Morgunblaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.1959, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. nóv. 1955 M OK CTIN Ttr.AfílÐ 9 Bandaríkin: Þrír ungir vísindamenn hafa eins og áður hefur verið skýrt frá hlotið styrki til rannsóknar- = starfa í Bandaríkjunum frá Nat- ional Academy of Sciences. Eru það þeir Guðmundur E. Sigvalda son, dr. rer nat., er leggur stund á jarðeðlisfræði og bergfræði, Gunnar Sigurðsson, verkfræðing Ásdís Jóhannesáótfir Kveðja Fædd 10. 1 1933. Dáin 21. 10 1959. MÍN fyrstu kynni af Ásdísi voru haustið 1950 er hún hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri. Settist hún í stærðfræðideild og lauk þaðan prófi vorið 1953. Auk náttúruvísinda, sem hún gerði síðar að aðalfagi í framhaldsnámi sínu, hafði hún ætíð mikinn áhuga á íslenzku máli og bók- menntum. Ljóðagerð var henni hugleikin. Fékkst hún nokkuð við hana á menntaskólaárum sín- um, nemendum og öðrum til ánægju. Haustið 1953 hóf hún efnafræði nám við háskólann í Göttingen, og stundaði það óslitið til hausts- ins 1958, er hún hlaut náms- styrk frá háskólanum í Darm- stad. Hér hélt hún náminu áfram og hefði lokið því á þessu miss- eri. Ásdís bar hag lands síns mjög fyrir brjósti og miðaði nám sitt við það að verða nýtur þegn. Hún hefði án efa lagt þjóðinni til sinn skerf á sviði vísinda. íslendingar í Darmstadt votta aldraðri móður, systkinum og öðrum ættingjum hinnar látnu, sína innilegustu samúð. Darmstadt, 5. nóv. 1959. Einar Guðmundsson. ÁSDÍS Jóhannsdóttir nam efna- fræði og hóf nám sitt haustið 1953 við náttúruvísindadeild háskól- ans í Göttingen. Þar sýndi hún slíkt ágæti við nám, að tækni- legi háskólinn í Darmstadt veitti henni styrk til náms frá haust- inu 1958. Við háskólann í Darm- stadt vann hún síðan lokaverk- efni sitt. Einnig hér hlaut hún frá háskólakennurum og starfs- fólki bezta vitnisburð. Það yar mjög skiljanlegt, því að ásamt góðum gáfum sýndi hún mikinn áhuga og dugnað við starf sitt. Af starfs- og skólabræðrum sínum var hún sérstaklega virt fyrir hjálpsemi. Með áhuga sín- um á hljómlist, bókmenntum, íþróttum og þátttöku sinni í fé- lagslífi eignaðist hún marga vini, meðal þeirra, er hún þekkti. Hinu fjarlæga landi sínu hafði hún aflað margra vina hér í Þýzka- landi. Þess vegna fékk hið óvænta lát hennar svo mjög á okkur öll. Fyrir hönd stúdenta tæknilega háskólans í Darmstadt. Reiner Disselhoff Finnland: Hrafn Hallgrímsson, stúdent, hlaut styrk til náms í húsagerð- arlist við Tækniháskólann í Helsinki. Frakkland: Gústa I. Sigurðardóttir, stúdent hlaut styrk til frönskunáms við háskólann í Montpellier. Ítalía: Jón Sigurbjörnsson, leikari, hlaut styrk til söngnáms. Júgóslavía: Þórður B. Sigfússon, stúdent, hlaut styrk til að nema stærð- fræði við húskólann í Belgrad. Noregur: Runólfur Pálsson, viðskipta- fræðingur, hlaut styrk til að kynna sér norskt atvinnulíf, eink um siglingar og skipaútgerð. Pólland: Þrándur Thoroddsen, stúdent, hlaut styrk til náms í kvikmynda gerð og kvikmyndastjórn. Ráðst jórnarríkin: Nokkrir íslenzkir námsmenn hafa á undanförnum árum fengið skólavist í rússneskum háskól- um. Skólavistinni hafa oft fylgt þarlendir námsstyrkir. Á þessu hausti hafa eftirtaldir stúdentar fengið skólavist og námsstyrk í Ráðstjórnarríkjunum: Liney Skúladóttir, til náms í rússnesku og rússneskum bókmenntum við Leningradháskóla, og Magnús Jónsson til náms við kvikmynda- gerðarskólann í Moskvu. Sambandslýðveldið Þýzkaland: Hukur Helgason, viðskiptafræð ingur, hlaut styrk til náms í hag fræði, Bjarni Kristmundsson, stúdent, til verkfræðináms í Karlsruhe, Gísli Baldvin Björns- son til náms í auglýsingateiknun við Listháskólann í Stuttgart og Sigurður Björnsson, söngvari, til söngnáms við tónlistarháskólann í Miinchen. Rannsóknarstyrk frá Alexand- er Humboldt-stofnuninni hlaut Þorleifur Einarsson, jarðfræðing- ur. Ótaldir eru 11 námsmenn, sem í fyrra hlutu tveggja ára styrk til náms í Þýzkalandi. Spánn: Friðrik D. Stefánsson, við- skiptafræðingur, hlaut styrk til náms í spönsku við háskólann í Barcelona, — einnig mun hann nema við hagfræðideild skólans. Svíþjóð: Pálmi Lárusson, stúdent.hlaut styrk til náms í byggingarverk- | fræði við Konunglega Tæknihá- skólann í Stokkhólmi. Tékkóslóvakía.- Helgi Haraldsson, stúdent, hlaut styrk til náms í bókmennta sögu og þýzku, Jóhann Páll Árna son stúdent, til náms í sagnfræði og heimspeki og Steinunn Bjarna dóttir til tónlistarnáms. Þá hafa og tveir íslenzkir námsmenn í Tékkóslóvakíu fengið styrki sína framlengda. Framangreindir námsstyrkir eru yfirleitt veittir til eins skóla árs. Sumir þeirra voru boðnir fram gegn sams konar styrkveit- ingu af hálfu íslands, og enn Tómstundakvöld íþrótta- félaganna og œsku- lýðsráðs «1 Þótt veturinn reynist okkur' íslendingum oft þungur í skauti býr hann samt yfir sín- um töfnum. — Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd í Bæjarfógetagarðinum gamla fyrir nokkrum dögum. H A F I N E R samvinna milli nokkurra íþróttafélaganna í Reykjavík og Æskulýðsráðs Reykjavíkur um tómstundaiðju í nokkrum félagsheimilum félag- anna. Verður haft eitt tómstunda kvöld í viku í hverju fé'lagsheim- ili og verða þau opin öllum ungl- ingum 12 ára og eldri jafnt stúlk- um sem drengjum. Munu félögin standa fyrir starfseminni, en Æskulýðsráðið mun leggja til leiðbeinendur og veita aðra að- stoð í þessu sambandi. Á þessum kvöldum verður föndur stúlkna, frímerkjaskipti, skákkennsla, og einnig verða ýms leiktæki á boðstólum á flestum stöðunum, bob, spil og borðtenn- is. Reynt verður að efna til sam- eiginlegrar skemmtidagskrár á hverjum stað síðari hluta hvers tómstundakvölds. Tómstundakvöldin í vikunni verða á þessum stöðum: Víkingsheimili við Réttar- holtsveg: Á þriðjudag kl. 7,30. Þar verð- ur föndur, skákkennsla og frí- merkjaklúbbur, og síðan sýnd kvikmynd. Fram-heimili við Sjómanna- skólann: Á þriðjudag kl. 8,30. Þar verð- ur byrjað á sameiginlegri skemmtun, þar verður upplestur, kvikmyndasýning og sitthvað fleira til skemmtunar þetta fyrsta kvöld. Síðar verður efnt til föndurs, skákkennslu og fri- merkjaklúbbs og e. t. v. fl. Í.R.-hús við Túngötu: Á mánudag kl. 7,30. Þar verður byrjað á föndri, en síðar er ætlunin að koma þar á fót frí- merkja- og skákklúbbum. K.R.-heimili við Kapla- skjólsveg: Á miðvikudag kl. 7,30. Þar verð 1 ur föndur, skák, og frímerkja- skipti, og síðan sameiginleg dags- skrá. Glímufélagið Armann hefur I undirbúningi að hefja samskonar starfsemi í Félagsheimili sínu við Sigtún og verður það síðar auglýst. Hvert félag hefur vikulega opið á sama vikudegi allt fram í miðjan desember og er aðgang- ur opinn öllum, jafnt félags- bundnum sem ófélagsbundnum, og vonast þeir aðilar, sem að þess um tómstundakvöldum standa, til, að unglingar í nærliggjandi hverfum noti þessa aðstöðu til holli a tómstunda eftir beztu getu. M ALFLU TNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, HI. hí * s; -Z(i!»2 — 13292 — -otí02. Námstyrkir erlendis fyrir íslenzka stúdenta EINS og að undanförnu hafa á þessu ári allmargir íslendingar hlötið erlenda styrki til háskóla- náms eða rannsóknarstarfa utan- lands. Fer hér á eftir yfirlit um þær styrkveitingar sem mennta- málaráðuneytið hefur haft ein- hvers konar milligöngu um, m. a. í sambandi við auglýsing styrkj- anna og tillögur um val styrk- þéga. Styrkirnir hafa verið boðn- ■ ir fram af stjórnarvöldum við- kómandi landa, nema annars sé getið. ur, er vinnur að rannsóknum í sambandi við mannvirkjagerð í vatni, og Einar I. Siggeirsson, M. Sc., er vinnur að rannsókn nytja- jurta. Danmörk: Sigfús H. Andrésson, cand. mag., hefur hlotið styrk úr „Generállöjtnant Erik Withs Nordiske Fond“. Vinnur hann að rannsókn heimilda í Kaupmanna höfn um íslenzka verzlunarsögu á tímabilinu 1787—1855. aðra má telja endurgjald fyrir styrki, er menntamálaráðuneytið hefur áður veitt námsmönnum frá viðkomandi löndum. Á þessu skólaári hefur ráðuneytið veitt eftírtöldum erlendum námsmönn um styrki til náms við Háskóla íslands í íslénzkri tungu, sögu íslahds og bókmerlntum: Frá Bandaríkjunum: Malcolm Frank Halliday. Frá Finnlandi: Jyrki Mántylá. Frá Júgóslavíu: Milorad Vuckovic. Frá Noregi: Ungfrú Gerd Ramstad. Frá Póllandi: Aleksander Szulc. Frá Ráðstjórnarríkjunum: Albert V. Smolkov. Sambandslýðveldinu Þýzkalandl: Heinrich Beck. Frá Spáni: Ignacio de la Calle de la Calle. Boðið hefur verið námsmanni frá Ítalíu, en val styrkþega hefur enn ekki verið tilkynnt. Loks var einnig boðið námsmanni frá ísrael, en þaðan mun enginn koma í þetta sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.