Tíminn - 19.08.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1941, Blaðsíða 2
334 TÍMIM, liriðjmlajgmii 19. ágúst 1941 84. blafS ‘gíminn Þriðjjudatiinn 19. ágúst Heímsókn Churchilís og íundurínn á Atlantshafínu Dagurinn 16. ágúst 1941 mun jafnan verða talinn merkisdag- ur í sögu íslands. Forsætisráð- herra Bretlands og áhrifamesti maður brezka heimsveldisins, Winston Churchill, ávarpar þá íslenzku þjóðina af svölum Al- þingishússins og endurtekur það fyrra loforð Bretlands og Bandaríkjanna að veita íslandi aftur fullt frelsi, strax að styrj- öldinni lokinni. Þótt við hefðum áður fengið slíkt loforð frá stjórnum þess- ara ríkja eykur það stórum gildi þess, að forsætisráðherra Bret- lands skuli sjálfur endurnýja það og gera það á þessum stað. íslendingar hafa treyst því að þetta loforð yrði efnt. En það má telja aukinn vott þess, að þessi ríki vilja að enginn vafi ieiki um efndir loforðsins, að sjálfur forsætisráðherra annars ríkisins endurtekur það á helg- asta stað þjóðarinnar. Það sýnir okkur betur en allt annað, að þótt við séum fáir og smáir er ekki af hálfu forráða- manna þessara stórvelda litið á okkur sem einskisverða og und- irokaða þjóð. Með þessu er okk- ur sýnt virðingar- og vináttu- merki, sem okkur er skylt að meta að verðleikum. Aðdáendur nazismans hér á landi reyna að telja íslendingum trú um, að þeir búi við sízt betri kjör af hálfu aðkomumannanna en hernumdu þjóðirnar í Ev- rópu. Þetta er hægt að segja þeim, sem ekkert reyna að fylgj- ast með málum. En dómur hlut- lauss stórblaðsins eins og „Dag- ens Nyheter" í Stokkhólmi er bezti leiðarvísirinn í þessum efn- um. Það lýsti nýlega þeirri skoð- un sinni, að íslendingar væru nú frjálsasta smáþjóðin í Evrópu. Það mun heldur ekki ofmælt, að engin smáþjóð í Evrópu býr nú við meiri velmegun en íslending- ar. Hjá öllum öðrum smáþjóðum Evrópu hafa lífskjörin stórum versnað síðan styrjöldin hófst. Víða er skortur brýnustu lífs- nauðsynja. Þetta gildir ekki að- eins hernumdu löndin heldur einnig lönd eins og Svíþjóð, Sviss og Spán, sem að nafninu til hafa enn ekki verið her- tekin. Með þessu er engan veginn sagt, að við eigum að vera á- nægðir með allt. í sambúð okkar og aðkomumannanna. Þvi fer fjarri. Við eigum ekki að dylja það, sem okkur finnst miður fara, bæði hjá þeim og okkur sjálfum. En það, sem vel er gert, eigum við líka hreinskilnislega að viðurkenna og meta. Einmitt það, að við höfum fengið að halda meira sjálfstæði og betri lífskjörum en nokkur önnur hernumin þjóð í núver- andi styrjöld, styrkir þá trú, að okkur myndi sizt til hagsbóta, að komast undir „vernd“ ein- ræðisríkjanna. En telja má víst að sú yrði niðurstaðan, ef viö nytum ekki verndar hinna vold- ugu lýðræðisþjóða. Nýlega hefir gerzt heimssögu- legur atburður, sem skiptir ís- lendinga og aðrar smáþjóðir miklu. Það er Atlantshafsfundur þeirra Roosevelts og Churchills Forráðamenn tveggja helztu lýðræðisríkja heims, birta ítar- legan boðskap um friðarmark- mið sitt. Þar er sérhverri þjóð heitið fullu sjálfræði til að velja sér stjórnskipulag. Ofbeldinu skal útrýmt í skiptum þjóðanna. Engin smáþjóð skal lengur þurfa að skjálfa af ótta, vegna yfir- gangssemi og drottnunarhneigð- ar voldugra nágranna. Hjá þeim þjóðum, sem nú búa við undirokun og kúgun, skín þetta fyrirheit sem fagurt Ijós í miklu myrkri. Meðal þeirra fer þeim mönnum daglega fjölg- andi, er óska þess af heilum huga, að þessari stefnu verði fylgt fram til sigurs. En þetta er ekkí aðeins ósk Esjuberg og Mógílsá Skömmtunín í Bretlandi Eftir Jóhaimes Delgason Sr. Haraldur Níelsson gerði þessa tvo bæi undir Esjunni að umtalsefni í stólræðu. Tveir menn höfðu gengið á Esjuna frá þessum bæjum. Síðan deildu þeir um útsýnið af fjallinu. Annar sagðist hafa séð Vest- mannaeyjar af Esjunni. Hinn fullyrti, að eyjarnar sæjust ekki af Esjunni. Mennirnir deildu um þetta í hita, þar til það kom í Ijós, að þeir höfðu ekki verið á sama sjónarhól, þó að þeir færu upp á sama íjallið. Útsýnið var ekki hið sama á Esjubrúnum, þegar gengið var upp frá Esjubergi, eins og ef leiðin var lögð frá Mógilsá. Sr. Haraldur lagði út af því, hversu harðvítugar deilur mynduðust oft manna á milli af því að ekki væri tekið tillit til, að menn hefðu oft útsýni yfir sömu viðburði frá mismunandi sjónarhólum. Alveg nýlega hef- ir svipað atvik komið fyrir í ís- lenzkum stjórnmálum. Ólafur Thors ráðherra og Finnur Jóns- son forstjóri hafa deilt harka- lega út af vissum atburðum viðvíkjandi skipulagi á sölu saltsíldar úr landi. Vegna þeirra, sem þekkja kúgunina að eigin raun, heldur einnig þeirra, sem njóta enn frelsis, en vita að kúgunin bíður þeirra, ef lýðræöisöflin bíða lægri hluta í þeim hildarleik, sem nú er háður. Þessi ósk er því sameign allra frelsisunnandi manna. Það er sama, hvort þeir eru í Bretlandi, Ameríku, á íslandi, í herteknum löndunum eða meðal þeirra þjóða, sem kúguninni beita. Allsstaðar er ósk þessara manna hin sama, að frelsið og lýðræðið beri hærri hlut. Við skulum að vísu játa, að það frelsi og lýðræði, sem hefir ríkt til þessa, hefir haft marga ágalla. Það þarfnast endurbóta. En með því að halda því, sem hefir unnizt, er jafnframt hald- ið opnum möguleikum til end- urbóta og bættrar mannfélags- skipunar. Með því að hverfa til einræðisins er horfið til baka og möguleikunum til endurbættr- ar og réttlátari þjóðfélagsskip- unar lokað um ófyrirsjáanlegan tíma. íslenzka þjóðin, a. m. k. yfir- gnæfandi meiri hluti hennar kýs sigur frelsis og lýðræðis í heiminum. Þessvegna er hún í hópi þeirra þjóða, sem fagna boðskap Atlantshafsfundarins og óska þess, að hann verði grundvöllur hins nýja friðar, þegar styrjöldinni lýkur. Þ. Þ. stjórnarsamvinnunnar og vegna þess, að Framsóknar- flokkurinn hefir valið einn fulltrúa aí fimm í síldarút- vegsnefndina, hefir Framsókn- arflokkurinn lítið eitt komið við þessa deilu, án þess að hafa markað aðstöðu sína glögglega. Aðaldeilan milii ráðherrans og forstjórans er raunverulega um það, hvort það sé heppilegt eða óhepppilegt, að aðalræðis- maður íslands í New York selji síldina til Ameríku, eða hvort í þá vandasömu stöðu eigi ein- göngu að nota hreinan og ó- mengaðan síldarspekulant, með æfingu frá skiptum við pólska Gyðinga. En skoðanamunur þessara tveggja manna kemur sýnilega af því, að annar hefir stigið upp á Esju viðskiptamál- ana frá Esjubergi en hinn frá Mógilsá. Þegar verið var að byrja að hafa íslenzka menn til starfa í utanríkismálunum, kom til orða í utanríkisnefnd, hvort ekki væri hægt að láta aðalræðis- menn og sendifulltrúa vinna fyrir verulegum hluta af kostn- aði við starfræksluna, með því að hafa sérdeild fyrir umboðs- skrifstofu og láta embættið fá allar tekjurnar. í fyrstu þótti mér þetta fýsilegt, til að stand- ast kostnaðinn við hið nýja skipulag. En við umræður kom í ljós, að þetta myndi ófram- kvæmanlegt. — Verzlanirnar, hvort sem væru kaupmanna eða kaupfélaga, myndu ekki sætta sig við, að starfsmenn landsins ytra, sem launaðir væru af iandinu, tækju nokk- urn beinan þátt í verzlunar- aðgerðum, heldur gæfu almenn- ar leiðbeiningar og vinsamleg ráð um sölu og innkaup í starfs- löndum þeirra. En brátt kom fyrir atburður, sem sannfærði mig um, að ekki væri unnt fyrir hina heiman- sendu umboðsmenn þjóðarinn- ar, að taka þátt í sölu eða inn- kaupum. ísland hefir nú í ár fengið sér nokkra ólaunaða kjörræðismenn í Englandi. Flestir þeirra eru útlendingar, af því að svo fáir íslendingar, með aöstöðu til ræðismanns- starfa eru búsettir í Englandi. Þó var þar ein sjálfsögð undan- tekning. í Leith er forstöðu- maður Sambandsins, Sigur- steinn Magnússon. Hann er g'reindur og vel menntur maður, afarduglegur og þaulkunnug- ur í Englandi. Skrifstofa hans er mjög nærri höfninni, þar sem leið ferðamanna liggur um. Það var sama hvort Garð- ar Gíslason eða Sigursteinn Magnússon höfðu slíka aðstöðu í Leith. Hvaða ríkisstjórn sem fór með völd á íslandi, hlaut að biðja þann þeirra, sem þar starfaði, að vera ólaunaður ræðismaður. En um leið og fréttin kom til íslands um hina sjálfsögðu út- nefningu Sigursteins, kom sam- an almenn kaupmannasam- kunda og mótmælti harðlega að maður, sem starfaði í Englandi fyrir samvinnufélögin, hefði þennan aimenna trúnað fyrir landið. Síðan bætti fundurinn við dylgjum um, að Sigursteinn myndi á þennan hátt kynnast verzlunarleyndarmálum ís- lenzkra kaupmanna. Yfirlýsing þessi var að vísu ó- rökstuddur vaðall, sem enginn tók mark á. Valræðismenn þjóða gefa leiðbeiningar til verzlun- armanna, en verzla ekki fyrir þá. Auk þess gat Sigursteinn ekki lært neitt af þessum hræddu mönnum, því að hann mun vita meira um verzlunar- hætti í Englandi heldur en all- ur hinn óánægði fundur í Reykjavík. En þó að ályktun fundar þessa væri hégómi, þá sýndi fundurinn ótvírætt hina sterku tortryggni, sem gegnsýrir ís- lendinga í þessum efnum. Og sennilega eru síldarsaltendur ekki beztir í þessum efnum. Það er sýnilega til að forðast tortryggni, að æfðir og duglegir verzlunarmenn, eins og Finnur Jónsson og Jóhann Jósefsson hafa farið saman langar ferðir til að selja síld utanlands. Hvor þeirra um sig er meir en maður til að inna af hendi slíkt verk. En þeir hafa búizt við svo magnaðri tortryggni frá um- bjóðendum sínum, að þeir hafa heldur viljað fara tveir saman. Eðli íslendinga er þannig, að það mun algerlega vonlaust að ætla launuðum starfsmönnum þeirra við utanríkismál, að fást við innkaup eða sölu, jafnvel þó að þeir geri vinnuna ó- keypis. Enginn starfsmaður landsins í utanrikisþjónustu hefir gefið minnsta tilefni til að vera tortryggður. En dæmið um hina óverðskulduðu og heimskulegu árás á Sigurstein Magnússon, sýnir, að þessi leið er engum fær. Hinir launuðu og ólaunuðu ræðismenn mega ekki gera meira en að gefa almenn ráð og bendingar, ef þeir eiga ekki að verða fyrir óverðskuld- uðum árásum. Um viðhorf Framsóknar- flokksins til einkasölu á síld vil ég taka þeta fram: Flokkurinn átti þátt í að koma á umboðs- sölu með síld. En síldarsaltend- ur misnotuðu þetta skipulag og gerðu það gjaldþrota. Stjórn Framsóknarmanna lagði þá einkasöluna niður. Síðar voru Jón Árnason og Finnur Jónsson Lesendum Tímans mun e. t. v. þykja fróðlegt að vita, hve brezka þjóðin herðir að sér mitt- isólina með skömmtun. Þótt skömmtunin sé í sumum tilfellum nokkuð skorin við nögl á okkar mælikvarða telja Bretar, að hún sé ekki fyrst og fremst til vegna vöruþurðar, heldur til að tryggja öllum það, sem þeir kalla „fair share“ eða réttlátan skammt. Þannig er hindrað, að þeir, sem auraráð hafa, geti byrgt sig upp meðan verðlag er lægra og með því móti skapað þurð hjá öðrum, ef birgðir væru ekki allaf nægar. Af þeim vörum, sem hér eru skammtaðar, er aðeins ein teg- undin skömmtuð í Bretlandi, sykur. Vikuskammtur sykurs á mann er 8 ozs, tæp 230 gr., eða 1 kg. á mánuði. Hér á landi er skammturinn 1.750 kg. Kaffi og kornvörur eru ekki skammtað- ar. Hins vegar er te skammtað, en það er samsvarandi þjóðar- drykkur þar í landi og kaffi er hér. Hver maður fær 2 ozs eða tæp 60 gr. á viku. Kjöt er skammtað og er viku- forðinn af því 1—1 y2 shillings virði á mann eða frá kr. 1.30 til kr. 2.00. í júlí var hann 1 s. 2 d. eða rúmlega kr. 1.50. — Fyrir börn er kjötskammturinn helm- ingi minni en fullorðna. Svína- kjöts (Bacon) er mjög mikið neytt á friðartímum, en nú er vikuskammturinn aðeins 4 ozs eða 115 gr. á mann. Allt feitmeti er skammtað, þar meðtalið smjörlíki, smjör, feitmeti til matargerðar, og fær hver maður 8 ozs á viku eða tæp 230 gr. Þó má sá skammtur ekki innihalda meira fengnir til að gera frumdrætti að síldarsöluskipulagi. Finnur hefði auðvitað kosið einkasölu. En Jón gekk ekki lengra en að stjórnin hefði heimild til einka- sölu. Útvegsmenn, og þeir eru flestir Mbl.menn, ákölluðu Har- ald Guðmundsson heitt og inni- lega og báðu hann að nota heimildina og koma á einka- sölu, hvað hann líka gerði. Ól- afur Thors hefir nú lagt þessa einkasölu niður, í bili. En hún hefir sannarlega ekki verið neitt brjóstbarn Framsóknarflokks- ins. Fritz Kjartansson er sagð- ur að standa framarlega í flokki síldarspekúlanta, og mun vera með öllum höfuðeinkenn- um stéttarinnar. Ég hygg, að ef samvinnufélögin ein saman hefðu átt að selja alla íslenzka saltsíld, mundu þau hafa valið til þess annan mann. J. J. en 2 ozs eða tæp 60 gr. af smjöri. Ost-skammturinn er 2 ozs á viku, en þó má kaupa fjögra vikna skammt í einu, ef óskað er, hvenær sem er i mán- uði. Undanþegnir þessum skammti eru landbúnaðar- verkamenn og neðanjarðar- námuverkamenn, en þeir fá 8 ozs skammt á viku, hver maður. Niðursuðuvörur eins og sulta- aldinsafi og síróp eru skammt- aðar og fær hver maður 1 lbs. eða um 450 gr. fyrir hvern al- manaksmánuð. Tveggja mán- aða skammt má þó kaupa í einu. Egg eru skömmtuð og er skömmtunin breytileg eftir birgðum. í júlí s. 1. var hann t. d. 4 egg á mánuði. Þetta eru þær matvörur, sem skammtaðar voru í júní s. 1. Nánari fyrirmæli um neyzlu matar eru auk þess í gildi, að því er snertir gistihús og mat- sölustaði. Ekkert hótel eða matsöluhús má framreiða við eina máltíð meira en einhvern einn eftirtaldra rétta: fiskur, kjöt, alifuglar, veiðidýrakjöt, egg og ostur. Þau mega heldur ekki veita nema tilskilið magn sykurs og smjörs. Á ferðum okkar íslending- anna í Bretlandi kynntumst við dálítið framkvæmd skömmt- unarinnar á gistihúsum og matsöluhúsum. í London bjugg- um við í einu bezta og dýrasta gistihúsi borgarinnar og þágum boð á ýmsum veitingahúsum. Hvergi urðum við varir við að vikið væri frá settum reglum, jafnvel í boði ríkisstjórnarinn- ar var ekki nein undantekning eða sérréttindi um að ræða. Þegar þess er gætt, að sumt efnað fólk í Bretlandi býr að staðaldri í slíkum gistihúsum, gefur það til kynna, að jafnt sé látið yfir alla ganga. — Okkur þótti sykurskammtur- inn óþægilega lítill — 1 lítill moli með 1—2 bollum af te eða kaffi. — En fyrirhyggja Ólafs Friðrikssonar bjargaði okkur frá miklum óþægindum af völd- um vanans, þareð hann hafði sykurbirgðir meðferðis, eins og við sáum aðra forsjála gesti gera. Allir neytendur í Bretlandi verða að skrá sig hjá ákveðn- um kaupmanni fyrir hverja skammtaða vörutegund, og geta þeir aðeins fengið hann hjá þeim kaupmanni. Fólk, sem lif- ir á gistihúsum og matsölum, þarf þó ekki að skrá sig persónu lega, heldur afhendir skömmt- (Framh. á 3. siðu) Kveðja Nygaardsvolds til íslenzku þjóðarinnar „fslendmgar hafa gert öllum heyrtnkunnugt uin þann sjálfstjiirnarvilja, sem verið hefir leiðarljós þeirra í þúsund ár“. Ræðu þá, sem hér fer á eftir, flutti Johan Nygaards- vold forsætisráðherra í árdeg- isveizlu, sem norska stjórnin hélt íslenzku blaðamönnunum í London, 11. júlí síðastl. Þykir Tímanum rétt að ræðan komi fyrir sjónir manna á íslandi, þar sem hún lýsir mikilli vin- áttu í garð fslendinga og glöggum skilningi á málum þeirra. Með sannri gleði ávarpa ég, sem yfirmaður upplýsingaskrif- stofu norsku ríkisstjórnarinnar, fulltrúa blaða og útvarps frá bræðralandi voru, íslandi. Allt frá söguöld hafa íslend- ingar og Norðmenn verið traustum böndum tengdir. Lífs- skilyrði og hnattstaða yzt í norðri, við harða veðráttu, hefir búið okkur sameiginleg örlög, sem hafa leitt til þess, að við höfum á gagnkvæman hátt fylgzt með rás viðburðanna meðal þjóða vorra. Og náin frændsemi og söguleg menn- ingarverðmæti hafa áreið- anlega alltaf verið sterkur tengiliður milli þjóða vorra. Ég bæti við því, að hvað því síðara viðvíkur, stöndum vér Norð- Nygaardsvold menn í mikilli þakklætisskuld við ísland. íslendingar gáfu oss konungasögur vorar og það verður vart orðum aukið, hví- líka þýðingu þessar sögur hafa haft fyrir þjóðlega viðreisn í Noregi og sjálfsfrömun. Þessar tvær þjóðir elska frels- ið, og þótt vér höfum á öllum öldum á margan hátt hneigzt til einstaklingshyggju, þá hefir ástin á ættinni og heimkynninu tengt einstaklinga þjóða vorra böndum þjóðarkenndar, sam- huga og föðurlandsástar. Og vegna þessarar þjóðartilfinn- ingar og þessa samhuga og föðurlandsástar höfum vér leit- ast við að nema lönd vor og skapa þjóðum vorum trygga menningar-, fjárhags- og þjóð- félagsaðstöðu. Að því er til míns lands tekur, er þetta friðsama umbótastarf hindrað vegna grimmilegs stríðs. Noregur varð að þola til- efnislausa árás, og í landi voru ríkja í dag erlendir harðstjórar, sem hafa afnumið hið gamla norska réttaröryggi og skapað ringulreið í fjármálum og þjóð- félagseymd í Noregi. Vér vorum eigi þeir einu, er á var ráðizt. Valdagráðugur einræðisherra, sem ekki ætlar aðeins að leggja undir sig alla Norðurálfu, held- ur allan heiminn, hefir með báli og brandi herjað á hvert landið eftír annað, hverja þjóðina eft- ir aðra. Arfgengar réttarfars- hugmyndir og gömul menning- arverðmæti hafa verið troðin í skarnið. Þrælahald og hjáguða- dýrkun hefir verið leidd í þeirra sæti. Þetta eru hörðustu þreng- ingarárin, sem að menning- unni hafa steðjað síðustu ald- irnar. Jafnvel ísland, sem í þúsund ár hefir verið fjarri styrjöldum og alþjóðadeilum, hefir dregizt inn í hringiðu stríðsins. En á- hrifin hafa verið ólík, að því er snertir Noreg og ísland. Norska þjóðin nýtur ekki lengur snef- ils af frelsi í hinu hertekna heimalandi sínu, en ísland hef- ir á þessum styrj aldartímum gengið endanlega til sætis með- al frjálsra, sjálfstæðra og sjálfráðra þjóða. Ég ætla að nota þetta tæki- færi til þess að óska íslandi til hamingju með þá sögulegu á- 'kvörðun, sem gerð hefir verið þessa daga. ísland hefir átt þátt í hinni norrænu samvinnu vorri í mörg ár, og staðið þar jafn- fætis hinum þjóðunum. Með hinni síðustu yfirlýsingu og kosningu sérstaks ríkisstjóra hefir ísland gert öllum heyrin- kunnugt um þann sjálfstjórn- arvilja, sem verið hefir leiðar- ljós íslendinga í þúsund ár. Það hefði verið viðeigandi, að bjóða ísland á ný velkomið meðal norrænna samstarfs- ríkja, en þetta gamla norræna samstarf er nú um hríð ó- kleift með öllu. ísland rís í dag úr hafi sem eina norræna land- ið, sem ekki er undirokað eða háð eftirliti þess valds, sem leitast við að tortíma öllu því, er vér höfum haft í heiðri og lagt á helgi á Norðurlöndum. Ég vil og óska íslandi til hamingju með ríkisstj óravalið. Ég hefi sjálfur haft kynni af Sveini Björnssyni á mörgum norrænum samkomum, og virt hann mikils sem þann mann, er ávallt hefir einlægan áhuga á velferð lands síns, jafnt sem samvinnu Norðurlandaþjóða. Hvað Norðmenn snertir, hafa þeir með mikilli gleði hlýtt á þau hlýju orð, sem ríkisstjór- inn lét falla, bæði um Norður- lönd og Noreg, er hann tók við embætti sínu. Slíkur vottur um samúð hitar oss um hjartaræt- ur eins og nú er ástatt. Vér höfum einnig skilið það sem tákn um ákveðinn vilja ís- lenzku þjóðarinnar. Vér vitum, að íslendingar taka á sama hátt og Norðmenn afstöðu gegn því stjórnarfari, er nú vill kúga frjálsar þjóðir með valdi mátt- arins. Það bætir ekki um í okk- ar augum, að þetta er gert í nafni hins norræna kynþáttar. Þúsund ár eru liðin síðan vér héldum þræla á Norðurlöndum, og vér óskum þess ekki, að hjóli tímans verði snúið til baka til þess tíma. Það er lífsskil- yrði fyrir hina arfgengu, nor- rænu menningu, að Þýzkaland Hitlers verði yfirunnið. Það er lífsskilyrði fyrir frjálsa sam- vinnu frjálsra þjóða á Norður- löndum, að þrældómsokinu verði létt af þjóðum vorum sem og öðrum. En Norðurlöndin geta ekki færzt í fang, að standa alein sem háborg lýðræðisins eftir þessí Ragna- rök. Vér verðum að eiga sam- starf við aðrar þjóðir, sem elska frelsið, fyrst og fremst þær miklu þjóðir, er nú berjast upp á líf og dauða gegn einræðis- ríkjunum við forystu Stóra- Bretlands. Líkt og mörg önnur lönd hefir ísland ekki verið búið undir allt það, er gerast kann á þessari skálmöld. Hern- aðarsakir lágu til þess, að hættan færðist yfir landið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.