Morgunblaðið - 21.09.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1971, Blaðsíða 1
212. tbl. 58. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. i Allsherjarþingid: 5 milljón lítrar öls Guðni Kjartansson, fyrirliði ÍBK-liðsins hampar fslandsbikamum í knattspyrnu, sem Keflvíking- ar hliitu að loknum úrslitaleik við Vestmannaeyjar, sem fram fór á Laugardalsvelliniun á sunnu* daig. Keflvikingar sýndu óvænta yfirburði í leiknum og sigruðu 4:0. Sjá umsögn um leikinn S í- þróttafréttum blatisins. (IJÓsm. Mbl. Sveinn ÞomuHÍsson). Miinchen, NTB. GERT er ráð t'yrir að fitmn milljón iítra af öli þurfi til að slökkva þorsta gesta októberhá- tíðarinnar í Bayem, sem bófst um síðustu helgi og stendur væntanlega tU 3. október. Og til þess að sjá gestiim fyrir stað- betri magafylli verða steikta,- 3,5 milljónir uxa, hálf milljón kjúkl- Framhald á bls. 27. Danmörk: Tvísýnustu kosningar til þessa Staða stjórnarflokk- anna örlítið sterkari Jens Otto Krag, leiðtogi Jafn I næsta sumar. Jafnaðarmenn hafa aðarmanna sagði í dag að kjós- sætt mikilli gagnrýni í kosninga endur myndu ekki kjósa eftir baráttunni fyrir að hafa ekki tek fiokkslínum, er þjóðaratkvæða- greiðslan um EBE aðild færi fram | Franihald á bls. 27. iiiorgos beferis Nóbels- skáldið Seferis látinn Aþenu, 21. sept. NTB GRÍSKA ljóðskáidið Giorgos Seferis, sem hiaut bók- menntavcrðlaun Nóbels árið 1963, lézt i dag á sjúkrahúsi í Aþenti, 71 árs að aldri Seferis var sendiherra Grikkja í London á árumim 1957 ’62. Banamein hans hjartaslag. Aðild Kína og Miðausturlönd efst á baugi New York, 20. sept. — AP-NTB — 26. ALLSHERJARÞING Sam einuðu þjóðanna hefst í aðal- stöðvum samtakanna í New York í dag, þriðjudag. AIls liggja fyrir þinginu 109 mál, en þrátt fyrir það er stefnt að því að þinghaldi verði lokið 21. desember. Mikilvægustu mál þingsins eru talin verða ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, svo og spurningin um aðild Kína. Fyrr- nefnda málið er talið brýnna, einkum með hiiðsjón af því að stjórn Egyptalands hefur skipað herliði sínu að vera viðbúið átök- um í kjölfar atburða siðustu daga, en bæði Israelar og Egypt- ar hafa skotið niður flugvélar og skipzt á skotum yfir Súezskurð. Tedið er að spurningin um að- ild Kina verði fyrst tekin fyrir á miðvikudag, en tvær tiilögur liggja fyrir um það mál. Önnur tillaga er frá Albaníu, sém legg- ur til að Pekingstjörnin fái aðild að S.Þ., en Formósustjórn verði tekin úr samtökunum. Hin tillag- an er frá Bandarikjastjórn, sem leggur til að Pekingstjórnin fái aðild að samtökunum, en krefst jaínframt að 2/3 meirihluta at- kvæða þurfi til að reka Formósu úr samtökunum, þar eð hér sé um „mikilvægt mál“ að ræða. íslenzka sendinefndin hélt til New York í gær og er Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, formaður hennar. Hann mun í dag kl. 16.00 að ísl. tima ganga á fund U Thants, framkvæmda- stjóra S.Þ. og ræða við hann. Spenna við Súezskurð Egyptar höfða til St> Kaupimanniahöfn 20. sept. NTB. DANSKA þjóðin gengur til einhverra tvísýnustu þing- kosninga í sögu landsins í dag, þriðjudag. Spurningin er hvort borgaraflokkarnir haldi naumum meirihluta eða jafn- aðarmenn myndi minnihluta- stjórn. Síðustu skoðanakann- anir benda til að úrslitin verði mjög jöfn, en þó munu flestir hallast á þá skoðun að horgaraflokkarnir, íhalds- menn, Vinstriflokkur og Rót- tæki vinstriflokkurinn fái áframhaldandi nauman meiri hluta. Leiðtogar þessara tiokka end urtóku á fundum sínum með fréttamönnum í dag, að þeir væru mótfallnir stjórnarsam- starfi við Kristilega Þjóðarflokk- inm, fari svo að homum takist að fá 2% atkvæða, sem þarf til að fá mann á þing. Paul Hartling ut anríkisráðherra sagði að flokkur inn væri óútreiknanlegur og jafn ólíkur og frambjóðendur hans og að engin leið væri að gera sér grein fyrir afstöðu hans til stjórn armyndunar. Hartiing útilokaði ekki þann möguleika að hægt væri að bjarga ríkisstjórninni með því að taka Grænlending inn í stjórn, sem Græniandsmála- ráðherra, en Grænlendingar kjósa tvo þingmenn, sem fram tij þessa hafa ekki tilheyrt einstökum dönskum. flokkum. Kaíró, 20. sept. — AP-NTB STJÓRN Egyptalands fyrir- skipaði í dag herliði sínu við Súezskurð að beita öllum til- tækum vopnum í gagnárás- um, ef ísraelar hæfu skot- hríð. Stríðsmálaráðherra Egyptalands, Mohamed Ah- med, skipaði hermönnunum einnig að vera viðbúnir árásum. í fréttum frá Egyptaiandi seg- ir að þar riki nú mikil spenna í kjölfar síðustu daga, er deiluað- ilar skiptust á skotum og skutu niður flugvélar hvor annars báðum megin Súezskurðar. Þá segja erlendir fréttamenn að Egyptar undirbúi mikla diplómat íska sókn á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem hefst í New York í dag. Sadat Egyptalandsforseti hefur beðið U Thant fram- kvæmdastjóra S. Þ. að gefa þing inu skýrslu um afstöðu Egypta og ísraela til friðsamlegrar lausnar í deilunni. Ný rikisstjórn sór eið sinn í Kaíró i gær og er sagt að Sadat hafi við það tækifæri flutt yfir- iitsræðu um stjórnmála- og hern- aðarhlið deilunnar, þar sem að hann hafi lagt á það ríka áherzlu að öllum frekari árásum Israela verði svarað af hörku í sömu mynt aí hálfu Egypta. Hin nýja rikisstjórn á að sjá um um- fangsmiklar þjóðfélagsumbætur og auka aíkastagetu hins opin- bera og stofnana þess. < 4t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.