F-listinn - 10.01.1934, Blaðsíða 2
2
F-LI S T I N N
1. tbl.
• *-
Kosningaskrifstofa
F-listans
Iverður opin kl. 7—10 síðdegis í
»Caroline Rest« að austan (skrifstofa
Sveinbjarnar Jónssonar) alla daga fram
að kjördegi. Kjörskrá liggur frammi.
yr»LIST!NN er listi óháðra borgara.
Hafnarfjarðar, og það ckki glæ-
nýjan, heldur frá því fyrir þing-
kosningarnar í sumar. En þessi
tíðindi gerðust í síðasta tölubl.
málgagns fjölmennasta stjórn-
málaflokksins á Akureyri, Sjálf-
stæðisflokksins. Mundi þetta ekki
m. a. vera gert í þeim tilgangi
að leiða athygli kjóscnda frá
þeim tíðindum, sem eru að gerast
í okkar eigin bæjarmálasögu, og
bæjarstjórn, — og þá einkum
sterkasti flokkur hennar hefir
lagt blessun sína yfir, svo sem
kaup bæjarins á Höepfnerseign-
unum, viðskipti bæjarsjóðs við
bæjarstjóra og margt fleira, sem
eðlilega er rætt mikið um þessa
dagana.
En aftan við þessa hugleiðing
cr svo að sjálfsögðu hnýtt ým§-
um riddaralegum og að sama
skapi spakvitrum spáidómum og
aðdróttunum í garð iðnaðar-
manna og annarra óháðra manna
er að F-listanum standa, og eru
þeir kallaðir »Soviet-vinir«. Ýms-
ir aðstandendur C- og E-listanna
ættu þó að minnast þess, að orð-
ið vinur getur farið býsna vel í
ýmsum öðrum samböndum, svo
semi »bæjarstjóra-vinir«, og er
það raunar miklu fróðlegra til
athugunar, eins og sakir standa
fyrir kjósendur bæjarins, en
þessi endileysa um »sovietvinina«.
Allur þessi skollaleikur minnir
mjög á söguna um vasaþjófinn,
er benti á eftir saklausum manni,
sem gekk leiðar sinnar hinumeg-
in á götunni, og hrópaði: »Grípið
þjófinn!«, svo að menn skyldu
þyrpast þangað, en honum sjálf-
um gefast tóm til að smeygja sér
undan með þýfið á meðan.
»fslendingur« er — a. m. k.
enn sem komið er — fúkyrtastur
og dólgslegastur í garð F-listans
af blöðunum hér. Það skiptir
raunar engu máli. Hitt skiptir
máli, að svo virðist stundum, að
öll bæjarblöðin eigi helzt sam-
merkt í því, að þau þegja, þegar
þeim ber að tala, en tala, þegar
þeim ber að þegja: Eg fullyrði,
að stjórn bæjarmálanna tekur
engu síður til okkar Akureyr-
eyringa, og skiptir sízt minna
máli fyrir efnalega og andlega
afkomu bæjarbúa, en stjórn
þjóðarbúsins í heild. A. m. k.
liggja þau viðfangsefni í okkar
verkahring, og við berum einir á
þeim alla ábyrgð til farnaðar og
ófarnaðar, en ráðum hinsvegar
harla litlu um stjórn þjóðarskút-
unnar. Ætla mætti því, að blaða-
kostur okkar, — eða réttara sagt,
stjórnmálaflokkar þeir, er að
bloðunum standa, og ráða stefnu
þeirra — teldu það sjálfsagðasta
hlutverk sitt, að ræða bæjarmálin
eins og þau liggja fyrir á hverj-
um tíma — benda á verkefni
þau, er bíða úrlausnar, vandann,
sem borinn er að höndum, og
veginn út úr ógöngunum.
Á þann hátt gætu blöðin forð-
ast þá hnrisu, að vera aðeins lé-
leg uppprentun og útþynning á
hinum stærri landsmálabloðum
höfuðstaðarins, sem allir, sem
annars vilja fylgjast með í lands-
málunum, verða þó að lesa í
frumútgáfu, og þannig gætu
flokkarnir og komizt hjá því
hvimleiða og vesalmannlega hlut-
skifti, að vera aðeins andlegir
sprellikarlar, sem dansa og
dingla, þegar kippt er í þráð
þann, er hreyfingum þeirra
stjórnar — suður í höfuðstaðn-
um.
En í stað þess að velja sér
þetta hið góða hlutskiptið, kjósa
flokkarnir og blöð þeirra að eira
öllum stundum á draumþingum
fjarlægðarinnar, — eins og kona,
sem skrifar um uppeldisvísindi,
meðan börn hennar gráta, berja
hvert annað til óbóta í eldhúsinu
eða lifa í siðleysi á götunum.
Blöðin hanga alla daga ársins
hvert í hárinu á öðru — þegar
bezt lætur út af því, sem gerist í
þingsölunum syðra eða í stjórn-
arráðinu, en oftast út af því, sem
gerist — eða þau vilja að gerist
— í Rússlandi eða Þýzkalandi;
neitar því enginn að vísu, að slík
tíðindi geti verið harla fróðleg,
þótt fróðlegra re.ynist venjulega
að hafa áð þessu öllu aðrar og
betri heimildir en blöðin reynast
venjulega í þeim efnum.
En þegar líður að bæjarstjórn-
arkosningum — einu sinni á
hverjum fjórum árum — eiga þó
allir von á einhverju kjarnmeira
og nærtækara en smásögupi um
bolsana í Hrísey, fjármál Hafnar-
fjarðar, fróðleiksmolum um sögu
samvinnustefnunnar yfir höfuð
og öðru slíku. En blöðin og flokk-
arnir virðast svo innilega sam-
mála um, að þetta varði kjósend-
ur mestu — opinberlega að segja
— en bak við tjöldin er háður
hildarleikur, sem foringjarnir
treysta sér ekki til að leika í
dagsljósinu, enda mun þar stærri
skeytum beint að mönnum en
málefnum.
F-listinn er til orðinn sökum
þess, að þeir mehn, sem að hon-
um standa, telja, að þjóðmálaþras
eigi ekki fyrst og fremst að ráða
viðhorfum manna til bæjarmál-
anna. Frambjóðendur eiga ekki
að flagga einhverjum flokks-
stimpli framan í kjósendur og
heimta að menn kjósi þá, af
flokkslegum þegnskap, þótt þeir
annars trúi þeim vart. En þetta
gengur svo langt hjá ýmsum, að
maður, sem talinn er góður og
gildur á þeirra eigin lista, er
kallaður óalandi og óferjandi, ef
hann villist inn á einhvern ann-
an lista. Stuðningsmenn F-listans
telja því, að þau einu réttu rök,
er. skipt geti mönnum í flokka á
kjördegi að þessu sinni, séu ólík-
ar skoðanir kjósenda á þörfum
bæjarfélagsins, þótt flokksleg
sjónarmið geti átt fullan rétt á
sér í ýmsum öðrum efnum.
Skal nú gerð tilraun nokkur til
að skýra í sem stytztu máli sjón-
armið þeirra manna, er að óháða
listanum — F-listanum — standa,
í þessum efnum:
Bæjarstjórn sú, er næst tekur
við forráðum bæjarmálanna, á
ýms all-þýðingarmikil verkefni
fyrir höndum. Nokkur þeirra
verða ekki vituð fyrir, fremur en
vindur og veður næstu fjögur ár-
in, en önnur er þegar vitað að
bíða úrlausnar.
Höfuð-viðfangsefni er stjórn
f.lármálanna. Allir flokkar telja
sig vilja styðja gætilega og hóf-
sama fjármálastefnu, a. m. k.
flagga menn því ekki opinberlega,
sízt fyrir kosningar, að þeir vilji
leggja fjárhag bæjarins í rústir,
enda væni ég engan flokk um
slíkan hugsunarhátt.
Stuðningsmenn F-listans halda
þvi fram, að sparsemi og fast-
heldni á fé sé góð og nauðsynleg,
þegar við á, en sé annars ekki
höfuð-bjargráö efnahag einstak-
linga né bæjarfélaga. Hver hygg-
inn bóndi eða útvegsmaður reyn-
ir fyrst og fremst að tryggja
tekjustofn sinn eftir beztu föng-
um, svo að hann geti ávallt mætt
öllum nauðsynlegum og sjálfsögð-
um gjöldum. Sama gildir og vit-
anlega um búskap sveita- og
bæjafélaga.
Tekjustofn bæjarfélags okkar
er vitanlega fyrst og fremst
gjaldþol skattþegnanna, borgara
bæjarins. Fjárhag kaupstaðarins
er stefnt í voða, hversu mikils
sparnaðar sem annars kann að
vera gætt, ef gjaldþol bæjarbúa
er lamað eða skert. Atvinnuvegir
kaupstaðarmanna er sá eini
trausti grundvollur, sem fjár-
iiagslegt sjálfstæði og velmegun
bæjarbúa og bæjarfélags getur
risið á. Höfuð-hlutverk væntan-
legrar bæjarstjórnar verður því
það, að taka með ráðum og dáð
þátt í því veglega verki að skapa
þróttmikið og hviklaust athafna-
líf i bænum.
íðnaður hefir vaxið óðfluga á
Akureyri síðan um aldamót. Nú
er svo komið að fjöldi bæjar-
manna lifir beint eða óbeint á
þessum atvinnuvcg og á afkomu
sína að meira eða minna leyti
undir því, hversu til tekst um
stjórn og skipulagning iðnmál-
anna í bænum. Fróðum mönnum
kemur og saman um, að hér séu
ágæt skilyrði fyrir stórlega aukn-
um iðnrekstri, er skapað geti
fjölda manna atvinnu og sjálf-
b j argarmöguleika.
Tvær höfuðkröfur munu iðnað-
armenn á Akureyri gera einum
rómi til væntanlegra bæjarfull-
trúa. Fyrst þá, að þeir veiti þeim
iðnaði, er þegar er skapaður eða
er í sköpun alla þá vernd og
hjálp, er í þeirra valdi stendur,
og sýni fullkominn skilning á
þörfum þessa yngsta atvinnuvegs
bæjarbúa, íþyngi honum ekki
fram úr hófi með sköttum og
skyldum, og geri vaxandi iðnað-
armönnum ekki erfiðara fyrir að
afla sér skólanáms og menntunar
en öðrum unglingum í bænum,
eins og nú tíðkast.
Sú er önnur krafan, að bæjar-
stjórn láti rannsaka til hlítar
skilyrði fyrir auknum iðnrekstri
og framleiðslu í bænum og ná-
grenninu, hlutist til um, að þessi
skilyrði séu notuð af fremsta
megni, og veiti þeim mönnum, er
það gera, allan nauðsynlegan
styrk og aðstoð, ef bæjarfélagiö
tekur ekki sjálft að sér rekstur
einhverra slíkra fyrirtækja. Þess
má geta í þessu sambandi, að ó-
umflýjanlegt vii’ðist að reisa á
næstunni miklu stærri og öflugri
raforkustöð fyrir Akureyri en
þá, sem nú er, því hún er þegar
orðin algerlega ófullnægjandi, og
raforka hennar hlýtur jafnan, að
áliti fagmanna að reynast óhóf-
lega dýr, í samanburöi við fram-
leiðslu miklu stærri stöðvar, er
birgði bæinn með nægilegri orku
til ljósa, hita og iðnrekstrar. Einn
iðnaðarmanna okkar mun ann-
ars í þessu blaði birta grein fyrir
almenning og þó einkum um skil-
yrðin til aukins iðnrekstrar í
bænum, og mun þar gerð nánari
grein fyrir þessum málum. en
hér er kostur.
Bæjarbúar munu krefjast þess
af bæjarstjórn, að hún hlutist til
um að saminn veröi sanngjarn
skattstigi, er notaður verði við á-
lagning útsvara í bænum, svo sem
nú er gert í Rcykjavík og þykir
til stórbóta, enda er það sjálf-
sögð krafa og sanngjörn, að ekk-
ert handahófsréttlæti verði látið
gilda í þessum efnum framvegis.
Einnig verður að hafa svo
strangt eftirlit með tekju- og
eignaframtali manna sem fram-
ast er nokkur kostur. Þetta mál
mun einnig verða reifaö á næst-
unni, en' þess má þegar geta, að
stuðningsmenn F-listans' eru ein-
huga um, að þessari kröfu beri
að fullnægja hið bráðasta.
Það er augljóst, að hagsmunir