Tíminn - 01.08.1941, Qupperneq 1

Tíminn - 01.08.1941, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. AFGREIDSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simi 2323. Símar 3948 og 3720. PRENTSMÍÐJAN EDDA hi. 25. ár. Reykjavík, föstndagiim 1. ágúst 1941 79. bla ð Nýr samningur um fisk- söluna til Bretlands Ríkisstjórnm heiír gert kröiu til Breta um ainám eitirlítsíns með ínniiutnmgi og gjaldeyri Víðskiptaneind á iörum til Bandaríkjanna Loitárásírnar á Bretland Eftir Jóhannes Helgason, Á víðavangi FARMGJOLDIN. Bjarni Ásgeirs- son fimmtugur Bjarni Ásgeirsson er fæddur í Knarrarnesi 1. ágúst 1891. For- eldrar hans voru Ásgeir bóndi Bjarnason og Ragnheiður Helgadóttir. Faðir Ásgeirs hafði búið þar sína tíð, og ennfremur afi hans nokkurn tíma, séra Benedikt frá Hítardal. • Ragn- heiður, móðir Bjarna, er dóttir Helga í Vogi, en Helgi afi henn- ar var fyrsti þingmaður Mýra- manna, eftir að Alþingi var endurreist. Móðir Ásgeirs var Þórdís Jónsdóttir hreppstjóra og dannebrogsmanns á Álftanesi á Mýrum. Móðir Ragnheiðar var Soffía dóttir séra Vernharðs Þorkelssonar í Reykholti. Bróðir Helga alþingismanns, langafa Bjarna, var Sigurður á Jörfa, en hann var alkunnur hagyrðingur á sinni tíð. Sonur Sigurðar var séra Helgi, sá er gaf út íslenzka bragfræði, þá fyrstu, síðan Snorri skrifaði um það efni. Bjarni ólst upp í Knarrarnesi. Lauk námi á verzlunarskólan- um 1910 og bændaskólanum á Hvanneyri 1918. Dvaldi í Dan- mörku og Noregi á árunum 1916—1917 til þess að kynna sér landbúnað. Dvaldi í þeirri för um tíma á lýðháskólanum á Eiðsvelli og Voss. Bjarni starfaði í Ungmenna- félagi Reykjavíkur árin, sem hann var á verzlunarskólanum, og stofnaði ungmennafélag í sveit sinni þegar heim kom. Hann ferðaðist á vegum ung- mennafélaga um Suðurland 1915. Á Hvanneyri kvaðst Bjami hafa fengið brennandi áhuga m. a.. fyrir gráðaostaframleiðslu og vermihúsarækt. Var það hinn merki maður Páll Jóns- son, bóndi i Einarsnesi, sem þá var jafnframt kennari á Hvann- eyri, sem kveikti í Bjarna á- (Framh. á 4. síðu) Jarðhræringar í Ölfusí Á miðvikudagsnóttina, um feiukkan 4, vaknaði fólk í Hvera- gerði við snarpan .jarðskjálfta- kipp. Hrikti í húsum, en lausir munir riðuðu til. Komu síðar um nóttina fleiri vægari kippir og sömuleiðis á miðvikudaginn. Á miðvikudaginn voru tveir kippir allsnarpir. Síðan hefir jarðhræringa orðið vart annað veifið þar eystra og hafa alls fundizt mjög margir kippir. Tíminn hefir átt tal við þá Pálma Hannesson rektor, er (Framh. á 4. síSu) Undanfarið hafa staðið yfir samningar um fisksöl- una til Bretlands, og er þeim nú lokið. Hefir ríkisstjórnin sent blöðunum svohljóðandi tilkynningu um samning- inn: „Viðskiptanefndin hefir, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, haft með höndum samninga við sendinefnd frá^ brézku stjórn- inni um sölu á fiskafurðum til Bretlands. Hafa samningar staðið yfir síðan síðari hluta aprílmánað- ar, og varð í dag samkomulag um sölu á eftirfarandi fiskaf- urðum: Nýjum fiski, saltfiski, frosn- um fiski, nýrri síld og niður- soðnum fiski. Ennfremur hefir í þessu sam- bandi verið samið um ýms önn- ur atriði, eins og til dæmis fisk- flutningaskip, og verðlag á salti og olíu. Verðlag og annað, sem al- menning varðar, verður birt mjög bráðlega." í viðskiptanefndinnl, sem hefir annast um þennan samn- ing og aöra viðskiptasamninga við Breta síðan stríðið hófst, eiga sæti: Magnús Sigurðsson, bankastjóri, formaður, Jón Árnason, framkvæmdastjóri, Haraldur Guðmundsson, for- stjóri, Björn Ólafsson, kaup- maður, og Richard Thors, fram- kvæmdastjóri. Af Breta hálfu unnu aðallega að þessum samn- ingi Owen Hellyer, útgerðar- maður frá Hull og Miles, hátt- settur embættismaður 1 mat- vælaráðuneytinu. Samningur þessi-gildir næstu 11 mánuði. Greiðslan fyrir af- urðirnar fer fram í pundum og myndi því verðið fyrir þær lækka í krónutali, ef gengi ís- lenzku krónunnar hækkaði. Verðið á 1. fl. saltfiski er um 90 aurar kg. fob. og sé fiskurinn pakkaður. Verðið á nýjum fiski er 35 aurar kg. af þorski og ýsu. Verðið á öðrum afurðum, sem um er samið, mun einnig vera hagstætt, nema á niðursoðna fiskmetinu. Varðandi nýja fiskinn er al- menna reglan sú, að fiskurinn er seldur fob. og að Bretar sækja hann hingað. Undan- tekning er þó sú, að Bretar heimila íslenzkum veiðiskipum að selja eigin veiddan afla i Bretlandi, og auk þess er gengið inn á, að all-verulegur hluti þeirra skipa, er fram að þessu hafa siglt með keyptan fisk til Bretlands megi halda því á- fram, með því skilyrði þó, að þessi skip taki fiskinn eingöngu á höfnum frá Hornafirði austur um til Húsavíkur. Fengust Bretar ekki til að ganga lengra í þeim efnum. Þetta er stærsti viðskipta- samningur sem gerður hefir veMð hér á landi. Með honum er seldur meginhlutinn af öll- um íslenzkum fiski — að síld- inni undanskildinni, framleidd- um á 11 mánuðum frá undir- skrift samningsins, auk birgða, sem nú eru í landinu af þessari vöru. Er líklegt, að andvirði hins selda afla sé um 4—6 milj. sterlingspund, eða rúmar 100 milj. ísl. króna. Samningur þessi er vitanlega gerður í trausti þess að takast muni að semja giftusamlega um önnur atriði í viðskiptum Breta og íslendinga. Hér hefir aðeins verið samið um það at- riði, sem skiptir mestu máli fyrir Breta, en um mörg önnur, sem hafa mikla þýðingu fyrir íslendinga hefir enn ekki verið formlega samið. Tíminn spurði forsætisráð- herra í morgun um álit hans á samningnum og fórust honum orð á þessa leið: — Verðið má teljast vel við- unandi, eins og stendur, en hvort samningurinn er góður eða lélegur, verður að dæmast eftir þeirri lausn, sem verður á öðrum atriðum, sem enn er ekki fullsamið um. Má þar fyrst og fremst nefna ýmsar íslenzk- ar afurðir, sem enn er ósamið um og tæpast er hægt að selja annars staðar en i Bretlandi og brezkir innflytjendur vilja líka kaupa, en ekki fæst fyrir inn- flutningsleyfi. Hér er um stóra vöruflokka að ræða. Það er líka stórt atriði, hvernig okkur verða tryggðar þær nauðsynj avörur, sem við þörfnumst, eða gjald- eyrir fyrir þær. Það atriði er alveg óviðunandi eins og því er háttað nú. Meðan ósamið er um þetta og fleira, vil ég ekkert segja um fisksölusamninginn. — Eins og menn muna, samd- ist þannig milli íslenzku ríkis- stjórnarinnar og brezku ríkis- stjórnarinnar í sambandi við hervernd Bandaríkjanna á ís- landi, „að breytt verði ýmsum (Framh. á 4. síSu) Síldarsöltun er nýhafin á Siglufiröi. Hefir síld veiið allfeit upp á síðkastið. Mun að því keppt að salta sem mest af síldinni, því að horfur um sölu á síldarmjöli eru ekki góðar. Mikil sild Iiefir veiðst siðan veður fór batnandi nyrðra. Streyma skip til Siglufjarðar með góðan afla og eru þrærnar við síldarverksmiðjurnar að fyllast. Til Raufarhafnar hafa skip einnig komið með allmikið af síld. Er þetta mesta veiðihrotan á þessu sumri. Veiðihorfur eru nú hinar beztu á síldarmiðunum einkum út af Tjörnesi 'og á Grimseyj- arsundi. I t t Ríkisstjórnin hefir birta látið til- kynningu um umferðartálmanir, sem brezka herstjórnin hefir komið á við Hvalfjörð. Fyrirmæli þessi eru í þrem liðum. Vegfarendum er i fyrsta lagi bannað að hafa með sér ljósmynda- vélar eða taka ljósmyndir á svæði, er takmarkast af línu, er hugsast dreg- in frá Saurbæ á Kjalarnesi í 574 metra hæðarmerki á Akrafjalli, það- an að vegamótum vestan Lambhaga 1 Skilmannahreppi og meðfram Laxá sunnanverðri og Svínadalsvötnum að Þórisstöðum i Svínadal, þaðan austur heiðar í 585 metra hæðarmerkið á Veggjum, þaðan í 848 metra hæðar- merkiö á Hvalfelli og suður yfir að 787 Víglínan í nútímastyrjöld hefir flutzt inn á heimili og vinnustöðvar óbreyttra, frið- samra borgara. Eftir tuttugu og tveggja mánaða sfyrjöld (til 30. júní s. 1.) höfðu 93.864 ó- breyttir borgarar verið drepnir, særðir eða horfið í loftárásum á Bretland. Á svipuðum tíma, eða eftir 21 mánaða styrjöld (til 28. maí s. 1.) var talan yfir fallna hermenn brezka heims- veldisins, særða og saknaða, 83.419. Þetta munu vera ein- stæðar tölur um þjóð, sem hef- ir átt í nærri tveggja ára styrj- öld. í fljótu bragði kynnu ein- hverjir að álíta, að frá þjóð- hagslegu sjónarmiði sé þessi þróun ekki eins óheppileg og fyrri styrjaldarhættir, þegar því nær eingöngu var um að ræða manntjón meðal hermanna, en í hernum er kjarni þjóðarinn- ar, hraustustu synir hennar á bezta skeiði, en meðal borgar- anna sé gamalt fólk, farlama menn og fleiri, sem ekki sé eins þungbært fyrir þjóðfélagið að missa. En dæmið er ekki svo auðvelt. Árásunum á almenna borgara er fyrst og fremst ætl- að að brjóta niður þrek þjóðar- innar og manntjón meðal þéirra gerir styrjöld stórum ægilegri í augum hennar en fall hermanna á vígvöllunum. Auk þess kémur svo hið mikla tjón á verðmætum, sem loftárásirn- ar valda. Hér er á ferðinni al- ger nýjung í ófriði, sem enn verður ekki fyllilega sagt um, hvaða þýðingu muni hafa. Vi.ð, nokkrir íslendingar, höf- um undanfarið haft tækifæri til að kynnast dálítið árangr- inum af þeim stórfelldu loftá- rásum, sem gerðar hafa verið á Bretland síðan stríðið hófst. Við félagar dvöldum 3ja vikna tíma í London, en allan þann tíma var þar allt kyrrt. London mun nú hafa haft nærri 3ja mánaða hlé. Frá upphafi stríðsins þar til í júní 1940, eða 10 fyrstu mán- uði þess, voru loftárásir ekki gerðar í stórum stíl á Bretland. Á London hófust þær fyrir al- vöru í september s. 1. Frá því í júní 1940 til þessa tíma hafa verið gerðar 268 meiriháttar hæðarmerki á Kili, en af Kili í 771 metra hæðarmerki á Skálafelli og þaðan i 909 metra hæðarmerki á Esju og þaðan loks að Saurbæ á Kjalamesi. Þeir, sem á ferð eru á þessu svæði, verða að vera við því búnir að gera grein fyrir erindi sínu, ef þess er kraf- izt. í öðru lagi er bannað að koma inn á þau svæði við Hvalfjörð, þar sem er- lent setulið hefir bækistöðvar sínar. Þar sem þjóðvegir liggja uin svæði þessi, verða reistir staurar, málaðir breiðum, rauðum og hvítum röndum. Innan þessa svæðis mega engin farar- tæki nema staðar á veginum, en heim- il er þar umferð. í þriðja lagi mega ís- lenzkar flugvélar ekki fljúga nær Hval- firði að vestan en lágt frá Reykjavík yfir Akranes og norður yfir Borgar- fjörð, utan Hvítárvalla, unz komið er austur fyrir 21. stig 7. mínútu vest- lægar lengdar. Að sunnan mega ís- lenzkar flugvélar ekki fljúga nær firð- inum en svo, að þær fari frá Reykja- vík sunnan Þingvallavegar að Þing- völlum og síðan austan Þingvalla, unz komið er á 64. stig 36. mínútu norð- lægrar breiddar. t t t Enn sem komið er hefir heyskapar- veður verið fremur óhagstætt í sum- ar. Á Suðurlandi var víðast hvar mik- (Framh. á 4. síSu) loftárásir á einstakar borgir, en 39 stórárásir dreifðar á marga staði í einu. Á sama tíma hafa 76 stórárásir verið gerðar á Lon- don, en frá upphafi stríðsins til þessa tíma, hafa þar verið gefin 561 loftvarnamerki. Áður en styrjöldin hófst, var vitað, að það hlutverk flugvél- anna í næsta stríði, að gera loft- árásir á borgir óvinanna, yrði geisilega afleiðingaríkt. í slík um árásum er hlutverk flugvél- anna aðallega tvíþætt: Annars vegar að eyöileggja hernaðarlega mikilvæga staði og hinsvegar að brjóta niður siðferðilegt þrek borgaranna, skapa glundroða í landi óvinarins. — Múgskelfing getur verið áhrifamikið vopn, ef það heppnast. Ef skelfing og ótti grípur fjöldann i milljónaborg- unum, myndi það geta skapað óviðráðanlegt öngþveiti og trufla hernaðarátök viðkomandi þjóð- ar. — Þegar loftárásirnar miklu hóf- ust á London í sept. 1940, voru íbúarnir mjög illa undir þær búnir. Mikið vantaði á, að nægj- anleg loftvarnarbyrgi væru til fyrir almenning? Það olli nokkr- um óróa meðal fólksins, og sættu stjórnarvöldin gagnrýni fyrir fyrirhyggjuleysi í þeim efnum. Vörugeymslukjallarar, kjallarar stórbygginga og aðrar neðan- jarðarvistarverur, voru notaðar í varnarskyni, til viðbótar þeim opinberu byrgjum, sem gerð höfðu verið. í þessi slæmu húsa- kynni safnaðist fólkið saman í miklu stærri hópum en sóma- samlegt gat talizt. Þetta breytt- ist til mikilla bóta á tiltölulega skömmum tíma, og munu þessi mál nú, eftir þeim heímildum, sem ég sá um þetta efni, vera komin í sæmilegt horf, m. a. vegpa þess, að einstaklingum er hjálpað til að koma sér upp byrgjum. Á þeim tíma, þegar loftárás- irnar hófust og almenning vant- aði sárast byrgi, var það almenn krafa fólks, að fá að nota stöðv- ar neðanjarðarbrautanna í Lon- don fyrir loftvarnabyrgi. En stjórn neðanjarðarbrautanna synjaði um leyfi til þess. Al- menningur hugðist þá ekki að spyrja hana um, hvort hann fengi að halda lífi og limum. Hann sá, að stöðvar neöanjarð- arbrautanna voru tilvalin loft- varnaskýli, sem rúmuðu hundr- uð þúsundir manna, án þess þó að hindra, að þær gætu haldiö (Framh. á 4. siSu) Aðrar fréttir. í Rússlandsstríðinu er enn allt við hið sama, að því er bezt verður séð. Sókn Þjóðverja miðar ekki áfram og hefir Rúss- um hvarvetna tekizt að halda velli síðustu tvær vikur. En bar- dagar eru mjög harðir, enda bera bæði þýzkar og rússneskar fregnir það með sér, að til harð- vítugra gagnáhlaupa hefir komið af Rússa hálfu. En Þjóð- verjar láta í veðri vaka, að á- hlaupin séu gerð til þess að leit- ast við að bjarga innikróuðum hersveitum og sé manntap þeirra mikið. Rússar tala hins vegar um gagnsókn af sinni hálfu, telja sig hafa hrakið Þj óðverj a úr stöðvum' sínum við Smolensk og víðar og tvístrað og eytt heilu herfylki þýzku. Pravda hefir látið svo um mælt, að sóknarmáttur Þjóðverja væri að dvína. í þýzku fregnunum er tónninn sá, að Þjóðverjar séu að undirbúa enn stórfelld- ari sókn en áður og hafi tekið sér hlé til þess að eyða þeim herdeildum Rússa, sem enn séu uppistandandi að baki aðal- sóknarhersins, athuga vélar sínar og hergögn rækilega áður en lengra er haldið og festa sig (Framh. á 4. siSu) Ríkisstjórnin ætti að gera sér ljóst, að almenningi finnst mik- ill seinagangur á ráðstöfunum hennar í dýrtíðarmálunum. Þó vekur það sérstaka furðu, að ríkisstjórnin skuli enn ekki hafa sett neitt hámark á farm- gjöldin. Ráðherrarnir hafa allir látið í Ijós, að þeim væri aug- ljós hættan af aukinni dýrtíð og hærra kaupgjaldi. En hvers vegna draga þeir þá jafn sjálf- sagði ráðstöfun og þessa? Það er spurt um allt land og jafn- vel Morgunblaðið er farið að spyrja. Þjóðiri vill fá að vita, hvað veldur þessum drætti. Ætlar ríkisstjórnin að beygja sig fyrir því, að einn ráðherr- ann er tengdur valdamönnum í Eimskipafélaginu? Eiga fjöl- skyldusjónarmið að ráða í svona málum? FISKSÖLUSAMNINGURINN. Á öðrum stað í blaðinu er skýrt frá hinum nýja fisksölu- samningi við Breta. Þegar lit- ið er á fisksöluna eina saman, mun samningurinn mega telj- ast hagstæður. En fisksalan er ekki nema einn þáttur i þess- um málum. Hún er sá þáttur- inn, sem skiptir Breta mestu. En hitt skiptir ekki síður máli fyrir okkur, hvernig verður með sölu á landbúnaðarvörum til Bretlands, hvort vörukaupin frá Bretlandi verða gerð greið- ari en þau hafa verið, hvort Bretar létta af gjaldeyriseftir- litinu og verðfestingu íslenzku krónunnar o. s. frv. Eins og nú háttar, er ástandið í þessum málum lítt viðunandi og alveg í ósamræmi við það loforð, sem Bretar gáfu okkur, þegar her- vernd Bandaríkjanna á íslandi var ákveðin. Samningar eru nú að hefjast um öll þessi atriði og mun álit íslendinga á lof- orðum Breta fara mjög eftir því, hvernig þau verða leyst. VIÐSKIPTIN VIÐ AMERÍKU. Þegar hervernd Bandaríkj - anna á íslaridi var ákveðin, gaf Roosevelt forseti svohljóðandi loforð: „Bandaríkin skuldbinda sig til að styðja að hagsmunum íslands á allan hátt, sem í þeirra valdi stendur, þar með talið að sjá landinu fyrir næg- um nauðsynj avörum, tryggja nauðsynlegar siglingar til lands- ins og frá og að gera í öðru til- liti hagstæðan verzlunár- og viðskiptasamning við það.“ Undirbúningur er nú hafinn að samningum við Bandaríkin á þessum grundvelli og er við- skiptanefnd á förum héðan eins og skýrt er frá á öðrum stað. Þjóðin mun óska þess, að fá að fylgjast vel með þeim samning- um og niðurstöðum þeirra, svo að hún geti lagt fullan dóm á, hversu vel þetta loforð verði efnt. Héraðshátíð Framsóknarmaima í Rangárþingi Framsóknarmenn í Rangár- vallasýslu halda héraðshátíð að Brekkum í Holtum á sunnudag- inn kemur. Verður þar senni- lega mannmargt, ef þolanlega viðrar. Á samkomu þessari munu þingmenn Rangæinga, Helgi Jónasson læknir og séra Svein- björn Högnason, Hermann Jón- asson forsætisráðherra og Pálmi Hannesson rektor flytja ræður. Friðfinnur Guðjónsson leikari skemmtir. En milli þátta verður dansað. Á Norðurlandi og Austurlandi hafa héraðshátíðir Framsókn- armanna aldrei verið jafn vel sóttar sem í sumar, en þó jafn- an verið aðalsamkomur hlutað- eigandi héraða. .A. Mikil síldveiði. — Umferðartálmanir við Hvalfjörð. — Heyskapurinn. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.