Tíminn - 19.08.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.08.1941, Blaðsíða 3
84. blað TtmHflV, þriðjjadagiim 19. ágúst 1941 \ 335 A N N Á L L Afmæli. Ágúst Árnason kennai’i i Vest- mannaeyjum varð 70 ára 18. þ. m. Hann er fæddur 18. ágúst 1871 að Mörk undir Eyjafjöllum. Ólst upp hjá foreldrum sínum, Mar- gréti Engilbertsdóttur frá Syðstu-Mörk og Árna Árnasyni frá Seljalandi, við ærið kröpp kjör efnalega og öll venjuleg sveitastörf, og auk þess sjávar- verk á vetrum fyrir Eyjasandi eða í Vestmannaeyjum. Hann naut engrar kennslu á barns- aldrinum, þvi að farkennari kom fyrst í sveitina árið eftir að hann var fermdur. Grét drengur þá oft í laumi yfir því að geta ekki notið tilsagnar hans. Þó var hann þá orðinn allvel skrifandi eftir ýmsum fyrirmyndum. Laust fyrir tví- tugsaldur braust hann í það að komast í Flensborgarskólann, og útskrifaðist þaðan eftir tvo vetur, 1893, með ágætum vitn- isburði. Gerðist hann síðan farkennari heima í sveit sinni og hélt því starfi áfram 7—8 ár, ýmist þar eða í Fljótshlið- inni. Jafnframt því stundaði hann almenna sveitavinnu og smíðar á sumrin, en sjó- mennsku á vetrum. Jarö- skjálftaárið mikla, 1896, gerð- ist hann trésmiður, og hefir stundað smíðar annað veifið síðan. Sveinspróf tók hann að áeggjan Magnúsar Jónssonar, þáverandi sýslumanns í Vest- mannaeyjum, 1903. Alfarið fluttist hann til Vestmanna- eyja árið 1900. Og þar komst hann von bráðar í álit sem all- Þangað komu hersveitir banda- manna, einnig norskur her. í þessari viku hefir ísland sem sjálfsteett, fullvalda ríki, gert af frjálsum vilja samning við annað frjálst land, Bandaríki Ameríku, er tekið hefir að sér að vernda og hjálpa íslandi. Það var giftudrjúgur samning- ur, er tekið var af fögnuði í hinum norrænu löndunum. ís- land hefir með þessum hætti viljað koma í veg fyrir það, að þúsund ára gömul menning landsmanna verði fótum troðin, því að þjóðin er fámenn og hefir engar hervarnir. Mér er ljúft að eiga þess kost, að óska til hamingju með þetta sam- komulag, sem ég hygg, að veiti íslandi þá beztu vernd, er það gat fengið eins og á stóð. Með gleði hefi ég séð þau greinilegu og ófrávíkjanlegu loforð, sem forseti Bandaríkjanna hefir gefið forsætisráðherra íslands í þessu sambandi. Sögueyjan í Atlantshafinu verður eftir þetta brú milli þess bezta í hinum gamla og nýja heimi. ísland sjálft er tákn þess, að Norður- löndin og hin litlu ríki geta af- borið heimsstyrjöldina. íslenzku blaðamennirnir vita, hvernig stéttarbræðrum þeirra í öðrum norrænum löndum hefir farnazt. Nú eru þeir hiriir einu, ef undan eru þegnir fáir einir, sem koma fram sem fulltrúar frjálsra blaða. Spekingur sagði eitt sinn, að það væri eins með frelsið og ljósið og loftið: Eng- inn saknar þess fyrr en það er frá honum tekið, svo að fólki liggur við köfnun. Þetta hafa margir mátt reyna. Nú skal hið norræna frelsi eiga sér athvarf hjá yður. Þaðan er seinna unnt að fara til baka til hinna nor- rænu landanna, yfir hið sama haf og leið þess lá eitt sinn um — með víkingum, er fóru í Vest- urveg fyrir ellefu hundruð ár- um. fjölhæfur smiður og stóð fyrir ýmsum meiriháttar byggingum, t. d. gamla barnaskólanum (nú- verandi pósthúsi), Nýja bíó, auk fjölda íbúðarhúsa. Skipasmíð- um brá hann einnig fyrir sig í viölögum. Fastur kennari varð hann við barnaskóla í Eyjum árið 1907, og hélt því óslitið í 30 ár, eða unz hin nýju íræðslulög gengu í gildi, en þar er miðað við 65 ára aldurstakmark opinberra starfsmanna. (En lög þessi eru að ýmsi leyti ósanngjörn og koma hart niður á fullhraust- um mönnum, er halda óskertum starfskröftum). Fjölda trúnað- arstörfum hefir Ágúst gegnt hér í Vestmannaeyjum. Hann hefir verið virðingamaður Brunabótafélags íslands frá stofnun þess til þessa dags. í fasteignamatsnefnd frá 1920. í byggingarnefnd og raunveru- legur byggingarfulltrúi 10—12 ár, eða allt þangað til að fariö var að launa það starf. Síra Jes Á. Gíslason og Ágúst unnu þá allmikiö saman aö byggingar- málum, þegar bærinn var sem óðast að byggjast, og mun skipulagsnefnd þá hafa sagt, að það væri óvenjulega auðvelt að laga svona hraðbyggðan bæ, sérstaklega ef sömu menn fjöll- uðu um þau mál áfram. í skólanefnd átti Ágúst sæti all- lengi. í bókasafnsnefnd var hann kosinn þegar bókasafn bæjarins var tekið til notkunar aftur eftir nokkurra ára van- hirðu. Virðingarmaður Samá- byrgðarinnar hefir hann verið og fjölmörgum öðrum störfum hefir hann gegnt. Við þessi merku tímatakmörk i æfi Ágústar getur að líta all- langan og starfsaman dag að baki, og þegar þess er gætt, að hann vinnur öll sín störf af hinni mestu samvizkusemi og kostgæfni, geta samferðamenn hans sagt með sanni, að störf hans hafi bæði verið mikil og giftudrjúg. Það verður trauðla minnst á þennan merka mann án þess að drepa örlítið á hans aðalhugöarmál, en það eru bók- menntir. Ágúst er hinn mesti bókamaður, sannkallaður „bókaormur". Hann mun nú eiga eitt mesta einkabókasafn sem hér er til. Lengi vel mun hann hafa keypt hverja bók og hvert tímarit er hér kom út, auk þess kynstrin öll af erlend- um bókum, bæði á Norður- landamálum og ensku. Bók- menntir eru hans annar heimur er hann lifir og hrærist í. Sem af líkum lætur, er hann fjöl- fróður á bókmenntasviðinu, og þar mjög víða vel heima. Hann var hér um tíma bóka- vörður en var seinna ómaklega sviftur því starfi, og þó án efa þá færasti maður hér að hafa það starf á hendi. Og það er þeim, er þetta ritar, kunnugt um, að það hefir Á. Á. fallið þyngst, að vera sviftur þeirri ánægju í ellinni, að annast bókasafn bæjarins meðan kraftar leyfðu. Ágúst er hið mesta valmenni, og svo fáskiptinn að af ber, og óáreitinn sem mest má vera. Fremur mun hann teljast ó- mannblendinn og lítt fyrir'það gefinn að „trana sér fram“. En hann hefir fylgt þeirri gull- vægu reglu að tala fátt en hugsa margt. Fáum hefi ég kynnst, sem tryggari eru og vinfastari en hann, og ég minnist ekki að hafa átt kost á að kynnast manni með jafn- heilsteypta skapgerð. Hún er fastmótuð af upplagi annars vegar og stöðugum lestri úr- valsbókmennta hins vegar. Á- gúst er frjálslyndur maður og laus við kreddur og hleypi- dóma, og ávallt mun hann hafa skipað sér í flokk hinna frjáls- lyndustu í stjórnmálum og trú- málum. Framsóknarflokknum hefir hann fylgt að málum frá upphafi vega hans. Ágúst er giftur Ólöfu Ólafs- dóttur frá Hlíðarendakoti, hinni mestu myndarkonu. Eiga þau fjórar dætur uppkomnar, og einn dreng hafa þau alið upp. Vinir Ágústar og samborgar- ar senda honum, á þessum merkisdegi, hlýjar árnaðarósk- ir með þökk fyrir góða viðkynn- ingu á undanförnum árum, og störf í þágu byggðarlagsins. Megi svo æfikvöld hans verða bjart og ylgeislar uppheima verma öll hans ófarin æfiár. Sveinn Guðmundsson. Skömmtunin (Framh. a/ 2. síöu) unarseðlana sína til gistihúss- eigandans, en hann hefir svo hús sitt skráð. Sérstakar ráð- stafanir eru gerðar fyrir ferða- menn. Fyrir einstakar máltíðir á matsöluhúsum, matsöluvögn- um o. s .frv., þarf ekki að láta seðla. Benzín hefir verið skammtað síðan skömmu eftir að stríðið skall á. Skammturinn er 4—10 gallon — þ. e. um 18—45 lítrar — eftir hestöflum, eða sem ætl- aö er að nægi til að aka 150— 200 rnílur — þ. e. um 240—320 km. — á mánuði. Þessi skammt- I hefir þó nýlega verið minnkaður J um sjötta hluta. Aukaskammtur : er þó veittur í sérstöku augna- ' miði. Notandinn verður að halda bók, þar sem hann bókfærir hvernig hann notar það benzín, sem hann fær. Kol eru skömmtuð og er mán- aðarskammturinn 1 smál. á hverja fjölskyldu. Fyrsta júni s. 1. var tekin upp skömmtun á öllum fatnaði, dúk- um og ull til að spinna úr. Und- anþegið skömmtun er þó fatn- aðir barna innan 4 ára, höfuð- föt karla og kvenna, handklæði, borðdúkar, svo og ýmsir smærri hlutir eins og bönd, tvinni, teygjubönd, sokkabönd o. fl. Hver fullorðinn maður eða kona fær 66 miða á ári og sama tala miða er veitt fyrir börn eldri en 4 ára, en kaupmáttur þeirra miða er meiri. Kaupmátt fataskammts karla og kvenna má sjá með því að sýna hve marga miða þarf fyrir einstaka hluti, en þetta lítur þannig út: Fyrir karlmannaskammtinn mœtti kaupa: 1 föt ................ 26 miðar 1 par skór............. 7 — 3 pör sokkar, 3m.parið 9 — 2 skyrtur, 5 m. st... 10 — 2 aukaflibbar, 1 m. st. 2 — 1 sparibuxur .......... 8 — 4 vasaklúta, 1 m. 2 st. 2 — 1 hanzka .............. 2 — 66 miðar Fyrir fataskammt kvenna mœtti kaupa: 1 kápa ................ 14 miðar 1 ullarkjóll ........... n — 1 kjól úr öðru efni ... 7 — 1 par skó............ 5 — 1 treyja ............... 5 — 4 pör sokka, 2 m. parið 8 — 1 lífstykki ............ 3 — 1 pils ............... 4 _____ 2 pör undirf, 3 m.parið 6 — 1 par hanzka ...... 2 — 2 vasaklúta......... l — 66 miðar Kaupmáttur miðanna að því er snertir dúka fer eftir efni og breidd. T. d. verður að láta 3 miða fyrir yardinn (rúmlega 91 cm.) af ullardúk, sem er 36 ins (rúmlega 91 cm.) á breidd. Sama magn baðmullardúka eða dúka úr öðrum efnum krefst 2ja miða. Einn miða þarf fyrir hver 2 oz eða tæp 60 gr. af prjónagarni úr ull. — Miðana má nota í hvaða verzl-, un sem vera skal, hvenær sem menn óska. Aukaskammtur er veittur fólki, sem misst hefir fatnað í loftárásum og sem þarfnast nýrra fata. Einnig má panta fatnað gegnum póst, en senda verður tilskilda miðatölu með pöntuninni. í ýmsum greinum iðnaðarins þarf verkafólk meira af fatnaði og skóm en hinn árlegi skammt- ur leyfir. Samningar standa nú yfir um viðbótarskammt í slík- um tilfellum. Verið er að undir- búa viðbótarskammt til barns- hafandi kvenna, sömuleiðis fá óvenjustór („over size“) börn aukaskammt. Félög og stofnanir, sem vinna úr prjónagarni og dúkum til gjafa og þæginda fyrir hinar ýmsu deildir hersins, fá efni í slíkt, án miða. Ennfremur er öll- um gjöfum frá Bretlandi og annarsstaðar frá til fórnarlamba loftárásanna dreift út aðeins gegn skömmtunarseðlum. Skömmtunin gildir aðeins um þá hluti, sem keyptir eru í Bret- landi, en ekki um útfluttar skömmtunarvörur. — Rík tilfinning virðist fyrir því, að enginn megi safna að sér birgðum eða hafa sérréttindi, að því er snertir vörur, sem ekki eru skammtaðar. Verzlanirnar sjálfar taka að sér þá hlið máls- (Framh. á 4. síöu) . Skinnaverksmiðjan IÐUNN framleiðir fjölmargar tegunclir af skóm á karla, konur og börn. — Vlrntur eimfremur úr háðum, skiim- um og gærum margskonar leðurvörur, s. s. leður til skógerðar, fataskinn, hanzkaskinu, töskuskinn, loð- sútaðar gærur o. m. fl. Skinnaverksmiðjan Iðuim, er búin nýjustu og full- komnustu tækjum, og hefir á að skipa hóp af fag- lærðum mönnum, sem þegár hafa sýnt, aö þeir eru færir um að kcppa við útlenda farmleiðslu á þessu sviði. IÐUNNARV0RUR fást hjá kaupféiögum um allt land mörgum kaupmönuum. Iðunnarvörur eru smekklegar, haldgfóðar, ódýrar Notlð HHJIMAII vorur • VINNIÐ 0TULLEGA AÐ ÚTBREIDSLU TÍMANS • 144 Victor Hugo merkinu á brjóstinu og merki Parísar- borgar á bakinu. Kvasimodo var þungbúinn á svip, hljóður og rólegur. Annað veifið leit hann' þó gremjulega á hlekkina, sem á hann höfðu verið lagðir. Síðan svipað- ist hann um, en svo sljóft og dauðalegt var augnaráð hans, að kvenfólkið benti á hann. Flórían sat og íhugaði mikla ákæru, sem borin hafði verið fram á hendur Kvasimodo. Svo varkár var dómarinn, að kynna sér ávallt fyrirfram nafn sak- borningsins, starf og afbrot það, er hann var ákærður fyrir. Allt slíkt at- hugaði hann í tæka tið og lagði síðan spurningar sínar þannig fyrir sakborn- inginn, að yfirheyrslan gæti farið fram án þess að heyrnarleysið yrði of áberandi. En bæri svo til, þrátt fyrir alla varygð, að hann hlypi á sig með óskiljanlegu svari eða afkáralegri spurningu, héldu sumir, að það staf- aði af því, hversu hann var utan við sig, en aðrir kenndu um heimsku. Slíkt skerti ekki heiður embættis- manns. Það er langt um betra að hann sé utan við, sig og geri heimskupör, heldur en að hann sé heyrnardapur. Þegar hann hafði lesið skjölin nógu rækilega, hallaði hann sér aftur á bak og lokaði augunum til hálfs, svo að Esmeralda 141 enda salsins við liljum prýtt borðið. Við skulum gera okkur í hugarlund manninn, er sat við borð yfirdómar- ans. Olnbogunum studdi hann á borð- ið og höfuðið lét hann hvíla í hönd- um sér, en til beggja hliða voru háir hlaðar af lagaboðum. Hann var í dökk- brúnni kápu, en höfuðið umvafið hvítu paruki. Virðulegar og holdugar kinnar mættust undir lítilli höku, en augun voru illskuleg. Nú hafið þið nokkra hugmynd um Florian Barbedienne, þann er yfirheyrði sakborninga í yfir- réttinum. II. KAFLI. Heyrnarsljór dómari. En dómarinn var heyrnarsljór — of- urlítill ágalli fyrir mann, er skal yfir- heyra sakborninga. Engu að síður kvað Florian upp sína dóma, svo að eigi varð áfrýjað, og þótti mjög rétt- dæmur. Það er nægilegt, ef dómari læzt hlusta, og það gerði þessi dómari af mikilli alúð, því að hávaði truflaði hann aldrei. Það er líka það eina, sem er reglulega mikilvægt fyrir dómara. Hins vegar voru meðal gestanna í réttarsalnum fáeinir miskunnarlausir menn, sem lögðu sig fram um að fylgj- ast með orðum hans og athöfnum. Með-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.