Tíminn - 02.09.1941, Page 1

Tíminn - 02.09.1941, Page 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARXNN ÞÓRARIN8SON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN. ^ RITSTJÓRNARSKRIFSTOrUR: EDDXJHÚSI, Llndargötu 9A. AFOREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. Simar 3948 og 3720. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 25. ár. Heykjavík, þriðjudagiim 2. sept. 1941 88. blað Annar blær á samningunum við Breta á þessu ári en 1939 og ’4Ö Verðlækkun á físki og kartpflum Hvenœr vertía farm- jgjöldin lækkuð ©g kornvörutollurlnn afnumlnn? Viðskiptamálaráðherra hefir samkvæmt tillögum verðlags- nefndar ákveðið hámarksverð á fiski hér i bænum. Hámarksverðið er sem hér segir: Þorskur á sölustað 55 au. kg. — heimsendur 60 — Ýsa á sölustað 60 — — — heimsend 65 — — Útsöluverðið var 70 aurar kg. af þorski og 80 aurar kg. af ýsu. Kartöfluverðlagsnefndin hef- ir ákveðið að á tímabilinu 1. sept. til 31. okt. í ár skuli vera eftirfarandi verð á kartöflum: Heildsöluverð í búðir og til annarra hliðstæðra aðila kr. 55.00 pr. 100 kg. Smásöluálagn- ing við sölu í lausri vigt má ekki fara fram úr 35%. Verðið er miðað við góða vöru, að- greinda eftir þeim reglum, er Grænmetisverzlun ríkisins hef- ir sett um kaup á kartöflum undanfarin haust. Verðlag á góðum og ósýktum kartöflum skal vera það sama og kartöfl- um á þessu fyrrnefnda tíma- bili“. Samkvæmt þessu verður smá- (Framh. á 4. síSu) Áður var samið um viðskiptin í heiid, en nú láta Bretar sitja í fyr- irrúmi sérsamninga um pœr vörur, sem peir parfnast mest. Víðtal við Jón Arnason íramkv.stjóra Tíminn birti nýlega við- töl um fisksölusamninginn við Jón Árnason fram- kvæmdastjóra, sem á sæti í brezk-íslenzku viðskipta- nefndinni, og Eystein Jóns- son viðskiptamálaráðherra. Var þar sýnt fram á, að þessi samningur væri hagstæður út af fyrir sig, ef hann væri framkvæmdur á viðunandi hátt. Hinsvegar var að því vikið, eins og líka hafði áður verið gert hér í blaðinu, að heildarviðskiptin við Breta yrðu að dæmast eftir þeirri lausn, sem yrði á öðrum at- riðum, sem enn hefði ekki verið fullsamið um. Má þar nefna innflutning frá Bret- landi, sölu landbúnaðarvara þangað, eftirlitið með Ame- ríkuviðskiptunum og höml- nia.1 194°. -sen£1 br®zka rIkls_ stjornm hmgað sendiherra og brezku ríkisstjórnarinnar hóf- ust meö bráðabirgðasamkomu- lagi, sem gert var við aðalræð- ismann Breta hér í september 1939. Næsta spor er það, að send er héðan nefnd til London í október 1939. Vann nefndin að samningum þessum þangað til um miðjan desember sama ár, og lauk þeim með samkomu- lagi í bréfi frá Sir George Mounsey til formanns íslenzku nefndarinnar, Sveins Björns- sonar, dags. 29. des. 1939. Umboðsmenn brezku stjórn- arinnar settu það sem ófrávíkj- anlegt skilyrði, að íslendingar seldu ekki framleiðsluvörur sínar til þeirra þjóða, sem þeir ættu í ófriði við, en viður- kenndu hins vegar, að sér bæri að bæta íslendingum markaðs- töpin, sem þeir biðu vegna hafnbannsins (Compensation for lost markets). Þegar fsland var hernumið af Bretum 10. Hvað stendur stríðíð lengí? Spuruing'm, sem allir spyrja, eu eu^inn getur svarað Hvað stendur styrjöldin lengi? Hvenær verður stríðið búið? Verður stríðið búið í vetur eða vor? Engar spurningar eru oft- ar á vörum manna um þessar mundir. Þessara spurninga er spurt næstum jafn mikið hvar sem er í heiminum, því fáir eru þeir einstaklingar, sem úrslit styr j aldarinnar skipta ekki meira eða minna máli. En það er áreiðanlega enginn fær um það, enn sem komið er, að svara þessum spurningum. Sjálfir forsprakkarnir, eins og Hitler og Churchill, eru engu fróðari um það en almúgamað- ur norður á íslandi eða suður í Afríku. Eitt er víst: Þær vonir, að styrjöldin verði til lykta leidd á þessu ári, eru úr sögunni. Er- lendum fréttariturum, sem dvöldu í Þýzkalandi um sein- ustu áramót, kom saman um, að þýzka þjóðin væri fullviss um sigur á komandi ári. For- ráðamenn hennar fullyrtu það lika óspart. Þýzka þjóðin er nú vafalaust hætt að ala þessar vonir í brjósti. Hins vegar gerðu Bretar sér Ofbeldísverk Þegar blaðið var að fara 1 prentun, barst því eftirfarandi fregn frá skrifstofu sakadóm- ara í Reykjavík: Síðastliðið sunnudagskvöld skömmu fyrir kl. 10, komu til sumarbústaðar skammt frá Hólmi hjón ein, er kváðust hafa orðið fyrir árás amerískra her- manna. Eigandi sumarbústað- arins ók þeim þegar á fund sakadómara eins og þau þá voru á sig komin. Voru þau þegar tekin til yfirheyrslu af rannsóknarlögreglunni og her- lögreglunni og rannsökuð af héraðslækni og herlækni. Frásögn þeirra hjóna er á þá leið, að þau hafi verið að berj- um í hrauninu fyrir neðan Hólm. Hafi þá komið til þeirra fjórir amerískir hermenn og gefið sig á tal við þau, og síðan fyrirvaralaust ráðist á þau og fellt. Nauðguðu þeir því næst kon- unni, hver eftir annan, en héldu manninum á meðan. Hurfu þeir að því loknu á burtu með ógn- unum að því er þeim hjónum virtist. Við iiðsskoðun, er ameríska herstjórnin lét fara fram í gær og í fyrradag tókst hjónunum að endurþekkja þrjá þessara manna og fjórði maðurinn hef- ir nú einnig fundizt.“ Ennfremur hefir blaðinu borizt yfirlýsing frá yfirforingja Bandaríkjahersins hér, þar sem hann harmar þennan atburð. Segir hann, að þetta sé í fyrsta sinni í sögu sjóhers Bandaríkj- anna, en herliðið hér tilheyrir honum, er slíkur atburður gerist. Hann fullvissar íslenzku þjóðina um, að sökudólgunum verði stefnt fyrir herrétt og (Framh. á 4. síSu) urnar á gengi krónunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir ríkisstjórnarinnar, hefir enn ekki fengizt við- unandi lausn þessara mála og vekur það vonbrigði og ótrú á loforðum Breta. Vegna sívaxandi umræðna um þessi mál hefir Timinn talið rétt að rifja upp viðskipti Breta og íslendinga í aðaldrátt- um. Hefir blaðið því snúið sér til Jóns Árnasonar fram- kvæmdastjóra og fer frásögn hans hér á eftir: — Samningarnir milli ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og verzlunarfulltrúa. Þá var því lýst yfir, að ríkisstjórn Stóra- Bretlands muni veita íslending- um hagfellda verzlunarsamn- inga. Var þegar tekið til ó- spilltra mála um endurskoðun hins eldra samnings, og enn var grunntónninn í málaflutn- ingi umboðsmanna brezku rik- isstjórnarinnar sá, að þó brezka ríkisstjórnin sæi sér ekki fært að kaupa allar framleiðsluvör- ur íslendinga viðunandi verði, þá viðurkenndu þeir þá skyldu sína að sjá atvinnulífi lands- manna borgið, með því að leggja fram fé til verðuppbót- (Framh. á 4. síðu) unum og þótt þeir geti ekki hrósað fullnaðarsigri yfir Rúss- um, geta þeir bent á stórkost- lega hernaðarlegan árangur í Rússlandsstyrjöldinni, er hlýt- ur að styrkja trúna á yfirburði þýzka hersins. Og það er engin ástæða til að ætla, að þýzka þjóðin geti ekki borið aukna matvælaskömmtun og harðari loftárásir, ef þörf krefur. Sá hugsunarháttur er áreiðanlega ekki síður ríkur þar en í Bret- landi, að framtíð þjóðarinnar velti á úrslitum styrjaldarinnar og þess vegna verði allir að leggja fram krafta sína og reyna á þolinmæðina til hins ítrasta. Það er vafalaust mis- skilningur, að eins og nú er komið, geri þýzkur almenning- ur mun á nazistum og Þjóð- verjum. Churchill forsætisráðherra varaði líka við öllum slíkum bjartsýnisdraumujh í seinustu ræðu sinni. Styrjöldin gæti orð- ið löng og menn yrðu að vera undir það búnir, að þurfa að færa enn stærri fórnir. Öruggast virðíst það að gera enn ráð fyrir löngu striði. Það er hin sorglega staðreynd, að það Ijóst, að ekki var rétt að agaiátökin eru milli tveggja búast við friði á þessu ári. For ráðamenn þeirra, eins og t. d. Churchill, höfðu gert þeim ljóst, að brezki herinn hefði ó- nógan undirbúning til að geta knúð fram sigur með hernaðar- átaki á þessu ári. Við skulum tala um 1942, 1943 og 1944, hefir Churchill sagt, þegar hann hef- ir verið spurður um hvenær Bretar yrðu komnir í sóknar- aðstöðu. Þeirrar skoðunar gætir nokk- uð, að Þjóðverjar muni tæpast geta þolað næsta vetur, ef styrjöldinni við Rússa verður ekki lokið með sigri þeirra fyr- ir haustið. Það er sagt, að naz- istastjórnin muni verða óvin- sæl, þar sem hún hefir ekkí get- aö efnt loforðið um frið á þessu ári, öflun matvæla og ýmisra hráefna muni verða mjög örð- ug og loftárásir Breta muni skapa mikinn geig hjá þýzkum almenningi. En þess ber að gæta, að valdhafarnir hafa ör- ugg tök á öllum áróðurstækj- A. KROSSQOTIJM Síldveiðin. — Fiskirækt í Dölum og Norður-ísafjarðarsýslu. — ^ Húsnæðis- leysið í Reykjavík. — Óttast um leiguskip Eimskipafélags íslands Sfldveiðin hefir nú örfazt á ný, og var i gær búið að salta um 18 þúsund tunnur á Siglufirði síðan á laugardag. Til síldarverksmiðja ríkisins á Siglu- firði höfðu borizt um 13.000 mál síðan fyrir helgi og 4 til 5 þúsund mál til hinna verksmiðjanna, Rauðku og Gránu, eða alls um 18 þúsund mál. Síldin er mest á Grímseyjarsundi, en heldur gisin. Vegna þess, hve lítið veiddist undanfarið, voru mörg skip hætt veiðum og farin heim eða á fisk- veiðar. í sumar voru um 67 skip, sem lögðu upp síld hjá síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, en mörg þeirra hættu veiðum fyrir fullt og allt, þegar síldin hvarf af miðunum á dögunum. Munu nú aðeins 30 skip vera eftir af þeim, sem leggja upp síldina hjá síld- arverksmiðjum ríkisins. Til Raufar- hafnar hefir engin síld borizt um all- langt skeið, og er bræðslu lokið þar. Er búizt við, að sú verksmiðja starfi ekki meira á þessu sumri. Alls hefir ríkisverksmiðjunum á Siglufirði borizt um 370 þúsund mál í sumar, en heild- araflinn, sem bræddur var í fyrra, nam 750.160 hl. r i r Ólafur Sigurðsson fiskiræktarráðu- nautur dvelur hér í bænum þessa dag- ana. Hann hefir verið á ferðalagi um Dalasýslu og Norður-ísafjarðarsýslu síðastliðinn hálfan mánuð. Tiðinda- maður blaðsins innti Ólaf eftir þessu ferðalagi, er hann átti tal við hann í gær. — Ég var að vinna að stofnun veiðifélaga við árnar, sagði Ólafur, og jafnframt að koma bændurn í skilning um það, hvílíkt verðmæti þeir hafa undir höndurn, þar sem árnar eru. í Hvammssveit er félagsstofnun í upp- siglingu. Ákveðið hefir verið að gera tvo fossa í ám, er mynda Laxá í Hvammssveit, fiskgenga, en það eru Hólafoss og Geirmundarfoss. Er á- ætlað, að sú viðgerð kosti tvö til þrjú þúsund krónur. Sá kostnaður er ekki lengi að vinnast upp, þegar laxinn er farinn að ganga í ána. Á Arngerðareyri var stofnað veiðifélag. Voru stofnend- ur þess veiðieigendur í Langadals- og Hvannadaisá. Undanfarið hefir nokk- ur lax gengið í þessar ár, en því miður verið veiddur í net. En nú verður þeirri veiði hætt, og hyggst félagið að byggja klakhús við Hafnardal á Langadals- strönd. í Laugardal i Ögurhreppi eru ágæt skilyrði til fiskræktar. Þar er starfandi fiskifélag. Þar í ánni er all- stór foss niðri undir sjó. Hafa bændur þar í nágrenninu hug á að láta gera fossinn laxgengan á þessu hausti. Tals- verður lax hefir veiðzt fyrir neðan fossinn og er sennilegt, að það sé að þakka laxaseyðum, sem Jón heitinn Baldvinsson lét flytja i ána fyrir nokkrum árum. Yfirleitt e’r mikill á- hugi ríkjandi meðal manna fyrir fisk- íriðun og aukinni fiskrækt. r r r Undanfarna daga hefir húsaleigu- nefnd skráð húsnæðislaust fólk í Reykjavík. Alls hafa 664 húsnæðislaus- ar fjölskyldur gefið sig frarn. Og enn- fremur voru 204 einhleypir menn skráðir húsnæðislausir. Talið er að um 10% af þessu húsnæðislausa fólki séu nýgift hjón. Er yfirleitt álitið að þetta mikla húsnæðisleysi stafi meðal ann- ars af því að húseigendur taki nú meiri hluta af húsum sínum til eigin afnota en áður og er í því sambandi athyglis- vert að óvenjulega mörgum fjölskyld um er sagt upp húsnæði. Sú ástæða er gefin af húsráðendum fyrir þessum uppsögnum að þeir þurfi á húsunum að halda fyrir skyldfólk eða venslafólk sitt. Langflestir einstaklingarnir eru menn utan af landi, sem dvelja hér um stundarsakir við atvinnu. Giskað er á að um 2600 manns sé í þeim fjöl- skyldum, sem nú eru húsvilltar í bæn- um. Er talið að sumt af því fólkl hafi engan samastað átt síðan 14. maí í fyrravor. t t. t Þessa dagana er óttast um skip, sem (Framh. á 4. sUfu) gáfuðustu og dugmestu þjóð- flokka heimsins, Þjóðverja og Engil-Saxa. Það tekst hvorug- um að bæla hinn niður, án mikillar fyrirhafnar og mikilla fórna. Heimurinn á áreiðanlega eftír að horfa á ægilegan og mikinn harmleik áður en ann- arhvor er að velli lagður. Það mun ekki verða neitt augna- bliksverk. Þjóðverjar líta á sig sem unga og vaxandi þjóð, enda átti sameining þýzku þjóðarinnar sér raunverulega ekki stað fyrr en á seinustu öld. Bretar telja sig gamla þjóð, sem hefir búið ósigruð í aldaraðir, og telja sig því byggja á traustum grunni. Fyrir nokkrum árum komst þýzkur sagnífræðingur svo að orði, að ef ítölum og Bretum lenti saman við Miðjarðarhaf, myndi það sýna sig, hvort æskufjör og eldmóður ungrar þjóðar mætti sín meira en hefð bundin samheldni og þraut seigja gamallar þjóðar. Æsku- þrótturinn og eldmóðurinn ætti að tryggja ungu þjóðinni sigur í fyrstu umferð, en spurningin væri, hvort það yrði fullnaðar- sigur, svo gamla þjóðin gæti ekki notið þrautseigju sinnar. En færi svo, myndu úrslit leiksins verða ungu þjóðinni vafasöm. Margt bendir til, að núver- andi styrjöld muni verða lang vinn og úrslitin fari eftir úthaldi og þrautseigju styrjaldaraðila Þjóðverjar hafa ef til vill átt tækifæri til að neyta æskufjörs síns i fyrra og getað gert inn- rás í Bretland, en það augna blik virðist nú liðið fyrst þeir kusu heldur í vor að halda austurátt. Þeir búast nú við löngu stríði við Engil-Saxa Ummæli hins þýzka sagn fræðings eru athyglisverð, ef þau eru skoðuð með hliðsjón til núverandi styrjaldar. Erlendar fréttir Finnar tóku Viborg siðastlið- inn fimmtudag og hafa nú náð á vald sitt öllum þeim hluta Kyrjálaeiðisins, sem Rússar tóku af þeim veturinn 1940. Rússar hafa tekið sér stöðu við gömlu landamærin og eiga Finnar skemmst um 30 km. til Leningrad. Þykir þetta mikill sigur hjá Finnum,- enda er framganga þeirra mjög rómuð. Orðrómur er um það, að ýmsir stjórnmálamenn Finna vilji semja frið við Rússa, þegar Á víðavangi SAMNINGARNIR VIÐ BRETA. í viðtalinu við Jón Árnason framkvæmdastjóra, sem birt er á öðrum stað í blaðinu, er sýnt fram á þann stóra blæmun, sem er á samningum við Breta nú og fyrra. Áður var samið um við- skipti þjóðanna í heild og tekið gagnkvæmt tillit til beggja. Nú hafa Bretar tekið upp þann sið að semja aðeins um þau atriði, sem skiptir þá máli, en draga á langinn lausn allra þeirra mála, sem varða íslendinga mestu. Því verður ekki neitað, að þetta hefir þann blæ, að Bretar líti á sig sem yfirþjóðina, er hafi öll ráð okkar í hendi sinni, þvi slikar samningaaðferðir geta ekki átt sér stað mili tveggja afn rétthárra þjóða. Við vitum iað vissulega, að Bretar geta farið með okkur eftir vild sinni, en við höfum trúað því og trú- um því enn, að þeir vilji viður- kenna okkur sem sjálfstæða þjóð og umgangist okkur í sam- ræmi við það. Þeir hafa líka ó- spart gefið slíkar yfirlýsingar og heitið okkur hagkvæmum viðskiptum og bótum fyrir markaðstöp. í trausti þessara loforða hefir ríkisstjórnin talið sér óhætt að gera sérsamninga um þau málefni, er mestu varða Breta. Það var skylda hennar að sýna Bretum, að þeim væri treyst. Það hefði verið glapræði að sýna þeim vantraust að ó- reyndu. En reynist svo, að van- efndum Breta hingað til hafi valdið ásetningur, en ekki sein- læti, hlýtur það að breyta fram- komu ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar allrar. FURÐULEG ÁRÁS. í laugardagsblaði Mbl. er ráð- izt á viðskiptamálaráðherra og hann ásakaöur fyrir takmörk- un á innflutningi frá Ameríku. Slík ásökun lýsir meiri ósvífni og fáfræði en flest það, sem birzt hefir í Mbl., og er þá mikið sagt. Blaðið lætur eins og því sé ókunnugt um, að allur inn- flutningur hingað frá Ameríku er háður eftirliti Breta og að þeir skammta okkur gjaldeyrl til vörukaupa vestra. Mbl. ber þvi að beina slíkum ásökunum þangað. Þessum málum þokar ekki það vel áfram, að ástæða sé til að reyna að bera blak af Bretum með árásum á við- skiptamálaráðherra. Það ber vissulega meiri keim af þjón- ustu við brezkan en íslenzkan málstað. GÍSLI JÓNSSON VÉLSTJÓRI hefir sent Tímanum bréf, þar sem hann telur sig ekki að- standanda blaðsins Þjóðólfs. Efni blaðsins hefir þó verið næsta keimlíkt Gísla og hefir því ýmsa grunað, að hann væri þar einn innsti koppur í búri. finnski herinn hafi náð öllu því landi, er Rússar tóku veturinn 1940. Þýzki herinn hefir nú tekið Tallin og Baltich Port í Est- landi. Segjast Þjóðverjar hafa unnið mikið tjón á skipum og tekið mikið herfang í sambandi við þessar hernaðaraðgerðir. Hringurinn um Leningrad og Odessa þrengist stöðugt og á rússneski herinn við mikla erf- iðleika að etja á þessum stöð- um. Bretar segjast hafa gert mest- ar loftárásir á Þýzkaland á ein- um degi 1. þ. m. í tilefni af þvi, að þá hófst þriðja ár styrjald- arinnar. Roosevelt forseti hélt út- varpsræðu síðastliðinn mánu- dag. Réðist hann harðlega á nazismann og sagði, að aldrei mætti semja frið við nazista. Útkoma þessa blaðs Tímans hefir seinkað nokkuð vegna dráttar á pappírsaf- greiðslu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.