Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 27.01.1978, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞJETTIR Föstudagur 27. janúar 1978 3. tbl. TÍMANS Sveinn Þórarinsson listmálari F. 29.8. 1899 D. 19.8. 1977 ViB lát þessa manns hverfur hugur minn til ljúfra æskudaga. Siöari hluta okkar ævistunda hefur kynning veriö meira álengdar. Seinnitima listaverk hans hef ég þó mjög viöa séö. Þau sanna mér engu siöur en hin eldri gamla spakmæliö, aö fjóröungi bregö- ur til fósturs, æskustöðvarnar áttu sin itök til hinztu stundar. Sveitungar háns, aldnir og óbornir minnast hans nú og um ókomnar tiðir meö viröingu, þakklæti og stolti. A spjöldum sögunnar mun nafn hans skipa eitt af efstu sætum þeirra Keld- hverfinga, sem haslað hafa sér völl meðal fremstu manna þjóöarinnar. 1 mesta bróðerni skal þó deilt með Ar- nesingum ætterni hans. Foreldrar Sveins voruhjónin i Klla- koti, Þórarinn Sveinsson og Ingveldur Björnsdóttir. Þórarinn var af keld- hverfskum ættum, sem Arni óla og fleiri hafa vel rakið. Þórarinn var kallaöur hagyröingur, snillingur sem slikur og hraökvæður svo af bar. Litt hélt hann saman hugverkum sinum, enda tók hann aldrei i mál aö birta þau. Þar eru þó verk, sem hverju skáldi væru samboðin. Gleöimaöur var Þórarinn, mælskur i samræðu og hélt vel á máli sinu. Hann var dyggur búandi, en ekki stórræöa-maður. Ing- veldurvar ættuö úr Arnessýslu eins og áöur er sagt af viökunnri listamanna ætt, sem m.a. hefur gefið þjóöinni kunna listmálara, aöra en Svein. Ing- veldur var atorkukona, listræn, félagslynd og mikil húsmóöir. Þaö var ljóst þeim, sem til þekktu, aö Sveinn sótti sina veröleika i báöar ættir. Sveinn var elztur fjögurra systkina, hin voru Vilborggift Birni Stefánssyni frá ólafsgeröi, búsett á Húsavik, Guö- ný I Krossdal, ekkja Þórarins Jó- hannessonar bónda þar m.m., og Björn bóndi 1 Kilakoti m.m. til 1966, siöan i Reykjavik, kvæntur Guörúnu Asbjörnsdóttur. Systkini Sveins Þórarinssonar eru öll á lifi, gáfað fólk og atorkusamt. í Kelduhverfi voru þau i fararbroddi i félagsmálum og listum (tónlist, leiklist). I uppvexti Sveins Þórarinssonar voru fiðlarar á báöar hendur. I Lóni var öldungurinn Sveinungi Sveinunga- son, vinnumaöur þar I 40 ár, listamaö- ur sveitarinnar. Lengi haföi hann leik- iö á fiölu og málaö m.a. altaristöflu i Garöskirkju, sem enn stenzt þar tim- ans tönn bæöi i eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Hins vegar voru ólafsgeröisbræöur nokkru eldri en Sveinn, Erlendur og Arni svona 100 faöma frá Kilakoti, þegar Kilarnir voru undir is. Frá Erlendi segir vinur Sveins, Þórarinn Guömundsson fiölu- leikari sem undramanni, varöandi tónfimi. Sjá æviminningar Þórarins, „Strokiö um strengi”. Tónskáldiö og fræöimaöurinn séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði segir, að siðla á 19. öldinni hafi fiðlan ekki lengur verið finnanleg nema i tveim sýslum landsins i Rangárvallasýslu og Þingeyjarsýslu „einkum i Keldu- hverfi” og það var einmitt Stefán faöir Erlendar sem smiöaöi fiðlu fyrir Bjarna Þorsteinsson og gaf honum merkar sögulegar upplýsingar um fiðluna i Kedluhverfi. Fjölmargt mætti fleira segja um jarðveginn sem Sveinn Þórarinsson listmálari var vaxinn úr. læskuþóttiSveinnkynlegur kvistur, ólikur öörum unglingum þar um sveit- ir.enda vék hann snemma út af vana- bundnum slóðum. Tónlistin mun lista fyrsthafa tekið hug hans. Ungur þreif- aöihann fyrirsér meö laglinur við fög- urljóö. Sumar þeirra raddsetti Arni I Lóni siðar meir af næmum skilningi. Og fiölan varö hjákona Sveins til hinztu stundar, þótt meðferð lita yröi aöallistgrein hans. Hér verður sú saga ekki rakin, það eitt tekiö fram, aö þó hann aflaði sér viðtækrar menntunar i málaralist hjá úrvals kennurum innan lands og utan, yfirgnæfði jafnan i verkum hans það, sem hann tók hjá sjálfum sr. Myndir hans spegluðu hans eigin sál, þess vegna munu þær lifa lengi. Þótt listabrautin væri á þessum ár- um ólikt torgengari en nú er á timum námsstyrkja og lána þá braut Sveinn frá Kllakoti allar hindranir. Eftir vel heppnaða námsdvöl i Reykjavik, kom hann heim og lét til sin taka. Hann var svo hraðvirkur að undrum sæt'ti Að horfa á hann mála, þaö var sem hann væri rekinn áfram af hamslaus- um innra krafti. Myndir hans vöktu mikla athygli og hrifningu, þó um- deildar. En þær fóru ekki fram hjá neinum. 1 nokkur ár málaði hann og seldi, auraöi saman nokkurri upphæö, til þess aö fljóta á út i hinn stóra heim. Haustið 1925 sigldi hann til Kaup- mannahafnar og innritaöist á konung- lega listaháskólann þar, nam þar til

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.