Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Blaðsíða 1

Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Blaðsíða 1
1.TBL. 1.ÁR MAI 1991 Með lesbíum í Madrid • • • Heiftarleg árás á rokkara • • • Jákvœðir dregnir í dilk • • • Þorirðu að sofa hjá manni sem hóstar? • • • Nýtt kvennablað í haust • • • „Kína- lífselexír“ Lesbíur og hommar á íslandi Baráttan fyrir réttlátri löggjöf eftir Þorvald Kristinsson Árið 1985 var lögð fram á Al- þingi þingsályktunartillaga um afnám misréttis gagnvart lesbí- um og homrnum. Að henni stóðu þingmenn fjögurra flokka, en Kristín Kvaran frá Bandalagi jafnaðarmanna var fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar. Tillögunni var síðan vísað til Allsherjarnefndar og ,jörð- uð með kransi“ eins og það heitir á þingmannamáli. Eyrnalangir þóttust líka hafa hlerað að karlmenn í nefndinni hafi talið málið „ekki brýnt“. Þessi merka tillaga var tví- þætt. Annars vegar var þar lýst vilja Alþingis til að vinna gegn misrétti gagnvart samkynhneigð- um hér á landi. Hins vegar var ríkisstjóminni falið að skipa nefnd til að kanna lagalega, fé- lagslega og menningarlega stöðu lesbía og homma, og gera tillög- ur um úrbætur og nauðsynlegar lagasetningar. En dugandi þingmenn hafa það að leiðarljósi að taka ekki nei fyrir nei, eins og þar stendur. Á síðastliðnum sex árum hefur margt gerst í réttindamálum ná- grannalanda okkar. Flestir kann- ast við vemdarákvæði þau sem aukið var í norska löggjöf 1981, lög um skráða sambúð samkyn- hneigðra hafa gengið í gildi í Danmörku og eru væntanleg í Noregi og Svíþjóð. Hvað ísland snertir skiptir það miklu máli að æ fleiri stjóm- málamenn verða sér þess betur vitandi að við höfum dregist heldur betur aftur úr hvað bætur á réttarstöðu homma og lesbía snertir. Nokkrum sinnum hafa ís- lenskir þingmenn á vettvangi Norðurlandaráðs svarað út í hött þegar spurt er um þau mál á vettvangi ráðsins - gegn betri vitund. Samt fjölgar þeim, ís- lensku þingmönnunum, sem skilja ábyrgð sína gagnvart okk- ur. Breytingar á refsilög- gjöfinni í íslenskum lögum er okkar hvergi að góðu getið. Hins vegar er að finna ótal sérákvæði um samkynhneigða í 12. kafla refsilaganna frá 1940 sem enn eru í fullu gildi og fjalla um kynferðisafbrot. Samkvæmt þeim er refsialdur fyrir samkynhneigð kynmök enn 18 ár og meira segja er hægt að dæma fólk yfir 21 árs í allt að tveggja ára fang- elsi fyrir að hafa mök við ein- hvem á aldrinum 18-21 árs hafi sá „beitt yfirburðum aldurs og reynslu til að koma hinum til að taka þátt í mökunum“. Lög þessi vom endurskoðuð af stjómskipaðri nefnd og vann Framhald á bls. 2 Þeir voru fyrstir samkynhneigðra í heiminum til að hljóta löggilda hjónavígslu. Eigil og Axel Axgil fyrir utan ráðhúsið í Kaupmannahöfn 1. október 1989.

x

Samtökin '78 - Sjónmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Sjónmál
https://timarit.is/publication/1490

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.