Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.1984, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 160. tbl. 71. árg. SUNNUDAGUR 15. JÚLl 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovésk yfirvöld: Minnka bögglapóst frá Vesturlöndum P»rís, 12. júli. AP. SOVÉSK yfirvöld hafa tilkynnt aö bögglapóstur frá Vesturlöndum verði stórlcga minnkaður. Háttsettur embættismaður í viðskiptanefnd Sovétríkjanna í París sagði að einungis efnahags- legar ástæður lægju á bak við þessa ákvörðun yfirvalda, og stjórnmál kæmu þar hvergi nærri. Ákvörðunin hefur áhrif á um 12 fyrirtæki á Vesturlöndum, en samningur sem þau höfðu áður gert við sovésk yfirvöld rennur út 1. ágúst nk. Samkvæmt áðurgild- andi reglum gátu sendendur greitt allan toll af bögglunum í heima- landi sínu, í stað þess að móttak- endur þyrftu að greiða himinháa tolla í Sovétríkjunum. Er talið að þessi ráðstöfun Rússa sé gerð til að minnka straum af vörum frá Vesturlöndum inn til Sovétríkj- anna í þvf skyni að hafa áhrif á 3vartamarkaðsverslun, sem þrífst með ágætum þar í landi. Skákfélag Rotterdam fer ekki til Moskvu: Korchnoi ekki meðal keppenda í Moskvu Kotterdam, 14. júlí. AP. SKÁKFÉLAGIÐ í Rotterdam hefur hætt við þítttöku í undanúrslitum í Evrópukeppninni í skák í Moskvu, til að vernda Victor Korchnoi, flótta- mann frá Sovétríkjunum. „Ef hann fer til Moskvu, getur verið að hann komi aldrei aftur,“ sagði talsmaður skákfélagsins Louis Mulder. Rotterdamskák- mennirnir áttu að keppa við skák- Járnbrautarslys í Júgóslavfu Divaca, 14. júlí. AP. ÓTTAST er að allt að 20 manns hafi látið lífið og á þriðja tug slas- ast, þar af sumir mjög alvarlega, þegar vöruflutningalest rakst á farþegalest, sem í voru um 1500 ferðamenn, skammt frá borginni Divaca í Júgóslavíu um hálf fimm leytið í nótt. Divaca er í um 25 km fjarlægð frá Trieste á Norður- Ítalíu þaðan sem fyrstu fréttir um slysið bárust, en þær voru síðan staðfestar af Tanjug, hinni opin- beru fréttastofu Júgóslavíu. iiðið Burewestnik í Moskvu í lok ágúst. Rotterdamfélagið bauðst til að •vorga allt uppihald fyrir Moskvu- riðið, ef keppnin færi fram í Hol- iandi í stað Sovétríkjanna, en þeir afþökkuðu boðið og sögðu keppn- ina eiga að vera í Moskvu sam- kvæmt reglum FIDE. í bréfi til Rotterdamfélagsins stóð að Korchnoi, sem flúði frá Sovétríkj- unum árið 1977, væri velkominn til Moskvu, en félagar hans í Rott- erdam sögðust ekki reiðubúnir að taka neina áhættu. íslenskur kúreki Viktor Korchnoi Verkamannaflokkurinn sigurvegari þingkosninganna á Nýja-Sjálandi: Muldoon viðurkennir ósigur stjórnarinnar Wellington, 14. júlí. AP. ROBERT Muldoon, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur viður- kennt að flokkur sinn, Þjóðarflokkurinn, sem verið hefur við stjórn í landinu i níu ár, hafi beðið ósigur í þingkosningunum sem þar fóru fram í dag. Fyrstu tölur benda til þess að Verkamannaflokkurinn, sem verið hefur í stjórnarandstöðu, fái 19—27 sæta meirihluta á þjóð- þinginu, en þar sitja 95 þingmenn. Þegar ríkisstjórn Þjóðarflokksins, sem er íhaldssamur og leggur mikla áherslu á vinsamlegt sam- starf við Bandaríkin, boðaði til Hver er farmur flutningabílsins? Hnrn I A Prá Önnn RiarnndÁttur frÁttarltara MKI H \ Bern, 14. júlí. Frá ()nnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl. STÓR, níu tonna sovésk flutningabifreið stendur nú á ióð sovéska sendiráðsins hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf í Sviss og bíður þess, að sovésk og svissnesk yfirvöld komist að samkomuiagi um hvað eigi að gera við bifreiðina. Bifreiðin vakti athygli svissn- eskra yfirvalda á miðvikudag þegar henni var ekið yfir landa- mærin til Basel í Sviss frá Vestur-Þýskalandi í fylgd sov- éskrar sendiráðsbifreiðar og tollvörðum var meinað að skoða farm hennar. Sovétmenn full- yrða að sendiráðspóstur sé í bif- reiðinni, en hann nýtur sér- stakra réttinda. Svisslendingar heimiluðu að bifreiðinni yrði ekið til Genf, en innsigluðu hana. Samningavið- ræðum um bifreiðina verður haldið áfram á mánudag. Svissneska dagblaðið Blick veltir því fyrir sér í dag hver farmur flutningabifreiðarinnar sé og bendir á, að sovéska sendi- ráðið í Genf sé talið ein stærsta bækistöð KGB erlendis, ásamt sendiráðunum í New York og Tókýó. Er bifreiðin full af njósnatækjum fyrir sendiráðið? spyr blaðið. Eða er hún ein af hinum fullkomnu njósnabif- reiðum, sem aka í þúsundatali um þjóðvegi Vestur-Evrópu? Er hún full af alls konar smygli eða er farmurinn kannski níu þúsund lítrar af vodka fyrir langþyrsta sendiráðsstarfs- menn? kosninga í síðasta mánuði hafði hún misst eins þingsætis meiri- hluta sinn vegna ágreinings um stefnu í kjarnorkumálum. Bandaríkjastjórn hefur fylgst með kosningabaráttunni á Nýja- Sjálandi með nokkrum ugg vegna þess að eitt af baráttumálum Verkamannaflokksins hefur verið að banna bandarískum herskip- um, sem eru kjarnorkuknúin eða bera kjarnorkuvopn, aðgang að höfnum landsins. Heimsóknir bandarískra herskipa hafa verið mikið hitamál í landinu að undan- förnu. Búist er við því að David Lange, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem er 41 árs að aldri og lögfræð- ingur að mennt, taki við embætti forsætisráðherra innan tveggja David Lange vikna. Höfuðverkefni ríkisstjórn- ar hans verður að fást við efna- hagsvanda landsins, en erlendar skuldir Ný-Sjálendinga nema röskum 11 milljörðum bandaríkja- dala. Ofbeldisverkum hefur fækkað í E1 Salvador Washinftton, 14. júlí. AP. í NÝRRI skýrslu frá bandaríska utanrfkisráðuneytinu segir að stór- lega hafi dregið úr ofbeldi „dauða- sveita hægrimanna** í El Salvador i fyrstu fimm mánuðum þessa árs, en grípa verði til aðgerða til að minnka ofbeldi þeirra enn frekar. Skýrslan segir að pólitískum morðum hafi fækkað úr um 139 á mánuði í fyrra, í um 93 að meðal- tali á mánuði í ár. Jose Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, hefur heitið að taka hart á dauðasveit- unum, sem taldar eru bera ábyrgð á dauða flestra þeirra 43.000 óbreyttra borgara, sem látið hafa lífið í borgarastríðinu í E1 Salva- dor. Duarte hefur einnig heitið rannsóknum á afdrifum þúsunda manna, sem horfið hafa á undan- förnum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.