Tíminn - 01.08.1941, Side 2
314
TÍMIM, föstudaghui 1. ágííst 1941
79. blað
“gíminn
Föstudaginn 1. ágúst
Ólafsvakan — þjóðhátíðar-
dagur Færeyinga
Vinnuafköst
Hvers virði væri okkur fagurt,
heilnæmt og tiltölu'lega frjó-
samt land, auðugt haf, fossar,
jarðhiti og önnur gæði — ef
fólkið, sem í landinu býr, byggi
ekki yfir manndómi?
Hinar æfintýralegu framfar-
ir, sem hér hafa orðið á skömm-
um tíma, eiga fyrst og fremst
rót sína i myndarskap fólksins,
áhuga þess, starfsvilja og
vinnugleði, en ef til vill fyrst
og fremst í lönguninni til þess
að þetta litla þjóðfélag geti rétt
sig við að nýju og lifað hér
menningarlífi, frjálst og full-
valda.
En er manndómur þjóðarinn-
ar samur og áðirr?
Eru ekki blikur á lofti, sem
vert sé að benda á og vara við?
Er vinnugleðin og vinnuaf-
köstin söm og áður?
Sjómennirnir og sveitafólkið
mun fyllilega halda við hvað
þetta snertir. Smiðir, og fólk,
sem iðnað og iðju stundar und
ir góðri stjórn, mun skila alveg
sæmilegum og jafnvel mjög
góöum vinnuafköstum. En t. d,
hér í Reykjavík hefir lengi ver-
ið kvartað undan því, að vinnu-
afköstum hrakaði við algeng
daglaunastörf önnur en þá helzt
uppskipun. Orsakirnar kunna
að vera margar. Ein er krafa
verklýðssamtakanna um jafnt
kaup, hvað sem vinnuafköst-
um einstaklinga liður.
Léleg verkstjórn á hér sína
sök. Um mörg ár hefir þótt til-
takanlega lélega unnið oft og
einatt í bæjarvinnunni, til
dæmis við skurðgröft og vega
gerð, þótt þar eins og alls stað-
ar séu heiðarlegar undantekn
ingar. Hitt hefir mönnum kom
ið saman um, að atvinnubóta-
vinnan leiddi til þess að minnka
vinnuafköstin til muna, og eldi
enn eftir af þeirri hnignun.
En ný hætta steðjar að okk-
ur i þessum efnum með Breta
vinnunni. Er það opinbert
leyndarmál, að þar hafa vinnu-
afköstin í hlutfalli við uppbor
ið kaupgjald oft og einatt stað
ið að baki því, sem þekkzt hefir
áður hér á landi.
Að þessu öllu er okkur hinn
mesti voði. Verklýðssamtökun
um hefir tekizt að hækka kaup-
ið til mikilla muna. Á því eru
margar bjartar hliðar. En þó
þvi aðeins, að vinnuafköstunum
hraki ekki að sama skapi og
kaupgjaldið vex.
Kaupgjald hér hlýtur m. a
að takmarkast af samkeppni
við aðrar þjóðir, og því fyr lút-
um við í lægra haldi í þeirri
samkeppni, sem afköstin eru
minni, sem fyrir kaupgjaldið
fást.
í þéttbyggðu byggðarlagi á
Suðurlandi höfðu í fyrrasumar
vistast nokkrir ungir kaupa
menn úr Reykjavík. Vinnuaf
köstum þessara manna var við
brugðið. Þegár aðrir fóru að
sofa, bjuggust þeir upp á, hóp
uðust saman og voru einhvers
staðar að veþjast fram yfir mið-
nætti, höfðust svo við illan leik
úr rúmunum, þegar fólk skyldi
fara til vinnu að morgni, og
vinnuafköstin síðan slík, að
þeir voru allir Játnir fara áður
en slætti lauk.
„Það væri ekkert að gjalda
gott kaup, ef maður gæti verið
viss um að fá sæmilega dug-
legt fólk,“ sagði hver bóndinn
af öðrum á síðasta vori.
í Bretavinnunni er nú margt
unglinga. Kaupgjaldið er hátt
Hvílir^mikill vandi á íslenzkum
verkstjórum þar eins og annars
staðar, og ekki síður er-
lendum en innlendum vinnu
veitendum að halda uppi for
svaranlegum vinnuafköstum, og
þá ekki sízt hjá þeim, er nú
fyrsta sinn koma í víngarðinn
Farist það fyrir, verður þjóðinni
erfitt að halda í horfi og hætt
við, að hún heltist úr lestinni
og hér verði ekki til langframa
lifað heilbrigðu, frjálsu né glöðu
menningarlífi.
G. M.
Á Ólafsvöku, hinn 29. dag
; úlímánaðar ár hvert, halda
Færeyingar þjóðhátíð. Þá
flykkjast allir, sem þess eiga
kost, til Þórshafnar, til þess að
taka þátt í gleðskapnum, söngv-
um og dönsum á Vaglurin, torg-
inu í Þórshöfn, íþró.ttum og
kappleikjum. í færeyskri vísu
er þessu lýst:
Ólavsöka, gamla fragdartíð!
Föroya garpar stevna
fróir, um teir evna,
til að halda gleim í
Havnarbý.
Á Ólafsvökunótt er ekki sof-
ið 1 Þórshöfn. Það er dansað
og sungið, kvæði eftir kvæði,
Dar til liðið er að morgni, af
slíkri hrifningu, að þeim líður
aldrei úr minni, er átt hafa
3ess kost að vera þátttakendur.
Ólafsvakan var upphaflega
haldin til minningar um Ólaf
konung helga, er féll í Stikla-
staðaorustu 29. júlí 930, 35 ára
gamall. Fyrst í stað var Ólafs-
vakan þvi alls ekki gleðidagur,
heldur trúarlegur helgidagur.
Fall Ólafs helga var raun-
verulega hans sigur. Dapurleg-
ur óhugnaður greip um sig í
liði bændanna, er fellt höfðu
konunginn, og ári síðar stóðu
Gilímkell biskup og Eirfar
rambaskelfir yfir líki hans í
Niðarósi og lýstu það helgan
ernislegu og menningarlegu til-
liti.
í Færeyjum hafði dauðadag-
ur Ólafs helga skjótt verið upp
tekinn sem kaþólskur helgidag-
ur og áður en langir tímar liðu
varð Ólafur verndardýrlingur
Færeyinga og Færeyja. Er það
því kynlegra sem Ólafur hafði
á ríkisstjórnarárum sínum
hvað eftir annað leitast við að
beygja Færeyinga undir vald
sitt og þá viðhaft þá aðferð,
sem yfirgangsmenn allra tíma
beita: Hafði ýmist í hótunum
eða leitaðist við að tæla menn
með ginniboðum. Þrándur í
Götu var forystumaður þeirra,
sem vörðu frelsi lands síns og
þjóðar gegn ásælni norskra
konunga og jarla. Eftir dauða
hans urðu Færeyjar fyrst
norskt skattland. En sá Ólafur
konungur, er tortíma vildi frelsi
Færeyinga og sjálfræði, gleymd-
ist. í stað harðstjórans og hins
valdagráðuga konungs í Fær-
eyingasögu, fóstraði þjóðin við
barm sér Ólaf helga, hinn
milda og góða, er ávallt varð
þeim til liðs og verndar, sem á
hann hétu. „Heilagi Ólavur
kongur,“ „sankti Ólavur kong-
ur“ og „signaði Ólavur kong-
ur“ lifði um aldaraðir í
Færeyjum. Og enn lifir hann í
ótal kvæðum og söngvum, þvi
að engum manni hafa hin
dóm. Það var sveipað silki og gleymdu skáld þjóðarinnar
lagt í skrín, er sett var í Klem- sungið slíkt lof né flutt slíka
ensarkirkjuna i Niðarósi. Sjálf-; tilbeiðslu í kvæðum sínum á
ur Þórir hundur, er veitti kon- j liðnum öldum. Hann var á mið-
ungi banasár, gekk til Jórsala! öldunum krafturinn í skáldskap
til friðþægingar fyrir syndir
sínar. Skjótlega var Ólafsvak-
an upp tekin til minningar um
fall Ólafs helga og var hún um
langan aldur ein mesta hátíð
norsku kirkjunnar. Var þá nón-
heilagt, þ. e. helgin byrjaði um
nón 28. júlí, en nóttin milli 28.
og 29. skyldi vera vökunótt með
guðsþjónustu, söng og bæna-
haldi og skrúðgöngum. Kross-
ar, kgleikar og kerti voru hvar-
vetna á lofti. Þessa nótt gerð-
ust jafnan mörg kraftaverk og
mikil.
Hér á landi var og mikil
trú lögð á Ólaf konung í ka-
þólskum sið. Um það vitna sög-
ur og kvæði.
En gervöll Norðurlönd, þar
sem Ólafur var í dýrlingatölu,
komu nýir siðir, og var Ólafs-
vakan aflögð sem hátíðisdagur,
nema í Færeyjum. Þar fékk
Ólafsvaka nýtt gildi og varð
Færeyingum meira virði en
útlendingar geta gert sér grein
fyrir í skjótu bragði, bæði í þjóð-
þjóðarinnar, bæði veraldlegum
og andlegum. Ekkert nafn er
jafn tíðnefnt í færeyskum
skáldskap. Þar eru guð og sankti
Ólafur beðnir að ráða fyrir
örvaroddum, það er hrópað á
heilagan Ólaf konung í hverri
neyð, viðureign við tröll, forn
eskju, vígamenn og náttúruöfl,
og hann brýtur fjötra af her-
teknum og opnar dýflissurnar
þeim, er í myrkvastofum eru.
Hvenær sem vanda bar að
höndum bað fólk að hjálpa sér
„guð og sankti Ólaf kóng.“
Menn báðu sér jafnvel kvenna
með nafn hans á vörum.
Þó að nú hvíli ekki lengur
nein helgi á Ólafi konungi í
Færeyjum, þá mun Ólafsvakan
lengi við líði haldast sem þjóð-
hátíðardagur Færeyinga. Við
þann dag er bundin hreinni
gleði og dýpri sorg en nokkurn
annan dag í sögu Færeyinga.
Þau spor, er hann hefir markað,
munu aldrei mást meðan fær-
eyskt hjarta slær í nokkurs
manns brjósti og færeysk tunga
er töluð.
Ég kann eigi betra ráð til þess
að gera skiljanlegt, hvað Ólafs-
vakan hefir verið og er meðal
Færeyinga, og hvað hinir beztu
menn vilja, að hún sé, heldur
en að birta í þýðingu kafla
úr ritgerð J. Dahl, prófasts
í Færeyjum, er hann skrifaði í
tímaritið Varðin í Þórshöfn ár-
ið 1930, er 1000 ár voru liðin frá
falli Ólafs konungs, sama árið
og við héldum 1000 ára alþing-
ishátíð okkar:
„I landi okkar og þjóðlífi er ’
ærið til aðskilnaðar. Fólkið býr
á dreif um eyjar og afbyggðir,
firðir og fjöll skilja það sundur
og byrgja útsýn, og sundur-
lyndið er ríkt í okkur. En Ól-
afsvakan hefir tengt okkur
saman. Frá fornum dögum hafa
menn komið til Þórshafnar á
Ólafsvöku, til þings og mann-
funda, til samkvæma-, leikja og
íþrótta, til dans og skemmt-
ana, til að hitta vini og frænd-
ur. Ólafsvakan hefir verið sam-
kVæmis- og samvistadagur með
þjóð vorri. Hún hefir viðhaldizt
sem tákn þess, að við erum öll
eitt og eigum að vera ein sam-
einuð þjóð. Ekki verður metið
það gildi, er Ólafsvakan hefir á
þennan hátt haft fyrir þjóðina
um aldaraðir. Hún hefir verið
band, er knýtti fólkið saman.
Og þetta hefir háft mikla þýð-
ingu fyrir tungu okkar, fyrir
kvæðin, dansinn, sögurnar,
okkar þjóðlegu siði, allt hið
færeyska þjóðlíf.
En yfir þessu öllu vakir
kirkjan. Ólafsvökudagur hefir
ávallt verið kirkjulegur hátíðis-
dagur. Hann er dagur helgaður
krossinum. Hið gamla lögþing
okkar, sem ávallt hefir verið
haldið í Þórshöfn, á elztu tím-
um í Þinganesi, en síðar ann-
ars staðar, var að upphafi vígt
hamri Þórs, en síðar er það
helgað hinum heilaga krossi.
Enn er lögþingið sett á Ólafs-
vökudag á ári hverju,*) og hlýt-
ur vígslu undir krossmarkinu.
Enn ganga þingmenn og prest-
ar í fylkingu úr þingstofu í
kirkjukórinn og síðan aftur i
þingstofuna. Enn er hvern Ól-
afsvökudag haldin guðsþjón-
usta i Hafnarkirkju, og prestar
eyjanna skiptast á um að pré-
dika þar ár frá ári, til tákns um
það, að jafnvel í kirkjulegu til-
liti skulum við vera ein heild,
eitt samfélag.
Þegar á það er drepið, að Ól-
afsvöku ætti ekki einungis að
halda í Þórshöfn, eins og títt
hafi verið alla tíma, heldur
einnig úti í byggðunum, þá mis-
skilja menn sjálfa grundvallar-
Goð uppástnnga
Ungur og mjög efnilegur
læknir, Þórarinn Guðnason,
flutti á miðvikudaginn útvarps-
erindi, um tilveruna innan
veggja sjúkrahúsanna og störf
læknanna þar. Að lokum erindi
síns, vék hann að því, hversu
mikill hörgull væri á sjúkra-
rúmum hér, svo að sjúklingar
yrðu að bíða vikum og jafnvel
mánuðum saman eftir sjúkra-
hússvist, sem þó væri ef til vill
eina vonin, sem þeir eygðu til
lífsbjargar sér. Það mætti og
vera ljóst, „að bæ, er væri í svo
örum vexti sem Reykjavík,
þyrfti meö fárra ára millibili
að reisa sjúkrahús með nokkr-
um tugum sjúkrarúma, ef
halda ætti í horfinu um sjúkra-
hús í hlutfalli við fólksfjöldann.
Væri þetta vanrækt, sæu allir
hvert stefndi.
*) Síðan 1936 hefir lögþingið
verið sett 5. septembermánaðar
ár hvert. —
hugsjón Ólafsvökunnar. Vegna
þess, að hún er einungis haldin
á einum stað, verður hún fé-
lagsták n og sameiningarfund-
ur fyrir alla þjóðina, bæði í
kirkjulegu og þjóðlegu tilliti.
„Fram Kristsmenn, kross-
menn, kóngsmenn". Þannig var
heróp liðsmanna Ólafs kon
ungs á Stiklastöðum.
Þessi orð skulu enn minna oss
á, að við eigum af tryggð og
samheldni að rækja skyldur
okkar við landið og vernda það
samhuga — að krossinn skal
rísa yfir starfi okkar öllu og
við í öllum hlutum láta leiðast
og stjórnast af anda Krists.“
Að lokum skal það tekið fram,
sem allir mættu að vísu vita,
þótt ekki væri sérstaklega á það
bent, að dans Éæreyinga á í-
þróttavellinum í Reykjavík á
þriðjudagskvöldið gefur ekki
hina minnstu hugmynd um
sjálfa Ólafsvökuna eins og hún
myndi horfa frá sjónarmiöi
áhorfenda. Það var hins vegar
ofurlítið sýnishorn af hinum
sérkennilega færeyska þjóð-
dansi. En þess verða menn að
gæta, hve aðstaðan til þess að
sýna þjóðdansana þarna á
vellinum var örðug og þess
vegna gat þessi sýning aldrei
orðið nema rétt svipur hjá sjón,
miðað við færeyskan dans eins
og hann er fegurstur og til-
komumestur. Slikt verður ekki
sýnt nema við góð og haganleg
skilyrði. En engu aö síður var
danssýningin vel þegin af ís-
lendingum og til þess fallin að
vekja athygli þeirra á þessari
þjóðarlist nánustu frændþjóð-
arinnar og þeirri, sem líkust er
okkur sjálfum að háttum og
hugarfari. Munu þeir margir,
er gjarna kysu að eiga þess kost
að kynnast færeyskum dansi
meira. J. H.
Þá vék Þórarinn að því,
hversu ástatt væri í þessu með
tilliti til fæðingarstofnana sér-
staklega. Fæðingardeild Lands-
spítalans hefði þegar í upphafi
verið of þröngur stakkur skorinn
enda væri eigi lengur unnt að
veita þar viðtöku öllum þeim
barnshafandi konum úr Reykja-
vík og nágrenni bæjarins, sem
óskuðu að ala þar börn sín.
Væri þó hart aðgöngu, að verða
að neita barnshafandi konum,
sem ef til vill væru umkomulitl-
ar og ættu alls eigi við þau skil-
yrði að búa, að þær gætu alið
börn í heimahúsum, um vist á
fæðingardeildinni. Benti hann
á í þessu sambandi, að Reykja-
víkurbær ætti ekki nema eitt
sjúkrahús, Farsóttahús, sem
reyndar væri allsendis ófull-
nægjandi, ef farsóttir bærust
út í bænum, þær, er verulega
kvæði að,og væri það þess vegna
ekki hörð krafa á hendur bæjar-
félaginu, að fé yrði lagt úr bæj-
arsjóði til þess að reisa gott og
myndarlegt sjúkrahús, þar sem
reykvískar mæður gætu alið
borgara framtíðarinnar við
sómasamlegan aðbúnað og að-
hlynningu. En til þess að vekja
þá til athafna, er hafa ráð bæj-
arins mest í hendi sér, bar Þór-
arinn fram þá athyglisverðu
uppástungu, að góðir menn, er
vildu nokkuö á sig lcggja til
umbóta í þjóðfélaginu, hæfu
fjáröflun í þessu skyni og stofn-
uðu sjóð, sem yrði notaður til
þess að hrinda þessu máli áleið-
is, þegar tími væri kominn til
athafna. Þessi sjóður ætti að
bera nafn Sveins Pálssonar
læknis, sem lagði líf sitt í hættu
til þess að bjarga konu í
barnsnauð, sem beið læknisins
banvæn hinum megin árinnar.
Þeir, sem vildu sjá borgið vel-
ferð manna, þegar sál þeirra
hafði losnað úr viðjum likamans
og yfirgæfi táradalinn, hefðu
mikið á sig lagt til þess að safna
fé til kirkjubygginga, er tengd-
ar væru nafni Hallgríms Pét-
urssonar, hins ódauðlega sálma
skálds, og orðið mikið ágengt.
Og hví skyldu menn, sem hafa
helgað krafta sína því verkefni
að stuðla að aukinni vellíðan
þeirra, sem lifa, ekki geta farið
sömu leiðir í baráttu sinni?
Þessi tillaga Þórarins Guðna-
sonar er svo athyglisverð, sem
og það annað, er hann sagði um
þrengslin í sjúkrahúsunum, að
ég hefi leyft mér að koma á
framfæri þessum örstutta út-
drætti úr útvarpserindi hans, ef
það mætti verða málefninu til
styrktar eða leiða athygli fleiri
að þvi, sem hér er um að ræða,
heldur en áður hafa gefið því
gaum.
J, H.
1ÓMS JÓIVSSO\:
Bjarni Asgeirsson
fimmtugur
i.
• í Egilssögu er sagt frá því, að
tveir voru meginstraumar í ætt
hinna fornu Mýramanna. Voru
sumir tröllauknir að vexti,
hamrammir að afli, dökkir á
brún og brá og miklir ójafnað-
armenn að skapferli. En í sömu
ættinni var annar þáttur ger-
ólíkur. Þar voru menn fríðir
og gervilegir, ljóshærðir og
þláeygðir, mildir í lund og
hneigðir til menningar og frið-
samlegra starfa.
Þegar Bjarni bóndi Ásgeirs-
son frá Knarrarnesi á Mýrum
heldur nú fimmtugsafmæli sitt,
efast menn ekki um að hann á
kyn sitt að rekja til hinnar
fríðu og menningarvænlegu
kynkvísla Mýramanna, og svo
hefir vinum hans og kynninga-
mönnum þótt vera frá því á-
hrifa hans fór að gæta utan við
bernskuheimilið.
Foreldrar Bjarna Ásgeirsson-
ar lifa nú í hárri elli hjá hon-
um að Reykjum i-Mosfellssveit.
Þau bjuggu lengi að Knarrar-
nesi, vestur við sjó í Mýrasýslu.
Þar fæddist Bjarni og þar óx
hann upp til fullorðinsára.
Hjónin í Knarrarnesi voru í
fremstu röð sinnar samtíðar að
gáfum, dugnaði og hvers konar
myndarskap. Þau voru vel efn-
uð, heimilið stórt og mann-
margt, bústörfin til lands og
sjávar í fjölbreyttasta lagi, og
sýnd rausn og atorka í dagleg-
um störfum og heimilishátt-
um. Bjarni stundaði ungur nám
í Verzlunarskólanum, og síðan
búfræðinám bæði á Hvanneyri
og á ýmsum stöðum á Norður-
löndum. Hann giftist ungur
gáfaðri og vel menntri konu,
Ástu Jónsdóttur. Þau hjón urðu
einna fyrst til að skilja hina
miklu breytingu, sem notkun
jarðhitans myndi hafa í för
með sér. Þau keyptu þess vegna
Reyki í Mosfellssveit og settu
þar saman stórbú, bæði til
mjólkurframleiðslu og garð-
yrkju. Mörgum árum síðar
keyptu forráðamenn Reykja-
víkurbæjar, svo sem kunnugt
er, þann jarðhita, sem afgangs
var frá búsþörfum á Reykjum.
Myndi margur Reykjavíkurbú-
inn nú óska að höfuðstaðurinn
hefði verið jafn snemma á ferð
með jarðhitakaup til að ylja
Reykjavík, eins og Reykjahjón-
in voru glöggskyggn á gæði
jarðarinnar til búnaðarfram-
kvæmda.
Bjarni Ásgeirsson varð á
æskuárunum einn af helztu
leiðtogum ungmennafélaganna.
Hann varð síðan einn af aðal-
mönnum við stofnun Tímans
og Framsóknarflokksins. Tíu
árum síðar varð hann þingmað-
ur Mýramanna og síðar bún-
aðarþingsmaður og að lokum
forseti Búnaðarfélagsins. Hann
hefir auk þess gegnt fjölmörg-
um störfum í almanna þágu,
en einkum við forustu ýmis-
konar landbúnaðannála, verið í
stjórn Búnaðarbankans, for-
maður í jarðamati ríkisins, og
alla þingtíð sína áhrifamaður í
landbúnaðarnefndum Alþingis.
II.
Það hefir orðið hlutskipti
Bjarna Ásgeirssonar að vera
tveim sinnum á æfinni einn af
fremstu mönnum í þýðingar-
miklum mannfélagshreyfing-
um, og síðar að fylgja fram
unnum sigrum á friðsamlegum
tímabilum. Þegar Bjarni var á
unglingsaldri, gekk alda ung-
mennafélagsstefnunnar um
land allt. í Reykjavík voru þá
tvö af áhrifamestu félögunum,
en annars voru ungmennafé-
lög svo að segja í hverri sveit á
landinu, og því öflugri, sem
meira var um manndóm og
menningu. Bjarni var á þessum
árum alloft í Reykjavík og
starfaði engu síður í félögun-
um þar, heldur en heima í
Mýrasýslu. í Reykjavík urðu
þeir Tryggvi Þórhallsson, Guð-
brandur Magnússon og Jakob
Ó. Lárusson æskuvinir hans. Á
héraðsþingum og sambands-
þingum ungmennafélaganna
kynntist Bjarni jafnöldrum
sínum úr öllum héruðum lands-
ins. Lágu síðar margir þræðir
úr starfi ungmennafélaganna
yfir í landssamtök Framsókn-
armanna.
Bjarni Ásgeirsson fékk ó-
venjulega aðstöðu til þroska,
þar sem saman fóru áhrif mik-
ilhæfra foreldra á ágætu sveita- j
heimili og hin mikla vakning1
æskuáranna. íslenzka dreif- i
býlið hefir verið þýðingarmesta |
og bezta uppeldisstofnun þjóð-
arinnar í þúsund ár, og er það
enn. Nú bættist við eldskírn
drengilegra og víðfeðmra hug-
sjóna. Ungmennafélögin stefndu
að því að gera íslenzku þjóðina
alfrjálsa menningarþjóð, þar
sem jafnrétti og drengskapur
réði lögum í skiptum manna.
Það átti að klæða fjallahlíð-
arnar skógi, rækta gróðurlend-
ið og fullnytja gæði hafs og
lands handa börnum þjóðar-
innar. Tvær styrjaldir og end-
urteknar kreppur höfðu þá
ekki dregið hulu sorgarinnar
yfir heiminn. Sú æska, sem þá
óx upp í landinu, þorði að hafa
hugsjónir og trúa á, að þær
væru dýrasta eign mannanna.
III.
Á miðjum stríðstímanum
1914—1918 hóf Framsóknat-
flokkurinn starf sitt. Hann fékk
liðsauka úr tveim áttum. Ann-
ars vegar frá samvinnumönn-
um víða um land, þeim, sem í
nálega mannsaldur höfðu starf-
rækt kaupfélög og átt í þrot-
lausri og illvígri baráttu við er-
lenda og innlenda samkeppnisr-
menn, sem _vildu mega skatt-
leggja samþegnana sér til per-
sónulegs framfæris og fjár-
gróða. Var þetta lið mikið og
valið, vant margháttaðri fé-
lagsmálabaráttu og að sækja
djarflega fram en stilla þó í
hóf, eftir því sem málefní stóðu
til. Hins vegar var æska lands-
ins, sem reynt hafði mátt sinn
í ungmennafélögunum, en hafði
nú náð þeim aldri og þroska, að
ekki varð unað lengur viðfangs-
efnum æskumanna. Einn af
fremstu samvinnumönnum
landsins, Sigurður Jónsson á
Yztafelli, varð fyrstur bænda
ráðherra á íslandi að tilstuðlan
Framsóknarmanna. Guðbrand-
ur Magnússon og síðar Tryggvi
Þórhallsson urðu ritstjórar
Tímans. Bjarni Ásgeirsson lagði
eftir efnum mikið fé fram við
stofnun Tímans. Hitt skipti þá
meiru, að hann beitti orku sinni
í félagsmálum eindregið til efl-
ingar hinum nýstofnaða flokki
samvinnumanna. Liðu svo
nokkur ár með ákafri og harð-
vítugri baráttu um landsmála-
stefnur, en óvíða voru átökin
harðari en í Mýrasýslu. Vigfús
Guðmundsson og Hervald
Björnsson voru oddvitar í liði
Framsóknarmanna í Borgar-
nesi, en kaupmenn, launamenn
ríkisins og þeirra fylgifiskar á
móti. Var í Borgarnesi stofnað
eitt hið fyrsta og öflugasta
Framsóknarfélag utan Reykja-
víkur. Kosningasigrar Fram-
sóknarmanna í Mýrasýslu síð-
an þá hafa annars vegar grund-
vallast á þessari skipulögðu