Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Blaðsíða 3

Samtökin '78 - Sjónmál - 15.05.1991, Blaðsíða 3
Sjónmál 3 Fjósakona fer út í heim Með lesbíum í Madrid eftir Lilju S. Sigurðardóttur Ég kom til Madrid í þeim til- gangi að mennta mig eftir nokkurra daga legu á strönd- inni í lok júní í fyrra; býsna sveitt því þetta er heitasti tím- inn á Spáni, en ánægð með að vera laus við túrismann og kominn til alvöruSpánar. Eitt það fyrsta sem vakti athygli mína eftir kom- una voru áberandi plaköt, á bókstaflega hverju horni, sem aug- lýstu mikil hátíðahöld þann 27. júní, „Gay Liberation Day“. Ég bölvaði sjálfri mér fyrir að hafa legið nok- krum dögum of lengi niðri á strönd en ákvað svo að hætta öllu væli og leita uppi einhver samtök samkynhneigðra og kynna mér þau. Ég fletti símaskránni og fann þar einhvem „centro de lesbianas" og AGAMA, sem eru öfl- ugustu baráttusamtök samkynhneigðra í borg- inni. A hvorugum staðnum var svarað í síma, á hvaða tíma sól- arhrings sem var, svo ég hugsaði með mér að lík- lega hefðu öll ódóin verið hrakin úr landi eftir „Gay Liberation Day“, rétt eins og ara- barnir forðum. Takið eftir skónum Síðan tók skólinn við með til- heyrandi boðum og kurt- eisiskokkteilum svo ég hafði ósköp lítinn tíma til að leita uppi andlega ættingja mína í borginni næstu daga. En einn daginn gekk ég inn á kaffihús niðri í bæ, þar sem sátu þrjár ansi vígalegar dömur og ræddu heimsmálin á andalúsísku. Þær horfðu á hárið á mér og ég horfði á skóna þeirra, mjög fegin að uppgötva að ég var þó ekki eina lesbían í borginni, og tyllti mér við næsta borð. Ég bað um eld og þær spurðu hvaðan ég væri. Frá íslandi, já, en gaman! Þær þekktu einmitt íslenska hljómsveit sem kallast Sykur- molamir. Hverju mátti það sæta að ég talaði með andalúsískum framburði? Jú, ég bjó einu sinni í Andalúsíu. Þvílík tilviljun! Þær voru einmitt þaðan. Eftir kurteis- legar samræður um það hversu exótískt land ísland væri og hversu andalúsíska grænmetis- súpan væri góð spurði ég þær hvort þær vissu um einhvem geðugan skemmtistað í bænum. Mikið rétt, þær vissu um stað sem mér myndi áreiðanlega líka vel. Segðu það engum Konur án kynhvatar Eftir sameiginlega könnu af sangria flaut ég með þeim niður á calle Ventura de la Vega og inn í vöruskemmu sem hafði verið breytt í þennan líka fína Þrátt fyrir að samkynhneigð hafi hætt að vera glæpur samkvæmt lögum 1978 og samfélagið allt hafi jafnað sig geysimikið eftir Franco-tímann og sé orðið miklu Ég spurði þær hvemig lesbíur, sem væru að koma úr felum, ættu að finna aðrar lesbíur þegar svona erfitt væri að hafa uppi á þeim. Svarið sem ég fékk var á þá leið að þær sem væm ákveðnar í sinni sök myndu finna það sem þær leituðu að. skemmtistað. Ekkert skilti var utan á staðnum en í anddyrinu var nett plata sem á var letrað: No se lo digas a nadie - Segðu það engum - F élagsmiðstöð lesbía. Á neðri hæðinni var diskótek með tveimur bömm og fínu dansgólfi en á efri hæðinni var kaffistofa, bókasafn, sýning- arsalur og ísbúð. Staðurinn var fullur af lesbí- um af öllum stærðum og gerðum auk nokkurra homma og land- flótta Baska. Ég ákvað að láta þörf mína fyrir gáfulegar og praktískar upplýsingar bíða opn- unartíma bókasafns og skellti mér í dansinn. Nokkrum dögum seinna lá leið mína aftur á þennan ágæta stað og þá á bókasafnið. Safnið er talsvert minna en okkar í Samtökunum en allt lesbíubók- menntir! Nokkrar stúlkur, sem þama sátu að spjalli, fræddu mig góðfúslega um félagsmiðstöðina og lesbíur í Madrid yfirleitt. Staðinn hafði hópur af framtaks- sömum konum opnað árið áður (’89); skemmtistaðinn niðri fyrst og efri hæðina skömmu seinna. Þessi miðstöð er rekin sem fyrir- tæki en ekki samtök því að sögn er erfitt fyrir lesbíur og homma að fá opinber leyfi til þess að stofna með sér samtök. Það gerir það að verkum að þær geta t.d. ekki gefið út blað, þótt nægur vilji sé fyrir hendi, því aðeins lögleg samtök mega það. frjálslegra en það var, virðist ennþá mjög erfitt fyrir lesbíur og homma að koma úr felum á Spáni. Hommamir eru þó feti framar að því leyti að almenn- ingur veit þó að þeir em til en samkvæmt könnun frá 1988 veit aðeins önnur hver kona á Spáni hvað orðið lesbía merkir. Kyn- hvöt karlmanna er almennt við- urkennd en þrátt fyrir goðsögnina um hina blóðheitu spænsku konu er stutt í hið gamla viðhorf í kaþólska heim- inum að konur eigi ekki að hafa kynhvöt og samkvæmt því era lesbíur ekki til. Leitið og þér munuð flnna Allar stúlkumar, sem ég talaði við á bókasafninu, vora í felum fyrir fjölskyldu sinni og svo var einnig um flestar sem ég átti síðar eftir að kynnast. Aðspurðar sögðu þær mér að ástæðan fyrir því að lesbíustaðir væra ekkert auglýstir væri sú að þannig losn- uðu þær við ýmis óþægindi, svo sem lögregluna, karlkyns lesbíu- frelsara og nauðgara. Svo sögðu þær mér hroðalega sögu af tveim konum sem hafði verið nauðgað af hópi manna sem sátu fyrir þeim fyrir utan einn lesbíu- staðinn í borginni. Bara svo mér liði betur á heimleiðinni. Jammogjæja. En stúlkumar voru ósparar á adressur á kvennastöð- um og mæltu sérstaklega með diskóteki einu mjög vinsælu. Leðurdömur á Harley Davidson Sá staður heitir Hydra, á calle Cabeza nr. 15, og þangað var ég komin fyrir næstu helgi. Hydra er ósköp venjulegt diskótek og frekar lítið um það að segja, nema hvað þar hitti ég eina af bókasafnsviðmælendum mínum í fríðum flokki leðurklæddra kvenna sem ég var óðar kynnt fyrir og reyndust hinar skemmti- legustu, (sem útlitið hafði reynd- ar borið með sér). Kunningjastúlka mín hvarf þegar leið á kvöldið en leður- dömumar buðu mér með sér á bar sem heitir La mala fama - Slœmt orðspor - og þær kváðu þann besta í bænum. Fyrr en varði sat ég aftan á mótorhjóli sem þaut með ljóshraða gegnum borgina. Við staðnæmdumst á fáfarinni götu við að því er virt- ist mjög venjulegt íbúðarhús, nema hvað um tíu mótorhjól stóðu í röð á bílastæðinu. Þar var drepið á dyr og dyraverðin- um heilsað kunnuglega. Síðan var gengið inn um þykkt flauel- stjald og inn á bar sem var ekki mikið meira en barinn og bar- stólamir sem á sátu í það min- nsta sautján dömur, allar leðurklæddar. í loftinu hékk mót- orhjól og veggimir voru alsettir hjólkoppum. Ég var komin á einkabar Harley-Davidson-lesbía í Madrid. Hryðjuverka- kokkteilar Staðurinn var hressilega loftkæld- ur, sem ég skildi mætavel, hafði ein- mitt verið að hugsa um hvemig þær þyldu við í leðrinu, en ég fór fljótt að skjálfa á stutterma- bol og sandölum. Mér var fenginn tíu kílóa jakki yfir herðamar og stillt upp á barstól þar sem ég sat fram undir morgun og drakk appelsínugula, fjólubláa og græna kokkteila sem baskneskur hryðju- verkamaður hristi oní mig. I dagrenningu fór öll hersingin á hjól- unum (á Spáni er það regla fremur en undantekning að keyra eftir nokkra drykki) á bar niðri við ána þar sem aðeins var seld- ur einn drykkur: romm í sitrónusafa og myntu. Eftir skamma stund var stúlkunum orðið allheitt í leðurfötunum og farið að dreyma um að komast í sturtu en fyrst var mér skutlað heim - á Harley Davidson. Hvert skal halda? Mestöll félagastarfsemi liggur niðri í Madrid yfir hásumarið, öfugt við næturlífið, þannig að ef þið eigið leið um borgina í sumar, stúlkur mínar, er fyllilega þess virði að kíkja á einhvem af eftirtöldum stöðum: - No se lo digas a nadie c/ Ventura de la Vega 7 - Hydra c/ Cabeza 15 - E1 Barberillo de Lavapies c/ Salitre 43 - Ambigu c/ Leganitos (nálægt Plaza de Espana), „straight“ staður en vel sóttur af lesbíum. Eða þið farið bara á homma- staðina, sem eru auglýstir í hverju blaði, og spyrjið hvar stelpumar haldi sig þessa dag- ana.

x

Samtökin '78 - Sjónmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Sjónmál
https://timarit.is/publication/1490

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.