Morgunblaðið - 21.09.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1971, Blaðsíða 28
P LJOMA VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI fíri0HTOMaÍJií> ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1971 mJGLVSIHGRS ^#-**224BD Dómkirkjan: Sr. Jón setur að- stoðarprest í embætti SÉRA Jón Auðuns, dómpró- fastur setti nýráðinn aðstoðar prest sinn, séra Þóri Stephen sen, inn í embætti í messu í Dómkirkjunni sl. sunnudag. Við það tækifæri sagði séra Jón: í dag veitist mér sú ánægja að kynna yður, kæra safnaðarfólk mitt, kirkjugest- um og öðrum þeim, sem mál mitt heyra, aðstoðarmann, sem ég hefi ráðið mésr persónu iega að prestsembætti mínu, prestinn séra Þóri Stephen- sen. Eftir meira en 40 ára þjón ustu og lengst þess tíma í um svifamiklum embættum, er mér ijóst, að ég hefi ekki orku til að þjóna embættum mínum eins og ég veit nauðsynlegt, Sérstaklega get ég ekki sætt mig við það, að í þessum fjöl menna söfnuði og virðulega embætti hefir mér verið um megn síðustu árin að rækja það barna- og ungmennastarf sem á að vera eitt meginvið- fangsefni nútimaprests, eigi kirkjan ekki að iosna frekar en orðið er úr tengslum við unga og komandi kynslóð. Ég er trúlega hvort tveggja, orð- inn of gamall og of hlaðinn öðrum preststörfum, sem ég má ekki vanrækja, til þess að geta sinnt starfi fyrir unga kynslóð eins og nauðsyn er á. Franihald á bls. 27 Séra Þórir Stephensen og séra Jón Auðuns, dómprófastur í Dómkirkjunni. Áætlað kostnaðarverð Sig- öldu vir k j unar Útboð ráðgert í marz n.k. og að framkvæmdir hefjist næsta vor 3459 millj. kr. EINS og Morgunblaðið skýrði frá sl. sunnudag hefur stjórn Landsvirkjunar tekið ákvörð- tin um að halda áfrani undir- húningi að 150 MW virkjun í Sigöldu í Tungnaá og liggur næst fyrir að semja um gerð útboðsgagna. Morgunblaðið hefur nú afl- að sér frekari upplýsinga um kostnaðarverð hinna fyrir- huguðu virkjana í Sigöldu og við Hrauneyjarfossa og er áætlaður kostnaður við fulln- aðarvirkjun Sigöldu í einum áfanga 3459 millj. kr. og virkjun Hrauneyjarfossa 3228 millj. kr. í áföngum yrði Sig- ölduvirkjunin 307 milljónum kr. dýrari. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað kostnaðarverð raf- magns frá Sigöldu verður, en láta mun nærri að það verði um 35 aurar á hverja kw- stund miðað við fullnaðar- FOLSKULEG ARAS Á 16 ÁRA PILT I * Arásarmenn komust undan virkjun í einum áfanga. Reiknað er með að útboðs- Iýsingar á verkinu verði til- búnar í marz n.k., þannig að framkvæmdir geti hafizt næsta vor. Kostnaður við fullnaðarvii-ikjun Sigöldu í einum áfanga er áætl- aður 3459 mOlj. kr. og við virkj- u,n Hrauneyjarfossa 3228 millj. Ef Sigölduvirkjunin verður hins vegar byggð í áföngum er kostnaðaráætlun á I. áfanga 2369 miilj. ikr., 2. áfanga 837 mállj. kr. og 3. áfanga 560 millj. ktr., eða alls 3766 millj. kr. Munar þarna um 300 millj. kr. á fulln- Framhald á bls. 27. Fjall- vegir teppast HRIÐ var á Austurlandi í gær og voru fjallvegir orðnir ill- færir. Voru vegimir um Odds- skarð og um Fjarðarheiði , mjög slæmir yfirferðar. Einnig vegurinn um Jökuldalsheiði. Lónsheíði var ófær vegna snjóa. Verðjöfnunarsjóður dæmdur til endurgreiðslu á rækjufé SlÐASTLIÐINN langardag var kveðinn upp í bæjarþingi Rvík ur dómur í máli, sem Niðursuðu- og hraðfrystihús Langeyrar höfð aði á hendur Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins, og krafðist endur greiðslu á öllu því fé, sem fyrir tækið hefði greitt í Verðjöfnpfiar sjóð frá því 1. janúar 1970 til 31. ágúst sama ár. Var þetta próf- mál, sem fyrirtækið fór í vegna sín og fimm annarra aðila. frysta rækju, en hún ekki látin vera saman við aðrar frystar fisk afurðir í verðjöfnunarsjóði. Nú hefur verð á rækju, sem var mjög hátt, iækkað mjög síð an málið hófst, og því áhöld um hvort fyrirtækið ætti ekki nú að fá greiddar upphæðir úr verð- jöfnunarsjóði. Mbl. bar þetta und ir Richard Björgvinsson frá Lang eyri. En hann sagði að ógerlegt væri að segja neitt til um þetta á þessu stigi, því þarna væri að eins fjallað um ákveðið timabil, en fyrirtækið hefði greitt í verð jöfnunarsjóðinn síðan því lauk. Dómári í málinu var Stefán Már Stefánsson, borgardómari, og meðdómendur Árni Vilhjálmsson og Þór Vilhjálmsson. Lögmenn vo>ru Sigurður Gizurarson fyrir Niðursuðu- og hraðfrystihús Langeyrar og Einar Baldvin Guð mundsson fyrir verðjöfnunarsjóð. RÁÐIZT var á 16 ára pilt í fyrrakvöld á Hlemmtorgi rétt lyrir miðnætti og honum mis- þyrmt svo, að ekki hafði í gær- kvöldi reynzt unnt að taka myndir af honum. Er hann aðal- lega slasaður í andliti eftir spörk, bólginn og með heilahrist- ing. Pilturinn var þegar fluttur i slysadeild Borgarspitalans, þar sem hann er enn. Það voru leigubílstjórar, sem ráðizt var á, þá miðvitundarlítill komu aðvífandi, er misþyrming- in stóð sem hæst og var sá, er og iá í götunmi. Árásarmennirnir tóku til fótanna um leið og þeir urðu mannaferða varir. Þeir höfðu ekki fundizt í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá rann- sóknarlögreglunni. Féll dómur þanmig að Verðjöfn unarsjóði fiskiðnaðturins var gert að greiða Niðursuðu- og h.rað- frystihúsi Langeyrar það gjald, sem tekið hafði verið af því á fyrrnefndu timabili, 1,2 millj- ónir króna og einnig að greiða því 85 þúsund krónur i málskostnað. Töldu dómarar m.a. í forsendum dómsins að sérstakri deild hefði átt að koma upp fyrir Búrfellsvirkjun stækk- • í "^7"I álversins i Straumsvík fyrr en 1 \^ni.Cv v V/JL 1. ágúst í haust, verður prófunin látin bíða sumars, þegar hægist 2 vélar bíða eftir rafmagnsþörf um UNNIÐ er að því að setja niður þrjár vélar í orkuverinu í Búr- íeili og gengur verkið vel. Verður sú fyrsta sett í gang í næsta mán uði og bætist þá 35 MW orka við þau 105 MW, sem fyrir eru, en að viðb'ættum hinum vélunum tveimur, verður orkuvinnslan orðin 210 MW. Ekki verður sú viðbót þó nýtt nú, þar eð ekki er þörf á henni, að því e.r Páll Fiygenring, yfir- verkfr. Landsvirkjunar tjáði Mbl. Hægt væri að taka þessar tvær síðustu vélar í notkun í vet ur, en þá þyrfti að prófa þær og taka til þess inn mikið vatn, sem gæti valdið trufiun á versta tíma að vetrinum. Og þar sem ekki þa>rf að selja meira rafmagn til Fyrsta vélin verður þó tekin í notkun í næsta mánuði til að auka öryggið á almennum raf- orkumarkaði í vetrw. Sagði Páll að mjög vel hefði gengið að setja vélarnar niður. Það gerðu menn frá Landsvirkj un við Búrfell undir stjórn Egils Skúla Ingibergssonar, rafmagns verkfræðings. En fstak hefur séð um steypuvinnu og þess háttar. FÆÐINGAR- DEILDIN STÆKKUÐ Næsta hús keypt og sameinað TEKIZT hefur að fá keyptar tvær hæðir í húsinu á Þor- finnsgötu 14, sem er næsta hús og sambyggt við Fæðing- arheimili Reykjavíkurborgar. Og þar sem áður var búið að kaupa 3ju hæðina í húsinu, verður nú hægt að stækka Fæðingarheimilið og fá þar mjög bætta aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga og fjölga eitthvað rúmum. Haukur Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalanna, tjáði Mbl. að geysilegur munur yrði að fá þessa viðbót, því vand- ræðaástand hefði verið fyrir, þar sem hvorki voru til borðstofur né setustofur í Fæðingarheim- ilinu. Áður var búið að kaupa 3ju hæðina, sem ekki var hægt að nýta og var því lagt kapp á að fá aðra hæðina og risið, en ekki skiptir svo miklu máli með neðstu hæðina. Verða hæðirnar tvær afhentar í desember og þá hafizt handa um að setja þær í stand. 1 Þorfinnsgötuhúsinu verða vinnuherbergi fyrir starfsfólk, setustofa fyrir sjúklinga, borð- stofa og eitthvert rými fæst að auki fyrir sjúkrarúm, en nú eru á Fæðingarheimilinu 25 sjúkra- rúm. Lögreglubíll í árekstri LÖGREGLUBÍLL lenti í árekstri í gærkvöldi, er hann var að fara út í slysakall og ók á rauðu ijósi inn á Laugaveginn, af Klappar- stíg. Kom þá bifreið á grænu yf ir gatnamótin niðu.r Laugaveg- inn. Skemmdust báðir bílarnir mikið í árekstrinum, en lögreglu bíllinn þó meira. Engin slys urðu á mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.