem sveitarfélagið leggur fram. Eða tökum okkur dæmi úr sveitunum. Miðdalahreppur kr. 25,26 Strandahreppur — 27,76 Reykholtsdalshrepppur — 51.87 Þingeyrarhreppur — 54,51 Patrekshreppur — 85,80 Hlutföllin eru jafn fjarstæð þarna í sömu sýslunni eru t. d. tveir hreppar, sem eru hærri en helmingsmunur á. Ef Reykja- vík og Miðdalahreppur eru bor- in saman, fengi Reykjavík um 6,50 kr. fyrir hverja 1 kr., sem Miðdalahreppur fengi. Var þetta tilætlunin? Ólafur Ólafsson segir, að ég hafi gleymt að taka með í reikn- inginn getu sveitarfélaganná til að sjá gamalmennum sínum farborða. „Geti sveitarfélagið ekki veit þennan styrk, er hjálp ríkisins á brottu kippt.......... Skyldi það vera allt viljaleysi sveitarstjórnar að kenna, að 26 hreppar á landinu, þar sem 294 „ótryggð" (sennilega samkvæmt lögum?) gamalmenni eiga heima, fengu ekkert tillag úr Lífeyrissjóði til ellilauna í 2. flokki árið 1939?“ Enginn vafi er á því, að mikl- um hluta þeirra gamalmenna, sem nú fá ellilaun í 2. flokki yrði að úthluta fátækrastyrk, ef ekki hefði verið sett löggjöfin um ellilaun og örorkubætur. Fá- tækrastyrkinn hefðu sveitarfé- lögin orðið að greiða að fullu. Nú fá þau 30% af hinum fram- lagða styrk greidd úr ríkis- sjóði(Lífeyrissjóði). Auk þess er tekið tillit til úthlutaðra elli- launa, þegár reiknað er út til- lag jöfnunarsjóðs. Við útreikn- ing jöfnunartillagsins er tekið jafnt tillit til framfærslukostn- aðar og ellilauna og jafnframt höfð hliðsjón af efnahag hlut- aðeigandi sveitarfélags. Ef sveitarfélag getur á nokk- urn hátt séð gamalmennum sínum farborða eins og þeim ber skylda til, þá getur það það þó frekar, ef það fær 30% af út- gjöldunum til þess, beint úr ríkissjóði, heldur en ef það fær ekkert þaðan, þ. e. notar ekkert af framlaginu til 2. flokks. Ég er heldur ekki í neinum vafa um það, að það eru ekki yfirleitt verst stæðu sveitarfé- lögin, sem engin ellilaun veita í II. flokki. Á meðal þeirra munu þvert á móti vera ýmis hinna bezt stæðu, en ástæðan til þess að þau ekki veita elli- laun í þessum flokki, er sú, að þau telja gamalmenni sín svo efnum búin, að þau geti komizt af með framlög í I. flokki. Þetta er hægt að vita með nokkurn veginn vissu fyrirfram, en til staðfestingar leitaði ég mér upplýsingar hjá eftirliti bæjar- og sveitarfélaga. Af þeim 27 (en ekki 26 eins og Ólafur Ólafsson segir) sveitar- félögum, sem ekkert veittu í II. flokki árið 1939, fá aðeins 5 framlög úr jöfnunarsjóði árið 1939. Öll hin eru svo vel stæð, að þau fá ekkert framlag. Fram- lagið er greitt í hlutfalli við fá- tækraframfæri, ellilaun og kennaralaun með hliðsjón af skattskyldum tekjum, skuld- lausum eignum og fasteigna- mati í hverju sveitarfélagi. Ef þessi 27 sveitarfélög eru tekin undir eitt, eru útgjöld þeirra til fyrrnefndra mála, miðað við efnahag þeirra, 37% undir með- allagi. Getuleysi er því ekki til að dreifa, a. m. k. ekki miðað við önnur sveitarfélög landsins. Reykjavík 1. júlí 1941 Jón Blöndal. Vegna rúmleysis Tímans, mæltist ritstjórinn til þess að ég stytti greinina allmikið og eru sum atriði úr grein Ó. Ó. ekki rædd eins ítarlega eins og ég hefði kosið. J. Bl. Þróim snndí]iróttarmnar (Framli. af 3. siöu) að vera um langt skeið í eins- konar þjóðleikhúsástandi og tvísýnt var um, að hún yrði nokkurn tíma notuð til sund- iðkana. Meðal annars komu fram uppástungur um að breyta henni í ölgerðarhús. En um síðir fór þó svo, fyrir af- skipti góðra manna, að sund- höllin varð tilbúin og þar hef- ir sundmenningin fengið glæsi- legt heimili. Skapaðist ekki nýtt viðhorf í sundmálunum, þegar Sundhöll- in var tekin í notkun? — Það varð gerbreyting á öllu, er að sundinu laut, enda þótt gömlu laugarnar væru notaðar eins eftir sem áður, af nokkrum hluta bæjarbúa. í hverju var breytlngin aðal- lega fólgin? — Sundhöllin, sem er ein hin ágætasta í sinni röð, varð tíl þess meðal annars, að unnt var að kenna bæjarbúum í séstökum tímum og hafa um' hundrað manns sótt þau námskeið á mánuði til jafnaðar, svo að segja frá því fyrsta. í öðru lagi færðist nýtt og endurvakið líf í áhugemenn sundsins, við opnun Sundhall- arinnar. Fólk á öllum aldri, sem áður hafði tæpast veitt því athygli að sundið væri til, kom nú í hópum til þess að læra að synda. Sundfélögin fengu nú sértíma til æfinga og varð aðsóknin strax svo mikil að þeim„ að nauðsyn bar til að þeim yrði s"kipt. Var, það gert og félagar látnir mæta eftir aldri, þeir eldri saman og þeir yngri saman. Áður en Sundhöllin kom, höfðu nemendur Menntaskól- ans einn sundtíma á viku og nemendur Stýrimannaskólans komu einstöku sinnum inn í laugar. Ennfremur man ég eftir því, að Jónas Jónsson kom all- oft með nemendum Samvinnu- skólans í laugarnar og einnig sendi Ásgeir Ásgeirsson sína nemendur þangað, þegar hann var skólastjóri Kennaraskólans. En er þessir tveir menn hættu um hríð, að hafa bein afskipti af nemendum þessara skóla, lagðist sundnám þeirra niður. Hinsvegar fengu allir skólarnir sundtíma, um leið og Sundhöll- in tók til starfa. Öll börn í barnaskólunum njóta nú til- sagnar í sundi, að minnsta kosti mánaðartíma, síðasta skólaár sitt. Og síðast en ekki síst, var hinu langþráða takmárki um löglegan sundvettvang náð, með opnun Sundhallarinnar. Nú fyrst var auðið að staðfesta tíma sundmanna á löglegan hátt, eftir alþjóðlegum mæli- kvarða. — Hverja telurðu álitlegasta af nemendum þínum? — Ég hefí verið svo lánsam- ur að kenna mörgum áhuga- sömum sundmönnum. Fyrsta mikla sundmannsefn- ið, sem ég kenndi bringusund, var " Jón Ingi Guðmundsson. 118 Victor Hugo: máttur til þess að skapa lífi hans til- gang og gildi. Jóhann litli hafði misst móður sína, meðan hún bar hann enn á brjósti. Claude lét það því vera sitt fyrsta verk að fá honum brjóstmóður. Hann átti mylnu, sem honum hafði hlotnazt í arf eftir föður sinn. Malarakonan bar einmitt ungbarn á brjósti um þessar sömu mundir. Claude fól henni Jó- hann litla. Nú, þegar hann varð þess var, að hon- um var ábyrgð falin, leit hann á lífið með meiri alvöru en fyrr. Honum varð það ekki einvörðungu örvun að sjá bróður sínum farborða. Umhyggjan fyr- ir hag hans og velferð varð einnig tak- mark anna hans og náms. Hann ákvað að leggja sig allan fram um að gera bróður sinn sem hamingjusamastan. Dyr kirkjunnar stóðu honum opnar, sökum hins glæsilega námsferils hans. Tvítugur að aldri hlaut hann prests- vígslu, eftir að páfinn hafði veitt hon- um undanþágu. Hæfni hans og þekking varð þess valdandi, að hann naut virð- ingar, velvilja og álits allra klaustur- búa. Orðrómurinn um hinn mikla lær- dóm hans barst úr klaustrinu út á meðal fólksins. Að lokum var svo langt geng- ið, að furðusögurnar, sem um hann höfðu skapazt, urðu þess valdandi, að Esmeralda 119 hann var álitinn vera eins konar töfra- maður. Hann var einmitt að koma frá guðs- þjónustu hinn fyrrgreinda sunnudags- morgun, þegar mannþyrpingin við bekk óskilabarnanna vakti athygli hans. Hann nálgaðist þessa fordæmdu veru, sem svo mörgum miskunnarlausum ógnarorðum var beint að. Hann minnt- ist ósjálfrátt bróður síns, sem einnig myndi verða lagður á þennan sama bekk, ef hann félli skyndilega frá. Hjarta hans vermdist af meðaumkun, og hann hafði drenginn á braut með sér. Honum varð strax ljóst, að barn þetta var mjög vanskapað. Varta var vaxin yfir vinstra augað. Höfuðið sat milli herða, og á baki bar það kryppu. Brjóst- ið var beinabert og fæturnir píslar- legir. En það virtist vera gætt nokkru fjöri. Mál það, sem það mælti á, var svo bjagað, að það var lítt skiljanlegt. En óhljóð þess gáfu til kynna, að það væri heilbrigt, eftir því sem við var að bú- ast. Drengurinn var svo ófrýnilegur á- sýndum, að það rann Claude til rifja. Hann hét því að ala þennan vanskapn- að upp, sökum bróður síns. Þetta var góðverk, sem einhvern tíma kunni að koma bróður hans að haldi. Það var Hann er einnig sá fyrsti af mín- um nemendum, sem nálgaðist tíma Norðurlandaþjóðanna í bringusundi. Það var skaði, að hann skyldi ekki taka lengur þátt í keppni, en hann gerði. Hann er nú þjálfari K. R. Síð- an kom Jónas Halldórsson. Það sem einkenndi Jónas alltaf í kappsundi var það, að þegar fór að draga af mótherjum hans, óx honum ásmeginn að miklum mun. Alls hefir Jónas sett um 50 sundmet, flest á skriðsundi eða bakskriðsundi. Ég er viss um að Jónas hefði orðið miklu meiri sundmaður, ef hann hefði notið betri skilirða á þroskaár- unum.. Seinna vildu góðir menn bæta aðstöðu hans, en þá var það of seint og kom ekki að full- um notum. Ég hefði ástæðu til þess að minnast á marga aðra nemendur mínaj en það yrði of langt mál. — Hvaða maður í opinberu lífi telurðu að hafi veitt sundíþrótt- inni í landinu mestan stuðning — Það er alveg tvímælalaust Jónas Jónsson. Auk þess, sem hann átti frumkvæðið að sund- hallarmálinu á Alþingi, hefir hann í ræðu og riti, stutt sund- íþróttina af alefli. Ennfremur lagði hann grunninn að sund- námi almennings í dreifbýlinu, þegar hann beitti sér fyrir byggingu héraðsskólanna og sundkennslu í sambandi við þá. — Hafa ekki forráðamenn og einstaklingar hér í bænum verið sundinu yfirleitt vinveitt- ir nú í seinni tíð? — Mikill fjöldi manna kann nú að meta sundið. Sumir láta þó sundmálin sig litiu skipta. Sér- staklega minnist ég Guðmund- ar Kr. Guðmundssonar, sem þess manns, er ætíð hefir reynzt sundinu hinn drengi- legasti stuðnfagsmaður. Vegna þess hve hann er yfir- lætislaus, þá veita því ef til fáir athygli, hve mikið hann hefir lagt til þeirra hluta, en í raun og veru hefir Guðmundur unn- ið sundmálunum ómetanlegt starf. Þá hefir Héðinn Valdi- marsson sýnt starfi okkar bræðra mikinn skilning. Með- al anars beitti hann sér fyrir bættum skilyrðum okkar Ólafs bróður míns á tveimur þingum og í annaö skiptið án allra til- mæla af okkar hálfu. Auk þess hefir núverandi borgar- stjóri, jBj'arni Benediktsson, verið mér mjög hjálpsamur. Meðal annars á ég það honum að þakka, að ég fékk tækifæri til þess að dvelja góða stund við þýzka íþróttaháskólann. — Hverjar eru framtíðarhorf- ur með sundið? — Á síðustu árum hefir góðum sundmönnum fjölgrið mikið, enda þótt fáir afreksm'enn hafi komið. Og tími sundmanna er yfirleitt góður. En við komu herliðsins hingað, hefir skap- azt nýtt og hættulegt ástand. Börnunum hefir verið bannað að vera á ferli eftir kl. 8 að kveldi. Af þvi leiðir, að viðkoma sundfélaganna af unga fólkinu og börnunum minnkar stöðugt. Aukningin verður næstum því engin frá ári til árs, og án þess aö nýtt ungt fólk bætist í fé- lögin, verður ekki unnt að halda sundíþróttinni við. í framtiðinni er nauðsynlegt að koma á almennri sundskyldu. Og jafnframt verður að byggja smábarnalaugar, sem eru 10 til 30 sentimetrar að dýpt. Börnin þurfa að venjast því að vera í vatninu. Hér er yfirleitt byrjað að kenna börnunum á þeim aldri, þegar þau eru hrædd við að fara í vatnið, en það veldur margskonar erfiðleikum. — Hverja telurðu meginkosti sundíþr óttarinnar ? — í fyrsta lagi er sundið í- þrótt allra. Sundið geta menn iðkað frá vöggunni til grafar- innar. Kristín Bergsteinsdóttir frá Búrfelli í Grímsnesi, móðir Bjarna skólastjóra að Laugar- vatni, lærði að synda um sjötugt. Þar að auki er sundið bezta líftryggingin, sem ég þekki, og fáar íþróttir veita meiri hollustu en sundiðkanir. En að síðustu vil ég segja þetta: Sú þjóð, sem ekki þolir að í- þróttamenn hennar bíði lægri hlut í keppni, hvort heldur er heima eða eriendis á ekki skilið að eignast góða íþróttamenn. Því að það eru fyrstu ósigrarnir, sem gefa sigurinn að lokum. VÍHiiið ötullega fyrir Tímmnn. —-----PAMLA BÍÓ----- LIFI FRELSIÐ (Let Freedom Ring). Amerísk söngmynd. Aðalhlutverkin leika: NELSON EDDY VIRGINIA BRUCE VICTOR McLAGLEN. Sýnd kl. 7 og 9. --^^,NÝJA BÍÓ TVÖ SAMSTIIXT HJÖRTU Amerísk kvikmynd frá United Artists. Aðalhlutverkin leika: JAMES STEWART CAROLE LOMBARD .Sýnd kl. 7 og 9. Frystíhúsíð HERÐUBREIÐ tilkynnír: Allir, sem eiga hjá oss vörur í kæligeymslu, verða að vitja þeirra fyrir miðjan ágúst. Þá verður frost- laust í húsinu um skeið og vörurnar ónýtast, verði þær ekki teknar fyrir ofangreindan tíma. Frystlhúslð Herðubrelð Fríkirkjuveg 7. Goðafoss fer á mánudagskvöld 18. Júlí vestur og norður. Viðkomustaðir: ísafjörður, Siglufjörður og Akureyri. — Notið beztu og vönduSustu sápuna! - Notið SÆVON de PARIS - The World’s News Seen Through The Chrístian Science Monitor An hiternational Daily Newsþaþer is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Editorials Are Timely and Instructive and Its Daily Features, Together with-the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Homc. The Christian Science Publishing Society Qne, Norway Street, Boston, Massachusetts Price $12.00 Yearly, or $1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, $2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Nfitme------------------------------------------- Addi'm SAMPLE COPY ON REQUEST - 1 OOOsftOCOOOOœ&t:

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.