Tíminn - 19.08.1941, Blaðsíða 4
336
TÍMIM, þrigjiidagiim 19. ágúst 1941
84. blað
Ludvíg Kaaber
(Framh. af 1. síðu)
þjóðbanka, en láta útlenda
bankann þoka í lægra sæti. Um
þetta varð löng og hörð barátta,
sem ekki verður rakin hér. Ár-
ið 1917 varð Magnús Sigurðs-
son bankastjóri í Landsbank-
anum og eftir að hinu fyrra
heimsstríði lauk, settist Ludvig
Kaaber við hlið hans í bankan-
um. Þessir tveir menn störfuðu
síðan saman í forustu bankans
um tuttugu ára skeið á þeim
tíma, þegar íslandsbanki sigldi
skútu sinni í strand, og Lands-
bankinn varð lífakkeri í ís-
lenzkum fjármálum.
Kaaber seldi sinn hlut í
heildsölufirmanu, þegar hann
varð bankastjóri. Hann var
hjálpfús í mesta lagi og mun
auður sá, er hann hafði eign-
azt á verzlunarárum sínum,
skjótt hafa gengið til þurrðar
sökum ríkmannlegs stuðnings
hans við menn, sem hann taldi
hjálparþurfi, og þó einkum við
trúarfélög þeirra er hann studdi.
Kaaber líktist að þessu leyti
meira íslendingum en Dönum,
sem kunna vel að gæta fengis
fjár. Bankastjóralaunin við
Landsbankann þóttu að vísu all-
há, en Kaaber hafði stóra fjöl-
skyldu, sást ekki fyrir um hjálp,
þegar þess virtist þörf, og mun
ekki hafa átt neinar verulegar
eignir, þegar hann andaðist.
Framsóknarflokkurinn bar á-
byrgð á því, að Magnús Sigurðs-
son og Kaaber urðu bankastjór-
ar í Landsbankanum, en Mbl-
menn á útnefningu Georgs
Ólafssonar. Hann var alla æfi
mjög heitur og einlægur stuðn-
ingsmaður síns flokks. Magnús
Sigurðsson og Kaaaber hafa
alla sína bankastjóratíð verið
utanflokka, en frjálslyndir í
þjóðmálum. Það stóð auðvitað
í valdi Framsóknarmanna að
skipa flokksmenn í þessi tvö
bankastjóraembætti. En þeir
lögðu enga áherzlu á að hafa þá
pólitíska samherja. Framsókn-
armenn höfðu engan hug á að
gera Landsbankann að flokks-
stofnun, heldur að þjóðbanka.
Þeir báðu ekki um sérréttindi
fyrír sig og sína í bankanum,
heldur jafnrétti. Atvikin hafa
líka hagað því svo, að andstæð-
ingar og keppinautar Fram-
sóknarmanna hafa notið megin-
hluta af veltufé bankans, þó
samvinnumenn hafi líka fengið
þar úrlausn sinna mála.
Stjórn Landsbankans á und-
angengnum tuttugu árum hefir
oft orðið fyrir harðri gagnrýni;
og enginn vafi er á að þar hafa
verið gerðar yfirsjónir í ráða-
gerðum og framkvæmdum eins
og í öðrum mannlegum athöfn-
um. En sú staðreynd stendur ó-
högguð, að undir stjórn þeirra
Magnúsar Sigurðssonar, Kaab-
ers og Georgs Ólafssonar varð
Landsbankinn hellubjargið í ís-
lenzkum fjármálum, og því
meir sem tímar liðu. Þessi sig-
ur í íslenzkri sjálfstæðisbaráttu
á fjármálasviðinu var unninn
undir stjórn þessara þriggja
manna.
Það mátti teljast furðulegt,
að hinn ungi samvinnumanna-
flokkur skyldi velja annan rík-
asta heildsalann í bænum og
það útlending, til að stjórna
þjóðbankanum. En þetta mann-
val var gert að yfirlögðu ráði.
Magnús Sigurðsson og Kaaaber
voru nákunnnugir og líklegir til
góðrar samvinnu. Kaaaber var
kaupmaður, sem hafði vegna
lífsskoðana sinna miklar mæt-
ur á samvinnuhreyfingunni.
Varð sú líka raunin á, að hann
vildi efla bæði heilbrigða kaup-
mennsku og samvinnu í verzlun
og sýndi það í verki sem banka-
stjóri. En auk þess þótti leið-
togum Framsóknarflokksins það
kostur, að Kaaaber var dansk-
ur, úr því hann var orðinn góð-
ur íslendingur. ísland var um
þessar mundir mjög háð Dön-
um í mörgu öðru en stjórnmála-
efnum. Aðalbankastjórinn í
íslandsbanka var danskur, og
íslandsbanki hafði þá forystuna
í bankamálum landsins. Eins og
þá var málum háttað í land-
inu, var kjör Kaabers í em-
bætti við Landsbankann réttur
leikur á taflborði hinna þjóð-
legu stjórnmála. Hitt er annað
mál, að hér eftir er ósennilegt
að nokkur útlendingur verði að
vild og tilstuðlan íslendinga
settur í stjórn þjóðbankans.
Kaaber hafði enga ástæðu til
að iðrast landnáms síns á ís-
landi. Hann fékk hér mikið og
margbreytt verksvið. Hann varð
brautryðjandi í því þýðingar-
mikla starfi að gera heildsölu-
verzlunina og fjármál íslenzkra
lánsstofnana innlend. Hann
gerðist íslenzkur borgari, og
börn hans halda áfram starfi
hans í hinu nýja ættlandi.
íslenzka þjóðin hefir ástæðu
til að þakka hverjum þeim er-
lendum manni, sem flytur
hingað til lands og starfar að
viðreisn íslands með drengskap
og manndáð, eins og Ludvig
Kaaaber.
J. J.
Sammngurinn . . .
(Framh. af 1. síðu)
þegar þeir telja sér það hag-
felt, enda var það þetta atriði,
sem mestum ágreiningi olli í
samningunum. Þó verður Bret-
um ekki beinlínis láð það, þó að
þeir vilji hafa tryggingu fyrir
því, að flutningaskip þau, sem
þeir senda hingað til fiskkaupa,
geti fengið fisk, en fyrir því var
engin trygging frá sjónarmiði
þeirra, ef íslenzkir útgerðar-
menn gátu látið skip sín kaupa
fisk á sömu höfnum, þegar þeim
bauð svo við að horfa.
Samningunum lauk með því,
að Bretar gáfu það eftir, að ís-
lendingar hefðu sjálfir í förum
30 smáskip, er önnuðust flutn-
inga á nýjum fiski á svæðinu
frá Eyjafirði austur um til
Vestmannaeyja. Þó er ekki úti-
lokað, að islenzk skip geti
einnig annazt fiskflutninga frá
Vestmannaeyjum.
Eins og kunnugt er, sömdu
Bretar um kaup á allri fisk-
framleiðslunni, að undanskildu
nokkru af saltfiski, harðfiski og
niðursoðnum fiski, sem heimilt
er að selja til annara landa.
Samið er um ótakmarkað magn
af nýjum fiski, saltfiski og
frosnum fiski, nema frosnum
flatfiski, þar er magnið ákveð-
ið 1400 smál., auk þeirra
birgða, sem til voru, þegar
samningar voru gerðir. Af nið-
ursoðnum fiski skuldbinda þeir
sig aðeins til að kaupa þær
birgðir, sem til voru 1 landinu
1. ágúst síðastl., og það, sem
kemst í þær umbúðir, sem verk-
smiðjurnar áttu þá ónotaðar.
Heimilt er framleiðendum nið-
ursoðins fiskjar, að selja vöru
sína til annarra landa.
Það má hiklaust fullyrða, að
söluverðið á fiskinum er vel við-
unandi. Verð á saltfiski er kr.
0.90 kg. fob. og á nýjum óhaus-
uðum fiski (þorski, ýsu, ufsa,
löngu, keilu, sandkola) kr. 0.35
kg. við skipshlið. Verð á beztu
teg. af kolaflökum er kr. 4.40
kg. fob. og fyrir flök af þorski,
ýsu, steinbít, karfa og löngu kr.
1.40 kg. fob.
Allur fiskur er fullgreiddur
við móttöku. Framleiðendur
saltfisks fá 75% af söluverðinu
greitt strax, þegar fiskurinn
hefir verið veginn og metinn
og liggur hann eftir það á á-
byrgð kaupenda. Ef ekki
er búið að taka fiskinn
tveimur mánuðum eftir að hann
hefir verið metinn, greiðir
kaupandi 20% til viðbótar, en
lokagreiðsla fer fram við af-
skipun. Svipaðir greiðsluskil-
málar eru á frosnum fiski.
Það er vitanlega fjarri því,
að íslendingar hafi fengið öll-
um kröfum sínum fullnægt í
þessum samningum. Hins vegar
er það ósanngjarnt að vera óá-
nægður með verðið á fiskinum.
Það er líka mesti misskilning-
ur, ef menn halda að slíkir
samningar gerist átakalaust eða
að Bretar hafi komið fram öll-
um sínum kröfum. í þessu sam-
bandi má geta þess, t. d., að
fyrsta tilboð Breta um verð á
saltfiski var £24.10,0 fyrir
smál., en samningar tókust um
£35.0.0. Þannig var það með
fleiri fisktegundir.
Þá má geta þess, er verður að
teljast mjög veigamikið atriði,
að brezka matvælaráðuneytið
tekur ábyrgð á verðhækkun á
salti og olíu, sem þarf til fisk-
framleiðslunnar.
Það var lögð mikil áherzla á
það, að brezka stjórnin tæki
samskonar ábyrgð á því, að kol
hækkuðu ekki í verði og léti
íslendingum í té nægileg kol, en
um það tókust ekki samningar.
Þó að ég geti ekki séð á-
stæðu til, að landsmenn séu óá-
nægðir með þennan samning
út af fyrir sig, er ég persónu-
lega óánægður með það, að ekki
skyldi vera hægt jafnframt að
semja um ýms önnur viðskipta-
mál milli landanna, en það er
ekki þeim mönnum að kenna,
er önnuðust um þennan samn-
ing af hálfu Breta, því að þeir
höfðu aðeins umboð til að semja
um fisksöluna. Hefir íslenzka
142 Victor Hugo:
al þeirra var Jóhann Frollo du Moulin,
þessi léttlyndi náungi, sem maður rakst
alls staðar á í París, nema þar sem
hann átti að vera, sem sé við ræðustól
háskólakennaranna. Þar var og vinur
hans, Róbert Poussepain.
— Sjáðu, sagði Jóhann hljóðlega við
félaga sinn. Sjáðu, Róbert. Þarna er
Jóhanna frá Buisson. Ég er viss um,
að hann dómfellir þessa fallegu stúlku.
Hann er jafn sjónlaus og hann er
heyrnarlaus. Sem ég lifi, hann dæmir
hana. Fimmtán ríkisdali og fjóra
skildinga fyrir að hafa borið tvær rósa-
fléttur. Það er helzt til dýrt spaug. Lex
duri carminis*). Hvaða fuglar eru þetta?
Tveir aðalsmenn mitt á meðal þessa al-
þýðufólks! Egill de Soins! Hutin de
Mailly! Tveir riddarar, corpus Christi.*)
Þeir hafa verið í fjárhættuspili. Hve-
nær skyldum við fá að sjá háskóla-
rektorinn hér? Hundrað dala sekt í
konungssjóð. Barbedienne hagar sér
eins og heyrnarlaus maður, sem hann
og er. Það væri nú meira guðslambið,
sem léti þetta hindra sig eða trufla við
spilamennskuna, spila nótt og dag, lifa
með spilin, deyja með spilin og spila
*) Latína, þýðlr: Hörð lög.
*) Latína, þýðir: Líkami Krists.
Esmeralda 143
um sálarheill sina, þegar skyrtan er
farin út í veður og vind. Guð minn
góður! Sjáðu þessar stelpur. Ein eftir
aðra, þessi blessuð lömb. Ambrosía Lé-
cuyére, ísabella la Paynette, Bérarda
Gironin. Ég þekki þær allar. Sekt, sekt.
Jú, hann ætlar að kenna ykkur að
þræða mjóa veginn. Tíu dalir. Litlu
hnjákurnar mínar! Djöfulsins óvinur-
inn, heyrnarlaus og heimskur. Sjáðu
hann þarna við borðið! Hann gín yfir
sakborningunum, gín yfir öllu, hann
maular og bryður og treður í sig. Sekt-
arfé, vafaeignir, skattar, skaðabætur,
vaxtafé, fangelsisvistir, húðstrýking og
gapastokkur er það, sem honum er
ljúfast að smjatta á. Horfðu nú á
þetta svín. Sjáðu, Róbert, hvern draga
þeir nú inn? Guð minn góður! Hví-
líkur sægur af lögregluþjónum og
réttarþjónum. Ég held, að það séu allar
tegundir af þjónum réttvísinnar. Þetta
hlýtur að vera dýrmæt bráð. Sjáðu nú,
Róbert, sjáðu. Jesús minn! Sjálft borg-
arfíflið, skrípið, hetjan, hringjarinn,
krypplingurinn! Það er Kvasimodo!
Og þetta var Kvasimodo, blóðugur,
reyrður böndum, hlekkjaður og í
strangri vörzlu. Hann var umkringdur
miklum flokki lögreglumanna, og
fremstur í flokki var sjálfur lögreglu-
foringinn, prýddur franska skjaldar-
ríkisstjórnin þegar borið fram
óskir við brezku stjórnina um
að hafnir yrðu samningar um
önnur viðskiptamál og að ó-
reyndu skal ekki efast um, að
Bretar verði við þeim tilmælum,
hver sem árangurinn kann að
verða. —
Eysteini Jónssyni fórust orð á
þessa leið:
■ — Upphaf þessa fisksamn-
ings við Breta er það, að mjög
var lagt að íslenzku ríkisstjórn-
inni, þegar siglingar stöðvuð-
ust í vetur, sem leið, að semja
við Breta að kaupa fiskfram-
leiðslu landsmanna hér „frítt
um borð“.
Ég álít þennan fisksamning
hagstæðan landsmönnum út af
fyrir sig. Fiskverðið hlýtur að
teljast hagstætt- eins og fram-
leiðslukostnaði er háttað enn
sem komið er, og í samningnum
er fólgin trygging gegn hækkun
á aðflutningsverði á salti og
olíu frá því, sem verið hefir um
skeið.
Skiptir þetta mjög miklu máli
fyrir útgerð allra smærri skipa
og báta. Þá er og mikilsvert
fyrir þá útgerðarstaði, sem
þess njóta, að íslenzk smáskip
geta keypt nýjan fisk til út-
flutnings.
Hins vegar mega menn ekki
gleyma því, að þessi fisksölu-
samningur fjallar aðeins um
einn þátt í viðskiptum okkar
við Breta— að vísu veigamik-
inn þátt.
Á þessu stigi er því ekki hægt
að fella neinn dóm um heildar-
viðskipti okkar við Breta á
þessu ári. Slíkt verður eigi
hægt fyrr en niðurstaða hefir
fengizt um þau mál, sem enn
hefir ekki verið gengið frá til
fullnustu. Má í því sambandi
nefna: Niðurfellingu þess
gjaldeyriseftirlits, sem hér hef-
ir verið af hálfu Breta, þau á-
kvæði í eldri samningum, er
snerta gengi íslenzkrar krónu,
vörukaup frá Bretlandi og sölu
þeirra íslenzkra afurða, sem
enn hefir eigi verið samið um.
Sumir kunna að álykta §vo,
að rétt hefði verið að ljúka ekki
samningnum um fiskinn fyrr
en samið hefði verið um öll
önnur meginatriði. En slíkt var
eigi kleift vegna þess, hve
mjög var aðkallandi að koma
fisksölunni og fiskflutningun-
um til Bretlands á hreinan
grundvöll — ekki sízt sölu salt-
fiskjarins. Bretum er vel kunn-
ugt um, að fisksölusamningur-
inn er gerður í fullu trausti
þess, að hinum sanngjörnu
kröfum íslendinga i öðrum efn-
um verði fullnægt. —
T-------GAMLA BÍÓ________-
Suðræn ást
(Lady of the Tropirs)
Aðalhlutverkin leika:
Robert Taylor
Hedy Lamarr
Aukamynd:
Thor Thors aðalræðis-
maður talar í tilefni af
för Bandaríkjahersveit-
anna til íslands
Sýnd kl. 7 og 9
--------nýja bíó----—
N ætur gestur inn
(He stayed for breakfast)
Amerísk skemmtimynd
Aðalhlutverkin leika:
Melvyn Douglas
Loretta Young
Sýnd kl. 7 og 9
býður yður björt og vistleg
salakynni, góðan beina, greiða
og hreinláta framreiðslu
EKKERT ÞJÓNUSTUGJALD.
Tilkynning
Verð á síldarmjjöli til innanlandsnotkunar
licfir ekki verið endanlega ákveðið eimþá, en
mjjöl |»að, sem keypt verðnr aíiient í ágúst*
mánuði, verður þó ekki yfir 33 krónur 100 kg.
frítt um borð.
Frá 1. september eru líkur til að mjölverðið
iækki eittthvað.
Siglufirði 18. ág'úst 1941
Síldarverksmiðjur ríkisins
Heimsókn . . .
(Framh. af 1. síðu)
fór úr bílunum, þar sem her-
mannaraðirnar byrjuðu, og gekk
hann meðfram þeim, ávarpaði
ýmsa hermennina persónulega,
spurði um líðan þeirra o. s. frv.
Ennfremur kallaði hann til
þeirra almennum hvattningar-
orðum. Þar sem hermannarað-
irnar enduðu var komið upp
palli og blakti brezki fáninn
þar við hún. Sendimenn er-
lendra ríkja höfðu komið þang-
að á undan Churchill og fleira
gesta. Churchill og fylgdarlið
hans tók sér stöðu á pallinum.
Stóð Churchill fremstur. Byrj-
uðu hermennirnir síðan að
ganga framhjá og tók það um
klst. Foringi hverrar herdeildar
heilsaði Churchill að her-
mannasið og svaraði hann á
sama hátt. Fyrst gengu yfir-
menn hersins hér, siðan hljóm-
sveit, þá bandarískur landher,
sjóher og flugher, þá ástralskir
og ný-sjálenzkir flugmenn, þá
brezkur landher og flugher,
norsk hersveit og síðast brezkt
flotalið. Hljómsveitir léku her-
gönguljóð meðan á sýningunni
stóð og var hún mjög tilkomu-
mikil.
Á pallinum voru, ásamt Chur-
chill, John Dill, yfirmaður her-
foringjaráðsins brezka, Doud-
ley Pound, æðsti foringi brezka
flotans, Godfrey Freemann,
varayfirforingi brezka flughers-
ins, Alexander Cadogon, yfir-
skrifstofustjóri í utanríkismála-
ráðuneytinu, og Franklin Del-
ano Roosevelt, sonur Banda-
ríkjaforseta. Er hann í sjóher
Bandaríkjanna og mun hafa
verið á skipum hér við land.
Að hersýningunni lokinni fór
Churchill til bústaðar brezka
sendiherrans og borðaði þar há-
degisverð. Síðar um daginn
heimsótti hann flugmenn í
herbúðir þeirra. Þá fór hann að
Reykjum í Mosfellssveit. Skoðaði
hann hverina og hveralækina
og fannst mikið til um. Hann
kom einnig í gróðurhúsin og las
þar nokkur vínber af grein og
gaf samfylgdarmönnum sínum.
Þótti honum þessi ræktun hin
merkilegasta. Þrjár íslenzkar
blómarósir hnýttu honum vönd
úr islenzkum rósum og bar
einkaritari hans hann, þegar
hann fór á skipsfjöl. Til endur-
gjalds ritaði Churchill nafn sitt
í nafnabækur þeirra og er það
gott merki um hina alþýðlegu
framkomu hans.
Fólk byrjaði að safnast sam-
an niður við höfn fyrir kl. 5,
því að um kl. 5 var búizt við að
Churchill færi. Á þvi varð þó
nokkur dráttur. Kl. 5.15 kom
Hermann Jónasson, forsætis-
ráðherra, niður á bryggju i
fylgd með yfirmanni brezka
landhersins. Stuttu síðar kom
Churchill, ásamt fylgdarliði
sínu. Steig hann úr bifreið
sinni ofarlega á bryggjunni og
gekk niður eftir. Mannfjöldinn
hyllti hann ákaft og brosti
Churchill til hægri og vinstri.
Þegar hann sá, að Hermann
Jónasson beið hans, gekk hann
til móts við hann og heilsaði
honum og þakkaði fyrir þá
hugulsemi að koma og kveðja
sig. Gengu þeir síðan saman
meðfram hermannaröðunum á
bryggjunni og niður að land-
göngubrúnni. Eftir nokkur
orðaskipti kvöddust þeir. Her-
mann Jónasson þakkaði Chur-
hiil fyrir heimsóknina, en Mr.
Churchill lét í Ijós ánægju sína
yfir að hafa komið til íslands.
Samkvæmt enskum útvarps-
fréttum, kom Churchill til Eng-
lands á mánudagsmorgun.
Það má óhætt segja, að þetta
er merkasta heimsóknin, sem
ísland hefir fengið. Aldrei hefir
jafn valdamikill eða heims-
frægur maður heimsótt landið.
Framkoma Churchills var öll
með þeim hætti, að hún hreif
áhorfendurna. Honum er bezt
lýst með hinum alkunnu orðum
„þéttur á velli og þéttur í lund“.
Hann er ekki hár vexti, en þrek-
vaxinn og svipurinn lýsir mik-
illi einbeitni og viljafestu. Hann
var látlaust búinn og framkom-
an öll yfirlætislaus og alþýðleg.
Þaö vakti athygli, hversu ótta-
laus Churchill var, t. d. þegar
hann gekk í gegnum mann-
þröngina niður á bryggjunni.
Einræðisherrarnir stíga ekki
eitt fet; án þess að vera þraut-
verndaðir á allar hliðar.
Óhætt má segja, að Chur-
chill hefir verið betur fagnað
en nokkrum öðrum útlendingi,
er hingað hefir komið. íslend-
ingar eru þó orðlagðir fyrir að
vera tregir til að hylla útlenda
gesti. Má vel af þessu marka
hug þeirra til núverandi styrj-
aldaraðila.
Skömnstunin . . .
(Framh. af 3. síðu)
ins. Verzlanirnar láta ekki nema
takmarkaö magn af vörum, eða
eins og skynsamlegt má teljast
að nægi til persónulegra nota.