Morgunblaðið - 31.10.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTOBER 1976 29 — „ÞETTA byrjaðí allt í desem- ber 1975,“ — Viðmælandi Slag- brands er ungur maður, Ágúst Guðmundsson, sem þrátt fyrir rammlslenskt nafn mælir á engilsaxneska tungu. Ágúst er að hefja frásögn slna af ferli hljóm- sveitarinnar PELIKAN ( Kaupmannahöfn. Nafn hljóm- sveitarinnar kemur okkur mörlandanum kunnuglega fyrir sjónir enda er höfuðpersóna sög- unnar enginn annar en Ómar Óskarsson sem áður lék hér heima með Pelican sælla minningar. — „Gamla Pelican var að hætta og Omar var orðinn þreyttur á bransanum hérna. Hann var þá þegar farinn að semja lög í nýjum stfl og farinn að gæla við þá hug- mynd að koma þeim á framfæri f Skandinavíu. Skömmu eftir ára- mótin fór hann svo út ásamt Júliusi Agnarssyni og áður en varði voru þeir félagar komnir suður til Gambfu. 1 Gambíu tóku þeir til við tón- smfðar og sömdu þar flest þeirra Pelikan áður en Jón Ólafsson slóst f hópinn: f.v. Ómar Ólafur, Júlfus og Sigurður. Jón Ólafsson tekur sæti bassa- leikara í Pelikan. laga sem eru á efnisskránni hjá þeim í dag. Þegar þeir komu aftur til Kaupmannahafnar höfðu þeir spurnir af þvf að lög af gömlu Pelicanplötunni hefðu verið leik- in f danska útvarpið. Þeir fóru þá þegar á stúfana og röktu þræðina frá plötusnúð danska útvarpsins til útibús Polydor- hljómplötufyrirtækisins f Khöfn. Málalok urðu þau að þeir hjá Polydor sýndu áhuga á að gera tilraun með útgáfu á lögum þearra Júlfusar og Omars og hvöttu þá til Ómar Óskarsson undirritar samninginn við Polydor f Kaupmanna- höfn. að stofna hljómsveit f þeim til- gangi. Ómar gerð tilraunir til að fá suma úr gömlu Pelican en árangurslaust þar sem þeir voru þá allir bundnir við fjölskyldur sfnar hér heima. Það varð úr, að Óli í Eik fór út og seinna slóst Jens Rugsted úr Savage Rose í hópinn og hljómsveitinni var hleypt af stokkunum. — Omar var orðinn þreuttur á framúrstefnutónlist en Jens var aftur á móti mjög á þeirri lfnu svo að samstarfið blessaðist ekki. Þá kom það sem kalla mætti vendipunkt f ferli hinnar nýstofnuðu Pelikan. Ómar var staddur á bar ásamt textahöfundi hljómsveitarinnar,Eastan McNeal, þegar inn kom hópur danskra heljarengla (Hell angels) sem hrópuðu i sífellu „DayÓ“. Þá rann upp fyrir þeim Ómari og Eastan að þessi upphrópun kvað við um alla Kaupmannahöfn. Hugmyndin Jam session í Sjálfstæðishnsinn ÞEIR voru hressir kepparnir sem komu fram á Jam session Heim- dallar sl. þiðjudagskvöld en þar voru á ferðinni Rúnar Georgsson, Guðmundur Steingrímsson, Páimi Gunnarsson, Birgir Hrafns- son og Karl Möller að ógleymdum Jakobi Magnússyni sem „skaust" inn f jammið með góðum tilþrif- um. Nokkrir ungir menn utan úr sal létu einnig i sér heyra i smá- stund og er það góður fyrirboði þess, að ósvikið ,,jamm“ — þar sem viðstaddir hljóðfæraleikarar koma upp og taka þátt f tónlistar- flutningnum — geti þróast á ný hér á landi. Ef dæma má af aðsókninni á þriðjudagskvöldið verður ekki annað sagt en jassáhugi ungs fólks sé fyrir hendi f ríkum mæli en salurinn fylltist á örskömmum tíma og lætur nærri að um 300 manns hafi sótt skemmtun þessa. Meðfylgjandi mynd tók Frið- þjófur á þriðjudagskvöldið og er greinilegt að Karl Möller er svo upptekinn við spilamennskuna að einn viðstaddra verður að hjálpa honum að tendra eld í töbakið. fæddist á staðnum og þeir félagar hlupu heim og sömdu ásamt Júlfusi lagið ,,Dayó“. Siðan var farið beint í Polydor og innan viku var lagið komið á band ásamt fjórum öðrum. Eftir þetta var Pelikan valin til að vera fulltrúi Polydor í Danmörku á sam- norrænni plötu sem allar deildir fyrirtækisins á Norðurlöndum gáfu út. Utgáfa plötunnar dróst þó svo, að þegar hún loksins kom á markað í Danmörku var Dayó- æðið gengið um garð og því náði lagið ekki þeim vinsældum sem efni stóðu til. Um þetta leyti bættist í hópínn Sigurður nokkur Einarsson, tónlistarnemi í Khöfn, og þá fór hljómsveitin að leika á skemmti- stöðum við góðar undirtektir. Um þessar mundir er svo Jón Ólafs- son, bassaleikari í Cabarett, að búa sig undir að slást í hópinn og hyggja þeir félagar gott til sam- starfsins og eru bjartsýnir 'enda full ástæða til þar sem þeir eru nú þegar komnir f góð sambönd í Danmörku. Hljómsveitin er nú á tveggja ára samning hjá Polydor og hljóðar samningurinn upp 3 a.m.k. þrjár breiðskífur og sitt- hvað fleira sem gæti orðið hljóm- sveitinni til framdráttar.“ Ég heyri Stnð.. . - leiðréttíng í VIÐTALINU við Magnús Kjartans son sem Slagbrandur birti fyrir hálfum mánuði féllu niður nokkrar línur og olli það lesendum að vonum nokkrum heilabrotum Um leið og beðizt er velvirðingar á þessum tæknilegu mistökum, birtir Slag brandur aftur þennan hluta við talsins enda er kaflinn athyglis verður: £ Er mikil samkeppni milli hljóð- færaleikara í þessari grein? (spyr Slagbrandur og á þar við stúdíóhljómlistarmenn Og Magnús Kjartansson svarar ) Samkeppnin sem ég verð var við er fyrst og fremst á þennan veg Ég heyri Stuðmannaplötuna í útvarpinu og heyri Kobba spila og finnst þetta gífurlega vel gert Þá slær maður á hnéð og segir: Ég skal líka! — Það er ekki mikil samkeppni um vinnu. Það eru það margir bitar sem gefast í dag. Allir virðast vera að gera plotu. en það á eftir að breytast. Það er verið að sia úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.