F-listinn - 10.01.1934, Blaðsíða 1

F-listinn - 10.01.1934, Blaðsíða 1
LANÐSBÓKASAFu Kosningablað óháðra kjósenda, — sem bera heill allra bæjarbúa jafnt fyrir brjósti. — íölublað. Miðvikudaginn 10. janúar. 1934. Lisfi iðnaðarmanna, og óháðra kjósenda. Félög iðnaðarmanna á Akureyri hafa sinn eigin lista við næstu bæjarstjórnarkosningu með stuðn- ingi annara ópólitískra áhugamanna í bænum. Eg nenni ekki að skattyrðast við »íslending« eða »Verkamann- inn« út af sjálfum mér, né hin- um óháða kosningalista iðnaðar- manna, þótt bæði blöðin þykist sjálfsagt hafa gefið tilefni til þess. Saemma i vetur hófu nokkrir iðn- aðarmenn innan Iðnaðarmannafé- lagsins máls á því, að settur yrði upp sérstakur ópólitfskur listi við næstu bæjarstjórnarkosningu. Var málið tekið fyrir á fundi i félaginu og nokkuð rætt< Nefnd var kosin í málið til að athuga það, og eftir að hún hafði lokið störfum lagði hún einróma til, að Iisti iðnaðar- manna yrði settur upp. Hðfðu þá félög trésmiða og múrara lýst sig málinu fylgjandi og sent sina eigin fulltrúa í nefndina. Samþykkti sam- eiginl. fundur Iðnaðarmannafélags- ins og félaga trésmiða og múrara, að koma fram með sérstakan lista. En þar var sett sem skilyrði, að minnst 150 kjósendur lýstu sig skriflega þvi fylgjandi, að listinn væri settur upp, og hétu honum fylgi við kjðrborð. Siðan voru, með prófkosningu, ákveðnir efstu menn listans, og nefnd kosin til að spyrj- ast fyrir um fylgi listanum til handa, og setja hann upp, ér settu skil- yrði væri fullnægt. Oerðist þetta allra siðustu dag- ana fyrir jól. Á gamlársdag lagði nefndin fram sannanir fyrir þvf, að skilyrði fé- lagsins um að listinn kæmi fram, væri fullnægt — og vel það. Setti nefnd félaganna siðan list- ann upp á nýjársdag, og er hann þannig skipaður: jóhann Frimann, skólastjóri. Stefán Árnason, kaupmaður. Steindór Jóhannesson, jánrnsmiður. Jóhann Steinsson, smiðun Friðjón Axfjörð, múrari. Ólafur Ágústsson, húsgagnasmiður. Jón Ouðmundsson, bygg.meistari. F*orst. Porsteinsson, bygg.meistari. Ounnar Pálsson, húsateiknari. Ounnl. Sigurjónsson, bygg.meistari. Quðm. Frímann, húsgagnasmiður. Allt eru þetta þekktir iðnaðar- og iðjumenn. Hafa þeir allir sýnt áhuga og dugnað við iðnmál bæjarins og við margvfsleg störf í þágu iðnað- arins óg iðnaðarmanna sem heildar. Pað er öllurn Ijóst, að vöxtur og gengi þessa bæjar og afkoma mik- ils hluta bæjarmanna byggist á iðnaði. Akureyri er þannig i sveit sett, að iðnaður ernúþegar orðinn og mun verða einn aðalatvinnuveg- ur bæjarmanna. En gengi iðnaðar- ins er þvi háð, að stjórn bæjarins Ifti jafnan með skilningi og samúð til þarfa hans. Sem eðlilegt er, þá trúa iðnaðar- menn bezt fulltrúum úr sinum eig- in hóp, til að fara með mál þeirra innan bæjarstjórnarinar, og að hafa þau áhrif á stj. bæjarins, að iðnaður og iðja fái notið sfn og allt sé gert, sem I valdi bæjarstjórnar er, til að efla þann iðnað og iðju, sem þeg- ar er kominn á stofn og lyfta und- ir, að ný fyrirtæki megi rísa upp. Vegna þessa fyrst og fremst er listi iðnaðarmanna fram kominn. Iðnaðarmannalistinn er algerlega óháður landsmálaflokkum bæjarins. Hinsvegsr verður þvi ekki neitað, að viss stjórnmálaflokkur fór eitt sinn nokkurskonar bónorðsför til iðnaðarmanna um stuðning við lista hans þó ekkert yrði að sam- komulagi. En aðstandendur þessa lista meta fylgi iðnaðarmanna rétti- lega, enda skreyta þeir lista sinn með nöfnum 8 mætra iðnaðarmanna. Pessi listi, sem og allir aðrir listar þeir, sem fram eru komnir, hafa fulla ástæðu til að skipa sér i and- slöðu við fista iðnaðarmanna — enda hafa blöð sumra þeirra veitt iðnaðarmönnum þá ánægju, að senda þeim smávégis hnútur. Listi iðnaðarmanna tekur fylgi sitt frá þeim ölfum. Og iðnaðarmenn hafa það i hendi sinni að seija þrjd iðn- fulltrúa inn i bœjarstjörn, ef þeir standa einhuga saman. Að þvi marki ber öllum iðn- aðarmönnum aö stefna. -----o..... » V erkamaðurinn« f ullvissar kjósendur um það, að ég og Ste- fán Árnason munum þegar — ef við annars náum kosningu — fylla flokk auðvaldssinna, og ger- ast leiguþý þefrra í bæjarstjórn og verkalýðsböðlar. »fslendingur« kallar okkur hinsvegar »soviet- vini« og dulbúna kommúnista, sem ausa muni úr kjötkötlum „Siáifstœðið“ Og „herbragðið“ Síðasti »fslendingur« er mjög kampakátur yfir því að »her- bragð« iönaðarmanna með bæj- arstjórnarlista sinn hafi mistek- ist. En sannleikurinn er sá, að »herbragðið« heppnaðist ágæt- lega þótt á annan veg væri en bú- izt var við í fyrstu. Vegna »herbragðs« þessa er nú öllum kjósendum í bænum ljóst 'eftirfarandi: 1. »Sjálfstæðið« kúgar »Fram- sókn« til þess að færa niður iðn- aðarmann á lista sinum, svo að hann komist ekki í bæjarstjórn- ina með sameiginlegum atkvæð- um listanna. 2. Jón bæjarstjóri*) er svo óvit- ur við listamyndun sína, að hann setur iðnaðarmann sem »punt« á sinn lista, sem einnig er »punt« á lista »Sjálfstæðisins«, og sem þannig fær þaðan svo mörg at- .kvæði að hann hefði farið upp fyrir Jon sjálfan á hans eigin lista. 8. Að ráðandi menn »Sjálfstæð- isins« eru opinberlega samherjar Jóns bæjarstjóra við þessar kosn- ingar, og vilja fá hann í bæjar- stjórnina, þótt þeir að nafninu til neituðu honum um sæti á lista sínum. 4. Að »Sjálfstæðið« bjóst við að »Framsókn« mundi svíkja *) sjálfur formaður kjörstjórnar. bæjarsjóðs á báðar hendur til verkalýðs og kommúnista í ráð- leysi og heimsku. Eg ætla engán kjósanda svo skyni skroppinn, að hann sjái ekki við svo barnalegum vopna- burði. Hér eru sömu öfl að verki,- eins og þegar ritstjóri »íslend- ings« sezt niður, til þess að leiða kjósendur í allan sannleika um málefni Akureyrarkaupstaðar, sem ætti líka vissulega að vera okkar litla og pésalega blaðakosti nægilegt verkefni, a. m. k. núna fyrir kosningarnar, en finnur þá ekkert nærtækara né markverð- ara að fræða lesendur um í því sambandi, en að prenta langan »kosninga-leiðara« upp úr hafn- firsku smáblaði um bæjarmál gerðan samning um breytingu á lista sínum. 5. Að »Sjálfstæðið« í tilefni af öllu þessu útbýr tvo wiCkalista 30. desember. A'nnan þar sem iðnað- armaður er strikaður út vegna Jóns Sveinssonar og hinn þar sem sami iðnaðarmaður er strik- aður út og annar færður niður um 11 sæti. 6. Að »herbragð« iðnaðar- manna kom ekki til orða fyrr en seint á Nýársdag, eftir að kosn- inganefnd hafði komizt á snoðir um aukalista »Sjálfstæðisins«, þar sem iðnaðarmennirnir voru færðir níður. Sjálfstæðismenn hljóta því að skrökva þvi, að þeir hafi útbúið lista sína 30. desem- ber fyrir grun um »herbragð« iðnaðarmanna, sem engum hafði þá dottið í hug. 7. Að einn af foringjum »Sj álf- stæðisins« er sendur á skrifstofu Jóns bæjarstjóra — formanns kjörstjórnar — með þessa tvo varalista og látinn voka þar yfir afhendingu þeirra lista sem inn koma síðasta daginn, til þess á síðustu stundu — eða kannske eftir síðustu stundu — að skjóta inn þeim þeirra, sem bezt hent- aði. 8. Að »herbragð« iðnaðarmanna hefir þannig leitt í ljós, að iðnað- armenn eru aðallega hafðir sem »punt« á »pólitfskum« kosninga- listum og að mjög náin samvinna ér milli Jóns bæjarstj'óra og þeirra sjálfstæðismanna sem standa að E-listanum. XXX.

x

F-listinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: F-listinn
https://timarit.is/publication/834

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.