Tíminn - 01.08.1941, Side 3

Tíminn - 01.08.1941, Side 3
79. blað TÍMINN; fÓstmlagiim 1. ágást 1941 315 B Æ K U R pwbiimii iimniraa——gMHKaaMC—ei Prestasögrur II. Skrá- sett hefir Oscar Clau- sen. Útg.: Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri. 1941. 106 bls. Prent- verk Odds Björns- sonar. Bók þessi er ekki sagnfræði- rit, þar sem hvert atriöi er rann- sakað samkvæmt heimildum eða æfisögur manna sagðar í þeim tilgangi, að skýra skapgerð þeirra og rýna í þau rök, sem að athöfnum þeirra liggja. Sögurn- ar eru fyrst og fremst alþýðu- legar sagnir og munnmælasög- ur, en höfundur fyllir í eyðurnar með upplýsingum um mennina og samtíð þeirra, og byggir þar ýmist á prentuðum eða óprent- uðum heimildum. Er Clausen auðsjáanlega orð- inn fróður maður mjög og víða heima, enda hefir hann á síðari árum vakíð allmikla athygli, vegna sagnaþátta og alþýðu- legra munnmæla, sem hann hefir skrásett. Er frásögn hans Ijós og víðast skemmtileg. Þó finnst mér á stöku stað bregða fyrir smávegis tiktúrum, eins og t. d. þeirri, að geta helzt ekki nefnt biskup á nafn, nema segja „herra biskupinn“. Ef titlar eru á annað borð notaðir, er skylt að gera það með smekk- vísi. Eins og gefur að skilja, fjalla sagnir Clausens fyrst og fremst um menn, sem alþýðu manna hefir talið sérkennilega til orðs og æðis. Þó er ekki þar með sagt, að allt séu það lélegri menn en gengur og gerist. Sumir jafn_ vel framar samtíð sinni en al- mennt var álítið. Svo hygg ég t. d., að verið hafi um séra Hjálmar Guðmundsson. Er slæmt, að Clausen skyldi ekki hafa borizt til eyrna ýmsar sög- ur, sem ganga um hann á Aust- urlandi, og e(ru hvarvetna samkvæmíshæfar. En þær sýna m. a. uppfræðara, sem lagði engu minna upp úr fegurðar- smekk og hugkvæmni en lærð- um fróðleik. — Hitt er annað mál, að sökum andlegs sjúk- leika, sem samtíð hans mun hafa litið á sem skrítilegheit og sérvizku, hefir hann ekki að fullu notið hæfileika sinna. Hefi ég þó fengið þá hugmynd um hann, að hann hafi yerið ræðumaður góður, þegar honum var að öllu sjálfrátt og kunn- að undirbúa blaðalausa prédik- un, þannig að hún væri þaul- hugsuð frá upphafi til enda. Ég er þakklátur Clausen fyrir að safna sögnum um séra Hjálm- ar, en tel þó miður heppilegt að enda þáttinn á þeirri sög- unni, sem sízt er til þess fall- in að vekja virðingu fyrir þess- um gamla klerki. -r- Um séra Þórð í Reykjádal hefir meira verið ritað áður. — Hefir Clausen nú fært betur saman sagnir um séra Þórð og fyllt út í eyðurnar með fróðleik úr bréfabókum og handritum. Gefur þátturinn að öllu saman- lögðu góða hugmynd um sálar- líf séra Þórðar, og meðal ann- ars um veiklun hans. — Þátturinn um Grímseyja- presta, sá, er bókin hefst á, er annars eðlis en hinir tveir. Hér er sögð í stórum dráttum saga Grímseyjarpresta frá 1700 og til þessa dags. Skiptist þar mjög á skin og skuggar. Meðal þessara presta voru góðskáld eins og séra Bóas og séra Pétur, sem var bæði merkur annála- ritari og athafnamaður, og sið- azt en ekki sízt ágætismaður- inn séra Mattías Eggertsson. Merkileg er frásögnin um þá rekistefnu, sem varð út af séra Oddi V. Gíslasyni, er honum var veitt Grímsey. (Innan sviga langar mig til að benda á það sem verðugt verkefni fyrir þjöðsagnafræðing að safna munnmælum um séra Odd, þennan merkilega og stórbrotna mann.) Þegar Clausen gaf út fyrsta hefti af prestasögum sínum, var honum brugðið um það, að þar væri full-mikið af hneykslissög- um. í þessu hefti er slíku stillt í hóf, enda er það nauðsynlegt, ef skráðar eru sagnir af mönn- um einhverrar stéttar, að sem flestar hliðar komi þar fram. Vildi ég því að lokum gefa Clausen þá bendingu, að sagna- þættir af afreksmönnum stétt- arinnar mundu áreiðanlega verða vel þegnir. Sem betur fer á þjóðin líka í fórum sínum sög- ur um presta, sem voru íþrótta- menn, hagyrðingar, fyndnir menn o. s. frv. Jakob Jónsson. Vinnið ötullega fgrir Tímann. Dvöl er vandaðasta tímaritið. Það kostar 7 krónur árgangurinn, kemur út fjórum sinnum á ári, hvert hefti a. m. k. 80 lesmálssíður, alls 320 blaðsíður. Það eru góð bókakaup nú á tímum. 2. hefti 9. árgangsins er nýkomið út. í því eru þýddar smá- sögur eftir A. Schnitzler, Leo Tolstoy, Joseph Conrad og marga fleiri heimsfræga rithöfunda, kvæði þýdd af Magnúsi Ásgeirs- syni og kvæði frumort á íslenzku eftir Jón frá Ljárskógum og Kristínu Geirsdóttur í Hringveri, ferskeytlur eftir ýmsa, greinar eftir Þóri Baldvinsson, Guðmund Friðjónsson á Sandi og fleiri. í 1. hefti árgangsins voru þýddar sögur eftir Grazia Deledda, Martin Andersen-Nexö, Ríkard Long og Lafcadio Hearn og marga fleiri, kvæði eftir Guðmund Böðvarsson, Friðgeir H. Berg, Kára Tryggvason og Gunnar M. Magnúss og greinar eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, Hákon Bjarnason skógræktarstjóra, Þóri Baldvinsson og fleiri, í næsta hefti verða sögur eftir Johannes V. Jensen, Balzac og Vincent Benet, kvæði og greinar, allt valið efni. Gerizt áskrifendur að Dvöl og gerizt það strax. Hringið í síma 2353, sendið tilkynningu i pósthólf 1044 eða komið á Lindar- götu 9 A. TÍMARITIÐ DVÖL Lindargötu 9 A — Reykjavík. Lfósmæðraskólí íslands Námsárið hefst 1. október næstkomandi. Nemendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, heilsuhraustir (heilbrigðisástand verður nánar athugað í Landspítalanum). Konur, sem lokið hafa héraðsskólaprófi eða gagnfræðaprófi ganga fyrir öðfum. Eiginhandarumsókn sendist stjórn skólans á Landspítalanum fyrir 1. september. Umsókninni fylgi aldurs- vottorð, heilbrigðisvottorð og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi er. Umsækjendur, sem hafa skyldbundið sig til að gegna ljós- móðurumdæmi að námi loknu, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita, Landspítalanum, 26, júli 1941, Gn$m. Thoroddsen. ATH, Umsækjendur Ijósmæðraskólans eru beðnir að skrifa á um- sóknina greinilegt heimilisfang, og hver sé næsta símastöð við heimili þeirra. Gott væri ef þær, sem fá inntöku, gætu haft með sér yfirsæng og kodda. The World’s News Seen Through THE Christian Science Monitor An International Daily Newspaper is Truthful—Constructive—Unbiased—Free from Sensational- ism — Hditorials Are Timely and Instructive and Its Daily Featurcs, Together with the Weekly Magazine Section, Make the Monitor an Ideal Newspaper for the Home. The Christian Science Publishing Society One, Norway Street, Boston, Massachusetts Price #12.00 Yearly, or #1.00 a Month. Saturday Issue, including Magazine Section, #2.60 a Year. Introductory Offer, 6 Issues 25 Cents. Nscu-------------------------------------------- AsUnee- Ef þvo skal rúmteppi, föt úr ull, flónelsflíkur, silkitau, gluggatjöld og annan slíkan þvott, er hið úthrærða Perlu-duft látið í vatn, sem er nýmjólk- urvolgt (ekki kalt). Þvotturinn hreyf- ist rösklega með höndunum f 7—10 mín- útur, skolist vel úr hreinu vatni, tvisvar sinnum. Mislitur fatnaður, sem hætt er við að missi lit, skal þveginn á sama hátt. Fatnaður, sem þarf að sýna sérstaka nærgætni, svo sem barnaföt, silkiblúsur, silkinærföt, skinn og tauhanzkar, vaskaskinn, slæður allskonar. o. s. frv., skal þveginn sem hér segir: 1 matskeið af Perlu-dufti hrærist vel út í köldu, tárhreinu vatni og hellist í 1 lítra af volgu vatni. Það, er þvo skal, gegnbleyt- ist vel í leginum og þvælist í 5—10 mín- útur. Skolist vandlega tvisvar sinnum í hreinu, köldu vatni. PERLA SJÁLFVIRKT 1» V OTT AFFNI Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Iteykhíis. — Frystlhús. Niðursuðuverksmiðja. — Bjúgnagerð. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti, fjöVbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Fgg frá Fggjasölusamlagi Reykjavíkur. 5 nýjar bækor 1. MÁNASKIN, ljóðabók eftir Hugrúnu. 2. SQGULEGASTA FERÐALAGIÐ, eftir Pétur Sigurðsson. 3. ARFUR, skáldsaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 4. SAGNIR og ÞJÓÐHÆTTIR, eftir Odd Oddsson á Eyrarbakka. 5. SAGNIR ÚR HÚNAÞINGI, eftir Theódór Arnbjarnarson. Allt eru þetta góðar bækur, hver á sína vísu. Takið þær með yður, ef þér farið úr bænum, það er gott að hafa eitthvað til að líta i, ef dregur fyrir sólu. — flokksstarfsemi, og hins vegar á þingmannsframkvæmdum Bjarna Ásgeirssonar, og þeim aðdáunar- og velvildarhug, sem jafnan hefir fylgt honum vegna hinna björtu einkenna úr ættum Mýramanna. . Bjarni Ásgeirsson var .kjör- inn þingmaðyr vorið 1927, þeg- ar skuldaflokkurinn misstí völd i landinu, Nú hófst annar þátt- ur í hinum síðari baráttutíma hans. Tveir flokkar tóku nú sameiginlega við völdum í land- inu, og héldu þeim í fjögur ár. Þessi ár urðu afdrifarík í sögu þjóðarinnar. Stofnendur kaup- félaganna, frumherjar ung- mennafélaganna og drengileg- ir leiðtogar-verkamanna, eins og Jón Baldvinsson og Erlingur Friðjónsson, tóku nú höndum saman um að lyfta með sterk- um átökum hinum fjölmennu og kúguðu stéttum landsins jafnfætis þeim stéttum, sem fram að þeim tíma höfðu einir farið með mannaforráð á ís- landi. Þegar á að meta þýðingu þessa tímabils nægir ekki að tilgreina einstakar framkvæmd- ir eins og hafnargerð í Borgar- nesi, Hvítárbrú, héraðsskóla og héraðshöll í Reykholti, miklar vegagerðir, langar símalínur o. s. frv. Þessar framkvæmdir og margar aðrar hliðstæðar eru að vísu mikilsverðar, en þær eru í raun og veru aðeins hið sýni- lega tákn miklu þýðingarmeiri andlegrar hreyfingar í þjóðlíf- inu. Fram að vakningartíma kaupfélaganna og ungmenna- félaganna hafði, allt frá í forn- öld, átt við- um bændastétt landsins hin spaklegu ásökun- arorð Einars Benediktssonar frá aldamótaárunum: „Lægst á bekkinn lága stjórnað landsins óðalsstétt." Menn, sem voru ómálga börn þegar þessir atburðir gerðust, undrast hiriar vikulöngu eld- húsdagsumræður, sem þá fóru fram árlega á Alþingi. Þeir vita ekki, að þá var verið að lyfta hinum stóru vinnandi stéttum landsins af hinum „lægsta bekk“ til jafns við þá, sem töldu sig hafa rétt á öllu valdi, mannvirðingum og meiri- háttar fjárráðum í landinu. Barátta . Framsóknarmanna stefndi ekki að því að lækka' neinn mann eða neina stétt, heldur að afmá óeðlilegan og tilefnislausan mun einstaklinga og stétta, með þvi að opna leið til áhrifa og forustu í landinu öllum, sem höfðu til að bera dáð og dug, hvort sem þeir eigin- leikar voru arfgengir eða fengnir með skólagöngu, sjálfs- námi eða fjölbreyttu starfi. Hin hörðu pólitísku átök á kjör- tímabilinu 1927—31 stöfuðu af því, að fyrrverandi yfirráða- stéttir landsins kunnu ekki þess ari nýbreytni, fannst raunveru- lega þrengt að sér með hinni nýju skipulagi og beittu allri orku í sj álfsbaráttugkyni. Nú þykir mönnum meira og minna eðlilegt, að lítt eða ekki skóla- gengnir menn geti innt af hendi hin vandasömustu störf fyrir þjóðina, ef þeir hafa til þess dug og dáð. Menn átelja heldur ekki, þó að bændur og verka- menn fái að njóta trausts og viðskipta hjá lánastofnunum landsins. Nú er fyllilega gert ráð fyrir, að allir séu jafnir fyrir lögunum, og að fátækpr maður eigi að njóta jafnra mannréttinda eins og fjár- gróðamaðurinn. En þessi rétt- arbót var fengin með átökum og baráttu stéttanna, og lauk með endanlegum sigri jafnrétt- isstefnunnar á kjörtímabilinu 1927—31, Tíminn og Dagur höfðu und- irbúið þessa miklu hagfræði- breytingu með löngu fræðslu- starfi, en framkvæmdin varð að veruleika við eldraun þeirr- ar baráttu, sem leiddi til hinna löngu eldhúsdaga. Þar reyndu fulltrúar samvinnumanna og hinar vaknandi verkamanna- stéttir mátt sinn við hina fyrri valdhafa, og settust, að lokinni glímu, við þeirra hlið. „Aðal- stétt landsins“ hefir ekki óskað eftir að gjalda líku likt og taka sér stéttareinræði, að sið gam- alla og nýrra yfirráðastétta, heldur að tryggja sér jafnrétti og fullt athafnafrelsi við hlið annarra borgara í þjóðfélaginu. Bjarni Ásgeirsson var öll þessi hörðu og löngu baráttuár jafn- an í fremstu víglínu, og for- lögin höfðu ætlað honum það sæti. Ásgeir faðir hans hafði alið hann upp við frjálsmann- legar hugmyndir um réttlátan metnað bændastéttarinnar. Æskustarf hans í ungmenna- félögunum hafði eflt hann til að stefna að alhliða viðreisn lands og þjóðar. Að lokum kom hið eftirþráða tækifæri. í þrá- (Framh. á 4. síSu) Hreinar léreftstoskur kaupir PrentsmlSjaai Fdda Rókaverzlun IsafoldarprentsmilSju. TÍMINN er víðlesnasta auglýsiugablaðið! 128 Victor Hugo: Kvasimodo gaf kirkjunni yfirnáttúrleg- an og dulrænan svip. Egiptar myndu hafa álitið hann vera guð þessa must- eris. Þó hefði verið nær lagi að álíta hann vera illan anda. En Kvasimodo var sál kirkjunnar. Án hans hefði hún verið einmanaleg og lífvana. Þá hefði hún líkzt sálarlausum líkama eða höfði með brostnum augum. IV. KAFLI. Rakkinn og húsbóndi hans. Þrátt fyrir mannfyrirlitningu sína var þó ein vera til, sem Kvasimodo hat- aði ekki. Hann unni henni jafnvel meir en Frúarkirkjunni, þegar allt kom til alls. Þetta var Claude Frollo. Slíkt var næsta eðlilegt. Claude hafði tekið hann að sér, alið hann upp og veitt honum þá einu menntun, sem honum hafði hlotnazt. Þegar hann var í æsku, flýði hann jafnan til Claude; ef hundar eða drengir áreittu hann. Claude Frollo hafði kennt hon- um að tala, lesa og skrifa. — Hann hafði einnig gert hann að hringjara. Romeó hefði vart fagnað því innilegar að fá að njóta Júlíu, en Kvasimodo að mega ala aldur sinn í nálægð stóru klukkunnar. Esmeralda 125 ur og tréklukkan að auki. Henni var aðeins hringt frá því ulm hádegi á föstudaginn langa og til páskadags- kvölds. Kvasimodo hafði þannig fimmt- án klukkur í umsjá sinni. Eigi að síður unni hann Maríu, stóru klukkunni, mest. Maður getur alls ekki gert sér i hug- arlund gleði hans þá dagana, er hann átti að hringja stóru klukkunni. Þegar djákninn gaf honum merki, hraðaði hann sér upp í turninn sem mest hann mátti. Hann virti stóru klukkuna fyrir sér með djúpri viðkvæmni og mælti til hennar fagurmælum. Hann klappaði henni eins og hún væri reiðskjóti, sem hefði borið hann langa leið. Hann tók það sárt að verða að valda henni á- reynslu. Þegar þessum blíðuhótum var lokið, hrópaði hann til aðstoðarmanna sinna, sem voru neðst í turninum og bauð þeim að byrja. Þeir héngu brátt í köðlunum, og hin hrikalega málmvél hreyfðist. Kvasimodo fylgdi henni titr- andi eftir með augunum. Fyrsta högg- ið, sem féll á málmvegginn, fékk bjálk- ann, sem klukkan hékk í, til þess að skjálfa. Kvasimodo skalf í líkingu við klukk- una. Ha, ha! hló hann hlátri hins vitfirrta manns.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.